1 Ár 2015, föstudaginn 20. febrúar, er í Félagsdómi í málinu nr. 11/2014: Alþýðusamband Íslands, f.h. Flugfreyjufélags Íslands (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Samtökum atvinnulífsins, f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar, vegna Icelandair ehf. (Ólafur Eiríksson hrl.) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 23. janúar 2015. Málið dæma Sigurður G . Gíslason, Ásmundur Helgason, Ragnheiður Harðardóttir, Karl Ó. Karlsson og Valgeir Pálsson. Stefnandi er: Alþýðusamband Íslands, f.h. Flugfreyju félags Íslands, kt. 550169 - 5099, Borgartúni 22, Reykjavík. Stefndi er: Samtök atvinnulífsins, kt. 680699 - 2919, Borgartúni 35, Reykjavík, f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Icelandair ehf., kt. 46120 2 - 3490, Reykjavíkurflugvelli, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda: Dómkröfur stefnanda eru þær að viðurkennt verði að Icelandair hf. hafi brotið gegn ákvæðum gr. 04 - 6 í 4. kafla kjarasamnings Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands um þóknun af sölu varnings um borð í flugvélum félagsins með því að greiða ekki söluþóknun af fyrirfram pöntuðum og fyrirfram greiddum mat til flugfreyja/ - þjóna sem annast sölu á viðkomandi flugi. Auk þess er þess krafist að stefndu verði dæmdir til greiðslu málskostnaðar auk álags er nemi virðisaukaskatti. Dómkröfur stefnda: Stefndi krefst þess að kröfum stefnanda verði hafnað. Auk þess er krafist að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar, samkvæmt mati Félagsdóms eða framlagðri tímaskrá lögmanns, auk álags er nemur virðisaukaskatti. 2 Málavextir: Með yfirlýsingu , dags . 11. júní 1986, lýstu flugfreyjur sig reiðubúnar til þess að annast sölu varnings um borð í flugvélum Icelandair. Þóknun skyldi vera 10% af sölu og skip t ast jafnt á milli flugfreyja/flugþjóna er annist sölu á viðkomandi flugi. Þessi yfirlýsing mun hafa verið upphafið að því að samið var um þóknun til handa flugfreyjum vegna sölu varnings um borð í flugvélum. Þóknunin hefur síðan verið efnislega óbreytt og í grein 04 - 6 í kjarasamningi aðila , sem síðast var framlengdur 26. maí 2014 til 31. ágúst 2015, segi r : skal vera 10% af sölu og skiptast jafnt á milli f/f er annast sölu á viðkomandi flugi, þar sem f/f eru fleiri en 5 skulu sölulaun vera 2% fyrir Framangreint ákvæði hefur lengi verið í kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hf. Áður var það svo að allur matur farþega var innifalinn í söluverði flugmiða og sáu flugfreyjur/ flug þjónar um að afhenda farþegum matarbakka. Í o któber 2008 voru þær breytingar gerðar að matur var ekki lengur samkvæmt seðli um borð. Það fyrirkomulag hefur haldist þar til nú. Frá árinu 2008 hafa sölulaun verið reiknuð samkvæmt ákvæði 04 - 6 af slíkri sölu matar ásamt öðrum söluvarningi um borð í flugvél um Icelandair hf. og hafa flugfreyjur/ flug þjónar fengið greidd sölulaun af þeirri sölu. Í dreifiriti Icelandair þann 25. júní 2014 (CC - E Bulletin 2014 - 71) til flugfreyja /flug þjóna Icelandair var kynnt sú nýbreytni að viðskiptavinum Icelandair á almennu farrými sem ferðast sem hópur verði boðið upp á að kaupa sér mat fyrirfram Einnig kom fram í dreifiritinu að ekki verði greidd sölulaun til áhafna vegna fyrirframgreiddrar matarsölu . Þann 27. júní 2014 sendi Flugfreyjufélag Íslands bréf til Icelan dair þar sem áréttað var að Iceland a ir b æ ri að greiða söluþóknun af allri sölu hvort sem varan sé greidd fyrirfram, staðgreidd eða greidd eftirá (með kreditkorti) og burtséð frá því í hvaða gjaldmiðli varan sé greidd ( þ.e. með vildarpunktum, íslenskum krón um eða erlendum gjaldmiðli). Lýsti félagið þeirri skoðun sinni að um skýrt brot á kjarasamningi væri að ræða með þessari ákvörðun félagsins. Icelandair svaraði bréfinu þann 14. júlí 2014 þar sem sjónarmiðum Flugfreyjufélagsins var hafnað enda telji Icelan dair að afhending matar um borð án þess að f lugfreyjur /f lugþjónar taki við greiðslu sé langt frá því að vera nýtt 3 fyrirkomulag. Það hafi aldrei verið talin sala í skilningi greinar 04 - 6 þegar matur sé afhentur um borð í flugvél. Málsástæður og lagarök stefnanda : Stefnandi kveðst telja að með framangreindu fyrirkomulagi hafi stefndi gerst brotlegur gegn ákvæði kjarasamnings, grein 04 - 6. Ákvæði 04 - 6 hafi verið óbreytt í kjarasamningi allt frá árinu 1995. Á þeim tíma þegar flugfarþegar hafi f engið mat, sem innifalinn hafi verið í miðaverði, til sín í flugvélum hafi flugfreyjur/ flug þjónar afgreitt matinn til viðskiptavina. Á árinu 2008 þegar byrjað hafi verið að selja sérstaklega mat í flugvélum og matur hafi ekki lengur verið innifalinn í alme nnu miðaverði, hafi sú sala verið hluti af söluþóknun sem þóknun flugfreyja/ flug þjóna hafi verið reiknuð af. Að mati stefnanda hafi stefndi með því staðfest að sala matar í flugvélum félli undir hverja aðra sölu um borð. Stefnandi tekur fram að í kjaras amningi aðila sé yfirlýsing um samstarfsnefnd. starfandi sé samstarfsnefnd skipuð fulltrúum frá FFÍ og Icelandair, sem komi reglulega saman og ræði mál varðandi öryggi og þjónustu um borð í flugvélum Í samræmi við það ákvæði hafi samstarfsnefnd hist einu sinni í mánuði. Breytingar á fyrirkomulagi matar til viðskiptavina í flugvélum hafi aldrei verið ræddar á þeim fundum eins og fundargerðir beri skýrlega með sér. Stefnandi kveður ljóst að með framkvæmd sinni á árunum 2008 2014 hafi stefndi staðfest sameiginlegan skilning á ákvæði 04 - 6 í kjarasamningi, að innkoma vegna sölu matar um borð í flugvélum stefnda sé söluþóknun í skilningi ákvæðisins og að taka beri tillit til slíkrar sölu þegar hluti félagsmanns stefnanda sé reiknaður . Stefnandi byggir málatilbúnað sinn á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár lýðveldisins, sbr. lög nr. 33/1944, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 og lögum Flugfreyjufélags Íslands. Enn fremur byggir stefnandi á kjarasamningi aðila sem séu lá gmarkskjör samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980. Vegna málskostnaðar sé vísað til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála í héraði. Stefnandi kve ður málið vera lagt fyrir Félagsdóm á grundvelli 2. tl. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 . Mál sástæður og lagarök stefnda: Stefndi vísar til þess að umrætt ákvæði sé ekki það eina í kjarasamningi aðila sem tengist sölu varnings. Megi þar nefna ákvæði 01 - 9 og 12 - Fyrstu f/f hafa umsjón með sölu varnings um borð og ber að skila uppgjöri fyrir seldan varning til Öll þessi ákvæði kjarasamnings aðila eigi það 4 viðkomandi flugs. Á stæða þess að umrætt ákvæði hafi verið sett í samninga aðila sé skýr og hafi verið til þess ætlað að setja á fót afkastahvetjandi sölukerfi fyrir flugfreyjur /flugþjóna . Eftir því sem þau standi sig betur við sölu varnings um borð, þeim mun meira fái þau í sinn hlut. Þetta hvatakerfi sé hluti af kaupaukakerfi Icelandair sem samið hafi verið um í kjarasamningum fyrr á ári nu 2014 og því lýst hvernig laun flugfreyja / flugþjóna hækki enn frekar ef markmiðum Stefndi tekur fram að sú þjónusta sem hann veiti flugfarþegum á flugi hafi breyst mikið frá því fyrrgreind yfirlýsing flugfre yja frá 11. júní 1986 hafi verið gerð. Stefndi kveður þau viðmið sem þóknun flugfreyja / flugþjóna miðist við hafi alltaf verið tengd því sem selt sé um borð í flugvélum félagsins en ekki því sem selt sé utan vélar, hvorki sérstaklega né sem hluti af því ve rði sem flugfarþegar greiði fyrir farseðla sína. Það fyrirkomulag sé síðan staðfest í því hvernig þær sölutölur sem þóknun flugfreyja / flugþjóna miðist við sé reiknuð. Í ákvæði 01 - 9 í kjarasamningi Fyrstu f/f hafa umsjón með sölu varnings um borð og ber að skila uppgjöri fyrir seldan varning til félagsins. fram og hvernig fylla eigi út uppgjörsskýrslur vegna þess s em selt sé. Greiðsla fyrir fyrirframgreiddan mat hafi átt sér stað í síðasta lagi 48 tímum fyrir brottför og því taki On Board Trader sbr. ákvæði 3.3 í CCSM. Að mati stefnda liggi í þessu gr undvallaratriði málsins. Það sé ekki ágreiningur milli aðila um að greiða beri þóknun til flugfreyja / flugþjóna vegna sölu varnings um borð í flugi. Það sé óumdeilt og hafi verið til langs tíma. Sala á mat, sem eigi sér stað í síðasta lagi 48 tímum áður en farið sé í flug, falli aftur á móti ekki undir það að vera sala um borð, enda séu flugfreyjur / flugþjónar ekki að selja farþegum þann mat heldur afhenda þeim þegar greidda vöru. Stefndi kveður að í ákvæði 01 - 1 í kjarasamningi aðila sé gerður greinarmunur á annars vegar framreiðslu og hins vegar sölu varnings í flugvélum félagsins. Það sé að mati stefnda skýrt að það að afhenda farþegum fyrirframgreidda matarbakka falli undir framreiðslu en ekki sölu varnings í flugvélum. Það megi frekar líkja afhendingu fyr irframgreiddra matarbakka við þá þjónustu að afhenda farþegum, án endurgjalds, til dæmis gosdrykki, vatn, kaffi og hnetur. Slíkur varningur sé innifalinn í miðaverði standi 5 nauðsynlegt að mati stefnda að grundvallarsjónarmið að baki ákvæði 04 - 6 í kjarasamningi aðila séu skoðuð og metin. Það sé verið að greiða flugfreyjum / flugþjónum þóknun vegna árangurs. Árangurinn sé mælanlegur í því magni varnings sem seldur sé um borð meðan á flugi stendur. Þóknun vegna sölu varnings skiptist síðan jafnt á milli flugfreyja / flugþjóna. Það ger i það að verkum að innan hópsins eigi sér stað ákveðin hvatning, það gagnist þannig öllum að unnið sé saman að því að hámarka sölu. Þetta sé grundvallaratriði í því afkastahvetjandi sölukerfi sem fundinn sé staður í grein 04 - 6 í kjarasamningi aðila. Stefnd i kveður að í gegnum árin hafi uppbygging fargjalda, og það hvað sé innifalið í þeim , breyst þó nokkuð. Slíkt sé komið undir ákvörðun Icelandair á hverjum tíma. Í fjölda ára hafi það verið viðtekin venja að matur væri innifalinn í verði flugmiða án tillits til farrýmis sem farþegi hafi ferðast á. Síðan hafi verið tekin mikið þá hafi þóknun , sem ætluð hafi verið flugfreyjum / flugþjónum vegna sölu á varningi um borð, ekki verið lækkuð á þeim grundvelli að ljóst væri að nú yrði sala um borð umfangsmeiri vegna skipulagsbreytinga Icelandair. Flugfreyjur / flugþjónar hafi áfram fengið umsaminn hlut a þóknunar, enda séu það hagsmunir beggja aðila að sem mest sé selt um borð af þeim vöruflokkum sem þar eru í boði hverju sinni. Það sama eigi við þegar Icelandair taki ákvörðun um að hætta með ákveðna vöruflokka um borð eða auka við vöruframboð. Flugfreyj ur / flugþjónar fái enn umsamda þóknun fyrir sölu í sinn hlut af þeim vörum sem eru í boði um borð. Það standi engin rök til annars en að það sama eigi við þegar Icelandair ákveði að taka ákveðinn vöruflokk og bjóða hann til sölu áður en flug eigi sér stað, hvort sem er sem hluta af verði flugmiða, sem áralöng venja hafi verið fyrir, eða sérstaklega líkt og eigi við um títtnefndan mat. Slíkt heyri þá ekki lengur undir umsamda þóknun flugfreyja / flugþjóna, enda ekki lengur um að ræða sölu í flugi eða um borð. Með vísan til alls framangreinds telur stefndi að öll rök og gögn sýni fram á að stefnandi eigi ekki að fá þóknun fyrir sölu Icelandair á fyrirframgreiddum mat, fremur en aðra sölu sem eigi sér stað hjá Icelandair áður en að flugi kemur. Slík sala falli e kki undir það að vera sala um borð en fyrir hana eigi eingöngu að greiða flugfreyjum / flugþjónum þóknun, samkvæmt ákvæði 04 - 6 í kjarasamningi aðila og bókun samkvæmt nýjum kjarasamningi frá 26. maí 2014. Beri því að taka kröfur stefnda að fullu til greina. Stefndi byggir kröfu sína um málskostnað á 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Forsendur og niðurstaða : 6 Mál þetta á undir Félagsdóm skv. 2. tl. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Það ákvæði kjarasamnings se m aðila málsins greinir á um túlkun á er svohljóðandi: sölu á viðkomandi flugi, þar sem f/f eru fleiri en 5 skulu sölulaun vera 2% fyrir hverja Byggir stefnandi á því að samkvæmt ákvæðinu beri að greiða flugfreyjum/flugþjónum söluþóknun af fyrirfram greiddum og fyrirfram pöntuðum mat sem flugfreyjur/flugþjónar afhenda farþegum í flugvélum Icelandair. Þessu mótmælir stefndi og byggir hann á því að greiðsluskylda vegna umræddrar þóknunar sé ekki fyrir hendi þar sem maturinn sé ekki seldur í flugvélinni og flugfreyjur/flugþjónar annist ekki um söluna. Fyrir liggur að umræddan mat kaupa farþegar áður en þeir koma í flugvélina og eru búnir að greiða h ann áður en flugferðin hefst. Hafa flugfreyjur/flugþjónar ekkert hlutverk varðandi sölu matarins, en sjá aðeins um að afhenda hann. Er ekki um það að ræða að salan eða kaupin á matnum fari fram í flugvélinni og taka flugfreyjur/flugþjónar t.a.m. ekki við g reiðslu. Er þannig hlutverk flugfreyja/flugþjóna annað varðandi þennan umrædda mat en þau önnur gæði sem kunna að vera seld og jafnframt afhent í viðkomandi flugferð. Er óhjákvæmilega um að ræða meira vinnuframlag þegar flugfreyjur/flugþjónar sjá ekki aðei ns um að afhenda matinn eða hin seldu gæði, heldur jafnframt um að selja hann og taka við greiðslu. Þá er óhjákvæmilegt að líta til þess mismunar sem birtist í því að þegar flugfreyjur/flugþjónar sjá um söluna þá hefur þóknunarfyrirkomulagið söluhvetjandi áhrif og þjónar þá hagsmunum beggja aðila kjarasamningsins. Ekki er þessu til að dreifa varðandi þann fyrirfram greidda og fyrirfram pantaða mat sem deila þessa máls snýst um enda geta flugfreyjur/flugþjónar hvorki hvatt né latt farþega til kaupanna. Það er álit dómsins að hlutverk flugfreyja/flugþjóna varðandi afhendingu þess umrædda matar sem farþegar hafa pantað og greitt áður en flugferðin hefst sé ekki sambærileg við sölu matar um borð. Er þetta t.a.m. eðlisólíkt því fyrirkomulagi sem lýst hefur veri ð og sem viðhaft var frá árinu 2008 þegar farþegar gátu, meðan á flugferðinni stóð, keypt og greitt fyrir mat sem þeir fengu afhentan í flugferðinni. Í hinu umdeilda ákvæði er sérstaklega vísað til þess að þóknun skuli vera ákveðið hlutfall af og að þóknunin skuli skiptast jafnt á milli flugfreyja/flugþjóna sem Að mati dómsins verður að skýra hið umdeilda ákvæði kjarasamningsins eftir orðanna hljóðan, þannig að það nái aðeins til þóknunar af sölu þess varnings sem seldur er um borð, en ekki jafnframt til þess varnings sem aðeins er afhentur um borð. 7 Að framangreindu virtu er það álit dómsins að hið umdeilda ákvæði kjarasamningsins um söluþóknun nái ekki til þess matar sem hefur verið pantaður og greiddur áður en flugferðin hefst, en sem flugfreyjur/flugþjónar afhenda í flugferðinni. Ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í málinu. Rétt er að stefnandi greiði stefnda kr. 350.000 í málskostnað og hefur þá verið litið til skyldu til greiðslu virðisaukas katts af málflutningsþóknun. D ó m s o r ð: Stefndi, Samtök atvinnulífsins f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Icelandair ehf . skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Alþýðusamband s Íslands f.h. Flugfreyjufélags Íslands . Stefnandi greiði stefnda kr. 350.000 í málskostnað. Sigurður G . Gíslason Ásmundur Helgason Ragnheiður Harðardóttir Valgeir Pálsson Karl Ó. Karlsson