1 Ár 2014 , þriðjudaginn 3. júní , er í Félagsdómi í málinu nr. 9/2014: Íslenska ríkið (Óskar Thorarensen hrl.) gegn Félagi íslenskra náttúrufræðinga (Ástráður Haraldsson hrl.) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómteki ð 2. júní 2014. Málið dæma Sigurður G . Gíslason, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Elín Blöndal. Stefnandi er : Íslenska ríkið, kt. 540269 - 6459, Arnarhváli, Reykjavík . Stefndi er : Félag íslenskra náttúrufræðinga, kt. 530169 - 4139, Borgartúni 6, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda: Stefnandi gerir þær dómkröfur að viðurkennt verði með dómi að boðað verkfall stefnda, Félags íslenskra náttúrufræðinga, vegna félagsmanna þess í þjónustu Landspítala, sem boðað var með bréf i til fjármála - og efnahagsráðherra, dagsettu 19. maí 2014, frá og með miðvikudeginum 4. júní, kl. 00:00, sé ólögmætt. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað vegna meðferðar málsins samkvæmt mati Félagsdóms. Dómkröfur stefnda : Dómkröfur stefnda eru þær a ð stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Málavextir: K jarasamningur fjármála - og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins og Félags í slenskra náttúrufræðinga rann út 31. janúar 2014. Aðilar munu hafa átt í viðræðum um gerð nýs kjarasamnings en þær hafa ekki enn borið árangur. Vi ðræðuáætlun var undirrituð 3. janúar 2014 og m eðal þess sem ræða átti við upphaf 2 viðræðna var reynsla af gilda ndi kjarasamningi og þróun launa, þar á meðal stöðu stofnanasamninga. Í kröfugerð stefnda, dags. 9. janúar 2014, segir meðal annars veg fyrir endurskoðun stofnanasamnin gs eftir að viðræður um nýjan stofnanasamning eru hafnar. Í þessum tilgangi er krafist að lokamálsgrein greinar 11.1.1. verði breytt Efnt var til atkvæðagreiðslu meðal félags manna stefnda , sem starfa á Landspítala , um boðun vinnustöðvunar á spítalanum sem ætti að hefjast 4. júní nk. kl. 00:00. Atkvæðagreiðslunni lauk 19. maí sl. og samdægurs ritaði stefndi fjármálaráðuneytinu bréf þar sem tilkynnt var um fyrirhugaða vinnustöðv un . Þar er greint frá því að 69 félagsmenn hefðu verið á kjörskrá og að 60 þeirra hefðu greitt atkvæði. Alls hefðu 47 samþykkt verkfallsboðun en 9 verið á móti . Ei tt atkvæði h efði verið autt og þrjú ógild. Í tilkynningunni er því lýst yfir að með þessu sé fullnægt kröfum 15. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í niðurlagi bréfsins segir síðan náttúrufræðinga samþykkt að hefja verkfall hjá Landpítala þann 4. jún í 2014, kl. 00:00, hafi endurskoðun á stofnanasamningi Landspítala og FÍN ekki náðst fyrir þann Með bréfi 20. maí 2014 lýsti stefnandi því yfir að hann væri ekki sammála þeirri túlkun stefnda að boðun verkfalls með þessum hætti samrýmdist ákvæðum l aga nr. 94/1986. Skoraði stefnandi því á stefnda að afturkalla verkfallsboðunina. Ella myndi ráðuneytið grípa til þeirra úrræða sem því væru tiltækar til þess að stöðva framgang boðaðrar vinnustöðvunar. Með bréfi 22. maí sl. lýsti lögmaður stefnda því að honum væri ekki kunnugt um neina meinbugi á verkfallsboðuninni. Áskorun stefnanda gæfi því ekki tilefni til afturköllunar á verkfallsboðuninni. Í málinu hefur verið lagður fram kjarasamningur aðila, með gildistíma til 30. nóvember 2004, sem framlengdur he fur verið allt til 31. janúar 2014 . Þ ar er fjallað um stofnanasamninga í 11. kafla samningsins , en í grein 11.1.1 kemur fram að viðræður um stofnanasamning skuli fara fram undir friðarskyldu. Þá hefur verið lagt fram afrit þess atkvæðaseðils sem notaður va r við framangreinda atkvæðagreiðslu, en á honum kemur ekkert fram um tilgang verkfallsins. Málsástæður og lagarök stefnanda: Stefnandi kveðst leggja mál þetta fyrir Félagsdóm samkvæmt heimild í 2. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamning a opinberra starfsmanna. Stefnandi fari með gerð kjarasamninga á grundvelli laganna. Aðilar máls þessa séu 3 jafnframt aðilar síðast gildandi kjarasamnings. Stefndi sé stéttarfélag á grundvelli laga nr. 94/1986. Stefnandi kveður að þ ar sem stefndi hafi mótmæ lt skilningi stefnanda á lögum nr. 94/1986 sé stefnanda mikilvægt að fá úr því skorið hvort boðuð vinnustöðvun stefnda sé heimil eða ekki. Stefnandi kveðst byggja á því að boðun verkfalls félagsmanna stefnda hjá Landspítala hafi ekki uppfyllt lögboðin skil yrði samkvæmt 14. gr. laga nr. 94/1986 og því sé boðuð vinnustöðvun, með vísan til þess að endurskoðun á stofnanasamningi Landspítala og stefnda hafi ekki náðst, ólögmæt. Stefnandi kveður að í III. kafla laga nr. 94/1986 séu settar reglur um það með hvaða hætti heimilt sé að vinna að lausn kjaradeilu með vinnustöðvun eða öðrum sambærilegum aðgerðum sem jafna megi til verkfalla. Stefnandi líti svo á að ekki hafi verið fylgt þeim reglum er mæli fyrir um hvernig staðið skuli að löglegri vinnustöðvun til að stu ðla að framgangi krafna í deilu um kjarasamning samkvæmt 14. gr. laga nr. 94/1986. Samkvæmt 11. kafla kjarasamnings stefnanda og stefnda sé stofnanasamningur skilgreindur í grein 11.1.1. Þar segi að stofnanasamningur sé hluti af kjarasamningi og sé meðal a nnars ætlað að stuðla að skilvirkara launakerfi sem taki mið af þörfum og verkefnum stofnunar og starfsmanna hennar. Hann sé sérstakur samningur milli stofnunar og stéttarfélags um aðlögun tiltekinna þátta kjarasamningsins að þörfum stofnunar og starfsmann a með hliðsjón af eðli starfsemi, sk ipulagi og/eða öðru því sem gefi stofnun sérstöðu. Samstarfsnefndir eða nefndir samkvæmt grein 11.1.3.4 annist gerð og breytingar stofnanasamnings. Viðræður um stofnanasamning skuli fara fram undir friðarskyldu. Stefnand i kveðst telja mikilvæg rök hníga að því að skýra verði umrætt ákvæði eftir orðanna hljóðan. Stofnanasamningur sé hluti af þeim kjarasamningi sem gerður er við viðkomandi stéttarfélag og sé óuppsegjanlegur , en hann sé sérstakur samningur milli tiltekinnar stofnunar ríkisins og viðkomandi stéttarfélags um aðlögun tiltekinna þátta hins miðlæga kjarasamnings að þörfum stofnunar með hliðsjón af sérstöðu starfa og verkefna stofnunar. Sérstaklega sé tekið fram í niðurlagi greinar 11.1.1 að viðræður um stofnanasam ning skuli fara fram undir friðarskyldu og samkvæmt því verði ekki þvingaðar fram breytingar á honum með verkfallsaðgerðum. Viðræður um stofnanasamning skuli fara fram undir friðarskyldu og gerð stofnanasamnings teljist þáttur í framkvæmd kjarasamnings. Bo ðuð vinnustöðvun stefnda þar sem knúið er á um gerð stofnanasamnings sé því ólögmæt með því að boðun verkfalls brjóti í bága við ákvæði 14. gr. laga nr. 94/1986. Samræmist verkfallsboðunin því heldur ekki öðrum ákvæðum laganna við þessar aðstæður, sbr. 2. mgr. 3. gr. laganna. Stefnandi kveðst einnig byggja á því að atkvæðagreiðsla sú sem verkfallsboðunin byggi á hafi ekki verið í samræmi við ákvæði 15. gr. laga nr. 4 94/1986. Hún hafi ekki verið almenn leynileg allsherjaratkvæðagreiðsla í viðkomandi stéttarfé lagi. Félagsmenn Félags ísle nskra náttúrufræðinga sem starfi hjá ríkinu hafi verið 727 talsins 1. maí síðastliðinn, en samkvæmt verkfallsboðun félagsins hafi 69 félagsmönnum, eða rétt um 10% þeirra, verið gefinn kostur á að greiða atkvæði. Framangreint tel ji stefnandi leiða til þess að taka beri kröfur hans um að boðað verkfall sé ólögmætt til greina. Stefnand i tekur fram að honum sé nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort stefndi hafi gerst brotlegur við framangreind ákvæði laga nr. 94/1986 með verkfallsboðu n sinni svo stefnandi geti brugðist við því ástandi sem skapast hafi. Um málskostnaðarkröfu sína kveðst stefnandi vísa til 21. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Málsástæður og laga rök stefnda: Stefndi kveðst byggja sýknukröfu sína á því að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun stefnda hafi verið lögmæt og í fullu samræmi við fyrirmæli laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna og venjur á vin numarkaði hvað það varði . Stefndi kveðst hafa lagt fyrir f élagsmenn sína, sem verkfallið eigi að taka til, atkvæðaseðil þar sem tilhögun vinnustöðvunarinnar kom i fram. Kosningin hafi verið leynileg og tekið til allra félagsmanna stefnda sem vinni á Landspítala háskólasjúkrahúsi eða alls 69 manns. Kj örskrá hafi verið unnin að höfðu samráði við fulltrúa Landspítala. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni hafi verið 87% og var verkfallið sa mþykkt með 78,3% atkvæða. Byggi stefndi á því að með þessari tilhögun hafi í einu og öllu verið farið að reglum laga nr. 94/ 1986 er varði ákvörðun um vinnustöðvun. Stefndi kveðst vera ósammála þeim málatilbúnaði stefnanda að boðun verkfalls félagsmanna stefnda hjá Landspítala hafi farið gegn skilyrðum 14. gr. laga nr. 94/1986 með vísan til þess að endurskoðun á stofnanasamningi Landspítala og stefnda ha fi ekki náðst. Hvað þetta varði byggi stefndi á því að ágreiningur sá sem hér sé uppi lúti að kröfugerð stefnda gagnvart stefn an da við gerð aðalkjarasamnings aðila. Kröfugerð stefnda sé í samræmi við það sem tíðk anlegt er og taki á þeim efnisa triðum sem kjarasamningar skuli fjalla um. Þar á meðal sé krafa um breytingu á lokamálslið gr. 11.1.1 í kjarasamningi, sem fj alli um viðræður um stofnanasamninga , en stefndi hafi gert þá kröfu að þeir samningar fari ekki fram undir friðarskyld u. Byggi stefndi þannig á því að fyrirhugað verkfall miði að því að knýja fram breytingar á aðalkjarasamningi aðila. Stefndi kveðst í þessu efni byggja ennfremur á því að rétturinn til þess að gera verkföll sé grundvallarréttur, sem tryggður sé með 74. gr. sbr 75. gr. stjórnarskrár og sbr. 2. mgr. 11. gr. MSE. Allar takmarkanir á verkfallsrétti beri því að túlka þröngt. 5 Samkvæmt 14. gr. laga nr. 94/1986 séu heimildir stéttarfélaga til að gera verkföll bundin þeim skilyrðum og takmörkunum einum sem sett eru í þeim sömu lögum. Sá skilningur stefnanda að verkfall verði aðeins boðað með þeim hætti að ákvörðun um það verði tekin af öllum félagsmönnum stefnda, óháð því að hverjum verkfallsaðgerðin beinist h verju sinni verði að mati stefnda ekki rökstuddur með ákvæ ðum laga nr. 94/1986. Túlkun stefnanda verði að mati stefnda ekki réttilega leidd af 15. gr. fyrrgreindra laga. Stefndi tekur fram að á kvæð i 15. gr. l. nr. 94/1986 hljóði svo; er því aðeins lögmæt að ákvörðun um hana hafi verið tekin í alm ennri leynilegri allsherjaratkvæðagreiðslu í hverju stéttarfélagi sem er samningsaðili. Til að samþykkja verkfallsboðun þarf a.m.k. helmingur þeirra félagsmanna, sem starfa hjá þeim sem verkfallið beinist gegn, að hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og me iri Stefndi kveður að t venns konar skilning sé unnt að leggja í ákvæði 15. gr. kjarasamningslaganna : a. Að boðun verkfalls sé því aðeins lögmæt að ákvörðun um hana hafi verið tekin í almennri leynilegri allsherjaratkvæðagreiðs lu allra félagsmanna stéttar félagsins sem geri samninginn. b. Að til að samþykkja verkfallsboðun þurfi a.m.k. helmingu r þeirra félagsmanna, sem starfi hjá þeim sem verkfallið beinist gegn, að hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og meiri hluti þeirra samþ ykkt hana. Stefndi telur að byggja verði á hinum síðari skýringarkosti. Þannig sé fyrri málsliðurinn í 15. gr. skilinn í samhengi við hinn síðari og hugtakið allsherjaratkvæðagreiðsla þeirra sem ætla ð sé að fara í verkfall. Stefndi telur stefnanda hins vegar byggja á þriðja ský ringarkostinum sem stefndi telji ekki vera meðal þeirra s em koma til greina. Þannig telji stefn an di skv. því sem fram komi í stefnu að félagsmenn stefnda sem starf i hjá ríkinu, alls 727 félagsmenn hefðu þurft að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Nú sé það svo að félagsmenn stefnda muni vera a lls 1303 . Fjöl margir þeirra félagsmanna starfi raunar alls ekki hjá ríkinu. Ef hinum fyrri skýringarkosti af þeim tveimur sem til greina komi væri beitt hefðu allir félagsmenn stefnda þurft að taka þátt í atkvæðagreiðs lunni. Ekki aðeins þeir sem eigi að fara í verkf all, ekki aðeins þeir sem starfi hjá ríkinu. Stefndi telur að verð i verkföllum samkvæmt lögunum settar þær einar skorður sem beinlí nis sé kveðið á um í lögum nr. 94/1986, sbr. 14. gr. Samkvæmt 2. mgr. 14. 6 gr., sbr . 1. gr. laga nr. 67/2000 teljist það til verkfalla í skilningi laganna þegar starfsmenn leggi niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sa meiginlegu markmiði. Sama gildi um aðrar sambærilegar aðgerði r af hálfu starfsmanna sem jafna megi til vinnustöðvunar. Tilhögun verkfallsaðgerða r í tíma, rúmi og umfangi verði þannig að mati stefnda ekki takmörkuð á grundvelli reglna laganna um atkvæðag reiðslur sbr. og dóm Félagsdóms í málinu nr. 12/2011. Stefndi kveð st þannig byggja á því að boðuð verkfallsaðgerð stefnda á einum vinnustað stefnanda, Landspítala háskólasjúkrahúsi , fullnægi í öllu hugtaksskilyrðum verkfalls eða vinnustöðvunar í skilningi 14. gr. og þrengri túlkun á því hugtaki verði ekki leidd af öðrum ákvæðum laganna. Byggir stefndi þannig á því að af ákvæði 15. gr. verði ekki leidd slík takmörkun á inntaki verkfallsréttarin s sem stefnandi vilji vera láta. Stefndi telur enn fremur að skv . nefndri 15. gr. sé boðun verkfalls lögmæt hafi ákvörðun um hana verið tekin í almennri leynilegri atkvæðagreiðslu í hverju stét tarfélagi samningsaðila. Þá þurfi helmingu r þeirra félagsmanna, sem starfi hjá þeim sem verkfallið beinist gegn, að hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og meirihl uti þeirra samþykkt hana. Byggir stefndi á því að 1. msl. 15. gr. beri að túlka í samræmi við 2. msl. 15. gr. þannig að ákvörðun um verkfall sé tekin af öllum þeim sem um er að véla, þ.e. þeim starfsmönnum sem leggja ei gi niður störf hverju sinni. Þessi skilningur hafi og stoð í ákvæ ði 23. gr. laganna þar sem segi ; samninga eða annað, er varðar kjör starfsmanna og fer eftir lögum þessum, verða aðeins teknar af þeim sem starfa hjá þeim vinnuveitanda eða vin nuveitendum sem Þá vísar stefndi um þennan skilning einnig til dóms Félagsdóms í málinu nr. 12/2001. Í samræmi við ofangreint telur stefndi að ekki verði byggt á svo þröngri túlkun sem stefnandi vi lji hafa á 15. gr. laga nr. 94/1986 um boðun verkfalls að allir félagsmenn stefnda eigi að hafa um það að segja hvort starfsmenn á þeirri starfsstöð þar sem til standi að leggja niður störf, fari í ve rkfall eða ekki. Slík túlkun fari að mati stefnda gegn þeim grundvallarsjónarmiðum s em að ba ki verkfallsréttinum búi og and a þeirra laga sem um það gildi . Þá telur stefndi að slík túlkun væri heldur ekki í samræmi við viðurkennda skýringu á ákvæðum almennu vinnulöggjafarinnar nr. 80/1938 en það séu hin almennu l ög sem stefndi telji að sérlögin um kjarasamning opinberra starfsmanna eigi að túlkast til samræmis við. Stefndi byggir á því að atkvæðagreiðslan í þessu tilviki hafi náð til allr a félagsmanna stefnda sem starfi hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi sem verkfallsaðgerðin beinist gegn. Meirihlut i þeirra hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og meirihluti þeirra samþykkt vinnustöðvunina. Það séu þeir starfsmenn sem verði fyrir áhrifum af vinnustöðvuninni og því eðlilegt að þeir einir greiði um hana atkvæði en ekki aðrir félagsmenn stefnanda. 7 Þ að að ákveða verkfall með þeim hætti sem hér um ræði fari að mati ste fnda í engu gegn lögum og brjóti ekki í bága við þ á framkvæmd sem viðurkennd hafi verið af aðilum vinnumarkaðarins að boða til verkfalla með öðrum hætti en ótím a bundum allsherjarverkföllum. St efndi komi ekki auga á nokkur málefnaleg né lögfræðileg rö k fyrir slíkri niðurstöðu og sé því málatilbúnaði stefnanda í þessum efnum mótmælt sem röngum. Ekki verði séð að nein málefnaleg rök standi til þess að koma í veg fyrir að verkfall sé boðað með svo a fmörkuðum hætti sem hér um ræði. Stefndi telji hið minna felast í hinu meira, fyrst boða megi allsherjarverkfall á öllum vinnustöðum stefnanda í einu, standi engin rök til þess að banna takmarkaðri vinnustöðvun. Stefndi kveðst byggja á ákvæðum laga nr. 94 /1986, lögum nr. 80/1938, og stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, sérstaklega 74. og 75. gr. Stefndi kveður kröfu sína um málskostnað styðjast við 130. gr. laga nr. 91/1991 se m og lög nr. 50/1988 hvað varði kröfu um virðisaukaskatt á málflutning sþóknun en stefndi sé ekki virðisaukaskattskyldur og ber i því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnanda. Forsendur og niðurstaða: Mál þetta á undir Félagsdóm skv. 2. tl. 1. mgr. 26. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94 /1986. Í 1. mgr. 14. gr. laga nr. 94/1986 segir að heimilt sé stéttarfélagi, sem er samningsaðili samkvæmt lögunum, að gera verkfall í þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafna sinna í deilu um kjarasamning með þeim skilyrðum og takmörkunum sem sett eru í lögum þessum. Þ annig er heimild til verkfallsboðunar skilyrt við að tilgangur verkfalls sé að stuðla að framgangi krafna stéttarfélags í deilu um kjarasamning. Í máli þessu háttar svo til að kjarasamningur milli aðila málsins féll úr gildi þann 31. jan úar sl. og hafa viðræður um nýjan kjarasamning ekki borið árangur . S tefndi hefur í þeim viðræðum sett fram tilteknar kröfur sem hafa verið lagðar fram í málinu. Kveður stefndi í grei nargerð sinni að fyrirhugað verkfall miði að því að knýja fram breytingar á aðalkjarasamningi aðila. Í gögnum málsins sér þessa þó ekki stað. Þvert á móti kemur þa ð berlega fram í tilkynningu formanns stefnda til stefnanda, dags. 7. maí 2014, um að verkfall hefjist þann 4. júní 2014 kl. 00:00 hafi endurskoðun á stofnanasamningi Landspítala og FÍN ekki náðst fyrir þann tíma. Á atkvæðaseðli þeim sem notaður var við atkvæðagreiðslu um verkfallið kemur ekkert fram um það hver er tilgangur verkfallsins eða að framgangi hvaða krafna verkfallinu er ætlað að stuðla. Verður þannig að by ggja á því að tilgangur verkfallsins sé sá sem greinir í téð ri tilkynningu stefnda um verkfallið , þ.e. að knýja á um gerð stofnanasamnings á Landspítalanum, enda verður annað ekki leitt af gögnum málsins. 8 Í grein 11.1.1 í kjarasamningi aðila, sem fyrir lig gur í málinu, segir að viðræður um stofnanasamning skuli fara fram undir friðarskyldu. Verður að telja að ákvæði þetta bindi aðila málsins þrátt fyrir að gildistími kjarasamning sins sé liðinn skv. því sem áður segir, sbr. meginreglu 2. mgr. 12. gr. laga nr . 94/1986, enda verður ekki betur séð en að stefndi byggi sjálfur á því að svo sé þegar hann, á grundvelli ákvæða kjarasamningsins , gerir um það kröfur að gengið verði frá stofnanasamningi . Með því að í gildi milli aðila er sú regla, að viðræður um gerð st ofnanasamnings skuli fara fram undir friðarskyldu, verður að telja að óheimilt sé að knýja fram gerð slíks stofnanasamnings með verkfalli. Getur hér engu breytt að stefndi hafi í viðræðum um gerð nýs aðalkjarasamnings gert m.a. þá kröfu að viðræður um gerð stofnanasamnings skuli ekki fara fram undir friðarskyldu, en slíkt ákvæði getur fyrst orðið virkt í nýjum aðalkjarasamningi ef um það semst. Aðrar kröfur sem stefndi hefur gert í umræddum viðræðum um gerð nýs aðalkjarasamnings geta heldur ekki breytt þess u. Samkvæmt framansögðu er það álit dómsins að stefnda hafi verið óheimilt að boða til verkfalls í því skyni að knýja á um gerð stofnanasamnings milli stefnda og Landspítala háskólasjúkrahúss og er því hið boðaða verkfall ekki samrýmanlegt ákvæðum 1. mgr. 14. gr. laga nr. 94/1986 . Því ber að fallast á kröfu stefnanda um að viðurkennt verði að verkfallið sé ólögmætt. Óþarft er að fjalla um aðrar málsástæður sem stefnandi hefur fært fram fyrir viðurkenningarkröfu sinni. Samkvæmt 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað og þykir han n hæfilega ákveðinn kr. 300.000. D ó m s o r ð: V iðurkennt er að boðað verkfall stefnda, Félags í slenskra náttúrufræðinga, vegna félagsmanna þess í þjónustu Landspítala, sem boðað var með bréfi til stefnanda, fjármála - og efnahagsráðherra, dagsettu 19. maí 2014, frá og með miðvikudeginum 4. júní, kl. 00:00, er ólögmætt. Stefndi greiði stefnanda kr. 3 00.000 í málskostnað. Sigurður G . Gíslason Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Inga Björg Hjaltadóttir Elín Blöndal