2 Ár 201 7 , mánudaginn 20. nóvember , var í Félagsdómi í málinu nr. 8/2017 Primera Air Nordic SIA gegn Alþýðusambandi Íslands, f.h. Flugfreyjufélags Íslands kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 13. nóvembe r sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Guðni Á. Haraldsson , Ásmundur Helgason, Valgeir Pálsson og Lára V. Júlíusdóttir . Stefnandi er Primera Air Nordic SIA, Gunara Astras iela 1c, Riga, Lettlandi . Stefndi er Alþýðusamband Íslands, Guðrúnartúni 1, Reykjavík, fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands, Hlíðasmára 15, Kópavogi . Dómkröfur stefnanda Að ótímabundin vinnustöðvun sem Flugfreyjuféla g Íslands boðaði með bréfi dagsettu 9. maí 2017 vegna flugfreyja um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA, sem fljúga farþegum frá og til Íslands og koma átti framkvæmda kl. 06.00 föstudaginn 15. september 2017 , en hefur nú verið frestað til kl. 06.00 föstudaginn 24. nóvember 2017, verði dæmd ólögmæt. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi komi til aðalmeðferðar málsins. Gerð er krafa um að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til þess að stefnandi er ekki virðisaukaskattskyldur hér á landi. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi þess að stefnandi ver ði dæmdur til þess að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, hver svo sem úrslit máls verða. Til vara er þess krafist að málskostnaður falli niður verði krafa stefnanda tekin til greina. 3 Málavextir Stefnandi er flugfélag sem er skráð í Le ttlandi og starfar á grundvelli þarlends flugrekstrarleyfis (e. Air Operators Certificate) . Allar flugvélar stefnanda eru skráðar þar í landi . Stefnandi leigir flugvélar til ýmissa verkefna í ýmsum löndum, meðal annars til íslenskra ferðaskrifstofa. Í stefnu er því lýst að s amningar þeirra um leiguflug séu gerðir við móðurfélag stefnanda, Primera Air ehf. , kt. 630903 - 2890, Skógarhlíð 18 í Reykjavík , sem geri í kjölfarið samninga um flugið vi ð stefnanda sem flugrekanda. Flugvélar stefn anda munu vera leigðar hingað til lands með áhöfn. Í greinargerð stefnda kemur fram að viðskiptaaðilar stefnanda hér á landi séu að mestu leyti tengd félög í eigu sömu aðila og tilheyri íslenska móðurfélaginu Primera Travel Group hf. Í framlögðu bréfi Hr afns Þorgeirssonar, forstjóra stefnanda, til Flugfreyjufélags Íslands, dagsettu 22. maí 2017, er því lýst að enginn af þeim flugliðum, sem starfi um borð í vélum félagsins , sé starfsmaður þess. Allir flugliðar komi til starfa á grundvelli samninga sem stef nandi hafi gert við félagið Flight Crew Solutions Ltd. sem staðsett sé á Guernsey. Ekkert beint samningssamband sé milli flugliðanna og stefnanda, heldur séu þeir í samningssambandi við fyrrgreint félag á Guernsey en það félag sé síðan í samningssambandi v ið stefnanda. Því er lýst í stefnu að stefnandi sé með húsnæði í Keflavík fyrir flugáhafnir í flugvélum félagsins þann tíma sem leiguflug fyrir íslenska aðila varir. Með bréfi sínu til Hrafns Þorgeirssonar, forstjóra stefnanda, dagsettu 2. júní 2016 ósk aði Flugfreyjufélag Íslands eftir fundi með forsvarsmönnum stefnanda til að ræða gerð kjarasamnings fyrir flugliða Primera Air sem starfa um borð í vélum félagsins til og frá Íslandi. Í bréfinu er gerð grein fyrir því að stéttarfélagið krefjist þess að flu gliðarnir njóti lágmarkskjara og réttinda samkvæmt kjarasamningum Flugfreyjufélags Íslands. Með bréfi til stefnanda, dagsettu 23. desember 2016 , krafðist Alþýðusamband Íslands þess, fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands, að stefnandi gengi til formlegra sa mningaviðræðna um gerð kjarasamnings vegna starfa núverandi og væntanlegra flugliða um borð í flugvélum félagsins sem flygju áætlunar - og leiguflug frá og til Íslands. Þar kemur fram að hafi fundur ekki verið ákveðinn eða erindinu svarað fyrir 9. janúar 20 17, verði málið sent ríkissáttasemjara, eins og krafist sé í lögum nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Í stefnu segir að stefnandi hafi ekki talið ástæðu til að svara bréfinu, enda hafi hann hvorki talið sig starfa á íslenskum vinnumarkaði né sen da starfsmenn tímabundið til Íslands til að vinna. Með bréfi, dagsettu 23. janúar 2017, vísaði stefndi kjaradeilu sinni og stefnanda til ríkissáttasemjara og óskaði eftir því að hann hefði milligöngu um lausn hennar með 4 vísan til ákvæða 3. mgr. 15. gr. l aga nr. 80/1938. Ríkissáttasemjari svaraði erindi stefnda 13. febrúar sama ár á þann hátt að hann teldi svo mikinn vafa uppi um það, hvort honum væri rétt að koma að málinu í ljósi þess hvert umfang valdheimilda embættisins væri og möguleikar þess til að b eita þeim valdheimildum , að hann myndi ekki að svo stöddu og að óbreyttu láta málið til sín taka. Stefndi, Flugfreyjufélag Íslands, tilkynnti stefnanda um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar flugfreyja um borð í flugvélum stefnanda sem fljúga farþegum frá og til Íslands, sem hefjast átti kl. 06.00 föstudaginn 15. september 2017, með bréfi, dagsettu 9. maí sl. Jafnframt var upplýst að fundur sj órnar - og trúnaðarráðs Flugfreyjufélags Íslands hefði á fundi 6. apríl 2017 samþykkt að allsherjaratkvæðagreiðsla skyldi fara fram meðal félagsmanna um framangreinda vinnustöðvun. Atkvæðisrétt ættu 1189 félagsmenn og 429 þeirra, 36,1%, hafi g reitt atkvæði og allir samþykkt hana. Stefnandi mótmælti boðun vinnustöðvunarinnar með bréfi 22. maí 2017 með vísan til þess að boðunin væri ólögmæt og í raun marklaus og var þess krafist að hún yrði dregin til baka. Í svarb réfi stefnda , dagsettu 2. júní 2017 , kom fram sú afstaða stefnda, að allt ferlið væri unnið innan ramma íslenskra laga og heyrði undir íslensk lög og vinnumarkaðsreglur. Því var ítrekuð áskorun á stefnanda um að ganga nú þegar til viðræðna við stefnda. Hinn 15. júní 2017 boðaði ríkissáttasemjari aðila málsins á sinn fund 1 5. ágúst sama ár sem síðar var frestað til 29. sama mánaðar. Fundurinn var haldinn á boðuðum tíma, án þess að niðurstaða fengist í deilu aðila. Með bréfi, dags ettu 25. ágúst 2017 , ge rði stefnandi ríkissáttasemjara grein fyrir því af hverju stefnandi teldi málið ekki eiga undir valdsvið embættisins og að umrædd boðun vi nnustöðvunar væri bæði ólögmæt og marklaus . Í málinu liggur frammi bréf Vinnumálastofnunar til Alþýðusambands Íslands, dagsett 23. ágúst 2017, sem ber með sér að vera svar stofnunarinnar við fyrirspurn frá sambandinu um gildissvið laga nr. 45/2007, um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör s tarfsmanna þeirra, að því er varðaði veitingu þjónustu í flugrekstri og flugþjónustu. Þar segir meðal annars: gildissvið laga nr. 45/2007 sé um að ræða tilvik sem fellur un dir a - , b - eða c - lið 1. mgr. 1. gr. laganna og þeir starfsmenn sem sendir eru til landsins eru í Í tölvuskeyti lögmanns stefnanda til starfsmanns Vinnumálastofnunar frá 1. september 2017 var óskað upplýsinga um þ að, hvort framangreint bréf stofnunarinnar til Alþýðusambands Íslands lyti að þeim málum, sem stofnunin hefi skoðað og 5 tengdist stefnanda, og breytti fyrri afstöðu stofnunarinnar til hans. Í svari starfsmanns Vinnumálastofnunar til lögmanns stefnanda frá 5 . september 2017 segir að niðurstaða stofnunarinnar í máli stefnanda um það efni, hvort þjónustuveiting félagsins geti fallið undir lög nr. 45/2007, sé enn óbreytt. Síðan segir að mál stefnanda sé til skoðunar hjá stofnuninni en að formlegt erindi vegna má lsins hafi ekki verið sent á félagið. Með tölvuskeyti lögmanns stefnda til Vinnumálastofnunar 13. september 2017 var óskað upplýsinga um það, hvort fyrir lægi úrskurður eða önnur ákvörðun þess efnis að lög nr. 45/2007 ættu ekki við um starfsemi stefnanda á Íslandi, svo sem stefnandi hefði fullyrt í stefnu sinni fyrir Félagsdómi í þessu máli. Í svari Vinnumálastofnunar, dagsettu sama dag, kom fram að stofnunin hefði haft starfsemi stefnanda til skoðunar frá því í febrúar 2015 og að með bréfi til stefnanda 27. apríl sama ár hefði verið upplýst að það væri mat stofnunarinnar að ekki væri tilefni til að aðhafast frekar í málinu, að svo stöddu. Í því hafi hvorki falist úrskurður Vinnumálastofnunar né stjórnvaldsákvörðun um að starfsemi félagsins á Íslandi félli ekki undir gildissvið laga nr. 45/2007. Fyrir liggur að stefndi hefur einhliða frestað boðaðri vinnustöðvun til föstudagsins 24. nóvember 2017 kl. 06.00. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir kröfur sínar í fyrsta lagi á því, að lög nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur , gildi á íslenskum vinnumarkaði. Ákvæðum þeirra verði því eingöngu beint gagnvart atvinnurekendum sem eru með starfsemi á Íslandi. S tefnandi sé hins vegar erlendur flugrek andi og séu flugvélar félagsins skráðar erlendis. Stefnandi sé því ekki atvinnurekandi með atvinnustarfsemi hér á landi. Þar af leiðandi verði lögum nr. 80/1938 ekki beitt gagnvart stefnanda og því verði félagið hvorki þvingað til að ganga til kjarasamning a á grundvelli laganna né gert að þola þvingunaraðgerðir í formi vinnustöðvunar. Þótt stefnandi sinni leiguflugi meðal annars fyrir íslenskar ferðaskrifstofur leiði það ekki til þess að þær flugvélar, sem notaðar séu í þau verk, séu íslensk vinnusvæði, end a séu vélarnar skráðar erlendis. Starfsemi stefnanda sé ekki ólík öðrum erlendum flugfélögum sem bjóða flug milli Íslands og annarra landa. Stefnandi þjónust i íslenskar ferðaskrifstofur en það eitt og sér leiði ekki til þess að starfsemi félagsins falli un dir íslenska vinnulöggjöf. Þá bendir stefnandi á að það , að félagið sé í eigu íslenska félagsins Primera Air ehf. , geri það ekki að verkum að stefnandi teljist íslenskur atvinnurekandi sem falli undir íslenska löggjöf og verði slíkt hvorki leitt af reglum félagaréttar né öðrum lögum. Stefnandi bendir einnig á að ekki verður séð að stefndi, Flugfreyjufélag Íslands , sé samningsaðili fyrir hönd flugliða um borð í flugvé lum stefnanda. Engin gögn liggi 6 frammi um að nokkur félagsmanna stéttarfél agsins starfi hjá stefnanda og sé það því ósannað. Það eitt og sér eigi að hafa í för með sér að fallast verði á kröfur stefnanda. Stefnandi bendir á að ákvæði laganna um samningsumboð stéttarfélaga, og heimild þeirra til að boða verkfall, verði ekki skýr ð svo rúmt að stéttarfélag teljist sjálfkrafa hafa samningsumboð fyrir hvern þann , sem starfar í starfsgreininni, óháð því hvort viðkomandi er félagsmaður í stéttarfélaginu eða ekki . Þá verði ekki talið að stéttarfélag geti boðað til verkfalls hjá tilteknu m vinnuveitanda, óháð því hvort starfsmenn , sem verkfall eigi að taka til , séu félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi, séu starfsmenn vinnuveitandans sem e i g a að þola verkfall og/eða standi í kjaradeilum við hann. Stefnandi byggir jafnframt á því að lög nr. 45/2007 , um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra , gildi ekki um stefnanda. Í samskiptum við stefnda hafi komið fram að stefndi virðist byggja heimild sína til að krefjast þess að stefnandi gangi til kjarasamninga og til að þvinga slíkt fram með vinnustöðvun, á því að nefnd lög gildi um stefnanda. Því mótmælir stefnandi og telur ekki að flugliðar í flugvélum félagsins, þegar það sinni leiguflugi fyrir íslenska aðila, séu útsendir starfsmenn í skilningi laganna. Stefnandi bendir á að úr lausn um það hvort svo sé liggi hjá Vinnumálastofnun . U m nokkurt skeið hafi stofnunin haft starfsemi stefnanda, sem snýr að leiguflugi fyrir íslenska aði la, til athugunar í því skyni að kanna hvort lögin eigi við um þá starfsemi. Niðurstaða stofnunarinnar 27. apríl 2015 hafi verið sú, að svo væri ekki. Þá hafi Vinnumálastofnun sent fyrirspurn til stefnanda 16. júní 2017 um hvort einhverjar breytingar hefðu orðið á starfseminni . Upplýst hafi verið að svo væri ekki og 23. ágúst 2017 hafi stofnunin gefið út það álit að hún teldi flugrekstur og flugþjónustu geta fallið undir lög nr. 45/2007, að öðrum skilyrðum uppfylltum . Um hafi verið að ræða almennt álit, sem gefið hafi verið út í tilefni af almennri fyrirspurn stefnda, Alþýðusambands Íslands , en það hafi á engan hátt varðað starfsemi stefnanda , eins og sjá megi af innihaldi bréfsins sem stofnunin hafi s taðfest. Því liggi fyrir að þar til bært stjórnvald hafi ákveðið að lög nr. 45/2007 eigi ekki við um þá starfsemi stefnanda sem vinnustöðvun stefnda beinist að. Skylda til að gang a til kjarasamningsgerðar verði því ekki á því byggð né heldur verði vinnustöðvun þvinguð fram á þeim grundvelli. Stefnandi byggir í þriðja lagi á því að jafnvel þó tt litið verði svo á að leiguflug stefnanda fyrir íslenska aðila falli undir ákvæði laga nr. 45/2007, verði lögu m nr. 80/1938 samt ekki beitt. Það e itt, að lög nr. 45/2007 gildi, geri það ekki að verkum að stefnandi starfi á íslenskum vinnumarkaði. Þvert á móti sé sk ýrt af lögum 45/2007 að þau eigi v ið um atvinnurekendur sem starfi á erlendum vinnumarkaði. Að því er 7 varðar kjör flugliða, hafi það einungis þá þýðingu að tiltekin lög, sem talin s éu upp í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 45/2007 , eigi við um kjör þeirra . Upptalningin hafi þann tilgang að starfsmenn, sem hingað eru sendir til starfa , njóti ekki lakari kjara en eigi við hér á landi, meðan þeir starfa hér. Stefnandi vekur athygli á því að í u pptalningu í 1. mgr. 4. gr. sé ekki vísað til laga nr. 80/1938. Því eigi þau lög ekki við um þá atvinnurekendur og starfsmenn þeirra sem lög 45/2007 tak i til, þ.e. erlenda atvinnurekendur og starfsmenn sem þeir senda tímabundið til starfa hér á landi. Af því leiði að ekki sé hægt að krefjast þess að erlendur atvinnurekandi geri kjarasamning á Íslandi vegna útsendra starfsmanna eða verði að þola þvingun í formi vi nnustöðvunar þeirra hér á landi til að knýja fram slíkan samning. Framangreint sýni að engin s kylda hvíli á stefnanda, sem erlendum atvinnurekanda sem ekki stundar starfsemi á íslenskum vinnumarkaði, til að gera kjarasamning á grund velli laga nr. 80/1938 og verði þeirri þvingun sem felst í beitingu vinnustöðvunar ekki beitt gegn félaginu. Það eigi við, óháð því hvort stefnandi tel ji st falla undir lög nr. 45/2007 og sendi flugliða til starfa hér á landi tímabundið eða hvort hvort lögin teljist ekki eiga við um starfsemina. Í báðum tilvikum sé ljóst að lög nr. 80 /1938 gildi ekki. Af þeirri ástæðu sé b oðun stefnda til vinnustöðvunar um borð í flugvélum stefnanda, sem sinna flugi fyrir íslenska aðila, ólögmæt. Verði lög nr. 80/1938 talin gilda, byggir stefnandi á því að ekki hafi verið staðið að boðun vinnustöðvunarinnar í samræmi við skilyrði laga nna og því sé boðuð vinnustöðvun ólögmæt. Stefnandi vísar að þessu leyti til þess að s amkvæmt 14. gr. laganna sé stéttarfélög um, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum heimilt að gera verkföll og verkbönn í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum. Í þessu fel i st að kröfugerð in verði að koma frá aðila, sem sé bær til þess að setja fram kröfur fyrir hönd ákveðins hóps , og kröfurnar þurfi einnig að beinast að samningsaðila sem er í þeirri stöðu að geta orðið við kröfunum. Af 5. og 6. gr. laga nr. 80/1938 leiði að þeir eini r sem hafi samningsumboð til að semja um kaup og kjör verkafólks séu stétt arfélö g og atvinnurekendur verkafólks eða samtök fyrir hönd þeirra. Samkvæmt 5. gr. séu stéttarfélög lögformlegur samningsaðila r um kaup og kjör meðlima sinna. Í því fel i st að til að stéttarfélag teljist hafa samningsumboð , verði þeir sem samið sé fyrir að vera meðlimir í viðkomandi stéttarfélagi. Samkvæmt 1. gr. laga stefnda, Flugfreyjufélags Íslands , sé félagssvæði félagsins Ísland . Það þýði að flugliðar í þeim flugvélum s tefnanda sem sinni leiguflugi f yrir íslenskar ferðaskrifstofur og stefndi geri kröf u um að stefnandi geri kjarasamning fyrir, verði að vera meðlimir í stefnda, Flugfreyjufélagi Íslands , eigi stefndi að hafa slíkt samningsumboð fyrir þá. Í málinu liggi ekkert fyrir um að nokkur flugliða í 8 flug vélum stefnanda sé meðlimur í stefnda, Flugfre yjufélagi Íslands, og telji stefnandi það reyndar mjög ólíklegt því langfl estir flugliðar sem málið varði séu erlendir . Þá starfi flugliðarnir ekki á félagssvæði stefnda , enda séu flugvélar stefnanda skráðar erlendis og því ekki innan íslenskrar lögsögu. Fl ugliðar í vélum stefnanda starfi því ekki á íslenskum vinnumarkaði. Því sé ósannað að stefndi sé lögformlegur samningsaðili fyrir hönd viðkomandi flugliða í skilningi 1. mgr. 14. gr. laga 80/1938, sbr. 5. gr. laganna. Af þeirri ástæðu njóti stefndi ekki heimildar ákvæðisins til að freista þess að knýja fram vinnustöðvun til að ná fram kröfum sínum. Stefnandi bendir á að í því tilviki að lög n r. 45/2007 verði talin eiga við, myndi ngi þeirra. Í 1. tölul. 3. gr. sé hugtakið skilgreint þannig að það sé staðfestu í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu [...] og veitir þjónustu hér á landi á Ljóst sé því að ekki sé um að ræða atvinnurekanda með star fsemi á Íslandi. Af þessu leiði jafnframt að stefnandi væri, sem fyrirtæki samkvæmt lögum 45/2007, ekki atvinnurekandi í skilningi laga n r. 80/1938 og þar með ekki samningsaðili stefnda um kaup og kjör viðkomandi flugliða. Þrátt fyrir að atvinnurekendur beri tilteknar skyldur samkvæmt lögum nr. 45/2007 gagnvart Vinnumálastofnun, sé þeim ekki skylt að gera kjarasamninga fyrir þá starfsmenn sem sendir séu til landsins , enda sé ekki gert ráð fyrir því í lögum nr. 45/2007 að lög 80/1938 gildi um starfskjör starfsmanna sem sendir eru til Íslands að vinna tímabundið. Hinn erlendi vinnuveitandi verði því hvorki þvingaður til að gera kj arasamning h ér á landi né verði verkfallsvopninu beint gegn honum til að þvinga hann til slíkrar samningagerðar. Einnig bendir stefnandi á að hann sé ekki vinnuveitandi umræddra flugliða í skilningi laga nr. 80/1936 þar sem ekkert ráðningarsamband sé milli þeirra og stefnanda. Stefnandi hafi því ekki heimild að lögum til að standa að gerð kjarasamnings um kaup þeirra og kjör. Stefnandi byggir á því að skilyrði 15. gr. laga nr. 8 0/1938 um framkvæmd atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun hafi ekki verið uppfyllt þegar ráðist hafi verið í hina umdeildu vinnustöðvun. Í 1. mgr. lagagreinarinnar sé mælt fyrir um leynilega atkvæðagreiðslu sem skuli ná til allra félagsmanna ef um almennt verkfa ll sé að ræða. Ella skuli atkvæðagreiðslan ná til þeirr a félagsmanna sem vinnustöðvun eigi að taka til, sbr . 2. mgr., þ.e. þeirra sem þurfi að leggja niður störf og verði af launagreiðslum þann tíma sem vinnustöðvun vari . Stefnandi bendir á að af tilkynningu um boðun vinnustö ðvunar, dagsettri 9. maí 2017 , megi ráða að vinnustöðvun in eigi eingöngu að ná til flugliða í flugvélum stefnanda á tiltekn um leiðum þar sem félagið sinni leiguflugi. Að því gefnu að lög nr. 80/1938 verði talin eiga við um þá tilteknu flugliða sem málið varð ar, mæli 2. mgr. 9 15. gr. laganna fyrir um að það séu eingöngu þeir flugliðar sem eigi að taka ákvörðun um vinnustöðvun. Þá sé mælt fyrir um það í 17. gr. laga stefnda, Flugfreyjufélags Íslands, að þeir einir hafi atkvæðisré tt um kjarasamning og verk fallsboðun sem starfi eftir viðkomandi samningi . Ákvæðið verði ekki skilið á annan veg en þann, að atkvæðagreiðsla sé ekki lögmæt nema hún fari fram hjá þeim sem vinnustöðvun eigi að snúa að og starfi eða eigi að starfa eftir þeim kjarasamning i sem verið sé að knýja á um að verði gerður. Til að boðun sé lögmæt þurfi bæði skilyrðin að vera uppfyllt, að umræddir flugliðar séu félagsmenn í stefnda, Flugfreyjufélagi Íslands , og hafi greitt atkvæði um tillöguna. Að mati stefnanda sé hvo rugt skilyrð ið uppfyllt en boðun teljist ólögmæt nema bæði skilyrðin séu uppfyllt. Stefnandi vísar til þess að í tilkynningu til stefnanda um boðun vinnustöðvunar sé upplýst að allsherjar atkvæðagreiðsla hafi farið fram meðal félagsmanna um boðunina og að alls 429, eða 36,1%, hafi gre itt atkvæði og allir samþykkt. Stefnandi staðhæfir að boðun um vinnustöðvun hafi ekki verið borin undir atkvæði þeirra sem vinnustöðvunin hafi áhrif á. Telur stefnandi reyndar að engin n þeirra , sem hafi tekið ákvörðun um vinnus töðvunina , starfi sem flugliði í flugvélum stefnanda. Liggi enda fyrir að f jöldi þeirra sem greiddu atkvæði sé mei ri en fjöldi flugliða sem sinni því leiguflugi sem vinnustöðvunin eigi að ná til. Hvorugt skilyrðið sé því uppfyllt. Þannig hafi félagsmenn stéttarfélags ákveðið vinnustöðvun hjá fyrirtæki sem enginn félagsmanna starfi hjá en sú staða sé í andstöðu við markmið og tilgang reglna um at kvæðagreiðslu um vinnustöðvun. Reglunum sé einmitt æ tlað að tryggja að þeir, sem eigi að leggja niður störf og verði með því af launum þann tíma, hafi sjálfir ákvör ðunarvald um hvort af því verði en þurfi ekki að lúta vilja annarra sem vinnustöðvunin hafi ekki áhrif á. Stefnandi bendir á að vinnustöðvun sé verulega í þyngjandi aðgerð sem gera verði kröfu um að beitt verði af varúð og því ber i að skýra ákvæði um það þröngt. Verði að gera þær kröfur að stéttarfélög beiti verkfallsvopninu af varúð og gangi ekki lengra en lögin mæli fyrir um. Ekki megi blanda því saman að starfmenn, sem hingað séu sendir til a ð vinna í stuttan tíma í senn á grundvelli l aga nr. 45/2007 eigi rétt á lágmarkskjörum, og því að gera eigi kjarasamning vegna þeirra og slíkt sé hæ gt að knýja fram með verkfalli. Enda sé það óheimilt þar sem í lögum 45/2007 sé ekki vísa ð til laga nr. 80/1 938 sem þýði að þau lög gildi ekki um slíka starfsmenn. Stefnandi byggir jafn f ramt á því að fallast beri á kröfur hans þegar af þeirri ástæðu að ekki séu uppfyllt skilyrði 2. málslið ar 3. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938. Þar sé það gert að skilyrði lögmætrar ákvörðunar um boðun vinnustöðvunar að samningaviðræður, eða viðræðutilraunir, um framlagðar kröfur hafi reynst árangurslausar , þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara. Það sé því formbundið skilyrði 10 lögmætrar ákvörðunar um vinnustöðvun að samningsviðræður, fyrir milligöngu ríkissáttasemjar a, hafi reynst árangurslausar. Um sé að ræða ófrávíkjanlegt skilyrði sem túlka ber i þröngt, enda sé lagatextinn skýr sem og markmið löggjafans með setningu ákvæðisins. Samkvæmt ákvæðinu verði að hafa átt s ér stað formlegur sáttafundur hjá ríkissáttasemjara þar sem kröfur hafi verið ræddar og sáttasemjara gefið færi á að freista þess að ná sáttum, áður en leitað sé eftir því hvort boða eigi til vinnustöðvunar. Fyrr sé ekki unnt að leggja mat á hvort rétt sé að beita þeirri þvingun sem vinnustöðvun sé til að freista þess að ná fram kröfum. Tilkynning til stefnanda um boðun vinnustöðvunar sé dagsett 9. maí 2017 og þar komi fram að á fundi 6. apríl 2017 hafi verið samþykkt að greiða atkvæði um vinnustöðvun og h af i atkvæðagreiðsla staðið yfir 2. - 9. maí 2017. Sáttasemjari hafi hins vegar fyrst boðað til fundar í júní 2 017 eða eftir að vinnustöðvun he fði verið ákveðin, atkvæði greidd um hana og tilkynning send stefnanda. Af skýru ákvæði 2. málsliðar 3. mgr. 15. gr . sé því ljóst að skilyrði þess hafi ekki verið uppfyllt . Þegar af þessari ástæðu sé vinnustöðvunin ólögmæt og byggi það á dómvenju. Stefnandi tekur fram að engu breyti þótt stefndi hafi vísað málinu til ríkissáttas emjara í janúar 2017. Þá skipti heldur en gu þótt fundur hafi verið boðaður áður en til vinnustöðvunar eigi að koma. Hvorugt samræmist skýru orðalagi ákvæðisins um að árangurslaus sáttafundur verði að hafa farið fram áður en ákvörðun um vinnustöðvun sé tekin. Til stuðnings kröfum sínum kveðst stefnandi, auk framangreinds, vísa til laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, laga nr. 45/2007 , um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra, almennra reglna vinn uréttar og laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála , eftir því sem við eigi. Fyrirsvar eigi stoð í 4. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991 og 45. gr. laga nr. 80/1 938. Krafa um málskostnað byggist á XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr., sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefnda Krafa stefnda um sýknu b yggist á því að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands frá 9. maí 2017 sé lögleg og í fullu samræmi ákvæði laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur , sem gildi um lögskipti aðila . Markmið vinnustöðvunarinnar sé að tryggja þeim flugliðum , sem hafi starfsstöð hér á landi vegna starfa um borð í flugvélum stefnanda , lágmarkskjör til þess að verjast félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði og til að verja hagsmuni félagsma nna sinna, núverandi og væntanlegra , sem og hagsmuni íslenskrar verkalýðshreyfingar og íslensks vinnumarkaðar. Með verkfallsboðun sinni sé stefndi einungis að nýta sér rétt sinn 11 samkvæmt stjórnarskrá, almennum lögum og alþjóðlegum samningum sem Ísland sé bundið af. Stefndi hafnar þeirri málsástæðu stefnanda, að enginn flugliði sé í ráðningar - eða verktakasambandi eða öðru vinnuréttarlegu sambandi við stefnanda og verkfallsboðun sé af þei m ástæðum ólögmæt . Stefndi bendir í fyrsta lagi á að í málavaxtalýsingu stefnanda sjálfs komi skýrt fram að hann leigi hingað til lands flugvélar með áhöfn. Eðli málsins samkvæmt feli það í sér að hann leigi hingað til lands bæði flugvél og áhöfn til starf a í þágu viðskiptamanna sinna hér á landi. Enginn annar aðili eigi aðild að þeim leigusamningum og löggerningum og áhöfnin sjálf sé ekki í neinu réttarsambandi við kaupendur þjónustu hér landi. Stefnandi hafi beint boð vald yfir áhöfninni og skipuleggi vinn u hennar. Stefnandi ber i einnig ábyrgð á því að flugliðar uppfylli gagnvart stjórnvöldum öll skilyrði þess að m ega starfa um borð. Telja verði hafið yfir vafa að áhöfnin hafi ekki réttarstöðu farþega um borð í flugvélum stefnanda eða þiggi laun frá þeim fa rþegum sem fluttir séu hverju sinni en nærri lætur að draga megi þá ályktun að stefnandi byggi á því í málatilbúnaði sínum. Í öðru lagi hafi það í raun ekkert gildi hvernig stefnandi k jósi að hátta formgjörningum sínum hvað varðar réttarstöðu flugliða um borð í flugvélum félagsins sem starfi frá Íslandi. Stefndi telur að í öllum hefðbundnum skilningi vinnuréttar geti flugliðar ekki verið sjálfstæðir verktakar í skilningi laga , heldur eingöngu starfsmenn með stöðu launafólks. Öll þau viðurkenndu viðmið , sem notuð séu í íslenskum og evrópskum vinnu - og skattarétti til að greina verktakasamband f rá hefðbundnu ráðningarsambandi, svo sem um hlýðniskyldu, verkstjórn, persónulegt vinnuframlag og ábyrgð , sýni fram á að flugliði geti ekki talist vera annað en launam aður en ekki sjálfstæður verktaki í skilningi laga . Um þetta vísar stefndi til langrar dómaframkvæmdar hér á landi, bindandi álits Ríkisskattstjóra og fjö lmargra dóma Evrópudómstólsins. Viðmið framangreind r a dóma séu skýr og margítrekað í dómaframkvæmd að skilgreiningin sé algild í skilningi þeirra grundvallaréttarheimilda varðandi stöðu og réttindi vinnandi einstaklinga í skilningi íslenskra laga og Evrópuréttar. Leggja þurfi raunverulegt efnislegt mat á störfin og ek ki sé hægt að svipta vinnandi fólk grundvallarréttindum með því einu að formgera réttarsamband aðila á þann hátt að um verktakasamband eða einhvers konar annað og óskilgreint samband sé a ð ræða. Slík gerviverktaka ryðji ekki til hliðar réttindum launafólk s og stéttarfélaga. Í þriðja lagi, jafnvel þó tt sýnt væri fram á að samband stefnanda við flugliðana sem starfa um borð í flugvélum þess væri af einhverjum ástæðum einhvers konar óljóst og óskilgreint viðskiptasamband en ekki ráðningarsamband, telur stefnd i það engu skipta við mat á lögmæti verkfallsaðgerðarinnar. Óumdeilt sé að um borð í flugvé lunum starfa flugliðar sem sinni hefðbundnum verkum þeirrar stéttar 12 launamanna hér á landi og erlendis. Þótt stefnandi , með yfirburðarstöðu sinni og flókinni uppbygg ingu rekstrar í gegnum móður - og dótturfélög , veiti flugliðum stöðu verktaka eða einhverja aðra óljósa réttarstöðu hafi það engin áhrif á rétt stefnda til að fylgja með verkfalli eftir kröfu sinni um kjarasamning um störfin , að því leyti sem þau eru unnin á íslenskum vinnumarkaði. Það sé kjarnahlutverk verkalýðshreyfingarinnar og grundvallarréttur stéttarfélaga að skipuleggja sig og starfsemi sína meðal annars með því að nota lög - og stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að gera kröfu um kjarasamninga fyri r félagsmenn og fylgja þeirri kröfu eftir með boðun verkfalls í því skyni að verja hagsmuni launafólks, bæta kjör þess og verjast því að starfsmenn eigi allt sitt undir valdi og duttlu ngum einstakra atvinnurekenda. Stefndi mótmælir málsástæðu stefnanda um að skilyrði 14. m gr. laga nr. 80/1938 séu ekki uppfyllt . Í fyrsta lagi sé almennt viðurkennt að stéttarfélög hafi lögvarinn rétt til þess að láta sig málefni stéttar sinnar varða með því að tryggja lágmarkskjör henni til handa, til þess að verjast félagsl egum undirboðum, til að verja hagsmuni félagsmanna sinna, ekki bara núverandi heldur einnig væntanlegra , og hagsmuni íslenskrar verkalýðshreyfingar og íslensks vinnumarkaðar. Að þessu leyti nægi að vísa til 1. gr. laga nr. 80/1938 sem og fjölmargr a þjóðrét tarlegra skuldbindinga Íslands sem varði rétt vinnandi fólks til að skipuleggja sig og starfa að hagsmunum launafólks og frjálsrar verkalýðshreyfingar . Jafnframt vísar stefndi til dóms Félagsdóms Danmerkur, nr. AR 2015.0083 þar sem fallist hafi verið á krö fu danska Alþýðusambandsins um réttinn til þess að gera kröfu um kjarasamning við erlent flugfélag (Ryanair) um störf útsendra starfsmanna þar sem ekkert hafi verið upplýst af hálfu stéttarfélags ins um félagsaðild starfsmanna. Verkfallsboðun hafi hins vegar verið dæmd ólögmæt af sérst ökum formskilyrðum sem ekki eigi við í íslenskum vinnurétti og varði framlagningu lista yfir þá starfsmenn sem verk fall taki til. Slík regla gildi e kki hér á landi. Jafnframt vísar stefndi til orða lags 2. málsliðar 3. mgr. 5. gr. og 1. málslið ar 2. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 , eins og þessum ákvæðum var breytt með lögum nr. 75/1996 . Þar sé bæði vísað t il félagsmanna stéttarfélaga og starfsmanna fyrirtækja þegar fjallað sé um afgreiðslu kjarasamninga og ákvarðanatöku um verkfall sem verði ekki túlkað öðru vísi en þa nnig, að þegar stéttarfélag geri kröfu um kjarasamning á hendur tilteknu fyrirtæki en ekki um almennan kjarasamning fyri r tilteknar starfsgreinar, þurfi viðkomandi starfsmenn ekki nauðsynlega að vera fél agar í viðkomandi stéttarfélagi, þótt það sé eftir sem áður sá aðili sem formlega fari bæði með kjarasamnings - og verkfallsrétt samkvæmt lögum nr. 80/1938. Í öðru lagi byggir stefndi á því, að eftir gildistöku laga nr. 2/1993 , um evróps ka efnahagssvæðið, se m hafi tekið gildi 1. janúar 1994 , beri að túlka og framkvæma í slensk lög til samræmis ESB/EES - rétt , sbr. 6. gr. og 106. gr. EES - samningsins. 13 Lögum nr. 45/2007 sé ætlað að lögleiða hér á landi tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 96/71/EB frá 16. desemb er 1996 , um störf útsendra starfsmanna í tengslum við veitingu þjónustu , og gildi á EES - svæðinu , sbr. ákvörðun sameiginlegu EES - nefndarinnar nr. 37/98 frá 30. apríl 1998. Samkvæmt þessum heimildum eigi fyrirtæki með staðfestu utan Íslands en á EES - svæðinu , eins og stefnandi, rétt á að taka sér staðfestu hér á landi eða senda hingað til lands starfsme nn sína tí mabundið, eins og stefnandi geri . Lög nr. 45/2007 , sem gildi um útsenda starfsmenn, byggi á því að kjarasamn ingar séu til staðar og ef ekki, s é heimilt að gera kröfu um kjarasamning við fyrirtækið sem nýtir sér þennan rétt og fylgja þeirri kröfu eftir með boðun vinnustöðvunar , sbr. meðal annars dóm Evrópudómstólsins nr. C - 341/05 þar sem engum félagsmönnum hafi verið til að dreifa. Rétturinn til þess að gera kröfu um kjarasamning , eins og íslensk lög og vinnumarkaður haf i þróast frá gildistöku laga nr. 2/1993 , ber i það í sér að réttur stéttarfélaga til þess að tryggja lágmarkslaun og lágmarkskjör samkvæmt tilskipun nr. 96/71/EB , sbr. lög nr. 45/2007 , og sem byggja skuli á kjarasamningum , sbr. 1. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 45/2007, feli í sér að krö fu um kjarasamning sé heimilt að setja fram og fylgja eftir , óháð því hvort tilteknir félagsmenn viðeigandi stéttarfélags séu í ráðningarsambandi við hið erlenda fyrirtæki á þeim tímapunkt i þegar krafan um kjarasamning sé sett fram. Dómur Félagsdóms nr. 11 /1994 hafi því ekki fordæmisgildi hvað þennan þátt málsins varði . Fyrrgreindur d ómur Félagsdóms Danmerkur styðji þessa málsástæðu stefnda. Í þriðja lagi vísar stefndi til þess, að u pplýsingar um stéttarfélagsþátttöku séu viðkvæmar persónuupplýsingar samk væmt 8. tölulið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 77/2000 , um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Upplýsing arnar geti haft áhrif á aflahæfi einstaklinga og þekkist víða að vinnandi fólk sé látið gjalda fyrir þátttöku sína í stéttarfélögum og aðgerðum þeirra. Markmið laga nr. 77/2000 sé meðal annars að verja þessa réttarstöðu launafólks í samskiptum við atvinnurekendur og stjórnvöld. Ekkert sé því hægt að byggja á fullyrðingum stefnanda um stéttarfé lagsþátttöku flugliða, sem starfi um borð í flugvélum hans , og raunar verði að teljast óviðeigandi að setja þær fr am með þeim hætti sem hann geri. Stefndi starfi eftir þeirri reglu að upplýsa ekki um félagsaðild , nema með skýru og raunverulega upplýstu samþykki félagsmanna. Slík samþykki hafi ekki verið gefin. Stefndi byggir í fjórða lagi á því, að samkvæmt íslenskum lögum hafi stefndi einnig ótvíræðan rétt til þess að krefjast kjarasamnings og fylgja þeirri kröfu eftir í samræmi við gildandi íslensk lög og alþjóðlega samninga, án þess að þurfa að upplýsa fyrirf ram til hvaða tilteknu einstaklinga verkfall taki. Á það geti hins vegar reynt óbeint við framkvæmd verkfalls sem þegar sé hafið en það ógildi ekki verkfall samkvæmt íslenskum lögum að ekki liggi fyrir listi um tiltekna félagsmenn stéttarfélags sem verkfal l taki til, áður en verkfall hef ji st. 14 Stefndi kveður stefnanda misskilja inntak laga nr. 80/1938 að því er varðar hvernig skuli haga at kvæðagreiðslu um verkfallboðun. Meginreglan um hvernig standa skuli að atkvæðagreiðslu samkvæmt lögunum komi fram 1. mgr . 15. gr. Þar sé tiltekin sú regla , sem hafi kom ið inn í lögin með breytingarlögum nr. 75/1996 , að ákvarðanir um verkföll skuli bera undir atkvæði félagsmanna eða starfsmanna fyrirtækis en ekki sé nóg að ákvörðun stjórnar liggi til grundvallar , líkt og haf i verið reyndin fyrir laga breytinguna. Af stefnu megi ráða að stefnandi telji að heimildarákvæði 2. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 feli í sér skyldu til að haga atkvæðagreiðslu með þeim hætti sem þar sé mælt fyrir um. Þeirri túlkun sé mótmælt sem rangri , en da væri slík skylda ekki bara í augljósu ósamræmi við 1. mgr. 15. gr. laganna , heldur líka í ósamræmi við áratuga framkvæmd á verkföllum á íslenskum vinnumarkaði. Fu llkomlega eðlilegar ástæður geti verið fyrir því að verkfall sem nái eingöngu til hluta fél ag smanna sé ákvarðað í allsherjar atkvæ ðagreiðslu félagsmanna og telji stefndi sig hafa staðið að verkfallsboðuninni og aðdraganda hennar að öllu leyti með eðlilegum og lögmætum hætti. Í raun fel i st það í grundvallarréttindum stéttarfélaga að mega standa þa nnig að verki og standa þannig saman sem heild til þess að vernda og bæta kjör einstakra hópa innan sinna raða og til þess að verja lögvarin grundvallarréttindi sín. Stefndi mótmælir því , að viðræður hafi ekki verið fullreyndar með milligöngu sát tasemjara. Í málsatvikalýsingu sé lýst aðkomu r íkissáttasemjara. Vinnudeilunni hafi verið vísað formlega til ríkissáttasemjara sem hafi tekið erindið til afgreiðslu en ekki boðað sérstakan sáttafun d þar sem hann hafi talið embættisins , enda félagið lettnesk t og framkvæmdastjórinn búsettur í Sviss. Þegar sú afstaða hafi legið fyrir , hafi stefndi talið að skilyrði 3. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 hefðu verið uppfy llt. Ö nnur niðurstaða fæli í sér að r íkissáttasemjari hefði verkfallsvopn sté ttarfélaga í hendi sér með því að bera fyrir sig óvissu um atriði , sem hann hafi ekki úrskurðarvald um , og blanda sér ekki í deilu aðila , þrátt fyrir að deilunni hafi verið vísað til ha ns. Ef fallist yrði á túlkun stefnanda , væri grundvellinum kippt undan starfi frjálsrar verkalýðshreyfingar á Íslandi og slík niðurstaða færi þvert gegn réttarheimildum um tilvist verkfallsréttarins sem grundvallarmannréttinda , sbr. áður tilvitnaðar heim ildir , og fari gegn markmiðum laga nr. 80/1938. Líta ber i til þess að r íkissáttasemjari hafi boðað aðila á fund í kjölfar verkfallsboðunarinnar og þá til þess að annast sáttastörf samkvæmt 4. mgr. 24. gr. laga nna . Hann hafi því haft afskipti af deilunni , þótt árangur hafi enginn orðið og stefnandi haldið því fram að honum bæri engin skylda til þess að sækja sáttafund. Skoðun stefnanda á því , hvort honum sé eitthvað skylt eða óskylt og f yrirvarar hans í því efni skipti ekki máli í þessu sam bandi. Þann ágreining sinn geti hann borið undir Félagsdóm , eins og hann hafi raunar gert, en það geri hvorki afskipti 15 r íkissáttasemjara né þátttöku stefnanda í fundum að ein hverju öðru en þátttöku í sáttafundum s amkvæmt lögum nr. 80/1938. Stefndi byggir á því a ð atkvæðagreiðslan hafi verið í fullu samræmi við það sem lög nr. 80/1938 geri ráð fyrir og hún hafi jafnframt verið í fullu samræmi við lög stefnda. Með tilvísun sinni til 17. gr. laga stefnda virðist stefnandi misskilja inntak greinarinnar á þann hátt að það eigi við í máli þessu. Í millilandaflugi frá Íslandi vegna starfsmanna , sem haf i starfsstöð á Íslandi , séu í gildi þrír kjarasamningar stefnda. Venjan hafi verið sú sem og lög félagsins geri ráð fyrir, að þegar kjarasamningar séu framlengdir greiði ei nungis þeir flugliðar , sem starf i á samningssviði hvers kjarasamnings , atkvæði um þann kjarasamning og verkfallsboðun vegna hans. Umrædd 17. gr. laga stefnda sé líka skýr um að þetta frávik frá meginreglu 1. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 eigi aðeins við þe gar kjarasamningur sé þegar til staðar , Krafa stefnda á hendur stefnanda um kjarasamning sé hins vegar allt annars eðlis. Hún snúist ekki um framlengingu á gildandi kjarasamningi við tiltekið flugfélag , he ldur um frumdeilu til þess að koma á fyrsta kjarasamningi við nýtt fyrirtæki og að tryggja þannig lágmarkskjör fluglia sem hafi starfsstöð hér á landi og sem starf i um borð í flugvélum stefnanda . Tilgangurinn sé jafnframt sá, að verja hagsmuni félagsmanna sinna, núverandi og væntanlegra, hagsmuni íslenskrar verkalýðshreyfingar og að verja íslenskan vinnumarkað og efnahagslíf gegn félagslegum undirboðum. Til þess að koma á slíkum kjarasamningi , þurfi sameiginlegt átak og atbeina allra félagsmanna. Framangreindum mótmælum stefnda til stuðnings vísar stefndi jafnframt til þess að stjórn og trúnaðarráð stefnda hafi verið fyllilega ljóst sérstakt eðli deilunnar við stefnanda og megi það ráða af fundargerðum. Þá sé ljóst af orðalagi 17. gr. laga félagsin s að ákvæði hennar eigi ekki við í þessu máli . Krafa stefnda um málskostnað styðst við 130. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Stefndi tekur fram að hann hafi um langt skeið óskað eftir viðræðum við stefnanda um kj ör flugfreyja og flugþjóna. Stefnandi hafi hundsað öll tilmæli og beiðnir stefnda og ekki fengist til nokkurra andsvara fyrr en boðað hafi verið til verkfalls. Stefndi hafi hins vegar ætíð lýst sig reiðubúinn til viðræðna og til þess bæði að hlusta og taka tillit til sérstöðu stefnanda. Stefndi geri því til vara kröfu um að málskostnaður falli niður , verði krafa stefnanda tekin til greina. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. 16 Í máli þessu gerir stefnandi kröfu um að ótímabundin vinnustöðvun flugfreyja um borð í flugvélum stefnanda , sem fljúga farþegum frá og til Íslands , verði dæmd ólögmæt. Til stuðnings kröfu sinni teflir stefnandi fram ýmsu m málsástæðum, þar á meðal því að stefnandi sé erlent félag, sem ekki sé með starfsemi á Íslandi. Því sé stefnda ekki unnt að beita þvingunaraðgerðum samkvæmt íslenskum lögum nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, í því skyni að fá stefnanda til að g era kjarasamning við stefnda. Þá dregur stefnandi í efa að stefndi hafi samningsumboð til þess að semja fyrir hönd flugfreyja um borð í flugvélum stefnanda, en engin gögn liggi fyrir um að nokkur félagsmanna stefnda starfi þar. Verði talið að lög nr. 80/19 38 eigi við , er einnig byggt á þv í að boðun vinnustöðvunarinnar stangist á við efni 14. gr. laganna, eins og nánar er rakið hér að framan . Loks byggir stefnandi á því að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvunina hafi ekki verið í samræmi við 1. og 2. mgr. 15. gr. laganna, auk þess sem formskilyrði 2. málsliðar 3. mgr. 15. gr. laganna hafi ekki verið uppfyllt . Við úrlausn um lögmæti framangreindrar boðunar Flugfreyjufélags Íslands um vinnustöðvun, verður fyrst að skera úr um það, hv ort hún hafi uppfyllt þau forms kilyrði sem sett eru fram í lögum nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur . Samkvæmt 2. málslið 3. mgr. 15. gr. laganna er það skilyrði lögmætrar ákvörðunar um boðun vinnustöðvunar að samningaviðræður eða viðræðutilraunir um framlagðar kröfur haf i reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara. Í athugasemdum með 4. gr. frumvarps þess, sem varð að lögum nr. 75/1996, um breyting á lögum nr. 80/1938, en grein þessi varð 3. gr. fyrstnefndu laganna og breytti 15. gr. laga nr. 80/1938, segir að í 3. mgr. sé staðfest það meginsjónarmið að vinnustöðvun sé neyðarúrræði þess sem ekki hefur að eigin mati fengið viðhlít andi viðbrögð við kröfum sínum. Það sé því formbundið sem skilyrði lögmætrar vinnustöðvunar að kröfur hafi komið skýrt fram og að s amningaviðræður hafi reynst árangurslausar. Þá sé þess krafist að deiluaðili, sem leita vilji ákvörðunar um vinnustöðvun, hafi reynt til þrautar að ná samningi og í því skyni leitað milligöngu sáttasemjara. Sé við það miðað að sáttasemjara hafi gefist tæki færi til að kalla deiluaðila saman og freistað þess að ná sáttum áður en leitað sé eftir því við félagsmenn að boða til vinnustöðvunar. Þá fyrst eigi deiluaðilar þess kost að meta hvort árangur hafi náðst í viðræðum sem þeir sætti sig við eða hvort þeir te lji rétt að þrýsta á um frekari framgang krafna sinna. Vert sé að árétta að mat á því hvenær sáttatilraunir séu fullreyndar hljóti að vera hjá samninganefnd þess sem leitar eftir ákvörðun um vinnustöðvun. Stefnandi byggir á þv í að þar sem ríkissáttasemjari hafi fyrst boðað til fundar deiluaðila í júní sl., eftir að umrædd vinnustöðvun hefði verið ákveðin, atkvæði greidd um ha na og tilkynning send stefnanda, sé vinnustöðvunin ekki í samræmi við skýr 17 ákvæði 2. málsliðar 3. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 og því þegar af þeirri ástæðu ólögmæt. Fyrir liggur að Flugfreyjufélag Íslands, sem er stéttarfélag flugfreyja og flugþjóna, hefur ítrekað reynt að fá stefnanda til að gera kjarasamning sem taki til starfa flugfreyja og flugþjóna um borð í flugvélum stefnanda sem fljúga frá og til Íslands. Með bréfi til forstjóra stefnanda, dagsettu 2. júní 2016, óskaði stjórn Flugfreyjufélags Íslands eftir fundi með forsvarsmönnum stefnanda til að ræða gerð slíks kjarasamnings. Þá krafðist stefndi þess í bréfi til st efnanda, dagsettu 23. desember 2016, að stefnandi gengi til formlegra viðræðna við Flugfreyjufélag Íslands um gerð kjarasamnings. Jafnframt var í bréfinu tekið fram að hefði erindi þessu ekki verið svarað fyrir 9. janúar 2017, yrði málið sent ríkissáttasem jara, eins og krafist væri í lögum nr. 80/1938. Stefnandi taldi ekki ástæðu til að svara erindum stefnda þar sem hann hvorki starfaði á íslenskum vinnumarkaði né sendi starfsmenn tímabundið til starfa á Íslandi. Með bréfi, dagsettu 23. jan úar 2017, vísaði stefndi kjaradeilu sinni og stefnanda til ríkissáttasemjara. Í bréfinu er sérstaklega vísað til ákvæða 3. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938. Ríkissáttasemjari svaraði erindinu 13. febrúar 2017. Í bréfinu kemur fram að hann hafi skoðað ítarlega gögn og ágreining um lagatúlkun milli Alþýðusambands niðurstaða mín að svo mikill vafi sé uppi um hvort ríkissáttasemjara sé rétt að koma að málinu í ljósi þess hvert umfang vald heimilda ríkissáttasemjara er og möguleikar embættisins til að beita þeim valdheimildum að ég mun ekki að svo stöddu og að Ekki verður séð að stefndi hafi leitað frekari atbeina ríkissáttasemjara áður en hann boðaði til verkfalls kl. 06.00 föstudaginn 15. september 2017 með tilkynningu til stefnanda 9. maí 2017. Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins að ríkissáttasemjari hafi haft frekari aðkomu að málinu fyrr en hann boðaði deiluaðila til fundar hinn 15. ágúst 2017 með v ísan til þess, að samkvæmt 4. mgr. 24. gr. laga nr. 80/1938 bæri ríkissáttasemjara ætíð að annast sáttastörf í deilu og stýra viðræðum ef verkfalli hefði verið boðað. Samkvæmt því, sem að framan er rakið, verður ekki ráðið að neinar samningaviðræður haf i farið fram fyrir milligöngu ríkissáttasemjara frá því að kröfur voru lagðar fram , hvorki formlegar né óformlegar . Virðist það raunar óumdeilt. Að þessu virtu, og með vísan til orðalags 2. málsliðar 3. mgr . 15. gr. laga nr. 80/1938 og fyrrgreindra athuga semda með 4. gr. frumvarps þess, sem varð að lögum nr. 75/1996, sem breyttu meðal annars þeirri lagagrein og lö gfestu umrætt skilyrði 2. málsliðar 3. mgr. hennar , sem skýra ber þröngt í fyllsta samræmi við skýr markmið löggjafans með setningu ákvæðisins, verður að telja að lagaskilyrði hafi brostið til 18 hinnar umdeildu vinnustöðvunar . Þegar af þeirri ástæðu ber að taka kröfur stefnanda til greina. Eftir þessum úrs litum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. D Ó M S O R Ð : Ótímabundin vinnustöðvun sem stefndi, Flugfreyjufélag Íslands, boðaði með bréfi, dagsettu 9. maí 2017, vegna flugfreyja um borð í f lugvélum stefnanda, Primera Air Nordic SIA, sem fljúga farþegum frá og til Íslands, og átti upphaflega að koma til framkvæmda kl. 06:00 föstudaginn 15. september 2017 , en hefur nú verið frestað til kl. 06.00 föstudaginn 24. nóvember 2017 , er ólögmæt. Stefndi greiði stefnanda 500.000 krónur í málskostnað . Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Valgeir Pálsson Sératkvæði Guðna Á. Haraldssonar og Láru V. Júlíusdóttur Af hálfu stefnanda er á því byggt að boðuð vinnustöðvun félagsmanna stefnda sé ólögmæt þar sem hún uppfylli ekki það formskilyrði 3. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 þess efnis að samningaviðræður eða viðræðutilraunir fyrir milligöngu sáttasemjara hafi reyn st árangurslausar. Í inngangi athugasemda við frumvarp að lögum nr. 75/1996 um breytingu á lögum 80/1938 kemur fram varðandi formskilyrði fyrir vinnustöðvun að sáttarsemjari þurfi að hafa leitað sátta með aðilum áður en til vinnustöðvunar sé boðað. Þá s egir að það sé skilyrði lögmætrar ákvörðunar um boðun vinnustöðvunar að samningaviðræður eða viðræðutilraunir um kröfur hafi reynst árangurslausar , þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara. Þá er sérstaklega tekið fram að tómlæti gagnaðila um að sinna viðræðusk yldu geti ekki komið í veg fyrir lögmæta ákvörðun um vinnustöðvun. Þessar athugasemdir eru svo ítrekaðar í athugasemdum við frumvarp að ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938. Þar segir einnig að þess sé krafist að deiluaðili, sem leita vill ákvörðunar u m vinnustöðvun, hafi reynt til þrautar að ná samningi og í því skyni leitað milligöngu sáttasemjara. Við það sé miðað að sáttasemjara hafi gefist tækifæri til að kalla deiluaðila saman og freistað þess að ná sáttum áður en leitað er eftir því við félagsmen n að boða til vinnustöðvunar. Að lokum er það áréttað að mat á því hvenær sáttatilraunir séu fullreyndar hljóti að vera hjá samninganefnd þess sem leitar eftir ákvörðun um vinnustöðvun. 19 Í máli þessu verður ekki fram hjá því litið að engar samningaviðræ ður eða viðræðutilraunir fóru fram fyrir milligöngu sáttasemjara áður en verkfall var boðað . Það er einnig staðreynd að stefndi vísaði málinu formlega sem vinnudeilu til ríkissáttasemjara þann 23. janúar 2017. Við það vaknaði sú skylda ríkissáttasemjara sa mkvæmt 2. mgr. 24. gr. laga nr. 80/1938 að halda sáttafund með aðilum. Þessu lögboðn a hlutverki sínu brást embættið í máli þessu. Við mat á því hvor eigi að bera hallan n af þessari ákvörðun ríkissáttasemjara verður að líta til þess að stefndi vísaði d eilunni til ríkissáttasemjari með það í huga að sáttatilraunir yrðu reyndar fyrir milligöngu hans. Þannig uppfyllti hann þessa skyldu sem á honum hvíldi samkvæmt lögum nr. 80/1938. Við þetta gafst ríkissáttasemjara tækifæri á því að koma að deilunni sem ha nn kaus að gera ekk i. Stefnandi hins vegar hefur meðal annars í bréfi sínu til embættisins frá 25. ágúst 2017 hafnað því að málið ætti undir embættið og lagt til að embættið kæmi ekki að sáttameðferð í málinu. Á það er ekki hægt að fallast að verkfallsrétt ur stefnda sé þannig að engu hafður með þeirri ákvörðun einni að ríkissáttasemjari neiti að halda fund með aðilum. Stefndi hefur engin úrræði til að ógilda þessa ákvörðun ríkissáttasemjara. Að óbreyttri afstöðu ríkissáttasemjara yrði verkfallsréttur félags manna stefnda að engu hafður. Telja verður að sú viðleitni sem stefndi sýndi með því að vísa deilunni til sáttasemjara, og það tækifæri sem sáttasemjari þá hafði til þess að koma að deilunni, uppfylli það skilyrði um milligöngu sáttasemjara eins mál þetta liggur fyrir. Þar sem meiri hluti dómsins hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þetta formskilyrði 3. mgr. 15. gr. laga nr.80/1938 sé ekki uppfyllt, og fjallar því á annan hátt ekki um efnisatriði málsins, munum við heldur ekki taka afstöðu t il þeirra í þessu sératkvæði okkar. Guðni Á. Haraldsson Lára V. Júlíusdóttir