FÉLAGSDÓMUR Dómur mánudaginn 6. júlí 20 20. Mál nr. 2/2020: Sjómannasamband Íslands ( Birna Ketilsdóttir lögmaður ) gegn Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi ( Ragnar Árnason lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 9. júní síðastliðinn. Mál ið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Karl Ó. Karlsson og Hafsteinn Þór Hauksson . Stefnandi er Sjómannasamband Íslands, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík. Stefndi er Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Borgartúni 35 í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda 1 Að viðurkennt verði að kauptrygging samkvæmt grein 1.03 í kjarasamningi milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og hins vegar Sjómannasambands Íslands, hækki um 17.000 krónur þann 1. apríl 2019 í samræmi við launahækkanir á almenna vinnumarkaðnum, sbr. l okamálslið greinar 1.44 í kjarasamningi aðila, vegna Lífskjarasamningins dagsetts 3. apríl 2019. 2 Þá er gerð krafa um að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati Félagsdóms eða samkvæmt framlögðu yfirliti sem áskilinn er réttur til að leggja fram við aðalmeðferð málsins, ef til hennar kemur. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum dómkröfum stefnanda. 4 Til vara krefst stefndi viðurkenningar á því að kauptrygg ing samkvæmt grein 1.03 í kjarasamningi milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Sjómannasambands Íslands hins vegar sé 327.170 krónur frá og með 1. maí 2019 5 Til þrautavara krefst stefndi þess að framangreind fjárh æð samkvæmt varakröfu gildi um kauptryggingu frá og með 1. apríl 2019. 6 Stefndi krefst þess að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað að mati dómsins. 2 Málavextir 7 Í uppafi árs 2011 voru kjarasamningar milli stefnanda, Sjómannasambands Íslands (SSÍ) , og stefnda, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) , lausir. Þann 24. júní 2016 var undirritaður kjarasamningur milli SSÍ annars vegar og SFS og SA hins vegar en hann var framlenging af samningnum sem hafði verið í gildi frá árinu 2009 með þeim breytingum að kauptrygging hækkaði frá 1. júní 2016 um 23% og átti að verða 288.168 krónur . Samkvæmt kjarasamningnum átti hann að gilda til 31. desember 2018 og þá átti kauptryggingin að vera orðin 310.170 krónur . Aðrir kaupliðir samkvæmt samningnum áttu a ð hækka um 17,1% á samningstímanum og var það í samræmi við þær hækkanir sem samið hafði verð um á almennum vinnumarkaði frá 2011. Þessi samningur var felldur í atkvæðagreiðslu. 8 Þann 29. júní 2016 var skrifað undir framlengingu á kjarasamningi milli SFS o g SA annars vegar og Verkalýðsfélags Vestfirðinga hins vegar. Samkvæmt þeim samningi átti kauptrygging háseta að vera orðin 326.780 kr ónur á mánuði frá og með 1. september 2019 og átti hann að gilda til 31. desember 2019 eða ári lengur en fyrrgreindur samn ingur milli SSÍ og SFS. Samningurinn mun hafa verið felldur í atkvæðagreiðslu. 9 Þann 14. nóvember 2016 var skrifað undir nýjan kjarasamning milli SSÍ annars vegar og SFS og SA hins vegar. Í samning num var ákveðið að hækka kauptrygginguna í það sama og SFS og SA annars vegar og Verkalýðsfélag Vestfirðinga hins vegar höfðu samið um, þ annig að kauptrygging háseta átti að vera verða 326.780 kr ónur frá og með 1. desember 2018. Samningstími þess samnings var til 31. desember 2018, það er sama tíma og aðilar höfðu samið um í samningnum frá 24. júní 2016. Aftur var þessi samningur þó felldur af félagsmönnum. 10 Eftir um 10 vikna verkfall sjómanna, eða þann 18. febrúar 2017, var loks skrifað undir framlengingu á kjarasamningnum milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi ( SFS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) annars vegar og Sjómannasambands Íslands (SSÍ) hins vegar. Í þeim samningi var ákveðið að lengja samningstímann frá síðasta fellda samningi til 1. desember 2019. Samhliða því sömdu aðilar um að hækkun kauptryggingar yrði færð til 1. maí 2019. Í kjarasamningi milli SFS og SA annars vegar og SSÍ hins vegar segir í grein 1.44: Geri nefnd sú sem fjallar um forsendu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði breytingar á þeim samningi vegna breyttra samningsforsendna eru samningsa ðilar sammála um að gera samsvarandi breytingar á kauptryggingu og launaliðum samningsins. Komist nefndin ekki að samkomulagi skulu aðilar endurskoða launalið samningsins. Komi til launahækkana á almennum vinnumarkaði á árinu 2019, skulu samningsaðilar end urskoða kauptryggingu og kaupliði í samræmi við þær. 3 11 Þann 3. apríl 2019 var undirritaður svokallaður Lífskjarasamningur en aðilar þess samnings voru tilgreind stéttar - og verkalýðsfélög annars vegar og Samtök atvinnulífsins hins vegar. Gildistími samningsi ns var frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022 og voru almennar launahækkanir tilgreindar í samningnum. Þannig áttu mánaðarlaun fyrir fullt starf að hækka um 17.000 krónur þann 1. apríl 2019, 18.000 krónur þann 1. apríl 2020, 15.750 krónur þann 1. janúar 20 21 og 17.250 krónur þann 1. janúar 2022. 12 Með tölvu skeyti 26. apríl 2019 óskaði stefnandi eftir afstöðu stefnda um skilning samtakanna á lokamálslið gr ein ar 1.44 í kjarasamningi aðila . Bent var á að kjarasamningsgerð á almennum vinnumarkaði væri nú lokið og að samkvæmt þeim næmi mánaðarleg launahækkun á almennum vinnumarkaði fastri fjárhæ , ð 17.000 krónu m . Þá var vísað til þess að samkvæmt kjarasamningi SFS, SA og SSÍ ætti kauptrygging háseta að hækka í 326.780 k rónur á mánuði frá og með 1. maí 2019 en að s ú hækkun væri til að samræma kauptryggingu við kjarasamning SFS og SA annars vegar og Verkalýðsfélags Vestfirðinga hins vegar. Ef tekin væri inn hækkunin sem samið hefði verið um á almennum vinnumarkaði þýddi það að um 5,2% hækkun á kauptryggingu og kaupli ði til viðbóta r þeirri hækkun sem yrði á kauptryggingunni 1. maí 2019. Með vísan til þess ætti hásetatryggingin því að fara upp í 343.780 kr ónur . 13 Stefndi hafnaði túlkun stefnanda í tölvuskeyti 30. apríl 2019 og taldi að hækkunin samkvæmt kjarasamningnum væri þegar umsamin . Það fælist ekki í ákvæði greinar 1.44 að hækkun á hinum almenna vinnumarkaði ætti að koma að fullu til viðbótar þegar umsaminni hækkun, heldur skyldi kauptryggingin tekin til endurskoðunar. Slík endurskoðun færi þá væntanlega fram í þei rri vinnu sem framundan væri. Hækkun á kauptryggingu tæki því gildi frá og með 1. desember 2019 eða síðar eftir framvindu viðræðnanna. 14 Stefnandi svaraði skeytinu samdægurs og lýsti því að sérstök ástæða hefði legið að baki umsaminni hækkun á kauptryggingun ni 1. maí 2019 en sú hækkun hefði verið til að jafna kauptryggingu samkvæmt samningnum við samning Verkalýðsfélag Vestfirðinga. Þannig hafi sú hækkun verið óháð því hvað gerðist á almennum vinnumarkaði 2019. Benti stefnandi á að ákvæðið hafi verið sett inn í kjarasamning aðila vegna þess að aðilar hefðu þá samið til ársloka 2019. Hefði ætlunin verið að ýta þessu aftur til 1. desember 2019 hefði verið ástæðulaust að setja þessa forsendu inn í grein 1.44 samningsins og bent á að almenni vinnumarkaðurinn hefði samið til lengri tíma en út árið 2019. Stefnandi benti jafnframt á að þegar samið yrði næst , kæmu þær hækkanir sem eftir væru í samningi almenna vinnumarkaðarins til skoðunar við samningsgerðina og að grein 1.44 hefði verið forsenda þess að aðilar gátu ge ngið til samninga sem gil da ættu til 1. desember 2019 þar sem hugsunin h e f ð i verið sú að aðilar töpuðu ekki á lengri samningstíma og að þeir tækju inn þær hækkanir sem aðilar á almenn um vinnumarkað i semdu um vegna ársins 2019. 4 15 Stefnandi sendi stefnda töl vuskeyti 3. maí 2019 þar sem kröfur hans voru rökstuddar frekar. Þar kom meðal annars fram að þann 14. nóvember 2016 hafi SSÍ og SFS undirritað kjarasamning sín á milli og hafi gildistími samningsins verið til ársloka 2018. Samkvæmt samningum h efði átt að koma sérstök hækkun á kauptrygginguna 1. desember 2018 til að jafna kauptryggingu kjarasamnings SSÍ og Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Þessi samningur hafi þó verið felldur í atkvæðagreiðslu. 16 Í kjarasamningnum , sem var undirritaður 18. febrúar 2017 , var ákv eðið að framlengja samningstímann til 1. desember 2019 og þessi sérstaka hækkun á kauptryggingu færð til 1. maí 2019. Jafnframt var kveðið á um að ef kæmi til launahækkana á almenn um vinnumarkað i á árinu 2019 , skyldu samningsaðilar endurskoða kauptryggingu og kaupliði í samræmi við þær. Þá voru einnig gerðar breytingar á gildistíma samningsins, sbr. gr. 1. 45. í kjarasamningnum. 17 Stefndi telur málsatvikalýsingu í stefnu ekki gefa rétta mynd af áherslum samningsaðila í kjaraviðræðum á árunum 2016 og 2017. Ma rgir kjaraliðir hafi verið ræddir 2016 en óljóst sé af hverju kjarasamningarnir frá 24. júní og 14. nóvember það ár hafi verið felldir en hvergi hafi komið fram að það hafi tengst kauptryggingu háseta. Kjarasamningur aðila frá 18. febrúar 2017 hafi falið í sér fjölmargar breytingar og nýmæli frá kjarasamningnum 14. nóvember 2016 en breyting á gildistöku hækkunar á kauptryggingu hafi ekki verið þar stór þáttur miðað við samningana í heild sinni. 18 Stefndi bendir jafnframt á að kauptrygging háseta innan SSÍ an nars vegar og Verkalýðsfélags Vestfirðinga hins vegar hafi verið samræmd 1. febrúar 2017 og hafi haldist samræmd frá þeim tíma. Þá bendir stefndi á að Verkalýðsfélag Vestfirðinga sé með sömu kauptryggingu og samhljóða forsend u ákvæði í kjarasamningi við ste fnda en hafi þó ekki gert kröfu um viðbótarhækkun kauptryggingar fyrir árið 2019. Það sama eigi við um Sjómannafélag Íslands, Sjómanna - og vélstjórafélag Grindavíkur, VM, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Félag skipstjórnarmanna sem séu með kauptrygging u og samhljóða forsenduákvæði. Málsástæður og lagarök stefnanda 19 Stefnandi leggur mál þetta fyrir Félagsdóm með vísan til ákvæða 44. og 45. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. 20 Stefnandi byggir málsókn sína á því að í greinum 1.03 og 1.44 í kjarasamningi SFS og SA annars vegar og SSÍ hins vegar frá 18. febrúar 2017 sé mælt fyrir um tvær mismunandi kauphækkanir. Í fyrsta lagi sé um að ræða fyrirfram umsamda hækkun milli aðila í grein 1.03 21 og hins vegar hækkun kauptryggingar í samræmi við la unahækkanir á almennum vinnumarkaði. H vergi sé í kjarasamningnum minnst á að hækkun kauptryggingar samkvæmt grein 1.03 , eigi að leiða til þess að ákvæði greinar 1.44 sé sniðgengið. 5 22 Stefnandi byggir á því að ákvæði greinar 1.44 beri að túlka eftir orðanna hljóðan enda sé það mjög skýrt. Þar segi að komi til launahækkana á almennum vinnumarkaði á árinu 2019 skuli samningsaðilar endurskoða kauptryggingu og kaupliði í samræmi við þær hækkanir. Hefði skilningur aðila átt að vera annar en leiði af beinni textas kýringu ákvæðisins, hefðu aðilar, eðli máls samkvæmt, ritað ákvæðið með öðrum hætti. Þá verði ekki séð að hægt sé að útfæra ákvæðið með skýrari hætti. Vilji stefndi túlka ákvæðin á annan hátt og sniðganga ákvæði greinar 1.44, hefði stefndi orðið að styðja slíkt með sterkum og veigamiklum rökum. 23 Verði ekki fallist á að ákvæðið sé nægilega skýrt, byggir stefnandi á því að við túlkun þess verði að horfa til tilgangs ákvæðisins og þess hvaða skilning menn hafi lagt í það við samningsgerðina og forsendur þess að samningurinn var gerður. Í því sambandi beri að líta til þess að áður en aðilar skrifuðu undir kjarasamninginn þann 18. febrúar 2017, hefði tvisvar verið skrifað undir kjarasamninga á árinu 2016. 24 Fyrst hafi verið skrifað undir samning 24. júní 2016 með g ildistíma til 31. desember 2018 þar sem gert hafi verið ráð fyrir að kauptrygging háseta færi í 310.170 krónur á mánuði þann 1. maí 2018. Þann 29. júní 2016 hafi Verkalýðsfélag Vestfirðinga undirritað kjarasamning við SFS og SA með gildistíma til 31. desem ber 2019 þar sem kauptrygging háseta átti að fara í 326.780 krónur á mánuði 1. september 2019. Báðir samningarnir hafi hins vegar verið felldir í atkvæðagreiðslu. 25 Eftir stutt verkfall sjómanna hafi kjarasamningur milli SSÍ annars vegar og SFS og SA hins v egar verið undirritaður 14. nóvember 2016. Í 1. grein þess samnings komi fram að grein 1.03 í kjarasamningi SFS og SSÍ og sambærileg grein í samningi SA og Verkalýðsfél ag s Vestfirðinga orðist þannig vegna breytinga á kauptryggingu og nn 1. desember 2018 verður kauptrygging háseta kr. 326.780, kauptrygging matsveins, fyrsta og annars vélstjóra og vélavarðar, bátsmanna og hækka kauptryggingu í samningi mil li SFS og SA annars vegar og SSÍ hins vegar upp í 326.780 krónur sem sé sama fjárhæð og SFS hafi samið um við Verkalýðsfélag Vestfirðinga í samningi þeirra frá 29. júní 2016. Þessi samningur hafi þó verið felldur. 26 Í febrúar 2017 hafi loks verið komist að s amkomulagi milli aðila og kjarasamningur undirritaður 18. febrúar. Í þeim samningi hafi verið ákveðið að lengja samningstíma frá síðast fellda samningi til 1. desember 2019. Hins vegar hafi verið ákveðið að hækkun á kauptryggingunni samkvæmt grein 1.03 til jöfnunar við samning Verkalýðsfélags Vestfirðinga yrði færð til 1. maí 2019 að ósk Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Grein 1.03 í samningnum hafi verið breytt á þann veg að þann 1. maí 2019 kæmi sérstök hækkun á kauptryggingu til framkvæmda í stað þess að hún kæmi til framkvæmda 1. desember 2018, líkt og samið hefði verið um í samningnum sem undirritaður var í nóvember 2016. 6 27 Stefnandi bendir á að ákvæði greinar 1.44 hafi verið sett sérstaklega inn í samninginn til að tryggja að kauptrygging og aðrir lau naliðir hjá sjómönnum sætu ekki eftir þegar samið yrði á almenna vinnumarkaðnum enda hafi þá legið fyrir að þeir samningar yrðu lausir 31. desember 2018. Þessu til stuðnings bendir stefnandi á að frá því að kjarasamningar aðila losnuðu 1. janúar 2011 hafi kaupliðir og kauptrygging sjómanna verið uppfærð miðað við launabreytingu á almennum vinnumarkaði. Þannig hafi kauptrygging og kaupliðir hjá sjómönnum hækkað um 3,5 % þann 1. febrúar 2012 á sama tíma og komið hafi til launahækkana á almenna vinnumarkaðnum. Hafi þetta verið gert fram til 1. mars 2014 en eftir þann tímapunkt hafi engin hækkun komið á kaupliði og kauptryggingu sjómanna þar til samningur hafi verið undirritaður og samþykktur þann 18. febrúar 2017. Megi því segja að ákvæði greinar 1.44 hafi veri ð umsamið til þess að reyna að koma í veg fyrir að sagan endurtæki sig. 28 Að framangreindu virtu telur stefnandi að hafna beri þeirri túlkun stefnda að hækkun samkvæmt kjarasamningnum sé þegar umsamin og því felist ekki í ákvæði greinar 1.44 að hækkun á hinum almenna vinnumarkaði eigi að koma að fullu til viðbótar þegar umsaminn i hækkun. Slík túlkun sé hins vegar í andstöðu við skýrt ákvæði kjarasamningsins og tilgang samningamanna með því að bæta því inn í kjarasamninginn. Hefðu aðilar ekki ætlað að semja sérstaklega um hækkun kauptryggingar í samræmi við launahækkanir á almenna vinnumarkaðnum, hefði ákvæði greinar 1.44 ekki verið breytt á þann veg sem gert hafi verið. Þá sé hvergi í 4. mgr. greinar 1.03 í samningnum að finna fyrirmæli um það, hvað gera skuli komi til almennra launahækkana á markaði. Það sé því ljóst að hækkun ka uptryggingar samkvæmt ákvæði greinar 1.44 hafi átt að koma til viðbótar þeirri hækkun sem samið hafi verið um í grein 1.03 Í því sambandi beri einnig að líta til þess að ekki hafi verið í þeim samningum, sem hafi verið felldir í atkvæðagreiðslu, sambærileg t ákvæði og er í grein 1.44 Það gefi til kynna að ákvæðið hafi verið sett inn þar sem ljóst hafi verið gildistími samningsins hafi verið lengdur og í þeim tilgangi að aðilar næðu sáttum. 29 Stefnandi byggir málsókn sína á meginreglum samningaréttar um skuldb indingargildi gerðra samninga. Þá byggist málskostnaðarkrafa hans á lögum nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Um dómsvald Félagsdóms kveðst stefnandi vísa til laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Málsástæður og lagarök stefnda 30 Stefndi byggir sý knukröfu sína á því að kröfur stefnanda um viðurkenningu á viðbótarhækkun kauptryggingar kjarasamnings eigi sé r ekki stoð í kjarasamningi aðila. 31 Stefndi vísar til þess að í kjarasamningnum frá 18. febrúar 2017 hafi verið kveðið á um sérstaka hækkun kauptr yggingar frá 1. febrúar 2017. Með því hafi kauptrygging félagsmanna í stefnanda orðið jöfn því sem gerðist hjá félagsmönnum í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, eða 288.168 krónur. Kauptryggingin hafi svo tekið 7 þeim almennu launabreytingum, sem samið hefði veri ð um á vinnumarkaði, 4,5% þann 1. maí 2017 og 3,0% þann 1. maí 2018. 32 Stefndi vísar til þess, að gildistími almennra kjarasamninga hafi hins vegar verið til 31. desember 2018 og því hafi ek k i verið fyrir hendi viðmiðun um hækkun kauptryggingar fyrir árið 2 019. Samkomulag hafi náðst um að hækka kauptrygginguna frá og með 1. maí 2019 í 326.780 krónur en með fyrirvara um endurskoðun ef samningar á almennum vinnumarkaði það ár gæfu tilefni til. Lífskjarasamningurinn hafi verið undirritaður 3. apríl 2019 og hækk un samkvæmt honum að fjárhæð 17.000 krónur hafi gilt fyrir tímabilið frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2020, það er í 12 mánuði. 33 Stefndi bendir á að þegar samið sé um launabreytingar, gildi þær fyrir tiltekið tímabili þar til næsta la u nabreyting taki gildi. Að mati stefnda sé ljóst að endurskoðun verði meðal annars að taka mið af því. Kjarasamningur sjómanna hafi hins vegar fallið úr gildi 1. desember 2019 eða 8 mánuðum eftir gildistöku síðustu hækkunar kauptryggingar. 34 Stefndi hafnar þeirri meginmálsástæðu stefnanda að túlka eigi ákvæði kjarasamningsins með hliðsjón af kjarasamningum sem felldir hafi verið í atkvæðagreiðslum 2016. Í stefnu sé látið sem meginágreiningur aðila hafi lotið að hækkun kauptryggingar og gildistíma kjarasamnings og að stefnandi hljó ti að hafa átt að njóta enn frekari ávinnings en áður hefði verið samið um. 35 Hið rétta sé að stefndi hafi tekið á sig mikinn viðbótarkostnað vegna annarra þátta nýs kjarasamnings og áhersla á kauptrygginguna hafi verið lítil sem engin, svo sem sjá megi af k röfugerð stefnanda og kynningarefni. Því sé ógjörningur að draga ályktanir af efni og dagsetningum felldra kjarasamninga hvað kauptrygginguna varði. 36 Stefndi vísar til þess að ákvæði greinar 1.44 sé tvíþætt. Annars vegar sé kveðið á um viðbrögð vegna nefnd ar sem fjalli um forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Geri nefndin breytingar á kjarasamningi séu samningsaðilar sammála um að gera samsvarandi breytingar á kauptryggingu og launaliðum samningsins. Ákvæðið sé afdráttarlaust og ekki sé vikist un dan þeirri skyldu að gera samsvarandi breytingar. 37 Hins vegar sé í grein 1.44 tilvísun til launahækkana á almennum vinnumarkaði á árinu endurskoðun á kauptryggingu verði ekki túlkað með þeim hætti að tiltekin hækkun skuli koma til framkvæmda, án tilstuðlan samningsaðilanna sjálfra. Ákvæði um endurskoðun samningsaðila verði ekki túlkað á annan veg en þann, að aðilarnir þurfi að meta hvort og þá með hvaða hætti hrinda eigi breytingu í framkvæmd. 8 38 Stefndi bendir á að þegar kjarasamningur hafi verið undirritaður í febrúar 2017 hafi samningsaðilar ekki getað séð fyrir með hvaða hætti samið yrði á almennum vinnumarkaði á árinu 2019. Hugsanlega y rði gerður skammtímasamningur um eingreiðslu eða þá að kauptaxtar yrðu hækkaðir sérstaklega og umfram almennar launabreytingar. Því hafi verið óhjákvæmilegt að fela samningsaðilum að meta hvort og þá með hvaða hætti ætti að endurskoða umsamda kauptryggingu ársins 2019. Launabreytingar almennra kjarasamninga geti ekki komið sjálfkrafa til framkvæmda. 39 eigi að endurskoða tiltekna þætti kjarasamnings. Endurskoðun hljóti að byggjas t á samtali og samkomulagi sem aðilar komist að í góðri trú á grundvelli tilgangs og markmiða ákvæðis um forsendur og endurskoðun. 40 Komist Félagsdómur hins vegar að því að launabreyting samkvæmt Lífskjarasamningnum frá 3. apríl 2019 eigi að koma sjálfkrafa til framkvæmda, krefst stefndi þess til vara að viðurkennt verði að kauptrygging háseta samkvæmt grein 1.03 í kjarasamningi aðila hækki milli ára um 17.000 krónur frá og með 1. maí 2019 og verði 327.170 krónur. Vísar stefndi til þess að kauptryggingin hafi hækkað í 310.170 krónur 1. maí 2018 og að ef hækkun almennra kjarasamninga komi til framkvæmda til viðbótar þeirri hækkun, miðað við umsamdan upphafstíma hækkunar samkvæmt kjarasamningi aðila, komi 17.000 krónur til viðbótar og kauptryggingin verði þannig 327.170 krónur frá og með 1. maí 2019. 41 Til þrautavara miðar stefndi við að hækkun gæti komið til framkvæmda frá sama tíma og í Lífskjarasamningnum, það er frá 1. apríl 2019. 42 Stefndi byggir málskostnaðarkröfu sína á 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. . Niðurstaða 43 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. 44 kjarasamningi málsaðila hækki um 17.000 krónur þann 1. apríl 2019. Í gr. 1.03 í téðum kjarasamningi er fjallað um hækkun kauptryggingar háseta, matsveins, fyrsta og annars vélstjóra og vélavarðar, bátsmanns, netamanns og yfirv élstjóra. Af málatilbúnaði stefnanda verður ekki ráðið að dómkrafa hans eigi við allar framangreindar starfstéttir. Þótt málatilbúnaður hans sé óljós að þessu leyti verður líta svo á að dómkrafan lúti einungis að kröfu um hækkun á kauptryggingu háseta, sbr . reifun málavaxta og málsástæðna í stefnu þar sem einblínt er á kauptryggingu háseta. 45 Eftir að kjarasamningar málsaðila voru lausir í ársbyrjun 2011 voru tvívegis undirritaðir kjarasamningar sem síðan voru felldir í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í þe im stéttarfélögum sem stefnandi hafði samið fyrir. Annars vegar var 9 um að ræða kjarasamning sem undirritaður var 24. júní 2016, en í þeim samningi var gert ráð fyrir að kauptrygging háseta yrði 288.168 krónur 1. júní 2016, 301.136 krónur 1. maí 2017 og 310 .170 krónur 1. maí 2018. Hins vegar var um að ræða samning sem undirritaður var 14. nóvember 2016, en samkvæmt þeim samningi skyldi kauptrygging háseta vera 288.168 krónur 1. nóvember 2016, 301.136 krónur 1. maí 2017, 310.170 krónur 1. maí 2018 og 326.780 krónur 1. desember 2018. Nýr kjarasamningur var svo undirritaður 18. febrúar 2017. Samkvæmt honum var samningstíminn til 1. desember 2019 og á tímabilinu hækkaði kauptrygging háseta í 288.168 krónur 1. febrúar 2017, 301.136 krónur 1. maí 2017, 310.170 krón ur 1. maí 2018 og 326.780 krónur 1. maí 2019. Um leið var samið um önnur kjarasamningsbundin atriði sem fólu í sér kjarabót fyrir þá sjómenn sem falla undir samninginn. Þá var í síðastgreindum samningi sett inn svofellt ákvæði sem varð að lokamálslið gr. 1 2019, skulu samningsaðilar endurskoða kauptryggingu og kaupliði í samræmi við 46 Í kjarasamningi sem gerður var 3. apríl 2019 á milli nánar tilgreindra stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins o - um almenna hækkun mánaðarlauna fyrir fullt starf að fjárhæð 17.000 krónur frá 1. apríl 2019 að telja. Í málinu deila málsaðilar um það hvort fyrrgreindur lokamálsliður gr. 1.44 í kjarasamningi þeirra feli það í sér að þessi hækkun eigi að bætast óskert við kauptryggingu háseta frá sama degi. 47 Hið umdeilda ákvæði kjarasamningsins verður að túlka svo að í því felist að athuga skuli á ný kauptrygginguna í samræmi við launahækkanir sem kunnu að koma til á árinu 2019. Fyrir liggur að 1. maí 2019 hækkaði kauptrygging háseta í 326.780 krónur eða um 16.610 krónur miðað við kauptrygginguna sem gilti frá 1. maí 2018 (326.780 - 310.170). Þótt ekki sé um það fjallað í kjarasamningnum eða öðrum samningum milli málsaði la hvernig endurskoðuninni skuli hagað verður ekki útilokað að í slíkri endurskoðun bæri að taka tillit til hækkunar á kauptryggingunni sem tók gildi 1. maí 2019 í fyrirhuguðum samanburði við hækkun á almenna markaðnum 2019. Fær sú túlkun að mati meirihlut a dómara stuðning í framburði Hólmgeirs Jónssonar, framkvæmdastjóra stefnanda, sem upplýsti meðal annars aðspurður um breytinguna á samið væri um á almenna markaðnum. Er þ ví ekki unnt að fallast á dómkröfu stefnanda um að kauptrygging háseta skuli hækka um 17.000 krónur 1. apríl 2019. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. 48 Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðfe rð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, verður stefn an da gert að greiða ste f nda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. 10 Dómsorð: Stefndi, Samtök atvinnulífsins vegna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er sýkn af öllum kröfum stefnanda, Sjómannasambands Íslands, í máli þessu. Stefn andi gr eiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað . Séra tkvæði Arnfríðar Einarsdóttur og Ásmundar Helgasonar 1 Við erum ósammála niðurstöðu meirihluta dómenda í máli þessu. 2 Í málinu greinir aðila á um hvort stefndi hafi með grein 1.44 í kjarasamningi aðila 18. febrúar 2017 skuldbundið vinnuveitendur, sem greiða laun á grunni samningsins, til þess að hækka kauptryg gingu samkvæmt grein 1.03 í sama samningi til samræmis við launahækkanir sem yrðu samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Stefnandi kveður svo vera og krefst viðurkenningar á því að umrædd kauptrygging skuli af þeim sökum hækka um 17.000 krónur 1. apríl 2019 í samræmi við launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningunum 3. apríl 2019 milli ýmissa stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. 3 Mótmæli stefnda við kröfugerð stefnanda eru einkum á því reist að með kjarasamningi aðila 18. febrúar 2017, sem hafi átt að gilda til 1. desember 2019, hafi verið komist að samkomulagi um að hækka kauptrygginguna 1. maí 2019 úr 310.170 krónum í 326.780 krónur, sbr. 4. mgr. greinar 1.03 í samningnum, með fyrirvara um endurskoðun ef samningar á almennum vinnumark aði gæfu tilefni til. Aftur á móti telur hann ekki unnt að túlka grein 1.44 á þann veg að launahækkun, sem samið yrði um á almennum vinnumarkaði á árinu 2019, leiddi sjálfkrafa til hækkunar á kauptryggingunni, heldur hafi þurft að meta hvort og þá með hvað a hætti hrinda ætti breytingum í þá veru í framkvæmd. 4 Við úrlausn á þessu ágreiningsatriði verður að líta til þess, sem segir í umræddu kjarasamningsákvæði, að samningsaðilar skuli endurskoða meðal annars em mögulega kynnu að verða á almennum vinnumarkaði á árinu 2019. Sú skuldbinding tekur samkvæmt efni sínu ekki einvörðungu til þess að samningsaðilar taki þegar umsamda kauptryggingu til skoðunar að nýju við tilgreindar aðstæður heldur bindur hún einnig he ndur þeirra um niðurstöðu þannig að kauptryggingin skuli hækka til samræmis við umsamið viðmið. Því verður að líta svo á að stefnda hafi á grundvelli ákvæðisins skuldbundið þá sem greiða samkvæmt samningnum til þess að hlíta þeirri launahækkun sem samið va r um í lífskjarasamningnum að tæki gildi 1. apríl 2019 líkt og stefnandi byggir á. Kemur því hvorki til álita að fallast á sýknukröfu stefnda né gagnkröfu hans í varakröfu um að kaupatrygging háseta skuli vera 327.170 krónur frá og með 1. maí 2019. 11 Samkvæm t framansögðu ber að fallast á kröfu stefnanda í málinu um kauptrygging háseta skuli hækka 1. apríl 2019 um 17.000 krónur. 5 Kauptrygging samkvæmt kjarasamningi aðila var 310.170 krónur er framangreind hækkun samkvæmt lífskjarasamningnum átti að koma til fr amkvæmda 1. apríl 2019. Kröfugerð stefnanda, sem fallist hefur verið á samkvæmt framansögðu, tekur einungis til þeirrar hækkunar sem varð þann dag um 17.000 krónur og varð kauptrygging háseta þá 327.170 krónur. Í kröfugerð stefnanda er látið liggja milli h luta hvernig sú hækkun horfir við gagnvart þeirri hækkun, sem verða átti á kauptryggingunni 1. maí 2019, þegar hún átti að hækka í 326.780 krónur. Af málsástæðum stefnanda og bréfaskiptum aðila virðist þó helst mega ráða að hann telji að um sé að ræða tvær hækkanir af ólíkum ástæðum sem eigi báðar að koma til framkvæmda. Lýtur ágreiningur aðila meðal annars að þessu atriði án þess að kröfugerð stefnanda taki á réttarstöðu aðila að því leyti. 6 Stefndi hefur með þrautavarakröfu sinni aftur á móti sett fram ga gnkröfu með heimild í 53. gr. laga nr. 80/1938 sem fullnægir að öðru leyti skilyrðum 2. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Þar er krafist viðurkenningar á því að kauptrygging samkvæmt grein 1.03 í kjarasamningi aðila skuli vera 327.170 kr ónur frá og með 1. apríl 2019. Ber að líta svo á að gagnkrafan taki til kauptryggingar háseta og að hún horfi ekki einungis til hækkunarinnar sem verða átti þann dag heldur einnig til þess hver fjárhæð kauptryggingar háseta hafi átt að vera út samningstíma nn. Með því að fjalla um þá kröfu verður óhjákvæmilega að taka afstöðu til þess undirliggjandi ágreinings sem að framan greinir. 7 Við mat á því hvort sú hækkun kauptryggingar, sem leiðir af niðurlagi greinar 1.44 í kjarasamningi aðila, eigi að bætast við þe gar umsamda hækkun kauptryggingar, sem koma átti til framkvæmda 1. maí 2019, ber að líta til tilurðar þeirrar hækkunar í samhengi við framangreint samningsákvæði. Í því sambandi verður að hafa í huga að aðilar höfðu með samningi 14. nóvember 2016, sem átti að gilda til ársloka 2018, komið sér saman um að hækka kauptryggingu í áföngum á samningstímanum. Síðasti áfangahækkunin átti að verða 1. desember 2018 en þá skyldi kauptrygging háseta vera komin í 326.780 krónur. Þar sem kjarasamningar á almennum vinnuma rkaði runnu almennt einnig út í árslok 2018 var ekki tilefni til að semja um áhrif mögulegra launahækkana á almennum markaði á árinu 2019 á kauptryggingu sjómanna í samningi þessum. Það var því ekki gert. Samningurinn var eins og áður segir felldur í atkvæ ðagreiðslu félagsmanna stefnanda 14. nóvember 2016. 8 Kjarasamningur var gerður að nýju milli aðila 18. febrúar 2017 og hlaut hann samþykki tilskilins fjölda félagsmanna stefnanda. Þar var samið um lengri gildistíma en áður en honum átti að ljúka 1. desembe r 2019. Eins og í fyrri samningi aðila skyldi kauptrygging hækka í áföngum á samningstímanum. Í stað þess að síðasta áfangahækkun yrði 1. desember 2018 þannig að kauptryggingin yrði 326.780 krónur skyldi hún verða 1. maí 2019 eða eftir að kjarasamningar ur ðu almennt lausir á 12 almennum vinnumarkaði. Því var bætt við samninginn ákvæði því sem kemur fram í niðurlagi greinar 1.44. Verður að leggja til grundvallar að tilgangur þess hafi verið að tryggja að sjómenn, sem taka laun samkvæmt umræddum kjarasamningi, n ytu þeirra hækkana sem kynnu að verða gerðar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði á árinu 2019 til viðbótar við það sem þegar hefði verið samið um. Í þessu ljósi teljum við að það verði einnig að sýkna stefnanda af gagnkröfu stefnda sem hann setur fram til þrautavara. 9 Að öllu framangreindu virtu er það mat okkar að fallast beri á viðurkenningarkröfu stefnanda eins og hún er sett fram í stefnu og sýkna stefnanda af gagnkröfum stefnda sem hann setur fram til vara og þrautavara. Í því ljósi og með vísan t il 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, teljum við einnig rétt að stefndi greiði stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur.