1 Ár 2013, miðvikudaginn 10. júlí , er í Félagsdómi í málinu nr. 6 /2013 Alþýðusamband Íslands vegna Rafiðnaðarsambands Íslands, vegna Félags íslenskra símamanna, vegna Kristínar Þóru Benediktsdóttur gegn Samtökum atvinnulífsins v egna Já upplýsingaveitna hf. kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 10. júní 2013. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Lár a V. Júlíusdótt ir og Valgeir Pálss on . Stefnandi er Alþýðusamband Íslands, Sætúni 1, Reykjavík, vegna Rafiðnaðarsambands Íslands, Stórhöfða 31, Reykjavík, vegna Félags íslenskra símamanna, Stórhöfða 31, Reykjavík, vegna Kristínar Þóru Benediktsdóttur, Valla rgötu 22, Sandgerði. Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35, Rey kjavík, vegna Já upplýsingaveitna hf., Álfheimum 74, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Stefnandi kveðst gera þær dómkröfur aðallega að viðurkennt verði að uppsögn Kristínar Þóru Benediktsdóttur, kt. 301264 - 3219, sem fram fór hi nn 12. október 2012, hafi brot ið gegn 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og sé þar með ólögmæt. Til vara krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að Já upplýsingaveitur ehf. hafi í kjölfar uppsagnar Kristínar Þóru Benediktsdóttur þann 12. október 2012 brotið gegn ákvæði 7. gr. kjarasamnings milli Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslenskra símamanna og Samtaka atvinnulífsins vegna Skipta hf., Símans hf., Mílu ehf. og Já upplýsingaveitna hf. frá 19. desember 2008 um framkvæmd uppsagna. Einnig krefst stefnandi þess, hvað varðar aðalkröfu , að stefndi verði dæmdur til að greiða Kristínu Þóru Benediktsdóttur skaðabætur að fjárhæð 951.753 krónur með 2 vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. apríl 2013 og dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. sömu laga, frá 2. maí 2013. Hvað varðar aðal - og varakröfu krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða Kristínu Þóru Benediktsdóttur miskabætur að fjárhæð 2.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 , um vexti og verðtryggingu , frá 2. a príl 2013 og dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. sömu laga, frá 2. maí 2013. Stefnandi krefst þess einnig, hvað varðar aðal - og varakröfu, að stefndi verði dæmdur til að greiða sekt í ríkissjóð samkvæmt ákvörðu n Félagsdóms. Loks krefst stefnandi þess, hvað varðar aðal - og varakröfu, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati réttarins. Dómkröfur stefnda Af hálfu stefnda eru gerðar þær dómkröfur að stefndi verði sýkna ður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins. Málavextir Helstu málavextir eru þeir að Kristín Þóra Benediktsdóttir höf störf hjá Já upplýsingaveitum hf. þann 15. ágúst 2007 og starfaði á sta rfsstöð fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Kristín Þóra er félagi í Félagi íslenskra símamanna (FÍS), sem er aðildarfélag að Rafiðnaðarsamba ndi Íslands (RSÍ) , og hafði hún frá árinu 2007 tekið virkan þátt í starfi FÍS og RSÍ og gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum f yrir félögin. Þann 16. september 2008 var Kristín Þóra kjörin trúnaðarmaður FÍS hjá Já upplýsingaveitum hf. í Reykjanesbæ og gegndi þeirri stöðu til 1. desember 2011. Í stefnu er því lýst að eftir að Kristín Þóra steig til hliðar sem trúnaðarmaður í lok á rs 2011 og annar starfsmaður tók við sem trúnaðarmaður , hafi s tarfsmenn fyrirtækisins haldið áfram að leita til hennar um ráðgjöf um réttindi og fleira, sem er í verkahring trúnaðarmanns að sinna. Nokkurrar óánægju hafi gætt meðal starfsfólks með nýja trún aðarmanninn og hafi formaður FÍS, Grétar B. Guðmundsson, tilkynnt um það í tölvupósti 8. maí 2012 að félagið vildi tilnefna a nnan trúnaðarmann í Reykjanesbæ til viðbótar við fyrri trúnaðarmann, þar sem starfsmenn væru orðnir fleiri en 50. Hafi hann sagt að FÍS hefði ákveðið að skipa Kristínu Þóru sem trúnaðarmann. Af hálfu Já upplýsingaveitna hf. hafi þessu verið mótmælt og orðið hafi úr að Grétar og stjórnendur fyrirtækisins hittust á fundi nokkrum dögum síðar til að ræða málið. Þar komu stjórnendur Já upp lýsingaveitna hf. og sýndu gögn um a ð starfsmenn fyrirtækisins væru 47 og þess vegna ætti FÍS ekki rétt á að skipa annan trúnaðarmann. Af hálfu FÍS he f ð i þetta verið dregið í efa og til hafi staðið að skoða málið frekar í framhaldinu. Ekki hafi þó komið ti l þess að málið yrði skoðað nánar þar 3 sem starfandi trúnaðarmaður tilkynnti um starfslok sín stuttu síðar. Hafi sá trúnaðarmaður hætt störfum í september 2012 en ekki hafi nýr t rúnaðarmaður verið kjörinn strax , þrátt fyrir áeggjan FÍS og RSÍ í þá átt . Hafi formaður FÍS t.d. sent tölvupóst um þetta þann 9. október 2012 þar sem hvatt hafi verið til þess að trúnaðarmannakosning yrði kláruð fyrir 20. október því trúnaðarmannaráðstefna RSÍ ætti að fara fram 25. og 26. október. Þá kveður stefnandi að hi nn 11. ok tóber síðastliðinn hafi Kristín Þóra fengið fundarboð frá yfirman ni sínum og hafi fundur farið fram að morgni 12. október. Á fundinum var Kristínu Þóru sagt upp. Kristín Þóra leitaði skýringa á uppsögninni á fundinum en engin svör fengus t . Var henni tjáð a ð hún ætti að yfirgefa vinnustaðinn án tafar og að búið væri að loka fyrir aðgang hennar að tölvukerfinu. Er því haldið fram í stefnu að Kristínu Þóru hafi jafnframt verið neitað um að fá að sækja persónulega muni sína , auk þess sem henni hafi verið neitað um að nálgast persónuleg gögn í tölvupósti sínum. Kristín Þóra óskaði eftir vi ðtal i um ástæður stafsloka og var henni þá tjáð að það yrði skoðað. Kristín Þóra leitað i til stéttarfélags síns og síðar sama dag, 12. október, sendi Kristján Þórður Snæbjarnar son, formaður RSÍ, tölvupóst á yfirmenn Já upplýsingaveitna hf. þar sem hann óskaði eftir fundi til þess að fara yfir uppsögn Kristínar Þóru og lagði til fundartíma 16. október kl. 13 .00 . Íris Sigtryggsdóttir, svæðisstjóri Já upplýsingaveitna hf. í Reykjan esbæ, sagði þann tíma ekki henta en kvaðst myndu vera í sambandi á næstu dögum. Hi nn 19. október sendi Kristján Þórður ítrekunarpóst og svaraði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já upplýsingaveitna hf. , á þann veg að ástæða þess að fundur hefði ekki farið fram væru veikindi. Kristján Þórður gerði athugasemdir við að fyrirtækið virti ekki kjarasamninga, þar sem gerð væri krafa um fund um ástæður starfsloka innan fjögurra sólarhringa, en lagði til fund þann 23. október. Sá fundur fór fram og sátu hann Kristín Þóra, af h álfu FÍS Grétar B. Guðmundsson formaður, af hál fu RSÍ Dagný Aradóttir Pind lögfræðingur og Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður, en af hálfu Já upplýsingaveitn a hf. voru mættar Lilja Hallbjörnsdóttir þjónustustjóri og Íris Sigtrygg sdóttir, svæðisstjóri í Reykjanesbæ. Í stefnu er því lýst að á þeim fundi hafi komið fram að ástæður uppsagnar engi ekki í takt við fyrirtækið . Þetta hafi verið fyrsta skýringin sem fékkst á uppsögn Kristínar en engar skýringa r he fðu áður borist, hvorki til FÍS, RSÍ né Kristínar Þóru sjálfrar. Fulltrúar RSÍ hafi gert athugasemdir við framkvæmd up psagnarinnar og sagt að miðað við framkvæmdina hefði mátt ætla að Kristín Þóra hefði brotið alvarlega af sér í starfi. Fulltrúar Já up plýsingaveitna hf. hafi sagt framkvæmdina vera í samræmi við það , sem tíðkaðist hjá þeim og tengdum félögum. Komið hefði fram, að Kristín Þóra hefði engar skriflegar áminningar fengið 4 en að um hefði verið að ræða munnlegar áminningar. Óskað var eftir skrif legum rökstuðningi uppsagnar og barst hann daginn eftir, hinn 24. o któber . Þar kemur fram að kom til frekari viðræðna milli fulltrúa RSÍ og fulltrúa Já upplýsingaveitna hf. Má lsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi byggir kröfu sína um að uppsögn Kristínar Þóru verði dæmd ólögmæt aðallega á því að Já upplýsingaveitur hf. hafi með uppsögn stefnanda brotið gegn 4. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur. Samkvæmt ákvæði nu sé atvinnurekanda óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar - og stjórnmálafélögum , t.d. með uppsögn úr vinnu eða hótun um uppsögn. Kristín Þóra hafi ávallt verið mjög virk í starfi sinna stéttarfélaga og gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félögin . Félagsdómur hafi staðfest gildi þessa ákvæðis um að óheimilt sé að segja starfsmanni upp til að hafa áhrif á afskipti hans af málefnum stéttarfélags síns. Ákvæði þetta sæki stoð í atvi nnu - og fél agafrelsisákvæði stjórnarskrár, þ.e. 75. gr. og 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrár , sbr. lög nr. 33/1944, og alþjóðlega mannréttindasáttmála, svo sem 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögfestur hafi verið með lögum nr. 62/1994, og 2. gr. samþy kktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 98. Sú ástæða , sem nefnd hafi verið fyrir uppsögn Kristínar Þóru, sé ekki þess eðlis að hún réttlæti fyrirvaralausa uppsögn. Kristín Þóra hafi ekki fengið að vita um ástæður uppsagnarinnar fyrr en 12 dögum eftir að hún fór fram , þrátt fyrir ítrekaðar óskir um að uppsögnin yrði skýrð og skýr ákvæði kjarasamninga. Tímasetning uppsagnarinnar, nokkrum dögum eftir að tilkynnt hafi verið að komið væri að trúnaðarmannakosningu hjá fyrirtækinu, þar sem yfirmenn vissu að til stóð að skipa Kristínu Þó ru sem trúnaðarmann á ný, bendi einnig til þess að yfirmenn hafi með uppsögn viljað koma í veg fyrir að Kristín Þóra yrði t rúnaðarmaður. Trúnaðarmenn njóti uppsagnarverndar og þeim megi ekki segja upp án þess að málefnalegar ástæð ur séu fyrir því . Því hefði verið erfiðara að segja Kristínu Þóru upp hefði hún verið kjörin trúnaðarmaður. Afskipti yfirmanna hjá Já upplýsingaveitum hf. af skipun trúnaðarmanns, fyrst í maí 2012 og svo aftur í október 2012, séu ekki í samræmi við ákvæði laga nr. 80/1938 og þær reglur sem gild i almennt um samskipti stéttarfélaga og vinnuveitanda. Í kjarasamningi RSÍ vegna FÍS annars vegar og SA vegna Skipta hf., Símans hf., Mílu ehf. og Já upplýsingaveitna hf. hins vegar , sé sérstaklega fjallað um takmarka nir á uppsagnarheimildum s amkvæmt . lögum. Þar sé í 7. gr. tekið fram að sérstaklega þurfi að gæta ákvæða 4. gr. laga nr. 80/1938 . Að mati stefnanda hafi Kristín Þóra notið uppsagnarverndar samkvæmt 4. gr. laga nr. 80/1938. 5 Til vara byggir stefnandi kröfu s ína á því að Já upplýsingaveitur hf. hafi brotið á rétti Kristínar Þóru til að fá vitneskju um ástæðu uppsagnar sinnar , eins og kveðið sé á um í 7. gr. kjarasamnings Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslenskra símamanna og Samtaka atvinnulífsins vegn a Skipta hf., Símans hf., Mílu ehf. og Já upplýsingaveitna hf. Þar komi fram að starfsmaður eigi rétt á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar. Beiðni um viðtal skuli koma fram innan fjögurra sólarhringa fr á því uppsögn er móttekin og sku l i viðtal f ara fram innan fjögurra sólarh ringa þar frá. Starfsmaður geti einnig óskað eftir skriflegum skýringum uppsagnar. Þegar Kristínu Þóru hafi verið sagt upp 12. október 2012, hafi hún tafarlaust óskað eftir viðtali um ástæður starfsloka og verið tjáð að það yr ði skoðað. Formaður RSÍ, Kristján Þórður Snæbjarnarson , hafi ítrekað beiðnina samdægurs og lagt til fund hi nn 16. október . Sá fundur hafi hins vegar ekki farið fram fyrr en 23. október en þá hafi sú ástæða verið gefin fyrir umræddri uppsögn að Kristín Þóra hafi borist hi nn 24. október og þar hafi sú ástæða verið gefin fyrir uppsögn að Kristín Þóra Því hafi verið haldið ranglega fram að Kristínu Þóru hafi verið veitt tækifæri til þess að bæta úr meintum vandamálum varðandi viðhorf og framkomu á vinnustaðnum. Með því að verða ekki við beiðni um skýringar uppsagnar fyrr en 12 dögum eftir að sú beiðni kom fram , hafi forsvarsmenn Já upplýsingaveitna hf. brotið ákvæði 7. gr. kjarasamnings RSÍ vegna FÍS og SA vegna Skipta hf., Símans hf., Mílu ehf. og Já upplýsingaveitna hf. Þegar skýringar hafi loksins komið fram, eftir ítrekaðar óskir þar að lútandi, hafi sk ýringar nar verið afar óskýrar og styðji engin gögn ful lyrðingar fyrirsvarsmanna Já upplýsingaveitna hf. um að Kristín Þóra uppsagnar sé tekið fram að rætt hafi verið við Kristínu Þóru um meintan samskiptavanda á nokkurra mánaða tímabili. Engin gögn séu til um þau samtöl og kanni st Kristín Þóra ekki við að þau hafi farið fram með þessum hætti. Sé ætlun yfirmanns að áminna starfsmann eða hvetja hann til þess að taka til greina ábendingar um breytta hegðun á vinnus tað , verði ábendingar nar að koma fram með skýrum hætti svo ekki fari milli mála hvers sé krafist af starfsmanni. Hér hafi ekki verið um slíkt að ræða. Stefnandi telur að þ ær ástæðu r fyrir uppsögn , sem nefndar hafi verið, annars vegar á fundi 23. október og hins vegar í bréfi dagsettu 24. október, séu afar óskýrar. Óljóst sé hvað fel i takt við f yrirtækið . Gögn málsins bendi til þess að Kristín Þóra hafi verið fyrirmyndarstarfsmaður sem hafi v erið treyst til margra verka af yfirmönnum sínum , t .d. þjálfun nýrra starfsmanna og afleysingum þegar yfirmaður fór í frí. 6 Í umræddu ákvæði um framkvæmd uppsagna og skýringar á uppsögn fel i st að starfsmaður eigi rétt á að fá raunverulegar skýringar á upps ögn innan þeirra tímamarka sem í ákvæðinu greini . Með háttsemi sinni við framkvæmd uppsagnarinnar hafi stefndi því brotið gegn ótvíræðri athafnaskyldu sinni til að upplýsa Kristínu Þóru um ástæður uppsagnar innar innan á kveðinna tímamarka annars vegar og ti l að gefa raunverulegar ástæður hins vegar. Stefnandi byggir kröfu um skaðabætur á 1. mgr. 65. gr. laga nr. 80/1938 og meginreglum skaðabótaréttar og miðar við að fallist verði á aðalkröfu stefnanda í málinu. Með uppsögninni, sem br jóti að mati stefnanda g egn lögum og kjarasamningum, hafi stefndi valdið verulegri röskun á stöðu og högum Kristínar Þóru . Hún haf i gert ráð fyrir a ð starfa áfram hjá Já upplýsingaveitum hf., enda hefði henni gengið vel í vinnunni og hún sinnt starfi sínu vel. Kristín Þóra hafi s ótt um fjölmörg störf frá því hún missti vinnuna en án árangurs. Hafi hún því ger t það , sem í hennar valdi hafi staðið, til þess að tak marka tjón sitt. Atvinnuástand sé nú erfitt og einkum á Suðurnesjum . Kristín Þóra sé búsett á Suðurnesjum en hafi einnig leitað vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Hún sé ómenntuð og geri það henni erfiðara fyrir en ella að fá vinnu við sitt hæfi. Að þessu virtu og með vísan í dómafordæmi geri stefnandi kröfu um greiðslu skaðabóta sem nemi launum Kristínar Þóru í þrjá mánuði, umfra m uppsagnarfrest, samtals að fjárhæð 951.753 krónur . Þyki rétt a ð miða við fjárhæð sem samsvari launum í uppsagnarfresti en það sé í samræmi við dómaframkvæmd . Stefnandi byggir miskabótakröfu sína á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 , sbr. aða l - og varakröfu stefnanda. Þar segi að þeim , sem ábyrgð ber i á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns , skuli gert að greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Kristín Þóra ha fi aldrei brotið af sér í starfi á starfstíma s ínum hjá Já upplýsingaveitum hf . Hún h afi aldrei verið áminnt eða því beint til hennar að eitthvað væri athugavert við störf hennar . Uppsögnin hafi ekki átt sér aðdraganda og hafi hún kom ið Kristínu Þóru mjög á óvart. Aðfarirnar við uppsögnina hafi verið m jög harkalegar og særandi og ekki til þess fallnar að milda áfallið sem iðulega fylgi uppsögn. Ákvæðum kjarasamninga um skýringar á uppsögn hafi ekki verið fylgt , þrátt fyrir ítrekaða r beiðnir þar um , og þegar skýringar hafi borist, hafi þær verið afar ólj ósar. Þessar aðfarir bendi til þess að um alvarlegt brot í st arfi hafi verið að ræða og hafi það verið afar þungbært fyrir Kristínu Þóru, þrátt fyrir að yfirmenn hennar hefðu margoft tjáð henni að hú n væri fyrirmyndarstarfsmaður. Kristín Þóra hafi ekki enn fengið aðra vinnu, þrátt fyrir mikla leit. Að þessu virtu og með tilliti til dómafordæma er varða 26. gr. skaðabótalaga , sé gerð kra fa um miskabætur að fjárhæð 2.000.000 króna . Sé þess krafist að fjárhæðin beri vexti frá 2. apríl 2013 í samræmi við 1. mgr . 8. gr. laga um vexti og 7 verðtryggingu nr. 38/2001 og dráttarvexti frá 2. m aí 2013 í samræmi við 9. gr. sömu laga. Stefnandi byggir kröfu um sekt á 65. gr. og 70. gr. laga nr. 80/1938. Já upplýsingaveitur hf. hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 80/1938 með því að segja upp starfsmanni , sem naut uppsagnarverndar , sbr. 4. gr. lag anna. Um lagarök vísar stefnandi til laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur , einkum 4. gr. Þá byggir stefnandi einnig á s kuldbindingargildi kjarasamninga aðila vinnumar kaðar ins og vísar sérstaklega til kjarasamnings RSÍ vegna FÍS annars vegar og SA vegna Skipta hf., Símans hf., Mílu ehf. og Já upplýsingaveitna hf. hins vegar. Um lögsögu Félagsdóms vísar stefnandi til 2. tölul. 1. mgr. 44. gr . laga nr. 80/1938 og um aðild til 1. mgr. 45. gr. sömu laga. Skaðabótakrafa stefnanda er byggð á 1. mgr. 65. gr. laga nr. 80/1938 og meginreglum skaðabótaréttar. Krafa um miskabætur byggi st á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938. K rafa um sekt bygg i st á 65. gr. og 70. gr. laga nr. 80/1938. Stefnandi kveðst reisa málskostnaðarkröfu sína á reglum XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 65. og 69. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður stefnda og lagarök Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að uppsögn Kristínar Þóru Benediktsdóttur hafi verið í samræmi við gildandi lög og ákvæði kjarasamninga . Uppsögn in hafi bygg st á ákvæðum kjarasamnings aðila frá 1997, sbr. einnig samning RSÍ vegn a FÍS og SA vegna Já upplýsinga veitna e hf ., sbr. 7. g r. frá 19. d esember 2008. S amkvæmt ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur sé vinnuveitanda óheimilt að reyna að hafa áhrif á afstöðu og afskipti starfsmanna sinna af stéttarfélagsmálum, s.s. með uppsögn úr vinnu eða hótun um slíkt. Um þetta séu forsvarsmenn Já upplýsingaveitna hf. fullkomlega meðvitaðir og hafi lagt sig fram um að veita þeim , sem gegna félags - og trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélag sitt, eðlilegan sveigjanleika. Kristín Þóra hafi í starfi sínu sem trúnaðarmaður notið allra þeirra réttinda og sveigjanleika í starfi , sem hún hafi óskað eftir , og aldrei hafi verið reynt að hafa áhrif á störf hennar fyrir stéttarfélag sitt. Engin rök eða gögn hafi komið fram sem sýni að vinnuveitandi Kristínar Þóru hafi reynt að skipta sér af störfum hennar fyrir Félag íslenskra símamanna eftir að hún beið lægri hlut í kosningu til trúnaðarmannsstarfa í fyrirtækinu. Því síður hafi uppsögn hennar komið til vegna þessa, enda kanni st forsvarsmenn Já upplýsingaveitna hf. hvor ki við að afskipti Kristínar Þóru af málefn um stéttarfélagsins hafi komið til skoðunar eftir að hún hætti sem 8 trúnaðarmaður né að félagsstörf hafi truflað eða haft áhrif á vinnu hennar í fyrirtækinu. Þegar af þessum sökum komi 4. gr. laga nr. 80/1938 ekki til skoðunar þegar mat sé lagt á lögmæti up psagnarinnar. Störf Kristínar Þóru fyrir stéttarfélagið á tímabili nu frá því að hún hætti sem trúnaðarmaður og þar til henni var sagt upp hafi aldrei komið til skoðunar frekar en nokkuð annað það , sem Kristín Þóra aðhafðist í sínum frítíma , og hafi því ekk i getað verið ástæða uppsagnar hennar. Stefndi bendir á að fullyrðing í stefnu um að yfirmenn Kristínar Þóru hafi vitað af því að til stæði að tilnefna hana sem trúnaðarmann á starfsstöðinni eigi sér enga stoð . Forsvarsmenn Já upplýsingaveitna hf. hafi en ga vitneskju haft um það . F yrrverandi trúnaðarmaður h afi sent bréf til starfsmanna þar sem þeir hafi verið hvattir til að gefa kost á sér til starfans, án þess að viðbrögð kæmu við þeim pósti. Þar fyrir utan h afi Kristín Þóra tapað trúnaðarmannskosningu ár ið áður og h efði ekkert komið fram um að hún hefði áhuga á að taka að sér starfið á nýjan leik. Uppsögn Kristínar Þóru hafi því ekki staðið í neinu sambandi við væntanlega trúnaðarmanns - kosningu. Stefndi vísar til þess að skýrlega komi fram í kjarasamningi að aðilum sé heimilt að segja upp ráðningarsamba n d i með þeim fyrirvara sem þar sé tilgreindur. Kristínu Þóru hafi ekki verið sagt upp fyrirvaralaust , eins og haldið sé fram í stefnu , heldur hafi í einu og öllu verið virtur sá uppsagnarfrestur sem kjarasa mningur mæli fyrir um. Stefndi byggir á því að vinnuveitanda ber i ekki að upplýsa starfsmann um ástæður uppsagnar fy rr en og ef sá síðarnefndi óskar eftir a ð ástæður séu skýrðar, sbr. 7. gr. kjarasamnings aðila frá 19. d esember 2008. Engin ástæða hafi því verið fyrir forsvarsmenn Já upplýsingaveitna hf. að fara yfir þær ástæður fyrr en á fundi með Kristínu Þóru sem haldinn hafi verið hinn 23. október 2012. Stefndi bendir á að v arakrafa stefnanda lúti að framkvæmd uppsagnarinnar. Þegar beiðni hafi borist um að fundað yrði með Kristínu Þóru um ástæður uppsagnar innar hafi svo óh eppilega viljað til að starfsmaður , sem hafi þurft að vera á fundinum til að fara yfir málið , hafi ekki verið í vinnu vegna veikinda. Íris , svæðisstjóri Já upplýsingaveitna hf., hafi sva rað bréfinu og farið fram á að ákvörðun um tímasetningu yrði frestað . Forsvarsme nn fyrirtækisins hafi talið að um afsakanlega ástæðu fyrir frestun fundarins hafi verið að ræða sem ekki myndi kalla á svo hörð viðbrögð eins og þau sem fram hefðu komið í tölv u skeytum FÍS til þeirra . Ef til vill hefði þó verið heppilegra að gefa strax upp ástæður seinkunar á funda r tímanum og sé það á ábyrgð f orsvarsmanna Já upplýsingaveitna hf. að hafa ekki gert það. Stefndi andmælir málatil búnaði í stefnu um að uppsögn Kristí nar Þór u hafi komið til vegna trúnaðar - og félagsstarfa hennar fyrir stéttarfélag sitt , enda séu engin rök færð fyrir þeirri mál sástæðu og engin gögn sem styðji þá fullyrðingu í stefnu að 9 uppsögn hafi staðið í nokkru samhengi við félagsstörf Kristínar Þóru . Jafnframt sé andmælt þeirri staðhæfingu að uppsögn hafi verið fyrirvaralaus, sbr. uppsagnarbréf frá 12. október 2012. Stefndi kveður kröfu um miskabætur ekki eiga sér lagastoð. Seinkun fundar um nokkra daga umfram þann frest , sem kjarasamningur mæli fyr ir um , geti ekki talist ólögmæt meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu Kristínar Þóru og geti því ekki verið grundvöllur miskabótakröfu. Stefndi andmælir enn fremur kröfu um sektargreiðslu í ríkissjóð. Stefndi byggir kröfur sínar á lögum nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, skaðabótalögum nr. 50/1993, kjarasamningi aðila frá 8. júlí 1997 og samningi RSÍ vegna FÍS og SA vegna Skipta hf . , Símans hf . og Mílu ehf . og Já upplýsingarveitna ehf . frá 19. desember 2008. M álskostnaðarkrafa stefnda byg gist á XXI. kafla laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála , aðallega 130. og 131. gr. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1. og 2. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Málið er risið af þeirri ákvörðum stefnda, Já upplýsingaveitna hf., að segja starfsmanni sínum, Kristínu Þóru Benediktsdóttur, sem er félagsmaður í Félagi íslenskra símamanna, upp störfum hjá fyrirtækinu frá og með 12. október 2012 og skyldi uppsagnarfrestur vera þrír mánuðir, sbr. ljósrit uppsagnarbréfs, dags. 12. október 2012, sem liggur fyrir í málinu. Tekið er fram í uppsagnarbréfinu að ekki sé emur ekkert fram um ástæður uppsagnarinnar. Fram kemur í málinu að Kristín Þóra Benediktsdóttir hóf störf hjá Já upplýsingaveitum hf. hinn 15. ágúst 2007. Þá liggur fyrir að hún var kjörin trúnaðarmaður stéttarfélagsins hjá fyrirtækinu hinn 16 . september 2 008 og gegndi þeim starfa til 1. desember 2011, er hún lét af honum í kjölfar kosningar trúnaðarmanns hinn 22. nóvember 2011 þegar Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir var kjörin trúnaðarmaður í hennar stað. Var Kristín Þóra ekki trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp störfum með hinni umdeildu uppsögn hinn 12. október 2012. Þá stóð svo á að til stóð að kjósa nýjan trúnaðarmann í stað Jóhönnu Óskar sem hugðist láta af störfum hjá fyrirtækinu innan skamms og þar með trúnaðarmannsstarfi, sbr. fyrirliggjandi tölvupóst hennar, dags. 11. september 2012, til samstarfsfólks. Kemur þetta fram í tölvupósti formanns Félags íslenskra símamanna, Grétars B. Guðmundssonar, frá 9. október 2012 til svæðisstjóra stefnda, Írisar Sigtryggsdóttur. Í kjölfarið var Kristínu Þóru Benedikts dóttur sagt upp störfum, eins og fram er komið. Kosningu nýs trúnaðarmanns hafði ekki verið komið í kring þegar uppsögnin fór 10 fram . Af hálfu stefnanda var krafist skýringa á uppsögninni og rökstuðnings fyrir henni, sbr. tölvupóst hinn 12. október 2012. Í k jölfar fundar fulltrúa stefnda og stéttarfélaganna hinn 23. október 2012, þar sem skýringar voru gefnar, var síðan veittur skriflegur rökstuðningur með bréfi, dags. 24. október 2012. Í lok október 2012 var Aðalheiður Guðmundsdóttir tilnefnd trúnaðarmaður e ftir því sem fram er komið í málinu. Af hálfu stefnda er ekki byggt á því að hin sérstöku ákvæði um vernd trúnaðarmanna í 11. gr. laga nr. 80/1938 hafi verið brotin í því tilviki sem hér um ræðir. Kröfugerð stefnanda í málinu er þannig farið að gerð er sú aðalkrafa að viðurkennt verði að greind uppsögn Kristínar Þóru Benediktsdóttur, sem fram fór hinn 12. október 2012, hafi brotið gegn 4. gr. laga nr. 80/1938 og hafi því verið ólögmæt. Til vara er þess krafist að viðurkennt verði að stefndi, Já upplýsingave itur hf., hafi í kjölfar uppsagnar Kristínar Þóru brotið gegn 7. gr. kjarasamnings milli Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslenskra símamanna annars vegar og Samtaka atvinnulífsins vegna Skipta hf., Símans hf., Mílu ehf. og Já upplýsingaveitna hf. h ins vegar frá 19. desember 2008 um framkvæmd uppsagna. Enn fremur er krafist skaðabóta bæði vegna fjártjóns og miska sem Kristín Þóra hafi orðið fyrir vegna uppsagnarinnar. Hvað varðar aðalkröfu er þess þannig krafist að stefndi, Já upplýsingaveitur hf., v erði dæmdur til að greiða Kristínu Þóru skaðabætur að fjárhæð 951.753 kr ónur , sem svari þriggja mána ða launum umfram uppsagnarfrest, auk vaxta , og hvað varðar aðal - og varakröfu er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða Kristínu Þóru miskabætur að fjá rhæð 2.000.000 króna , auk vaxta. Loks er þess krafist, bæði varðandi aðal - og varakröfu, að stefndi, Já upplýsingaveitur hf., verði dæmdur til að greiða sekt í ríkissjóð eftir ákvörðun dómsins. Af hálfu stefnda er krafist sýknu af öllum kröfum stefn anda í málinu. Víkur þá nánar að málsástæðum og lagarökum stefnanda og þá fyrst fyrir aðalkröfu. Í 4. gr. laga nr. 80/1938 er mælt svo fyrir að atvinnurekendum, verkstjórum og öðrum trúnaðarmönnum atvinnurekenda sé óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnm álaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar - eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum hvort sem er með uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn eða fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum. Í athugasemd um með 4. gr. frumvarps þess, sem varð að lögum nr. 80/1938, kemur það eitt fram að greinin sé sett fram til að tryggja skoðanafrelsi verkamanna. Samkvæmt þessu og atvikum málsins er þá byggt á því af hálfu stefnanda að stefndi hafi reynt að hafa áhrif á a fskipti Kristínar Þóru Benediktsdóttur af stéttarfélagsmálum með greindri uppsögn þannig að varði við 4. gr. laga nr. 80/1938. Hvað varðar slík málefni er í málinu upplýst um trúnaðarmannsstörf Kristínar Þóru, eins og fyrr getur, auk þess sem fram hefur ko mið að hún hafi látið 11 stéttarfélagsmálefni sig skipta og sitji í stjórn Félags íslenskra símamanna og í miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands. Nánar tiltekið virðist byggt á því af hálfu stefnanda að meint brot stefnda gegn 4. gr. laga nr. 80/1938 liggi í þ ví að fyrirsvarsmenn stefnda hafi vitað að til stæði að skipa Kristínu Þóru trúnaðarmann þegar kosning nýs trúnaðarmanns blasti við haustið 2012 vegna starfsloka Jóhönnu Óskar hjá fyrirtækinu og brotthvarfs hennar frá starfi trúnaðarmanns og því viljað tr yggja með uppsögninni að þessar ráðagerðir næðu ekki fram að ganga, enda sé uppsögn trúnaðarmanns torveld. Gefi tímasetning fyrirvaralausrar uppsagnar þetta til kynna en tilgreindar ástæður hafi ekki getað réttlætt slíka uppsögn. Ekki hefur annað komið fra m í skýrslutökum fyrir dómi en að Kristín Þóra hafi gegnt störfum sínum hjá stefnda aðfinnslulaust og eins sem trúnaðarmaður, enda þótt svo hafi atvikast að hún var ekki endurkjörin við kosningu trúnaðarmanns í nóvember 2011. Stefndi gaf þá ástæðu eina fyr 2012, og tilgreindar ástæður á fundi hinn 23. október 2012 voru þess efnis að Kristín það sem kemur fram í stefnu. Í umræddum skriflegum rökstuðningi kemur fram að viðhorf og framkoma Kristínar Þóru hafi verið ástæða uppsagnarinnar. Af hálfu stefnanda er því borið við að yfirmenn stefnda hafi haft ólögmæt afskipti af skipun trúnaðarmanns bæði í maí og október 2012. Varðandi fyrra tilvikið liggur fyrir samkvæmt gögnum málsins að með tölvupósti Grétars B. Guðmundssonar, formanns stéttarfélagsins, dags. 8. maí 2012, til Írisar Sigtryggsdóttur, svæðisstjóra stefnda, var tilkynnt að stéttarféla gið hefði ákveðið að tilnefna annan trúnaðarmann til viðbótar þeim, sem fyrir var, þannig að trúnaðarmennirnir yrðu tveir, enda starfsmannafjöldi á starfsstöð stefnda í Reykjanesbæ kominn yfir 50. Vísað var til kvartana, sem hefðu borist stéttarfélaginu. K om fram að félagið hefði ákveðið að tilnefna Kristínu Þóru Benediktsdóttur sem trúnaðarmann. Í skýrslutöku af Grétari B. Guðmundssyni kom m.a. fram að vegna reynsluleysis Jóhönnu Óskar hefði verið talið þjóðráð að tilefna Kristínu Þóru sem trúnaðarmann Jóh önnu Ósk til trausts og halds. Í tölvupósti Lilju Hallbjörnsdóttur, þjónustustjóra stefnda, dags. 9. maí 2012, var því mótmælt að skilyrði væru uppfyllt fyrir tveimur trúnaðarmönnum, enda næði rétt reiknaður starfsmannafjöldi ekki 50 svo sem nánar var raki ð. Í skýrslu framangreinds Grétars kom fram að stéttarfélagið hefði látið við þetta sitja og unað einum trúnaðarmanni. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, verður að telja að þetta tilbrigði við meginstef málsins hafi takmarkaða þýðingu við úrlausn þes s. 12 Í gögnum málsins, þar á meðal skýrslutökum í málinu, kemur ekkert haldbært fram um að störf Kristínar Þóru Benediktsdóttur að stéttarfélagsmálefnum, hvorki sem trúnaðarmaður né við slík félagsstörf að öðru leyti, hafi verið ástæða uppsagnarinnar. Þvert á móti hefur komið fram, eins og fyrr greinir, að engin óánægja var með störf Kristínar Þóru , h vorki störf hennar í þágu stefnda né stéttarfélagsins sem trúnaðarmaður þegar hún gegndi því hlutverki. Þá kom fram við skýrslutökur af Grétari B. Guðmundssyni o g Aðalheiði Guðmundsdóttur að Kristín Þóra hafi verið fráhverf því að taka að sér starf trúnaðarmanns. Af hálfu stefnda er því staðfastlega haldið fram að uppsögn Kristínar Þóru Benediktsdóttur hafi verið í samræmi við gildandi lög og ákvæði kjarasamninga. Að því virtu, sem að framan er rakið, verður ekki talið að stefnanda hafi tekist að sýna fram á að uppsögn Kristínar Þóru Benediktsdóttur hafi átt rætur að rekja til afskipta stefnda af stéttarfélagsstörfum hennar þannig að varði við ákvæði 4. gr. laga nr . 80/1938 og hafi af þeim sökum verið ólögmæt. Ber því að sýkna stefnda af aðalkröfu stefnanda. Víkur þá að varakröfu. Í 7. gr. fyrrgreinds kjarasamnings aðila frá 19. desember 2008 er mælt fyrir um framkvæmd uppsagna. Tekið er fram um uppsagnir almennt að uppsagnarfrestur sé gagnkvæmur. Skuli allar uppsagnir vera skriflegar og gerðar á sama tungumáli og ráðningarsamningur starfsmanns. Þá kemur fram að starfsmaður eigi rétt á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar. Skuli beiðni um viðtal koma fram in nan fjögurra sólarhringa frá því að uppsögn var móttekin og skuli viðtal fara fram innan fjögurra sólarhringa þar frá. Starfsmaður geti þegar að viðtali loknu eða innan fjögurra sólarhringa þar frá óskað eftir því að uppsagnir séu skýrðar skriflega. Falli st atvinnurekandi á þá ósk hans , skuli við því orðið innan fjögurra sólarhringa þar frá. Fallist atvinnurekandi ekki á ósk starfsmanns um skriflegar skýringar á starfsmaður innan fjögurra sólarhringa rétt á öðrum fundi með vinnuveitanda um ástæður uppsagna r að viðstöddum trúnaðarmanni sínum eða öðrum fulltrúa stéttarfélags síns ef starfsmaður óskar þess. Þá er í þessari grein kjarasamningsins fjallað um takmörkun uppsagnarheimildar samkvæmt lögum, þar á meðal varðandi trúnaðarmenn. Jafnframt er tekið fram a ð einnig verði að gæta ákvæða 4. gr. laga nr. 80/1938, auk jafnréttislaga og fleiri laga sem tilgreind eru. Í lok greinarinnar er tekið fram að brot gegn ákvæðum þessa kafla geti varðað bótum samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins. Fram kemur í málinu að Kristín Þóra Benediktsdóttir óskaði þegar á fundi með yfirmanni stefnda , Írisi Sigtryggsdóttur svæðisstjóra, að morgni 12. október 2012, þar sem henni var tilkynnt um uppsögnina og afhent uppsagnarbréfið, eftir skýringum á uppsögninni. Þann sama dag fó r Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, fram á fund með fulltrúum stefnda vegna 13 uppsagnarinnar ekki síðar en 16. október 2012, sbr. tölvupóst, dags. 12. október 2012. Verður að telja að þarna hafi strax komið fram beiðni um sl íkt viðtal sem mælt er fyrir um í 7. gr. kjarasamningsins. Með tölvupósti Írisar Sigtryggsdóttur, dags. 15. október 2012, var umbeðinn fundartími ekki talinn henta og stungið upp á því að annar tími yrði fundinn, án þess þó að nein tímasetning væri nefnd í því sambandi. Í kjölfar tölvupósts Kristján s Þórðar Snæbjarnarsonar, dags. 19. október 2012, til fulltrúa stefnda var hinn 23. október 2012 haldinn fundur þeirra og fulltrúa stéttarfélaganna, auk þess sem Kristín Þóra sat þann fund, þar sem ástæður uppsag narinnar voru ræddar. Á fundinum var óskað eftir skriflegum rökstuðningi stefnda fyrir uppsögninni sem barst degi síðar, sbr. fyrirliggjandi bréf, dags. 24. október 2012. Eins og fram er i samleið með þær helstar að Kristín Þóra hafi ekki að mati stefnda tekið til greina ábendingar og athugasemdir svæðisstjóra stefnda, Írisar Sigtryggsdóttur, varðandi viðh orf og framkomu hennar á vinnustaðnum. Nánar er þetta ekki skýrt. Af hálfu stefnanda er varakrafan um viðurkenningu á meintum brotum stefnda á 7. gr. kjarasamningsins um framkvæmd uppsagna byggð á tveimur aðfinnsluefnum. Annars vegar að stefndi hafi ekki v irt samningsbundinn frest til að veita viðtal um starfslok og ástæður uppsagnar og hins vegar að þær skýringar, sem fram komu að lokum, hafi verið afar óskýrar og torráðið hvað í þeim fælist. Víkur fyrst að fyrri þættinum. Eins og fram er komið kom beiðni um viðtal þegar fram á uppsagnardegi hinn 12. október 2012. Samkvæmt skýrum fyrirmælum 7. gr. kjarasamningsins skyldi viðtal fara fram innan fjögurra sólarhringa þar frá. Byggja verður á því að viðtal í skilningi 7. gr. kjarasamningsins hafi farið fram á u mræddum fundi hinn 23. október 2012. Var þá komið talsvert fram yfir samningsbundinn frest. Skriflegur rökstuðningur, sem óskað var eftir á fundinum af hálfu stefnanda, barst hins vegar í samningsbundnum fresti eða hinn 24. október 2012. Samkvæmt þessu gæt ti stefndi ekki þess frests til að veita starfsmanni viðtal um starfslok hans og ástæður uppsagnar sem mælt er fyrir um í 7. gr. kjarasamnings aðila. Vegna eðlis mála af þeim toga, sem hér um ræðir, er augljós þörf á að þeim sé hraðað, enda eru frestir ákv eðnir skammir af þeim sökum. Skiptir því miklu að frestir séu virtir í hvívetna. Við meðferð uppsagnarinnar í október 2012 kom ekkert fram af hálfu stefnda um þann drátt, sem varð á því að viðtal var veitt, og stefnanda engar skýringar gefnar á þeim töfum sem urðu á því. Hér fyrir dómi hefur því verið borið við af hálfu stefnda að veikindi ótilgreinds starfsmanns stefnda hefðu valdið því að ekki var unnt að halda fund fyrr um ástæður uppsagnarinnar. Nánar kemur ekkert fram um þetta. Með þessum viðbárum verð ur ekki talið að stefndi hafi sýnt fram á að óviðráð anleg atviki hafi valdið því að það dróst fram yfir samningsbundinn frest að veita viðtal um ástæður 14 uppsagnarinnar. Með vísan til þess, sem hér er rakið, er fallist á það með stefnanda að stefndi hafi br otið gegn 7. gr. kjarasamnings aðila með því að virða ekki samningsbundinn frest til að veita viðtal um starfslok og ástæður uppsagnar Kristínar Þóru Benediktsdóttur. Þá verður einnig að taka undir það með stefnanda að þær ástæður, sem að lyktum voru gefna r fyrir uppsögn Kristínar Þóru og gerð hefur verið grein fyrir, hafi verið það óljósar og almenns eðlis að ekki sé fullnægt kröfum 7. gr. samningsins og því hafi stefndi einnig með þessu brotið gegn því ákvæði kjarasamningsins. Með vísan til þess, sem að f raman er rakið, er varakrafa stefnanda tekin til greina. Víkur þá að öðrum kröfum stefnanda. Þess er krafist að Kristínu Þóru Benediktsdóttur verði dæmdar skaðabætur bæði vegna fjártjóns og miska. Skaðabótakrafan vegna fjártjóns nemur 951.753 kr ónum sem sv arar til þriggja mánaða launa Kristínar Þóru umfram uppsagnarfrest, auk vaxta. Er krafan byggð á 65. gr. laga nr. 80/1938 og meginreglum skaðabótaréttar. Í stefnu kemur fram að þessi krafa sé miðuð við að fallist verði á aðalkröfu stefnanda í málinu. Að þv í virtu og með vísan til fyrrgreindrar niðurstöðu um aðalkröfu stefnanda í málinu þykir þegar af þessum sökum bera að sýkna stefnda af skaðabótakröfu nni . Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða Kristínu Þóru Benediktsdóttur mis kabætur að f járhæð 2.000.000 króna með vöxtum. Fram kemur í stefnu að krafa þessi eigi við bæði um aðalkröf u og varakröfu. Vísað er til b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Er byggt á því að aðfarir stefnda við uppsögn Kristínar Þóru hafi verið mjög hark alegar og særandi, þar á meðal hafi skýringar á ástæðum uppsagnarinnar verið veittar bæði seint og illa. Hafi þessi framganga stefnda verið fallin til að skaða starfsheiður hennar. Samkvæmt greindu ákvæði laga nr. 50/1993 er heimilt að láta þann , sem ábyrg ð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns , greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Þrátt fyrir þær misfellur, sem urðu af hendi stefnda við framkvæmd uppsagnarinnar og fóru í bága við 7. gr. kjarasamnings aðila, sb r. niðurstöðu um varakröfu, þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á að fullnægt sé skilyrðum fyrir miskabótum samkvæmt greindu ákvæði 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Er stefndi því sýknaður af þessari kröfu stefnanda. Stefnandi krefst þess að stefndi verð i dæmdur til að greiða sekt í ríkissjóð samkvæmt ákvörðun dómsins. Fram kemur í stefnu að krafa þessi varði bæði aðalkröfu og varakröfu. Skírskotar stefnandi til 70. gr., sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938, og vísar til þess að stefndi hafi brotið gegn ákvæðum laga þessara með því að segja upp starfsmanni sem hafi notið uppsagnarverndar, sbr. 4. gr. laganna. Stefndi er sýknaður af kröfu stefnanda um að stefndi hafi brotið gegn 4. gr. laga nr. 80/1938, sbr. niðurstöðu um aðalkröfu. Brot á ákvæði kjarasamningsins geta ekki varðað sekt 15 samkvæmt greindum refsiákvæðum laga nr. 80/1938, enda er refsiheimild 70. gr. laganna bundin við brot á þeim lögum. Er því engin lagaheimild til að gera stefnda sekt í máli þessu. Ber því að sýkna stefnda af þessari kröfu stefnanda. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. D Ó M S O R Ð: Viðurkennt er að Já upplýsingaveitur hf. hafi í kjölfar uppsagnar Kristínar Þóru Benediktsdóttur þann 12. október 2012 brotið gegn ákvæði 7. gr. kjarasamnings milli Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslenskra símamanna og Samtaka atvinnulífsins vegna Skipta hf., Símans hf., Mílu ehf. og Já upplýsingaveitna hf. frá 19. desember 2008 um framkvæmd uppsagna. Stefndi, Samtök atvinnulífsins vegna Já upplýsingaveitna hf. , skal vera sýkn af öðrum kröf um stefnanda, Alþýðusambands Íslands vegna Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslenskra símamanna vegna Kristínar Þóru Benediktsdóttur, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Arnfríður Einarsdóttir Gylfi Knudsen Kristjana Jónsdóttir Lára V. Júlíusdóttir Valgeir Pálsson