FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 8. september 20 20. Mál nr. F - 9/2020 : Félag íslenskra náttúrufræðinga ( Jón Sigurðsson lögmaður ) gegn íslenska ríkinu ( Óskar Thorarensen lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 7. september síðastliðinn. Mál ið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Kristín Benediktsdóttir og Inga Björg Hjaltadóttir. Stefnandi er Félag íslenskra náttúrufræðinga, Borgartúni 6 í Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli við Lindargötu í R eykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi gerði í stefnu eftirfarandi dómkröfur á hendur stefnda: 2 Að eftirtalið stöðugildi/starf verði með dómi fellt út af skrá yfir þau störf hjá stofnunu m ríkisins , sem eru undanþegin verkfallsheimild , og útgefin var í B - de ild Stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 66/2020 þann 31. janúar 2020. Stofnun Starfsheiti Fjöldi starfa Nr. 1 Landspítali - þjónustusvið Erfða - og sameindalæknisfræðideild - 1 deildarstjóri - dagvinna 3 Að þær breytingar verði gerðar á skrá yfir þau störf hjá stofnunum ríkisins , sem eru undanþegin verkfallshei m ild , og útgefin var í B - deild Stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 66/2020 þann 31. janúar 2020, að tilgreining á fjölda starfa vegna eftirfarandi stöðugildis/starfs verði með dómi lækkað í 0,6 og því v erði starfshlutfall 60%. Stofnun Starfsheiti Nr. 2 Landspítali - þjónustusvið Skipulags - og næringarráðgjöf - verkefnastjóri - dagvinna 4 Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, auk virðisaukaskatts, en stefnandi áskilur sér 2 rétt til að leggja fram málskostnaðarreikning við aðalmeðferð málsins ef til hennar kemu r. Dómkröfur stefnda 5 Í greinargerð sinni féllst stefndi á dómkröfur stefnanda í stefnu. Þá krafðist hann þess að málskostnaður yrði felldur niður. Málavextir 6 Helstu málavextir eru þeir að h inn 31 . janúar 2020 var birt í B - deild Stjórnartíðinda auglýsing n r. 66 /20 20 , dagsett 1 7 . sama mánaðar, um skrá yfir þau störf hjá stofnunum ríkisins sem eru undanþegin verkfallsheimild samkvæmt 5. - 8. t ölulið , sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Á þeim lista eru störf þau sem dó mkröfur stefnanda lúta að. 7 Formlegur fundur málsaðila um tillögu Landspítala um það hvaða störf þyrftu að vera undanþegin verkfallsheimild, sbr. 5. tölulið 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 fór fram 7. janúar 2020. Aðilar áttu annan fund 10. sama mánaðar þ ar sem farið var yfir athugasemdir stefnanda við tillögur Landspítala. 8 Hinn 20. desember 2019 hafði fallið dómur í Félagsdómi í máli milli sömu aðila þar sem meðal annars var ágreiningur um hvort starf það, sem tilgreint er í kröfulið 1 í stefnu þessa máls , yrði fellt út af öryggisskrá en samkvæmt niðurstöðu dómsins var starfið fellt út af skránni. Þá verður ráðið af gögnum málsins að samkomulag hafi tekist um það milli stefnanda og Landspítala í janúar síðastliðnum að hluti starfs verkefnastjóra í skip ulags - og næringarráðgjöf , sem getið er í kröfulið 2, yrði á öryggisskrá og er það óumdeilt. Þrátt fyrir framangreint var stöðugildi ð , sem getið er í kröfulið 1 í stefnu, fært inn í skrá þá, sem birt var með framangreindri auglýsingu í Stjórnartíðindum og þá var stöðugildi samkvæmt kröfulið 2 tilgreint sem fullt starf í skránni. Af þeim sökum höfðaði stefnandi mál þetta. Niðurstaða 9 Mál þetta á undir F élagsdóm samkvæmt 4. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 10 Hér að framan er gerð grein fyrir dómkröfum stefnanda í stefnu. Við fyrirtöku málsins 27. ágúst síðastliðinn lagði stefndi fram greinargerð sína þar sem því var lýst yfir að stefndi féllist á dómkröfur stefnanda samkvæmt kröfuliðum 1 og 2 í stefnu en krefðist þess að málskostnaður yrði felldur niður . Að þessu virtu og í samræmi við ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, er fallist á kröfur stefnanda í kröfuliðum 1 og 2 í ste fnu. 11 Stendur þá einungis eftir ágreiningur málsaðila um málskostnaðarkröfur þeirra. Stefnandi krefst málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt málskostnaðarreikningi, sem lagður var fram við fyrirtöku málsins 7. september síðastliðin n, en stefndi krefst 3 þes s að málskostnaður milli aðila falli niður , auk þess sem hann hefur mótmælt málskostnaðarreikningi stefnanda sem of háum . 12 Svo sem r a kið hefur verið hefur s tefndi fallist á allar kröfur stefnanda í stefnu, að frátaldri málskostnaðarkröfu hans. Að þessu gæ ttu og með vísan til meginreglu 130. gr. laga nr. 91/1991 , sbr . 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, er það niðurstaða Félagsdóms að stefnda ber i að greiða stefnanda málskostnað . Telst hann hæfilega ákveðinn að fjárhæð 4 0 0.000 krónur. Dóms orð: Af skrá yfir þau störf hjá stofnunum ríkisins sem eru undanþegin verkfallsheimild, sem birt var í B - deild Stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 66 /20 20 þann 31. janúar 20 20 , ber að fella eftirtali ð stöðugildi: Eitt stöðugildi deildarstjóra í dagvinnu á erfða - og sameindalæknisfræðideild á þjónustusviði Landspítala. Gera ber þær breytingar á skrá yfir þau störf hjá stofnunum ríkisins sem eru undanþegin verkfallshei m ild , sem birt var í B - deild Stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 66/2020 þann 31. janúar 2020, að tilgreining á fjölda starfa vegna eftirfarandi stöðugildis verði með dómi lækkað í 0,6 og því verði starfshlutfall 60% : Eitt stöðugildi verkefnastjóra í dagvinnu, skipulags - og næringarráðgjöf á þjónustuviði Landspítala. Stefndi, íslenska ríkið , greiði stefnanda, Félagi íslenskra náttúrufræðinga, 40 0.000 krónur í málskostnað.