FÉLAGSDÓMUR Úrskurður mánudaginn 16. mars 2020. Mál nr. 13/2019: Alþýðusamband Íslands vegna Verkalýðsfélags Akraness f.h. Daniel Mariusz Skrynski ( Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins f.h. Norðuráls Grundartanga ehf. ( Ragnar Árnason lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 25. febrúar síðastliðinn. Mál ið úrskurða Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Ragnheiður Harðardóttir , Lára V. Júlíusdóttir og Valgeir Pálsson. Stefnandi er Alþýðusamband Íslands, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík, vegna Verkalýðsfélags Akraness, Sunnubraut 13 á Akranesi, fyrir hönd Daniel Mariusz Skrzynski, Akurgerði 11 á Akranesi. Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, fyrir hönd Norðuráls Grundartanga ehf. á Grundartanga. Dómkröfur stefnanda 1 Endanleg dómkrafa stefnanda er sú, að viðurkennt verði að á tímabilinu 15. október 2014 til 15. október 2018 hafi Norðurál Grundartang a ehf. skert réttindi Daniel Mariusz Skrzynski til vikuleg s frídags um alls 125 daga. 2 Stefnandi krefst einnig málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda verði henni ekki að öllu leyti eða hluta vísað frá dómi . 4 Jafnframt krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnan da. Málavextir 5 Verkalýðsfélag Akraness er stéttarfélag sem fer með samningsumboð við gerð kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna. Innan félagsins eru meðal annars launþegar sem starfa hjá Norðuráli Grundartanga ehf. Síðarnefnt félag fer sjálft með sam ningsumboð við gerð kjarasamnings og hefur gert sérstakan kjarasamning, meðal annars við Verkalýðsfélag Akraness, um lágmarkskjör starfsmanna. Nú er í gildi kjarasamningur 2 starfsmanna Norðuráls Grundartanga ehf. með gildistíma frá 1. janúar 2015 til 31. de sember 2019. 6 Þann 20. apríl 2007 var Daniel Mariusz Skrzynski ráðinn sem verkamaður í skautsmiðju hjá Norðuráli starfsmannsins. 7 á D - vakt í skeypuskála frá 21. þess mánaðar. Samkvæmt ódagsettum starfssamningi hans og Norðuráls Grundartanga ehf., sem í stefnu segir að hafi verið gerður 19. júní 2017, var Daniel Mariusz fastráðinn frá og með 8. desember 2016 í 100% stöðu framleiðslus tarfsmanns á D - tilvísun í samningnum til Verslunarmannafélags Reykjavíkur séu mistök við textagerð en Daniel Mariusz sé félagi í Verkalýðsfélagi Akraness og virðist það ágreiningslaust. 8 Í þeim kafl a kjarasamningsins sem fjallar um lágmarkshvíld segir í 1. mgr. greinar 2.13.5: beint daglegum, samfelldum hvíldartíma skv. 1. tölulið og skal við það miðað að vikan bakvaktarmönnum og við upp - og útskipanir, svo og þeirra sem vinna að öryggi smálum og 9 Samkvæmt 1. mgr. 54. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og örygg i á vinnustöðum , sbr. 19. gr. laga nr. 68/2003, skal starfsmaður fá að minnsta kosti einn vikulegan frídag sem tengist beint daglegum hvíldartíma samkvæmt 53. gr. laganna. Í 2. mgr. ákvæðisins er þó heimilað að fresta vikulegum frídegi þannig að starfsmað ur fái samsvarandi hvíldartíma síðar og ávallt innan 14 daga, enda kalli eðli hlutaðeigandi starfs á það. Síðan segir að þar sem sérstakar ástæður geri slík frávik nauðsynleg, megi þó ákveða með samkomulagi á vinnustað að fresta vikulegum hvíldartíma þanni g að í stað vikulegs frídags komi tveir samfelldir frídagar á hverjum tveimur vikum. Samkvæmt 3. mgr. 53. gr. laganna er enn fremur heimilt að fresta vikulegum frídegi þegar ytri aðstæður, svo sem veður og önnur náttúruöfl, slys, orkuskortur, bilun á vélum , tækjum og öðrum búnaði eða aðrir tilsvarandi ófyrirséðir atburðir trufli eða hafi truflað rekstur og nauðsyn sé að halda uppi þjónustu eða framleiðslu, enda fái starfsmaður hvíldartíma síðar og eins fljótt og við verði komið. Á kvæði lagagreinarinnar bygg jast á vinnutímatilskipun Evrópuráðsins nr. 93/104/EB . 10 Samkvæmt vaktatöflu, sem stefndi hefur lagt fram, eru vaktir í ker - og steypuskála stefnda skipulagðar sem 12 tíma vaktir sem skipt er niður á fjóra vakthópa og ná vaktir lengst yfir fimm daga samfellt . Skipulagning vakta er því í samræmi við þá meginreglu, sem kemur fram í 1. mgr. greinar 2.13.5 í kjarasamningi aðila og 1. mgr. 54. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, að starfsmaður skuli fá að minnsta kosti 3 einn vik ulegan frídag sem tengist beint daglegum hvíldartíma. Af gögnum málsins verður ráðið að Daniel Mariusz vann á fyrrgreindu tímabili frá 15. október 2014 til 15. október 2018 mun meira en þessu nemur. Ágreiningur aðila lýtur að því hversu mörg þau tilvik vor u. 11 Við endurupptöku málsins 25. febrúar síðastliðinn var lögð fram dómsátt í málinu sem laut að fyrstu og þriðju stefnu kröfu stefnanda. Koma þeir kröfuliðir því ekki til úrlausnar Félagsdóms og liggur því fyrir dóminum að leysa eingöngu úr ágreiningi aðila samkvæmt öðrum kröfulið sem lýst hefur verið hér að framan . Málsástæður og lagarök stefnanda 12 Málatilbúnaður stefnanda er reistur á því að Norðurál Grundartanga ehf. hafi á tímabilinu 15. október 2014 til 15. október 2018 í 125 skipti bro tið gegn ákvæðum kjarasamnings starfsmanna fyrirtækisins í tilviki Daniel Mariusz Skrzynski. Stefnandi kveður mál þetta rekið til að fá leyst úr því hver séu kjarasamningsbundin réttindi Daniel Mariusz og heyri málið því undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. 13 Í stefnu er vísað til ákvæða 1. mgr. greinar 2.13.5 í kafla um lágmarkshvíld í framangreindum kjarasamningi þar sem fram komi meginreglan um vikulegan frídag starfsmanna. Ákvæði greinarinn ar séu til komin vegna lagaskyldu en í 1. mgr. 54. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sbr. 19. gr. laga nr. 68/2003, sé kveðið á um að vinnutíma skuli haga þannig að á hverju sjö daga tímabili skuli starfsmaður fá að m innsta kosti einn vikulegan frídag sem tengist beint daglegum hvíldartíma samkvæmt 53. gr. laganna. Lagaákvæðin eigi rót að rekja til vinnutilskipunar Evrópuráðsins nr. 93/104/EB. 14 Stefnandi bendir á að það sé skilyrði fyrir beitingu undantekningarreglu 2. mgr. 54. gr. laga nr. 46/1980 til að víkja frá framangreindri meginreglu að sérstök þörf sé á frestun vikulegs frídags vegna eðlis hlutaðeigandi starfs og að frestunin sé gerð með samningum samtaka aðila vinnumarkaðarins. Samkvæmt málsgreininni megi þó ei nnig fresta frídeginum með samkomulagi á vinnustað, ef sérstakar ástæður geri slík frávik nauðsynleg. Til að undantekningu 3. mgr. lagaákvæðisins verði beitt, verði að hafa komið upp ófyrirséðar ytri aðstæður svo sem veður, nátturuhamfarir o.fl. 15 Stefnandi telur að túlka verði ákvæði kjarasamningsins í samræmi við áðurgreind lagaákvæði. Meginreglan sé skýr um að vikulegur frídagur miðist við sjö daga tímabil. Undantekningar beri að skýra þröngt og þær eigi einungis við þegar uppi séu sérstakar aðstæður eða þegar sérstaklega hafi verið samið um frávik. Verkalýðsfélag Akraness hafi hvorki gert samninga við Norðurál Grundartanga ehf. né aðra löggerninga sem réttlæti að vikið sé frá fyrrgreindum ákvæðum kjarasamninga um vikulegan frídag. Ekki hafi heldur verið u m að ræða sérstakar aðstæður heldur almennt fyrirkomulag vinnunnar sem fyrirtækið skipuleggi. 4 16 Stefnandi bendir á að túlka beri kjarasamning aðila í samræmi við reglur á hinum almenna vinnumarkaði. Þyrfti því að koma skýrt og afdráttarlaust fram í samningn um ef ætlunin væri að launþegum, sem eigi réttindi samkvæmt honum, væru ætluð lakari kjör en almennt gerðist. Jafnframt yrðu að liggja fyrir málefnalegar ástæður fyrir slíkri skerðingu réttinda. Hvorugt eigi við í þessu máli. Þá séu engar hlutlægar eða san ngjarnar ástæður fyrir hendi sem réttlæti skerðingu á rétti Daniel Mariusz til vikulegs frídags. Beri stefndi alla sönnunarbyrðina að þessu leyti. 17 Að mati stefnanda er útreikningur Norðuráls Grundartanga ehf. á upphafi og lengd frídaga hjá Daniel Mariusz r angur þar sem fyrirtækið telji dag sem frídag þótt starfsmaðurinn hafi unnið hluta dagsins. Slíkur útreikningur fái ekki staðist, enda verði frídagur að vera heill sólarhringur sem tengist beint daglegum, samfelldum hvíldartíma, svo sem skýrlega komi fram í grein 2.13.5 í kjarasamningi. Þar segi að lágmarkshvíld á hverjum sólarhring sé 11 stunda samfelld hvíld. Af því leiði að Daniel Mariusz eigi rétt á að dagleg lágmarkshvíld tengist vikulegum frídegi og eigi þannig rétt á því að ljúka fyrst 11 klukkustund a hvíld áður en frídagurinn hefst. 18 Um lagarök vísar stefnandi til laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, og almennra meginreglna vinnuréttar. Um fyrirsvar í málinu vísar stefnandi til 4. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og 45. gr. laga nr. 80/1938 og um varnarþing til 38. gr. síðar nefndra laga. Málskostnaðarkrafa stefnanda er reist á 1. mgr. 129. gr. og 1. og 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sb r. 68. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefnda 19 Stefndi gerir í greinargerð sinni athugasemdir við formhlið málsins. Endanleg dómkrafa stefnanda um að viðurkennt verði að stefndi hafi í tilteknum fjölda tilvika á tilgreindu tímabili skert rétt indi Daniel Mariusz Skrzynski sé verulega vanreifuð í stefnu. Stefnandi láti við það sitja að fullyrða í stefnu að tilvikin séu 125, án þess að gera þar nánari grein fyrir ætluðum brotum. Tilvikin séu ekki reifuð og ekki sé gerð grein fyrir dagsetningum, h eldur látið nægja að vísa til óljósra fylgiskjala. Að mati stefnda sé kröfugerðin svo óljós að hún sé andstæð d - og e - liðum 80. gr. laga nr. 91/1991. 20 Að mati stefnda uppfylli sú framsetning ekki skilyrði d - og e - liða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, um m eðferð einkamála. 21 Stefndi vísar til þess að ákvæði kjarasamnings starfsmanna Norðuráls hf. á Grundartanga og hlutaðeigandi stéttarfélaga, þar á meðal Verkalýðsfélags Akraness, um lágmarkshvíld og vikulegan frídag eigi sér stoð í lögum nr. 46/1980, um aðbú nað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og samningi Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands um skipulag vinnutíma frá 1996. 22 Stefndi vísar til þess að samkvæmt 2. og 3. mgr. 54. gr. laga nr. 46/1980 séu heimil frávik frá meginreglunni í 1. mgr. um vikulegan frídag. Megi ákveða slíka frestun með samningum samtaka aðila vinnumarkaðarins þegar sérstök þörf er á vegna eðlis 5 hlutaðeigandi starfa, auk þess sem gera megi samkomulag um slíkt á vinnustað þar sem sérstakar aðstæður gera slík frávi k nauðsynleg þannig að í stað vikulegs frídags komi tveir samfelldir frídagar á hverjum tveimur vikum, og loks geti ytri aðstæður, svo sem veður, orkuskortur, bilun í búnaði og aðrir ófyrirséðir atburðir truflað rekstur og framleiðslu þegar nauðsynlegt er að halda uppi þjónustu eða framleiðslu, enda fái starfsmaður samsvarandi hvíldartíma síðar og eins fljótt og við verði komið. F ráviksheimildir laganna byggist á 17. gr. tilskipunar EB nr. 93/104 , um skipulagningu vinnutíma , sem innleidd hafi verið á almenn um vinnumarkaði með samningi Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands frá 1996. 23 Ákvæði kjarasamningsins, sem hér um ræðir, séu efnislega samhljóða ákvæðum laga nr. 46/1980 og nefndum samningi Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands frá 1996. Við túlkun þeirra með hliðsjón af lögum nr. 46/1980 og framangreindum samningi Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands, sé ljóst að með kjarasamningnum hafi verið innleidd frávik frá reglunni um vikulegan frídag þegar slík t er nauðsynlegt. Beri að veita vinnuveitanda nokkurt svigrúm til að meta nauðsyn frestunar, slíkt mat sé að einhverju leyti huglægt og þá þurfi oft að bregðast við með stuttum fyrirvara. Af hálfu stefnda sé því hafnað að kjarasamningsákvæðin sæti þröngri túlkun svo sem stefnandi krefjist. 24 Stefndi hafnar því að hann hafi á fjögurra ára tímabili brotið gegn rétti Daniel Mariusz Skrzynski til vikulegs frídags í 125 skipti. Þá sé rangt, sem stefnandi haldi fram, að stefnda hafi í engu tilviki á þessu tímabil i verið heimilt að fresta vikulegum frídegi starfsmannsins, enda sé heimild til frestunar frídags ekki svo takmörkuð sem stefnandi haldi fram. Kjarasamningurinn veiti stefnda jafnt heimild og svigrúm til að meta nauðsyn frestunar vikulegs frídags. Starfsem i stefnda sé þess eðlis að mikilvægt sé að hafa tiltekinn fjölda þjálfaðra starfsmanna á vakt til að gæta að framleiðslunni og tryggja öryggi starfsmanna. 25 Stefndi hefur gengist við því að hafa í nokkrum tilvikum ekki gætt að því að veita Daniel Mariusz Sk rzynski tvo frídaga innan tveggja vikna tímabils. Eftir ábendingu frá stefnanda hafi verklagi stefnda verið breytt til að tryggja rétta framkvæmd kjarasamningsins. 26 Stefndi bendir á að jafnvel þótt gengið væri út frá því að veita hefði átt Daniel Mariusz f rídag vikulega séu tilvikin ekki 125, eins og stefnandi haldi fram. Það sé stefnanda að sýna fram á öll þau 125 tilvik sem dómkrafan byggist á, ella verði að sýkna stefnda. Stefndi mótmælir því að honum verði gert að sýna fram á það með gögnum og vitnaleið slum fyrir Félagsdómi að honum hafi verið heimilt að nýta fráviksákvæði kjarasamningsins til að fresta vikulegum frídegi viðkomandi starfsmanns. Mat á nauðsyn þess sé oft huglægt mat stjórnenda stefnda sem þurfi að grípa til ráðstafana vegna óvæntra forfal la eða aðstæðna við framleiðslu hjá fyrirtækinu. Slík öfug sönnunarbyrði eigi ekki við um túlkun kjarasamnings aðila. Framkvæmd ákvæða um vikulegan frídag og frestun hans hafi verið kunnug viðkomandi stéttarfélögum og trúnaðarmönnum þeirra sem hafi eftirli t með framkvæmd samningsins. 6 27 Um lagarök fyrir málskostnaðarkröfu sinni vísar stefndi til 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Niðurstaða 28 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2 . tölulið 1. mgr. 44 . gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. 29 Samkvæmt stefnu gerði stefnandi upphaflega kröfu um viðurkenningu á tilteknum atriðum í þremur liðum sem lúta að rétti Daniel Mariusz Skrzynski til vikulegs frídags. Svo sem áður sagði var lögð fram d ómsátt við endurupptöku málsins 25. febrúar síðastliðinn sem lýtur að ágreiningi aðila vegna fyrstu og þriðju stefnukröfunnar. Liggur því fyrir Félagsdómi að leysa úr ágreiningi aðila vegna annarrar dómkröfu stefnanda um að viðurkennt verði að á tímabilinu 15. október 2014 til 15. október 2018 hafi Norðurál Grundartang a ehf. skert réttindi Daniel Mariusz til vikulegs frídags um alls 125 daga . Svo eða að hluta vísað frá 30 Þótt ekki sé í stefnu vísað til kjarasamnings aðila er ljóst af lestri stefnunnar að viðurkenningarkrafa stefnanda á að mati hans stoð í grein 2.13.5 í samningnum. Ákvæði 1. einn vikulegan frídag, sem tengist beint daglegum, samfelldum hvíldartíma skv. 1. tölulið og skal við það miðað að vikan hefjist á mánudegi, en hjá vaktamönnum á fyrsta degi iklu leyti sem því verður við komið, vera á sunnudegi. Þó sé heimilt að fresta vikulegum frídegi upp - og útskipanir, svo og þeirra sem vinna að öryggismálum og varðveislu v Megi þá haga töku frídaga þannig að teknir séu tveir frídagar saman innan tveggja vikna markanna, án skerðingar dagvinnulauna. 31 Umrædd grein kjarasamningsins á rót að rekja til 54. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu stöðum, sbr. 19. gr. laga nr. 68/2003. Meginregla 1. mgr. greinarinnar er efnislega hliðstæð fyrri hluta greinar 2.13.5 í kjarasamningi aðila sem áður er rakið. Í 2. mgr. 54. gr. laganna er heimilað að víkja á tvo vegu frá kröfunni í 1. mgr. um að minnsta kosti einn vikulegan frídag sem tengist beint daglegum hvíldartíma. Annars fráv um þessa heimild að þá þurfi skilyrði vinnutímatilskipunar (tilskipun ráðsins nr. 93/104/EB) um hlutlægar og tæknilegar ástæður að vera fyrir hendi. Lengst má frestunin vara í 14 daga. Í seinna tilvikinu er það skilyrði frestunar frá vikulegum frídegi að sérstakar ástæður geri það nauðsynlegt. Eins og fram kemur í athugasemdum við frumvarpið er þar vísað til samkomulags milli atvinnurekanda og hlutaðeigandi starfsmanns o g skírskotar því til einstaklingsbundinna ráðningarkjara viðkomandi starfsmanns. Í staðinn verða að koma tveir samfelldir frídagar á hverjum tveimur vikum. Þriðju heimildina til frestunar á 7 vikulegum frídegi má finna í 3. mgr. 54. gr. laga nr. 46/1980 en h ún á aðeins við þegar ytri aðstæður svo sem veður, slys, bilun og fleiri ófyrirséðir atburðir trufla reksturinn. 32 Kjarasamningsákvæðið, sem stefnandi reisir kröfugerð sína á, verður að túlka eftir fremsta megni til samræmis við framangreind lagaákvæði. Í samningsákvæðinu er meginreglan áréttuð um vikulegan frídag en heimilað að fresta töku hans sé það nauðsynlegt. Í því sambandi eru tilgreind störf talin upp í dæmaskyni. Samkvæmt orðum sínum getur heimild ákvæðisins til frestunar á vikulegum frídegi því te kið til allra þeirra tilvika sem vikið er að í 2. og 3. mgr. 54. gr. laga nr. 46/1980 en gefur ekki tilefni til þess að álykta að heimildin sé víðtækari. 33 Samkvæmt vaktatöflu, sem stefndi hefur lagt fram, eru vaktir í ker - og steypuskála stefnda skipulagða r sem 12 tíma vaktir sem skipt er niður á fjóra vakthópa og ná vaktir lengst yfir fimm daga samfellt. Skipulagning vakta er því í samræmi við þá meginreglu, sem kemur fram í 1. mgr. greinar 2.13.5 í kjarasamningi aðila og 1. mgr. 54. gr. laga nr. 46/1980, um að starfsmaður skuli fá að minnsta kosti einn vikulegan frídag sem tengist beint daglegum hvíldartíma. 34 Fyrir liggur að Daniel Mariusz vann á tímabilinu 15. október 2014 til 15. október 2018 mun meira en þessu nemur. Ekki er ástæða til þess að draga í e fa að það eigi rætur að rekja til þess að hann hafi verið fús til að verða við beiðni stefnda um að hlaupa í skarðið þegar forföll urðu hjá starfsmönnum á öðrum vöktum. Fyrir vikið urðu samfelldar vinnulotur Daniel Mariusz mjög oft lengri en sjö dagar og a ll oft mun lengri. Stefndi hefur viðurkennt að í þeim tilvikum, sem vinnulotur Daniel Mariusz spönnuðu tveggja vikna tímabil, hafi verið farið gegn kjarasamningi og framangreindum ákvæðum laga nr. 46/1980. 35 Samkvæmt endanlegri kröfugerð stefnanda er krafist viðurkenningar á því að á fyrrgreindu fjögurra ára tímabili hafi stefndi skert réttindi Daniel Mariusz til vikulegs frídags um alls 125 daga. Í lýsingu málsatvika í stefnu er vikið að þessu atriði í málatilbúnaði stefnanda vann gríðarlega mikið fyrir Norðurál. Á tímabilinu 15. október 2014 til 15. október 2018 vann Daniel í fjölmörg skipti samfellt í meira en sjö daga í einu þannig að hann fékk ekki rétt sinn til vikulegs frídags. Á tímabilinu var réttur hans til vikulegs fr lagt var fram við þingfestingu málsins. Skjalið hefur að geyma yfirlit yfir vinnustundir Daniel Mariusz á umræddu tímabili þar sem skrifað hefur verið inn á það hvenær samfellda r vinnulotur hans voru að mati stefnanda sjö dagar eða lengri, án þess að hann fengi frídag eða frídaga. Á öðru dómskjali, sem stefnandi lagði fram við þingfestingu málsins, er þessi talning tekin saman og reiknaður út fjöldi frídaga sem Daniel Mariusz hef ði átt að njóta. Í stefnu er hins vegar enga frekari umfjöllun að finna um talninguna og þær forsendur sem hún er reist á, þótt staðhæfingin um umfang skerðingar á frítökurétti starfsmannsins byggist á henni. Að þessu leyti fullnægir stefnan ekki skilyrði e - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. 36 Eins og áður segir er kröfugerð stefnanda reist á 1. mgr. greinar 2.13.5 í kjarasamningi 8 vaktamönnum á fyrsta vikulanga tímabils sem líta ber til við þá talningu sem greinin útheimtir. Ekki er að sjá að talning stefnanda á framangreindu dómskjali taki mið af þessari forsendu. Skortir á umfjöllun í ste fnu um forsendur að baki þeirri staðhæfingu að réttur Daniel Mariusz hafi verið skertur um 125 frídaga á umræddu tímabili. 37 Eins og rakið hefur verið reisir stefnandi málatilbúnað sinn á 1. mgr. greinar 2.13.5 í kjarasamningi sem mælir fyrir um einn vikule gan frídag á hverju sjö daga tímabili. Hvorki í því samningsákvæði né í 54. gr. laga nr. 46/1980, sem áður er rakið, er kveðið á um hvenær á því sjö daga tímabili frídagurinn skuli tekinn. Að því gættu og með hliðsjón af dómi Félagsdóms í máli nr. 6/2009 s em og dómi Evrópudómstólsins 9. nóvember 2017 í máli nr. C - 306/16 verður að álykta að unnt sé að skipuleggja vinnutímann þannig að samfelld vinnulota, sem tekur yfir tvö sjö daga tímabili, án þess að starfsmaðurinn fái hvíld og frídag er nái samtals 35 klu kkustundum, geti verið lengri en sjö dagar og jafnvel allt að 12 dögum. Sú talning stefnanda, sem liggur til grundvallar kröfugerð hans, tekur heldur ekki mið af þessu, enda virðist þar lagt til grundvallar að í hvert sinn sem slík samfelld vinnulota nær s jö eða fleiri dögum hafi verið brotið gegn kjarasamningsbundnum rétti starfsmannsins. 38 Í ljósi alls framangreinds er það niðurstaða Félagsdóms að málið sé svo vanreifað af hálfu stefnanda að óhjákvæmilegt sé að vísa kröfu hans frá Félagsdómi. 39 Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður. Úrskurðar orð: Máli þessu er vísað frá Félagsdómi. Málskostnaður fellur niður .