FÉLAGSDÓMUR Dómur miðvikudaginn 23. nóvember 20 2 2 . Mál nr. 3/2022: Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara (Gísli Guðni Hall lögmaður ) gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga (Anton Björn Markússon lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 8. nóvember sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Gísli Gíslason, Guðni Á. Haraldsson og Karl Ó. Karlsson. Stefnandi er Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara, Borgartúni 30 í Reykjavík. Stefndi er Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 grundvelli kjarasamnings Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, að skikka starfsmann til að mæta til 2 Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Með úrskurði Félags dóms 27. júní 2022 var kröfu stefnda um frávísun málsins hafnað. Málavextir 4 Mál þetta verður rakið til ágreinings um túlkun ákvæða kjarasamnings Kennarasamba nds Íslands vegna Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við veikindaforföll grunnskólakennara. 5 Ráðið verður af gögnum málsins að fulltrúar stefnanda hafi fengið upplýsingar um tilvik þar sem stjórnendur grunnskóla í Reykjavík urborg hafa gert starfsmönnum að mæta til trúnaðarlæknis sem sveitarfélagið hefur samið við. 6 Af þessu tilefni ritaði stefnandi Reykjavíkurborg bréf 11. febrúar 2021 sem er meðal 2 kemur fram að undanfarið hafi fulltrúar stefnanda ítrekað orðið þess varir að brotið hafi verið gegn réttindum grunnskólakennara í tengslum við heilsufar þeirra og hlutverk trúnaðarlæknis. Gerð er grein fyrir þremur tilvikum í bréfinu sem eiga það s ammerkt að skólastjórnendur gáfu kennurum fyrirmæli um að mæta til trúnaðarlæknis áður en þeir mættu til starfa. Þá er fjallað um réttarstöðu starfsmanna í veikindum samkvæmt ákvæðum kjarasamnings og lögum nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests og launa í veikindaforföllum. Jafnframt er fjallað um hlutverk trúnaðarlæknis og rökstutt að stéttarfélagið telji að brotið hafi verið gegn réttindum kennara í þeim tilvikum sem um ræðir. 7 Eftir að bréfið barst Reykjavíkurborg áttu fulltrúar stefnanda og sveitarfélagsins fjarfund þar sem málið var rætt. Ekki var komist að sameiginlegri niðurstöðu um réttarstöðu félagsmanna stefnanda á fundinum. Málsástæður og lagarök stefnanda 8 Stefnandi vísar til þess að mál þetta snúist um ágreining um skilning á kjar asamningi og falli því undir lögsögu Félagsdóms, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 9 Krafa stefnanda lýtur að því að fá viðurkennt með dómi að vinnuveitanda sé óheimilt, á grundvelli ákvæða kjarasamning s aðila, að skikka starfsmann til að mæta til viðtals hjá trúnaðarlækni vinnuveitandans. Stefnandi leggur áherslu á að félagsmenn stéttarfélagsins hafi hagsmuni af úrlausn um kröfuna. Upp hafi komið tilvik sem sýni að skólastjórnendur telja sér heimilt að gefa kennurum fyrirmæli um að mæta til trúnaðarlæknis og að það eigi sér stoð í kjarasamningi aðila. 10 Stefnandi tekur fram að m innst sé á hlutverk trúnaðarlæknis í tilteknum ákvæðum kjarasamningsins, það er greinum 13.2.1.1, 13.2.1.2, 13.2.3.1 og 13.2.4.3. Þó svo að fram komi að krefjast megi vottorðs trúnaðarlæknis hlutaðeigandi stofnunar sé hvergi kveðið á um að starfsmanni sé skylt að mæta til trúnaðarlæknis vinnuveitanda. Það komi því ekki fram í ákvæðum kjarasamningsins að vinnuveitandi geti skikkað st arfsmann til að mæta til viðtals eða annarrar skoðunar hjá trúnaðarlækni. Aftur á móti geti það verið hlutverk trúnaðarlæknis að leggja mat á læknisvottorð sem starfsmaður hefur framvísað, sem og að óska eftir frekari upplýsingum frá viðkomandi lækni. Jafn framt geti trúnaðarlæknir lagt til að starfsmaður sæti frekari rannsókn eða meðferð. 11 Stefnandi vísar til þess að heilsufar sé meðal viðkvæmustu einkamálefna fólks og njóti verndar 71. gr. stjórnarskrárinnar og grundvallarreglna um persónuvernd. Í lögum nr . 74/1997 um réttindi sjúklinga komi fram sú meginregla að sjúklingur eigi rétt á að leita til þess læknis sem honum henti best, sbr. 20. gr. laganna, og sé einstaklingi ekki skylt að mæta til læknis sem hann treysti ekki. Einnig er vísað til þess að samkv æmt 8. gr. laga nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests og launa í veikindaforföllum skuli veikur starfsmaður, ef atvinnurekandi krefst, afhenda vottorð 3 læknis sem sýni að hann hafi verið óvinnufær vegna veikinda eða slyss. Það fái hvorki stoð í lögum nr. 19/1979 né öðrum lögum að vinnuveitandi geti skikkað starfsmann til að mæta til trúnaðarlæknis og falli slíkt ekki heldur undir almennar starfsskyldur Málsástæður og lagarök stefnda 12 Stefndi vísar til hlutverks skólastjórnanda sem veiti grunnskól a faglega forystu og beri ábyrgð á starfi skólans gagnvart sveitarstjórn. Stjórnunarréttur skólastjórnanda geri honum kleift að grípa til viðeigandi ráðstafana þegar upp komi vandamál í rekstri, þ ar með talið vegna starfsmanna . Komi upp atvik þar sem kenna ri mæti ekki þeim kröfum sem gerðar eru til hans geti skólastjóri gripið til þeirra ráðstafana sem hann tel ur nauðsynlegar til að standa vörð um skólastarfið og tryggja að nemendur njóti ávallt þeirrar lögbund n u þjónustu sem þeir eigi rétt á. Liggi til að mynda fyrir rökstuddur grunur um að kennari geti ekki sinnt starfi sínu sem skyldi af heilsufarsástæðum og hafi ekki að eigin frumkvæði leita ð sér læknisaðstoðar sé skólastjóra heimilt að krefjast þess að starfsmaðurinn hitti trúnaðarlækni með tilliti til vinnufærni hans . Verði starfsmaðurinn ekki við lögmætum fyrirmælum skólastjórans geti hann hafi ð áminningarferli í skilningi kjarasamnings. Að mati stefnda falli beiting stjórnunarheimilda skólastjóra utan gildissviðs kjarasamnings aðila. 13 Stefndi byggir á því að dómkrafa stefnanda brjóti gegn kjarasamningsbundnum rétti vinnuveitanda til að sannreyna óvinnufærni starfsmanns vegna veikinda eða slyss með læknisvottorði sem er byggt á viðtali eða skoðun trúnaðarlæknis. Samkvæmt gr ein 13.2.1.1 í kjarasamningi g eti vinnuveitandi krafist þess að starfsmaður framvísi læknisvottorð i frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar. Trúnaðarlæknar séu ráðnir til starfa af fyrirtæk jum og stofnunum. Þeir læknar sem haf a almennt lækningaleyfi hér á landi get a tekið að sér trúnaðarlækningar og séu trúnaðarlæknar bundnir af ákvæðum laga og reglna við störf sín, þar á meðal reglum nr. 586/1991 um gerð og útgáfu læknisvottorða og siðareglum lækna. Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. reglna nr. 586/1991 skuli læknir ekki staðh æfa annað í vottorði en það sem hann hefur sjálfur sannreynt. 14 Túlka beri grein 13.2.1.1 sem vísi til þess að heimilt sé að krefjast vottorð s trúnaðarlæknis eftir orðanna hljóðan, en þar sé ekki vísað til mats eða umsagnar trúnaðarlæknis vegna fyrirliggjan di læknisvottorð s sem starfsmaður hefur aflað til að sýna fram á óvinnufærni sína. Það leiði af orðalagi ákvæðis ins að vottorð trúnaðarlæknis skuli vera reist á atriðum sem hann geti sannreynt í samskiptum við viðkomandi starfsmann . T rúnaðarlækni geti reyn st erfitt eða jafnvel ókleift að gefa út vottorð nema að hann fái að hitta starfsmann eða eiga í samskiptum við hann, sbr. skilyrði 2. mgr. 3. gr. reglna nr. 586/1991 fyrir útgáfu vottorða. 15 Ákveði vinnuveitandi að beita heimild greinar 13.2.1.1 í kjarasamn ingi og fela trúnaðarlækni að gefa út læknisvottorð þurfi hann að tryggja að starfsmaðurinn eigi samskipti við lækninn eða mæti eftir atvikum til hans. Sú staða geti komið upp að starfsmaðurinn neiti að hitta trúnaðarlækninn , svo sem þar sem hann vilji sjálfur ráða 4 til hvaða læknis hann leit i eða treysti ekki viðkomandi trúnaðarlækni. Réttur vinnuveitanda til að sannreyna óvinnufærni vegi þyngra við þær aðstæður . Þá skipti miklu máli að þegar trúnaðarlæknir leggur mat á óvinn ufærni hafi hann undir höndum starfslýsingu viðkomandi starfsmanns , en aðrir læknar hafi sjaldnast slíkar upplýsingar. Neiti starfsmaður að mæta til trúnaðarlæknis sé eina tæka úrræðið fyrir vinnuveitanda að gera honum skylt að mæta . Láti starfsmaðurinn þr átt fyrir slík lögmæt fyrirmæli undir höfuð leggjast að mæta til trúnaðarlæknis hafi vinnuveitandinn í hendi sér hvort hann hefji formlegt áminningarferli í skilningi kjarasamnings . 16 Stefndi byggir á því að verði krafa stefnanda tekin til greina sé vinnuve itandi sviptur rétti sínum til að sannreyna óvinnufærni starfsmanns. Verði fallist á kröfuna muni vinnuveitend um í öllum tilvikum verða óheimilt að skylda eða skikka starfsmann til að hitta trúnaðarlækni jafnvel þótt krafist hafi verið læknisvottorð s frá h onum. Ekkert í kjarasamningi gefi tilefni til slíkrar túlkunar , auk þess sem ekki verði séð að þetta atriði hafi verið rætt í kjaraviðræðum eða verið hluti af kröfu m stefnanda. Lögð er áhersla á að samhljóða ákvæði um þátt trúnaðarlækna í að sannreyna óvin nufærni starfsmanns sé að finna í öllum kjarasamningum sem stefndi eigi aðild að. Hafi aðila r orðið ásáttir um að það falli í hlut vinnuveitanda að meta hvort hann telji þörf á að krefjast þess að vottorð stafi frá trúnaðarlækni. Þá hafi ákvæðin sem um ræð ir verið borin undir félagsmenn stéttarfélaga í almennri kosningum og þeir samþykkt þau með bindandi hætti. 17 Stefndi tekur fram að í stefnu sé ekki fjallað um grein 13.2.1.4 í kjarasamningi. Samkvæmt ákvæðinu sé starfsmanni, sem sé óvinnufær vegna veikinda eða slyss, skylt að gangast undir hverja þá venjulegu og viðurkenndu læknisrannsókn sem trúnaðarlæknir k ann að telja nauðsynlega til þess að skorið verði úr því hvort forföll séu lögmæt . Mæ lt sé fyrir um skyldu starfsmanns og sé óhjákvæmilegt að vinnuveitandi geti í þessu sambandi vísað starfsmanni til trúnaðarlækni s. Verði fallist á kröfu stefnanda megi jafna því til þess að umrætt ákvæði í kjarasamningi hafi verið afnumið og fallið það uta n hlutverk s Félagsdóms. Niðurstaða 18 Mál þetta varðar ágreining um skilning á kjarasamningi og fellur undir lögsögu Félagsdóms, sbr. 3 . tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 19 Krafa stefnanda lýtur að því að viðurk ennt verði með dómi að vinnuveitanda sé óheimilt á grundvelli kjarasamnings a ðila að skikka starfsmann til að mæta til trúnaðarlæknis vinnuveitandans. 20 Af málatilbúnaði aðila er ljóst að þá greinir ekki á um heimild vinnuveitanda til að krefjast vottorðs t rúnaðarlæknis við þær aðstæður sem greinir í kjarasamningi. Ágreiningurinn er bundinn við það hvort vinnuveitandi geti á grundvelli 5 kjarasamnings gefið starfsmanni fyrirmæli um að mæta til trúnaðarlæknis . Verður þannig að skilja kröfu stefnanda með þeim hætti að hún taki til viðurkenningar á því að heimild vinnuveitanda til að gefa starfsmanni fyrirmæli um að mæta til trúnaðarlæknis verði ekki leidd af kjarasamningi aðila. 21 Í kafla 1 3.2 í kjarasamningi ikinda og meðal annars fjallað um tilkynningar og vottorð verði starfsmaður óvinnufær vegna veikinda eða slyss. Þau ákvæði sem geta leitt til aðkomu trúnaðarlæknis eru svohljóðandi: 13.2.1.1 E f starfsmaður verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss, skal hann þegar tilkynna það yfirmanni sínum sem ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist og hvort það skuli vera frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar. Krefjast má læknisvottorðs af starfsmanni vegna óvinnufærni hvenær sem forstöðumanni/yfir manni stofnunar þykir þörf á. 13.2.1.2 Ef starfsmaður kemur ekki til starfa vegna veikinda eða slyss í meira en 5 vinnudaga samfleytt, skal hann sanna óvinnufærni sína með læknisvottorði. Ef um er að ræða endurteknar fjarvistir starfsmanns, skal hann s anna óvinnufærni sína með læknisvottorði eftir nánari ákvörðun forstöðumanns/yfirmanns. 13.2.1.3 Ef starfsmaður er óvinnufær vegna veikinda eða slyss um langan tíma, skal hann endurnýja læknisvottorð sitt eftir nánari ákvörðun forstöð u manns/yfirmanns en þó ekki sjaldnar en mánaðarlega. Frá þessu má þó veita undanþágu eftir tillögu trúnaðarlæknis ef hann telur auðsætt að um lengri veikindafjarvist verð i að ræða. 13.2.1.4 Skylt er starfsmanni sem er óvinnufær vegna veikinda eða slyss að gangast undir hverja þá venjulega og viðurkennda læknisrannsókn sem trúnaðarlæknir kann að telja nauðsynlega til þess að skorið verði úr því hvort forföll séu lögmæt, enda sé kostnaður vegna viðtals við læ kni og nauðsynlegra læknisrannsókna greidd af vi nnuveitanda. 22 Þá er í grein 13.2.3.1 , sem varðar starfshæfnisvottorð, mælt fyrir um að hafi starfsmaður verið óvinnufær í einn mánuð eða lengur megi hann ekki hefja störf að nýju nema læknir votti að heilsa hans leyfi. Tekið er fram að krefjast megi vottorðs trúnaðarlæknis hlutaðeigandi stofnunar. Að sama skapi er í grein 13.2.4.3 mælt fyrir um að krefjast megi vottorðs trúnaðarlæknis óski starfsmaður eftir að láta af störfu m teljist hann samkvæmt læknisvottorði varanlega ófær um að gegna starfi vegna vanheilsu. 23 M eð framangreindum ákvæðum hefur verið samið um úrræði yfirmanns í því skyni að fá úr því skorið hvort forföll starfmanns sem kveðst vera óvinnufær vegna veikinda eða slyss séu réttmæt . Þannig getur yfirmaður krafist þess að lagt sé fram vottor ð frá trúnaðarlækni strax í kjölfar þess að starfsmaður tilkynnir um óvinnufærni vegna 6 veikinda eða slyss, sbr. grein 13.2.1.1, auk þess sem ákvörðun um þörf á frekari vottorðum er að jafnaði í höndum yfirmanns, sbr. greinar 13.2.1.2 og 13.2.1.3. Þá er sta rfsmanni skylt að gangast undir hverja þá venjulegu og viðurkenndu læknisrannsókn sem trúnaðarlæknir telur nauðsynlega til að skera úr því hvort forföll séu lögmæt, sbr. grein 13.2.1.4. Jafnframt getur yfirmaður krafist vottorðs trúnaðarlæknis um starfshæf ni eða varanlega óvinnufærni í þeim tilvikum sem fjallað er um í greinum 13.2.3.1 og 13.2.1.4. 24 Í kjarasamningsákvæðunum er ekki vikið að því með hvaða hætti trúnaðarlæknir skuli leggja mat á vinnufærni starfsmanns eða hver skuli vera undanfari útgáfu lækni svottorðs hans. Þannig er hvorki mælt fyrir um skyldu starfsmanns til að mæta til skoðunar eða viðtals hjá trúnaðarlækni né um heimild vinnuveitanda til að gefa starfsmanni slík fyrirmæli. Samkvæmt orðanna hljóðan leiðir það því ekki af skýringu ákvæðanna að yfirmaður geti skyldað starfsmann til að mæta hjá trúnaðarlækni , svo sem stefndi heldur fram . 25 Af hálfu stefnda hefur verið lögð áhersla á að trúnaðarlæknir geti ekki gefið út læknisvottorð nema að hann hafi hitt starfsmann og eftir atvikum skoðað hann. Telur stefndi það fá stoð í 3. gr. reglna nr. 586/1991 um gerð og útgáfu læknisvottorða sem settar voru með stoð í 11. gr. þágildandi læknalaga nr. 53/1988 , sbr. nú 19. gr. laga nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfs menn . Í 3. gr. reglnanna er meðal annars tekið fram að læknir skuli gæta fyllstu varkárni og nákvæmni við gerð læknisvottorða og einungis votta þau atriði sem hann viti sönnur á. Þá skuli læknir ekki staðhæfa annað í vottorð i en það sem hann hafi sjálfur s annreynt . Að mati dómsins verður ekki af þessu ráðið að trúnaðarlæknir þurfi í öllum tilvikum að hitta starfsmann til að gefa út læknisvottorð, enda getur verið unnt að sannreyna vinnufærni með öðrum hætti, svo sem á grundvelli sjúkraskrár og upplýsinga fr á öðrum læknum . Að sama skapi verður ekki séð að rökbundin nauðsyn standi til þess að starfsmaður mæti til trúnaðarlæknis svo að læknirinn geti veitt fyrirmæli um læknisrannsókn samkvæmt grein 13.2.1.4 í kjarasamningi. 26 Eins og áður greinir telur dómurinn það ekki leiða af skýringu kjarasamnings ákvæðanna samkvæmt orðanna hljóðan að vinnuveitandi geti skyldað starfsmann til að mæta til trúnaðarlækni s. Í þeim efnum verður jafnframt að horfa til þess að það er meginregla að sjúklingur geti leitað til þess lækn is sem honum henti best, sbr. 20. gr laga nr. 74/1997 , og að heilsufar telst til einkamálaefna fólks sem nýtur verndar 71. gr. stjórnarskrárinnar. Þá má ljóst vera að h eimild vinnuveitanda til að gefa starfsmanni fyrirmæli um að mæta til trúnaðarlæknis í því skyni að upplýsa um heilsufar sitt og eftir atvikum sæta skoðun telst íþyngjandi í garð starfsmannsins . Telja verður að orða hefði þurft svo afdráttarlausa heimild vinnuveitanda með skýrum hætti í kjarasamningi aðila hafi ætlunin verið að semja um hana . 27 Hvað sem framangreindu líður þá er í kjarasamningi ótvíræð heimild vinnuveitanda til að krefjast læknisvottorðs frá trúnaðarlækni við þær aðstæður sem raktar hafa verið 7 að framan. Dómurinn telur ekki loku fyrir það skotið að a ðstæður get i verið með þeim hætti að trúnaðarlæknir komi st að niðurstöðu um að ekki sé mögulegt að gef a út læknisvottorð nema að undangengnu viðtali eða skoðun á viðkomandi starfsmanni. V erði starfsmaður í slíku tilviki ekki við beiðni trúnaðarlæknis um að mæta til viðtals eða skoðunar kann það að leiða til þess að læknirinn geti ekki með vottorði staðfest óvinnufærni , eða eftir atvikum vinnufærni , viðkomandi starfsmanns. Það leiðir af ákvæðum kjarasamnings aðila að vinnuveitandi kann við þær aðstæður að líta svo á a ð ekki hafi verið sýnt fram á réttmæt forföll viðkomandi starfsmanns frá vinnu eða að hann sé fær til koma aftur til starfa . 28 Samkvæmt öllu framangreindu verður kjarasamningur aðila ekki túlkaður með þeim hætti að í honum felist heimild vinnuveitanda til a ð gefa starfsmanni fyrirmæli um að mæta til trúnaðarlæknis. Verður því fallist á kröfu stefnanda eins og hún er fram sett. 29 Að virtum úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69 gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað með þeim hætti sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Viðurkennt er að vinnuveitanda sé óheimilt, á grundvelli kjarasamnings Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, að skikka starfsmann til að mæta til trúnaðarlæknis vinnuveitandans. Stefndi , Samband íslenskra sveitarfélaga , greiði stefnanda , Kennarasambandi Íslands vegna Félags grunnskólakennara, 500.000 krónur í málskostnað. Á sgerður Ragnarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Karl. Ó Karlsson Gísli Gíslason 8 FÉLAGSDÓMUR Úrskurður mánudaginn 27. júní 202 2 . Mál nr. 3/2022: Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara (Gísli Guðni Hall lögmaður ) gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga ( Anton Björn Markússon lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 13. júní sl. um frávísunarkröfu stefnda. Málið úrskurða Ásgerður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Gísli Gíslason , Guðni Á. Haraldsson og Karl Ó. Karlsson. Stefnandi er Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara, Borgartúni 30 í Reykjavík. Stefndi er Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 30 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að vinnuveitanda sé óheimilt, á grundvelli kjarasamnings Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, að skikka starfsmann til að mæta til trúnaðarlæknis vin nuveitandans. 31 Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda . Dómkröfur stefnda 32 Stefndi krefst þess aðallega að máli nu verði vísað frá Félagsdómi , en til vara sýknu af kröfum stefnanda. 33 Stefndi krefst jafnframt málskostnaðar úr hendi stefnanda. Mál avextir 34 Mál þetta verður rakið til ágreinings um túlkun ákvæða kjarasamnings Kennarafélags Íslands vegna Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við veikindaforföll grunnskólakennara. 35 Ráðið verður af gögnum málsins að fullt rúar stefnanda hafi fengið upplýsingar um tilvik þar sem stjórnendur grunnskóla í Reykjavík urborg hafa gert starfsmönnum að mæta til trúnaðarlæknis sem sveitarfélagið hefur samið við. 9 36 Af þessu tilefni ritaði stefnandi Reykjavíkurborg bréf 11. febrúar 2021 sem er meðal gagna að undanfarið hafi fulltrúar stefnanda ítrekað orðið þess varir að brotið ha fi verið gegn réttindum grunnskólakennara í tengslum við heilsufar þeirra og hlutverk trúnaðarlæknis. Gerð er grein fyrir þremur tilvikum í bréfinu sem eiga það sammerkt að skólastjórnendur gáfu kennurum fyrirmæli um að mæta til trúnaðarlæknis áður en þeir mættu til starfa. Þá er fjallað um réttarstöðu starfsmanna í veikindum samkvæmt ákvæðum kjarasamnings og lögum nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests og launa í veikindaforföllum. Jafnframt er fjallað um hlutverk trúnaðarlæknis og rökstutt að stéttarfélagið telji að brotið hafi verið gegn réttindum kennara í þeim tilvikum sem um ræðir. 37 Eftir að bréfið barst Reykjavíkurborg áttu fulltrúar stefnanda og sveitarfélagsins fjarfund þar sem málið var rætt . Ekki var komist að sameiginlegri niðurstöðu um réttarstöðu félagsmanna stefnanda á fundinum. Málsástæður og lagarök stefnanda 38 Stefnandi vísar til þess að mál þetta snúist um ágreining um skilning á kjarasamningi og falli því undir lögsögu Félagsdóms, sbr. 3. t ölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/198 6 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 39 Krafa stefnanda lýtur að því að fá viðurkennt með dómi að vinnuveitanda sé óheimilt, á grundvelli ákvæða kjarasamnings aðila, að skikka starfsmann til að mæta til viðtals hjá trúnaðarlækni vinnuveitandans. Stefnan di leggur áherslu á að félagsmenn stéttarfélagsins hafi hagsmuni af úrlausn um kröfuna. Upp hafi komið tilvik sem sýni að skólastjórnendur telja sér heimilt að gefa kennurum fyrirmæli um að mæta til trúnaðarlæknis og að það eigi sér stoð í kjarasamningi að ila. Minnst sé á hlutverk trúnaðarlæknis í tilteknum ákvæðum kjarasamningsins, það er greinum 13.2.1.1, 13.2.1.2, 13.2.3.1 og 13.2.4.3. Þó svo að fram komi að krefjast megi vottorðs trúnaðarlæknis hlutaðeigandi stofnunar sé hvergi kveðið á um að starfsmann i sé skylt að mæta til trúnaðarlæknis vinnuveitanda. Það komi því ekki fram í ákvæðum kjarasamningsins að vinnuveitandi geti skikkað starfsmann til að mæta til viðtals eða annarrar skoðunar hjá trúnaðarlækni. Aftur á móti geti það verið hlutverk trúnaðarlæ knis að leggja mat á læknisvottorð sem starfsmaður hefur framvísað, sem og að óska eftir frekari upplýsingum frá viðkomandi lækni. Jafnframt geti trúnaðarlæknir lagt til að starfsmaður sæti frekari rannsókn eða meðferð. 40 Stefnandi vísar til þess að heilsuf ar sé meðal viðkvæmustu einkamálefna fólks og njóti verndar 71. gr. stjórnarsk r árinnar og grundvalla r reglna um persónuvernd. Í lögum nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga komi fram sú meginregla að sjúklingur eigi rétt á að leita til þess læknis sem honum hent i best, sbr. 20. gr. laganna, og sé einstaklingi ekki skylt að mæta til læknis sem hann treysti ekki. Einnig er vísað til þess að samkvæmt 8. gr. laga nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests og launa í veikindaforföllum skuli veikur starfsmaður, ef atvinnurekandi krefst, afhenda vottorð læknis sem sýni að hann hafi verið óvinnufær vegna veikinda eða slyss. Það fái hvorki stoð í lögum nr. 19/1979 né öðrum lögum að 10 vinnuveitandi geti skikkað starfsmann til að mæta til trúnaðarlæknis og falli slíkt ekki heldur undir almennar starfsskyldur. Málsástæður og lagarök stefn da 41 Stefndi reisir kröfu sína um frávísun málsins á því að málatilbúnaður stefnanda uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og áskilnað d - og e - liða 1. mgr. 80. gr. laganna um að í stefnu skuli greina með glöggum hætti dómkröfur stefnanda og þær málsástæður sem hann byggi r málsókn sína á. 42 Stefndi vísar til þess að það sé lögfest meginregla vinnuréttar að vinnuveitandi geti ávallt farið fram á að starfsmaður sanni veikindi og þar með óvinnufærni með framvísun læknisvottorðs, sbr. 8. gr. laga nr. 19/1979. Ekki komi fram í ákvæðinu hvernig sönnunarfærslunni skuli háttað heldur eingöngu að læknisvottorð skuli stafa frá lækni. Í kafla 13.2.1 í kjarasam s a . Það leiði af grein 13.2.1.1 að starfsmaður þurfi að tilkynna yfirmanni um óvinnufærni og eftir atvikum afla læ knisvottorðs frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar. Ákvæðið byggi að meginstefnu til á þremur efnisatriðum, það er óvinnufærni, tilkynningarskyldu og læknisvottorði. Það falli í hlut yfirmanns að taka ákvörðun um hvort framvísa þurfi læknisvottorði veg na veikinda, sem og hvort það skuli stafa frá trúnaðarlækni , og hafi yfirmaður eftir atvikum milligöngu um að boða starfsmann til trúnaðarlæknis. 43 Með málsókn stefnanda sé þess freistað að fá viðurkennt að vinnuveitendum sé óheimilt á grundvelli kjarasamnin gs að skikka starfsmann til að mæta til trúnaðarlæknis. Aftur á móti sé engin tilraun gerð til að láta reyna á þau tilvik sem tilgreind séu í málavaxtalýsingu stefnu . S é úrlausn sakarefnisins því ekki í tengslum við réttindi eða skyldur tiltekins félagsman ns á grundvelli þeirra kjarasamningsákvæða sem um ræðir. Þá sé ekki ljóst hvort þau tilvik sem stefnandi tilgreini r hafi raunverulega átt sér stað og þá með hvaða hætti þeim hafi lyktað. Samkvæmt m álatilbúnað i stefnanda sé þess í reynd óskað að Félagsdómur svari með almennum hætti, án nánari afmörkunar á ágreiningsefni nu, hvort heimild vinnuveitanda til að skylda starfsmann til að hitta trúnaðarlækni rúmist innan gildissviðs kafla 13.2.1 í kjarasamningi aðila . Slíkt sé í andstöðu við 1. mgr. 25. laga nr. 91 /1991 . 44 Stefndi byggir jafnframt á því að stefnanda skorti lögvarða hagmuni af því að efnisdómur verði felldur á kröfu hans. Óskað sé efitr því að kveðið verði með almennum hætti á um tiltekna réttarstöðu án þess að vísað sé til tiltekinna starfsmanna og r éttinda þeirra eða skyldna. Hafi stefnandi hvorki sýnt fram á né leitt líkur að því að hann hafi sérstaka hagsmuni af úrlausn málsins eða að það snerti réttarsamband hans og stefnda. Þar sem stefnandi geti ekki átt aðild að þeim réttarágreiningi sem felist í kröfugerð hans skorti hann lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Niðurstaða 11 45 Krafa stefnanda lýtur að því að viðurkennt verði með dómi að vinnuveitanda sé óheimilt á grundvelli kjarasamnings aðila að skikka starfsmann til að mæta til trúnaðarlæknis vinnuveitandans. 46 Að virtum málatilbúnaði aðila og því sem fram kom við munnlegan málflutning er lj óst að uppi er ágreiningur um túlkun kjarasamnings ins að þessu leyti. Aðila greinir nánar tiltekið á um hvort vinnuveitandi geti gefið starfsmanni fyrirmæli um að mæta í viðtal eða til skoðunar hjá trúnaðarlækni samkvæmt ákvæðum kjarasamningsins. Vísað er til trúnaðarlæknis í nokkrum ákvæðum kjarasamningsins, svo sem í greinum 13.2.1.1, 13.2.1.2 og 13.2.3.1 eins og nánar er rakið í stefnu. Stefnandi byggir á því að skylda starfsmanns til að mæta til trúnaðarlæknis verði ekki leidd af þessum ákvæðum, en stef ndi telur aftur á móti að vinnuveitandi geti gefið fyrirmæli um slíkt samkvæmt ákvæðum kjarasamningsin s og hefur sérstaklega vísað til greinar 13.2.1.1 . 47 Að framangreindu virtu telur dómurinn að uppi sé ágreiningur um skilning á kjarasamningi sem fellur un dir lögsögu Félagsdóms, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Þá telur dómurinn að eins og atvikum er háttað sé dómkrafa stefnanda nægilega skýr og til þess fallin að leiða ágreining aðila til lykta, enda þótt þar sé ekki vísað til afmarkaðs tilviks. Að sama skapi eru málsástæður stefnanda nægilega reifaðar í stefnu og fer ekki á milli mála hvert sakarefnið er. Samkvæmt þessu uppfyllir málatilbúnaður stefnanda kröfur d - og e - liða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91 /1991 , eins og skýra ber ákvæðin í ljósi hlutverks Félagsdóms samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986. 48 Með vísan til framangreinds og að virtu hlutverki Félagsdóms verður ekki heldur fallist á að vísa beri málinu frá dómi þar sem um sé að ræð a lögspurningu í skilningi 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Þá er ljóst að efnisleg niðurstaða málsins hefur þýðingu fyrir réttarstöðu félagsmanna stefnanda og verður málinu því ekki vísað frá vegna skorts á lögvörðum hagsmunum. 49 Samkvæmt framangreindu ve rður frávísunarkröfu stefnda hafnað. Rétt þykir að ákvörðun málskostnaðar vegna þessa þáttar málsins bíði efnisdóms. Úrskurðarorð: Frávísunarkröfu stefnda, Sambands íslenskra sveitarfélaga, er hafnað. Ákvörðun málskostnaðar bíður efnisdóms. Ásgerður Ragnarsdóttir Ásmundur Helgason Gísli Gíslason 12 Guðni Á. Haraldsson Karl Ó. Karlsson