FÉLAGSDÓMUR Dómur miðvikudaginn 16. júní 20 21 . Mál nr. 1 7 /20 20 : Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Félags iðn - og tæknigreina ( Birna Ketilsdóttir lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins ( Maj - Britt Hjördís Briem lögmaður ) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 11 . maí 2021 . Mál ið dæma Sigurður G. Gíslason , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Eva Dís Pálmadóttir og Ólafur Eiríksson . Stefnandi er Alþýðusamband Íslands , Guðrúnartúni 1 Í Reykjavík, fyrir hönd Félags iðn - og tæknigreina , Stórhöfða 31 í Reykjavík. Stefndi er Samtök atvinnulífsins , Borgartúni 35 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að túlka beri ákvæði 8.5 í kjarasamningi á milli Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins frá 3. m aí 2019 á þann hátt að undir ákvæðið falli fjarvera starfsmanns úr vinnu vegna hvers kyns veikinda eða sjúkleika barns sem krefjast þess að starfsmaðurinn þurfi að hverfa frá vinnu, þ.á m. til að koma barni sem stríðir við talgalla og málþroskaraskanir til talþjálfunarmeðferðar. 2 Þá krefst stefnandi þess a ð stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati Félagsdóms eða samkvæmt framlögðu yfirliti sem áskilinn er réttur til að leggja fram við aðalmeðferð málsins, ef til hennar kemur. Dómkröfu r stefnda 3 Stefnd i krefst sýkn u af öllum k röfum stefnanda í máli þessu og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins . Málavextir 4 Helstu málavextir eru óumdeildir. Þann 1. apríl 2019 tók gildi kjarasamningur á milli Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins og gildir hann til 1. nóvember 2022. Í samningsákvæði 8.5 er kveðið á um rétt foreldris til að fá greidd laun þrátt fyrir fjarveru frá vinnu, sé þeim tíma varið í aðhlynningu sjúkra barna þess, en ákvæðið er nánar tiltekið svohljóðan di: 2 tveimur dögum fyrir hvern unninn mánuð til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið. Eftir 6 mánaða starf verður rétturinn 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Foreldri 5 B arn félagsmanns stefnanda er með málþroskafrávik samkvæmt niðurstöðum athugunar talmeinafræðings og þarf af þeim sökum að leita aðstoðar tal þjálfara reglulega . Félagsmaður stefnanda hefur farið með barn sitt til talþjálfara á vinnutíma með tilheyrandi fjarveru frá vinnu. Með tölvupósti, dags. 11. maí 2020, óskaði atvinnurekandi félagsmanns stefnanda eftir afstöðu stefnda til þess hvort honum b æri að greiða starfsmanni laun vegna fjarverunnar. Við því fékk hann þau svör að talkennsla félli ekki undir veikindi barna og ætti starfsmaður því ekki rétt á því að fá fjarveruna greidda. Bauðst umræddum félagsmanni að taka launalaust leyfi eða nýta orlo f sitt vegna fjarvista sinna frá vinnu vegna þessara ferða. Málsástæður og lagarök stefnanda 6 Stefnandi kveðst byggja málsástæður sínar á því að túlkun stefnda á ákvæði 8.5 sé of þröng og að upphaflegur tilgangur ákvæðisins hafi verið sá að ná almennt til þess þegar starfsmenn þurf i að hverfa frá vinnu vegna veikinda barna sinna, hvers eðlis sem þau svo kunna að vera. Þannig m egi á þann hátt að talgallar og málþroskaraskanir falli ekki undir ákvæðið. Bendir stefnandi á að rétturinn tæmist sé hann fullnýttur vegna reglulegra meðferða hjá talþjálfa. 7 Stefnandi telur að h eigi sér að öllum líkindum skýringu í aldri ákvæðisins, en við mat á inntaki þess sé mikilvægt að líta til þeirra skyldna sem hvíl i á foreldrum samkvæmt meginreglum barnaréttar, auk þeirrar þróunar sem orðið h afi frá því að ákvæðið hafi komið fyrst inn í kjarasamning. Sé ákvæðið lesið í samhen gi við þær skyldur sem hvíl i á foreldri, þá sé ljóst að foreldri ber i að annast og tryggja persónulega hagi barns sem það er með forsjá yfir eða er með í umgengni. Á félagsmanni stefnanda hvíl i því skyldur sem forsjáraðila að stuðla að því að barnið fái um önnun í samræmi við þroska sinn og aldur, sbr. 1. gr. barnalaga nr. 76/2003. Leiði það til að mynda af þeim ákvæðum sem sýslumanni eða dómstólum ber i að líta til við mat á forsjárhæfni. Foreldri ber i því beinlínis skylda til að fara með barn í talþjálfun b úi það við þroskahömlun sem kall i á slíka þjálfun, enda verð i engri annarri umönnun komið við. Þá séu yfirgnæfandi líkur að barnið búi við verri stöðu eða jafnvel varanlegan skaða ef það f ái ekki þessa tilteknu meðferð og þjálfun. Til þessa beri að líta vi ð túlkun á inntaki ákvæðis kjarasamnings aðila. 8 Þá geri ákvæði 8.5 ekki ráð fyrir mati á mismunandi sjúkdómsstigum eða alvarleika veikinda, heldur sé ekki ráð fyrir mati á alvarleika veikinda þá þekkist slíkt mat engu að síður , til að mynda í lögum og reglum um réttindi fólks til umönnunarbóta frá sveitarfélagi vegna veikinda barna. Samkvæmt skilgreiningu á mismunandi fötlunar - og sjúkdómsstigi 3 reglugerðar nr. 504/1997, um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, fall i börn með vægari þroskaraskanir og/eða atferlisraskanir, sem þurf i aðstoð, þjálfun og eftirlit sérfræðinga, í fimmta og síðasta flokk fötlunar - og sjúkdómsstigs og njót i því ekki réttar til sérstakra umön nunarbóta nema í undantekningartilvikum. Eðli máls samkvæmt sé réttarstaða foreldra til þess að fá umönnunarbætur mismunandi eftir alvarleika veikinda barna þeirra, en engu að síður sé ljóst af fyrrgreindu að börn sem bú i við þroskahamlanir og þurf i af þei m sökum reglulega þjálfun, get i au falli ekki í efsta stig alvarleika. Þrátt fyrir að reglugerðin sé sem slík sé ekki til umræðu í málinu, þá m egi hafa hana til hliðsjónar og fyllingar að því leyti að ekki sé hægt að fullyrða að málþroskaröskun barna geti ekki fallið undir almenna skilgreiningu á sjúkleika eða veikindum þeirra. Telur stefnandi því ljóst að ákvæðinu sé ekki ætlað svo afmarkað gildi a ð það nái eingöngu til tilfallandi flensupesta barna starfsmanna , líkt o g stefndi byggi á . Sú skýring sé of þröng og kall i á mat atvinnurekanda á alvarleika viðkomandi sjúkleika eða pesta. Að mati stefnanda geti ekki talist í samræmi við markmið ákvæðisins að búa til slíkan ágreining milli aðila ráðningarsambands. 9 Að lokum byggir stefnandi á því að þrátt fyrir að sá réttur sem tryggður sé í ákvæði 8.5 sé ekki lögbundinn, líkt og lögfræðingur á vegum stefnda hafi vísað til í tölvupóstsamskiptum dags. 11. maí 2020, þá sé rétturinn engu að síður tryggður með kjarasamningi sem gildi gagnvart öllum þeim sem aðilar séu að honum. Þannig skipti það ekki máli hvort umrædd réttindi séu beinlínis lögfest, enda ætti meginregla samningaréttar um að samninga beri að halda að leiða til þess að vinnuveitandi virði þau réttindi starfsmanna sinna sem fólgin eru í ákvæði 8.5. Þá hafn ar stefnandi því að aðstöðu félagsmanns stefnanda megi líkja við tannlæknaheimsóknir eða ungbarnaeftirlit enda sé reglulegt eftirlit til tannlækna fyrirbyggjandi aðgerð en ekki til þess að bregðast við veikindum eða sjúkdómi. Sama eigi við um ungbarnaeftirlit sem þar að auki eigi sér stað mest megnis þegar annað foreldri sé í fæðingarorlofi. Komi hins vegar upp veikindi við slíkt reglulegt eftirlit s é ekki loku fyrir það skotið að réttindi samkvæmt ákvæði kjarasamningsins verði virk. Sá samanburður stefnda st andist því ekki að mati stefnanda. 10 Að framangreindu virtu telur stefnandi að hafna verði þeirri túlkun stefnda á orðalagi ákvæðis 8.5 í kjarasamn ingi milli stefnda og Samiðnar að börn sem þjáist af talgöllum sé það mat stefnanda að fjarvera frá vinnu til þess að fara með barn í talþjálfun falli undir umrætt ákvæði. Þv í beri að fallast á dómkröfu stefnanda, um að ákvæðið skuli túlkað þannig að undir það falli fjarvera starfsmanns úr vinnu vegna hvers kyns veikinda eða sjúkleika barns sem krefjast þess að starfsmaðurinn þurfi að hverfa frá vinnu, þ.á m. til að koma barni sem stríðir við talgalla og málþroskaraskanir til talþjálfunarmeðferðar. 4 11 Stefnandi kveðst byggja málsókn sína á meginreglum samningaréttar um skuldbindingargildi gerðra samninga. Málsástæður og lagarök stefnda. 12 Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda. Telur stefndi kröfu stefnanda um að fá laun án vinnuframlags vegna þessara ferða hvorki eiga sér stoð í lögum né kjarasamningi. Samkvæmt almennum reglum vinnuréttar sé greiðsla launa endurgjald fyrir vinnuframlag. Ákvæði í lögum og kjarasamningum sem fel i í sér greiðslu launa, þrátt fyrir að vinna hafi ekki verið innt af hendi, séu undantekningarákvæði frá þeirri meginreglu. Vinnuveitanda ber i ekki skylda til þess að greiða fyrir óunninn tíma nema skýr og ótvíræð ákvæði laga eða kjarasamnings kveði á um slí kt sbr. dóm ur Félagsdóms í mál i nr. 5/2003. 13 Stefndi kveðst byggja á því að e in meginreglna vinnuréttar sé sú að veikindaréttur stofn ist vegna eigin veikinda starfsmanns en ekki annarra. Lágmarksreglur um veikinda - og slysarétt launafólks sé að jafnaði að f inna í lögum, sbr. lög nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms og slysaforfalla. Við þann rétt h afi verið aukið með ákvæðum kjarasamninga. Réttur til launa vegna veikinda barna sé ekki lögbundinn réttur en almennt h afi verið samið um sérstakan rétt starfsmanna til launa vegna umönnunar veikra barna í kjarasamningum og því undantekning frá fyrrnefndri meginreglu. 14 Vísar stefndi til þess að í 8. kafla kjarasamnings stefnda og Samiðnar sé fjallað um greiðslu la una í veikinda - og slysatilfellum og í kafla 8.5 um veikindi barna og leyfi af óviðráðanlegum ástæðum. Deilt sé um hvort túlka beri ákvæði 8.5.1 á þann hátt að undir ákvæðið falli fjarvera starfsmanns úr vinnu vegna hvers kyns veikinda eða sjúkleika barns sem krefjast þess að starfsmaður þurfi að hverfa frá vinnu, þ.á.m. til að fara með barn í talþjálfun , eins og reifað sé í dómkröfum stefnanda. Á slíka rúma túlkun ákvæðisins geti stefndi ekki fallist. 15 Telur stefndi að í kjarasamningi milli stefnda og S amiðnar h afi verið samið um rétt starfsmanna til launa vegna umönnunar veikra barna sbr. ákvæði 8.5.1. Foreldrar haf i því rétt til launa, eftir 6 mánaða starf, í 12 daga á hverju 12 mánaða tímabili: vegna aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið . 16 Stefndi byggir á því að v ið skýringar á kjarasamningi ber i að fara eftir orðanna hljóðan og þeim skilningi sem fólk almennt legg i í ákvæðið, sbr. m.a. Hrd. 1955:337. Samkvæmt almennum málskilningi sé með s júkum börnum átt við börn sem séu veik og með aðhlynningu átt við umönnun þess sem sé líkamlega eða andlega veikur. Rýmri túlkun ákvæðisins sé þannig mótmælt og því hafnað að ákvæðið taki einnig til fjarveru starfsmanna frá vinnu vegna ferða til og frá þjá lfara, hvort sem um sé að ræða sjúkraþjálfara, lesþjálfara eða aðra aðkeypta sérkennslu, sálfræðing, talþjálfara eða annað þess háttar enda telj i st börn með frávik eða raskanir ekki veik samkvæmt 5 almennum málsskilningi. Samkvæmt orðanna hljóðan fall i því, undir ákvæði 8.5.1, aðeins þau tilvik þar sem börn séu veik enda verði annarri umönnun ekki við komið. 17 Greini samningsaðila á um skýrleika ákvæðis og hvaða tilvik falli þar undir þá sé nærtækt að byggja á því hvað vakað hafi fyrir samningsaðilum og hvaða s kilningur hafi verið lagður í umrætt ákvæði við kjarasamningsgerðina. Í 6. gr. kjarasamnings ASÍ við VSÍ/VMS o . fl. frá 26. febrúar 1986 , þegar ákvæðið hafi fyrst komið inn, sé kveðið á um að foreldri sé heimilt að verja samtals 7 vinnudögum á hverju tólf m ánaða tímabili, til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, verði annarri umönnun ekki komið við. Greiðsluréttur hafi því einungis stofnast vegna óhjákvæmilegra fjarvista foreldra frá vinnu vegna veikinda ungra barna, sbr 2. t ölu l. 6. gr. samn ingsins. 18 Réttur til launaðra fjarvista vegna veikinda barna sé einnig háður þeirri forsendu, að annarri umönnun verði ekki við komið. Þessi forsenda legg i þá skyldu á starfsmann að fá aðra til að annast barnið í veikindum sé þess kostur. Í bæklingi sem gef inn hafi verið út af Vinnuveitendasambandi Íslands í desember 1990 sé í X. kafla um veikindi barna m.a. tekið fram að: almennt sé ljóst að sé annað hjóna heimavinnandi geti starfmaður ekki beitt fyrir sig ákvæðinu, nema sérstakar ástæður hindri, það sem h eimavinnandi er, að annast barnið í veikindum 19 Telur stefndi að v ilji samningsaðila hafi þannig staðið til óvæntra, óhjákvæmilegra fjarvista vegna veikinda ungra barna þar sem engri annarri umönnun væri fyrirkomið og hafi hugsunin verið sú að foreldrar ættu kost á að hlúa að börnum sínum ef þau væru veik heima enda enginn annar til staðar til að sinna þeim og þau of ung til að sjá um sig sjálf. 20 Stefndi hafna r því að börn sem haldin séu viðvarandi röskunum eða frávikum séu sjúk í skilning i ákvæðis 8.5.1 í kjarasamningi aðila. Við mat á sjúkleika barna sé samkvæmt ákvæðinu stuðst við sama mat og við sjúkleika starfsmanna samkvæmt l ögum nr. 19/1979, og þurf i foreldrar að framvísa læknisvottorði til sönnunar veikindum barnsins ef vinnuveitand i ósk i þess. Í umfjöllun Láru V. Júlíusdóttur, lögmanns og fyrrverandi framkvæmdastjóra ASÍ , sem liggi fyrir í málinu, sé sú túlkun staðfest. Sömu reglur gild i um tilkynningarskyldu og sönnun veikinda barna og um veikindi starfsmanns sjálfs. Í 5. og 6. gr. l aga nr. 19/1979 sé það forsenda fyrir greiðslu vinnuveitanda að forföll starfsmanns frá vinnu stafi af sjúkdómum eða slysum sem leiði til óvinnufærni. Það sé því ekki nægilegt að starfsmaður hafi sjúkdóm heldur þarf sjúkdómurinn að leiða til þess að star fsmaður get i ekki mætt til vinnu. Á sama hátt sé gerð sú krafa að greiðsluréttur til starfsmanna vegna sjúkra barna stofnist þegar barn get i ekki sótt leikskóla/skóla vegna veikinda. Miðað sé við skilgreiningu lækna á því hvort um sjúkdóm sé að ræða en hve rgi k omi fram í gögnum málsins að barn félagsmanns stefnanda sé veikt eða með sjúkdóm í skilningi læknisfræðinnar. Í niðurstöðum athugunar talmeinafræðings k omi fram að barn félagsmanns stefnanda sé með málþroskafrávik en ljóst sé að slíkar viðvarandi sker ðingar barna eða frávik 6 telj i st ekki til sjúkleika barna eins og hugtakið h afi verið túlkað skv. l ögum nr. 19/1979. 21 Stefndi byggir á því að s kilyrði fyrir greiðslu launa samkvæmt ákvæðinu sé að annarri umönnun verði ekki komið við en því skilyrði sé ætlað að leggja áherslu á að þessi réttur sé eins konar neyðarréttur , sbr. umfjöllun Láru V. Júlíusdóttur, lögmanns og fyrrverandi framkvæmdastjóra A lþýðusambands Íslands . Þetta renni stoðum undir þrönga túlkun ákvæðisins og að ákvæðið taki ekki til hvers kyns f jarvista starfsmanna vegna barna þeirra, heldur einungis óhjákvæmlegra og óvæntra fjarvista starfsmanna frá vinnu vegna aðhlynningar sjúkra barna þar sem engri annarri umönnun verði komið fyrir. Ferðir til og frá talþjálfara get i ekki fallið undir slík ney ðarréttarsjónarmið frekar en ferðir til sjúkraþjálfara, sálfræðings, lesþjálfara eða annarrar aðkeyptrar sérkennslu o.þ.h. Barnið hafi hvorki verið veikt (sjúkt) fyrir eða eftir að það hafi farið í talþjálfun, þótt það sé greint með málþroskafrávik. 22 Við tú lkun á ákvæðinu þ u r fi einnig að hafa til hliðsjónar að réttur til launa vegna veikinda barna sé áunninn réttur starfsmanna. Ekki skipti máli hversu mörg börn starfsmaðurinn á. Við mat á ávinnslu sé miðað við 12 mánaða tímabil en ekki almanaksárið og ekki sé hægt að flytja réttinn á milli ára. Þannig sé ákvæðinu augljóslega ætlað að taka til tilfallandi veikinda barna starfsmanna yngri en 13 ára þegar þau get i ekki sótt skóla eða leikskóla vegna veikinda sinna og þarfn ist umönnunar vegna ungs aldurs. Skipul agðar ferðir starfsmanns með barn sitt í talþjálfun get i ekki talist umönnu n veiks barns í skilningi ákvæðisins. Ekki h afi verið samið um að fyrirtæki fjármagni slíkar fjarvistir. 23 S kyldum foreldra samkvæmt barnalögum nr. 76/2003, þ.m.t. að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár - og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum, er ekki mótmælt af hálfu stefnda. Ljóst sé að mati stefnda að félagsmaður stefnanda hafi fengið svigrúm frá vinnuveitanda til að sinna bar ni sínu, í þessu tilviki með leyfi frá störfum til þess að fara með barn sitt í talþjálfun. Aftur á móti hafi ekki stofnast greiðsluréttur vegna þessara ferða, hvorki samkvæmt barnalögum né skv. ákvæði 8.5.1. enda barnið ekki veikt í skilningi ákvæðisins o g ekki sýnt fram á að annarri umönnun hafi ekki verið fyrirkomið vegna þessara skipulögðu ferða í talþjálfun. Hafa ber i í huga að skyldur foreldrar snú i einnig að því að fara með börn sín í ungbarnaeftirlit, bólusetningar og til tannlæknis en óumdeilt sé a ð slíkar fjarvistir telj i st ekki greiðsluskyldar. 24 Stefndi kveðst byggja á því að s amkvæmt almennum túlkunar - og skýringarreglum eigi að skýra undanþáguákvæði kjarasamninga þröngt. Það byggi meðal annars á jafnræðissjónarmiðum, þ.e. að reglur gildi með sa ma hætti um alla nema ótvírætt megi telja að undanþáguákvæði eigi við. Við túlkun á ákvæðum kjarasamninga verð i að hafa í huga að kjarasamningar séu samningar sem ætlað sé að gilda í lengri tíma og sé óljóst hvaða tilvik falli undir kjarasamningsákvæði sé rétt að túlka það þröngt. Því sé hafnað að styðjast við fyllingarreglur, sbr. reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega 7 aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna við túlkun ákvæðisins enda engin framkvæmd sem styð ji slíka túlkun. Enginn ágreiningur hafi verið um túlkun umrædds ákvæðis fyrr en með dómsmáli þessu, eins og ljóst sé af umfjöllun ASÍ í fræðsluritum samtakanna frá 1993 og 1997 . Ákvæði ð sé ekki nýtt og hafi það aldrei verið túlkað með þeim hætti sem stefnandi kref jist í máli þessu. 25 Stefndi telur að k r afa stefnanda byggi á þeirri röngu og ósönnuðu fullyrðingu að öll tal - og málþroskafrávik barna falli undir veikindi barna og fjarveran hafi helgast af læknismeðferð, sem hafi verið ástæða fjarveru félagsmanns stefnanda. Telur stefn d i kröfuna t æple g a dómtæk a af þessum sökum auk þess sem hún sé alltof almennt orðuð og óskýr til að geta orðið grundvöllur dómsorðs, sbr. orðalagið: hvers kyns veikinda eða sjúkleika barns sem krefjast þess að starfsmaður þurfi að hverfa frá vinnu, þ.á.m. til að fara með barn í talþjálfun eins og reifað sé í dómkröfum stefnanda. Krafan uppfylli því ekki skilyrði d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga um meðferð einkamála um ákveðna og ljósa kröfugerð, sbr. 69. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Málatilbúnaður stefnanda sé því með þeim hætti að stefndi telur að dómurinn eigi að skoða hvort vísa beri málinu að öllu leyti eða hluta frá dómi ex officio. 26 Stefndi byggir sýknukröfu sína á orðalagi ákvæðisins, á meginreglum vinnuréttar og lögum nr. 19/1979 um um rét t verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms og slysaforfalla. Enn fremur bygg ir stefndi á túlkunarreglum samningaréttar og almennum skýringarreglum kjarasamninga. Niðurstaða 27 Mál þetta á undir Félagsdóm skv. 2. t ölu l. 1. mgr. 4 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 28 Í kjarasamningi aðila er ákvæði 8.5, en ákvæðið er svohljóðandi: tveimur dögum fyrir hvern unninn mánuð til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið. Eftir 6 mánaða starf verður rétturinn 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Foreldri 29 Ágreiningur aðila mál vinnutíma, þannig að greiða beri starfsmanni laun á meðan hann sinnir slíku erindi. 30 Umrætt kjarasamning sákvæði er að stofni til frá árinu 1986, en þá kom það fyrst inn í kjarasamning aðila. Síðan hefur ákvæðið verið endurnýjað nokkrum sinnum, síðast með núgildandi kjarasamningi aðila frá 1. apríl 2019, en ákvæðið hefur verið óbreytt þann tíma. Þegar kjarasa mningurinn hefur verið endurnýjaður hafa hins vegar ekki verið gerðar neinar breytingar á ákvæðinu í þá veru að það hafi verið rýmkað eða efnisinnihaldi þess breytt á neinn hátt. 8 31 Þau réttindi sem umrætt kjarasamningsákvæði fær ir félagsmönnum stefnanda eru ekki lögbundin, heldur byggja þau aðeins á umræddu ákvæði, öfugt við veikindarétt starfsmannsins sjálfs, en þau réttindi eru lögbundin. Við skýringu á ákvæðinu sjálfu verður því fyrst og fremst aðeins horft til efnis þess sjálfs. Ekki kemur fram neitt í ákvæðinu sjálfu um að því sé ætlað að ná til allra þeirra tilvika sem dómkröfur stefnanda lúta að, en raunar segir ekki heldur neitt um h ið gagnstæða í því sjálfu. 32 Stefnandi hefur vísað til barnaréttar í þessum efnum og þeirra skyldna sem á foreldrum hvíla, m.a. að sjá til þess að börn fái stuðning og aðstoð sem þau þurfa á að halda, þ.m.t. talþjálfun ef svo ber undir. Ekki er unnt að falla st á það með stefnanda að þessar skyldur leiði til þess að vinnutap af þeim sökum beri vinnuveitendum að greiða. Fyrir liggur í málinu að félagsmanni stefnanda hefur verið gert kleift að sinna barni sínu að þessu leyti, en af því verður hins vegar ekki lei dd sú skylda vinnuveitanda að greiða laun á meðan. 33 Stefnandi vísar til þess að í umræddu ákvæði kjarasamningsins sé ekki gert ráð fyrir mati á mismunandi sjúkdómsstigum og alvarleika veikinda. Í þessu sambandi vísar stefnandi til laga og reglna um umönnuna rbætur frá sveitarfélagi vegna veikinda barna, m.a. reglugerðar nr. 504/1997. Þannig geti börn með þroskahamlanir, s.s. talgalla, talist til sjúkra barna í skilningi hins umdeilda ákvæðis. Að mati dómsins eru þetta ósambærilegar aðstæður, þ.e. annars vegar réttur til umönnunarbóta vegna barna með þroskaraskanir og hins vegar rétturinn til að vera heima vegna aðhlynningar á sjúku barni. Af ákvæðinu verður ráðið að því sé ætlað að mæta tilfallandi veikindum sem eru þess eðlis að barn getur vegna veikindanna h vorki farið í leikskóla né skóla þann dag, ámóta og veikindaréttur foreldranna sjálfra, þegar þau sem starfsmenn geta ekki mætt til vinnu og verða að vera heima við vegna eigin veikinda. 34 Eins og að framan greinir er hið umdeilda ákvæði frá árinu 1986. Er að mati dómsins ljóst að því hafi upphaflega ekki verið ætlað svo vítt gildissvið sem stefnandi vill nú ljá því, en fram hefur komið að ákvæðið hefur hingað til ekki verið túlkað á þann veg í framkvæmd. Verður að ætla að hefði vilji samningsaðila staðið ti l slíkrar túlkunar þá hefðu verið gerðar breytingar á ákvæðinu þegar kjarasamningurinn var endurnýjaður, en við skýringu ákvæða kjarasamnings ber sérstaklega að líta til orðalags hans sjálfs, en eins og áður hefur komið fram byggir rétturinn aðeins á kjara samningnum, en sambærileg ákvæði er ekki að finna í lögum. 35 Að mati dómsins hefur stefnanda þannig ekki tekist sönnun þess að fyrir aðilum kjarasamningsins hafi vakað að ákvæði 8.5 myndi gilda um þau tilvik sem stefnandi gerir kröfu um, heldur hafi því fyrs t og fremst verið ætlað að ná til aðhlynningar barns í heimahúsi, sem vegna tilfallandi veikinda , kemst hvorki í leikskóla né skóla þann daginn. 36 Verður því stefndi sýknaður af öllu m kröfum stefnanda í málinu. 9 37 Samkvæmt þessari niðurstöðu verður stefnandi d æmdur til að greiða stefnda málskostnað og er hann hæfilega ákveðinn 500.000 krónur . Dómsorð: Stefndi, Samtök atvinnulífsins, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Alþýðusamband s Íslands fyrir hönd Félags iðn - og tæknigreina . Stefnandi greiði stefnda 5 00.000 krónur í málskostnað. Sigurður G. Gíslason Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Eva Dís Pálmadóttir Ólafur Eiríksson