FÉLAGSDÓMUR Úrskurður þriðjudaginn 30. júní 20 20. Mál nr. 7/2020: Lyfjafræðingafélag Íslands ( Halldór Kr. Þorsteinsson lögmaður ) gegn íslenska ríkinu vegna Lyfjastofnunar ( Einar Karl Hallvarðsson ríkis lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 15. júní síðastliðinn. Mál ið úrskurða Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Jónas Friðrik Jónsson og Karl Ó. Karlsson . Stefnandi er Lyfjafræðingafélag Íslands, Safnatröð 3 á Seltjarnarnesi. Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli í Reykjavík, vegna Lyfjastofnunar, Vínlandsleið 14 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi gerir eftirfarandi dómkröfur: Að viðurkennt verði með dómi að stefndi hafi brotið gegn ákvæði 4.10 í kjaras amningi Lyfjafræðingafélags Íslands og ríkisins með því að greiða Guðlaugu Björgu Björnsdóttur lyfjafræðingi og félagsmanni stefnanda, kt. [...] , ekki vetrarorlof. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dóm sins, að viðbættum virðisaukaskatti, en stefnandi áskilur sér rétt til að leggja fram málskostnaðarreikning við aðalmeðferð málsins, ef til hennar kemur. Dómkröfur stefnda 2 Í þinghaldi 15. júní síðastliðinn var lögð fram sátt í málinu þar sem stefndi félls t á kröfur stefnanda í stefnu að öðru leyti en því er varðaði málskostnaðarkröfu hans. Þá hefur lögmaður stefnda mótmælt málskostnaðarreikningi lögmanns stefnanda sem of háum og krafist þess að málskostnaður milli aðila falli niður. Niðurstaða 3 Mál þetta var þingfest 25. maí síðastliðinn. Lögmaður stefnda fékk þá frest til framlagningar greinargerðar til 15. júní en svo sem fram er komið var í því þinghaldi lögð fram sátt aðila í málinu þess efnis að stefndi féllist á kröfur stefnanda í stefnu að frátaldri málskostnaðarkröfu hans. Aðilar eru samkvæmt dómsáttinni sammála um að leggja ágreining sinn um málskostnað í úrskurð Félagsdóms samhliða staðfestingu 2 sáttarinnar. Að öðru leyti lýsa aðilar því yfir að þeir f alli frá öllum frekari kröfum á hendur hvor öðr um vegna þeirra ágreiningsefna sem dómsmálið lýtur að. Málið var tekið til úrskurðar um málskostnaðarkröfur aðila eftir að lögmenn þeirr a höfðu fært rök fyrir kröfu nu m í síðarnefndu þinghaldi. 4 Af hálfu stefnanda er gerð krafa um að stefnda verði gert að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi lögmanns stefnanda. Lögmaður stefnda hefur krafist þess að málskostnaður milli aðila verði felldur niður og jafnframt mótmæ lt málskostnaðarreikningi lögmanns stefnanda sem of háum. 5 Að öllu framangreindu gættu og í samr æmi við meginreglu 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 , sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, verður fallist á kröfu stefnanda um að stef nda verði gert að greiða honum málskostnað. Verður s tefnda því gert að greiða stefnanda málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn 3 5 0.000 krónur. Ú r s k u r ð a r o r ð: 6 Stefndi, íslenska ríkið vegna Lyfja stofnunar, greiði stefnanda, Lyfjafræðingafélagi Ís lands , 3 5 0.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Jónas Friðrik Jónsson Karl Ó. Karlsson