1 FÉLAGSDÓMUR Úrskurður mánudaginn 27. júní 2021. Mál nr. 3/2022: Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara (Gísli Guðni Hall lögmaður ) gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga ( Anton Björn Markússon lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 13. júní sl. um frávísunarkröfu stefnda . Málið úrskurða Ásgerður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Gísli Gíslason , Guðni Á. Haraldsson og Karl Ó. Karlsson. Stefnandi er Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara, Borgartúni 30 í Reykjavík. Stefndi er Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að vinnuveitanda sé óheimilt, á grundvelli kjarasamnings Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, að skikka starfsmann til að mæta til trúnaðarlæknis vinnuveitandans. 2 Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda . Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst þess aðallega að máli nu verði vísað frá Félagsdómi , en til vara sýknu af kröfum stefnanda. 4 Stefndi krefst jafnframt málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir 5 Mál þetta verður rakið til ágreinings um túlkun ákvæða kjarasamning s Kennarafélags Íslands vegna Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við veikindaforföll grunnskólakennara . 6 Ráðið verður af gögnum málsins að fulltrúar stefnanda hafi fengið upplýsingar um tilvik þar sem stjórnendur grunnskóla í Reykjavík urborg hafa gert starfsmönnum að mæta til trúnaðarlæknis sem sveitarfélagið hefur samið við. 2 7 Af þessu tilefni ritaði stefnandi Reykjavíkurborg bréf 11. febrúar 2021 sem er meðal gagna málsins og ber Þar kemur fram að undanfarið h afi fulltrúar stefnanda ítrekað orðið þess varir að brotið h afi verið gegn réttindum grunnskólakennara í tengslum við heilsufar þeirra og hlutverk trúnaðarlæknis. Gerð e r grein fyrir þremur tilvikum í bréfinu sem eiga það sammerkt að skólastjórnendur gáfu kennurum fyrirmæli um að mæta til trúnaðarlæknis áður en þeir mættu til starfa. Þá er fjallað um réttarstöðu starfsmanna í veikindum samkvæmt ákvæðum kjarasamnings og lögum nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests og launa í veikindaforföllum . Jafnframt er fjallað um hlutverk trúnaðarlæknis og rökstutt að stéttarfélagið telji að brotið hafi verið gegn réttindum kennara í þeim tilvikum sem um ræðir . 8 Eftir að bréfið barst Reykjavíkurbo rg áttu fulltrúar stefnanda og sveitarfélagsins fjarfund þar sem málið var rætt . Ekki var komist að sameiginlegri niðurstöðu um réttarstöðu félagsmanna stefnanda á fundinum. Málsástæður og lagarök stefnanda 9 Stefnandi vísar til þess að mál þetta snúist um ágreining um skilning á kjarasamningi og falli því undir lögsögu Félagsdóms, sbr. 3. t ölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 10 Krafa stefnanda lýtur að því að fá viðurkennt með dómi að vinnuveitanda sé óheimilt, á grundvelli ákvæða kjarasamnings aðila, að skikka starfsmann til að mæta til viðtals hjá trúnaðarlækni vinnuveitanda ns . Stefnandi leggur áherslu á að félagsmenn stéttarfélagsins hafi hagsmuni af úrlausn um kröfuna. Upp hafi komið tilvik sem sýni að skólastj órnendur telja sér heimilt að gefa kennurum fyrirmæli um að mæta til trúnaðarlæknis og að það eigi sér stoð í kjarasamningi aðila. Minnst sé á hlutverk trúnaðarlækn is í tilteknum ákvæðum kjarasamningsins , það er greinum 13.2.1.1, 13.2.1.2 , 13.2.3.1 og 13.2 .4.3. Þó svo að fram komi að krefjast megi vottorðs trúnaðarlæknis hlutaðeigandi stofnunar sé hvergi kveðið á um að starfsmanni sé skylt að mæta til trúnaðarlæknis vinnuveitanda. Þa ð komi því ekki fram í ákvæðum kjarasamningsins að vinnuveitandi geti skikk að starfsmann til að mæta til viðtals eða annar r ar skoðunar hjá trúnaðarlækni. Aftur á móti geti það verið hlutverk trúnaðarlæknis að leggja mat á læknisvottorð sem starfsmaður hefur framvísað, sem og að óska eftir frekari upplýs i ngum frá viðkomandi lækni. Jafnframt geti trúnaðarlæknir lagt til að starfsmaður sæti frekari rannsókn eða meðferð . 11 Stefnandi vísar til þess að heilsufar sé meðal viðkvæmustu einkamálefna fólks og njóti verndar 71. gr. stjórnarsk r árinnar og grundvalla r reglna um persónuvernd . Í lögum nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga k omi fram sú meginregla að sjúklingur eigi rétt á að leita til þess læknis sem honum hent i best, sbr. 20. gr . laganna , og sé einstaklingi ekki skylt að mæta til læknis sem hann treysti ekki. Einnig er vísað til þess að samkvæmt 8. gr. laga nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests og launa í veikindaforföllum skuli veikur starfsmaður, ef atvinnurekandi krefst, afhenda vottorð læknis sem sýni að hann hafi verið óvinnufær vegna veikinda eða slyss. Það fái hvork i stoð í lögum nr. 19/1979 né öðrum lögum að vinnuveitandi geti skikkað starfsmann til að mæta til trúnaðarlæknis og falli slíkt ekki heldur undir almennar starfsskyldur. 3 Málsástæður og lagarök stefn da 12 Stefndi reisir kröfu sína um frávísun málsins á því að málatilbúnað u r stefnanda uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og áskilnað d - og e - liða 1. mgr. 80. gr. laganna um að í ste f nu skuli greina með glöggum hætti dómkröfur stefnanda og þær málsástæður sem hann byggi r málsókn sína á. 13 Stefn di vísar til þess að það sé lögfest meginregla vinnurétt ar að vinnuveitandi get i ávallt farið fram á að starfsmaður sanni veikindi og þar með óvinnufærni með framvísun læknisvottorðs, sbr. 8. gr. laga nr. 19/1979 . Ekki komi fram í ák væðinu hvernig sönnunarfærslunni skuli háttað heldur eingöngu að læknisvottorð skuli stafa frá lækni. Í kafla 13.2.1 í kjarasamningi aðila, sem ber vegna vei kinda eðs sly s a . Það leiði af grein 13.2.1.1 að starfsmaður þurfi að tilkynna yfirmanni um óvinnufærni og eftir atvikum afla læknisvottorðs frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar. Ákvæðið byggi að meginstefnu til á þremur efnisatriðum, það er óvinnufærn i, tilkynningarskyldu og læknisvottorði. Þ að falli í hlut yfirmanns að taka ákvörðun um hvort framvísa þurfi læknisvottorði vegna veikinda , sem og hvort það skuli stafa frá trúnaðarlækni , og hafi yfirmaður eftir atvikum milligöngu um að boða starfsmann til trúnaðarlæknis. 14 Með málsókn stefnanda sé þess freistað að fá viðurkennt að vinnuveitendum sé óheimilt á grundvelli kjarasamnings að skikka starfsmann til að mæta til trúnaðarlæknis. Aftur á móti sé engin tilraun gerð til að láta reyna á þau tilvik sem til greind séu í málavaxtalýsingu stefnu . S é úrlausn sakarefnisins því ekki í tengslum við réttindi eða skyldur tiltekins félagsmanns á grundvelli þeirra kjarasamningsákvæða sem um ræðir. Þá sé ekki ljóst hvort þau tilvik sem stefnandi tilgreini r hafi raunveru lega átt sér stað og þá með hvaða hætti þeim hafi lyktað. Samkvæmt m álatilbúnað i stefnanda sé þess í reynd óskað að Félagsdómur svari með almennum hætti, án nánari afmörkunar á ágreiningsefni nu, hvort heimild vinnuveitanda til að skylda starfsmann til að h itta trúnaðarlækni rúmist innan gildissviðs kafla 13.2.1 í kjarasamningi aðila . Slíkt sé í andstöðu við 1. mgr. 25. laga nr. 91/1991 . 15 Stefndi byggir jafnframt á því að stefnanda skorti lögvarða hagmuni af því að efnisdómur verði felldur á kröfu hans . Óskað sé efitr því að kveðið verði með almennum hætti á um tiltekna réttarstöðu án þess að vísað sé til tiltekinna starfsmanna og réttinda þeirra eða skyldna. Hafi stefnandi hvorki sýnt fram á né leitt líkur að því að hann hafi sérstaka hagsmuni af úrlausn málsins eða að það snerti réttarsamband hans og stefnda . Þar sem stefnandi geti ekki átt aðild að þeim réttarágreiningi sem felist í kröfugerð hans skorti hann lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Niðurstaða 16 Krafa stefnanda lýtur að því að viðurkennt verði með dómi að vinnuveitanda sé óheimilt á grundvelli kjarasamnings aðila að skikka starfsmann til að mæta til trúnaðarlæknis vinnuveitanda ns . 17 Að virtum málatilbúnaði aðila og því sem fram kom við munnlegan má lflutning er ljóst að uppi er ágreiningur um túlkun kjarasamnings ins að þessu leyti. Aðila greinir nánar tiltekið á um hvort vinnuveitandi geti gefið starfsmanni fyrirmæli um að mæta í viðtal eða til 4 skoðunar hjá trúnaðarlækni samkvæmt ákvæðum kjarasamning sins. Vísað er til trúnaðarlæknis í nokkrum ákvæðum kjarasamningsins, svo sem í greinum 13.2.1.1, 13.2.1.2 og 13.2.3.1 eins og nánar er rakið í stefnu. Stefnandi byggir á því að skylda starfsmanns til að mæta til trúnaðarlæknis verði ekki leidd af þessum á kvæðum , en stefndi telur aftur á móti að vinnuveitandi geti gefið fyrirmæli um slíkt samkvæmt ákvæðum kjarasamningsin s og hefur sérstaklega vísað til greinar 13.2.1.1 . 18 Að framangreindu virtu telur dómurinn að uppi sé ágreiningur um skilning á kjarasamningi sem fellur undir lögsögu Félagsdóms, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Þá telur dómurinn að eins og atvikum er háttað sé dóm krafa stefnanda nægilega skýr og til þess fallin að leiða ágreining aðila til lykta , enda þótt þar sé ekki vísað til afmarkaðs tilviks . Að sama skapi eru málsástæður stefnanda nægilega reifaðar í stefnu og fer ekki á milli mála hvert sakarefni ð er . Samkvæmt þessu uppfyllir málatilbúnaður stefnanda kröfur d - og e - liða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 , eins og skýra ber ákvæðin í ljósi hlutverks Félagsdóms samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 . 19 Með vísan til framangreinds og að virtu hlutverki Félagsdóms verður ekki heldur fallist á að vísa beri málinu frá dómi þar sem um sé að ræða lögspurningu í skilningi 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 . Þá er ljóst að efnisleg niðurstaða málsins hefur þýðingu fyrir réttarstöðu félagsmanna stefnanda og verður málinu því ekki vísað frá veg na skorts á lögvörðum hagsmunum . 20 Samkvæmt framangreindu verður frávísunarkröfu stefnda hafnað. Rétt þykir að ákvörðun málskostnaðar vegna þessa þáttar málsins bíði efnisdóms. Úrskurðarorð: Frávísunarkröfu stefnda, Sambands íslenskra sveitarfélaga, er haf nað. Ákvörðun málskostnaðar bíður efnisdóms. Ásgerður Ragnarsdóttir Ásmundur Helgason Gísli Gíslason Guðni Á. Haraldsson Karl Ó. Karlsson