FÉLAGSDÓMUR Dómur mánudaginn 16. maí 202 2 . Mál nr. 1 /20 22 : Félag grunnskólakennara ( Karl Óttar Pétursson lögmaður ) gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Hafna r fjarðarbæjar ( Anton Björn Markússon lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 26. apríl sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Karl Ó. Karlsson og Gísli Gíslason. Stefnandi er Félag grunnskólakennara , Borgartúni 30 í Reykjavík. Stefndi er Samband íslenskra sveitarféla ga fyrir hönd Hafna r fjarðarbæjar, Borgartúni 3 0 í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að stefndi hafi brotið í bága við ákvæði greinar 2.3.3 um útköll í kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga með því að neita að greiða A , kt. [...] , fyrir útköll sem hann fór í sem kennari í [...] skóla í Hafnarfirði í janúar 2022. 2 Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir 4 Mál þetta verður rakið til aðstoðar sem grunnskólakennurum var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna C OVID - 19 faraldursins, með því að veita upplýsingar þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund. 5 Í fréttabréfi stefnanda frá janúar 2022 var vísað til þess að mikið hefði borið á því að kennarar hefðu beint fyrirspurnum til stéttarfélagsins um greiðslur vegna aukavinnu í tengslum við faraldur inn. Kennarar voru hvattir til að kynna sér ákvæði kjarasamnings aðila um útköll. Nefnt var sem dæmi að kennari , sem skólastjóri hringdi í um kvöld eða helgi og ósk aði eftir að veitti aðstoð við smitrakningu eða aðra vinnu, ætti rétt á greiðslum veg na útkalls samkvæmt grein 2.3.3 í kjarasamning num . Tekið var fram að í útkalli fælist að starfsmaður væri kallaður til vinnu óvænt og ófyrirséð í frítíma 2 sínum, það er þeg ar hefðbundnum vinnudegi væri lokið. Væri því eðlilegt að greiðsla færi fram samkvæmt útkallsákvæði kjar a samnings aðila . 6 Með vísan til þessa sendi A , kennar i við [...] skóla, skólastjóra tölvubréf 18. janúar 2022 og upplýsti um eftirfarandi vinnu í tengslu m við smitrakningu: Sun 16. janúar SMS frá DE um að kíkja á Workplace út af rakningu. Fór á Workplace og svaraði. 11:26. Mið 12. janúar SMS + símtal frá DE út af rakningu. Svaraði nýkominn úr sundi og kláraði málið svo heima. 19:57. Sun 9. janúar Símtal frá DE út af rakningu. Fór í kjölfarið á Workplace og svaraði. 11:20. 7 Hinn 20. janúar 2022 barst stefnanda og skól a stjórnendum yfirlýsing frá kjarasviði stefnda Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar var vísað til framangreindrar afstöðu stefnanda um rétt til greiðslna vegna útkalls . Tekið var fram að stefndi tel d i skýrt að með útkalli í skilnin g i greinar 2.3.3 í kjarasamningnum væri átt við að starfsmaður væri kallaður til vinnu þegar föstum vinnutíma væri lokið. Með vísan til dóms Félagsdóms í máli nr. F - 6/2003 væri rangt að í öllum tilvikum ætti að greiða fyrir útkall ef haft væri samband við starfsmann. Samkvæmt dóminum væri aðeins um að ræða útkall ef starfsmaður þyrfti að fara á vinnustað. Óháð neyðars tigi samkvæmt lögum nr. 82/2008 um almannavarnir þurfi vinnuv e itandi ekki að greiða kennurum fyrir útkall vegna símtala sem berist, svo sem vegna aðstoðar við smitrakningu, upplýsingaöflun eða í tengslum v ið starf þeirra . Jafnframt var v ísað til skyldna só ttvarnalæknis samkvæmt sóttvarnarlögum nr. 19/1997 og þess að smitrakning væri á hendi sóttvarnaryfirvalda en ekki vinnuveitenda, enda þótt stjórnendur sinntu verkefnum sem yfirvöld hefðu falið þeim. Tekið var fram að kröfum stefnanda um greiðslur vegna að stoðar við smitrakningu og mætingu í sýnatöku vegna COVID - 19 væri því hafnað. 8 Með tölvubréfi skólastjóra [...] skóla , sem sent var samdægurs, var fyrrgreindur kennari upplýstur um að sveitarfélagið neitaði að greiða fyrir útkall samkvæmt kjarasamningi vegn a aðstoðar við smitrakningu. Málsástæður og lagarök stefnanda 9 Stefnandi vísar til þess að málið snúist um ágreining um skilning og gildi kjarasamning a og falli því undir lögsögu Félagsdóms, sbr. 3. t ölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamning opinberra starfsmanna. Deilt sé um greiðslu fyrir þrjú útköll þar sem kennari hafi verið kallaður út til að sinna smitrakningu. Fyrsta tilvikið hafi átt sér stað sunnudaginn 9. janúar er kennarinn var kallað ur út af yfirmanni vegna smitrakninga r mála. Um sé að ræða útkall um helg i , sbr. grein 2.3.3.2 í kjarasamningi aðila . Annað tilvikið hafi átt sér stað 12. janúar en þá hafi kennarinn 3 fengið smáskilaboð , sem og símtal frá yfirmanni vegna beiðni um vinnu við smitrakning u . Kennarinn hafi svarað umræddu símtali og brugðist við þegar hann kom heim og tengdist tölvu. Um hafi verið að ræða útkall samkvæmt grein 2.3.3.1 kjarasamningi aðila . Loks hafi kennari nn verið kallaður út sunnudaginn 16. janúar í því skyni að leysa úr smitrakninga r málum í gegnum forritið Workplace sem hann hafi gert. Um hafi verið að ræða útkall um helg i , sbr. grein 2.3.3.2 í kjarasamningi. 10 Stefnandi vísar til þess að stefndi hafi neitað að greiða fyrir vinnu kennara. Ekki sé fyllilega ljóst h vort stefndi telji að sóttvarna r yfirvöld hafi átt að greiða fyrir vinnuna eða hvort félagsmenn stefnanda hafi verið í sjálfboða v innu. Í öllu falli hafi félagsmenn stefnanda aldrei samþykkt slíkt. Þá sé u þeir hvorki í vinnusambandi né öðru réttar sambandi við sóttvarna r yfirvöld, heldur starfi þeir eingöngu fyrir sveitarfélögin sem beri að greiða þeim fyrir alla vinnu sem sé unnin í samræmi við kjarasamning aðila. Það falli svo í hlut sveitarfélaganna að meta hvort þ au geti sótt kostnaðinn til sóttvarnaryfir valda. 11 Stefnandi tekur fram að það sé óumdeilt að vinna hafi verið innt af hendi, enda hafi umræddur kennari verið kallaður út af stjórnanda meðan á hvíldartíma stóð. Það leiði af lögum, kjarasamningi og almennum skilningi á því hvað teljist til vinnu að i nna beri af hendi greiðslu til kennarans. Einnig er vísað til skilgreininga á hugtökunum vinn u og vinnutím a í Evrópurétti, sbr. vinnutíma tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 88/2003 frá 4. nóvember 2003 sem hafi verið felld inn í EES - samninginn og tekið gildi 1. ágúst 2005 þegar stjórnskipulegum fyrirvara hafði verið aflétt. Í 2. gr. tilskipunarinnar sé fjallað um vinnutíma og hafi Evrópudómstóllinn talið starfsma nn vera í vinnu , sem skuli greiða fyrir , þegar hann sé bundinn á einhvern hátt af atvinnurek anda sínum og geti ekki notið hvíldar - eða frítíma . 12 Að mati stefnanda sé fordæmisgildi dóms Félagsdóms í máli nr. 6/2003 mjög takmarkað , enda hafi þar verið vísað til venju á tilteknu sviði og að vinna geti aðeins Aðstæður hafi breyst og í dag fari vinna fram á ýmsum stöðum en ekki einum fyrir fram skilgreindum stað. Lögð er áhersla á að samkvæmt kjarasamningi skiptist vinna kennara í staðbundna og óstaðbundna vinnu. S é því gert ráð fyrir að vinna kennara fari fram utan skólahúsnæðis, sbr. t.d. bókun 3 í kjarasamningi um sveigjanlegt vinnuumhverfi. Það geti því aldrei verið skilyrði þess eða skólahúsnæði þar sem kennsla fari fram. Það sé einnig mjög óljóst hvað átt sé v ið með vinnustað í dóminum og hafi sú regla sem vísað sé til í öllu falli breyst. Þ á megi leiða að því rök að skilningur dómsins á hugtakinu útkall standist ekki. Þannig sé g reiðsla fyrir útkall ekki greiðsla fyrir að fara út úr húsi heldur fyrir það óhagr æði sem starfmaður verð ur fyrir í hvíldartíma sínum og sem atvinnurekanda ber að greiða fyrir án tillits til þess hvar vinnan f ari fram. 4 Málsástæður og lagarök stefnda 13 Stefndi byggir á því að fyrrgreindur kennari hafi ekki sinnt útkalli í skilningi greina 2.3.3.1 og 2.3.3.2 í kjarasamningi aðila þegar hann veitti aðstoð við smitrakningu í janúar 2022 . 14 Tekið er fram að við smitrakningu innan skóla í sveitarfélaginu hafi verið sinnt ákveðnu verklagi. Þegar tilkynning hafi borist fr á smitrakningarteymi um smit innan skólans hafi deildarstjóri hafið smitrakningu í samvinnu við skólastjóra sem hafi haft yfirums jón með verkefninu. Deildarstjóri hafi sent skilaboð til viðkomandi kennara og óskað upplýsing a um samneyti nemenda og kennaran s við hinn smitaða. Hafi kennar ar því lagt mat á eigin samskipti við hinn smitaða í þeirri kennslustund sem um ræðir. Jafnframt hafi kennar ar verið beð nir um að leggja mat á hvaða nemendur þyrftu að fara í sóttkví vegna samskipta við hinn smitaða. Kennar ar hafi miðlað þessum upplýsingum til deildarstjórans . Líkja megi samskiptum deildarstjóra og kennara við símtal frá smitrakningarteymi þ e gar upplýsinga sé aflað vegna smitrakning ar . Enn fremur hafi stjórnendur verið bú nir að undirbúa kennara og biðja þá um að hafa góða yfirsýn yfir sætaskipan í öllum tímum til að auðvelda smitrakningu ef til hennar kæmi. 15 Stefndi vísar til þess að miðað við lýsingu umrædds kennara á vinnu sinni megi leggja til grundvallar að hann hafi veitt skólastjórnendum aðstoð heiman frá sér í gegnum forritið Workplace. Hann hafi því ekki verið kallaður út til að sinna smitrakningu í skilningi greinar 2.3.3 í kjarasamningi aðila. Í dómi Félagsdóms í máli nr. F - 6/2003 hafi sams konar ákvæði verið túl kað . Komist hafi verið að þeirri skýru niðurstöðu að eingöngu sé um að ræða útkall þegar kvaðning til vinnu feli í sér að starfsmaður þurfi að fara á vinnustað. Af þessu leiði að geti starfsmaður sinn t vinnu heiman frá utan venjulegs vinnutíma án þess að s amið hafi verið sérstaklega um greiðslu beri ekki að greiða fyrir útkall. Umræddur kennari hafi ekki verið beðinn um að mæta á vinnustað, heldur um að miðla eða staðfesta upplýsingar í gegnum forritið Workplace. Þá hafi kennarinn sinnt allri upplýsingagjöf í tengslum við smitrakningu heiman frá sér. 16 Stefndi vísar einnig til þess að 30. mars 2020 hafi verið samþykkt á Alþingi lög nr. 27/2020, um breytingu á lögum nr. 82/2008 um almannavarnir, sem varði borgar a lega skyldu starfsmanna opinberra aðila. Frumvarp það sem varð að lögunum hafi verið samið á neyðarstigi almannavarna eða þegar COVID - 19 smit höfð u verið í vexti hér á landi og e kki var unnt að spá fyrir um útbreiðslu veirunnar eða þróun. Í frumvarpinu komi fram að það sé eðlilegt að opinberir að ilar geti nýtt mannauð sinn á hættustundu í þau verkefni sem njót i forgan g s hverju sinni án þess að þurfa að yfirfara kjarasamninga og ráðningarsamninga og til að koma í veg fyrir hugsanlegar deilur um launakjör, yfirvinnu og aðrar greiðslur. Þá geti starf sskyldur, starfsaðstæður og starfsstöðvar starf s manna þurft að taka tímabundnum breytingum. Í athugasemdum við 1. gr. frumvarpsins komi einnig fram að tímabundnar tilfærslur í störfum eða breyting á starfsskyldum og vinnustöðum séu ekki bundnar ákvæðum kjarasamnings , enda sé um að ræða borgaralega skyldu starfsmanna opinberra aðila. 5 17 Stefndi tekur fram að fyrrgreindur dómur Félagsdóms hafi það ríkt fordæmisgildi að óháð neyðarstig i almannavarna sé sveitarfélög um ekki skyl t að greiða kennurum fyrir útkall vegna símtala sem þeim berist frá skólastjórnendum vegna aðstoðar við smitrakningu, upplýsingaöflun eða tilkynninga r í tengslum við störf þeirra. 18 Stefndi bendir á að horfa verði til ríkra heimilda sóttvarnalækni s samkvæmt sóttvarnarlögum nr. 19/1997, ein s og þeim var breytt með lögum nr. 2/2021, í þeim tilgangi að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar . Með lögunum hafi smitrakning verið skilgreind og sóttvarnalækni verið fengin heimild til að fela tilteknum aðilum að rekja smit . Sé stjórn smitrakningar í grun nskólum alfarið á forræði sóttvarna læknis. Fræðslunefndir sveitarfélaga og skólastjórnendur hafi eingöngu það hlutverk að miðla upplýsingum og öðrum fyrirmælum sem stafi frá sóttvarnalækni til starfsmanna sinna. Fari skólastjórnendur þannig ekki með húsbón davald yfir starfsmönnum sínum í þeim skilningi að þeir ákveði hvernig staðið skuli að smitrakningu innan veggja skólanna eða hvernig vinnunni skuli háttað. Nánar tiltekið sé verið að sinna verkefnum sem sóttvarnaryfirvöld hafi falið skól a stjórnendu m , en ábyrgð á smitrakningu liggi hjá smitrakningarteyminu og sóttvarnalækni. Geti fyrirmæli sem staf i frá opinberum aðilum í þágu almannaheilla í stað vinnuveitanda aldrei talist hluti af starfsskyldum sem greiða skuli sérstaklega fyrir. 19 Stefndi tekur fra m að hann telji umfjöllun stefnanda um vinnutímatilskipun Evrópusambandsins ekki hafa þýðingu í málinu. Við gerð kjarasamninga hafi verið tekið tillit til einstakra greina tilskipunarinn a r, þ ar með talið að starfsmenn skuli fá samfellda ellefu tíma hvíld. Ákvæði gr eina 2.3.3.1 og 2.3.3.2 í kjar a samningnum hafi ekki tekið efnislegum breytingum þrátt fyrir innleiðingu tilskipunarinnar og hafi ekki verið talin þörf á endurskoðun þeirra . Sé þegar af þeirri ástæðu ljóst að tilskipunin hafi enga þýðingu fyrir mál þetta. Niðurstaða 20 Mál þetta varðar ágreining um skilning á kjarasamningi og fellur undir lögsögu Félagsdóms, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 21 Ágreiningur aðila lýtur að því hvort A , kennari við [...] skóla og félagsmaður í stefnanda, hafi átt rétt til greiðslu fyrir útköll samkvæmt grein 2.3.3 í kjarasamningi aðila þegar hann veitti þrívegis aðstoð vegna smitrakningar í janúar 2022. Það liggur fyrir að í þeim tilvikum sem um ræðir hafði stjórnandi við skólann samband við kennarann símleiðis eða með smáskilaboðum eftir að vinnutíma lauk og óskaði þess að hann veitti upplýsingar vegna smitaðs nemanda. Kennarinn varð við því og veitti upplýsingar í gegnum forritið Workplace heiman frá sér. 22 Grein 2.3. og er í grein 2.3.3.1 fjallað um greiðslur fyrir útköll . Ákvæðið er svohljóðandi: 6 Þegar starfsmaður er kallaður til vinnu, sem ekki er í beinu framhaldi af daglegri vinnu hans, skal greitt yfirvinnukaup f yrir a.m.k. 3 klst., nema reglulegur vinnutími hans hefjist innan þriggja klst. frá því að hann fór til vinnu, en þá greiðist yfirvinna frá upphafi útkalls fram til þess, að reglulegur vinnutími hefst. Ljúki útkalli áður en 3 klst . eru liðnar frá lokum hin nar daglegu vinnu, skal greiða yfirvinnu fyrir tímann frá lokum hinnar daglegu vinnu til loka útkallsins. 23 Með dómi Félagsdóms 2. júlí 2003 í máli nr. 6/2003 var komist að þeirri niðurstöðu að efnislega sambærilegt ákvæði um greiðslur fyrir útköll í kjaras amningi , sem starfsmannafélag Reykjavíkurborgar átti aðild að, ætti samkvæmt orðalagi sínu og tilgangi einungis við um kvaðningu til vinnu sem feli í sér að starfsmaður þurfi að fara á vinnustað. Tekið var fram að það væri einnig í samræmi við viðurkennda framkvæmd á samsvarandi ákvæðum annarra kjarasamninga . 24 Til þess er að líta að í kjarasamningi aðila er gert ráð fyrir því að vinna kennara geti að hluta til farið fram utan vinnustaðar , það er utan veggja þess grunnskóla sem um ræðir . Þannig er til að myn da í bókun 3 við kjarasamninginn fjallað um mikilvægi sveigjanlegs vinnuumhverfis kennara og aukna möguleika í ljósi bættrar tækni í fjarvinnu og fjarkennslu . Það er þv í engum vafa undirorpið að vinna kennara getur að hluta til farið fram á heimili þeirra, svo sem í gegnum fjarskiptabúnað eða með notkun forrita á borð við Worksp a ce , allt eftir því sem um er samið hverju sinni . 25 Leggja verður til grundvallar að í þeim tilvikum sem hér eru til skoðunar hafi stjórnendur skólans falið fyrrgreindum kennara að si nna tiltekinni vinnu eftir að dagvinnu lauk, sbr. grein 2.2 í kjarasamningi aðila. Breytir þar engu þó að óskað hafi verið eftir vinnuframlagi kennarans vegna tilmæla frá sóttvarnaryfirvöldum, enda var kennarinn eingöngu í ráðningarsambandi við Hafnarfjarð arbæ. 26 Eins og rakið hefur verið var u mræddri vinnu í öllum tilvikum sinnt frá heimili kennarans og án þess að hann þyrfti að fara á vinnustað þar sem kennsla fer að jafnaði fram. Grein 2.3.3 í kjarasamningi aðila tekur samkvæmt orðalagi sínu eingöngu til tilvika þar sem starfsmaður er sérstaklega kallaður út til vinnu sem er ekki í beinu framhaldi af daglegri vinnu . Líta verður til þess að ákvæðið hefur verið efnislega óbreytt í kjarasamning num í langan tíma og er sams konar ákvæði að finna í fjölda annarr a kjarasamninga. Þá voru ekki gerðar breytingar á ákvæðinu eftir að fyrrgreindur dómur Félagsd ó ms frá 2. júlí 2003 féll , en þar var skýrt kveðið á um að réttur til greiðslu vegna útkalls væri eingöngu til staðar ef starfsmaður sem væri kvaddur til vinnu þy rfti að fara á vinnustað. Telja verður þessa túlkun Félagsdóms fá stoð í orðalagi ákvæðisins, sem og þeim tilgangi þess að greiða þriggja klukkustunda yfirvinnu vegna þess óhagræðis sem felst í því að þurfa að yfirgefa heimili sitt eftir að dagvinnu lýkur. 27 Að öllu framangreindu virtu telur dómurinn ekki unnt að skýra grein 2.3.3 í kjarasamningi aðila með þeim hætti að greiða skuli fyrir útkall þegar þess er óskað að kennari sinni vinnu í tengslum við smitrakningu að heiman eins og hér á við. Engu 7 breytir í því sambandi þó að sá tími sem það tók að inna af hendi þá vinnu sem um ræðir teljist til vinnutíma sem greiða skuli fyrir samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamningsins. 28 Samkvæmt framangreindu verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda. Að virtum atvikum telur dómurinn rétt að málskostnaður milli aðila falli niður. Dómsorð: Stefndi, Samband íslenskra sveitarfélag a fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar , er sýkn af kröfum stefnanda, Félags grunnskólakennara. Málskostnaður milli aðila fellur niður.