1 Ár 2017 , þriðjudaginn 28 . febrúar , er í Félagsdómi í málinu nr. 1/2017 Alþýðusamband Íslands f.h. Sjómannasambands Íslands vegna Sjómanna - og vélstjórafélags Grindavíkur gegn Samtökum smærri útgerða, vegna Kleifa ehf. kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 27. janúar 2017. Málið dæma Sigurður G. Gíslason, varaforseti dómsins, Ásmundur Helgason, Guðni Haraldsson, Karl Ó. Karlsson og Sigurður G. Guðjónsson Stefnandi er Alþýðusamband Íslands, kt. 420169 - 6209, Guðrúnartúni 1, Reykjavík, f.h. Sjómannasambands Íslands, kt. 570269 - 2249, Guðrúnartúni 1, Reykjavík, vegna Sjómanna - og vélstjórafélags Grindavíkur, kt. 581078 - 0139, Hafnargötu 9, Grindavík. Stefndi er Samtök smærri útgerða, kt. 410713 - 0710, Miðbrekku 5, Ólafsvík, vegna Kleifa ehf., kt. 680207 - 0890, Bólsvör 4, Stöðvarfirði. Dómkröfur stefnanda : Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: I. Þess er krafist að viðurkennt verði að Kleifar ehf., hafi brotið gegn ákvæði greinar 1.41 í kjarasamningi milli Landssambands íslenskra útvegsmanna og Sjómannasambands Íslands, sem undirritaður var 17. desember 2008, með því að halda Auði Vésteins SU - 088, skipaskrárnúmer 2888, til veiða þann 14. nóvember 2016, eftir að verkfall aðildarfélaga Sjóm annasambands Íslands hófst kl. 23:00 þann 10. nóvember 2016, með félagsmenn stefnanda um borð. II. Þess er krafist að viðurkennt verði að Kleifar ehf., hafi brotið gegn 18. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur með því að stunda veiðar á Auði Vés teins SU - 088, skipaskrárnúmer 2888, þann 14. nóvember 2016, með félagsmenn stefnanda um borð, eftir að verkfall aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands hófst kl. 23:00 þann 10. nóvember 2016 og stuðla 2 þannig að því að afstýra löglega boðaðri vinnustöðvun s tefnanda, með aðstoð félagsmanna þess. III. Þess er krafist að Kleifum ehf. verði gert að greiða stefnanda sekt samkvæmt grein 1.43 í kjarasamningi milli Landssambands íslenskra útvegsmanna og Sjómannasambands Íslands, sem undirritaður var 17. desember 2008, se m renni í félagssjóð stefnanda, vegna brota á ákvæði greinar 1.41. í kjarasamningnum, þann 14. nóvember 2016, samtals að fjárhæð 534.082 kr. IV. Í öllum tilvikum gerir stefnandi kröfu um greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda : Stefndi kr efst þess að verða sýknaður af dómkröfum stefnanda. Þá gerir stefndi kröfu um að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum mál skostnað. Málavextir : M eð bréfi Sjómannasambands Íslands , dags. 19. október 2016, til Samtaka smærri útgerða, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka atvinnulífsin s, Ríkissáttasemjara og Brims h f. var boðað til ótímabundins verkfall s félagsmanna aðildarfélaga sambandsins . Í bréfinu segir að samþykkt hafi verið tillaga sem var svohljóðandi: manna félagsins, sem starf a á fiskiskipum samkvæmt kjarasamningi milli Sjómannasambands Íslands (Alþýðusambands Austurlands og Alþýðusamband Vestfjarða ef við á) og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skal hefjast kl. 23:00 þann 10. nóvember 2016, hafi ekk i náðst kjarasamningur milli aðila Í bréfinu kemur fram að Sjómanna - og vélstjórafélag Grindavíkur sé meðal þeirra aðildarfélaga Sjómannasambandsins sem hafi samþykkt verkfallsboðunina í atkvæðagreiðs lu. F yrir hönd þeirra aðildarfél a ga sa mbandsins , sem talin voru upp í bréfinu, var tilkynnt að verkfall hjá sjómönnum sem starfa á fiskiskipum samkvæmt kjarasamningi milli SSÍ (ASA og ASV ef við á) og SFS/SA myndi hefjas t kl. 23:00 þann 10. nóvember 2016 hjá félagsmönnum félaganna hafi samning ur ekki náðs t fyrir þann tíma. Var þetta móttekið 19. október 2016. Samningar náð ust ekki milli samnings aðila innan tilsetts tíma . Því hófst verkfall 10. n óvember 2016 sem st óð til kl. 14:00 þann 16. nóvember 2016 en þá hafði náðst samkomulag milli aðila um nýjan kjarasamning . Samningurinn var hins vegar fell dur í atkvæðagreiðslu 14. desember 2016 og því hófst verkfall að nýju kl. 20:00 þann sama dag . Eftir að mál þetta var dómte kið var nýr kjarasamningur milli SSÍ og SFS undirritaður 18. febrúar 2017 og samþykktur í atkvæðagreiðslu degi síðar. 3 Hinn 10. og 11. nóvember 2016 sendi stefnandi tölvupóst til útgerða til að minna á vinnustöðvunina . Þar var áréttað að allir sjómenn á bátum skráðum 12 metrar og stærri / 15 brúttótonn og stærri væru að fara í vinnustöðvun. Óumdeilt er í málinu að Auð i Vésteins SU - 088 var haldið til veiða 14. nóvember 2016 . Í áhöfn voru þá Haukur Guðberg Einarsson skipstjóri, Haraldur Björn Björnsson, Eiríkur A. Ingólfsson og Karl Axel Karlsson. Þá er óumdeilt að samkvæmt skipaskrá er skipið 14,73 metrar að lengd og 29,8 brúttótonn. Með bréfi til útgerðar skipsins, Kleifar ehf., dags. 21. n óvember 2016, krafðist stefnandi að útgerðin greiddi sekt að fjárhæð 534.082 krónur til félagsins samkvæmt kjarasamningi Sjómannasambands Íslands annars vegar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins. Þ ar var því haldið fram að veiðar skipsins væru skýrt brot á verkfallsákvæðum kjarasamningsins , nánar tiltekið ákvæðum 1. mgr. 1.41 gr. og 2. mgr. 1.42. gr . Með bréfi formanns Samtaka smærri útgerða, dags. 1. desember 2016, til lögmanns stefnanda var síðastgreindu bréfi svarað og upplýst að Kleifar ehf., útgerð Auðar Vésteins SU - 88, sé aðili að Samtö kum smærri útgerða. Félagsmenn samtakanna hafi áður verið félagsmenn Landssambands smábátaeigenda og greiði sínum sjómönnum samkvæmt kjarasamningi á milli Sjómannasambands Íslands, Farmanna og fiskimannasambands Íslands, Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Landssambands smábátaeigenda sem undirritaður hafi verið 29. ágúst 2012. Framangreindu bréfi lögmanns stefnanda var jafnframt svarað af hálfu Kleifa ehf. með bréfi Öldu Agnesar Gylfadóttur 6 . desember 2016. Í bréfinu kom fram það mat forsvarsmanna Kleifa ehf. að deila sjómanna næði ekki til sjóm anna sem störfuðu hjá fyrirtækinu þar sem það væri aðili að Samtökum smærri útgerða og grei ddi sjómönnum sínum því samkvæmt kjarasamningi milli Sjóman nasambands Íslands, Farmanna og fiskimannasambands Íslands, Félags vélstjóra og málmtæknimanna annars vegar og Landsambands smábátaeigenda hins vegar sem undirritaður hafi verið 29. ágúst 2012. Stefnandi telur að verkfall sjómanna nái til félagsmanna sinn a, þ. á m. sjómanna á Auði Vésteins SU - 099 . Stefndi byggir hins vegar á því að u m störf skipverjanna hjá Kleifum ehf. gildi ráðningarsamningar sem haf a verið lagðir fram í málinu. Í ráðningarsamningu nu m segi r: kjarasamningum milli Sjómannasambands Íslands, Farmanna og fiskimannasambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna annars vegar og Landssambands Kveður stefndi að l aunagreiðslur Kle ifa ehf. til skipverjanna fari fram samkvæmt þessum kjarasamningi og hefur hann lagt fram launaseðla því til staðfestingar auk yfirlýsingar löggilts endurskoðanda á því að launaútreikningar áhafnar Auðar Vésteins SU - 88 fyrir tímabilið september til 4 nóvembe r 2016 séu í fullu samræmi við fyrrgreindan kjarasamning Sjómannasambands Íslands við Landsamband smábátaeigenda frá 29. ágúst 2012. Framangreindir ráðningarsamningar við áhöfnina Auði Vésteins SU - 088 voru gerðir 1. september 2016. Ekki hafa verið leidd v itni fyrir dóminn sem geta borið um tilefni þess að hinir nýju ráðningarsamningar voru gerðir. Í málinu liggur aftur á móti fyrir bókun af hálfu stefnda , í tilefni af áskor un stefnanda, þar sem fram kemur að gi Sjómannasambands Íslands (SSÍ) Fyrir liggur að Kleifar ehf. eru hvorki aðili að Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi né Samtökum Atvinnulífsins eða forverum samtakanna og hafa ekki veitt þeim umboð til að gera kjarasamning fyrir sína hönd. Síðasti kjarasamningur Landssambands smábátaeigenda t ók gildi 29. ágúst 2012 og gilti hann til 31. janúar 2014 en h eldur gildi sínu þar til nýr kjarasamningur h efur verður gerður. Jafnframt liggur fyrir í málinu að K le ifar ehf. hafi átt aðild að Landssambandi smábátaeigenda árið 2008 en gengið úr sambandinu árið 2010 . Kleifar ehf. er n ú aðili að Sa mtökum smærri útgerða, en þau samtök hafa ekki gert kjarasamning við Sjómannasamband Íslands. Þess ber að geta að meðal gagna málsins er samantekt Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns frá 26. október 2016 sem var unnin að beiðni Landsambands smábátaeig enda í tilefni af verkfallsboðun Sjómannasambands Íslands er beindist gegn Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar er lagt mat á það hvort og þá að hvaða marki yfirvofandi verkfalla snerti sjómenn sem störfuðu hjá félögum í Landsambandi smábátaeigenda og þ á einkum þeirra sem gerðu út á bátum sem væru 12 metrar eða lengri og 15 brúttótonn og stærri. Varð það niðurstaða lögmannsins að verkfallið tæki ekki til félagsmanna Landsambands smábátaeigenda óháð stærð báta. Málástæður og lagarök stefnanda: Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því að áhöfnin , félagsmenn stefnanda, á Auði Vésteins SU - 088 hafi, samkvæmt fyrirmælum frá útgerðinni, haldið til veiða 14. nóvember sl. í trássi við löglega vinnustöðvun stefnanda. Máli sínu til stuðnings vísar stefnandi til þess að í fyrrgreindu bréfi frá Kleifum ehf., dags. 6. desember 2016, hafi útgerðin hvorki mótmælt því að hafa haldið til veiða umrætt sinn né að félagsmenn stefnanda hafi verið um borð. Stefnandi byggir á því að Kleifar ehf. hafi með ofangreindri háttsemi bro tið gegn ákvæði greinar 1.41 í kjarasamningi SSÍ og SFS/SA. Í ákvæðinu segi a ð komi til verkfalls sjómanna er samningurinn taki til skuli þau skip er verkfallið nái til hætta veiðum strax og verkfallið taki gildi. S kipverjum sé þá ekki heimilt að framkvæma aðra vinnu í þágu útgerðar en að sigla skipinu til hafnar, landa úr skipinu og undirbúa 5 skipið að öðru leyti undir hafnarlegu. Brot á ákvæðinu varði sektum allt að 454.972 krónum er renni í félagssjóði viðkomandi félags samkvæmt grein 1.43 í kjarasamningnum. Að teknu tilliti til hækkunar í hlutfalli við kaupgjaldsákvæði samningsins nem i sektin, þegar brotið hafi verið framið, allt að fjárhæð 534.082 krónum. Stefnandi geri kröfu um greiðslu s ektarinnar úr hendi Kleifa ehf. í samræmi við ákvæðið. Stefnandi byggir á því að stefnda hafi verið tilkynnt um vinnustöðvun með bréfi Sjómannasambands Íslands til Samtaka smærri útgerða, dags. 19. október 2016, í samræmi við ákvæði 16. gr. laga nr. 80/193 8. Þá hafi stefnandi ítrekað með tölvupósti , dags. 10. nóvember 2016, að allir sjómenn félagsins á bátum skráðum 1 2 metrar og stærri / 15 brúttótonn og stærri væru að fara í vinnustöðvun kl. 23:00 þann 10. nóvember 2016. Það að Kleifar ehf., útgerð Auðar Vésteins SU - 088, hafi átt aðild að Samtökum smærri útgerða en ekki Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi breyti ekki þeirri staðreynd að verkfallið hafi náð til skipsins að svo miklu leyti sem félagsmenn aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands hafi verið star fandi um borð í skipi Kleifa ehf. Stefnandi kveður að s amkvæmt 3. gr. laga nr. 80/1938 séu meðlimir stéttarfélaganna bundnir við löglegar samþykktir félags síns og heildarsamtaka er taki til þess félags. Enginn vafi sé á því að um hafi verið að ræða lögleg a boðað verkfall sem náð hafi til félagsmanna stefnanda. Félagsmenn stefnanda hafi þar með verið bundnir af verkfallsboðuninni gagnvart sínu stéttarfélagi og hafi því verið óheimilt að taka upp störf í verkfalli. Stefnandi byggir dómkröfur sínar einnig á þ ví að Kleifar ehf. hafi brotið gegn 18. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur en í ákvæðinu segi að þegar vinnustöðvun hafi verið löglega hafin sé þeim sem hún að einhverju leyti beinist gegn óheimilt að afstýra henni með aðstoð einstakra með lima þeirra félaga eða sambanda sem hlut eigi að máli. Með því að krefjast þess að félagsmenn stefnanda tækju upp störf í löglegu verkfalli hafi útgerðin reynt að afstýra vinnustöðvun félagsmanna stefnanda. Hafi Kleifar ehf. þannig brotið gegn fyrrnefndu á kvæði. Stefnandi kveður Kleifa ehf. hafa lýst þeirri skoðun sinni að deila sjómanna nái ekki yfir sjómenn sem starfi hjá fyrirtækinu og því sé þeim óskylt að greiða umrædda sekt og sé frjálst að veiða þótt vinnustöðvun félagsmanna stefnanda sé í gildi, sbr. bréf Kleifa ehf. dags. 6. desember 2016 . Máli sínu til stuðnings hafi útgerðin bent á að hún sé aðili að Samtökum smærri útgerða og að félagsmenn Samtaka smærri útgerða hafi áður ver ið félagsmenn Landsambands smábátaeigenda og greiði sínum sjómönnum samkvæmt kjarasamningi SSÍ og LS. Þá telji Kleifar ehf. ljóst að verkfall sjómanna nái ekki til félagsm anna Landsambands smábátaeiganda og 6 að það sama eigi að gilda um félagsmenn Samtaka s mærri útgerða þar sem samtökin séu sambærileg Landssambandi smábátaeiganda. Stefnandi kveðst vera ósammála ofangreindum rökum Kleifa ehf. og vís ar máli sínu til stuðning til eftirfarandi atriða: I. Kleifar ehf. eru í Samtökum smærri útgerða sem hafi klofið sig út úr LS Stefnandi byggir í fyrsta lagi á því að það sé málinu óviðkomandi hvort verkfall sjómanna nái yfir félagsmenn Land s sambands smábátaeiganda eður ei. Kleifar ehf. sé aðili að Samtökum s mærri útgerða en ekki að Land s samband i smábátaeiganda. Stefnandi telji að sjónarmið sem eigi við um smábáta í Landsamband i smábátaeiganda , sbr. einnig umfjöllun í II. lið, eigi ekki við um stærri skip í Samtökum smærri útgerða og falli utan ágreiningsefna þessa máls. Þann 11. maí 2013 hafi Samtök smærri útgerða verið stofnu ð en félagsmenn samtakanna hafi klofið sig úr Landssambandi smábátaeiganda. Félagsmenn Samtaka smærri útgerða hafi ekki talið s ig eiga samleið með Landssambandi smábátaeiganda þar sem þeir hafi viljað veiða á stærri skipum en smábátar þeir sem tilheyrt hafi Landssambandi smábátaeiganda og séu hluti af kjarasamningi SSÍ og LS. Í viðtali við Sjávarafl þann 3. september 2014 hafi Hel ga Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smærri útgerða orðað klofningin n Ég held að áherslur okkar félagsmanna séu svo ólíkar áherslum LS að það hafi verið brýn þörf á að stofna sér samtök fyrir þennan hóp enda ólíkar aðstæður se m gert er út við og einnig ólíkir bátar sbr. útprentun af vefsíðunni sjávarafl.is . Með hliðsjón af framangreindu telji stefnandi ljóst að ekki sé hægt að leggja aðstæður og áherslur félagsmanna Samtak a smærri útgerða að jöfnu við aðstæður og áherslur fél agsmanna Land s sambands smábátaeiganda. II. Hugtakið smábátur og gildissvið kjarasamnings SSÍ og LS Stefnandi bendir jafnframt á að þegar kjarasamningur SSÍ og LS hafi verið undirritaður þann 29. ágúst 2012 hafi samningsaðilar miðað við að samningurinn næði utan um smábáta sem væru undir 15 brúttótonnum, sbr. þágildandi ákvæði um krókaaflamark samkvæmt 2. málsl. 6. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, sbr. einnig til hliðsjónar hugtakið smáskip samkvæmt 19. tl. 3. gr. laga nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Að mati stefnanda standi skilningur samningsaðila á hugtakinu smábátur óhaggaður við túlkun á gildissviði samningsins þrátt fyrir að löggjafarvaldið hafi, eftir að k jarasamningur aðila var gerður, rýmkað heimildir stærri skipa til að öðlast veiðileyfi með krókaaflamarki með breytinum á lögum um stjórn fiskveiða. Stefnandi telji því 7 að kjarasamningur SSÍ og LS eigi eingöngu við um smábáta , báta sem séu undir 15 brúttót onnum. Um skilning samningsaðila á gildissviði kjarasamnings SSÍ og LS vísar stefnandi til skýrslu Arnar Pálssonar framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeiganda vegna 32. aðalfundar sambandsins þann 13. október 2016 . Á bls. 20 - 21 í skýrslunni víki Örn að yfirstandandi viðræðum milli Landssambands smábátaeiganda og sjómanna um nýjan kjarasamning og segi orðrétt að sjómenn séu: ekki á því að taka 15 30 tonna báta inn í kjarasamning LS og gildir það einu þó þeir séu á krókaaflamarki og því upphaflega í LS. Þeir segja samning SFS og sjómannasamtakanna ná yfir þá aðila. st í þessum orðum skilningur samningsaðila á hugtakinu smábátur og gildissviði kjarasamnings SSÍ og LS frá 29. ágúst 2012. Að mati stefnanda breyti þar engu um þótt löggjafinn hafi á síðari árum heimilað stærri skipum að öðlast einnig veiðileyfi með krókaaflamarki. Samningsaðilar hafi ekki samþykkt að taka inn í kjarasamning SSÍ og LS stærri skip en smábáta , þ.e. báta sem séu undir 15 brúttótonnum. St ærri skip, þ. á m. Auður Vésteins SU - 088, falli samkvæmt ofangreindu undir kjarasamning SSÍ og SFS/SA. Með hliðsjón af framangreindu telur stefnandi ljóst að Auður Vésteins SU - 088 sé ekki smábátur í skilningi kjarasamnings SSÍ og LS og eigi kjarasamninguri nn því ekki við um áhöfnina á skipinu. Líkt og áður hafi komið fram sé fiskiskipið Auður Vésteins SU - 088 14,73 metrar og 29,8 brúttótonn, sbr. framlagða útprentun úr skipaskrá . Að mati stefnanda nái kjarasamningur SSÍ og SFS/SA yfir skip af þeirri stærðarg ráðu. III. Kjarasamningur SSÍ og SFS/SA lágmarksréttindi sjómanna á vinnumarkaði Stefnandi byggir á því að þegar félagsmenn Samtaka smærri útgerða hafi klofið sig út úr Landsambandi smábátaeiganda og stækkað báta sína, hafi þeir sjálfkrafa fallið undir kjarasamning SSÍ og SFS/SA jafnvel þótt Samtök smærri útgerða séu ekki hluti af SFS. Kjarasamningur SSÍ og SFS/SA kveði á um lágmarksréttindi sjómanna á vinnumarkaði sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyl dutry ggingu lífeyrisréttinda og falli allir sjómenn undir þann samning nema þeir séu hluti af öðrum sérsamningi. Í bréfi stefnda , dags. 6. desember 2016, sé því haldið fram að stefndi greiði sjómönnum sínum samkvæmt kjarasamningi á milli SSÍ og LS. Sé lagt til grundvallar að stefndi hafi greitt sjómönnum sínum samkvæmt téðum kjarasamningi telur stefnandi að sú staðhæfing hafi engin áhrif á úrslit málsins. Að m ati stefnanda taki kjarasamningur SSÍ við SFS/SA til sjómanna á Auði Vésteins SU - 088. Hann kveði á um lágmarksréttindi sjómanna skipsins, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Sú fullyrðing að Kleifar eh f. hafi síðan 8 ákveðið kaup og kjör sjómanna sinna samkvæmt öðrum kjarasamningi leysi útgerðina og starfsmenn hennar ekki undan skyldum sem hvíli á sjómönnunum og útgerðinni samkvæmt kjarasamningi SSÍ og SFS/SA og lögum nr. 80/1938 . Að mati stefnanda bjóði það hættunni heim ef útgerðir g eti skipt um kjarasamninga eftir eigin hentugleika og þannig eftir atvikum komið sér hjá löglega boðaðri vinnustöðvun . Þá sýni þetta einnig mikilvægi þess að fá úr því skorið hvort núverandi verkfall sjómanna nái til sjómanna hjá útgerðum sem séu félagsmenn hjá Samtökum smærri útgerða. Stefnandi kveðst auk framangreinds byggja á almennum meginreglum vinnuréttar og samningaréttar. Stefnandi kveðst byggja á ákvæðum í kjarasamningi SSÍ og SFS/SA, einkum ákvæði greinar 1.41, 1.4 2 og 1.43. Stefnandi kveðst einnig byggja á ákvæðum laga um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 55/1980, einkum 1. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 69/1993, ákvæðum einkamálalaga nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. laganna, ákv æðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938, einkum ákvæði 3., 18. og 65. gr. laganna. Krafa um viðurkenningu réttinda byggir á 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Stefnandi kveðst hafa lögvarða h agsmuni af því að skorið verði úr um meint verkfallsbrot Kleifa ehf. Stefnandi kveður v erkefni Félagsdóms vera skilgreind í 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Samkvæmt ákvæðinu falli ágreiningur þessa máls innan valdmarka Félagsdóms. Í 1. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 segi að verkefni Félagsdóms sé m.a. að dæma í málum sem rísa út af kærum um brot á lögunum. Í 2. tölulið 1. mgr . 44. gr. laga nr. 80/1938 segi að verkefni Félagsdóms s é m.a. að dæma í málum, sem rísi út af kær um um brot á vinnusamningi eða út af ágreiningi um skilning á vinnusamningi eða gildi hans. Í máli þessu sé deilt um hvort háttsemi Kleifa ehf. brjóti gegn lögunum og kjarasamningi SSÍ og SFS/SA og þ.a.l. sé deilt um gildi kjarasamningsins. Stefnandi kveður f yrirsvar eiga stoð í 4. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála og sé aðild málsins í samræmi við 45. gr. la ga nr. 80/1938. Um varnarþing sé vísað til 38. gr. laga nr. 80/1938 . Málskostnaðarkrafa stefnanda eigi sér stoð í 65. gr. laga n r. 80/1938, sbr. einnig 1. mgr. 129. gr. og 1. og 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi kveður að s amk væmt 14. gr. laga nr. 80/1938 sé stéttarfélagi heimilt að boða til verkfalls í því skyni að vinna að framgangi krafna í vinnudeilu. Markmið verkfallsboðunar stefna nda sé að knýja á um breytingu á kjarasamningi við SFS og SA. Af því leiði að verkfallið beinist ekki að vinnuveitendum sem gert haf i 9 ráðningarsamninga við starfsmenn sín a á grundvelli annarra kjarasamninga. Stefndi Kleifar ehf. sé hvorki aðili að SA né SFS og geri upp við áhöfn Auðar Vésteins SU á grundvelli annars kj arasamnings en þess sem deilt sé um í vinnustöðvuninni. Stefndi krefst sýknu af dómkröfu stefnanda þar se m vinnudeilan snúist um kjarasamning stefnanda við SFS og SA sem stefndi sé ekki aðili að. Verkfallið taki því ekki til áhafnar Auðar Vésteins SU sem starfi samkvæmt öðrum kjarasamningi, sbr. framlagða ráðningarsamninga og launaseðla sem hafi verið staðfes tir af löggiltum endurskoðanda . Sú þvin gun sem ver k fallsboðun feli í sér taki aðeins til þeirra sem starfi samk væmt þeim kjarasamningi sem um sé deilt. Áhöfn Auðar Vésteins SU verði því ekki skylduð til þess að taka þ átt í verkfalli stefnanda sem sé ætlað að knýja fram breytingar á kjarasamningi sem hafi ekki áhrif á ráðningarkjör áhafnarinnar. Slík niðurstaða bryti gegn 18. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 og félaga - og atvinnufrelsi skipverjanna sem sé varið af 2. mgr. 74. gr. og 1. og 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Stefndi m ótmælir því að aðstæður og áherslur félagsmanna hans séu frábrugðnar aðstæðum og áherslum félagsma nna LS, eins og stefnandi byggi á. Tekið sé undir það sem fram komi í samantekt Láru V. Júlíusdóttur hrl. , að félagsmenn LS geti orðið þeir se m eigi báta sem sé komi einnig fram í kynningarriti samtakanna sem gefið hafi verið út vegna sjávarútvegssýningar á árinu 2014. Í ky nni ngarriti nu se gi að séu eigendur báta sem eru yfir 12 brúttótonnum en undir 15 metrum og 30 brúttótonnum. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, hafi staðfest með tölvupósti, dags. 12. janúar 2017, að 10 bátar í eigu félagsmanna LS nái þessum stærðarmörkum . Hjá stefnda séu hins vegar einungis 7 bátar í eigu félagsmanna sem ná i þessum stærðarmörkum. Þrátt fyrir framangreint hafi hvorki stefnandi né LS séð ástæðu til að óska eftir endurskoðun á . Stefndi kveður að k jarasamningur SSÍ, SFS og SA geti ekki átt við Kleifar e hf. vegna þess eins að félagið hafi sagt sig úr LS. Vinnuveitendur séu bundnir af 1. gr. laga nr. 55/1980 um kjör starfsmanna sinna þótt þeir standi utan samtaka atvinnurekenda sem geri kjarasamninga, sbr. dóm Hæstaréttar frá 24. september 2009 í máli nr. 17/2009. Af sömu ástæðu geti vinnuveitendur ekki sagt sig frá kjarasamningum, sem samtök sem þeir eru aðilar að hafa gert, með því að segja sig úr s amtökum atvinnurekenda sem hafi gert kjarasamninginn. Úrsögn Kleifa ehf. úr LS hafi því ekki haft þau réttar áhrif að kjarasamningur LS hætti að gilda um sjómenn sem starfað hafi hjá félaginu. 10 Stefndi mótmælir því að kjarasamningur SSÍ og LS hafi við undirritun miðast eingöngu við smábáta undir 15 brúttótonnum. Því til stuðnings vísi st til bréfs sjávarútvegs - og landbúnaðarráðuneytisins, dags. 28. apríl 2008, til samgönguráðuneytisins vegna beiðni Snæfells hf. um að stækka bátinn Bíldsey SH 65 úr 11,35 metrum í 15 metra. Í bréfinu segi svo : Í þessu sambandi vill sjávarútvegs - og landbúnaðarráðuneytið vekja athy gli á að samkvæmt 5. mgr. 12. og 8. mgr. 15. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða verður krókaaflamark og krókaaflahlutdeild aðeins flutt til báts sem er undir 15 brúttótonnum, enda hafi hann leyfi til veiða með krókaaflamarki. Fari bátur yfir þessi stærðarmörk, þ.e. 15 brúttótonn getur hann haldið leyfi sínu til að veiða í krókaaflamarki en getur ekki flutt til sín aflaheimildir í krókaaflamarki. umfjöllun um gildissvið kjarasamnings LS. Stefndi lítur svo á að allir bátar sem fullnægja lagaskilyrðum um krókaflamark séu smábáta r í mæltu máli. Orðið smábátur sé samkvæmt lögum nr. 30/2 007 þá sömu og orðsins smábátur sé án forsendna. Orðið engin ten gsl við kjarasamning LS og hafi ekki sömu Stefndi kveður t ilvísun stefnanda til skýrslu Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra LS, á 32. aðalfundi samtakanna, ekki eiga við rök að styðjast . Í skýrslunni sé Örn einungis að fjalla um afstöðu stefnanda en ekki LS. Afstaða [...] samningsaðila á hugtakinu smábátur og gildissviði kjarasamnings SSÍ og LS frá 29 á í stefnu. Stefndi mótmælir staðhæfingu stefnanda um að kjarasamningur stefnanda, SFS og SA mæli fyrir um lágmarksréttindi áhafnar Auðar Vésteins SU samkvæmt 1. gr. laga um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyri sréttinda nr. 55/1980. Í fyrst a lagi sé ekki rökstutt í stefnu hvers vegna kjarasamningur SFS og SA ætti að ganga framar kjarasamningi LS. Í öðru lagi sé því mótmælt að kjarasamningur SFS og SA sé almennur í skilningi 1. gr. laga nr. 55/1980. Sú staðhæfin g samræmist ekki framangreindri samantekt Láru V. Júlíusdóttur hrl., þar sem fram komi að kjarasamningur LS mæli fyrir um lágmarksréttindi sjómanna sem starfi Stefnandi hafi sönnunarbyrðina f yrir því að þessu sé öðru vísi háttað. Kjarasamningur stefnanda, SFS og SA hafi því ekki þýðingu um ráðningarkjör áhafnar Auðar Vésteins SU. Um lagarök vísar s tefndi ví sar til þeirra laga sem að framan greinir . Þá vísar stefndi til almennra reglna og venja í vinnurétti. Um málskostnaðarkröfu stefnda vísast til 68. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991. 11 Forsendur og niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm skv. 1. og 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur. Við aðalmeðferð málsins gaf Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, skýrslu fyrir dómi. Í máli þessu greinir aðila á um hvort verkfall stefnanda hafi náð til áhafnar Au ðar Vésteins SU - 088 sem gerð er út af Kleifum ehf. Ágreiningslaust er að meðl imir áhafnarinnar eru félagsmenn í Sjómanna - og vélstjórafélagi Grindavíkur sem á aðild að stefnanda, Sjómannasambandi Íslands. Kleifar ehf. á aðild að stefnda, Samtökum smærri út gerða, en hvorki að Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi né Landsambandi smábátaeigenda. Stefnandi hefur nú gert kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávar ú t vegi sem leysti af hólmi kjarasamning stefnanda við Landsamband íslenskra útv egsmanna frá 17. desemb er 2008. Stefnandi hefur einnig gert kjarasamning við Landsamband smábátaeigenda frá 29. ágúst 2012. Gildistími þessa samnings er á enda runninn, en kjarasamningurinn heldur gildi sínu um kjör fél agsmanna stefnanda uns nýr samningur hefur verið gerður við Landsamband smábátaeigenda. Samkvæmt orðum verkfallsboðunar átti verkfallið aðeins að taka til þeirra félagsmanna Sjómanna - og vélastjórafélags Grindavíkur er njóta skyldu kjara samkvæmt kjarasamningi 17. desember 2008 við Landsamband íslenskra útvegsmanna . Verkfallið náði því ekki til félagsmanna stéttarfélagsins ef um kjör þeirra á tti að fara samkvæmt kjarasamningi frá 29. ágúst 2012 við Landsamband smábátaeigenda. Úrlausn ágreinings aðila ræðst af því hvor þessara kjarasamninga taki til starfa sjómanna u m borð í Auði Vésteins SU - 088. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980 fer gildissvið kjarasamninga eftir þeirri starfsgrein sem kjarasamningurinn tekur til. Ræðst það fyrst og fremst af efni viðkomandi kjarasamnings, og eftir atvikum af samkomulagi aðila, venju eða hefð, til hvaða starfa samningurinn tekur. Af þessu leiðir að félagsmenn Sjómanna - og vélstjórafélags Grindavíkur og vinnuveitendur þeirra, er standa utan þeirra samtaka sem gert hafa kjarasamning við stefnanda, geta ekki samið um það hvor kjarasamning anna sem að framan greinir eigi að gilda um kjör þeirra, nema að gildissvið þeirra skarist þannig að þeir takið báðir til viðkomandi starfa. Ákvæði í félagssamþykktum Sjómanna - og vélstjórafélags Grindavíkur, þar sem fram kemur að það sé réttur félagsmanna ákveða hverju sinni, breytir engu í þessu sambandi. Þá fær dómurinn ekki séð að ákvæði stjórnarskrár um atvinnufrelsi og félagafrelsi hafi þýðingu að þessu leyti. 12 Í kjarasamningi stefnanda við Landsamba nd íslenskra útvegsmanna frá 17. desember 2008 var sérstaklega fjallað um gildissvið samningsins í grein 1.01. Þar ta er að samningi þessum standa rakið útilokar þetta ákvæði ekki að kjarasamningurinn gildi í ráðningarsambandi útgerðar, sem stendur utan Landsambands íslenskra útgerðarman na, nú Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, við starfsmenn sína. Efnislegt gildissvið kjarasamningsins ræðst aftur á móti af þeim veiðum sem lýst er síðar í kjarasamningnum. Tekur kjarasamningurinn þannig til veiða á ólíkum fiskveiðiskipum með mismunandi vei ðarfærum. Samningurinn gildir meðal annars um línuveiðar, þar sem bæði er fjallað um veiðar á landróðrarbátum með og án beitningavélar, sem og um báta sem teljast vera á svonefndri útilegu. Ákvæði þessi fjalla í meginatriðum um hundraðshlut skipverja af sk iptaverðmæti sem ræðst af stærð skips miðað við fjölda í áhöfn. Miðað við orðalag þessara ákvæða getur kjarasamningurinn tekið til starfa um borð í hvaða línuveiðibáti sem er óháð stærð hans. Að þessu leyti getur hann tekið til starfa um borð í Auði Véstei ns SU - 088. Kjarasamningur stefnanda við Landsamband smábátaeigenda frá 29. ágúst 2012 tekur samkvæmt yfirskrift sinni til kjara á smábátum. Ekki er í kjarasamningnum hins vegar gerð grein fyrir því hvað átt er við með smábátum. Þá hafa ekki verið lagðar fr am samþykktir Landsambands smábátaeigenda eða önnur gögn er varpað getur ótvíræðu ljósi á við hvaða stærðarmörk eigi að miða þegar smábátur er skilgreindur. Víða er í þessum kjarasamningi gert ráð fyrir því að hann taki til starfa um borð í bátum sem eru l engri en 12 metrar. Því er ljóst að kjarasamningur inn getur tekið til starfa um borð í bátum sem eru stærri en í skilningi 19. töluliðar 3. gr. laga nr. 30/2007, um áhafnir íslenskra fis kiskipa, varðskipa, skemmtibát a og annarra skipa, en það eru skip sem eru 12 metrar eða styttri. Fær dómurinn ekki séð að sú skilgreining varpi ljósi á gildissvið kjarasamningsins. Af gögnum málsins virðist mega ráða að við gerð kjarasamningsins frá 29. ágúst 2012 hafi verið við það miðað að hann tæki til báta sem væru undir 15 brúttótonnum. Á þeim tíma gilti sú regla samkvæmt 6. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, að krókaaflahlutdeild yrði aðeins flutt til báta undir 15 brúttótonnum. Þetta kann að benda til þes s að með smábátum í kjarasamningnum sé átt við báta sem geta öðlast leyfi til veiða með krókaaflamarki. Reglan í lögum nr. 116/2006 um krókaaflamark var rýmkuð með lögum nr. 82/2013 á þann veg að einungis bátar sem eru styttri en 15 metrar og undir 30 brút tótonnum geta öðlast veiðileyfi með krókaflamarki, sbr. 2. mgr. 4. gr. og núgildandi 6. mgr. 12. gr. lag anna. 13 Ekki hafa verið færðar sönnur á að báðir samningsaðilar kjarasamningsins frá 29. ágúst 2012 hafi í orði eða verki sammælst um að hann taki einungi s til báta undir 15 brúttótonnum óháð því hvort þeir geti öðlast veiðileyfi með krókaaflamarki. Fyrirsvarsmenn Landssambands smábátaeigenda gáfu ekki skýrslu fyrir dómi og ummæli í ræðu framkvæmdastjóra sambandsins á aðalfundi þess 13. október 2016, þar se gefur ekki tilefni til að álykta að samningsaðilar séu því sammála að fyrirliggjandi samningur taki einungis til starfa um borð í bátum undir 15 brúttótonnum. Eins og vikið hefur verið að bindur kjarasamningur stefnanda við Landsamband smábátaeigenda ekki gildissvið hans við veiðar á bátum undir tiltekinni stærð . Þá liggur fyrir að Auður Vésteins SU - 088 uppfyllir stærðarskilyrði laga til að öðlast veiðileyfi með krókaaflamarki . Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið telur dómurinn óvarlegt að álykta að kjarasamningurinn geti ekki tekið til starfa um borð í framangreindum bát . Hefur stefnandi ekki fært sönnur á að venja gildi á þessu sviði sem gefur tilefni til annarrar niðurstöðu. Samkvæmt framansögðu eru aðstæður með þeim hætti að stefnandi hefur gert tvo kjarasamninga við mismunandi samtök atvinnurek e nda með gildissviði sem skarast þannig að báðir samningarnir geta átt við um störf um borð í Auði Vésteins SU - 088. Báturinn var í eigu félags sem stóð utan við þessi samtök atvinnurekenda. Félagsmenn stefnanda gátu því ráðið sig um borð í bátinn þannig að starfskjör þeirra réðust annað hvort af kjarasamningi stefnanda við Landsamband smábátaeigenda eða af kjara samningi stefnanda við Landsamband íslenskra útvegsmanna, nú Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Samkvæmt framlögðum ráðningarsamningum , er voru í gildi þegar verkfallið hófst , áttu kjör áhafnarinnar að taka mið af kjarasamningi stefnanda við Landsamband sm ábátaeigenda. Þar sem verkfallið laut ekki að því að knýja fram kjarasamning við þau samtök verður að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda. Samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verður stefnanda gert að greiða stefnda málskos tnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 400.000 krónur. D ó m s o r ð: Stefndi, Samtök smærri útgerða, vegna Kleifa ehf. , skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Alþýðusamband s Íslands f.h. Sjómannasambands Íslands vegna Sjómanna - og vélstjórafélags Grindavíkur . Stefnandi greiði stefnda 400.000 krónur í málskostnað. 14 Sigurður G. Gíslason Ásmundur Helgason Guðni Haraldsson Karl Ó. Karlsson Sigurður G. Guðjónsson