FÉLAGSDÓMUR Úrskurður föstudaginn 8. október 20 21 . Mál nr. 15 /20 21 : Bandalag háskólamanna vegna Félags íslenskra hljómlistarmanna ( Eggert Ólafsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Ríkisútvarpsins ohf. ( Álfheiður M. Sívertsen lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 28. september sl. Málið dæma Kjartan Bjarni Björgvinsson, Kolbrún Benediktsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Björn L. Bergsson og Valgeir Pálsson. Stefnandi er Bandalag háskólamanna, Borgartúni 6 í Reykjavík, fyrir hönd Félags íslenskra hljómlistarmanna, Rauðagerði 27 í Reykjavík . Stefndi er Samtök atvinnulífsin s, Borgartúni 35 í Reykjavík, vegna Ríkisútvarpsins ohf. , Efstaleiti 1 í Reykjaví k. Dómkröfur stefnanda 1 Í málinu gerir stefnandi eftirfarandi dómkröfur: Að viðurkennt verði með dómi að Ríkisútvarpinu ohf. beri að greiða þeim félagsmönnum í Félagi íslenskra hljómlistarmanna sem léku á tónleikum tónleikaraðar Jazzhátíðar Reykjavíkur ehf. í september 2020, fyrir hljóðritanir af tónleikunum og útsendingu þeirra í dagskrá Ríkisútvarpsins, samkvæmt 1. mgr. 3. gr. kjarasamnings Félags íslenskra hljómlistarmanna og Ríkisútvarpsins ohf. Til vara að viðurkennt verði með dómi að skýra beri kjarasamning Félags íslenskra hljómlistarmanna og Ríkisútvarpsins ohf. þannig að Ríkisútvarpinu beri að greiða þeim hljómlistarmönnum sem eru félagsmenn í Félagi íslenskra hljómlista rmanna og léku á tónleikum í tónleikaröð Jazzhátíðar Reykjavíkur ehf. í september 2020, fjárhæð sem nemur mismuninum á hlutdeild hljómlistarmannanna í greiðs l u Ríkisútvarpsins til tónleikahaldarans og þess, sem þeim ber fyrir viðkomandi hljóðritanir og útsendingar samkvæmt 1. mgr. 3. gr. kjarasamningsins. Til þrautavara gerir stefnandi þá kröfu að staðfest verði með dómi að Ríkisútvarpið ohf. hafi brotið gegn kjarasamningi Félags íslenskra hljómlistarmanna og Ríkisútvarpsins ohf. með því að neita að grei ða A , kt. [...] , B , kt. [...] , C , kt. [...] , D , kt. [...] , E , kt. [...] , F , kt. [...] , G , kt. [...] , H , kt. [...] , I , kt. [...] , J , kt. [...] , K , kt. [...] , L , 2 kt. [...] , M , kt. [...] , N , kt. [...] , O , kt. [...] , P , kt. [...] , R , kt. [...] S , kt. [...] , og T , kt. [...] , sem öll eru í Félagi íslenskra hljómlistarmanna og léku á tónleikum í tónleikaröð Jazzhátíðar Reykjavíkur ehf. í september 2020, fjárhæð sem nemur mismuninum á hlutdeild hljómlistarmannanna í greiðs l u Ríkisútvarpsins til tónleikahaldarans og þess, sem þeim ber fyrir viðkomandi hljóðritanir og útsendingar samkvæmt 1. mgr. 3. gr. kjarasamningsins. . Dómkröfur stefnda 2 Stefndi krefst þess að kröfum stefnanda verði vísað frá dómi og að stefnand a verði gert að greiða kostnað af rekstri málsins að mati dómsins. Málavextir 3 Í málinu liggur fyrir ó undirritað skjal um að Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Ríkisútvarpið geri með sér samning hinn 27. febrúar 2008 um launataxta og önnur atriði vegna hljóðritana eða beinna útsendinga og flutnings tó nlistar í útvarpi og sjónvarpi. Í samræmi við heimildarákvæði í samningnum sagði FÍH honum upp 12. júní 2020. 4 Jazzhátíð Reykjavíkur 2020 var haldin í Hörpu 29. ágúst til 5. september 2020. Um var að ræða árlega tónlistarhátíð sem þá fagnaði 30 ára afmæli sínu 5 Í gögnum málsins kemur fram að hátíðin eigi sér 30 ára sögu en árið 1991 mun hafa verið stofnað til sérstakra félagasamtaka um hátíðina sem bera heitið Jazzhátíð Reykjavíkur. 6 Í aðdraganda hátíðarinnar komu skipuleggjendur hátíðarinnar að máli við fors varsmenn stefnda Ríkisútvarpsins og óskuðu eftir samstarfi. Var það ósk skipuleggjenda að stefndi annaðist upptöku og útsendingu Jazzhátíðarinnar gegn auglýsingum og fjárgreiðslu. Tilgangur þess var að vekja athygli á Jazzhátíðinni og auka miðasölu. 7 Samtö kin Jazzhátíð Reykjavíkur og stefndi gerðu samning 9. ágúst 2020 um að stefndi hljóðritaði og sendi út í dagskrá Rásar 1 tilgreinda átta tónleika dagana 29. ágúst og 4. og 5. september 2020. 8 Samkvæmt samningi Ríkisútvarpsins og Jazzhátíðar bar Ríkisútvarp inu að greiða kr. 800.000 fyrir hljóðritunina og útsendingarnar. Kr. 250.000 skyldu greiðast í peningum og kr. 550.000 skyldu greiddar með auglýsingum í miðlum Ríkisútvarpsins. Tekið var fram að um væri að ræða fullnaðargreiðslu og Jazzhátíðin ábyrgðist að samningurinn yrði kynntur öllum flytjendum og ábyrgðist samþykki þeirra. 9 Ágreiningslaust er að Jazzhátíð hefur fengið 250 þúsund krónurnar greiddar og þeim hefur verið skipt á milli hljóðfæraleikaranna í samræmi við þátttöku þeirra í hljómlistarflutningnu m. Stefnandi telur að þessi greiðsla nemi einungis 11,73% af greiðslu miðað við þann taxta sem tónlistarmönnum á hátíðinni hafi borið að fá greitt 3 samkvæmt skjali um að FÍH og Ríkisútvarpið hafi gert með sér samning 27. febrúar 2008. 10 Fyrir liggur að 19 af þeim félagsmönnum í FÍH sem léku á tónleikum Jazzhátíðar í september 2020 leituðu til FÍH um að gæta hagsmuna sinna vegna þess að þeir töldu Ríkisútvarp ið hafa brotið gegn samningi þess við FÍH frá 2008 . Taldi FÍH að v angreidd laun til þessara 19 hljómlistarmanna fyrir hljóðfæraleik á tónleikunum, næmu samanlagt 772.304 kr. , ef miðað væri við að auglýsingasamningurinn hafi verið efndur í öllum atriðum , en 1.057.898 kr. ef svo væri ekki. Af því tilefni sendi FÍH kröfubré f til Ríkisútvarpsins 15. desember 2020 vegna vangreiddra launa til sömu 19 tónlistarmanna, samtals að fjárhæð kr. 772.240. 11 Með bréfi , dags . 22. desember 2020 , til lögmanns FÍH hafnaði Ríkisútvarpið greiðsluskyldu með þeim rökum að Ríkisútvarpið hafi ekki samið beint við hljómlistarmennina um greiðslu fyrir hljóðfæraleik þeirra á hinum hljóðrituðu og útsendu tónleikum, heldur hafi verið samið beint við skipuleggjendur tónleikanna. Í samningnum við Jazzhátíð Reykjavíkur sé skýrt kveðið á um að Jazzhátíð áby rgist að umræddur samningur sé kynntur öllum flytjendum og ábyrgist einnig samþykki þeirra vegna hljóðritana og útsendinga tónleikanna. Enn fremur hafi Jazzhátíð Reykjavíkur ábyrgst að Ríkisútvarpið bæri engar frekari fjárskuldbindingar vegna hljóðritana o g útsendinga. Málsástæður og lagarök stefnanda 12 Stefnandi byggir á því að Ríkisútvarpinu ohf. beri að greiða þeim hljómlistarmönnum sem eru félagsmenn í FÍH , og léku á tónleikum Jazzhátíðar í september 2020, fyrir hljóðritun á hljómlistarflutningi þeirra á tónleikunum og útsendingu þeirra samkvæmt ákvæðum samningsins frá 2008. 13 Stefnandi byggir á því að Ríkisútvarpið geti ekki með vísan til samnings sem það gerði við Jazzhátíð Reykjavíkur hinn 29. ágúst 2020 varpað af sér ábyrgð á efndum og greiðslum til hljó mlistarmanna samkvæmt ákvæðum samningsins frá 2008. Andstæður skilningur og túlkun brjóti í bága við meginreglur vinnuréttar. 14 Stefnandi telur að samningur á milli FÍH og Ríkisútvarpsins frá 27. febrúar 2008 um launataxta og önnur atriði vegna hljóðritana eða beinna útsendinga og flutnings tónlistar í útvarpi og sjónvarpi hafi verið í gildi þegar félagsmenn í FÍH léku á tónleikum Jazzhátíðar í september 2020 . Taxtar haf i verið síðast uppreiknaðir 1. janúar 2020 miðað við vísitölu desembermánaðar 2019 . Þrátt fyrir að samningi hafi verið sagt upp 12. júní 2020 gild i ákvæði samningsins frá 2008 um þau atrið i sem þar var samið um á meðan nýr kjarasamningur hefur ekki verið g erðu r. 15 Af hálfu stefnanda er vísað til þess að í 2. gr. samningsins sé kveðið á um greiðslur við flutning hinna ýmsu tónlistarviðburða. Um greiðslur fyrir hljóðfæraleik eins og þann sem var fluttur á Jazzhátíð Reykjavíkur framangreinda daga í september 202 0 4 fer eftir 2. lið 2. flokks 2. gr. kjarasamningsins sem ber yfirskriftina ,, Kammertónlist/Jazz . 16 Þá beri stefnda Ríkisútvarpinu samkvæmt 1. mgr. 3. gr. samningsins að greiða 30% af gildandi töxtum samkvæmt 2. gr. samningsins fyrir hljóðritanir og eða útse ndingar frá opinberum tónleikum sem haldnir eru af þriðja aðila. Jazzhátíð Reykjavíkur sé þriðji aðili í skilningi ákvæðisins. 17 Í 2. mgr. 3. gr. samningsins segi enn fremur að tryggja skuli að flytjendur fái greitt beint vegna útsendinga og að Ríkisútvarpi ð muni láta FÍH vita af fyrirhugaðri upptöku. Stefndi hafi hins vegar hvorki látið FÍH vita fyrirfram af hljóðritun tónleikanna á Jazzhátíð í september 2020 né af útsendingu þeirra. FÍH gat því ekki tryggt hagsmuni félagsmanna sinna í tengslum við upptökur nar og útsendingarnar í tæka tíð. 18 Af hálfu stefnanda er einnig vísað til þess að í 3. mgr. 3. gr. samnings ins sé Ríkisútvarpinu veitt heimild til að gera sérstakan heildarsamning eins og það er orðað við þriðja aðila, enda hafi hann til þess fullt skriflegt umboð flytjenda. Stefnandi byggir á því að samningur Ríkisútvarpsins og Jazzhátíðar hafi ekki verið slíkur hei ldarsamningur. Dæmi um heildarsamning í skilningi 3. mgr. 3. gr samningsins, sé samningur Ríkisútvarpsins við Sinfóníuhljómsveit Íslands um útsendingar frá hljómleikum hljómsveitarinnar. 19 Yrði engu að síður talið að samningurinn við Jazzhátíð sé heildarsamn ingur, byggir stefnandi eftir sem áður á því að 3. mgr. 3. gr. samningsins víki ekki til hliðar rétti tónlistarmanna sem tóku þátt í framangreindu m tónleikum og eru félagsmenn í FÍH , til greiðslu samkvæmt 1. mgr. 3. gr. samningsins, enda verði að túlka rét t þeirra til greiðslu samkvæmt samningi með hliðsjón af grundvallarreglu 1. mgr. 1. gr. laga nr. 55/1980 , um starfskjör launþega og skyldutryggingu lífeyrisréttinda . Í 2. ml. þess ákvæðis segi að s amningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skul i ógildir . 20 Í samræmi við þessa grundvallarreglu er áréttað í 1. gr. samnings aðila frá 2008 að FÍH , sé ekki samið á annan veg um einstök verkefni til hækkunar frá því sem greinir í samningnum sbr. þó 3. gr.. 21 Með tilvísuninni í ákvæðinu í 3. gr. samningsins mun vera átt við 3. mgr. 3. gr. um möguleika á heildarsamningum að þar tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Eins og fyrr segir byggir stefnandi á því að samningur Ríkisútvarpsins við Jazzhátíð sé ekki heildarsamningur í skilningi 3. mgr. 3. gr. samningsins. Og þótt svo yrði talið, væri samningsákvæði í samningi við Jazzhátíð um lakari kjör fyrir hljómlistarflutning á tónleikum Jazzhátíðar en samkvæm t 1. mgr. 3 gr. samningsins ógilt samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980. 5 22 Verði allt að einu talið að samningur FÍH við Jazzhátíð Reykjavíkur sé heildarsamningur í skilningi 3. mgr. 3. gr. samnings aðila frá 2008 , og að þrátt fyrir 1. gr. laga nr. 55/1980 og 1. gr. samnings aðila, geti Ríkisútvarpið samið með löglegum hætti um lægri greiðslur fyrir hljóðritanir og útsendingar en samningur kveður á um, liggur fyrir að skilyrði lögmætis slíkra greiðslna er að viðkomandi þriðji aðili hafi skriflegt umboð flytjenda t il slíkrar samningsgerðar. Slíkt umboð liggi ekki fyrir í máli þessu. 23 Þá ber að gæta að því að stefndi innti Jazzhátíð ekki eftir því hvort slík umboð lægju fyrir, hvað þá að hann hafi beðið um að sér yrði sent afrit af umboðum. Ríkisútvarpið gat því hvork i gert ráð fyrir, né mátt gera ráð fyrir að greiðslur undir taxta væru samþykktar af hljómlistarmönnunum að því er varðar upptökur og útsendingar frá tónleikunum sem þeir léku á. Ríkisútvarpið h ljóti að bera hallann af vanrækslu sinni að þessu leyti og ber a ábyrgð á því að viðkomandi tónlistarmenn fái greitt fyrir flutning sinn samkvæmt gildandi kjarasamningi. 24 Stefnandi byggir jafnframt á því að skilningur hans á samningnum á milli FÍH og Ríkisútvarpsins að því er varðar skyldu þess til að greiða félagsmönn um stefnanda , sem fram komu á umræddum tónleikum samkvæmt 1. mgr. 3. gr samningsins, styðjist við þá meginreglu sem kemur fram í 88. gr. laga nr. 120/2016 , um opinber innkaup. Þar sé aðalverktaka gert skylt að tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um er að ræða starfsmenn hans, undirverktaka eða starfsmannaleigna, fái laun, starfskjör o.s.frv. í samræmi við gildandi kjarasamninga. 25 Stefnandi telur að hér sé mælt fyrir um svonefnda keðjuábyrgð. Jafna megi stöðu Ríkisútvarpsins í máli þessu við aðalverktaka í lögum um opinber innkaup. Ábyrgð sé lögð á verkkaupa (og vinnuveitendur) á efndum á kjarasamningi. Að baki keðjuábyrgð liggur ekki síst siðferðilegt sjónarmið, það sjónarmið að opinber aðili eigi ekki að geta haft hag af því að ákvæði kj arasamninga um lágmarkskjör séu ekki virt. 26 Stefnandi byggir á því að komi upp ágreiningur um réttindi félagsmanna FÍH samkvæmt samningum þess við einstaka aðila um launa - og starfskjör, geti FÍH sem stéttarfélag samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938, falið stefnanda að sækja mál fyrir sína hönd fyrir Félagsdómi og gera dómkröfu þá sem í aðalkröfu greinir sbr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Í því sambandi skipti ekki máli hvort einh ver þeirra félag s manna sem stefnandi telur að brotið hafi verið á, hafi falið stefnanda að efna til slíkrar málsóknar eða ekki. 27 Að því er varðar varakröfu sína byggir stefnandi á því að semji Ríkisútvarpið við þriðja aðila, í skilningi 1. mgr. 3. gr. samni ngs þess við FÍH , um hljóðritanir tónleika og útsendingar frá tónleikum þar sem félagsmenn í FÍH koma fram, beri Ríkisútvarpið ábyrgð á að viðkomandi hljómlistarmenn fái greitt fyrir þátttöku sína samkvæmt ákvæðinu, þ.e. 1. mgr. 3. gr kjarasamningsins. Með öðrum orðum, geti Ríkisútvarpið 6 ekki í slíkum tilvikum samið sig frá eða samið sig til lækkunar á því sem áskilið er í samningnum að skuli greiða með því að semja um og greiða viðkomandi tónleikahaldara lægri fjárhæð en sem hljómlistarmönnum ber fyrir þát ttöku þeirra í tónleikunum. 28 Af þessum sökum geri stefnandi þá dómkröfu til vara að skýra beri 1. mgr. 3. gr. samnings FÍH og Ríkisútvarpsins frá 2008 þannig að Ríkisútvarpinu beri að greiða þeim hljómlistarmönnum sem eru féla g smenn í FÍH og léku á tónleik um í tónleikaröð Jazzhátíðar Reykjavíkur ehf. í september 2020, sem Ríkisútvarpið hljóðritaði og sendi út í dagskrá sinni, fjárhæð sem nemur mismun á hlutdeild hljómlistarmannanna í greiðslum Ríkisútvarpsins til tónleikahaldara n s og þess, sem hljómlistarmö nnunum ber vegna hljóðritananna og útsendinganna samkvæmt 1. mgr. 3. gr. kjarasamningsins. Að öðru leyti vísast hér til mál s ástæðna aðalkröfu. 29 Stefnandi setur einnig fram þrautavarakr öfu sem byggist á því að talið verði að stefnandi geti ekki , fyrir hönd F ÍH, haft uppi kröfur þess efnis sem í aðalkröfu og varakröfu greinir . Þar sem stefnand i geti ekki átt frum k væði að málssókn á grundvelli slíkrar kröfugerðar án sérstakrar beiðni frá þeim félagsmönnum sem stefnandi telur að réttur sé brotinn á, byggir stefn andi á að hann geti fyrir hönd félagsins sótt mál fyrir Félagsdómi og gert dómkröfu eins og í varakröfu greinir, enda haf i 19 tilgreindir félagsmenn stefnand a , sem telja að kjarasamningur hafi verið brotinn á sér, falið félaginu að gæta og tryggja rétt þeirra með þeim úrræðum sem stéttarfélög hafa samkvæmt lögum. Að öðru leyti vísast til málsástæðna aðalkröfu og varakröfu eftir því sem við á. Málsástæður og lagarök stefnda. 30 Stefndi gerir þá kröfu að málinu verði vísað frá dómi þar sem stefndi Samtök atvi nnulífsins séu ekki aðilar að neinum þeim samningum sem gerðir voru milli stefnda Ríkisútvarpsins og FÍH . 31 Krafa um frávísun er byggð á því að viðurkenningarkrafa stefnanda eigi ekki undir Félagsdóm samkvæmt 2. t ölu l. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um st éttarfélög og vinnudeilur . Samkvæmt þeirri grein sé það verkefni Félagsdóms að dæma í málum, amkvæmt greinargerð með 25. gr. frumvarps til laga nr. 80/1938 er skýrt hvað átt er við með vinnusamningi, en í því frumvarpi er það sem á ensku nefnist collective agreement eða á sænsku kollektivavtal. Það er sem í íslensku máli er nú nefnt kjarasamningur. 32 Þó svo engin formleg skilgreining sé í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 þá hefur kjarasamningur verið skilgreindur sem skriflegur samningur sem gerður er á milli stéttarfélags annars vegar og atvinnurekanda, félags atvinnurekanda eða sambands atvinnurekenda hins vegar um kaup og kjör og nær til allra þeirra launamanna sem vinna á félagssviði stéttarfélagsins. 7 33 S tefndi vísar til þess að samningur inn sem gerður var 27. febrúar 2008, um greiðslur til tónlistarmanna sé rammasamningur um greiðslur þegar tónlistarmenn koma fram í útvarpi og sj ónvarpi stefnda. Formlegt ráðningarsamband sé ekki til staðar heldur aðeins rammi um greiðslur vegna framkomu í allt að 80 mínútur. Greitt hafi verið samkvæmt þeim samningi þegar stefndi hefur beint samband við tónlistarmenn innan FÍH um tónlistaratriði i útvarpi og sjónvarpi. Samningurinn milli FÍH og stefnda Ríkisútvarpsins ohf. sé því ekki hefðbundinn kjarasamningur fyrir hefðbundið ráðningarsamband launamanns og atvinnurekanda. 34 Af hálfu stefnda er byggt á því að 3. gr. samnings ins sem um ræðir fjalli um verktakasamband en þar sé að finna ákvæði um greiðslur til félagsmanna FÍH vegna tónleika og annarra hátíða sem haldnar eru af þriðja aðila. Ekkert samningssamband sé á milli þeirra félagsmanna FÍH sem tilgreindir eru í stefnu og stefnda varðandi þetta verkefni. Þá liggi ekkert ráðningarsamband til grundvallar þessum kröfum líkt og milli atvinnurekanda og launamanna. 35 Stefndi telur að 3. gr. samnings ins eigi við þegar samningur er gerður við þriðja aðila vegna tónlistar flutnings. S amkvæmt 1. gr. og 3. mgr. 3. gr. samningsins gilda önnur ákvæði samningsins þá ekki heldur samningur inn sem gerður er við þriðja aðila, enda sé þá ekki um að ræða kaupsamning milli stefnda og félagsmanns í FÍH . 36 Að mati stefnda fellur það utan verksviðs Félagsdóms s amkvæmt 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur að skera úr um gildi verksamninga. Það form að samið sé við þriðja aðila vegna tónlistarflutnings, og er heimil t samkvæmt 3. mgr. 3. gr. samningsins, eru undante kningalaust samningar um framkvæmd verkefnis á sama hátt og gerðir eru við verktaka. Aðeins sé samningssamband milli Jazzhátíðar Reykjavíkur og tilgreindra hljómlistarmanna um greiðslur vegna þátttöku í Jazzhátíðinni. Stefndi hafði engin áhrif á það hvaða tónlistarmenn komu þar fram eða fjölda þeirra sem tóku þátt í hverju atriði. Þá hafði stefndi hvorki áhrif á gerð samninga við hljómlistarmennina né upplýsingar um innihald þeirra eða yfirsýn yfir greiðslur til þeirra frá Jazzhátíð Reykjavíkur. 37 Stefndi ví sar til þess að félagasamtökin Jazzhátíð Reykjavíkur hafi gert sambærilegan samning við stefnda í yfir 20 ár um upptökur og útsendingu tónlistaratriða af hátíðinni á sama hátt og gert var árið 2020. Engar athugasemdir haf i borist frá FÍH eða þeim tónlistar mönnum sem tekið hafa þátt í hátíðinni allan þann tíma. Telja verður að með athugasemdalausri framkvæmd öll þessi ár hafi F Í H samþykkt þetta fyrirkomulag, enda standi FÍH að hátíðinni. 38 Auk þess byggir stefndi frávísunarkröfu sína á því að kröfur stefnanda séu ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til skýrleika dómkrafna samkvæmt d - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Málatilbúnaður stefnanda sé óskýr og ómögulegt að sjá hvernig krafa um vangreidd laun er reiknuð. Misvísandi upplýsingar séu í 8 dómskjölum stefnanda um fjárhæð kröfu og útreikningar eru vægast sagt óskýrir þar sem engar forsendur fyrir útreikningi kröfunnar eru lagðar fram. 39 Auk þess telur stefndi að 7. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur , eigi ekki við í þessu máli. Þar segir að samningar einstakra verkamanna við atvinnurekendur séu ógildir að svo miklu leyti, sem þeir fara í bága við samninga stéttarfélags við atvinn urekandann, enda hafi félagið ekki samþykkt þá. Enn fremur eigi ákvæði 7. gr. ekki við samninga milli tveggja lögaðila eða verksamninga yfirhöfuð. Sá samningur sem um ræðir í máli þessu sé ekki við launamenn heldur tónlistarhátíð. 40 Þá komi ekki fram í stef nu hver það sé sem raunverulega standi að Jazzhátíð Reykjavíkur og ber i ábyrgð á skipulagi hátíðarinnar og framkvæmd , en samkvæmt gögnum málsins sé það FÍH . Þá sé það ranglega hermt í stefnu að Jazzhátíð Reykjavíkur sé einkahlutafélag, en samkvæmt skráning u í fyrirtækjaskrá falli rekstrarformið undir félagasamtök. Málatilbúnaður stefnanda sé því andstæður e - lið 80. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Jazzdeild FÍH hafi staðið að Jazzhátíð Reykjavíkur frá upphafi árið 1991, og haft einn ums jón með framkvæmd hennar síðan 1998. Með vísan til þess að FÍH sé í raun skipuleggjandi og umsjónaraðili umræddrar tónlistarhátíðar og ber i þannig ábyrgð á undirritun samnings við stefnda sem deilt er um í málinu þá komi 7. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur ekki til skoðunar. 41 Að því er varðar málsástæður stefnanda um að stefndi hafi bakað sér bótaskyldu með vísan til laga nr. 120/2016 , um opinber innkaup , þá telur stefndi það falla utan verksviðs dómsins að fjalla um það hvort stef ndi kunni að hafa gerst brotlegur við ákvæði laga nr. 120/2016. 42 Um málskostnaðarkröfu stefnda vísa r stefndi til 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. og 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Niðurstaða 43 Samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 44. gr. lag a nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur , er verkefni Félagsdóms að dæma í málum sem rísa út af kærum um brot á kjarasamningi eða út af ágreiningi um skilning á kjarasamningi eða gildi hans. Af 2. og 3. mgr. 5. gr. laganna leiðir að slíkir kjarasamnin gar skulu vera undirritaðir og að þeir öðl a st gildi frá undirritunardegi, nema um annað sé samið. 44 Í 1. mgr. 45. gr. sömu laga er jafnframt kveðið á um að sambönd verkalýðsfélaga og atvinnurekenda skuli reka mál fyrir hönd meðlima sinna fyrir Félagsdómi . A f þessari reglu leiðir að eingöngu félög sem ekki eru meðlimir þessara sambanda reka sjálf mál sín og meðlima sinna fyrir Félagsdómi . Í máli þessu liggur ótvírætt fyrir að Ríkisútvarpið ohf. er aðili að Samtökum atvinnulífsins. Málinu er því réttilega bein t að Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd Ríkisútvarpsins eins og gert var í stefnu og er þessari frávísunarástæðu stefnda því hafnað . 9 45 Málatilbúnaður stefnanda í máli þessu byggist á því að FÍH og Ríkisútvarpið ohf. hafi gert með sér samning 27. febrúar 2008 um launataxta og önnur atriði vegna hljóðritana eða beinna útsendinga og flutnings tónlistar í útvarpi og sjónvarpi og að sá samningur sé kjarasamningur í skilningi laga nr. 80/1938 . Samningurinn falli þar með undir lögsögu Félagsdóms . 46 S tefnandi hefur hins vegar ekki lagt fram undirritaðan samning til stuðnings málatilbúnaði sínum heldur einungis óundirritað skjal merkt aðilum sem dagsett er 27. febrúar 2008. 47 Í skjalinu segir enn fremur að það sé gert með með fyrirvara um samþykki félagsfundar en í gögnum málsins kemur hvorki fram að skjalið hafi verið lagt fyrir félagsfund né að það hafi verið samþykkt þar. Á fremstu síðu skjalsins segir auk þess að skjalið se Í 8. gr. skjalsins eru síðan taldar upp breytingar á vísitölu frá 2010 til og með október 2020. Efni skjalsins ber þannig greinilega með sér að þar er ekki um að ræða upprunalegt skjal frá árinu 2008. 48 Þegar litið er til þess hvernig það skjal sem málatilbúnaður stefnanda byggist á fyrir dóminum er úr garði gert verður ekki séð að það geti talist vera kjarasamningur eða ígildi kjarasamnings í skilningi 2. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 . Samkvæmt framangreindu hefur stefnandi ekki gert viðhlítandi grein fyrir því í málatilbúnaði sínum að mál hans varði kjarasamning og það heyri að réttu lagi undir Félagsdóm á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Í því sambandi ve rður að hafa í huga að framangreint ákvæði ber almennt að skýra þröngt sem undantekningu frá þeirri almennri meginreglu um lögsögu dómstóla sem fram kemur í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. 49 Þegar litið er þessara annmarka á kröfugerð stefnanda ber að vísa máli þessu frá dómi af sjálfsdáðum, enda verður ekki bætt úr þessum annmörkum á grundvelli 54. gr. sömu laga. 50 Að virtri þessari niðurstöðu verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 4 00.000 krónu r . Hefur dómurinn þá litið til þess að stefnandi hefur við meðferð málsins sett fram aðal - , vara - og þrautavarakröfu, sem og málsástæður fyrir þeim, sem stefndi hefur þurft að taka afstöðu til í vörnum sínum. Úrskurðarorð : Máli þessu er vísað frá Félagsdó mi. Stefnandi, Bandalag háskólamanna , greiði stefnda, Samtökum atvinnulífsins 4 00.000 krónur í málskostnað. Kjartan Bjarni Björgvinsson 10 Kolbrún Benediktsdóttir Björn L. Bergsson Kristín Benediktsdóttir Valgeir Pálsson