FÉLAGSDÓMUR Úrskurður fimmtudaginn 30. janúar 20 25 . Mál nr. 12 /20 24 : Kennarasamband Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum ( Gísli G. Hall lögmaður ) gegn Samband i íslenskra sveitarfélaga ( Anton B. Markússon lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 20. janúar 2025 um frávísunarkröfu stefnda. Mál ið úrskurða Ásg e rður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson , Karl Ó. Karlsson og Eva Bryndís Helgadóttir . Stefnandi er Kennarasamband Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Borgartúni 30 í Reykjavík. Stefndi er Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess a ð viðurkennt verði með dómi að A , kt. , tónlistarkennari við Tónlistarskóla Eyjafjarðar, skuli raðast í launaflokk 137 samkvæmt greinum 1.3.1 og 1.3.3 í kjarasamningi aðila og að teknu tilliti til 12 launaflokka vegna símenntunar (gr. 1.3.4), kennsluferils (gr. 1.3.7) og launapotts (gr. 1.3.2) skuli hún þannig raðast í launaflokk 149, að öllum undirgreinum 1.3 samanlögðum . 2 Stefnandi krefst málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst þess aðallega a ð máli nu verði vísað frá Félagsdómi en til vara að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda. 4 S tefndi krefst málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir 5 Mál þetta lýtur að launaflokks röðun A sem er tónlistarkennari við Tónlistarskóla Eyjafjarðar og félagsmaður stefnanda . Hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla Kópavogs á árinu 1999. Þá hefur hún lokið bakkalárgráðu í tónlist frá Det Fynske Musikkonservatorium og meistaragráðu í tónlist frá Syddansk Musik Konservatorium & Skuespillerskole. 6 Við launaröðun samkvæmt kjarasamningi hefur félagsmann inum verið raðað í launaflokk 143. Henni hefur verið grunnrað a ð í launaflokk 127 undir starfsheitinu 2 tónlistarskólakennari III ær hún fjóra launaflokka til viðbótar vegna meistaragráðu. Jafnframt fær hún 12 launaflokka vegna símenntunar, kennsluferils og launapotts samkvæmt greinum 1.3.4, 1.3.7 og 1.3.2 í kjarasamningi. 7 Fyrir liggur að á árinu 2021 höfðaði stefnandi mál fyrir Félagsdómi gegn stefnda vegna ágreinings sem laut einkum að skilning i á grein um 1.3.1 og 1.3.3 í kjarasamningi aðila. Leyst var úr málinu með dómi 26. apríl 2022 í máli nr. 19/2021 . Eftir að dómurinn féll sendi starfsmaður á kjarasviði stefnda tölvupóst 13. maí 2022 til sveitarfélaga sem l úta að túlkun á dóminum . Formaður stefnanda ri taði af þessu tilefni tölvupóst 16. maí 2022 þar sem túlkun stefnda var mótmælt og vísað til þess að hún væri ekki í samræmi við dóm Félagsdóms. Aðilar hafa átt í frekari tölvupóstsamskipt um sem bera með sér ágreining um hvernig túlka beri fyrrgreindan dóm hvað varðar röðun í launaflokka samkvæmt kjarasamningi . Málsástæður og lagarök stefnanda 8 Stefnandi byggir á því að fyrrgreindur félagsmaður eigi að raðast í launaflokk 149 að virtum kjarasamningi . Hún skuli grunnrað a st í launaflokk 127, starfsheitið tónl istarkennari III , á grundvelli burtfararprófs frá Tónlistarskóla Kópavogs. Þá eigi hún að fá 10 launaflokka til viðbótar vegna fimm ára háskólamenntunar, þ að er bakkalárgráðu og meistaragráðu , auk þess sem óumdeilt sé að hún skuli fá 12 launaflokka vegna s ímenntunar, kennsluferils og launapotts . 9 Stefnandi vísar til þess að núgildandi röðun félagsmannsins sé í samræmi við þær leiðbeiningar sem stefndi hafi komið á framfæri eftir að dómur Félagsdóms í máli nr. 19/2021 féll. Stefndi byggi á því að dómurinn haf i ekki áhrif á röðun félagsmannsins þar sem hún hafi verið komin með grunnröðun sem tónlistarskólakennari III þegar kjara samningurinn var undirritaður. Þá telji stefndi að t ónlistarkennarar III eigi ekki að fá kennarapróf, B.M. próf , B.Ed. próf með tónmenn tavali eða sambærileg próf metin sem viðbótarmenntun . 10 Ágreiningur aðila snúist um hvort félagsmaðurinn eigi að grunnraðast sem tónlistarkennari III á grundvelli burtfararprófs frá Tónlistarskóla Kópavogs og þar með einnig að því hvort bakkalárgráða hennar teljist viðbótarmenntun samkvæmt grein 1.3.3 í kjarasamning i. Þannig sé deilt um forsendur grunnröðunar í starfsheiti og hvaða menntun teljist vera framhaldsmenntun samkvæmt fyrrgreindu kjarasamningsákvæði. Þá taki kröfugerðin mið af 12 launaflokkum vegna símenntunar, kennsluferils og launapotts sem enginn ágreiningur sé um að félagsmaðurinn eigi að njóta. 11 Til stuðnings kröfunni vísar s tefnandi til greina 1.3.1 og 1.3.3 í kjarasamningi, sem og til bókana 4 og 5. Byggt er á því að samkvæmt forsendum f yrrgreinds dóms Félagsdóms eigi þeir sem eiga rétt á röðun sem tónlistarskólakennari III, á grundvelli sem tiltekinn sé í dómsorði, rétt á viðbótarlaunum vegna framhaldsmenntunar samkvæmt grein 1.3.3 fyrir hvert fullt námsár, allt að uppfylltum forsendum s em komi 3 fram í bókun 4 með samningnum. Túlkun stefnda á dóminum sé í andstöðu við forsendur hans . Málsástæður og lagarök stefnda 12 Stefndi reisir kröfu sína um frávísun málsins á því að sakarefnið og úrlausn um dómkröfu stefnanda falli ekki undir lögsögu F élagsdóms eins og hún sé afmörkuð samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna . 13 Stefndi telur stefnanda freista þess að fá viðurkennt fyrir Félagsdómi hvernig launasamsetning ákveðins félagsmanns, það er röðun hans í launaflokka, skuli ákvörðuð. Með málatilbúnað i stefnanda sé leitað úrlausnar á einstaklingsbundnum réttindum án þess að samningsaðila greini á um skilning á öllum þeim kjarasamningsgreinum sem dómkrafa n sé grundvölluð á. 14 Stefndi vísar til þess að í stefnu sé fjallað um hvernig vinnuveitandi hafi raðað félagsmanninum í launaflokk 143. Hún grunnraðist í launaflokk 127 á grundvelli bakkalárgráðu. Þá fái hún fjóra launaflokka í viðbótarlaun á grundvelli meistaragráðu og 12 launaflokka vegna símennt unar, kennsluferils og launapotts samkvæmt greinum 1.3.4, 1.3.7 og 1.3.2 í kjarasamningi. Stefnandi telji að félagsmaðurinn eigi með réttu að raðast í launaflokk 149. Hún eigi að grunnraðas t í launaflokk 127 á grundvelli burtfararprófs frá Tónlistarskóla K ópavogs. Þá eigi hún að fá 10 launaflokka vegna fimm ára háskólamenntunar, þ.e. bakkalárgráðu og meistaragráðu , auk þess sem óumdeilt sé að hún fái 12 launaflokka vegna símenntunar, kennsluferils og launapotts . 15 Samkvæmt þessu sé uppi ágreiningur um grundvö ll grunnröðunar í launaflokk að teknu tilliti til bakkalárgráðu sem stefnandi telji að meta skuli sem framhaldsmenntun í skilningi gr einar 1.3.3 í kjarasamningi. Stefnandi hafi aftur á móti ekki gert athugasemdir við röðun vegna símenntunar, kennsluferils og launapotts. Þá hafi ágreiningi um túlkun eða útfærslu á greinum 1.3.4, 1.3.7 og 1.3.2 aldrei verið vísað til úrlausnar samstarfsnefndar líkt og samningur inn geri ráð fyrir. Sé dómkrafan þannig að hluta til byggð á kjarasamningsgreinum sem falli ekki und ir lögsögu Félagsdóms og falli úrlausn um kröfuna utan valdsviðs dómsins samkvæmt 3. t ölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986. Niðurstaða 16 Dómkrafa stefnanda lýtur að viðurkenningu á því að tiltekinn félagsmaður skuli raðast í ákveðinn launaflokk samkvæmt kjarasamning i aðila. Krafan tekur bæði mið af grunnröðun, viðbótarlaunum vegna framhaldsmenntunar og launaflokkum vegna símenntunar, kennsluferils og launapotts. 17 Í dómaframkvæmd hefur verið talið að það falli undir lögsögu Félagsdóms að leysa úr málum sem varða röðun einstakra starfsmanna í launaflokka að því gefnu að meginágreiningur aðila lúti að túlkun á kjarasamningi, sbr. til dæmis dóma 4 Félagsdóms 30. mars 2015 í máli nr. 2/2015, 20. nóvember 2019 í máli nr. 9/2019 og 4. maí 2022 í m áli nr. 21/2021 . 18 Af málatilbúnaði aðila er ljóst að þá greinir á um forsendu r grunnröðunar í starf s heiti samkvæmt grein 1.3.1 í kjarasamningi og hvernig túlka beri rétt til viðbótarlauna vegna framhaldsmenntunar samkvæmt grein 1.3.3. Er þannig uppi ágrein ingur um skilning á kjarasamning i og fellur úrlausn um málið undir lögsögu Félagsdóms samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986. Það hefur ekki þýðingu fyrir lögsögu Félagsdóms þótt dómkrafa stefnanda taki að hluta til mið af launaflokkum sem á greiningslaust er að félagsmaðurinn á rétt til. Þá er það ekki skilyrði málshöfðunar fyrir Félagsdómi að samstarfsnefnd hafi áður fjallað um ágreining aðila. 19 Samkvæmt því sem rakið hefur verið verður frávísunarkröfu stefnda hafnað. Rétt þykir að ákvörðun málskostnaðar vegna þessa þáttar málsins bíði efnisdóms. Úrskurðar orð: Frávísunarkröfu stefnda, Sambands íslenskra sveitarfélaga, er hafnað. Ákvörðun m álskostnaður bíður efnisdóms.