FÉLAGSDÓMUR Dómur fimmtudaginn 13. febrúar 2020. Blaðamannafélag Íslands ( Karl Ó. Karlsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins, vegna Árvakurs hf. (Jón Rúnar Pálsson lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 21. janúar sl. Málið dæma Kjartan Bjarni Björgvinsson, Ásmundur Helgason , Ragnheiður Harðardóttir , Valgeir Pálsson og Kristján B. Thorlacius. Stefnandi er Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23, í Reykjavík. Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, f.h. Árva kurs hf., Hádegismóum 2 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að Árvakur hf. hafi brotið gegn 18. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með því að fela eftirtöldum einstaklingum að sinna störfu m á netmiðlinum mbl.is á meðan verkfall blaða - og fréttamanna hjá Árvakri hf. stóð yfir frá kl. 10 og til kl. 14 þann 8. nóvember 2019, sbr. tilkynningu stefnanda þar að lútandi, dags. 31. október 2019: a. Auðuni Georg Ólafssyni, fréttastjóra K100, félagsmann i stefnanda, sem höfundi neðangreindrar fréttar: i. b. Stefáni Einari Stefánssyni, fréttastjóra viðskiptafrétta, félagsmanni stefnanda, sem höfundi neðangreindrar fréttar: i. c. Guðrúnu Selmu Sigurjónsdóttur, blaðamanni, félagsmanni stefnanda, sem höfundi neðangreindrar fréttar: i. d. Baldri Arnarsyni, blaðamanni, félagsmanni VR, sem höfundi neðangreindra frétta: i. ii. iii. iv. 2 v. bir e. Sonju Sif Þórólfsdóttur, blaðamanni, félagsmanni Framsýnar stéttarfélags, sem höfundi neðangreindrar fréttar: i. f. Aroni höfundi neðangreindra frétta: i. ii. iii. birtri kl. 11:17, fyr iv. v. - vi. - bifreiða vii. g. Þóru Kolbrá Sigurðardóttur, umsjónarmanni matarvefs, utan stéttarfélaga, sem höfundi neðangreindra frétta: i. ii. birtri k h. Ásgeiri Ingvarssyni, blaðamanni, utan stéttarfélaga, sem höfundi neðangreindra frétta: i. ii. iii. i. Lilju Ósk Sigurðardóttur, blaðamanni / lausapenna, utan stéttarfélaga, sem höfundi neðangreindrar fréttar: i. 2 Þá krefst stefnandi þess að Árvakur hf. verði dæmt til þess að greiða sekt í ríkissjóð samkvæmt ákvörðun réttarins. 3 Loks krefst stefnandi þess að Árvakur hf. verði dæmt til greiðslu málskostnaðar að mati réttarins að teknu tilliti til virðisauka skatts, hver sem úrslit málsins verða. Dómkröfur stefnda 4 Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. 5 Stefndi gerir þá gagnkröfu að verkfall félagsmanna stefnanda hjá Árvakri hf. hinn 8. nóvember 2019, milli kl. 10:00 - 14:00, verði dæmt ólögmætt. 6 Stefndi krefst þess að stefnanda verði í öllum tilvikum gert að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. 3 Málavextir 7 Stefnandi, Blaðamannafélag Íslands, hefur um árabil gert aðalkjarasamning við stefnda, Samtök atvinnulífsins, um kjör f élagsmanna stefnanda sem gildir fyrir landið allt. Síðasti kjarasamningur, sem framlengdur var á árinu 2015, gilti frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018. Frá þeim tíma hefur kjarasamningur milli aðila verið laus. 8 Eftir árangurslausar viðræður aðila um fram lengingu fyrrnefnds aðalkjarasamnings samþykkti samninganefnd stefnanda að láta fara fram atkvæðagreiðslu um tímabundna vinnustöðvun á meðal þeirra félagsmanna stefnanda sem starfa hjá Árvakri hf., Ríkisútvarpinu ohf., Sýn hf. og Torgi ehf. Þann 30. októbe r 2019 var gengið til atkvæðagreiðslu um eftirfarandi tillögu á kjörfundi: sem starfa hjá neðangreindum atvinnurekendum: Árvakri hf. kt. 430169 - 1069, Ríkisútvarpinu ohf. kt. 600307 - 0450, Sýn hf. kt. 470905 - 1740, Torg ehf. kt. 610808 - 1230, föstudaginn 8. nóvember 2019 klukkan 10 - 14, föstudaginn 15. nóvember 2019 klukkan 10 - 18, föstudaginn 22. nóvember 2019 klukkan 10 - 22, fimmtudaginn 28. nóvember 2019 klukkan 10 - 22. Þann 8.,15. og 22. nóvember 2019 tekur vinnustöðvunin til ljósmyndara og tökumanna hjá ofangreindum atvinnurekendum og þeirra blaða - og fréttamanna sem sinna störfum hjá netmiðlum ofangreindra atvinnurekenda, þ.e.a.s. mbl.is , visir.is , frettabladid.is og r uv.is . Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 tekur vinnustöðvunin til blaðamanna sem sinna störfum við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og Kjörsókn var ríflega 62%. Tillagan var samþykkt með 83,2% greiddra atkvæða og var niðurstaðan tilkynnt hlutaðeigandi í kjölfarið. 9 Vinnustöðvunin var tilkynnt Samtökum atvinnulífsins með bréfi stefnanda, dags. 31. október 2019. Í tilkynningunni kemur fram að samninganefnd stefnanda hefði samþykkt að láta fara fram almenna leynilega atkvæðagreiðslu á kjörfundi um boðun vinnustöðvunar meðal þeirra félagsmanna stefnanda sem störfuðu hjá Árvakri hf., Ríkistútvarpinu, Sýn og Torg ehf. og vinna samkvæmt kjarasamn ingi stefnanda og Samtaka atvinnulífsins sem rann út 31. desember 2018. 10 Í tilkynningunni sagði jafnframt að vinnustöðvun stefnanda hjá Árvakri hf. þann 8. nóvember 2019 væri tímabundin en hún næði m.a. til allra blaða - og fréttamanna sem sinntu störfum á netmiðlinum mbl.is. Á dagvakt á netmiðlinum mbl.is þennan dag voru skráðir eftirtaldir blaða - og fréttamenn, sem allir lögðu niður störf: Ragnhildur 4 Þrastardóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir, Erla María Markúsdóttir, Guðrún Hálfdánardóttir, Jóhann Ólafsson , Þórunn Kristjánsdóttir og Hallur Már Hallsson. 11 Eftirtaldir blaða - og fréttamenn voru skráðir á dagvakt á prentmiðli Árvakurs hf.: Guðmundur S. Hermannsson, Björn Jóhann Björnsson, Ómar Friðriksson, Kristján Johannessen, Höskuldur Daði Magnússon, Magnús Heimir Jónasson, Guðni Einarsson, Sigurður Bogi Sævarsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson, Baldur Arnarson; Kristín Heiða Kristinsdóttir og Bogi Þór Arason. 12 Af gögnum málsins verður ráðið að alls hafi birst 23 fréttir á netmiðlinum mbl.is á tí mabilinu frá kl. 10:00 til kl. 14:00 þann 8. nóvember 2019 á meðan vinnustöðvun stefnanda stóð yfir. Voru þær fréttir eftir samtals níu einstaklinga. Haraldur Jóhannessen ritstjóri og framkvæmdastjóri Árvakurs hf. ritaði á sama tímabili fimm fréttir á netm iðilinn mbl.is. 13 Í gögnum málsins liggur fyrir yfirlýsing frá Auðuni Georg Ólafssyni, dags. 19. nóvember 2019, þar sem fram kemur að greinin sem hann skrifaði og tilgreind er undir a - lið 1. töluliðar kröfugerðar stefnanda í málinu hafi verið rituð um morgu ninn og verið tilbúin og vistuð í gagnagrunni kl. 9:37 föstudaginn 8. nóvember 2019. Greinin hafi síðan verið birt 10:37. 14 Í tölvupósti í málinu, dags. 15. nóvember 2019, frá Stefáni Einari Stefánssyni, kemur fram að hann hafi unnið frétt upp úr kl. 9:00 m orguninn 8. nóvember 2019 inn á vefinn úr gögnum sem fram komu í útgáfu Seðlabankans um efnahag íslenskra lífeyrissjóða. Fréttina hafi hann tímastillt til birtingar síðar um morguninn. Þá sagði í tölvupóstinum að viðskiptablaðamenn Morgunblaðsins grípi jöf num höndum í fréttaskrif á mbl.is þegar svo ber undir. Það hafi þó ekki verið gert þennan dag enda séu þeir allir í Blaðamannafélagi Íslands. 15 Við fyrirtöku í málinu 19. nóvember 2019 óskaði stefnandi eftir því að bókað yrði að í kjölfar málshöfðunar hefðu þeir þrír blaðamenn sem tilgreindir væru í c - , e - og i - lið í 1. tölulið dómkrafna, upplýst að þeir hefðu hvorki verið við störf á því tímabili sem verkfall stóð yfir þann 8. nóvember 2019 né staðið fyrir birtingu fréttanna sem þar eru tilgreindar. Af því tilefni skoraði stefnandi á stefnda að upplýsa hvaða starfsmenn Árvakurs hf. hafi birt þær fréttir sem tilgreindar eru í c - , e - og i - lið í 1. tölulið dómkrafna sem blaðamennirnir eru höfundar að. 16 Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslur Hjálmar Jónsson, form aður og fyrirsvarsmaður stefnanda, Haraldur Johannessen, ritstjóri og framkvæmdastjóri Árvakurs hf., og Guðni Einarsson, trúnaðarmaður hjá Árvakri hf. 17 Í aðilaskýrslu sinni fyrir dóminum kvað Hjálmar núgildandi kjarasamning aðila vera eina samninginn sem í gildi væri fyrir blaðamenn frá árinu 2010. Í skýrslu sinni kvaðst Hjálmar hafa óskað eftir upplýsingum um verksvið blaðamanna frá Árvakri hf. í tölvupósti en engin svör fengið. 5 18 Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs hf., sagði í aðilaskýrslu sin ni fyrir dóminum að algengt væri að tímastilltar fréttir væru skrifaðar á mbl.is og að jafnaði birtust þar um tíu til tuttugu tímastilltar fréttir á dag, einkum fréttir um dægurmál og fréttaskýringar. Í skýrslu Haralds kom fram að Baldur Arnarson hefði skr ifað fréttir á meðan vinnustöðvuninni stóð frá kl. 10:00 til 14:00 þann 8. nóvember og kvaðst Haraldur hafa litið svo á að Baldur, sem væri félagi í VR, hefði mátt skrifa fréttir á meðan vinnustöðvuninni stóð. Þá upplýsti Haraldur í skýrslu sinni að starfs menn og verktakar sem ekki var gert ráð fyrir að yrðu við störf þennan dag og voru ekki félagar í Blaðamannafélagi Íslands hefðu verið kallaðir til vinnu á mbl.is þennan dag, vegna verkfallsins. Málsástæður og lagarök stefnanda 19 Stefnandi kveðst byggja á þ ví að stefnandi sé stéttarfélag sem starfi á grunni ákvæða laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Samkvæmt 2. gr. laga félagsins geti allir þeir orðið félagar að stefnanda sem hafi fjölmiðlun að aðalstarfi eða eru fastráðnir starfsmenn ritstjórn a á dagblöðum, vikublöðum, sértímaritum, landshlutablöðum, vefmiðlum, og fréttastofum útvarps - og sjónvarpsstöðva, svo og aðrir þeir sem fastráðnir eru við frétta - og fjölmiðlun. Þar með séu taldir blaðamenn, fréttamenn, útlitsteiknarar, prófarkarlesarar, handritalesarar, ljósmyndarar, ritstjórar, ritstjórnarfulltrúar, fréttastjórar, dagskrárgerðarmenn fréttadeilda útvarps - og sjónvarpsstöðva eða netmiðla, hljóð - og tökumenn, tækni og aðstoðarfólk á dagskrár - og fréttadeildum, og þeir starfsmenn fyrirtækja, félaga og stofnana sem sinna fjölmiðlunartengdum störfum. Félagar geti einnig verið sjálfstætt starfandi blaðamenn eða lausamenn í fjölmiðlum. 20 Stefnandi hafi gert almennan kjarasamning við stefnda, Samtök atvinnulífsins, um þau störf sem félagið hefur sam ningsumboð fyrir. Kjarasamningurinn gildi fyrir landið allt og sé stefnandi eina stéttarfélagið á landinu sem gert hafi kjarasamning við Samtök atvinnulífsins um störf blaða - og fréttamanna. Sama gildi um kjarasamning stefnanda við aðra viðsemjendur, ef fr á sé talið Félag fréttamanna, sem er stéttarfélag fréttamanna á Ríkisútvarpinu. 21 Stefnandi telur að hafa þurfi hugfast að réttur til þess að stofna stéttarfélög sé sérstaklega varinn af 74. og 75. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. 12. gr. stjórnskip unarlaga nr. 97/1995, sem og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Í 6. gr. Félagsmálasáttmála Evrópu, sem Ísland hafi fullgilt, sé enn fremur sérstaklega mælt fyrir um að aðilar sáttmálans skuli viðurkenna rétt verkafólks og atvinnure kenda til aðgerða þegar hagsmunaárekstrar verði, þar á meðal verkfallsrétt. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, eigi menn rétt á að stofna stéttarfélög og stéttarfélagasambönd í þeim tilgangi að vinna sameiginlega að hagsmunam álum verkalýðsstéttarinnar og launtaka yfirleitt. Í 1. mgr. 3. gr. laganna sé tekið fram að stéttarfélög ráði málefnum sínum með þeim takmörkunum sem sett séu í lögunum. Í 14. gr. laganna segi orðrétt: 6 Heimilt er stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum að gera verkföll og verkbönn í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum, og til verndar rétti sínum samkvæmt lögum þessum, með þeim skilyrðum og takmörkunum einum, sem sett eru í lögum. 22 Stefnandi telur ágrei ningslaust að vinnustöðvunin sem boðað hafi verið til hjá Árvakri hf. þann 8. nóvember 2019 á netmiðlinum mbl.is hafi verið lögmæt. Í 18. gr. laga nr. 80/1938 sé kveðið á um að þegar vinnustöðvun hafi verið löglega hafin sé þeim sem hún að einhverju leyti beinist gegn óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sambanda sem að vinnustöðvuninni standi. 23 Með setningu laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, hafi verið lögfest sú grundvallarregla að laun og önnur starfskjör sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semji um skuli vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma, fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar eins taka launamanna um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skuli ógildir. 24 Stefnandi kveðst byggja á að dómstólar, bæði almennir dómstólar og Félagsdómur, hafi á undanförnum árum tekið á ýmsum álitamálum sem risið hafa vegna ágreinings um hverji r skuli teljast bundnir af verkfalli. Hafi dómstólarnir þannig með úrlausnum sínum mótað réttarreglu og einnig leitast við að skýra og fylla ákvæði 18. gr. laga nr. 80/1938, m.a. í ljósi setningar 1. gr. laga um starfskjör launafólks og skyldutryggingu líf eyrisréttinda nr. 55/1980. 25 Hæstiréttur hafi m.a. kveðið úr um að umdæmisstjóri Flugleiða á Akureyrarflugvelli hafi mátt ganga í starf undirmanna sinna, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 287/1989, að forstjóra Flugleiða hafi verið heimilt að annast farþegaa fgreiðslu í Leifsstöð, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 3/1992 og að rektor Háskóla Íslands hafi mátt opna húsnæði háskólans í verkfalli húsvarða, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 151/1985. Í því ljósi geri stefnandi ekki athugasemd við að Haraldur Jóhan nessen ritstjóri og framkvæmdastjóri Árvakurs hf. hafi gengið í störf undirmanna sinna, þ.e. blaða - og fréttamanna netmiðilsins mbl.is sem hafi verið í verkfalli. 26 Félagsdómur hafi m.a. kveðið úr um að tilgangur verkfallsaðgerða sé ekki að hindra það að að rir starfsmenn sem standi utan við verkfallsaðgerðir vinni sín venjulegu störf heldur að hindra að þeir starfsmenn gangi í störf verkfallsmanna, sbr. dóm Félagsdóms í málinu nr. 1/1941. Í dómi Félagsdóms í málinu nr. 1/2017 hafi rétturinn komist að þeirri niðurstöðu að stéttarfélag, sem boðað hafði verkfallsaðgerðir, hefði gert tvo kjarasamninga við mismunandi samtök atvinnurekanda með gildissviði sem skaraðist, þannig að báðir kjarasamningar gætu átt við um störf sjómanna á tilteknu skipi sem málið varðaði . Stéttarfélagið hafði boðað verkfall gegn Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (áður LÍÚ). Um kjör sjómanna á skipinu hafi hins vegar farið samkvæmt 7 hinum kjarasamningnum sem gerður hafði verið, þ.e. kjarasamningi stéttarfélagsins við Landsamband smábátaeig enda. Þar sem verkfallið hafi ekki lotið að þeim kjarasamningi var talið að sjómennirnir hafi mátt starfa án tillits til verkfallsaðgerða stéttarfélagsins. Í Félagsdómsmálinu nr. 4/1987, sem sneri að boðuðu verkfalli Stéttarfélags verkfræðinga gegn Félagi ráðgjafarverkfræðinga, hafi dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að auk þeirra verkfræðinga sem hafi verið félagsmenn stéttarfélagsins teldust þeir verkfræðingar sem stóðu utan stéttarfélagsins, sem og utan Félags ráðgjafaverkfræðinga, bundnir af verkfall saðgerðum stéttarfélagsins. Í málinu hafi legið fyrir að Stéttarfélag verkfræðinga hafi verið eina stéttarfélag verkfræðinga á landinu. 27 Stefnandi bendir á að hvað varðar einstaklinga í a - til c - lið í 1. tölulið dómkrafna; Auðun Georg, Stefán Einar og Guðr únu Selmu, þá eigi þau það öll sammerkt að vera félagsmenn stefnanda. Tveir gegni millistjórnendastöðu hjá Árvakri hf. á öðrum vettvangi en netmiðlinum mbl.is; fréttastjóri K100 og fréttastjóri viðskiptafrétta, og ein sé blaðamaður. Þegar af þeirri ástæðu teljist þau bundin af verkfalli stefnanda. 28 Baldur og Sonja Sif, sem nefnd séu í d - og e - lið 1. tölulið dómkrafna, eigi það sammerkt að vera blaðamenn og jafnframt félagsmenn í VR annars vegar og Framsýn stéttarfélagi hins vegar. Hvorugt þessara stéttarféla ga hafi gert kjarasamning um störf blaða - eða fréttamanna. Stefnandi telur að þótt þessir einstaklingar hafi gerst félagar í öðrum stéttarfélögum, sem hafi ekkert að gera með kjarasamningsfyrirsvar um störf blaða - og fréttamanna, leiði það ekki til þess að þau teljist óbundin af verkfallsaðgerðum stefnanda, heldur þvert á móti. 29 Aron Þórður, Þóra Kolbrá, Ásgeir og Lilja Ósk, sem talin séu í f - til i - lið í 1. tölulið dómkrafna., eigi það öll sammerkt samkvæmt upplýsingum stefnanda að standa utan stéttarfélaga . Sem slík séu þau bundin af verkfallsaðgerðum stefnanda. 30 Stefnandi kveðst byggja á því að enginn af þeim níu einstaklingum sem taldir séu upp í 1. tölul. dómkrafna hafi haft heimild stöðu sinnar vegna til þess að ganga í störf verkfallsmanna, eins og dóms tólar hafi túlkað þá heimild. 31 Stefnandi bendir á að einhverjir einstaklinganna kunni að hafa verið ráðnir í verktöku og þá eftir atvikum í raun gerviverktöku. Réttarsamband á grunni verktöku eða gerviverktöku breyti að mati stefnanda engu um þá staðreynd að viðkomandi einstaklingur teldist bundinn af verkfalli stefnanda með sama hætti og launamaður, sbr. m.a. einnig forgangsréttaráhrif kjarasamnings stefnanda. 32 Með hliðsjón af því sem rakið hefur verið byggir stefnandi á því að þeir níu einstaklingar sem taldir eru upp í a - til i - lið í 1. tölulið dómkrafna hafi verið bundnir af verkfalli stefnanda hjá Árvakri h f. og að sú háttsemi þeirra sem þar er lýst feli í sér að þau hafi með ólögmætum hætti gengið í störf þeirra blaða - og fréttamanna, og félagsmanna stefnanda, sem jafnframt voru starfsmenn Árvakurs hf., sem stóðu í lögmætum verkfallsaðgerðum á netmiðlinum m bl.is. þann 8. nóvember 2019. Þar með hafi Árvakur hf. sem atvinnurekandi einstaklinganna gerst brotlegur við 18. gr. laga nr. 80/1938. 8 33 Kröfu um að stefndi Árvakur hf. verði dæmdur til greiðslu sektar byggir stefnandi á 1. mgr. 70. gr. laga nr. 80/1938, u m stéttarfélög og vinnudeilur, en samkvæmt ákvæðinu má dæma þann sem gerist sekur um brot á ákvæðum laganna til greiðslu sektar er renni í ríkissjóð. Brot stefnda Árvakurs hf. lýsi að mati stefnanda í senn stórfelldum og einbeittum brotavilja Árvakurs hf. sem atvinnurekanda, enda hafi hann falið níu einstaklingum að skrifa 23 fréttir á netmiðlinum mbl.is í verkfalli sem hafi spannað einungis fjórar klukkustundir. úr degi. 34 Stefnandi kveðst sækja mál þetta á grundvelli ákvæða 1. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr . 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Stefnandi vísi enn fremur til 18. gr. , sbr. 70. gr. laganna, ákvæða laga nr. 55/1980, einkum 1. gr., stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, einkum 74. og 75. gr. Ennfremur til 11. gr. mannréttindasáttmá la Evrópu, sbr. lög 62/1994 og 6. gr. Félagsmálasáttmála Evrópu. Málskostnaðarkrafa styðjist við reglur XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur og krafa um virðisaukaskatt á málskostn að við ákvæði laga 50/1988, um virðisaukaskatt. Málsástæður og lagarök stefnda 35 Stefndi kveðst byggja sýknukröfu sína á því að kröfugerð stefnanda eigi sér enga stoð í lögum, kjarasamningum eða dómafordæmum. Telur stefndi að 18. gr. laga nr. 80/1938 um sté ttarfélög og vinnudeilur banni ekki að félagsmenn í öðrum stéttarfélögum eða utanfélagsmenn sinni sínum starfsskyldum eftir að verkfall stéttarfélags hefst. Túlkun stefnanda á framkvæmd vinnustöðvunar, eigi sér enga stoð í verkfallsboðuninni sjálfri eða lö gum. 36 Starfsmenn í öðrum stéttarfélögum eða utanfélagsmenn s.s. verktakar hafi verið algerlega óbundnir af verkfallsboðun stefnanda, hún hafi ekki tekið til þeirra á neinn hátt samkvæmt 18. gr. laga nr. 80/1938. 37 Ólíkt flestum öðrum stéttarfélögum standi st efnandi utan allra sambanda stéttarfélaga á Íslandi og því reyni í máli þessu ekki á hvort félagsmenn innan sambanda hafi á einhvern hátt gengið í störf félagsmanna stefnanda. 38 Stefndi vísar til þess að stefnandi byggi kröfur sínar á því að stefndi hafi br otið gegn l8. gr. laga nr. 80/1938. Þessi málatilbúnaður fái að mati stefnda ekki staðist því í 18. gr. laganna segir: Þegar vinnustöðvun hefur verið löglega hafin, er þeim, sem hún að einhverju leyti beinist gegn, óheimilt að stuðla að því að afstýra hen ni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sambanda, sem að vinnustöðvuninni standa. afstýra vinnustöðvun með aðstoð manna, sem félagsbundnir eru í stéttarfélagi 9 ga frumvarps sem varð að 18. gr. laga nr. 80/1938. 39 Stefndi kveðst byggja á því að 18. gr. laga nr. 80/1938 leggi einungis bann við því að félagsmenn í stéttarfélagi sem boð að hafi verkfall vinni á því tímabili og starfsstöðvum sem verkfallið taki til samkvæmt verkfallsboðun. Félagsmönnum í öðrum stéttarfélögum sem eigi aðild að sama sambandi og því stéttarfélagi sem boðað hafi verkfall sé á hinn bóginn óheimilt að reyna afst ýra því. Þeir megi hins vegar og eigi að vinna áfram sín hefðbundnu störf og þá geti einhver skörun átt sér stað. Stefnandi, Blaðamannafélag Íslands, eigi ekki aðild að neinu landssambandi, en það skipti grundvallarmáli við túlkun 18. gr. laga nr. 80/1938, eins og ljóst sé af dómafordæmum Félagsdóms. Stefnandi eigi þannig ekki aðild að Alþýðusambandi Íslands og sé hvorki aðili að Landssambandi verslunarmanna, en innan þess er VR, né Starfsgreinasambandinu, en innan þess er stéttarfélagið Framsýn. 40 Stefndi b yggir á því að félagsmenn í VR eða stéttarfélaginu Framsýn hafi verið með öllu óbundnir af verkfalli stefnanda. Verkfallið hafi því ekki tekið til Baldurs Arnarsonar, félagsmanns í VR, eða Sonju Sifjar Þórólfsdóttur, félagsmanns í Framsýn, sbr. d - og e - lið 1. töluliðar dómkrafna stefnanda. Hafi verkfallið átt að taka til þeirra hefðu stéttarfélög þeirra þurft að boða til atkvæðagreiðslu um samúðarverkfall með stefnanda, eins og ljóst sé af dómafordæmum. 41 Stefndi vísar til þess að allir þeir sem nafngreindir eru c - til i - lið í tölulið 1 í dómkröfum stefnanda hafi verið í starfi og hafi unnið hjá stefnda sem launþegar eða verktakar fyrir verkfallið, Baldur Arnarson, félagsmaður í VR, hafi unnið hjá stefnda frá 20. febrúar 2006. Sonja Sif Þórólfsdóttir, félagsma ður í Framsýn, hafi fyrst verið ráðin til starfa 17. maí 2019 en hún hafi fengið framlengingu á ráðningu sinni til áramóta. Aron Þór Albertsson, utan stéttarfélaga, hafi verið sumarstarfsmaður en hafi verið verktaki, ritlaunaþegi, síðan í haust. Þóra Kolbr á Sigurðardóttir, utan stéttarfélaga, hafi verið verktaki í tvö ár. Ásgeir Ingvarsson, utan stéttarfélaga, hafi verið verktaki í yfir 10 ár og skrifi mikið í hverjum mánuði. Lilja Ósk Sigurðardóttir, utan stéttarfélaga, hafi verið verktaki í eitt ár. 42 Stefn di telur að ef ætlun löggjafans hafi verið að banna utanfélagsmönnum eða starfsmönnum í öðrum stéttarfélögum að vinna áfram í verkfalli eins og stefnandi haldi fram, hefði það komið fram í lagagreininni og athugasemdum með henni. Í þessu sambandi verði jaf nframt að hafa í huga að refsiheimildir og bann við atvinnufrelsi einstaklinga þurfi að vera skýrar og lögbundnar skv. stjórnarskrá, sjá 69. og 75. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944. Stefnandi beri einnig allan vafa um óskýrleika í verkfallsboðun sinni. 43 Að mat i stefnda hafi engin lagaskylda hvílt á starfsmönnum stefnda að vera í stéttarfélagi, þ.m.t. BÍ, heldur sé það lögbundinn réttur launafólks skv. 74. gr. stjórnarskrár og 1. gr. laga nr. 80/1938 að stofna og ganga í stéttarfélag. Engan megi 10 skylda til aðild ar að félagi nema það sé ákveðið í lögum til að sinna lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða annarra réttinda samkvæmt 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. 44 Stéttarfélög hafi enga lögsögu yfir öðrum en eigin félag smönnum samkvæmt vinnulöggjöf eða öðrum réttarheimildum. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 80/1938 skuli stéttarfélög vera opin öllum í hlutaðeigandi starfsgrein og samkvæmt 3. gr. laganna séu einstakir meðlimir félaganna bundnir við löglega gerðar samþykktir og sa mninga félagsins. Stéttarfélög séu eingöngu lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna, sbr. 5. gr. laganna. 45 Aðeins félagsmenn í stéttarfélagi hafi verkfallsrétt samkvæmt 14. gr. laga nr. 80/1938. Verkfallsrétturinn sé því bundinn við stéttar félög og því hafi ófélagsbundnir starfsmenn hvorki rétt né skyldu samkvæmt lögunum til að leggja niður störf sín í verkfalli stéttarfélags. Það séu eingöngu félagmenn í stéttarfélagi sem taki þátt í atkvæðagreiðslu um verkfall samkvæmt 15. gr. og þeim sé s kylt að hlíta verkfallsboðun samkvæmt 18. gr. Tilvísanir stefnanda til mannréttindasáttmála og stjórnarskrár hafi að mati stefnda enga þýðingu í þessu máli. Einstaklingar í öðrum félögum eða sem standi utan félaga njóti líka mannréttinda samkvæmt stjórnars krá lýðveldisins og mannréttindasáttmálum. Að mati stefnda væri félagafrelsið lítils virði ef stéttarfélag gæti með verkfallsboðun sinni á vinnustað svipt starfsfólk utan félaga eða í öðru stéttarfélagi en verkfallið nær til rétti til vinnu og launa meðan á verkfalli stendur. Verkfalli sem það eigi enga aðild að eða hafi fengið að kjósa um. 46 Stefndi kveðst byggja á því að verkfallsboðun stefnanda taki samkvæmt tilkynningu eingöngu til félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands. Hún hafi verið bæði tímabundin og einskorðuð við vinnu blaðamanna á ákveðnum tilgreindum netmiðlum frá kl. 10:00 14:00 föstudaginn 8. nóvember 2019 og hafi verið skýrt afmörkuð við félagsmenn Blaðamannafélags Íslands á vefmiðlunum; mbl.is, visir.is, frettabladid.is og ruv.is. Vinnustöðvu nin hafi þannig ekki tekið til allra deilda innan fjölmiðlafyrirtækisins Árvakurs sem blaðamenn stefnanda starfi hjá eða annarra vefmiðla en tilgreindir hafi verið í boðuninni. Vefurinn K100.is, vefur útvarpsins K100, hafi þannig ekki verið tilgreindur í v erkfallsboðuninni. Boðunin hafi ekki heldur tekið til annarra en félagsmanna Blaðamannafélags Íslands samkvæmt tilkynningunni. 47 Stefndi bendir á að allir blaðamenn hjá Árvakri séu ráðnir á ritstjórn Morgunblaðsins, en þar starfi ritstjórarnir Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen. Blaðamenn stefnda séu því ekki eingöngu ráðnir til ákveðinna deilda, eins og fram kemur í afriti ráðningarsamninga blaðamanna. Aðeins ein ritstjórn sé þannig hjá Árvakri, fyrir Morgunblaðið og aðrar útgáfur þess, fjölmiðla og vefm iðla stefnda s.s. mbl.is. og K100.is. Ritstjórn ákveði hvaða efni sé birt, hvar og hvenær, þegar það er tilbúið til birtingar. Blaðamenn á vefmiðlinum mbl.is skrifi því einnig greinar í prentútgáfu Morgunblaðsins og öfugt. Þótt vaktakerfi séu enn mismunand i breyti það engu um starfsskyldur blaðamanna samkvæmt ráðningarsamningi sínum við stefnda, Árvakur. 11 Verkfall stefnanda á hluta af starfi blaðamanna samkvæmt ráðningarsamningi hafi því bæði verið óframkvæmanlegt og ólögmætt, sbr. dóm Félagsdóms í máli nr. 5/2019. Þegar af þessari ástæðu eigi að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Ekkert verkfall hafi verið boðað á prentmiðla stefnda sem hafi verið nauðsynlegt ef ætlun stefnanda hafi verið að láta einstaka blaðamenn leggja niður öll störf sín. Samtökum atvinnulífsins hafi ekki orðið þessar skyldur blaðamanna ljósar fyrr en við gerð greinargerðar í máli þessu. 48 Stefndi bendir á að hluti frétta úr Morgunblaðinu, prentútgáfunni, séu fluttar um kl. 5:00 á hverjum morgni yfir á vefmiðillinn mbl.is með tímasett um hætti. Þetta verkefni hafi verktaki unnið um árabil fyrir stefnda en hann búi í Frakklandi. Þessi verktaki og fastir starfsmenn ritstjórnar tímastilli einnig fleiri fréttir sem birtist í Morgunblaðinu og dreifi þeim þannig yfir daginn og kvöldið til bir tingar á mbl.is. Það sé því ekkert nýtt að efni úr Morgunblaðinu sé birt á vefmiðlinum, mbl.is. Sama ritstjórn sé á öllum miðlum Árvakurs. 49 Stefndi bendir á að það komi fram í gögnum málsins að hvorki Auðun Georg Ólafsson fréttastjóri K100, sem sé útvarpsst öð, né Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskiptafrétta, sbr. a - og b - lið í 1. tölulið dómkrafna stefnanda, hafi starfað sérstaklega á þeim netmiðlum sem verkfallsboðunin tók til. Þeim hafi því verið óskylt að leggja niður störf í verkfallinu og raunar skylt að vinna áfram á sínum starfsstöðvum. Hluti þeirra starfa sé að skrifa inn á vefinn, þótt mesti hluti starfsins sé að lesa í útvarp eða skrifa í blaðið. Að mati stefnda sé ljóst að þær fréttir sem hafi birst á vefnum mbl.is eftir að verkfall hófst h afi verið unnar og tilbúnar til birtingar fyrir verkfallið og hafi beðið á tímastillingu eftir birtingu í samræmi við verklag sem hafi verið viðhaft til árafjölda hjá miðlunum. Ritstjórn stefnda hafi verið í fullum rétti að birta þetta tilbúna efni á vefmi ðlum sínum. Það eitt að birta þessar fréttir eftir að verkfallið hófst hafi ekki verið verkfallsbrot. Þá vísar stefndi til þess að Auðun Georg og Stefán hafi báðir verið yfirmenn, fréttastjórar. Þær fréttir sem birtar hafi verið á vefnum mbl.is hafi verið samdar af Auðuni og Stefáni fyrir ritstjórn stefnda og unnar og skilað fyrir verkfallið en þær hafi komið inn á vefinn á verkfallstímanum á grundvelli tímastillinga. Algengt sé að fréttir sem birtist á vefmiðlum séu tímastilltar, eins og fram komi í skýrin gum Auðuns og Stefáns sem fyrir liggja í málinu. Fréttir Stefáns og Auðuns fjalli ekki um atburði sem hafi gerst milli kl. 10:00 14:00 föstudaginn 8. nóvember 2019. Sama eigi við um þær fréttir sem stefnandi tilgreini í stefnunni sem verkfallsbrot. 50 Stef ndi telur óumdeilt að þeir blaðamenn sem hafi verið á dagvakt á mbl.is, á því tímabili sem verkfallsboðunin tók til hafi lagt niður störf þar. Þannig hafi sjö blaðamenn lagt niður störf og farið af vinnustaðnum án heimildar. Áhrif verkfallsins hafi því ver ið töluverð. 51 Stefndi vísar til þess að í tilkynningu stefnanda um vinnustöðvunina, sem dagsett er þann 31. október 2019 og undirrituð af formanni stefnanda, segi að tilkynnt sé um vinnustöðvun félagsmanna Blaðamannafélags Íslands á ákveðnum tímabilum og ák veðnum fjölmiðlum. Vinnustöðvunin hafi því tekið til vinnu blaðamanna í 12 Blaðamannafélagi Íslands í tilteknum störfum yfir tiltekinn tíma. Boðunin hafi því ekki haft áhrif á vinnu starfsmanna utan verkfallsboðunar eða vinnu þeirra sem boðunin náði ekki til, t.d. þeirra sem ekki vinna sérstaklega á netmiðlum. 52 Stefndi kveðst byggja á því að aðeins hafi verið óheimilt að birta fréttir samdar af félagsmönnum stefnanda á vefnum mbl.is eftir að verkfallið hófst og raunar einnig af félagsbundnum mönnum í öðrum félö gum eða utan félaga, s.s. verktaka. Engin tilraun sé gerð til að sýna fram að þessar fréttir hafi verið unnar á því tímabili sem verkfallsboðunin stóð yfir. Að mati stefnda megi stefnanda vera ljóst að fréttir birtist oft ekki strax eftir að þær verði til og félagsmenn stefnanda ráði því ekki hvenær þessar fréttir séu birtar. Stefnandi hafi enga athugasemd gert við útgáfu blaða eftir verkfall á prentmiðlum þann 5. desember sl. enda hafi efni í blöðin ekki verið framleitt á verkfallstímanum. 53 Að mati stefnda fær sá skilningur stefnanda að það eitt að birta frétt, fréttatengt efni eða annað efni á verkfallstíma á vefnum mbl.is sé verkfallsbrot ekki staðist. Boðað verkfall snúist um það að þeir starfsmenn, félagsmenn stefnanda, sem verkfallið tak i til leggi niður störf sín á þeim stað sem það hafi verið boðað á. Það hafi þeir gert eins og lýst sé í stefnu og fyrr hafi verið rakið. 54 Stefndi kveðst byggja á því að hugtakið vinnustöðvun þýði að vinna félagsmanna þess falli niður samkvæmt ákvörðun stét tarfélags. Í dómi Félagsdóms í málinu nr. 11/1943 eingöngu verið boðuð á störf blaðama nna á mbl.is og óumdeilt sé að allir þeir félagsmenn stefnanda sem þar hafi verið á dagvakt hafi lagt niður öll störf sín á mbl.is, á tímabilinu 10:00 14:00 þann 8. nóvember 2019 og farið af vinnustaðnum án þess að ræða það við ritstjórn stefnda þrátt fy rir starfsskyldur á prentmiðli stefnda á sama tíma samkvæmt ráðningarsamningi. 55 Stefndi vísar til þess að félagsmenn stefnanda hafi engan einkarétt á gerð fréttaefnis, fréttatengds efnis eða annars efnis eða birtingu þess í fjölmiðlum stefnda, Árvakurs, s.s . á netmiðlinum mbl.is., eins stefnandi haldi fram. Stefndi hafi um árabil keypt fréttaefni, greinar, viðtöl, ljósmyndir o.fl. til birtingar í miðlum sínum frá einstaklingum, verktökum og erlendum fréttaveitum. Það að birta nýtt efni eða gamalt efni á vef stefnda, mbl.is, eftir að verkfallið hafi hafist hafi því ekki eitt og sér verið verkfallsbrot. 56 Stefndi kveður vefinn einungis vera tæki, tæknibúnað til að koma rafrænu efni á framfæri og geti stéttarfélag ekki stöðvað fréttaflutning, þótt það hafi vilja t il þess. Vinna tiltekinna blaðamanna hafi hins vegar átt að liggja niðri og hafi hún sannanlega legið niðri á þeim miðli sem vinnustöðvunin hafi verið boðuð á, mbl.is. Vinnustöðvun feli ekki í sér bann við öllum fréttaflutningi, birtingu fréttaefnis, eða l jósmynda á verkfallstímanum. Á Íslandi sé tjáningarfrelsið varið af 73. grein stjórnarskrárinnar og 13 takmarkanir á því megi ekki í lög leiða s.s. ritskoðun. Í birtingu fréttaefnis á vefmiðlum stefnda eftir að verkfall hafi hafist hafi því ekki falist glæpur eða brot á lögum. 57 Stefndi telur að ef fallist yrði á skilning stefnanda á verkfallshugtakinu væri óheimilt að setja á markað eða selja vörur, sem verkfallsmenn hafa unnið og pakkað fyrir verkfallstíma, þ.e. áður en það hófst. Ekki mætti þá til dæmis selja mjólk sem pakkað hefði verið fyrir verkfall mjólkurfræðinga. Fréttir sem blaðamenn vinna séu afrakstur vinnu þeirra og stefnda hafi verið heimilt að koma þeirri vöru, þ.e. fréttaefni, á framfæri eins og öðrum atvinnurekendum. 58 Stefndi byggir á því að lög nr. 55/1980 veiti kröfum stefnanda enga stoð. Lögin og eldri lög um sama efni nr. 9/1974 hafi verið sett til að fyrirbyggja að ófélagsbundnir atvinnurekendur og launþegar gætu samið um lægri laun og önnur starfskjör en hinir almennu kjarasamningar kveði á um. Í greinargerð með eldri lögum komi fram að þau hafi verið andsvar við tveimur dómum Hæstaréttar, til að hindra að ófélagsbundnir atvinnurekendur væru óbundnir af launaákvæðum kjarasamnings í viðkomandi starfsgrein. Lögin fjalli ekkert um verkföll eða h verjir séu bundnir af verkfallsboðun stéttarfélags. Félagslög BÍ eða félagslög VR hafi heldur enga þýðingu í þessu máli. Í félagslögum stefnanda sé að finna upptalningu á ýmsum störfum sem tekin séu upp í stefnu en þessara starfa sé hvergi getið í kjarasam ningi stefnanda og stefnda. 59 Af hálfu stefnda er vísað til þess að kjarasamningur aðila gildi fyrir fastráðna blaðamenn á dagblöðum, handritalesara og prófarkalesara. Í kjarasamningnum sé hvergi lagt bann við vinnu verktaka eða að starfsmenn séu lausráðnir og raunar sé áratuga hefð fyrir slíkum störfum á öllum fjölmiðlum, eins og hugtakanotkun stefnanda, hlaupari, beri skýrt vitni um. Flestir fjölmiðlar hafi nýtt sér starfskrafta verktaka og lausráðins starfsfólks til að bjóða notendum blaða og annarra miðla það efni sem þeir vilji lesa og heyra. Engin ákvæði séu lengur um fréttastjóra eða ritstjóra í kjarasamningi. 60 Kjarasamningur BÍ og SA hafi aldrei haft stöðu heildarkjarasamnings sem bundið hafi hendur annarra fjölmiðlafyrirtækja sem hafi valið að standa u tan við heildarsamtök atvinnurekanda. Þetta sé augljóst því stefnandi hafi gert kjarasamninga við fjölmarga fjölmiðla sem standi utan Samtaka atvinnulífsins. Í kjarasamningi SA og BÍ hafi aldrei verið ákvæði um vinnu blaðamanna á netmiðlum og samningur sé ekki bindandi sem lágmarkskjör fyrir blaðamenn á þeim netmiðlum sem standi utan Samtaka atvinnulífsins. Þegar vinnustöðvun stéttarfélags hefst falli sá kjarasamningur sem unnið sé eftir niður meðan vinnustöðvun stendur yfir. Það hafi enga þýðingu að engin sérstök ákvæði séu í félagslögum eða kjarasamningum annarra stéttarfélaga um blaðamenn, sbr. dóm Félagsdóms í málinu nr. 11/1997. 61 Vinna ófélagsbundinna launamanna í verkfalli hafi aldrei verið talin ólögmæt af Félagsdómi eða Hæstarétti. Ekki heldur vinna f élagsmanna í öðrum stéttarfélögum á meðan þeir hafi ekki gengið í störf verkfallsmanna í sama sambandi, jafnvel þótt einhver skörun hafi átt sér stað. Slík skörun sé á ábyrgð verkfallsfélagsins. Eigi að fella alla 14 vinnu niður á vinnustað, þar sem sams kona r eða samkynja störf séu unninn af félagsmönnum í fleiri en einu stéttarfélagi verði að boða samúðarvinnustöðvun á vinnustaðnum. Í netpósti stefnanda frá 6. nóvember 2019 sé einnig viðurkennt að félagsmenn í tveimur stéttarfélögum, RSÍ og Félagi fréttamann a, hafi mátt vinna, þótt þeir vinni sömu störf og verkfallsmenn. 62 Stefndi vísar til skrifa fræðimanna um að ákvæði 18. gr. laga nr. 80/1938 feli ekki annað í sér en að þeim einum sé óheimilt að taka upp störf verkfallsmanna sem séu innan þess félags eða sa mbands sem að vinnustöðvun standi. Dómaframkvæmd hafi verið í samræmi við þetta. Verkfallsaðgerðir stéttarfélaga hafi verið dæmdar ólögmætar og stéttarfélög hafi verið dæmd skaðabótaskyld fyrir ólögmæta verkfallsvörslu. Lögbönn hafi verið sett á ólögmætar aðgerðir verkfallsmanna sem hafi bitnað á utanfélagsmönnum eða félagsmönnum í öðrum stéttarfélögum sem ekki hafi verið í verkfalli. Í þessu sambandi vísar stefndi til dóma Félagsdóms í málum nr. 4/1987, nr. 11/1997, sbr. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu nr. E - 2087/1997 og dóma Hæstaréttar í málunum nr. 151/1985, nr. 287/1989 og nr. 11/1997. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi staðfest lögbann gegn þvingunaraðgerðum Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis gegn félagsmönnum í öðrum stéttarfélögum í verkfalli þess með dó mi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 4691/2000. Stéttarfélagið hafi síðar fellt niður áfrýjun málanna. 63 Stefndi kveður að tilvísanir í stefnu til dóma fái ekki staðist. Í dómi Félagsdóms í máli nr. 1/1941 hafi fyrirvaralaust samúðarverkfall verið dæmt ólö glegt. Í máli nr. 4/1987 fyrir Félagsdómi hafi vinnuveitendafélag atvinnurekenda sem rak verkfræðistofur, Félag ráðgjafarverkfræðinga, beðið um álit dómsins á því hverjir hafi mátt vinna í verkfalli Stéttarfélags verkfræðinga í nokkrum kröfuliðum. Undir re kstri málsins hafi stefndi, stéttarfélagið, fallist á einn kröfulið stefnanda og hafi stefnandi málsins þá samþykkt að falla frá öðrum kröfuliðum. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 151/1985 hafi aðgerðir verkfallsvarða BSRB verið dæmdar ólögmætar gagnvart há skólarektor og fleiri starfsmönnum. Hæstiréttur hafi snúið við dómi héraðsdóms með þessum rökstuðningi vinnudeilur nr. 80/1938 eða aðrar réttarreglur því í vegi, að honum væri heim ilt að opna málinu nr. 55/1963 þar sem lögbann var staðfest á aðgerðir Verkamannafélagsins Dagsbrúnar gegn bifreiðastjórum í öðru stéttarfélagi, Iðju, félagi verksmiðjufólk s. Millistjórnendum sé heimilt að ganga í störf, eins og ljóst sé af dómi Hæstaréttar í málinu nr. 287/1989. 64 Stefndi byggir sýknukröfu sína einkum á 14., 15., og 18. gr. laga nr. 80/1938 og ákvæðum 69., 73. og 74. gr. stjórnarskrár og dómafordæmum. 65 Gagnkr afa stefnda er byggð á heimild 53. gr. laga nr. 80/1938. 15 66 Málskostnaðarkrafa stefnda byggir á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Að mati stenda séu í máli þessu hafðar uppi alvarlegar ásakanir um meint verkfallsbrot nafngreindra einstak linga og lögaðila sem standist ekki skoðun og séu þær rangar og tilhæfulausar. Niðurstaða 67 Ágreiningur þessa máls lýtur í meginatriðum að því hvort stefndi Árvakur hf. hafi gerst brotlegur við 18. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með þ ví að fela þeim einstaklingum sem greinir í a - til c - lið í 1. tölulið dómkrafna stefnanda störf á netmiðlinum mbl.is á meðan verkfall blaða - og fréttamanna hjá Árvakri hf. stóð yfir frá kl. 10 og til kl. 14 föstudaginn 8. nóvember 2019. Samkvæmt verkfallsb oðun sem send var með tilkynningu stefnanda 31. október 2019 tók verkfallið meðal annars til ljósmyndara og tökumanna hjá Árvakri hf. og þeirra blaða - og fréttamanna sem sinntu störfum hjá netmiðli Árvakurs hf., þ.e. mbl.is. 68 Áður en fjallað verður um kröfu r stefnanda í málinu er nauðsynlegt að taka afstöðu til gagnkröfu stefnda um að verkfall félagsmanna stefnanda hjá Árvakri hf. 8. nóvember 2019, milli kl. 10:00 - 14:00, verði dæmt ólögmætt. Gagnkrafan er sett fram með heimild í 53. gr. laga nr. 80/1938 en s amkvæmt því ákvæði getur stefndi komið fram gagnkröfu, án þess að höfða þurfi gagnsóknarmál. 69 og vefmiðlinum breyti það engu um starfsskyldur blaðamanna samkvæmt ráðningars amningum. Samkvæmt sömu samningum séu blaðamenn ráðnir á ritstjórn Morgunblaðsins, en ekki á einstakar deildir. Stefndi telur að verkfall stefnanda á hluta af starfi blaðamanna samkvæmt ráðningarsamningi hafi því bæði verið óframkvæmanlegt og ólögmætt. Þeg ar af þessari ástæðu eigi að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Ekkert verkfall hafði verið boðað á prentmiðla stefnda sem var nauðsynlegt ef ætlun stefnanda var að láta einstaka blaðamenn leggja niður störf sín. 70 Ekki verður annað séð af framangrein du en að stefndi byggi gagnkröfu sína um að viðurkennt verði að verkfallið sé ólögmætt á þeirri málsástæðu að ekki sé unnt að boða til vinnustöðvunar sem tekur einungis til hluta af starfsskyldum starfsmanna samkvæmt ráðningarsamningi. 71 Verkfall hefur alme nnt verið skilgreint þannig að það sé félagsleg aðgerð launafólks sem felst í því að leggja niður venjuleg störf þess að einhverju eða öllu leyti með það að markmiði að ná fram kröfum þess um breytingar á launakjörum, sbr. 19. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 4. gr. laga nr. 75/1996. Verkfall beinist að þeim vinnuveitendum sem hafa launafólk í vinnu og greiða laun samkvæmt þeim kjarasamningum sem gilda um kjör launafólks og ætlunin er að ná fram breytingum á. 72 Samkvæmt framangreindu verður verkfall að beinast að á kveðnum vinnuveitendum og það verður einnig að ná til ákveðinna og nánar tilgreindra starfa. Verkfallsboðun verður jafnframt að bera með sér öll þau atriði sem skipta máli, m.a. skýra og nákvæma 16 tilgreiningu á umfangi vinnustöðvunar hverju sinni, sbr. eink um 3. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938, sbr. ákvæði laga nr. 75/1996. Stéttarfélög sem hyggja á verkfallsaðgerðir hafa þessa tilgreiningu í hendi sér og verða því að bera hallann af öllum vafaatriðum, enda hafa verkföll og aðrar vinnustöðvanir í för með sér v erulega röskun á rekstri þeirra fyrirtækja sem þeim er ætlað að ná til, sbr. dóm Félagsdóms frá 15. mars 2019 í máli nr. 5/2019. 73 Eins og fram kemur í tillögu sem gengið var til atkvæðagreiðslu um á kjörfundi 30. október 2019 voru félagsmenn stefnanda beðn ir um að greiða atkvæði um hvort þeir samþykktu tímabundna vinnustöðvun félagsmanna Blaðamannafélags Íslands sem störfuðu meðal annars hjá Árvakri. Í tillögunni er jafnframt tilgreint að þann 8., 15. og 22. nóvember 2019 taki vinnustöðvunin til ljósmyndara og tökumanna hjá ofangreindum atvinnurekendum og þeirra blaða - og fréttamanna sem sinna störfum hjá netmiðlum ofangreindra atvinnurekenda, þ.e.a.s. mbl.is, visir.is, frettabladid.is og ruv.is. 74 Dómurinn telur að þessi atkvæðagreiðsla og sú boðun verkfall s félagsmanna stefnanda sem átti sér stað í kjölfarið með tilkynningu stefnanda 31. október 2019 fyrir föstudaginn 8. nóvember sama ár og tók meðal annars til ljósmyndara og tökumanna hjá Árvakri hf. og þeirra blaða - og fréttamanna sem sinntu störfum hjá n etmiðlum Árvakurs hf., þ.e. mbl.is, hafi verið nægilega afmörkuð og skýr. Þannig verður ekki séð að verkfallsboðunin hafi gefið tilefni til vafa um til hvaða starfsmanna Árvakurs hf. hún tók og hvaða störf það væru sem skyldi leggja niður á meðan verkfalli nu stóð. Að mati dómsins hafa starfsskyldur starfsmanna samkvæmt ráðningarsamningi ekki þýðingu í þessu sambandi. Þá liggur hvorki fyrir að annmarkar hafi verið á atkvæðagreiðslu stefnanda um verkfallið né að önnur einstök atriði hennar hafi verið ólögmæt. Með vísan til framangreindra sjónarmiða verður stefnandi sýknaður af gagnkröfu stefnda um að verkfall verkfall félagsmanna stefnanda hjá Árvakri hf. hinn 8. nóvember 2019, milli kl. 10:00 - 14:00, verði dæmt ólögmætt. 75 Stefnandi krefst þess í a - til c - lið 1 . töluliðar kröfugerðar sinnar að viðurkennt verði að Árvakur hf. hafi brotið gegn 18. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með því að fela Auðuni Georg Ólafssyni, fréttastjóra K100, Stefáni Einari Stefánssyni, fréttastjóra viðskiptafrétta og Guðrúnu Selmu Sigurjónsdóttur, blaðamanni, sem öll eru félagsmenn í stefnanda, að sinna störfum á netmiðlinum mbl.is á meðan verkfall blaða - og fréttamanna hjá Árvakri hf. stóð yfir. Stefnandi telur brotin hafa verið fólgin í birtingu þriggja frétta, þ 76 Fyrir liggur að bl aðamennirnir Auðun Georg, Stefán Einar og Guðrún Selma eru öll félagsmenn í stefnanda og ótvírætt er að þau féllu því undir kjarasamning aðila. Í málinu er hins vegar ágreiningslaust að fréttirnar sem um ræðir voru ekki ritaðar eða unnar meðan á verkfallin u stóð þann 8. nóvember 2019 heldur höfðu þær allar verið ritaðar 17 áður en verkfallið hófst. Jafnframt er ljóst að birting þeirra var skipulögð þannig fyrirfram að þær myndu birtast á meðan verkfallinu stóð. 77 Að mati dómsins getur slík birting frétta sem un nar voru að fullu áður en verkfall hófst ekki falið í sér brot gegn 18. gr. laga nr. 80/1938 af hálfu stefnda. Þá fólst ekki í birtingunni að starfsmennirnir væru við störf á meðan á verkfalli blaða - og fréttamanna hjá Árvakri hf. stóð. Er stefndi því sýkn aður af þeim kröfum stefnanda sem settar eru fram í a - til c - liðum 1. töluliðar kröfugerðar hans. 78 Í d - lið 1. töluliðar kröfugerðar stefnanda er þess einnig krafist að viðurkennt verði að Árvakur hf. hafi brotið gegn 18. gr. laga nr. 30/1938 með því að fel a Baldri Arnarsyni, blaðamanni og félagsmanni í VR að skrifa fimm tilgreindar fréttir sem birtust á vefnum kl. 10:18, 11:35, 12:04, 13:04 og 13:36 þann 8. nóvember 2019 á vefnum mbl.is á meðan vinnustöðvuninni stóð. Í e - lið sama töluliðar er sams konar kra fa höfð uppi um að viðurkennt verði að Árvakur hf. hafi brotið gegn 18. gr. laganna með því að fela Sonju Sif Þórólfsdóttur, blaðamanni og félaga í stéttarfélaginu Framsýn, að skrifa frétt sem birtist á mbl.is kl. 12.00 sama dag. 79 Stefnandi telur að þótt um ræddir einstaklingar séu félagar í öðrum stéttarfélögum, sem ekkert hafi að gera með kjarasamningsfyrirsvar um störf blaða - og fréttamanna, leiði það ekki til þess að einstaklingarnir teljist óbundnir af verkfallsaðgerðum stefnanda, heldur þvert á móti. 80 Stefndi mótmælir þessum skilningi stefnanda og telur að ef það hefði verið ætlun löggjafans að banna utanfélagsmönnum eða starfsmönnum í öðrum stéttarfélögum að vinna áfram í verkfalli eins og stefnandi haldi fram, hefði það komið fram í 18. gr. laga nr. 8 0/1938 og athugasemdum með henni. Í þessu sambandi verði jafnframt að hafa í huga að refsiheimildir og bann við atvinnufrelsi einstaklinga þurfi að vera skýrar og lögbundnar samkvæmt stjórnarskrá. Vísar stefndi í þessu sambandi til 69. og 75. gr. stjórnars krárinnar nr. 33/1944. Stefnandi beri einnig allan vafa um óskýrleika í verkfallsboðun sinni, en verkfallsboðun stefnanda hafi einungis tekið til félagsmanna hans. Vísar stefndi til þess að stéttarfélög hafi enga lögsögu yfir öðrum en eigin félagsmönnum sa mkvæmt vinnulöggjöfinni eða öðrum réttarheimildum og vísar í því sambandi meðal annars til sjónarmiða um rétt manna til að standa utan stéttarfélaga á grundvelli ákvæðis 74. gr. stjórnarskrárinnar um félagafrelsi. 81 Ágreiningur aðila í þessum þætti málsins lýtur að því hvort framangreindir starfsmenn Árvakurs hf. hafi verið bundnir af verkfalli stefnanda föstudaginn 8. nóvember 2019 þrátt fyrir að þau ættu ekki aðild að félaginu. Þegar tekin er afstaða til þessa atriðis verður að horfa til þess að fyrir ligg ur að Baldur og Sonja Sif starfa bæði sem blaðamenn og launþegar hjá Árvakri hf. Enda þótt þau eigi ekki aðild að Blaðamannafélagi Íslands njóta þau á grundvelli laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, sömu réttarstö ðu og aðrir launþegar í starfsgreininni án tillits til þess hvaða stéttarfélagi þau eiga aðild að. Þannig segir í 1. gr. laga nr. 55/1980 að laun og 18 önnur starfskjör sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semji um skuli vera lágmarkskjör fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á samningssvæðinu og að samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör skuli ógildir. Í þessu sambandi telur dómurinn rétt að leggja áherslu á að í máli þessu liggur ekkert fyrir um það að önnur stéttarfélög en Blað amannafélag Íslands hafi gert kjarasamning við Árvakur hf. um laun og starfskjör þeirra starfsmanna sem vinnustöðvunin tók til. 82 Af framangreindu leiðir meðal annars að löglegt verkfall sem stéttarfélag hefur boðað bindur alla launþega í viðkomandi starfsg rein og jafnframt þá sem standa utan stéttarfélagsins, svo framarlega sem umræddir launþegar vinna á því starfssviði sem kjarasamningur tekur til, sjá hér til hliðsjónar dóm Félagsdóms frá 30. júní 1987 í máli nr. 4/1987. Í málinu er enginn ágreiningur um það að Baldur og Sonja starfa sem blaðamenn hjá Árvakri hf. Falla þau þar með undir starfssvið kjarasamnings Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. 83 Að því er varðar d - lið í fyrsta lið kröfugerðar stefnanda í málinu kom fram í aðilaskýrslu Har aldar Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs hf., fyrir dóminum að Baldur Arnarson hefði verið við störf á meðan verkfalli blaða - og fréttamanna hjá Árvakri stóð, enda hefði hann litið svo á að honum væri það heimilt þar sem hann væri félagi í VR en ekki s tefnanda. Sem fyrr segir hefur dómurinn ekki fallist á þá málsástæðu stefnda að verkfall stefnanda hafi ekki tekið til launþega sem vinna störf blaðamanna og eru í öðrum stéttarfélögum en stefnanda. Í ljósi þess sem fram kom í aðilaskýrslu Haraldar verður því að leggja til grundvallar að Árvakur hf. hafi brotið gegn 18. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með því að fela Baldri Arnarsyni að sinna störfum á netmiðlinum mbl.is á meðan verkfall blaða - og fréttamanna hjá Árvakri hf. stóð yfir frá kl. 10 og til kl. 14 þann 8. nóvember 2019 og skrifa þær fréttir sem tilgreindar eru í töluliðum i) til v) undir d - lið í fyrsta tölulið kröfugerðar stefnanda. 84 Hvað snertir e - lið í fyrsta tölulið kröfugerðar stefnanda sem lýtur að störfum Sonju Sifjar Þórólfsdóttur í verkfalli liggur fyrir í málinu tölvupóstur Sonju Sifjar til Hjálmars Jónssonar, fyrirsvarsmanns stefnanda, dags. 15. nóvember 2019, þar sem fram kemur að hún hafi ekki unnið þá frétt sem tilgreind er í e - lið stefnu á boðuðum verkfallstíma heldur hafi hún unnið fréttina fyrir boðað verkfall en stillt hana til birtingar kl. 12:00 þennan dag. Þar sem stefnandi hefur ekki gert athugasemdir við þá lýsingu atvika sem fram kemur í umræddum tölvupósti verður að leggja til grundvallar að Sonja Sif h afi ekki unnið nein störf á meðan verkfall blaða - og fréttamanna hjá Árvakri hf. stóð yfir. Er stefndi Árvakur því sýknaður af þeirri kröfu sem fram kemur í e - lið kröfugerðar stefnanda. 85 Að því er varðar störf þeirra Arons Þórðar Albertssonar, Þóru Kolbrár Sigurðardóttur, Ásgeirs Ingvarssonar og Lilju Óskar Sigurðardóttur og birtra frétta þeirra á vefnum mbl.is á meðan verkfall félagsmanna stefnanda stóð yfir 8. nóvember 2019 telur dómurinn liggja ljóst fyrir að þessir einstaklingar starfa öll sem verktakar fyrir Árvakur hf. og standa utan stéttarfélaga. Af þeim sökum tekur kjarasamningur aðila í málinu ekki 19 til starfa þeirra, hvorki samkvæmt efni sínu, né á grundvelli ákvæðis 1. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisrétti nda. Verður stefndi því þegar af þeirri ástæðu sýknaður af þeim kröfum sem settar eru fram í f - til i - lið fyrsta töluliðar kröfugerðar stefnanda í málinu sem allir lúta að störfum umræddra einstaklinga á vefnum mbl.is í umræddu verkfalli. 86 Í ljósi ofangrein drar niðurstöðu dómsins telur dómurinn ekki að brot stefnda Árvakurs gegn 18. gr. laga nr. 80/1938 séu slík að umfangi að félaginu verði gerð sekt samkvæmt öðrum lið kröfugerðar stefnanda. Með vísan til niðurstöðu dómsins og þess að hafnað hefur verið öllu m nema einum lið kröfugerðar stefnanda í málinu telur dómurinn rétt að málskostnaður aðila falli niður. Dómsorð Stefnandi Blaðamannafélag Íslands er sýknað af gagnkröfu stefnda um að verkfall félagsmanna stefnanda hjá Árvakri hf. hinn 8. nóvember 2019, m illi kl. 10:00 - 14:00, verði dæmt ólögmætt. Viðurkennt er að Árvakur hf. hafi brotið gegn 18. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur með því að fela Baldri Arnarsyni, félagsmanni VR, að sinna störfum á netmiðlinum mbl.is á meðan verkfall bla ða - og fréttamanna hjá Árvakri hf. stóð yfir frá kl. 10 og til kl. 14 þann 8. nóvember 2019, sem höfundi fréttar sem birtist kl. 10:18, Stefndi er sýknaður af öðrum kröfum stefnanda í málinu. Málskostnaður fellur niður.