FÉLAGSDÓMUR Dómur fimmtudaginn 17. febrúar 20 2 2 . Mál nr. 24 /20 21 : Fræðagarður ( Jón Sigurðsson lögmaður ) gegn Hafnarfjarðarkaupstað ( Guðmundur Siemsen lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 25. janúar sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Gísli Gíslason, Guðni Á. Haraldsson og Kristín Benediktsdóttir . Stefnandi er Fræðagarður, Borgartúni 6 í Reykjavík . Stefndi er Hafnarfjarðarkaupstaður , Strandgötu 6 í Hafnarfirði . Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að A , kt. [...] , félagsmaður stefnanda, hafi átt rétt til greiðslu 8% persónuálags úr hendi stefnda frá og með 1. mars 2020, samkvæmt gr ein 10.2.2 í kjarasamningi stefnanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga f yrir hönd st efnda, frá 21. mars 2016, með síðari breytingum. 2 Stefnandi krefst einnig málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir 4 Félagsmaður stefnanda , A , hefur starfað sem leiðbeinandi á leikskól anum [...] sem rekin n er af stefnda frá árinu 2014. Hún hafði áður starfað á leikskólanum [...] , sem einnig er rekinn af stefnda, frá árinu 2009 . Hún hefur ekki öðlast menntun sem leikskólakennari og starfar á leikskólanum á grundvelli 2. mgr. 6. g r. laga nr. 90/2008 um leikskóla . 5 A átti í upphafi aðild að Verkalýðsfélaginu Hlíf og gil t i kjarasamningur stéttarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um starfskjör hennar. Þar var að finna svohljóðandi ákvæði : Með vísan til greinar 10.1.3 skulu starfsmenn fá persónuálag vegna árlegrar þátttöku í símenntunaráætlun sem hér segir: 2 2% eftir 1 árs starf hjá sveitarfélögum og/eða öðrum sambærilegum störfum. Samtals 4% eftir 5 ára starf hjá sveitarfélögum og/eða öðrum sambærilegum störfum. Samtals 6% eftir 9 ára starf hjá sveitarfélögum og/eða öðrum sambærilegum störfum. Samtals 8% eft ir 15 ára starf hjá sveitarfélögum og/eða í öðrum sambærilegum störfum. Við mat á starfstíma hjá öðrum vinnuveitendum til persónuálags getur sveitarfélag krafið starfsmann um gögn sem staðfesta þann starfstíma (vinnuveitendavottorð). Hækkun vegna starfstí ma kemur til framkvæmda 6 Í grein 10.1.3 í kjarasamningnum var gerð nánari grein fyrir því að starfsmenn skyldu eiga kost á að sækja reglubundna þjálfun, námskeið eða annars konar fræðsl u til að viðhalda og auka við þekkingu sína og færni. S tofnanir eða starfseiningar skyldu setja fram símenntunaráætlun fyrir starfsmenn sína árlega og skyldi þátttaka starfsmanna í slíkri áætlun metin árlaga. Tekið var fram að starfsmaður ætti rétt á persó nuálagi samkvæmt grein 10.2.2 fyrir þátttöku í áætluninni. 7 Að virtri starfsreynslu og þátttöku í símenntunaráætlun hafði A áunnið sér rétt til 8 % persónuálags samkvæmt grein 10.2.2 í kjarasamningi Verkalýðsfélagsins Hlífar og Sambands íslenska sveitarféla ga. 8 Undir lok árs 2019 lauk A BA - prófi í sálfræði og ákvað í kjölfarið að færa sig í stéttarfélagið Fræðagarð sem er stefnandi þessa máls . Hún starfaði áfram sem leiðbeinandi á sama leikskóla , sem stefndi rekur, en frá 1. mars 2020 gilti kjarasamning ur s tefnanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga um starfskjör hennar . Frá þeim tíma hefur hún ekki fengið greitt persónuálag vegna símenntunar samkvæmt grein 10.2.2 í kjarasamningnum. Ákvæðið sem ber heitið er svo hljóðandi: - áætlun sem hér segir: 2 % eftir 1 árs fagreynslu í starfsgrein sinni. Samtals 4% eftir 3 ára fagreynslu í starfsgrein sinni. Samtals 6% eftir 5 ára fagreynslu í starfsgrein sinni. Samtals 8% eftir 9 ára fagreynslu í starfsgrein sinni. Þeir sem náð hafa 13 ára fagreynslu við gildistöku samningsins og hafa fengið 2% persónuálag vegna þess, halda því meðan þeir eru í samfelldu st arfi hjá sama vinnuveitanda. 3 Til að fá fagreynslu í starfsgrein metna þarf starfsmaður að leggja fram gögn sem staðfesti þann starfstíma (vinnuveitandavottorð). Forsenda persónuálags þessa er staðfest þátttaka í símenntunaráætlun stofnunar eða starfs einingar. Hlutur starfsmannsins skal vera persónubundinn að því leyti að áætlunin taki til sameiginlegra þarfa hans og þeirrar stofnunar eða skipulagsheildar sem hann er hluti af. Hún skal beinast fyrst og fremst að fagsviði starfsmannsins með það að markm iði að starfsmaðurinn þróist á sérsviði sínu í þágu heildarinnar. Áætlunin skal að jafnaði undirbúin gagnvart hverjum og einum starfsmanni eftir starfsþróunarsamtal. Í janúar á ári hverju skal þátttaka í símenntunaráætlun næstliðins árs metin. 9 Hinn 1 0. mars 2020 var haldinn samstarfsfundur fulltrúa stefnanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem rætt var um hvort A ætti rétt til greiðslu persónuálags samkvæmt grein 10.2.2 í kjarasamningi aðila . Fram kemur í fundargerð að f ulltrúar Sambands ís lenskra sveitarfélaga telji að störf félagsmanns utan þess fræðasviðs sem menntun hans tilheyri teljist ekki til fagreynslu. Þar sem félagsmaðurinn hafi áður sinnt starfi á grundvelli kjarasamnings þar sem ekki hafi verið gerðar sérstakar menntunarkröfur t eljist sú reynsla ekki fagreynsla í skilningi kjarasamningsákvæðisins . 10 Með bréfi lögmanns A til stefnda 1. júlí 2021 var þess krafist að laun hennar yrðu leiðrétt þannig að hún fengi greitt 8% persónuálag frá 1. mars sama ár . Vísað var til þess að hún hef ði meira en 13 ára reynsl u sem leiðbeinandi í leikskóla og stæðist ekki að afnema rétt hennar vegna þess eins að hún hefði skipt um stéttarfélag. Erindinu var hafnað með tölvubréfi stefnda 10. júlí 2021. Stefnandi tilkynnti stefnda með bréfi 8. september 2021 að mál yrði höfðað vegna þessa ágreinings fyrir Félagsdómi. Málsástæður og lagarök stefnanda 11 Stefnandi byggir á því að A eigi samningsbundna og lögvarða kröfu til þess að fá greitt 8% persónuálag sam kvæmt grein 10.2.2 í kjarasamningi aðila . Stefndi hafi neitað að greiða henni persónuálag vegna fagreynslu og símenntunar samkvæmt kjarasamnings ákvæðinu og þar með virt að vettugi reynslu hennar í starfi. 12 Stefnandi vísar til þess að kjarasamningsákvæðið hafi ávallt verið skilið með þeim hætti að fagreynslu geti starfsmaður öðlast annars vegar í starfi hjá sama atvinnurekanda og hins vegar með reynslu í ákveðnu fagi óháð því fyrir hvern sé unnið. Ágreiningur aðila lút i að túlkun á kjarasamningi og falli undir lögsögu Félagsdóms, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 4 13 Stefnandi vísar til þess að A hafi fullnægt áskilnaði greinar 10.2.2 í kjarasamningi aðila frá 1. mars 2 020 þegar hún varð félagsmaður stefnanda. Forsenda greiðslu persónuálags sé árleg þátttaka í símenntunaráætlun , auk þess sem starfsmaður þurfi að leggja fram gögn sem staðfesti starfstíma til að fá fagreynslu í starfsgrein metna. Það liggi fyrir að A hafi tekið þátt í símenntunaráætlun í starfi sínu enda hafi hún áður fengið greitt 8% persónuálag á grundvelli samhljóða ákvæðis í kjarasamningi Verkalýðsfélag sins Hlífar og Sambands íslenskra sveitarfélaga . Hún hafi starfað sem leiðbeinandi á leikskólum stefnd a í meira en tólf ár og búi yfir samsvarandi reynslu af því fagi. 14 Stefnandi leggur áherslu á að A hafi þegar áunnið sér rétt til 8% persónuálags vegna símenntunar og starfsreynslu samkvæmt grein 10.2.2 í fyrrgreindum kjarasamningi sem Verkalýðsfélag ið Hlí f eigi aðild að. Stefnda sé óheimilt að afnema þegar veitt persónuálag. Leggja verði ákvæði um persónuálag vegna símenntunar í kjarasamningunum tveimur að jöfnu, enda sé efnislega um að ræða sama rétt til persónuálags og skilyrðin hin sömu. Beri stefnda því að greiða starfsmanninum óbreytt persónuálag þrátt fyrir að nýr kjarasamningur eigi við . 15 Stefnandi telur að túlka beri hugtakið fagreynsla í grein 10.2.2 í kjarasamningi aðila með þeim hætti að það nái bæði til reynsl u af ákveðnu fagi óháð vinnuveit anda og reynsl u af ákveðnu starfi hjá núverandi vinnuveitanda. Að vera leiðbeinandi í leikskóla sé fag A í starfi og hafi hún aflað sér meira en tólf ára reynslu í faginu. 16 Stefnandi tekur fram að engar breytingar hafi verið gerðar á starfi A sem geti leit t til þess að reynsla hennar í faginu sé höfð að engu og réttlæti að hún fái ekki lengur greitt persónuálag. Hún starfi enn sem leiðbeinandi á leikskólanum [...] , búi enn yfir reynslu sem leiðbeinandi í leikskóla og hafi engin breyting verið gerð á starfss kyldum hennar. Það standist ekki að afnema persónuálag starfsmannsins af þeirri einu ástæðu að hún hafi lokið háskólaprófi og fært sig um stéttarfélag. Í grein 10.2.2 í kjarasamningi aðila sé mælt fyrir um umbun fyrir reynslu af starfi sem sé háð skilyrði um þátttöku í símenntunaráætlun. Reynsla af starfi á grundvelli ákvæðisins sé ekki tengd stéttarfélagsaðild starfsmanna eða bundin því að starfsmaður ljúki háskólaprófi. Starfsmaðurinn búi áfram yfir þegar metinn i starfsreynslu. Málsástæður o g lagarök stefnda 17 Stefndi vísar til þess að A hafi uppfyllt aðildarskilyrði stefnanda eftir að hún lauk háskólaprófi í sálfræði á árinu 2019 . Hún hafi gerst félagsmaður í stefnanda og hafi farið um starfskjör hennar eftir kjarasamningi aðila frá mars 2020 , þar með talið réttri túlkun á grein 10.2.2 . Túlka verði ákvæðið með þeim hætti að félagsmaður geti ekki áunnið sér fagreynslu í skilningi ákvæðis ins fyrr en eftir að hann hafi lokið háskólaprófi sem sé skilyrði fyrir aðild að stéttarfélagi nu. 18 Stefndi mótmælir því sérstaklega að kjarasamnings ákvæðið hafi ávallt verið túlkað með þeim hætti að fagreynslu geti starfsmaður öðlast annars vegar í starfi hjá sama 5 atvinnurekanda og hins vegar með reynslu í fagi óháð því fyrir hvern sé unnið. Þá er því mótmælt a ð ákvæði gildandi kjarasamnings um persónuálag sé samhljóða ákvæði í þeim kjarasamningi sem Verkalýðsfélag ið Hlíf eigi aðild að. 19 Stefndi vísar til þess að A starfi sem leiðbeinandi á leikskóla og hafi átt aðild að Verkalýðsfélaginu Hlíf þar til að hún lau k háskólaprófi . Lög þess stéttarfélags geri ekki kröfu um sérstaka menntun félagsmanna. Þá sé ekki gerð sérstök krafa til menntunar leiðbeinanda í leikskóla, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 90/2008. A hafi nú lokið BA - próf i í sálfræði , en starf hennar sé utan þess fræðasviðs sem menntun in tilheyri . 20 Samkvæmt 10. kafla kjarasamnings stefnanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga , , geti félagsmenn áunnið sér persónuálag á fjóra mismunandi vegu , það er vegna starfsþróunarnámskeiða, vegn a símenntunar, vegna menntunar á framhaldsskólastigi og vegna menntunar á háskólastigi. Samkvæmt grein 10.2.2 skuli starfsmenn fá persónuálag vegna árlegrar þátttöku í símenntunaráætlun Þetta ákvæði sé hvorki sambærilegt né samhljóða grein 10.2.2 í kjarasamningi Verkalýðsfélagsins Hlífa r og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem beri heitið . Í síðargreindum kjarasamningi sé miðað við tiltekinn tíma í starfi e n í þeim kjarasamningi sem við eigi sé miðað við fagreynslu og tíma í starfi. Þessi munur endurspegl i st einnig í mismunandi titlum gr eina 10.2.2 í kjarasamningunum , en gildandi ákvæði . 21 Stefndi telur að túlka beri kjarasamnings ákvæðið í samræmi við orðanna hljóðan , sbr. einnig meginreglu 10. gr. laga nr. 94/1986 þar sem fram komi að kjarasamningar skuli vera skriflegir . Gera verði greinarmun á starfstíma og fagreynslu í skilningi kjarasamningsins þannig að starfsmaður geti aðeins aflað sér fagreynslu með störfum á því fræðasviði sem viðkomandi sé ráðinn til að starfa á. Hafi viðkomandi aftur á móti sinnt starfi utan þess fræðasviðs sem menntun hans tilheyri teljist þau störf ekki til fagreynslu í skilningi kjarasamnings ins. 22 Stefndi vísar til þess að hefði það verið ætlun samningsaðila að tryggja félagsmönnum stefnanda persónuálag með vísan til starfstíma einvörðungu hefði orðalagi ákvæðisins verið hagað með sama hætti og í þeim kjarasamningi sem V erkalýðsfélagið Hlíf á aðild að . Það falli í hlut stefnanda að s ýna fram á að leggja beri annan skilning í kjara samningsákvæði ð en leiði af orðanna hljóðan. Stefnandi verði að sama skapi að færa fullnægjandi sönnur á að skapast hafi venjubundin framkvæmd um túlkun og framkvæmd þessa ákvæðis sem rennt geti stoðum undir kröfur hans. Að mati stefnda hafi stefnandi ekki axlað þá sönnunarbyrði. 23 Stefndi leggur áherslu á að þar sem A hafi sinnt sta rfi samkvæmt kjarasamningi þar sem ekki hafi verið gerðar sérstakar menntunarkröfur teljist reynsla af starfinu ekki til fagreynslu í skilningi greinar 10.2.2 í kjarasamningi aðila. Áréttað er að A hafi ekki 6 uppfyllt aðildarskilyrði stefnanda fyrr en að lo knu háskólaprófi og g e ti fagreynsla h ennar í fyrsta lagi talist frá því tímamarki, yrði starfið á annað borð talið vera innan fræðasviðs menntunar hennar . Niðurstaða 24 Mál þetta á undir Félagsdóm, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna . 25 Aðila greinir á um hvernig túlka ber grein 10.2.2 í kjarasamningi stefnanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað er um persónuálag vegna símenntunar og fagreynslu. Samkvæmt ákvæðinu skal starfsmaður sem hefur tekið þátt í símenntunaráætlun eiga rétt á tilteknu hlutfalli persónuálags sem fer hækkandi persónuálags bæði af starfstíma starfsmanns og fagreynslu hans í st arfsgrein sinni. 26 Stefnandi telur að fyrrgreindur félagsmaður stéttarfélagsins, A , sem býr yfir meira en tólf ára reynslu af starfi sem leiðbeinandi í leikskólum stefnda, eigi rétt á greiðslu 8% persónuálags samkvæmt kjarasamnings ákvæðinu. Stefndi telur af tur á móti að skilyrði til greiðslu persónuálags séu ekki uppfyllt þar sem félagsmaðurinn hafi ekki öðlast áskilda fagreynslu í starfi. Af málatilbúnaði stefnda verður ráðið að hann telji félagsmanninn fyrst hafa getað öðlast slíka reynslu eftir að hún lau k háskólaprófi. Þá geti reynsla af starfi sem leiðbeinandi í leikskóla ekki talist til fagreynslu í skilningi ákvæðisins þar sem starfið sé utan þess fræðasviðs sem menntun hennar tilheyri. Telur stefndi þannig að félagsmaðurinn geti e kki áunnið sér fagrey nslu í starfsgrein sinni í skilningi ákvæðisins á meðan hún starf ar sem leiðbeinandi í leikskóla. 27 Eins og rakið hefur verið þá fékk umræddur félagsmaður greitt persónuálag vegna símenntunar samkvæmt grein 10.2.2 í kjarasamningi Verkalýðsfélagsins Hlífar o g Sambands íslenskra sveitarfélaga . Gerð hefur verið grein fyrir ákvæðinu að framan en samkvæmt því á starfsmaður sem tekur þátt í símenntunaráætlun rétt á greiðslu persónuálags í tilteknu hlutfalli sem ræðst af starfstíma hans. Eftir að A lauk BA - prófi í sálfræði og gerðist félagsmaður í stefnanda gildir fyrrgreint ákvæði grein ar 10.2.2 í kjarasamningi stéttarfélags ins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um rétt hennar til persónuálags vegna símenntunar. Ákvæðin eru ekki samhljóða og ræðst úrlausn um kröfu stefnanda einkum af sk ýringu á því hvað felst í fagreynslu í starfsgrein samkvæmt því kjarasamningsákvæði sem á við. 28 Það er ágreiningslaust að A hefur tekið þátt í símenntunaráætlun og býr yfir meira en tólf ára reynslu af starfi sem leiðbeinandi á leikskólum stefnda. Það er ekki skýrt nánar í starfsgrein Að mati dómsins leiðir það ekki af skýringu samkvæmt orðanna hljóðan að með u sé eingöngu átt við reynslu af þeirri starfsgrein sem viðkomandi hefur menntað sig til að starfa við . Breytir þar engu þótt skilyrði fyrir aðild að Fræðagarði miðist við háskólamenntun, en stefndi hefur fallist á að greiða stefnanda laun 7 samkvæmt kjarasamningi Fræðagarðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá verður ekki heldur séð að túlka beri ákvæðið með þeim hætti að félagsmaður geti fyrst öðlast fagreynslu í þessum skilningi eftir að hann lýkur háskólaprófi og skilyrði til aðildar að stefnanda eru uppfyllt. Slík þrengja ndi túlkun fær hvorki stoð í orðalagi ákvæðisins né öðrum ákvæðum 10. kafla kjarasamningsins. Þá hefur stefndi ekki fært haldbær rök fyrir því að þessi túlkun sé í samræmi við markmið ákvæðisins og vilja samningsaðila. 29 Að virtu orðalagi kjarasamningsákvæð isins og samkvæmt almennri málvenju verður að leggja til grundvallar að sé átt við reynslu starfsmanns af því fagi sem hann starfar við, það er af starfsgrein sinni. Ávinnur starfsmaður sér þannig rétt til hærra hlutfalls persónuálags efti r því sem reynsla hans af tilteknu starfi verður lengri að því gefnu að hann haldi áfram þátttöku í símenntunaráætlun . 30 Samkvæmt því sem að framan er rakið hefur A meira en 12 ára reynslu af starfi sínu sem leiðbeinandi á leikskóla og telst sú reynsla til fagreynslu í skilningi greinar 10.2.2 í kjarasamningi aðila. Verður því viðurkenn t að hún hafi átt rétt til greiðslu 8% persónuálag s samkvæmt grein 10.2.2 í kjarasamningi aðila frá og með 1. mars 2020 , enda teljast skilyrði ákvæðisins uppfyllt um að hún hafi níu ára fagreynslu í starfsgrein sinni sem leiðbeinandi í leikskóla . Verður því fallist á kröfu stefnanda með þeim hætti sem greinir í dómsorði. 31 Að virtum úrslitum málsins og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69 . gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Viðurkennt er að A , kt. [...] , félagsmaður stefnanda, Fræðagarðs, hafi átt rétt til greiðslu 8% persónuálags úr hendi stefnda, Hafnarfjarðar kaupstaðar , frá og með 1. mars 2020, samkvæmt grein 10.2.2 í kjarasamningi stefnanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd stefnda frá 21. mars 2016, með síðari breytingum. Stefndi greiði stefnanda 600.000 krónur í mál skostnað.