FÉLAGSDÓMUR Úrskurður þriðjudaginn 26. apríl 2022 . Mál nr. 26 /20 21 : Blaðamannafélag Íslands vegna A og B ( Karl Ó. Karlsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins, fyrir hönd Ríkisútvarpsins ohf. ( Jón Rúnar Pálsson lögmaður ) og Fræðagarði til réttargæslu (Júlíana Guðmundsdóttir lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 7. mars sl. að loknum munnlegum málflutningi um frávísunarkröfu stefnda. Mál ið úrskurða Kjartan Bjarni Björgvinsson, Ásmundur Helgason , Guðmundur B. Ólafsson, Guðni Á. Haraldsson og Ólafur Eiríksson . Stefnandi er Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 í Reykjavík . Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík fyrir hönd Ríkisútvarpsins ohf., Efstaleiti 1 í Reykjavík. Réttargæslustefndi er Fræðagarður, Borgartúni 6 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að stefnandi fari með samningsaðild fyrir A frá og með júlí 2019 og B frá og með september 2019 við gerð kjarasamninga vegna starfa þeirra sem dagskrárgerðarfólk s hjá Ríkisútvarpinu ohf. 2 Stefnandi krefst þess einnig að viðurkennt verði að kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, dags. 1. júní 2011 , sem endurnýjaður og framlengdur var 7. febrúar 2014, 4. apríl 2014, 2. júlí 2015, 15. mars 2016 og 18. mars 2020, gildi um laun og kjör A , frá og með ágúst 2013, en til vara frá öðru og síðara tímamarki að mati réttarins. 3 Jafnframt krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, dags. 15. mars 2016, sem endurnýjaður og framlengdur var 18. mars 2020, gildi um laun og kjör B , frá og með september 2019, en til vara frá öðru og síðara tímamarki að mati réttarins. Þá krefst stefndi þess að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar . 2 Dómkröfur stefnda 4 Stefndi krefst þess að öllum kröfum stefnanda verði vísað frá Félagsdómi og stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar til stefnda að mati réttarins. 5 Til vara er þess krafist að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Málavextir 6 Ríkisútvarpið var í upphafi ríkisstofnun og allir starfsmenn þess ríkisstarfsmenn . Áttu starfsmen nirnir aðild að stéttarfélögum opinberra starfsmanna og tóku laun og starfskjör eftir þeim lögum og kjarasamningum sem giltu á hverjum tíma um ríkisstarfsmenn. 7 R ekstrarformi Ríkisútvarpsins var síðan breytt með lögum nr. 6/2007 , um Ríkisútvarpið ohf., og rekstur þess færður í opinbert hlutafélag en lögin tóku gildi 3. febrúar 2007 . Lög nr. 122/2000, um Ríkisútvarpið féllu hins vegar úr gildi 1. apríl 2007, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 6/2007. Með þessari lagabreytingu hættu starfsmenn Ríkisútvarpsins að v era opinberir starfsmenn og kjarasamningar ríkisins fyrir hönd stofnunarinnar runnu sitt skeið. 8 Í kjölfar þessarar breytingar á rekstarformi Ríkisútvarpsins gerðu öll stéttarfélög starfsmanna Ríkisútvarpsi ns, sem áður höfðu gert samninga við fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nýja heildarkjarasamninga við opinbera hlutafélagið árið 2008 . Þessir nýju kjarasamningar gilt u frá 1. júní eða 1. júlí 2008 og til loka árs 2010 . Hafa þeir síðan allir verið endurnýjaðir til 1. nóvember 2022 eða ársloka 2022 . 9 A hóf störf sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu ohf. samkvæmt skriflegu m ráðningarsamning i sem dagsettur er 27. nóv ember 2015. Í ráðningarsamningnum er vísað til Fræðagarðs sem stéttarfélags og tóku kjör A mið af því . A hætti félagsaðild að Fræðagarði 1. júlí 2019 og greiddi upp frá því félagsgjöld til stefnanda, Blaðamannafélags Íslands. 10 B hóf störf hjá Ríkisútvarpinu ohf. 1. mars 2020 sem dagskrárgerðarmaður. Við ráðningu hennar var ákveðið að félagsgjald hennar yrði greitt til stefnanda, Blaðamannafélags Íslands, en ráðningarsamningur hennar bar með sér að um kjör hennar færi eftir kjarasamnin gi Ríkisútvarpsins við Fræðagarð. 11 Í málinu liggur fyrir að A og B eru bæði félagsmenn í stefnanda og hefur félagsgjöldum og öðrum sjóðagjöldum verið skilað til stefnanda . Af gögnum málsins verður ráðið að þau hafi bæði óskað ef tir því við Ríkisútvarpið að um laun og kjör þeirra fari eftir kjarasamningi stefnanda, Blaðamannfélag s Íslands, og stefnda, Samtaka atvinnulífsins, enda séu þau félagsmenn í stefnanda sem fari með kjarasamningsfyrirsvar um þá starfsgrein sem þau starfi við, dagskrárgerð á fjölmiðli . 12 Ríkisútvarpið hefur hins vegar hafnað þeim óskum. Verður ráðið af gögnum málsins að það sé afstaða Ríkisútvarpsins að starfsmaður eigi ekki rétt til kjara samkvæmt nýjum 3 kjarasamningi þótt hann færi sig úr einu stéttarfélagi í annað, þegar fyrir ligg ur hvaða kjarasamningur lá til grundvallar þegar ráðningarsamband stofna ði st , sbr. tölvubréf útvarpsstjóra til formanns stefnanda, dags. 15. febrúar 2021. Stefnandi fellst ekki á þessa afstöðu stefnda og hefur í kjölfarið höfðað þetta mál fyrir Félagsdómi. M álsástæður og lagarök stefnanda 13 Stefna ndi vísar til þess að Ríkisútvarpið ohf., hafi viðurkennt aðild A og B að stefnanda , Blaðamannafélagi Íslands . Þau verði því ekki sem starfsmenn Ríkisútvarpsins ohf. þvinguð til þess að fela öðru stéttarfélagi, sem þau hafa sagt sig úr eða aldrei tilheyrt og vilji ekki vera í, umboð til þess að gera kjarasamninga fyrir þeirra hönd, nema til þess standi skýr og ótvíræð lagaheimild . Gagnstæð afstaða myndi brjóta gegn ákvæðum 74 gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. m annréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, um félagafrelsi, sem og ákvæði 4. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur . 14 Stefnandi bendir í þessu sambandi á að Ríkisútvarpinu hafi borist s kilagreinar og sjóðagjöld vegna A frá og með júlí 2 019 . Frá sama tíma ha fi engar greiðslur verið inntar af hendi til réttargæslustefnda Fræðagarðs vegna starfa A hjá Ríkisútvarpinu . Þá hafi hvorki stefndi né réttargæslustefndi gert athugasemdir við þetta fyrirkomulag . Skilagreinar og sjóðagjöld vegna B haf i borist frá Ríkisútvarpinu allt frá því að hún hóf þar störf í september 2019. Engar greiðslur hafi verið inntar af hendi til réttargæslustefnda vegna starfa hennar hjá Ríkisútvarpinu , enda hafi hún aldrei verið félagsmaður í því félagi. 15 Stefnandi byggir á því að hann sé stéttarfélag sem starfi á grun dvelli laga nr. 80/1938. Samkvæmt gr. 2.1 í lögum félagsins geti allir orðið félagar að stefnanda sem hafi fjölmiðlun að aðalstarfi eða séu fastráðnir starfsmenn ritstjórna á dagblöðum, vikublöðum, sértímaritum, landshlutablöðum og fréttastofum útvarps - og sjónvarpsstöðva . Sama gildi um að ra þá sem fastráðnir séu við frétta - og fjölmiðlun á launakjörum sem félagið hafi samið um eða gefi út ta xta fyrir. Þar með séu taldir blaðamenn, fréttamenn, útlitsteiknarar, prófarkalesarar, handritalesarar, ljósmyndarar, safnverðir, ritstjórar, ritstjórnarfulltrúar, fréttastjórar, dagskrárgerðarmenn fréttadeilda útvarps - og sjónvarpsstöðva , hljóð - og tökume nn, tækni og aðstoðarfólk á dagskrár - og fréttadeildum. Í samræmi við framangreint ákvæði hafi A og B öðlast aðild að stefnanda við inngöngu í félagið. 16 Stefnandi vísar til þess að hann hafi um árabil gert almennan kjarasamning við stefnda , Samtök atvinnulí fsins, um þau störf sem félagið hafi samningsaðild fyrir . Þegar A hóf störf hjá Ríkisútvarpinu í ágúst 2013 hafi verið í gildi kjarasamningur frá árinu 2011. Við inngöngu A í stefnanda hafi verið í gildi kjarasamningur, dags. 15. mars 2016 . Síðasti gildi k jara samningur sé dags ettur 18. mars 2020. Þegar B hóf störf hjá Ríkisútvarpinu og gekk í stefnanda hafi verið í gildi kjarasamningur, dags. 15. mars 2016, en nýjasti gildandi kjarasam n ingur sé dags ettur 18. mars 2020. 4 17 Stefnandi byggir á því að Ríkisútvarpið sé sem eitt aðildarfélaga stefnda bundið af kjarasamningi stefnanda og stefnda. Ákvæði kjarasamningsins, sem sé aðalkjarasamningur, gildi í heild sinni um þau störf sem stefnandi hafi samningsaðild fyrir, þ.m.t. stör f A og B sem dagskrárgerðarmanna . S amningurinn kveði á um lágmarkskjör á hinum almenna vinnumarkaði á samningssvæði stefnanda í þeim starfsgreinum sem stefnandi fari með samningsaðild fyrir og tilgreindar séu í lögum félagsins, sbr. ákvæði 1. gr. laga nr. 55/1980 og 5. og 7. gr. laga nr. 80/1938. 18 Af hálfu stefnanda er í þessu sambandi vísað til fordæmis Félagsdóms í málinu nr. 7/2011, þar sem dæmt hafi verið um gildissvið kjarasamnings stefnanda og stefnda gagnvart Ríkisútvarpinu í ágreiningsmáli er varðað i fréttatökumenn á Ríkisútvarpinu . Telur stefnandi að skýra ber i aðalkjarasamningnum nái þannig að breyttu breytanda til starfsgreinar dagsskrárgerðarmanna á fjölmiðlum þ.m.t. hjá Ríkisútvarpinu , sem st efnandi hafi samningsaðild fyrir. Samningurinn ber i með sér hvenær tilteknum ákvæðum hans sé að öðru leyti ætlað að gilda sérstaklega um tiltekna starfsgrein, sbr. t . d. ákvæði V. kafla sem fjalli sérstaklega um handritalesara. 19 Stefnandi bendir á að Ríkisú tvarpið ohf. hafi verið sett á stofn með setningu laga nr. 6/2007 og hafi félagið þar með tekið yfir allan rekstur og starfsemi Ríkisútvarpsi ns sem stofnunar frá 1. apríl 2007. Frá sama tíma hafi fallið úr gildi lög nr. 122/2000, um R íkisútvarpið og ríkiss tofnunin Ríkisú t varpið hafi verið lögð niður. Við þessa lagabreytingu hafi umhverfi kjarasamninga R íkisútvarpsins farið úr því að vera á opinberum markaði samkvæmt lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, yfir í að vera á almennum markaði samkvæmt ákvæðum laga nr. 80/1938. 20 Stefnandi vísar til þess að r éttargæslustefndi, Fræðagarður, sé eins og kemur fram á heimasíðu félagsins , félag sem stofnað hafi verið 18. júní 2008. Félagið hafi orðið til með sameiningu Félags íslenskra fræða - kjaradeil d og Útgarðs - félags háskólamanna. Útgarður hafi verið stofnaður formlega af 37 félagsmönnum 29. maí 1978 en tvö ár þar á undan hafi þessir félagsmenn verið með einstaklingsaðild að BHM þar sem þeir hafi ekki verið gjaldgengir í neinu öðru aðildarfélagi BHM . 21 Stefnandi bendir á að í 3. gr. laga Fræðagarðs, sem beri yfirskriftina Almenn félagsaðild, komi fram að fullgildir félagar geti þeir orðið sem lokið hafa BA eða BS prófi, eða ígildi þess, frá viðurkenndum háskóla . Í ákvæðinu sé jafnframt tiltekið að f él agsaðild sé óháð sé eitt 28 aðildarfélaga BHM og virðist vera eina félagið innan vébanda BHM sem ekki sé fagstéttarfélag. Fræðagarður geri þannig samkvæmt eig i n lögum og skipulagi innan BHM ekki kjarasamning um einstaka starfsgreinar í skilningi 1. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, heldur geti innan vébanda félagsins safnast félagsmenn sem ekki séu gjaldgengir í neinu öðru aðildarfélagi BHM. 5 22 Stefnandi byggir á því að fy rir liggi að Útgarður félag háskólamanna (í félagi við Stéttarfélag bókasafns - og upplýsingafræðinga (SBU) og Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga) gerði 4. júní 2008 sérstakan kjarasamning beint við Ríkisútvarpið með g ildistíma til 31. desember 2010. Með kjarasamningi, dags. 24. júní 2011, samdi Fræðagarður (í félagi við sömu aðila) við Ríkisútvarpið um framlengingu kjarasamningsins til 31. janúar 2014. Með kjarasamningi, dags. 20. júní 2014, samdi Fræðagarður (og SBU) við Ríkisútvarpið á ný um framlengingu kjarasamningsins til 28. febrúar 2015. 23 Stefnandi vekur athygli á að Fræðagarður hafi upp frá því ekki gert sérstakan vinnustaðasamning/stofnanasamning við Ríkisútvarpið , heldur hafi Fræðagarður að því er virðist í sa mfloti við nánar tilgreind önnur aðildarfélög BHM gert almennan kjarasamning við stefnda, Samtök atvinnulífsins, sbr. nú síðast ótímabundinn kjarasamning 15 tilgreindra aðildarfélaga BHM, þ.m.t. Fræðagarðs, við stefnda, dags. 30. júní 2021. 24 Stefnandi vísar til þess að s amkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980 skul i laun og önnur starfskjör sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semji um, vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tek ur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skul i ógildir. 25 Stefnandi telur að það leiði af framangreindu ákvæði að ef kjarasamningur aðila vinnumarkaðarins um tiltekna starfsgrein er til s taðar , þá marki sá kjarasamningur lágmarkskjör hlutaðeigandi starfsgreinar. Það leiði enn fremur af dómafordæmum Félagsdóms að ef tveir jafngildir kjarasamningar um sömu störf eru til staðar þá sé það starfsmaðu r en ekki atvinnurekandi sem eigi val um eftir hvorum kjarasamningnum skuli farið hvað varðar kjör starfsmannsins . Eina undantekning in frá þessu komi fram í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938 . Í því ákvæði kemur fram að m eðlimur stéttarfélags hættir að vera bundinn af samþykktum félags síns og samba nds þess, þegar hann samkvæmt reglum félagsins er farinn úr því . Að sama skapi er kveðið á um að samningar, sem meðlimur stéttarfélags hefur orðið bundinn af, á meðan hann var félagsmaður, séu skuldbindandi fyrir hann, meðan hann vinnur þau störf, sem samn ingurinn er um, þar til þeir fyrst gætu fallið úr gildi samkvæmt uppsögn. 26 Stefnandi byggir á að þ að sé hugtaksatriði í 2. mgr. 3. gr. laga 80/1938 að kjarasamningur þess stéttarfélags sem starfsmaður hafi í hyggju að hverfa úr taki samkvæmt efni sínu til þ ess starfs sem starfsmaður sinni . Með öðrum orðum til þess að starfsmaður geti talist tímabundið skuldbundinn af kjarasamningi stéttarfélags sem hann vilji ekki tilheyra, þá verði kjarasamningurinn að ná til þess starfs sem starfsmaðurinn sinni . Í þessu má li hátt i svo til að kjarasamningur Fræðagarðs, og forvera hans Útgarðs, taki ekki til tiltekins starfs eða starfsgreinar. A eða B geti þar af leiðandi sem dagskrárgerðarmenn á RÚV aldrei talist vera skuldbundin af kjarasamningi Fræðagarðs eða forvera þess félags á grundvelli 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938. 6 27 Stefnandi bendir á að v ið framangreint bætist að í ráðningarsamning i A og B sé sérstaklega vísað SA/RÚV ohf. og þess stéttarfélags sem tilgreint er hér að ofan ef slíkum kjarasamningi er ekki til að dreifa fer um kjör skv. almennum kjarasamningi hafi hins vegar verið til staðar milli rétta rgæslustefnda og Ríkisútvarpsins frá 28. febrúar 2015 að telja, eða frá því að samningur aðila frá 14. júní 2014 rann sitt skeið á enda. Almennur kjarasamningur stefnda, Samtaka atvinnulífsins, hvað starfsgreinina varðar sé því aðalkjarasamningur Blaðamann afélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. 28 Að framangreindu virtu telur stefnandi að A og B hafi lögvarða hagsmuni af því og réttmæta r kröfur um að viðurkennt verði að stefnandi fari með kjarasamningsfyrirsvar fyrir þau sem dagskrárgerðarmenn hjá Ríkisútv arpinu og að viðurkennt verði að um kjör þeirra skuli fara samkvæmt kjarasamningi stefnanda og stefnda, sem þá ákvarði lágmarkskjör þeirra gagnvart Ríkisútvarpinu í skilningi m.a. 1. gr . laga nr. 55/1980. Málsástæður og lagarök stefnda 29 Stefndi byggir málat ilbúnað sinn á því að m eð kröfugerð sinni freisti stefnandi þess að fá viðurkenningu dómsins á því að kjarasamningur aðila , frá nánar tilgreindum A og B , mörg ár aftur í tímann, ásamt því að viðurkennt verði að vegna starfa þeirra frá nánar tilgreindum tímamörkum. 30 Stefndi telur að málatilbúnaður stefnanda fullnægi ekki áskilnaði einkamálaréttarfars um lögvarða hagsmuni og að á skorti að stefnandi sýni fram á hvort, og þá hvaða, lögvörðu hagsmuni hann hafi af úrlausn dómkröfunnar , hvort sem er vegna A , B eða að öðru leyti . Almennar tilvísanir til lágmarkskjara, þ.m.t. 1. gr. laga nr. 55/1980, án frekari rökstuðnings, nægi ekki í þessu skyni . Þannig telu r stefndi að stefnandi hafi ekki einu sinni borið því skýrlega við að kjarasamningur inn sem A og B hafi tekið laun eftir séu í andstöðu við nefnt lagaákvæði. Þá hafi félagsgjöld þessara starfsmanna runnið til stefnanda og engar hömlur hafi verið settar við félagsaðild þeirra þar . Kröfugerðin sé þegar að gáð því í raun ekki annað en beiðni um lögfræðilegt álit í andstöðu við það sem lög bjóði . 31 Stefnandi byggir einnig á því að stefnandi geti ekki haft hagsmuni af úrlausn viðurkenningarkröfu þegar undirliggja ndi fjárhagslegir hagsmunir séu fyrndir, svo sem ætti og við um a.m.k. hluta tímabils þess sem um ræði , svo ekki sé minnst á tómlætisreglur vinnuréttar. 32 Stefndu telur enn fremur að í ljósi kröfu stefnanda um viðurkenningu á samningsaðild, ber i honum að rét tu lagi að stefna öðrum þeim stéttarfélögum sem get i haft lögvarða hagsmuni af úrlausn sakarefnisins, svo sem ráða megi af réttarframkvæmd Félagsdóms og almennum réttarfarsreglum, þ.á m. um samaðild. Því fari fjarri að þeim áskilnaði sé fullnægt. Sameyki s é t.d. ekki stefnt til réttargæslu af hálfu stefnanda þótt félagsmenn 7 áratugaskeið. 33 Þá eigi sama við um önnur stéttarfélög, t.d. VR, en á almennum vinnumarkaði, hjá fjölmiðlafyrirtækjunum Sýn hf., Árvakri hf. og Torgi ehf., sem séu stærstu fjölmiðlafyrirtæki landsins auk Ríkisútvarpsins, séu nær allt dagskrárgerðarfólk í VR, ef þeir séu ekki á annað borð verktakar. Stefndi telur að brýna réttarfarsnauðsyn ber i til að stefna framangreindum aðilum, enda sé dómur í samræmi við kröfur stefnanda, um annarra stéttarfél aga dagskrárgerðarfólks (m.a. til framtíðar), ekki hvað síst ef hafi t.d. greitt félagsgjöld til B laðamannafélags Íslands . 34 Stefndi byggir jafnframt á því að stefnandi hafi heldur ekki stefnt heildarsamtökum þeim, sem stéttarfélögin, sem gert hafi fyrrnefnda heildarkjarasamninga við Ríkisútvarpið eigi aðild að. Fræðagarður eigi aðild að BHM og Sameyki eigi aðild að BSRB. Þetta sé ekki í samræmi við 45. gr. laga nr. 80/1938, sem sé fortakslau s . 35 Stefndi telur að samkvæmt framansögðu að mála tilbúnaður, málavaxtalýsing og kröfugerð stefnanda sé ekki í samræmi við réttarfarslög, sbr. t.d. 24. gr., 25. gr., 45. gr. og 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og málsóknarreglur laga nr. 80/1938. Félagsdómur eigi því að vísa þessu máli frá dó mi, sbr. 100. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála og 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur . Krafa stefnda um málskostnað er studd við 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938. Niðurstaða 36 Dómkröfur stefnanda í máli þessu eru þríþættar . Í fyrsta lagi er þess krafist að viðurkennt verði með dómi að stefnandi, Blaðamannafélag Íslands, fari með samningsaðild fyrir A frá og með júlí 2019 og B frá og með september 2019 við gerð kjarasamninga vegna starfa þeirra sem dagskrárgerðarfólks hjá Ríkisútvarpinu ohf. . Í öðru lagi er þess krafist að viðurkennt verði að kjarasamningur stefnanda og Samtaka atvinnulífsins, dagsettur 1 . júní 2011 , sem endurn ýjaður og framlengdur var 7. febrúar 2014, 4. apríl 2014, 2. júlí 2015, 15. mars 2016 og 18. mars 2020, gildi um laun og kjör A , frá og með ágúst 2013, en til vara frá öðru og síðara tímamarki að mati réttarins. Þá krefst stefnandi þess í þriðja lagi að vi ðurkennt verði að kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, dags. 15. mars 2016, sem endurnýjaður og framlengdur var 18. mars 2020, gildi um laun og kjör B , frá og með september 2019, en til vara frá öðru og síðara tímamarki að mat i réttarins. 37 Stefnandi byggir fyrstu d ómkröfu sína á því að A og B hafi verið meðlimir stefnanda frá þeim tíma sem dómkrafan tekur til og ekki í öðrum stéttarfélögum. Telur stefnandi að það standist ekki ákvæði 74. gr. stjórnarskrárinnar og m annréttindasát tmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, um félagafrelsi, sem og ákvæði 4. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög 8 og vinnudeilur, að stéttarfélög sem þau eigi ekki aðild fari með umboð til að gera kjarasamninga fyrir þeirra hönd. 38 Um aðra og þriðju dómkröfu sína byggir stefnandi í meginatriðum á því að Ríkisútvarpið sé sem aðildarfélag stefnda bundið af kjarasamningi stefnanda og stefnda, en samningurinn kveði enn fremur um lágmarkskjör á hinum almenna vinnumarkaði. Ákvæði kjarasamningsins, sem sé aðalkjarasamnin gur, gildi í heild sinni um þau störf sem stefnandi hafi samningsaðild fyrir, þ.m.t. störf A og B sem dagskrárgerðarmanna. Kjaras amningurinn kveði enn fremur á um lágmarkskjör á hinum almenna vinnumarkaði á samningssvæði stefnanda í þeim starfsgreinum sem stefnandi fari með samningsaðild fyrir og tilgreindar séu í lögum félagsins. 39 Frávísunarkr afa stefnda byggist á því að stefnand a skorti lögv arða hagsmuni af úrlausn dómkröfunnar vegna A og B . Í því sambandi telur stefndi að stefnandi hafi ekki gert nægilega grein fyrir því hvort kjarasamningur inn sem A og B tóku laun eftir hafi verið í andstöðu 1. gr. laga nr. 55/1980. Vísar stefndi jafnframt til þess að engar hömlur hafi verið settar við félagsaðild A og B og félagsgjöld þeirra hafi runnið til Blað amannafélags Íslands. 40 Þá telur stefndi jafnframt önnur stéttarfélög sem hafi félagsmenn innan sinna vébanda sem starfað hafa sem dagskrárgerðarmenn hjá Ríkisútvarpinu geti haft lögvarða hagsmuni af úrlausn sakarefnisins . Telur stefndi að réttarfarsnauðsyn beri til að stefna þeim stéttarfélögum til samaðildar um kröfu stefnanda um viðurkenningu á samningsaðild. Þá skorti einnig á að þeim heildarsamtökum, sem stéttarfélögin, sem gert hafi fyrrnefnda heildarkjarasamninga við Ríkisútvarpið , eigi aðild að , sé s tefnt. Þannig eigi Fræðagarður aðild að BHM og Sameyki eigi aðild að BSRB. 41 Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 eru stéttarfélög lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna, enda hafi félagið í samþykktum sínum ákveðið að láta starfsemi sí na taka til slíkra málefna. Í máli þessu er enginn ágreiningur um aðild A og B að stéttarfélagi . Ljóst er að fyrirsvar stéttarfélaga við gerð kjarasamninga er einn af grundvallarþáttum í rétti manna til aðildar að stéttarfélögum. Þar sem málið varðar þannig samningsfyrirsvar og gildi kjarasamninga í því sambandi verður að telja ótvírætt að það eigi undir valdsvið Félagsdóms að fjalla um það, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 2 7. maí 2011 í máli nr. 302/2011 og þá dóma sem þar er vitnað til. 42 Að því er varðar sjónarmið stefnda um að stefnanda skorti lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins þá er það sem kunnugt er eitt þeirra skilyrða sem sett eru fyrir því að dómstóll leysi úr saka refni sem aðila greinir á um að það skipti stefnend a máli að lögum að fá dóm þess efnis sem krafist er. Úrlausn sakarefnisins verður því að hafa raunhæft gildi fyrir réttarstöðu aðila til þess að dómur geti fjallað um það. 43 Þessi regla hefur almennt verið orðuð á þá leið að stefnandi máls verði að hafa lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um kröfur sínar. Á grundvelli reglunnar er gerð sú krafa að 9 þeir hagsmunir sem málsaðilar telja sig hafa af úrlausn máls séu bæði lögverndaðir og sérstakir, auk þess sem þei r verða að tengjast sakarefninu. Er þá jafnframt gert ráð fyrir að þessi atriði séu metin með heildstæðum hætti hverju sinni og þá með hliðsjón af eðli hagsmunanna sem um ræðir, málatilbúnaði aðila og sakarefninu að öðru leyti. 44 Í ljósi ákvæðis 70. gr. stj órnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, um að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli og þess hlutverks dómstóla að skera úr um embættistakmörk yfirvalda, sbr. 60. gr. stjórnarskrárinnar, ver ður almennt að gæta varfærni við að vísa málum frá á þeim grunni að stefnendur skorti lögvarða hagsmuni. Þannig beri að jafnaði ekki að vísa frá málum vegna skorts á lögvörðum hagsmunum nema augljóst sé að það hafi ekki raunhæft gildi fyrir lögverndaða hag smuni stefnenda að fá leyst úr sakarefninu. 45 Þar sem ekki verður annað séð af málatilbúnaði stefnanda en að fyrsta dómkrafa hans miði í reynd að því marki að fá viðurkennt að hann fari með samningsfyrir s va r fyrir A og Önnu B og að kjarasamningar sem stefnan di hefur gert við stefnda skuli gilda um kaup og kjör þeirra verður að telja að stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn um dómkröfur sínar. Málsástæður stefnda um fyrningu og tómlæti geta ekki firrt stefnanda lögvörðum hagsmunum að þessu leyti, enda lý tur sakarefni málsins ekki að skyldu RÚV til að efna fjárkröfu, auk þess sem sjónarmið um tómlæti við framkvæmd kjarasamnings lúta að efni málsins. 46 Eins og atvikum þessa máls er háttað verður heldur ekki talið að því beri að vísa frá dómi á grundvelli 2. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Þótt önnur stéttarfélög kunni eftir atvikum að hafa hagsmuni af úrlausn málsins mun dómur í málinu eingöngu vera bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila málsins um þær kröfur sem dæmdar verða að efni t il, sbr. 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Ber því hvorki réttarfarslega nauðsyn til að þessum stéttarfélögum sé stefnt til varnar í málinu né þeim heildarsamtökum sem þau eiga aðild að, sbr. 45. gr. laga nr. 80/1938. 47 Með vísan til þess, sem að framan e r rakið, er frávísunarkröfu stefnda hafnað. Ákvörðun um málskostnað bíður efnisdóms í málinu. Úrskurðar orð: Frávísunarkröfu stefnda, Samtaka atvinnulífsins vegna RÚV ohf. , er hafnað. Ákvörðun um málskostnað bíður efnisdóms.