FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 23. júní 2020 . Mál nr. 6 /20 20 : Íslenska ríkið ( Einar Karl Hallvarðsson ríkis lögmaður ) gegn Félagi íslenskra náttúrufræðinga ( Jón Sigurð sson lögmaður ) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 26. maí síðastliðinn. Mál ið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Inga Björg Hjaltadóttir og Kristín Benediktsdóttir. Stefnandi er íslenska ríkið, Arnarhvoli í Reykjavík. Stefndi er Félag íslenskra náttúrufræðinga, Borgartúni 6 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Að viðurkennt verði með dómi að samkomulag stefnanda og stefnda, um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Félags íslenskra náttúrufræðinga og fjármála - og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, sem undirritað var 2. apríl 2020, hafi ver ið samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Félags íslenskra náttúrufræðinga, sem lauk þann 17. apríl sama ár, og teljist því skuldbindandi frá undirritunardegi, 2. apríl 2020. 2 Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað vegna meðferðar málsins samkvæmt mati Félagsdóms. Dómkröfur stefndu 3 Stefnd i krefst sýkn u af öllum dómkröfum stefnanda í málinu . 4 Þá krefst stefndi málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að meðtöldum virðisaukaskatti, eða samkvæmt framlögðum málskostna ðarreikningi. 5 Til vara er þess krafist að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af málinu. Málavextir 6 Félag íslenskra náttúrufræðinga og fjármála - og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs gerðu með sér samkomulag þann 2. apríl 2020 um breytingu og framlengingu á gildandi kjarasamningi milli aðila. Kjarasamningurinn fór síðan í rafræna atkvæðagreiðslu meða l félagsmanna stefnda í samræmi við ákvæði 14. gr. 2 laga stefnda og 12. gr. samningsins . Atkvæðagreiðslan stóð yfir dagana 8. - 17. apríl síðastliðinn. 7 Í málinu liggur frammi sýnishorn (skjáskot) af atkvæðaseðli þeim sem mun hafa verið notaður við ofangreind a atkvæðagreiðslu. Samkvæmt honum var félagsmönnum í stefnda gefinn kostur á að lýsa afstöðu sinni til kjarasamningsins með þrennum hætti, það er með því að haka við einn af eftirfarandi möguleikum: já, ég samþykki, eða nei, ég samþykki ekki, eða skila auð u. 8 Í tölvuskeyti 17. apríl síðastliðinn kynnti formaður stefnda formanni samninganefndar ríkisins að kjarasamningur frá 2. apríl 2020 hefði verið felldur með 51% atkvæða félagsmanna. Í erindinu kom fram að 265 félagsmenn hefðu sagt já og 278 hefðu sagt nei. Sérstaklega var tekið fram að enginn félagsmaður hefði skilað auðu. Í fréttatilkynningu á heimasíðu Bandalags háskólamanna kemur hins vegar fram að 824 félagsmenn stefnda hefðu verið á kjörskrá og að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar h afi verið sú, að af 564 félagsmönnum stefnda , sem hafi greitt atkvæði, hafi 265 félagsmenn samþykkt samninginn , 278 hafi hafnað samningnum og 21 félagsmaður hafi s kila ð auðu. Formaður stefnda mun síðar hafa leiðrétt upphaflegt erindi sitt í samtali við var aformann samninganefndar stefnanda og upplýst að 21 félagsmaður hefði greitt atkvæði með því að skila auðu. 9 Formaður samninganefndar ríkisins ritaði stefnda bréf 24. apríl síðastliðinn og gerði athugasemd við talningu greiddra atkvæða í kosningu um gildi k jarasamningsins og þar með við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Hann benti á að við talningu atkvæða í kosningu um gildi kjarasamnings bæri að telja auð atkvæði þegar heildarfjöldi greiddra atkvæða væri tilgreindur. Væri sú framkvæmd í samræmi við niðurstöð ur Félagsdóms þar sem reynt hefði á gildi atkvæðagreiðslu. Af hálfu stefnanda var jafnframt vísað til 1. málsliðar 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, sem miða ætti við. Hlutfall þeirra félagsmanna stefnda, sem hefði kosið gegn samþykkt kjarasamningsins, hefði því einungis verið 49,3% þegar það væri vegið á móti heildarfjölda greiddra atkvæða og því væri ekki uppfyllt krafan um að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella kjarasamning. Þá benti stefnandi á að með vísan til dóma Félagsdóms þar sem reynt hefði á gildi atkvæðagreiðslu, sér í lagi dóms nr. 5/1988, teldi hann að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar leiddi til þess að kjarasamningur milli aðila skoðaðist sem samþykktur frá undirskriftardegi, nema stefndi sýndi fram á a ðra niðurstöðu með framlögðum gögnum um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og nákvæma niðurstöðu samkvæmt henni. 10 Með bréfi, dagsettu 29. apríl síðastliðinn, hafnaði stefndi framangreindri túlkun stefnanda og lýsti þeirri afstöðu sinni að niðurstaða atkvæðagrei ðslu meðal allra kosningabærra félagsmanna gilti, þ.e. atkvæðavægi. Því væri niðurstaðan sú, að samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli aðila hefði verið fellt í atkvæðagreiðslunni. 3 11 Stefnandi telur málsókn þessa nauðsynlega til að l eysa úr ágreiningi milli aðila sem viðsemjenda um með hvaða hætti gildur kjarasamningur geti komist á í framhaldi af kosningu. Málsástæður og lagarök stefnanda 12 Stefnandi leggur mál þetta fyrir Félagsdóm með vísan til ákvæða 3. tölulið ar 1. mgr. 26. gr. la ga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna . Hann fa ri með gerð kjarasamninga á grundvelli þeirra laga en málsaðilar séu aðilar síðast gildandi kjarasamnings og stefndi sé stéttarfélag á grundvelli laganna. 13 Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því , að ekki hafi verið rétt staðið að talningu greiddra atkvæða við kosningu um gildi samkomulags um framlengingu og breytingar á kjarasamningi milli aðila 2. apríl síðastliðinn. Málsaðila greini á um gildi auðra atkvæða sem greiddra atkvæða í rafrænni atkvæ ðagreiðslu um gildi kjarasamnings og hvað teljist vera meirihluti greiddra atkvæða í lögum nr. 94/1986 og 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. 14 Stefnandi kveðst reisa málatilbúnað sinn á því að þar sem hvorki séu fyrir hendi ákvæði í lögum nr. 94/1986, lögum um Félag íslenskra náttúrufræðinga né í lögum Bandalags háskólamanna um atkvæðagreiðslu og kosningu kjarasamnings, verði við mat á gildi kosningar um slíkan samning að beita ytri samræmisskýringu og líta til 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938. Að mati stefnanda reyni á þá túlkun hvað teljist vera meirihluti greiddra atkvæða í skilningi 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 15. gr. laga nr. 94/1986. 15 hefur verið undirrita ður af til þess bærum fulltrúum samningsaðila gildir hann frá undirskriftardegi sé ekki á annan veg samið, nema hann sé felldur við leynilega atkvæðagreiðslu með meirihluta greiddra atkvæða og minnst fimmtungs þátttöku samkvæmt atkvæða - eða félagaskrá inna n fjögurra vikna frá undirritun. Fari fram almenn leynileg póstatkvæðagreiðsla meðal félagsmanna um gerðan kjarasamning 16 Ekki sé í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna að finna sambærilegt ákvæði um kosningu um gildi kjarasamnings, heldur sé u þar einungis fyrirmæli í 15. gr. um þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar svo löglega boðað verkfall teljist vera er því aðeins lögmæt a ð ákvörðun um hana hafi verið tekin í almennri leynilegri allsherjaratkvæðagreiðslu í hverju stéttarfélagi sem er samningsaðili. Til að samþykkja verkfallsboðun þarf a.m.k. helmingur þeirra félagsmanna sem starfa hjá þeim sem verkfallið beinist gegn, að ha fa tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og meirihluti 17 Bæði þessi ákvæði feli í sér sömu efnisregluna um talningu atkvæða og kröfuna um að það þurfi meirihluta þeirra, sem taki þátt í atkvæðagreiðslu, til að fella eða 4 samþykkja þá tillögu sem tekin er afstaða til í viðkomandi atkvæðagreiðslu. Stefnandi kveður þessa túlkun vera í samræmi við fyrri dómaframkvæmd Félagsdóms þar sem reynt hafi á framangreinda efnisreglu, afstöðu Alþýðusambands Íslands og BSRB. 18 Stefnandi bendir á að í dómi Féla gsdóms í máli nr. 5/1988 segi um efnisregluna eins leið, að til boðunar verkfalls verði meirihluti þeirra, sem greitt hafa atkvæði í slíkri atkvæðagreiðslu, að hafa á ótv íræðan hátt lýst vilja sínum til að fara í verkfall. Hefði ætlun löggjafans verið sú, að afl atkvæða réði úrslitum í slíkri atkvæðagreiðslu, að skilyrði um kosningaþátttöku uppfylltu, hefði legið beint við að orða lagatextann með þeim hætti. Ákvæði greinar innar um samþykki meirihluta þátttakenda til verkfallsboðunar áskilur í því samþykki hreins meirihluta allra , sem skila 19 Stefnandi hafnar þeim rökum stefnda að þar sem ekki séu til staðar ákvæði í lögum nr. 94/1986 se m tilgrein i með hvaða hætti atkvæðagreiðsla um kjarasamning eigi að fara fram og hvernig meta skuli niðurstöðu hennar, ver ði að gagnálykta frá niðurstöðu Félagsdóms í máli nr. 5/1988 og líta svo á að afl atkvæð a ráði hér, enda komi þar fram skýr vilji þeir ra sem hafi tekið þátt í kosningu. Stefnandi vísar til þess að stefndi hafi Þá væri slík túlkun heldur ekki í samræmi við viðurkennda skýringu á ákvæðum almennu vinnulöggjafar innar nr. 80/1938 en það séu hin almennu lög sem stefndi telji að sérlögin um kjarasamning opinberra starfsmanna eigi að túlka til 20 Stefnandi telur að við mat á því hvort gildur kjarasamningur hafi komist á milli aðila verði að styðjast við þá meginreglu sem fram komi í 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938, enda sé það í samræmi við áratugalanga framkvæmd hjá ríkinu. Reynt hafi á þetta sama álitaefni þegar lagt hafi verið mat á gildi niðurstöðu rafrænnar allsherjaratkvæðagreiðslu um gildi kjarasamnings milli Landssambands lögreglumanna og stefnanda 28. október 2015. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi verið á þá leið að af þeim 672 félagsmön num sem hafi verið á kjörskrá, hafi 634 greitt atkvæði. Þar af hafi 48,58% sagt já, 49,68% sagt nei en 1,74% skilað auðu. Landssamband lögreglumanna hefði óskaði álits lögmannsstofu, sem hafi verið staðfest af þáverandi lögfræðingi BSRB, þar sem komið hafi fram að með hliðsjón af 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 væri það niðurstaða atkvæðagreiðslunnar að kjarasamningurinn hafi í reynd verið samþykktur þar sem þau atkvæði, sem báru með sér nei hafi ekki uppfyllt skilyrðið um meirihluta greiddra atkvæða. 21 Þá h afi komið upp sambærileg staða þegar kosið hafi verið um gildi kjarasamnings milli Tollvarðafélags Íslands og stefnanda 21. apríl síðastliðinn. Atkvæði hafi fallið með þeim hætti að jafnmargir félagsmenn hefðu sagt já og nei og hafi samningurinn því skoðas t samþykktur. Í tölvupósti frá Tollvarðafélaginu 6. maí 2020 komi fram 5 starfsmanna hafa ekki að geyma reglu um atkvæðagreiðslu kosningar um kjarasamning. Ef málið færi fyrir dóm yrði eflaust litið til laga um stéttarfélög og vinnudeilur, sem hafa að geyma slíkt ákvæði, enda ekki nein sérstök rök fyrir því að talning atkvæða í atkvæðagreiðslu um kjarasamning á opinberum vinnumarkaði ætti að vera frábrugðin talningu atkvæða í a tkvæðagreiðslu á hinum almenna vinnumarkaði. Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur segir í 3. mgr. 5. gr.: ,,Þegar kjarasamningur hefur verið undirritaður af til þess bærum fulltrúum samningsaðila gildir hann frá undirskriftardegi sé ekki á annan veg sami ð, nema hann sé felldur við leyni lega atkvæða Með vísan til framangreinds þarf meirihluti greiddra atkvæða að fella samning í atkvæðagreiðslu, því annars telst hann samþykktur. Í ykkar atkvæðagreiðslu voru JÁ o g NEI atkvæði jafn mörg (43) og af þeim sökum telst samningurinn samþykktur. Í 22 Þessu er stefnandi sammála og telur að nauðsynlegt sé að líta til og beita ákvæðum laga nr. 80/1938 þegar ákvæðum laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna sleppi sem og til fyllingar þeim. Eigi það sjónarmið ytri samræmisskýringar sérstaklega við þegar um sé að ræða ágreiningsefni sem varði almenna framkvæmd á kosningu og gildi kjarasamninga. Það sé eðlileg krafa að skýrar reglur gildi um samningsumboð stéttarfélaga og tekin séu af tvímæli um að sömu reglur gildi um kosningu kjarasamnings, hvort sem viðsemjandi sé á almennum eða opinberum markaði, þar sem löggjafinn hafi ekki mælt sérstaklega fyrir um annað fyrirko mulag í lögum nr. 94/1986. Telji stefnandi því að nefnt ákvæði laganna frá 1938 eig i beint við eða með lögjöfnun, enda væri skilyrðum lögjöfnunar fullnægt í því tilviki. 23 Þá vísar stefnandi til þess, að í fréttatilkynningu á heimasíðu Bandalags háskólamann a segi að 564 félagsmenn stefnda á kjörskrá hafi greitt atkvæði um samninginn í rafrænni allsherjaratkvæðagreiðslu. 265 félagsmenn hafi sagt já, 278 hafi sagt nei en 21 félagsmaður á kjörskrá hafi skilað inn auðu atkvæði. Með vísan til ofangreindra sjónarm iða kveður stefnandi það vera sitt mat að við talningu atkvæða í kosningu um gildi kjarasamnings beri að telja auð atkvæði þegar heildarfjöldi greiddra atkvæða er tilgreindur. Þegar hlutfall þeirra er kusu gegn samþykkt kjarasamnings sé vegið á móti heilda rfjölda greiddra atkvæða, nemi það einungis 49,3% og nái því ekki tilskildu hlutfalli, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938. Í erindi stefnda hafi sjónarmiðum stefnanda verið hafnað með þeim rökum að afl atkvæða ætti að ráða niðurstöðu. Þar sem fleiri hafi kosið nei hafi samningurinn verið felldur. Svo virðist sem stefndi hafi við mat á niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar einungis litið til þeirra sem hafi greitt atkvæði með já eða nei. Stefndi hafi litið framhjá þeim félagsmönnum sem hafi greitt atkvæði með því að merkja við valmöguleikann skila auðu. Stefndi hafi því hundsað vilja 21 félagsmanns, sem hafi kosið að nýta atkvæðarétt sinn með því að skila inn auðu atkvæði. 6 24 Stefndi hafi sjálfur kosið að hafa þá valmöguleika við atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamnin gsins að hægt væri að kjósa já, nei eða skila auðu. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum kveður stefnandi ljóst að við talningu atkvæða verði að líta til allra greiddra atkvæða og meirihluti greiddra atkvæða ráði úrslitum. Þá beri gögn málsins ekki með sér að ne inn fyrirvari hafi verið við kosninguna né að félagsmönnum hafi verið gert ljóst að auð atkvæði myndu ekki teljast með. Því beri að telja þau atkvæði með, líkt og önnur gild atkvæði. Að mati stefnanda verði 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938, sem gildi um kos ningu um kjarasamning milli aðila, vart túlkuð með öðrum hætti en svo að löggjafinn hafi áskilið að yfir 50% allra greiddra atkvæða þyrfti til að fella kjarasamning. Með greiddum atkvæðum sé átt við atkvæði sem skilað hefur verið inn og er u ekki ógild, hvo rt sem atkvæðagreiðslan sé rafræn, fari fram á félagsfundi eða með pósti. Í erindi sínu frá 29. apríl vísi stefndi til þess að leggja megi að jöfnu þær kröfur, sem gerðar séu til póstatkvæðagreiðslu í 2. málslið 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938, við kröfur til rafrænnar atkvæðagreiðslu líkt og þeirri er stefndi hafi viðhaft. Krafa um 20% lágmarksþátttöku eigi að mati stefnda ekki við um rafræna atkvæðagreiðslu heldur gildi niðurstaðan óháð þátttöku félagsmanna og óháð hlutfalli mótatkvæða. Það væri því afsta ða stefnda að kjarasamningurinn hefði verið felldur með meirihluta greiddra atkvæða. Stefnandi geti með engu móti fallist á þau sjónarmið sem reifuð séu í bréfi stefnda frá 29. apríl síðastliðnum. 25 Stefnandi kveður ekki vera ágreining á milli aðila hvort 20 % lágmarksþátttöku hafi verið náð þar sem það sé ljóst. Með vísan til framangreinds sé það eftir sem áður mat stefnanda að svo hægt sé að fella kjarasamning þurfi til meirihluta þeirra félagsmanna sem sannanlega hafi greitt atkvæði í kosningunni. 26 Fyrir li ggi að fjármála - og efnahagsráðherra hafi fyrir hönd ríkissjóðs samþykkt samninginn fyrir sitt leyti, enda hafi stefnda, viðsemjanda hans, ekki borist tilkynning um annað. Í samræmi við forsenduákvæði skoðist samkomulagið um framlengingu og breytingu á gil dandi kjarasamningi frá 2. apríl 2020 því samþykkt. 27 Til stuðnings kröfu um málskostnað vísar stefnandi til XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefnda 28 Stefndi hafnar öllum dómkröfum og má lsástæðum stefnanda sem lýst er í stefnu. Reisir stefndi sýknukröfu sína á því að kjarasamningur aðila, sem undirritaður var 2. apríl 2020, hafi verið felldur í allsherjaratkvæðagreiðslu af félagsmönnum stefnda og að sú niðurstaða samræmist að fullu ákvæðu m laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sem nái til kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði. Kjarasamningnum hafi verið hafnað með meirihluta gildra atkvæða. 29 Stefndi vísar til þess að kjarasamningurinn hafi verið borinn undir atkvæði al lra þeirra félagsmanna, sem undir hann falli, sbr. 12. gr. kjarasamningsins og 14. gr. laga stefnda. Á kjörskrá hafi verið 824 og hafi fjöldi atkvæða í kosningunni verið 564 eða 7 68,4%. 265 félagsmenn hafi samþykkt samninginn eða 48,8% greiddra atkvæða og 2 78 h afnað honum eða 51,2% atkvæða. Auðir seðlar hafi verið 21. 30 Stefndi bendir á að l ög nr. 94/1986 haf i ekki að geyma ákvæði um atkvæðagreiðslu kjarasamnings. Samkvæmt framangreindri 12. gr. kjara samnings ins og 14. gr. laga stefnda hafi stefnda borið að bera samninginn undir atkvæði félagsmanna sinna í allsherjaratkvæðagreiðslu. Hins vegar sé ekki heldur í þeim samningi eða lögum stefnda reglur um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Allt að einu gildi því sú meginregla, sem almennt gildi í kosningum og atk væðagreiðslum, þ ar með talið lögum samkvæmt, að þegar metin sé niðurstaða kosningar skuli eingöngu telja svonefnd gild eða virk atkvæði, þ að er atkvæði sem fel i í sér afstöðu til þess sem að er spurt. Samkvæmt þeim almennu reglum um atkvæðagreiðslur telj i s t auð atkvæði til ógildra atkvæða og hafi því ekkert vægi. Með því að skila auðu sé ekki tekin afstaða en öðrum látið eftir að taka hana. 31 Stefndi byggir á því að talning auðra atkvæðaseðla með atkvæðum þar sem afstaða hefur verið tekin, svo sem stefnandi byggir á í stefnu, sé ótæk því þá sé því um leið haldið fram að atkvæðaseðill , sem skilað sé, án þess að afstaða hafi verið tekin til þess sem að er spurt , feli samt í sér afstö ðu. Þeir sem skil i auðu tak i hins vegar ekki afstöðu. Eðli máls samkvæmt hafi stefnda því ekki borið að telja auðu atkvæðin með í heildarfjölda gildra atkvæða. Með hliðsjón af þessu vísar stefndi því á bug sem haldið vilja 21 félagsmanns, sem kaus að nýta 32 Stefndi hafnar því að með því að setja þann valmöguleika á kjörseðilinn að skila auðu við atkvæðagreiðsluna hafi hann með einhverjum hætti viðurkennt að það bæri a ð telja slík auð atkvæði með við talningu á heildarfjölda virkra atkvæði. Valkostirnir á kjörseðlinum séu skýrlega uppbyggðir og vald i engum misskilningi hjá félagsmönnum um að sá sem merki við að skila auðu t a k i ekki afstöðu til valkostanna um að samþykkj a eða hafna kjarasamningnum. Félagsmaður sem skil i auðu h afi því ekki greitt atkvæði um þá kosti sem í boði séu samkvæmt kjörseðli, ólíkt því sem stefnandi tel ji . Vegna eðlis rafrænnar kosningar að þessu leyti sé kjósandinn ekki í aðstöðu til að skila atkv æðaseðli ómerktum á pappír í kjörkassa og með þeim hætti skila auðu og því telji stefndi sig knúinn til að bjóða upp á þann valmöguleika í Í þeim möguleika felist engin yfirlýsing eða viðu rkenning um að telja beri merkingar við að skila auðu með öðrum hætti en að þá sé atkvæðið ógilt. Með vísan til meginreglunnar við atkvæðagreiðslu og kosningar sé það fráleitt svo að stefnda hafi borið að upplýsa félagsmenn sérstaklega um að autt atkvæði t eldist ekki með, svo sem byggt sé á í stefnu. Slíkar tilkynningar tíðk i st ekki við atkvæðagreiðslu af þessum toga og sé u óþarfar í ljósi meginreglunnar. 33 Stefndi kveður framangreinda meginreglu sem dómkröfur hans byggist á, um að afl atkvæða ráði niðurstöð u í atkvæðagreiðslu og að auð atkvæði séu ógild, megi til 8 dæmis finna í lögum nr. 24/2000 , um kosningar til Alþingis. Þar segi í a - lið 1. mgr. 100. gr . að atkvæði skuli metið ógilt sé kjörseðill auður. Mælt sé fyrir um hið sama í 78. gr. laga nr. 5/1998 , um kosningar til sveitarstjórna. Í 11. gr. laga nr. 91/2010 , um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, sbr. 4. gr. breytingarlaga nr. 23/2011, sé mælt fyrir um að til þess að spurning eða tillaga , sem borin er upp í þjóðaratkvæðagreiðslu , teljist samþykkt þurf i hún að hafa hlotið meirihluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni. Í athugasemdum með frumvarpi til breytingarlaga nr. 23/2011 k omi fram að nauðsynlegt sé að taka þetta fram í lagaákvæði þar sem annars sé unnt að líta svo á að auðir seðlar og ógildir get i verið túlkaðir sem andvígir tillögunni að þessu leyti. 34 Stefndi vísar til stuðnings framangreindu til forsendna í dómi Félagsdóms í máli nr. 5/1988. Í niðurstöðunni sé rakið að löggjafinn hafi sett ströng skilyrði fyrir verkfallsboðun þeirra stéttarfélag a sem lögin tak i til og ákvæði 15. gr. laga nr. 94/1986 orðað með þeim hætti að áskilið sé samþykki hreins meirihluta allra þeirra sem tak i þátt í atkvæðagreiðslu. Með gagnályktun frá þessum forsendum, byggir stefndi á því að þegar ekki séu til staðar slík ströng skilyrði, svo sem háttar um atkvæðagreiðslu kjarasamnings á opinberum markaði sem skorti lagareglu um, skuli afl atkvæða ráða úrslitum. 35 Stefndi kveður l aga - og dómatilvísanir stefnanda ekki eiga við um atkvæðagreiðslu stefnda. Í lögum nr. 94/1986 sé ekki að finna ákvæði um atkvæðagreiðslu um kjarasamning. Ákvæði laganna um efni kjarasamninga, gildistíma og ábyrgð séu í II. kafla þeirra. Ákvæði 15. gr. laganna eigi við um atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun og tilheyri III. kafla laganna, en sá kafli fjall i um verkföll. Af þessu leiði að sérákvæði laganna um atkvæðagreiðslu við verkfallsboðun eigi ljóslega ekki við um atkvæðagreiðslu um kjarasamning. Lagaákvæðið tilheyri ekki þeim kafla laganna sem fjalli um kjarasamninga og fjall i þar að auki um allt annað efni, þ að e r verkfallsboðun. Með vísan til þes sa séu til vísanir stefnanda í stefnu til 15. gr. laganna h aldlausar. Þar fyrir utan feli regla 15. gr. laganna í sér frávik frá almennum reglum og lagaákvæðum um atkvæðatalningu, sbr. framangreint. Löggja finn hafi kosið að festa í lög frávik frá þessum almennu reglum í tilviki verkfallsboðunar á opinberum vinnumarkaði. Með gagnályktun verði að líta svo á að hin almenna regla um atkvæðagreiðslu gildi í tilviki atkvæðagreiðslu um kjarasamning á opinberum vin numarkaði, þ að e r að auð atkvæði hafi ekkert vægi og séu ógild. Að öðrum kosti hefði fráviksregla sama efnis verið fest í lög nr. 94/1986 vegna atkvæðagreiðslu um kjarasamning. 36 Stefndi byggir á því að dómur Félagsdóms í máli nr. 5/1988, sem snerist um lög mæti atkvæðagreiðslu Hins íslenska kennarafélags um verkfallsboðun, hafi ekki það fordæmisgildi í þessu máli sem stefnandi tel j i, enda hafi í því dómsmáli verið deilt um allt annað ákvæði laganna og annað ágreiningsefni, þ að e r um verkfallsboðun samkvæmt 15. gr. lagann a en ekki um atkvæðagreiðslu um kjarasamning. 9 37 vera meirihluti greiddra atkvæða í skilningi 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 15. gr. , svo sem greinir í málsástæðukafla stefnu. Lög nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur , eig i eingöngu við um sama efni og þar með talið kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, þ að er í einkageiranum. Um sama efni á opinberum vinnumarkaði gild i hins veg ar lög nr. 94/1986. Þegar af þeirri ástæðu eigi sá málatilbúnaður stefnanda , að telja að lög nr. 80/1938 eigi við um kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði , sér enga stoð í lögum og gangi í berhögg við þá staðreynd að sérstök lög nr. 94/1986 gildi um það e fni. 38 Gildissvið síðastgreindra laga sé skýrt og vel afmarkað og hafi s tefnandi því ekki sjálfdæmi um að kjósa að beita ákvæðum laga nr. 80/1938 þegar þau lög eig i augljóslega ekki við um atkvæðagreiðslu kjarasamnings samningsaðila á opinberum vinnumarkaði . L öggjafinn hafi ekki haft vilja til þess að láta reglu 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 gilda um kosningu um kjarasamning opinberra starfsmanna. Hefði svo verið, hefði lög um nr. 94/1986 vafalaust verið breytt til samræmis við regluna í því ákvæði laga nr. 80/1938. Þetta hafi hins vegar ekki verið gert. Framangreint ákvæði 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 hafi kom ið inn í þau lög með breytingarlögum nr. 75/1996. Samkvæmt 9. gr. þeirra skul i ákvæði III. kafla laganna, sem varð i sáttastörf í vinnudeilum , gilda eftir því sem við eigi um opinbera starfsmenn sem lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna ná i til. 39 Með hliðsjón af þessu tel ji stefndi engum vafa undirorpið að löggjafinn hefði við lagasetningu þessa mælt sérstaklega fyrir um það í lögum nr. 75/1996, að ákvæði 3. mgr. 5. gr. laganna ætti að gilda um atkvæðagreiðslu um kjarasamninga opinberra starfsmanna, h efði sú verið ætlun hans . Það hafi ekki verið gert og verð i því að gagnálykta á þann veg að 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 1. gr. laga nr. 75/1996, taki ekki til kjarasamninga opinberra starfsmanna eða atkvæðagreiðslna um þá samninga. Vísa r stefndi þessu til stuðnings einnig til hliðsjónar til dóms Félagsdó ms í máli nr. 7/1999. Þegar af þeirri ástæðu sé við mat á niðurstöðu atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn ekki hægt að lögjafna frá reglu 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938, svo sem stefnandi tel ji unnt . 40 Með vísan til framangreinds mótmælir stefndi þýðingu þei rra tilvísana sem stefnandi ber fram í stefnu um atkvæðagreiðslu kjarasamnings hjá Tollvarðafélagi Íslands og Landsambandi lögreglumanna og álitum lögmanns þess síðarnefnda og lögfræðings BSRB. Álit þessi séu í andstöðu við mat stefnda á niðurstöðu atkvæða greiðslu stefnda og túlkun hans á lögum nr. 94/1986. Allt að einu hafi álit lögfræðings allt annars viðsemjanda ríkisins á annarri atkvæðagreiðslu hvorki skuldbindingargildi né fordæmisgildi við úrlausn ágreining s aðila í þessu máli. 41 Stefndi kveður dómskj öl stefnanda með ljósritum af vefsíðum A lþýðusambands Íslands enga þýðingu hafa í þessu máli, enda eigi þau eingöngu við um 10 atkvæðagreiðslur samkvæmt ákvæðum laga nr. 80/1938 og þá sé ekki á þeim vefsíðum fjalla ð um atkvæðagreiðslur á opinberum vinnumarkað i. 42 Stefndi kveðst með vísan til framanri taðs hafn a þeim málatilbúnaði stefnanda, að tilteknar lögskýringaraðferðir leiði til þess að unnt sé að beita reglum 15. gr. laga nr. 94/1986 og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 um álitaefni málsins sem varðar atkvæð agreiðslu kjarasamnings á opinberum vinnumarkaði. Stefndi byggir á því að svonefnd ytri samræmisskýring geti með engu móti átt hér við, enda felist sú lögskýringaraðferð í því að túlka lagareglu til samræmis v ið reglu í öðrum lagabálki. Af þessu leiði að t il þess að unnt sé að beita slíkri samræmisskýringu þyrfti að vera til staðar regla í lögum nr. 94/1986 um atkvæðagreiðslu kjarasamnings. Slíka reglu sé hins vegar ekki að finna í síðarnefndum lögum. Þá verði hér ekki beitt lögjöfnun, enda hafi dómstólar e ingöngu fallist á beitingu hennar í algjörum undantekningartilvikum sem ekki eigi við í þessu máli . 43 Stefndi kveður regl ur 15. gr. laga nr. 94/1986 og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 fel a í sér frávik frá almennu reglunni um framkvæmd atkvæðagreiðslu. Þær séu undantekningarreglur í lögum þar sem vikið sé frá þeirri meginreglu laga að auð atkvæði hafi hvorki gildi né vægi. Samkvæmt viðurkenndum lögskýringaraðferðum ber i að túlka undantekningarreglur þröngri lögskýringu . Því sé engan veginn unnt að beita þeim um tilhögun atkvæðagreiðslu sem ekki sé mælt fyrir um í lögum , heldur beri að beita almennum meginreglum við framkvæmd slíkrar ólögmæltrar atkvæðagreiðslu. 44 Stefndi byggir á því að stefnandi hafi vegna fyrri atkvæðagreiðslna aðildarfélaga BHM um kjaras amning viðurkennt í verki það mat sem stefndi hafi beitt við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Þa nn 28. júní 2008 hafi 17 aðildarfélög BHM undirritað kjarasamning við stefnanda og hafi hann verið borinn undir atkvæði félagsmann a. F élagsmenn Stéttarfélags lög fræðinga h afi fellt samninginn í atkvæðagreiðslu og 28 þeirra hefðu samþykkt hann en 30 h a fn a ð honum og auðir seðlar hefðu verið tveir . Af þessum tölum m egi glöggt ráða að samningurinn hafi ekki verið felldur með meirihluta allra atkvæða samkvæmt þeirri að ferðarfræði sem stefnandi byggi á í stefn u . Allt að einu hafi stefnandi engar athugasemdir gert gagnvart vi ðkomandi stéttarfélagi heldur unað n iðurstöðunni . Að mati stefnda beri stefnandi hallann af þessari viðurkenningu sinni á árinu 2008 en hún gangi þve rt á málatilbúnað hans í þessu máli. 45 Telji Félagsdómur að ákvæði laga nr. 80/1938 geti gilt um framkvæmd umræddrar atkvæðagreiðslu stefnda um kjarasamning og mat á niðurstöðu hennar, byggir stefndi á því til vara að túlkun á ákvæði 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 leiði í ljós að félagsmenn stefnda hafi fellt kjarasamning aðila frá 2. apríl 2020. Ákvæði 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 hafi verið breytt með 1. gr. laga nr. 75/1996 . Í ákvæðinu sé gerður skilsmunur á tveimur aðferðum við atkvæðagreiðslu, annar s vegar almennri leynilegri atkvæðagreiðslu og hins vegar almennri leynilegri póstatkvæðagreiðslu. Hin 11 fyrrnefnda g angi út á að félagsmenn mæti á kjörstað og greiði þar atkvæði en hin síðarnefnda að atkvæðaseðlar séu fylltir út og sendir í pósti. Atkvæðagreiðsla sú , sem stefndi hafi viðhaf t, hafi verið rafræn og f arið fram gegnum n etið. Þ egar breytingarlög nr. 75/1996 hafi verið sett , hefðu rafrænar atkvæðagreiðslur enn ekki rutt sér til rúms. Ef beita eigi 3. mgr. 5. gr. laga n r. 80/1938 um mat á niðurstöðu atkvæðagreiðslu stefnda, beri að líta á þá atkvæðagreiðslu sem fram fór sem póstatkvæðagreiðslu samkvæmt lagaákvæðinu , enda sé e kki um að ræða atkvæðagreiðslu sem f ari fram með því að félagsmenn mæti á staðinn og kjósi. Af þv í leiði að póstatkvæðagreiðsla komist næst r afrænni atkvæðagreiðslu. Samkvæmt 2. m álslið 3. mgr. 5. gr. gildi niðurstaða póstatkvæðagreiðslu óháð þátttöku. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi til breytingarlaga nr. 75/1996 komi fram að niðurstaða póstatkvæ ðagreiðslu gildi að jafnaði óháð hlutfalli mótatkvæða. Stefndi byggir á því að lagatextinn og skýringar frumvarpsins feli í sér að ef dómurinn tel ji að framangreind ákvæði 3. mgr. 5. gr. laga nna hafi náð til atkvæðagreiðslu stefnda, beri að líta svo á að n iðurstaða atkvæðagreiðslunnar feli í sér að kjarasamningnum hafi verið hafnað þar sem meirihluti þeirra , sem hafi tekið afstöðu í atkvæðagreiðslunni , hafi hafnað samningnum. 46 A uk framangreindra lagaraka vísar stefndi til almennra reglna samningaréttar og v innuréttar og jafnframt til almennra reglna við atkvæðagreiðslur og kosningar. Þá vísar stefndi til ákvæða laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna, laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, laga nr. 24/2000 , um kosningar til Alþing is, laga nr. 5/1998 , um kosningar til sveitarstjórna , og laga nr. 91/2010 , um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. 47 Stefndi byggir málskostnaðarkröfu sína á 65. og 69. gr. laga nr. 80/1938 og 130., sbr. 129. gr., laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og k r afa um virðisaukaskatt af málskostnaði er reist á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Niðurstaða 48 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 49 Helstu málavextir eru óumdeildir. Fyrir liggur að fjármála - og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs annars vegar og samninganefnd Félags íslenskra náttúrufræðinga hins vegar undirrituðu þann 2. apríl síðastliðinn samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila. Samkomulag ið var borið upp til samþykktar félagsmanna stefnda með rafrænni allsherjaratkvæðagreiðslu sem stóð yfir dagana 8. til 17. apríl síðastliðinn. 50 Af gögnum málsins verður ráðið að 824 félagsmenn í stefnda voru á kjörskrá við framangreinda atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamningsins og fram er komið að 564 greiddu atkvæði um samninginn . Jafnframt liggur fyrir að 265 félagsmenn sögðu já, 278 sögðu nei og 21 félagsmaður á kjörskrá skilaði inn auðu atkvæði. Ágreiningur 12 aðila máls þessa lýtur að því hvort við talningu atkvæða um gildi kjarasamningsins beri að telja með auð atkvæði þegar heildarfjöldi greiddra atkvæða er tilgreindur og hvort líta beri svo á að samningurinn hafi verið samþykktur eða felldur við atkvæðagreiðsluna . 51 Um félagsmenn stefnda , sem ráðnir eru til starfa hjá ríkinu , gilda lög nr. 94/1986 . Samkvæmt 4. gr. laganna fara stéttarfélög starfsmanna ríkis og sveitarfélaga, eða samtök slíkra félaga, með fyrirsvar félagsmanna sinna um gerð kjarasamninga samkvæmt lögunum. Á starfsm aður, sem lögin taka til, rétt til þátttöku í stéttarfélagi sem fer með samningsumboð samkvæmt sömu lögum. Ágreiningslaust er að samninganefnd stefnda fór með þetta lögákveðna samningsumboð þegar hún undirritaði kjarasamning stefnda og stefnanda 2. apríl s íðastliðinn og að samningurinn var borinn upp til samþykktar, svo sem bar að gera samkvæmt 12. gr. hans. Í kjarasamningnum voru engin fyrirmæli um hvernig staðið skyldi að talningu atkvæða um gildi hans. 52 Einu fyrirmæli laga nr. 94/1986 um framkvæmd atkvæð agreiðslu er að finna í 15. gr. í III. kafla laganna sem fjallar um verkföll en þau fjalla samkvæmt efni sínu um atkvæðagreiðslu við ákvarðanatöku um boðun verkfalls. Þar segir að ákvörðun um tilhögun verkfalls verði að taka í almennri leynilegri allsherja ratkvæðagreiðslu í hverju stéttarfélagi sem er samningsaðili. Þá er þar mælt fyrir um að til að samþykkja verkfallsboðun þurfi að minnsta kosti helmingur þeirra félagsmanna, sem starfa hjá þeim sem verkfallið beinist gegn, að hafa tekið þátt í atkvæðagreið slunni og meirihluti þeirra samþykkt hana. Hins vegar er hvorki í lögum nr. 94/1986, félagslögum stefnda né lögum Bandalags háskólamanna að finna sérstök ákvæði um framkvæmd atkvæðagreiðslu við kosningu um gildi kjarasamninga sem hafa verið undirritaðir af samninganefndum fyrir hönd samningsaðilanna. Því er ljóst að aðstaðan er að nokkru leyti önnur en þegar félagsmenn í stéttarfélagi greiða atkvæði um verkfallsboðun samkvæmt 15. gr. laganna. 53 Svo sem fram er komið er mælt fyrir um það, hvernig fara skuli a ð við framkvæmd atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamnings á almennum vinnumarkaði, í 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Þar segir að þ egar kjarasamningur hafi verið undirritaður af til þess bærum fulltrúum samningsaðila gildi han n frá undirskriftardegi sé ekki á annan veg samið, nema hann sé felldur við leynilega atkvæðagreiðslu með meiri hluta greiddra atkvæða og minnst fimmtungs þátttöku samkvæmt atkvæða - eða félagaskrá innan fjögurra vikna frá undirritun. Jafnframt er þar tekið fram að f ari fram almenn leynileg póstatkvæðagreiðsla meðal félagsmanna um gerðan kjarasamning gildi niðurstaða hennar óháð þátttöku. 54 Framangreint ákvæði kom inn í lög nr. 80/1938 við setningu breytingarlaga nr. 75/1996. Í almennum athugasemdum með því f rumvarpi segir að þ egar kjarasamningur hafi verið undirritaður af samninganefnd stéttarfélags, sem fer með lögákveðið samningsumboð frá stéttarfélaginu og þar með félagsmönnum sjálfum, 13 eigi félagsmenn að geta treyst að kjarasamningurinn endurspegli mat sam ninganefndarinnar á því hvað sé besta möguleg niðurstaða undanfarandi samningaviðræðna. 55 Þótt sams konar fyrirmæli og eru í 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 um að undirritaður kjarasamningur verði einungis felldur við leynilega atkvæðagreiðslu með meirihluta greiddra atkvæða sé ekki að finna í lögum nr. 94/1986 verður ekki fram hjá því litið að engin önnur sjónarmið eiga við um slíkar atkvæðagreiðslur um gildi kjarasamninga opinberra starfsmanna en þegar greidd eru atkvæði um kjarasamninga sem gerði r eru á almennum vinnumarkaði. Það er mat Félagsdóms að aðstöðu opinberra starfsmanna verði hvað þetta varðar öldungis jafnað til þess tilviks sem fjallað er um í nefndu ákvæði laga nr. 80/1938 . 56 Að framangreindu virtu er það mat Félagsdóms að þau sjónarmi ð, sem liggja til grundvallar ákvæðum 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938, eigi jafnt við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamnings opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Verður þeim ákvæðum því beitt með lögjöfnun um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamninga opinberra starfsmanna. Þykir tilvísun stefnda til niðurstöðu Félagsdóms í máli nr. 7/1999 engu breyta um þá niðurstöðu, enda laut ágreiningsefni þess máls að mati á því hvort uppsögn 12 leikskólakennara vegna óánægju með laun sín teldis t vera vinnustöðvun í skilningi laga nr. 80/1938, verkföll eru skilgreind í 14. gr. laga nr. 94/1986 og því alls ólíkt því ágreiningsefni sem er til úrlausnar í þessu máli. Þá verður hvorki fallist á það með stefnda að unnt sé að taka í þessu máli mið af r eglum laga um annars konar atkvæðagreiðslur á sviði allsherjarréttar, það er við kosningar til Alþingis, sveitarstjórna eða um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Afdrif kjarasamnings milli 17 aðildarfélaga BHM og stefnanda þessa máls frá 28. júní 2008 þykja hér heldur engu breyta. 57 Svo sem rakið er hér að framan tóku 564 félagsmenn í stefnda þátt í atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamnings aðila sem undirritaður var 2. apríl síðastliðinn. Óumdeilt er að 265 þeirra sögðu já, 278 sögðu nei og 21 félagsmaður skila ði auðu. Í ljósi alls framangreinds verður því að líta svo á að kjarasamningurinn hafi ekki verið felldur við leynilega atkvæðagreiðslu með meirihluta greiddra atkvæða, svo sem áskilið er, að fenginni niðurstöðu Félagsdóms sem rakin er hér að framan. 58 Í samræmi við framangreint er ekki unnt að fallast á þá málsástæðu stefnda að þar sem líta beri á hina rafrænu allsherjaratkvæðagreiðslu sem póstatkvæðagreiðslu samkvæmt 2. málslið 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 hafi niðurstaða hennar falið í sér að kjara samningnum hafi verið hafnað þar sem meirihluti þeirra , sem tóku afstöðu í atkvæðagreiðslunni , hafi hafnað honum. Það breytir ekki niðurstöðunni að í ákvæði 2. málsliðar 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 segi að niðurstaða almennrar leynilegrar póstatkvæðagr eiðslu meðal félagsmanna um gerðan kjarasamning gildi óháð þátttöku né heldur þau ummæli löggjafans í skýringum með ákvæðinu að gert sé ráð fyrir að 14 niðurstaða atkvæðagreiðslu gildi að jafnaði óháð hlutfalli mótatkvæða ef viðhöfð sé póstatkvæðagreiðsla. 59 Að öllu framangreindu virtu verður að hafna öllum málsástæðum stefnd a . Af þeim sökum verður fallist á dómkröfu stefnanda eins og hún er sett fram í stefnu og nánar greinir í dómsorði. 60 Í ljósi þeirra vafaatriða sem þykja hafa verið uppi í máli þessu þykir rétt, með vísan til heimildar í 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, að fella málskostnað milli aðila niður. Dómsorð: V iðurkennt er að samkomulag fjármála - og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og stefnda, Félags íslenskra náttúrufræðinga , um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila , sem undirritað var 2. apríl 2020, var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í stefnda, sem lauk þann 17. apríl sama ár, og telst því skuldbindandi frá undirritunardegi, 2. apríl 2020. Málskostnaður fellur niður .