FÉLAGSDÓMUR Úrskurður þriðjudaginn 25. maí 20 21 . Mál nr. 15 /20 20 : Aðalsteinn Júlíus Magnússo n ( Helgi Birgisson lögmaður ) gegn Kópavogsbæ ( Ari Karlsson lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 19. apríl sl. Mál ið úrskurða Sigurður G. Gíslason , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Karl Ó. Karlsson og Gísli Gíslason . Stefnandi er Aðalsteinn Júlíus Magnússon, Hæðarbyggð 9 í Garðabæ . Stefndi er Kópavogsbær, Fannborg 2 í Kópavogi . Dómkröfur stefnanda 1 Upphaflegar dómkröfu r stefnanda eru eftirfarandi: 1. Að viðurkennt verð i með dómi að ekki hafi verið þörf á því að Vatnsendaskóli sækti á árinu 2018 til undanþágunefndar grunnskóla um sérstaka heimild fyrir ráðningu stefnanda til náttúrufræðikennslu þar sem stefnandi haf i haft réttindi til kennslu í 8. - 10. bekk grunnskóla á sínu sérsviði á grundvelli 3. t öluliðar 1. mgr. 21. gr. laga nr. 87/2008. 2. Að viðurkennt verði með dómi að stefnandi hafi borið samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskó lakennara að njóta starfsréttinda og launakjara sem grunnskólakennari í launaflokki 233, en ekki leiðbeinandi 2 í launaflokki 228, í kennslustarfi sínu við Vatnsendaskóla í Kópavogi á vorönn 2018. 3. Að viðurkennt verði með dómi að óheimilt hafi verið að n eita stefnanda um umsjónarkennslu og aukakennslu við Vatnsendaskóla á vorönn 2018 á þeirri forsendu að hann væri á undanþágu og hefði því ekki full kennsluréttindi við skólann. 4. Að viðurkennt verði með dómi að stefnda hafi borið að viðurkenna til starfsrey nslu kennsluferil stefnanda við Háskólann á Bifröst árin 1991 - 1995 við launasetningu hans í starfi við Vatnsendskóla á vorönn 2018. 2 5. Að viðurkennt verð i með dómi að óheimilt hafi verið að neita stefnanda um áframhaldandi kennslu við Vatnsendaskól a skólaári ð 2018/2019 við náttúrufræðikennslu (líf - , efna - og eðlisfræði), á þeirri forsendu að hann væri á undanþágu og hefði því ekki full kennsluréttindi við skólann. 6. Að viðurkennt verði með dómi að brotið hafi verið á stefnanda þegar gengið var fram hjá honum vi ð ráðningu kennara í náttúrufræði við Salaskóla í Kópavogi haustið 2018 og ráðinn til starfans umsækjandi með minni menntun og ekki með full kennsluréttindi við grunnskóla. 7. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt málskostnaðarreikningi sem lagður verður fram við aðalmeðferð málsins. 2 Við upphaf munnlegs málflutnings um frávísunarkröfu stefnda upplýsti stefnandi að fallið væri frá dómkröfum nr. 3 og 6 í stefnu. Í eftirfarandi umfjöllun eru upphafleg númer dómkrafna stefnanda látin haldast. 3 Fyrir uppkvaðningu úrskurðar var gætt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . Dómkröfur stefnda 4 Stefndi gerir aðallega þær dómkröfur að öllum dómkröfum stefnanda verði vísað frá Félagsdómi. Til vara krefst stefndi sýknu af öllum dómkröfum stefnanda. Þá krefs t stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati Félagsdóms eða samkvæmt málflutningsyfirliti sem lagt verð ur fram við meðferð málsins. Málavextir 5 Stefnandi lauk B.S. gráðu í tveimur aðalgreinum, þ.e. í sálfræði og líffræði, frá Lewis og Clark College í Bandaríkjunum 1984. Hann lauk M.S. gráðu í vinnumarkaðsfræðum frá Oregon H áskóla þar í landi 1989 og meistaragráðu frá sama háskóla í fjármálahagfræði 1991. Á árunum 1985 - 1987 kenndi hann efnafræði, líffræði og sálfræði við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Þá var hann lektor við Samvinnuháskólann á Bifröst frá 1991 til 1995. Hinn 15. maí 2008 fékk stefnandi leyfi Menntamálaráðuneytisins til að nota starfsheitið framhaldsskólakennari í viðskiptagreinum og líffræði á grundvelli laga nr. 80/1996 um grunnskóla og laga nr. 86/1998 um lögverndu n á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra. 6 Staða umsjónarkennara á unglingastigi í náttúru - og eðli s fræðikennslu við Vatnsendaskóla var auglýst laus til umsóknar frá 28. nóvem ber 2017 með umsóknarfresti til 20. desember s ama á r . Stefnandi sótti um stöðuna þann 14. desember 2017 og var hann eini umsækjandinn um stöðuna. 7 Í málinu liggur fyrir að vegna umsóknar stefnanda um stöðuna var Menntamálastofnun send umsókn um heimild til að lausráða starfsmann, sem ekki hefur leyfi mennta - og menningarmálaráðherra til að nota starfsheitið 3 grunnskólakennari og til að starfa sem slíkur hér á landi við grunnskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla, sbr. 4. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla, og framhaldsskóla . Var umsóknin samþykkt 1. febrúar 2018. 8 Með ráðningarsamningi, dags. 2. febrúar 2018, var stefnandi ráðinn til starfa við Vatnsendaskóla í Kópavogi frá 22. janúar 2018. V ar ráðningin tímabundin og s . 9 Í málinu liggur fyrir að stefnanda var gerð grein fyrir því að samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamnings um launasetningu yrði stefnanda ákvörðuð laun leiðbeinenda samkvæmt ákvæði 1.3.1 þágildandi kjarasamnings. Var honum gerð grein fyrir því að það sama gilti um stefnanda og aðra sem kenndu í grunnskólum en hefðu leyfisbréf til kennslu á aðlægu skólastigi eða hefðu fengið undanþágu til kennslu í grunnskólum skv. 18 . gr. laga nr. 87/2008 . 10 Stefnanda var jafnframt gerð grein fyrir því að kennsluferill við háskóla væri ekki metin n til launa á grundvelli kjarasamnings og hefði samráðsnefnd sem starfaði á grundvelli kjarasamningsins staðfest þennan skilning samning s aðila. 11 Stefnandi var þannig ráðinn tímabundið við Vatnsendaskóla í 100% starfshlutfall og var launasettur sem leiðbeinandi 2 í grunnflokki 228. Þar til viðbótar komu þrír launaflokkar vegna menntunar á grundvelli greinar 1.3.2. í kjarasamningi og tók stefnandi því laun samkvæmt launaflokki 231. Samkvæmt ráðningarkjörum fékk stefnandi greitt fyrir yfirvinnu umfram fullt starf sem nam 6 stundum á mánuði á tímabili kennslu. 12 Með stefnanda og stefnda reis ágreiningur um réttindi stefnanda vegna ráðningar hans við V atnsendaskóla í janúar 2018. Einnig reis ágreiningur milli aðila varðandi mat á kennslureynslu stefnanda. Enn fremur reis ágreiningur með aðilum um þá ákvörðun að neita stefnanda um umsjónarkennslu og aukakennslu við Vatnsendaskóla á vorönn 2018. Fyrir lig gur að við upphaf kennslu í Vatnsendaskóla gekk stefnandi inn í úthlutaða kennslu og stundaskrá þess kennara sem hætt hafði störfum við skólann. Stefnandi lýsir málavöxtum á þann veg að honum hafi verið falið hlutverk umsjónarkennara fyrstu tvo dagana í st arfi þar til deildastjóri unglingastigs hafi stigið inn í og tekið þá kennslu yfir á þeirri forsendu að stefnandi hafi ekki getað sinnt hlutverkinu þar sem hann væri á undanþágu sem leiðbeinandi við skólann. Þessu hefur stefndi mótmælt sem röngu. Stefndi l ýsir málavöxtum á þann veg að ástæða þess að stefnanda hafi ekki verið falin umsjónarkennsla hafi verið sú að einungis var laus umsjónarkennsla í 10. bekk en breytingar höfðu áður verið á umsjón hópsins og var því talið farsælast að fela umsjón kennurum se m höfðu kennt nemendunum áður og þekktu til þeirra. 13 Kennarasamband Íslands neitaði að höfða mál þetta fyrir hönd stefnanda en s tefnandi lagði fram sönnun um synjun Kennarasambands Íslands fyrir forseta dómsins áður en 4 stefna var gefin út í samræmi við 5. mgr. 27. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Málsástæður og lagarök stefnanda 14 Stefnandi vísar til þess að áður en gengið hafi verið frá ráðningu stefnanda við Vatnsendaskóla hafi skólastjóri skólans að eigin frumkvæði sótt um heimi ld til að lausráða stefnanda til kennslustarfans. Stefnandi hafi í kjölfar undirritunar ráðningarsamnings komið á framfæri andmælum sínum við skólastjórann við ráðningarfyrirkomulagið þar sem hann væri með kennsluréttindi á sínu sérsviði og því væri undanþ águheimild og ráðningarsamningurinn ekki í samræmi við starfsréttindi hans. Þeim athugasemdum stefnanda hafi ekki verið sinnt af skólastjóra samkvæmt fyrirmælum stefnda. 15 Stefnandi kveðst byggja á því að engin rök hafi staðið til þess af hálfu stefnda að sæ kja um heimild til undanþágunefndar til þess að ráða stefnanda til kennslu við Vatnsendaskóla, né að heimfæra ráðningu og starfsréttindi stefnanda undir lausráðinn leiðbeinanda við grunnskóla. Stefnandi hafi verið með leyfisbréf framhaldsskólakennara sem h afi veitt honum heimild til kennslu á sínu sérsviði í 8. - 10. bekk grunnskóla án undanþágu. Stefnandi telur það jafngilda stöðu þess sem hefur leyfisbréf grunnskólakennara. Með réttu hafi undanþágunefnd átt að hafna því að taka umsóknina til meðferðar og ví sa henni frá. 16 Stefnandi vísar til þess að í grein 1.3.1 í þágildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara sé fjallað um starfsheiti og röðun grunnskólakennara í launaflokka. Í launaflokk 233 sé raðað grunnskólakennara , sem aðalnámskrá og skólanámskrá . Í grein 1.3.1.1 séu tilgreind tvö starfsheiti i í launaflokka 226 og 228 og sækja v erð i um undanþágu fyrir. Stefnandi telur að hann hafi verið ranglega sem hann hafi haft lögbundin réttindi til kennslu í 8. - 10. bekk grunnskóla á sínu sérsviði. Telur stef nandi að hann hafi átt að njóta launa sem grunnskólakennari í launflokki 233. Þá telur stefnandi einnig að hann hefði með réttu átt að njóta launa grunnlauna í launaflokki 235 sem umsjónarkennari ef ekki hefði verið gengið fram hjá honum með umsjón nemenda . 17 Stefnandi bendir á að m eðal þess sem kom ið hafi fram í ráðningarsamningi stefnanda hafi ver i ð að hann væri með yfir fimm ára kennsluferil, sem væri þannig til kominn að hann hafi tveggja ára starfsreynslu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti, eins ár s við Valhúsaskóla og þrjú og hálft ár við Háskólann á Bifröst. Í meðförum stefnda hafi kennsluferill stefnanda verið færður niður í þrjú ár, þar sem kennsluferillinn á Bifröst hafi ekki verið viðurkenndur sem starfsreynsla. Sú ákvörðun á sér að mati stefnanda enga stoð í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna 5 grunnskólakennara. Kennsluferil stefnanda við Háskólann á Bifröst árin 1991 - 1995 hafi borið að meta til starfsreynslu þegar stefnandi hóf störf við Vatnsendskóla. 18 Ste fnandi byggir á því að hann hafi í Vatnsendaskóla annast kennslu á sérfræðisviði sínu, þ.e. í náttúrufræðum, en verið ranglega metinn sem leiðbeinandi, en ekki réttindakennari. Af þeim sökum hafi verið fallið frá því að fela honum umsjónarkennslu og honum ekki gefinn kostur á að sinna aukakennslu. Vorið 2018 hafi stefnandi leitað eftir því að annast áfram kennslu við Vatnsendaskóla. Fram hjá honum hafi hins vegar verið gengið með þeim rökum að hann væri leiðbeinandi og staðan auglýst. Hafi nýr kennari með g runnskólaréttindi verið ráðinn fyrir skólaárið 2018/2019 áður en starfstíma stefnanda hafi lokið. Stefnandi vísar til þess að um ráðningu kennara og skólastjórnenda segi í grein 14.2 í kjarasamningi aðila að þeir skuli almennt ráðnir ótímabundið með gagnkv æmum uppsagnarfresti. Við sérstakar aðstæður sé þó heimilt að ráða tímabundið til kennslustarfa þegar umsækjandi hefur ekki leyfisbréf til kennsluréttinda og sækja þarf um heimild fyrir ráðningu hans til undanþágunefndar grunnskóla. Stefnandi telur að sú u ndantekningarregla hafi ekki átt við um stefnanda og hafi því borið því að ráða hann ótímabundið með gagnkvæmum uppsagnarfresti. 19 Af því sem hér að framan er rakið telur stefnandi að stefndi hafi gróflega brotið gegn honum þegar stefndi hafi ákveðið s tarfsréttindi hans og launakjör sem leiðbeinanda í stað grunnskólakennara. Réttilega væri stefnandi launasettur í samræmi við staðfest réttindi, rúmlega fimm ára kennslureynslu og 465 ECTS - nám. Þá hafi verið með ólögmætum hætti gengið fram hjá stefnanda þe gar honum hafi verið synjað um áframhaldandi kennslu við Vatnsendaskóla á þeirri forsendu að hann hefði ekki réttindi til kennslu við grunnskóla og að grunnskólakennarar nytu forgangs sem 20 Stefnandi telur að af kjarasamningi Sambands ísl enskra sveitarfélaga og KÍ vegna hafi verið verulega of lág þar sem hann hafi ekki verið talin n rétttindakennari og fallið hafi verið frá því að veita honum umsjón bekkjar sökum ætlaðs skorts á réttindum. Þess utan sé ljóst að stefnandi hafi ranglega ekki verið talinn hæfur til að taka að sér aukakennslu sem sé töluverður tekjupóstur, ekki síst hjá vönum kennara eins og stefnanda. Þar sem stefnandi hafi ekki fengið áframhaldandi kennslu hafi hann orðið af launum frá því um sumar 2018 og til 10. september 2018 þegar hann hóf kennslu við Hólabrekkuskóla. 21 Stefnandi vísar til þess að hin ólögmæta meðferð á ráðningu hans hafi valdið því að hann hafi verið hýrudreginn með því að vera f ærður niður í laun a flokk leiðbeinenda í stað þess að um starfskjör hans færi sem réttindakennara við grunnskóla. Hafi hann augljósleg a orðið fyrir tekjutapi og þar með tjóni af hinni ólögmætu ákvörðun. Hefði stefnandi fengið ráðningu sem réttindakennari vi ð grunnskóla stefnda hefðu fylgt því umtalsvert hærri laun og verðmætari réttindi í formi starfsöryggis og lífeyrisréttinda. 6 22 Um málsmeðferðina vísar stefnandi til ákvæða IV. kafla laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og IV. kafla laga nr . 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, eftir því sem við á. Um viðurkenningarkröfu stefnanda vísa r stefnandi til 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála og um málskostnaðarkröfu til XXI. kafla laganna og 65. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefnda 23 Stefndi byggir kröfu sína um frávísun málsins frá Félagsdómi á eftirfarandi málsástæðum. 24 Í fyrsta lagi byggir stefndi á því að verulegur misbrestur sé á því að stefnandi geri með skýrum og glöggum hætti grein fyrir því hvernig Félagsdómur eigi að hafa lögsögu í málinu. Félagsdómur fjalli um ágreining um skilning á kjarasamningi eða gildi hans skv. 3. tölul ið 1. mgr. 26. gr, sbr. 5. mgr. 27. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sbr. IV. kafla laga nr. 80/1938 en augljóst sé að meginhluti dómkrafna stefnanda varði önnur atriði en ágreining um gildi eða skilning á ákvæðum k jarasamnings. Önnur ákvæði 26. gr. laga nr. 9 4/1986 eigi hér ekki við. 25 Stefndi kveðst byggja á því að stefnandi blandi í málatilbúnaði sínum saman annars vegar lögbundnum starfsskilyrðum og heimildum til ráðningar samkvæmt þágildandi lögum nr. 87/1998 og h ins vegar ákvörðun um launasetningu og starfskjara á grundvelli gildandi kjarasamnings vegna starfs hans við Vatnsendaskóla. Stefnandi geri hins vegar enga tilraun til þess að greina þar á milli eða skýra samhengið þarna á milli. 26 Vísar stefndi til þess að ákvæði kjarasamnings geti, samkvæmt almennum meginreglum og eðli máls, ekki vikið ófrávíkjanlegum ákvæðum laga til hliðar líkt og hér um tefli og þá verði ekki talið að unnt sé að byggja á ákvæðum kjarasamnings sem gangi í berhögg við ákvæði laga. 27 Í þessu sambandi sé ljóst að dómkröfur stefnanda í 1., 3., og 5. - 6. tölul ið í stefnu varði fyrst og fremst hvaða skilning eigi að leggja í ákvæði laga nr. 87/1998 en ekki túlkun eða gildi ákvæða kjarasamnings. Þá sé ljóst að enginn ágreiningur sé milli samningsað ila , þ.e. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands f.h. Félags grunnskólakennara, um gildi eða túlkun þeirra ákvæða kjarasamnings sem komi til álita í málinu, líkt og ráða megi af bréfi formanns Félags grunnskólakennara sem fyrir liggur í málinu þar sem félagið hafi hafnað að fara með málið fyrir Félagsdóm vegna stefnanda. 28 Telur stefndi að þá þegar af þessum ástæðum sé óhjákvæmilegt að vísa þessum kröfum frá Félagsdómi þar sem dómurinn hafi ekki lögsögu til þess að fjalla um þær. 29 Í öðru l agi byggir stefnandi á því að málatilbúnaður stefnanda sé haldinn svo verulegum ágöllum að hann sé í öllum grundvallaratriðum í andstöðu við 1. mgr. 80. 7 gr. laga um meðferð einkamála, einkum c., e., og f. - lið ákvæðisins. Alls óljóst sé á hvaða réttarreglu m stefnandi byggi kröfugerð sína í málinu og hver séu tengsl kröfugerðar hans og málsástæðna fyrir henni. Þá hafi stefnandi ekki gert með skýrum og glöggum hætti grein fyrir því hver sé í raun grundvöllur kröfugerðar hans og málsins í heild sinni. 30 Stefnand i geri í málinu sex almennt orðaðar jafnsettar viðurkenningarkröfur um viðurkenningu tiltekinna atvika eða réttarstöðu en málsástæður sem séu færðar fram þeim til stuðnings snúist að meginþræði um túlkun á ákvæðum laga nr. 87/2008. Þótt ráða megi af stefnu að stefnandi telji að stefndi hafi launasett stefnanda með röngum hætti á þeim grundvelli að sótt hafi verið um undanþágu vegna kennslustarfa hans við Vatnsendaskóla, honum hafi verið neitað um ótímabundinn ráðningarsamning við skólann, að gengið hafi ver ið fram hjá honum með ólögmætum hætti vegna ákvarðana um umsjónarkennslu og ótilgreind aukastörf við Vatnsendaskóla og að síðustu að ranglega hafi verið gengið fram hjá stefnanda vegna ráðningar við Salaskóla, skorti mjög á hvert samhengi þeirra málsástæðn a, kröfugerðar hans og málavaxta og þá á hvaða grundvelli hann byggi mál sitt. 31 Megingrundvöllur málsins varði túlkun á lögum líkt og að framan er getið en stefndi telur stefnanda færa litlar sem engar málsástæður fram um það hvernig túlka beri eða skilja e instök ákvæði kjarasamnings að þessu leyti í samhengi við dómkröfur sínar og þær réttarheimildir og ætlaðra ólögmætra ákvarðana stefnda sem hann vísi til. Stefnandi vísi til tveggja ákvæða í kjarasamningnum í stefnu , þ.e. gr. 1.3.1 og 14.2 sem hann telji a ð eigi að leiða til þess að fallast eigi á dómkröfur sínar án þess að ráða megi með skýrum og glöggum hætti hvaða sjónarmið stefnandi byggi í raun og veru á. Að sama skapi vísi stefnandi ekki til einstakra ákvæða kjarasamnings eða sjónarmiða til stuðnings kröfum þeim sem hann geri í 1., 3., og 4. - 6. tölu l ið dómkrafna sinna sem þó ber i brýna nauðsyn til þannig að stefnda gefist sanngjarn kostur á að taka til varna í málinu. 32 Að teknu tilliti til alls þessa sé að verulegu leyti óljóst að hvaða leyti stefndi eigi að hafa brotið gegn réttindum stefnanda samkvæmt kjarasamningi eða þá hver ágreiningur um túlkun eða gildi kjarasamnings sé í raun og veru. 33 Alls óljóst sé því hver grundvöllur málsins sé í raun og veru og þá hvert sakarefnið sé og verulega skorti á um skýrleika í málatilbúnaði sóknaraðila og samhengi dómkrafna og málsástæðna fyrir þeim. Óhjákvæmilegt sé af þessum ástæðum að vísa málinu í heild sinni frá Félagsdómi. 34 Í þriðja lagi byggir stefndi hér á því að dómkröfur stefnanda í málinu, að dómkröfu um v iðurkenningu á launasetningu í 2. tölul ið í stefnu undanskilinni, feli í sér lögspurningar og þá jafnframt að stefnandi hafi enga lögvarða hagsmuni af því að gera dómkröfur með þeim hætti sem hann geri. 8 35 Í þessu sambandi bendir stefndi sérstaklega á að engi nn greinarmunur hafi verið á heimildum til ráðningar eða launasetningar þeirra sem kenndu í grunnskólum á grundvelli undanþágu eða sem hafi haft réttindi til kennslu á aðlægu skólastigi. Af því leiði að það sé alfarið óljóst hvaða lögvörðu hagsmuni stefnan di hafi fyrir þeirri dómkröfu sinni í 1. tölul ið í stefnu að viðurkennt verði með dómi að ekki hafi verið þörf að sækja um undanþágu samkvæmt lögum nr. 87/2008 vegna ráðningar hans við Vatnsendaskóla. 36 Telur stefndi dómkröfur stefnanda í 3. og 4. - 6. tölul ið í stefnu bera að sama brunni þar sem þær séu jafnframt svo óljósar og almennt orðaðar að ekki megi með neinu móti sjá hvaða lögvörðu hagsmuni stefnandi hafi af þeim eða hvaða breytingar yrðu á réttarstöðu hans ef á þessar kröfur yrði fallist, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála. Sé því með öllu óljóst hvaða efnislegu þýðingu túlkun Félagsdóms á tilteknum lögfræðilegum atriðum hafi á réttarstöðu stefnanda. Jafnvel þótt Félagsdómur hefði svigrúm til þess að svara tilteknum álitaefnum varðandi túlk un kjarasamninga sé það ekki án tengsla við hagsmuni eða án takmarkana. Bendir stefndi á að ekki sé um stéttarfélag að ræða sem ber upp álitaefni sem varðar kollektífan rétt félagsmanna heldur sé um að ræða einstakling með tilteknar kröfur. Stefndi telur a ð hér verði að gera þá kröfu að skilyrði um lögvarða hagsmuni sé uppfyllt . 37 Að því sögðu telur stefndi kröfugerð stefnanda í málinu í raun vera beiðni um lögfræðilega álitsgerð Félagsdóms sem sé í beinni andstöðu við ákvæði 1. mgr. 25. gr. laga um meðferð e inkamála og því sé óhjákvæmilegt að vísa þessum kröfum stefnanda sjálfkrafa frá dómi. 38 Að öllu framansögðu leiðir að mati stefn d a að óhjákvæmilegt sé að vísa málinu í heild sinni frá Félagsdómi. Niðurstaða 39 Eins og að framan greinir voru upphaflega sex dómk röfur gerðar í málinu af hálfu stefnanda, auk málskostnaðarkröfu. Eftir að stefnandi hefur fallið frá þeim dómkröfum sem bera númerin 3 og 6 í hinum upphaflegu kröfum standa þannig eftir kröfur nr. 1, 2, 4 og 5 auk málskostnaðarkröfunnar og verður vísað ti l þeirra hér með upphaflegu númerunum. 40 Í dómkröfu nr. 1 gerir stefnandi kröfu um að viðurkennt verði með dómi að ekki hafi verið þörf á því að Vatnsendaskóli sækti á árinu 2018 til undanþágunefndar grunnskóla um sérstaka heimild fyrir ráðningu stefnanda ti l náttúrfræðikennslu, allt eins og nánar greinir í dómkröfum stefnanda. 41 Að mati dómsins hefur stefnandi ekki sjálfstæða lögvarða hagsmuni af því að fá viðurkenningardóm um þessa kröfu sína, en í eðli sínu er þessi krafa málsás tæða til stuðnings öðrum kröfu m stefnanda í málinu, en ein og sér getur hún aðeins verið lögspurning eða málsástæða til stuðnings öðrum kröfum hans. Ber skv. 1. mgr. 25. gr. 9 laga nr. 91/1991 að vísa þessum hluta dómkrafna stefnanda frá Félagsdómi , en krafan á ekki undir dómsvald Félags dóms eins og það er skilgreint í 26. gr. laga nr. 94/1986 . 42 Dómkrafa stefnanda nr. 2 er um að viðurkennt verði með dómi að stefnanda hafi borið skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara að njóta starfsréttinda og launak jara sem grunnskólakennari í launaflokki 233, en ekki leiðbeinandi í launaflokki 228, í kennslustarfi sínu við Vatnsendaskóla í Kópavogi á vorönn 2018. 43 Þessi dómkrafa stefnanda á undir Félagsdóm skv. 3. t ölu l ið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, en ágreiningur málsaðila hvað þessa kröfu varðar snýst um skilning eða túlkun á kjarasamningi. Ekki verður fallist á það með stefnda að málatilbúnaður stefnanda hvað þessa kröfu varð ar sé haldinn svo verulegum ágöllum að hann sé í öllum grundvalla ratriðum í andstöðu við c . , e . og f . - liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, en í því efni má líta til þess að í greinargerð sinni hefur stefndi vandalaust tekið til fullra varna hvað þennan h luta dómkrafna varðar. Verður því hafnað að vísa þessari dómkröfu stefnanda frá Félagsdómi. 44 Dómkrafa stefnanda nr. 4 er um að viðurkennt verði að stefnda hafi borið að viðurkenna til starfsreynslu kennsluferil stefnanda við Háskólann á Bifröst árin 1991 - 19 95 við launasetningu hans í starfi við Vatnsendaskóla á vorönn 2018. 45 Þessi dómkrafa stefnanda á undir Félagsdóm skv. 3. t ölu l ið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, en ágreiningur málsaðila hvað þessa kröfu varðar snýs t um skilning eða túlkun á kjarasamningi. Ekki verður fallist á það með stefnda að málatilbúnaður stefnanda hvað þessa kröfu varðar sé haldinn svo verulegum ágöllum að hann sé í öllum grundvallaratriðum í andstöðu við c . , e . og f . - liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, en í því efni má líta til þess að í greinargerð sinni hefur stefndi vandalaust tekið til fullra varna hvað þennan hluta dómkrafna varðar. Verður því hafnað að vísa þessari dómkröfu stefnanda frá Félagsdómi. 46 Dómkrafa stefnanda nr. 5 er um það að viðurkennt verði með dómi að óheimilt hafi verið að neita stefnanda um áframhaldandi kennslu við Vatnsendaskóla skólaárið 2018/2019 við náttúrufræðikennslu (líf - , efna - og eðlisfræði), á þeirri forsendu að hann væri á undanþágu og hefði því ekki full ke nnsluréttindi við skólann. 47 Að mati dómsins varðar þessi dómkrafa ekki atriði sem varðar 3. t ölu l ið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 eða önnur lagaákvæði sem fjalla um lögsögu Félagsdóms og fellur þessi dómkrafa því utan hennar. Ber því þegar af þeirri ástæ ðu að vísa henni frá Félagsdómi. 48 Ákvörðun um málskostnað bíður efnisdóms. 10 Úrskurðar orð: Dómkröfum stefnanda, Aðalsteins J. Magnússonar, um að viðurkennt verði með dómi að ekki hafi verið þörf á því að Vatnsendaskóli sækti á árinu 2018 til undanþágunefndar grunnskóla um sérstaka heimild fyrir ráðningu stefnanda til náttúrufræðikennslu þar sem stefnandi hafi haft réttindi til kennslu í 8. - 10. bekk grunnskóla á sínu sérsviði á grundvelli 3. t ölu l iðar 1. mgr. 21. gr. laga nr. 87/2008, og um að viðurkennt verð i með dómi að óheimilt hafi verið að neita stefnanda um áframhaldandi kennslu við Vatnsendaskól a skólaárið 2018/2019 við náttúrufræðikennslu (líf - , efna - og eðlisfræði), á þeirri forsendu að hann væri á undanþágu og hefði því ekki full kennsluréttindi við s kólann, er vísað frá Félagsdómi. Að öðru leyti er frávísunarkröfum stefnda hafnað. Málskostnaður bíður efnisdóms. Sigurður G. Gíslason Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Karl Ó. Karlsson Gísli Gíslason