1 Ár 2013, föstudaginn 11. október , er í Félagsdómi í málinu nr. 3/2013. Alþýðusamband Íslands f.h. aðildarfélaga þess gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Landsambands íslenskra útvegsmanna kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 24. september 2013. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Valgeir Pálsson og Lára V. Júlíusdóttir. Stefnandi er Alþýðusamband Í slands, Sætúni 1, Reykja vík, f.h. aðildarfélaga þess. Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík, vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna, Borgartúni 35, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: 1. Að viðurkennt verði að sú aðgerð stefnda, að beina því til félagsmanna sinna þann 2. júní 2012 að halda skipum sínum ekki til veiða eftir sjómannadag þann 3. júní 2012 og beina þeim þess í stað til Reykjavíkurhafnar hi nn 7. júní 2012 í mótmælaskyni gegn frumvörpum sjávarútvegs - og landbúnaðarráðherra til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða og veiðigjöld, hafi brotið gegn 2. tl. 17. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur. 2. Að stefndi verði dæmdur til greið slu sektar samkvæmt 70. gr. , sbr. 65. gr. , laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur. 3. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati réttarins. 2 Dómkröfur stefnda Í greinargerð sinni krafðist stefndi þe ss aða llega að málinu y rði vísað frá dómi en til vara að hann y rði sýknaður af kröfum stefnanda . Með úrskurði dómsins uppkveðnum 6. maí sl. var frávísunarkröfu stefnda hafnað. S tefndi krefst málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins . Málavextir Hinn 26. mars 2012 voru lögð fyrir Alþingi tvö frumvörp þáverandi sjávarútvegs - og landbúnaðarráðherra. Annars vegar var um að ræða frumvarp til nýrra heildarlaga um stjórn fiskveiða og hins vegar frumvarp til nýrra heildarlaga um veiðigjöld sem varð að lö gum nr. 74/2012 , um veiðigjald , hi nn 26. júní 2012. Lagðist stefndi gegn samþykkt frumvarpa nna , m.a. með auglýsingum í prent - og ljósvakamiðlum. Með fréttatilkynningu 2. júní 2012 beindu stefndi og aðildarfélög hans því til félagsmanna sinna að halda skipu m sínum ekk i til veiða eftir sjómannadag hinn 3. júní 2012 vegna þeirrar alvarlegu stöðu í íslenskum sjávarútvegi sem talin var blasa við , yrðu nefnd frumvörp um stjórn fiskveiða og veiðigjöld að lögum. Stefnandi mótmælt i fyrirhuguðum aðgerðum stefnda sem ólögmætum með útgefnum yfirlýsingum 4. og 5. júní 2012 með vísan í 2. tl. 17. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur . Starfsgreinasamband Íslands tók einnig undir mótmælin . Stefndi svarað i mótmælum stefnanda með yfirlýsingu á vefsíðu sinni þa r sem aðgerðin var sögð lögmæt . Hin n 6. júní 2012 boðaði stefndi til svonefnds samstöðufundar þar sem átti að frumvörp um stjórn fiskveiða og veiðigjöld óbreytt án vandaðrar vinnu og víðtæks Stefnandi mótmælti aðgerðum stefnda og vinnubrögðum hans við að vinna málstað sínum framgang og ítrekað i þá skoðun sína að hann teldi stefndu brjóta gróflega gegn þeim reglum sem gilda um samskipti aðila á vinnumarkaði. Að morgni 7. júní 2012 komu skip aðildarfélaga stefnda inn í Reykjavíkurh öfn þar sem þau lögðust að bryggju og þeytt u flautur sínar. Síðar sama dag hófst samstöðufundur stefnda á Austurvelli. Þegar honum lauk héldu skipin ýmist til veiða eða til heimahafnar . Stefnandi telur að aðgerðir s tefnda hafi falið í sér ólögmæta pólitíska vinnustöðvun , sem brjóti gegn 2. tl. 17. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur , og hafi haft neikvæðar afleiðingar fyrir félagsmenn aðildarfélaga hans . Taldi stefnandi sig því knúinn til að höfða má l þetta gegn stefnda til viðurkenningar á ólögmæti stöðvunar fiskiskipaflotans dagana 4 . til 7. júní 2012. 3 Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því að stefndi hafi með samstilltri aðgerð , sem komið hafi til framkvæmda dagana 4. til 7. júní 2012 og teljist sem vinnustöðvun í skilningi 19. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur , sbr. 4. gr. laga nr. 75/1996 , brotið gegn 2. tl. 17. gr. nefndra laga nr. 80/1938 . Í 2. tl. 17. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur , sé kveðið á um að aðilum vinnumarkaðarins sé óheimilt að fara í vinnustöðvun til að knýja stjórnvöld til ákveðinna athafna eða athafnaleysis. Af gögnum málsins megi sjá að stefndi tel ji að aðgerðir hans dagana 4. ti l 7. júní 2012 hafi verið lögmætar þar sem þær hafi ekki falið í sér vinnustöðvun eins og það hugtak sé skilgreint í nefndum lögum nr. 80/1938 , nánar tiltekið í 19. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 75/1996 . Þessu er stefnandi ó sammála og telur umræddar aðgerðir s tefnda ólögmætar af þeirri ástæðu að stefndi hafi gerst brotlegur gegn 2. tl. 17. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur. Stefnandi telur lögskýringargögn og dómafordæmi sýna að hugtakið vinnustöðvun í skilningi laga nr. 80/1938 skuli túlka rúmt og lög nr. 75/1996 til breytinga á framangreindum lögum nr. 80/1938 renni enn frekari stoðum undir þann skilning. Í 4. gr. framangreindra breytingarlaga hafi hugtakið vinnustöðvun í skilningi laga nr. 80/1938 verið skilgreint. Sé ljóst af lögskýringargögnum með breytingarlögum nr. 75/1996 að ætlun löggjafans hafi verið sú að skilgreina hugtakið vinnustöðvun rýmra en svo, að þar séu eingöngu undir hefðbundnar verkfalls - og verkbannsaðgerðir og augljóst sé að aðgerð , sem feli í sér í stöð vun fiskiskipaflota Íslands í nokkra daga , falli þar undir. Framangreindu til stuðnings vísar stefnandi til skýringa með 5. gr. frumvarpsins , sem varð að nefndum breytingarlögum nr. 75/1996 , en 5. gr. frumvarpsins hafi í kjölfar þinglegrar meðferðar á frum varpinu orðið að 4. gr. laga nr. 75/1996 . Í skýringunum segi m.a: aðgerðir, hvort heldur er af hálfu atvinnurekenda eða launamanna, sem jafna má til vinnustöðvana, teljast einnig til vinnustöðvana, svo og verkbönn atvinnurekenda . Það á við um allar vinnu stöðvanir sem gerðar eru á félagslegum grunni til að ná fram sameiginlegu markmiði, hvort heldur er af stéttarfélagi, starfsmönnum sjálfum eða atvinnurekendum. Aðgerðir, svo sem verkbönn, verkföll, yfirvinnubönn, hægagangur, ráðningarbönn og fjöldauppsagni r, teljast því til vinnustöðvana í skilningi laganna séu þær gerðar í sameiginlegum tilgangi. Aðeins er hér um auðkennatalningu að ræða enda ekki unnt að telja upp með tæmandi hætti hvaða aðgerðir af hálfu atvinnurekenda eða launafólks geta flokkast undir rof á friðarskyldu sem jafna má til eiginlegrar vinnustöðvunar Stefnandi telur rúma túlkun á hugtakinu vinnustöðvun hafa verið staðfesta enn frekar í dómaframkvæmd Félagsdóms og vísa r um það til dóma réttarins í málum nr. 7/1999 og 1/2002. 4 Stefnandi kveð ur gögn málsins bera vott um að frumkvæði að því að fiskiskipafloti lan dsins var stöðvaður dagana 4. til 7. júní 2012 hafi komið frá stefnda og vísar því til stuðnings til fréttatilkynningar stefnda frá 2. júní þar sem fram komi skýr boð um vinnustöðvu n. Tilkynningin verði ekki skilin öðruvísi en að þar hafi verið um að ræða aðgerð sem gerð hafi verið á félagslegum grunni til að ná fram sameiginlegu markmiði. Hafi það mikið vægi í málinu að umrædd stöðvun fiskiskipaflotans hafi verið að frumkvæði stefnd a, enda megi leiða af niðurstöðu Félagsdóms í máli nr. 7/1999 að það hafi haft verulega þýðingu við matið á því , hvort ákveðnar aðgerðir aðila vinnumarkaðarins skuli túlka sem vinnustöðvun í skilningi 19. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilu r . Í framangreindu máli hafi Félag íslenskra leikskólakennara verið sýknað af kröfu stefnanda í máli um brot á friðarskyldu í ljósi fjöldauppsagna leikskólak ennara í sveitarfélaginu Árborg og hafi niðurstaða dómsins m.a. byggst á því að ekki hafi verið sýn t fram á að stefndi, sem stéttarfélag, hafi staðið að fjöldauppsögnunum. Frá þessu dómafordæmi megi gagnálykta á þann veg að hefði verið sýnt fram á að stefndi í málinu hefði staðið að fjöldauppsögnunum, hefði verið um að ræða ólögmæta vinnustöðvun. Stefnandi telur að tilkynning stefnda frá 2. júní 2012 , um að fiskiskipaflotinn skuli stöðvaður , sýni fram á að stefndi , sem heildarsamtök útgerðarmanna , hafi staðið að vinnustöðvun stefnda dagana 4. til 7. júní 2012. Stefnandi bendir á að gögn málsins beri með sér að sú aðgerð stefnda að stöðva fis kiskipaflota landsins dagana 4. - 7. júní 2012 hafi verið samræmd og ekki einungis unnin að frumkvæði stefnda, h eldur hafi öll upplýsingamiðlun og samræming farið fram í gegnum stefnda. S amræmingaraðgerðir og upplýsingamiðlun af hálfu stefnda dagana fyrir stöðvun fiskiskipaflotans og á meðan á stöðvuninni stóð, sýni fram á að aðgerðin hafi verið félagsleg og til þes s fallin að misbeita lögákveðnum úrræðum aðila vinnumarkaðarins til að vinna kröfum sínum framgang í vinnudeilum. Stefnandi byggir á því að stöðvun fiskiskipaflotans hafi ekki verið nauðsynleg til þess að halda svonefndan samstöðufund og hafi stefndi haft fjölmargar aðrar leiðir til að vinna málsstað sínum framgang gagnvart stjórnvöldum. Svokallaður samstöðufundur, sem stefndi hafi boðað til 7. júní 2012 , sé aðgerð sem stefnandi geri ekki athugasemd við. Sú aðgerð hins vegar að stöðva fiskiskipaflota landsi ns umrædda daga með miðlægum og samræmdum boðum sé að mati stefnanda óskyld og ónauðsynleg aðgerð sem aðdragandi samstöðufundar, enda felist í henni brot gegn 2. tl. 17. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur . Ó lögmæt vinnustöðvun verði ekki réttlætt með því að nauðsyn hafi falist í því að stöðva fiskiskipaflotann í þeim tilgangi að nota skipin sem samgöngutæki fyrir starfsmenn stefnda sem voru tilbúnir að styðja mál stað stefnda. Útgerðarmenn eigi fullan rétt á að viðra s koðanir s ínar opinberl ega en hvorki hnígi efnahagslegar né aðrar skynsamlegar ástæður fyrir 5 því að stöðva fiskiskipaflota landsins í tengslum við títtnefndan samstöðufund 7. júní 2012 í Reykjavík. Þvert á móti telji s tefnandi að stefndi hafi notað fundinn í þeim tilgangi að dul búa ólögmæta pólitíska vinnustöðvun dagana á undan. Stefnandi telur að sú óhefðbundna notkun á atvinnutækjum (fiskiskipum) sem stefndi notaði við aðgerðir sínar dagana 4. - 7. júní 2012 leiði til þess að um sé að ræða vinnustöðvun í skilningi 19. gr. laga nr . 80/1938 . Það feli í sér sérstaka og óhefðbundna notkun á atvinnutækjum að sigla tugum fiskiskipa til Reykjavíkur dagana 6. og 7. júní og þeyta flautur skipan n a í þeim tilgangi að vekja á sér athygli og valda með því íbúum Reykjavíkur ónæði. Aðgerðin hafi að mati stefnanda jafnframt hamlað almennri umferð í höfninni þar sem ekki hafi allir sem vildu get að lagt skipum sínum við bryggju . F ramangreind háttsemi stefnda, í ljósi samræmdrar stöðvunar fiskiskipaflotans nokkrum dögum áður, bendi til þess að aðgerð ir stefnda hafi verið ætlaðar til þess að nota atvinnutæki (fiskiskip) til þess að valda almennri röskun og óþægindum í því skyni að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda. Telur stefnandi að slík notkun á atvinnutækjum hafi ekki bara táknræn áhrif heldur hafi þær jafnframt, eðli málsins samkvæmt, verið pólitískar og haft í för með sér almenna röskun á starfsemi við hafnarsvæðið sem og óþægindi fyrir nærumhverfið. Stefnandi byggir á því að óumflýjanlega hafi stöðvun heils fiskiskipaflota í nokkra daga víðtækar afleiðingar. Afleiðingarnar komi fram með ýmsum hætti á hinar ýmsu atvinnugreinar sem og sjávarútveginn í heild sinni. Fjölmargar atvinnugreinar eigi lifibrauð sitt undir sjávarútvegi , sem sé stærsta atvinnugrein þjóðarbúsins , og því hafi aðgerð stefnda haft víðtæk áhrif á öll þau störf og þjónustu sem me ð beinum og óbeinum hætti tengi st sjávarútvegi. Beri að draga inn í þetta mat að félagsmenn stefnda hafi , á grundvelli aflaheimilda, einkarétt til fiskveiða á fiskimiðum í landhelgi Ísland s og því hafi aðgerðir stefnda dagana 4. til 7. júní 2012 í raun falið í sér nær algjöra stöðvun á fiskveiðum við Ísland með tilheyrandi beinum og óbeinum áhrifum á íslenskt atvinnulíf. Stefnandi bendir á að 85% af fyrirtækjunum , sem eigi aðild að LÍÚ, eig i jafnframt og rek i fiskvinnslustöð/stöðvar og megi því leiða líku r að því að umrædd vinnustöðvun stefnda hafi haft neikvæð áhrif á landverkafólk. Stefnandi er ó sammála þeirri túlkun stefnda , sem fram komi í fréttatilkynningu 4. júní 2012, að vanefndir á skyldum gagnvart starfsmönnum sé efnisskilyrði í hugtakinu vinnustöðvun eins og það horfi við vinnuveitendum. Nægilegt sé að leiða líkur að því að samstillt og félagsleg aðgerð heildarsamtaka sem jafna megi til vinnustöðvunar hafi í för með sér tjón e ða geti haft í för með sér tjón. S ú aðgerð að stöðva heilan fiskiskipaflota í fjóra sólarhringa hljóti eðli máls að fela í sér tjón eða verið ætlað að valda tjóni öllum þeim sem með beinum eða óbeinum hætti starfi við sjávarútveg, sem séu félagsmenn í öllum a ðildarfélögum stefnanda. 6 Um sektarkröfu sína vísar stefnandi til þess að stefn di hafi með hátterni sínu brotið svo gróflega gegn tilvitnuðum ákvæðum laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur , að óhjákvæmilegt sé að dæma hann til sektargreiðslu sam kvæmt 70. gr. , sbr. 65. gr. , laga nr. 80/1938 . Í broti stefnda hafi falist einbeittur vilji til þess að misnota lögákveðin þvingunarúrræði aðila vinnumarkaðarins. Brotið hafi verið fullframið þegar miðlæg boðun barst frá stefnda um stöðvun fiskiskipaflotan s hi nn 2. júní 2012 og skilyrði til málshöfðunar fyrir brot gegn 2. tl. 17. gr. því fyrir hendi frá þeim tíma. Stefnandi hafi mótmælt aðgerðum stefnda og gefið út varnaðarorð um ólögmæti þeirra sem stefndi hafi látið sem vind um eyru þjóta. Auk framangrein ds telji stefnandi að varnaðaráhrif dómsins verði takmörkuð , verði stefnda ekki gert að greiða se kt vegna brots síns á tilvitnuðum 2. tl. 17. gr. laga nr. 80/1938 . Tjón og almennar neikvæðar afleiðingar stöðvunar fiskiskipaflotans fyrir mest allt launafólk og atvinnulífið í heild sinni hafi verið verulegt og því krefjist stefnandi þess að stefnda verði gert að axla ábyrgð á gjörðum sínum með greiðslu sektar. Um lagarök vísar stefnandi til laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, einkum 2. tl. 17. g r., sbr. 19. gr. Hvað varðar lögsögu Félagsdóms vísar stefnandi til 1. tölul. 1. mgr. 44. gr . sömu laga og um aðild til 1. mgr. 45. gr. laga nna . Stefnandi byggir sektarkröfu sína á 70. gr., sbr. 65. gr. , laga nna . Málskostnaðarkrafa stefnanda er reist á reglum XXI. kafla laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála, sbr. 65. og 69. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður stef nda og lagarök Krafa stefnda um sýknu byggir á því að ekki hafi komið til vinnustöðvunar í skilningi laga nr. 80/1938 o g því komi brot á 2. mgr. 17. gr. la ganna ekki til skoðunar . Það sé forsenda brots gegn 2. tl. 17. gr. að boðað hafi verið til vinnustöðvunar í skilningi 19. gr. laganna. Stefndi bendir á að það teljist vinnustöðvun í skilningi laga nr. 80/1938 þegar launamenn leggi niður ven juleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Það tel ji st því ekki vinnustöðvun ef launamenn efna að öllu leyti ráðningarsa mninga sína við vinnuveitendur. Sama gildi um sambærilegar aðgerðir af hálfu atvinnur ekenda . Ef þeir efni þá frumskyldu s ína að greiða starfsmönnum laun, verði aðgerð ekki talin vera vinnustöðvun í skilningi 19. gr. laganna. Stefndi vísar jafnframt til þess að v innustöðvun sé þvingunaraðgerð og felist þ vingunin í því að launamenn inni vin nuframlag ekki af hendi eða atvinnurekandi afþakki vinnuframlag og greiði ekki umsamin laun. Af þeim sökum séu ríkar kröfur ger ðar til lögmætis vinnustöðvana, einnig að þær séu ekki misnotaðar í pólitískum tilgangi. Vinnustöðvun án þvingunar tel ji st hins vegar ekki vinnustöðvun í skilningi 7 sé því ekki ólögmæt í skilningi þeirra laga, jafnvel þótt um pólitískan tilgang sé að ræða. Stefndi mótmælir sem röngum og ósönnuðum öllum hugleiðingum í stefnu um af leiðinga r af aðgerðum stefnda. Aðildarfyrirtæki stefnda hafi staðið við skyldur sínar gagnvart starfsmönnum sínum. Stefndi mótmælir því að hugsanlegt tjón annarra fyrirtækja skipti máli við mat á því , hvort um vinnustöðvun hafi verið að ræða í skilningi vi nnulöggjafarinnar. Jafnvel þótt einhver fyrirtæki hafi orðið fyrir tjóni , hafi ekki verið sýnt fram á að starfsmenn þeirra hafi orðið fyrir tjóni vegna aðgerðanna. Stefndi andmælir því að ákvæði 2. tl. 17. gr. laga nr. 80/1938 verði túlkað svo rúmt að það takmarki rétt atvinnurekanda til að eiga aðild að félagi og taka þátt í lýðræðislegu starfi félags, þ.m.t. að tjá sig um mikilvæg hagsmunamál og mæta á fundi, en sá réttur sé varinn í 73. og 74 gr. stjórnarskrárinnar. Stefnandi vísi máli sínu til stuðning s til dóma Félagsdóms er varða hópuppsagnir , án þess að séð verði að þeir hafi nokkra þýðingu í máli þessu. Hópuppsagnir starfsma nna sem liður í kjaradeilu geti talist til vinnustöðvunar , enda sé markmið þeirra að starfsmenn leggi niður störf og efni þanni g ekki ráðningarsamninga sína. Ráðningarsamningar hafi hins vegar verið efndir að fullu hjá aðildarfyrirtækj um stefnda og verði því ekki séð hvernig aðgerð stefnda verði á nokkurn hátt líkt við hópuppsögn eða sambærilega aðgerð. Stefndi mótmælir s ektarkröf u stefnda með vísan til þess að hún hafi enga lagastoð . Krafa stefnda um málskostnað styðst við 130. gr. l. nr. 91/1991 , um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1 . tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 . Tildrög málsins er sú ákvörðun stefnda, LÍÚ, og 12 tilgreindra útvegsmannafélaga, aðildarfélaga LÍÚ, sbr. fréttatilkynningu, dags. 2. júní 2012, sem skipum sínum ekki til veiða laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld sem nú eru ti stjórnvöld að samþykkja ekki fyrirliggjandi frumvörp um stjórn fiskveiða og Hinn 7. júní 2012 komu skip aðildarfélaga stefnda inn í Reykjavíkurh öfn þar sem þau lögðust að bryggju og þeytt u flautur sínar og sama dag fór svonefndur samstöðufundur stefnda fram á 8 Austurvelli. Þegar honum lauk munu skipin ýmist hafa haldið til veiða eð a til heimahafnar . Stefnandi og Starfsgreinasamband Íslands mótmæltu fyrirhuguðum aðgerðum sem ólögmætum með yfirlýsingum 4. og 5. júní 2012 og vísan til 2. tölul. 17. gr. laga nr. 80/1938, sbr. fyrirliggjandi fréttatilkynningar. Stefndi andmælti þessari túlkun 4. júní 2012 á vefsvæðum sínum, sbr. fyrirliggjandi gögn, þar sem fram kom að umrædd tilmæli LÍÚ og útvegsmannafélaganna til aðildarfyrirtækja sinna væru ekki áskorun um ólögmæta vinnustöðvun, enda myndu viðkomandi fyrirtæki standa við lög - og samni ngsbundnar skyldur sínar gagnvart starfsmönnum. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 80/1938 er stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum heimilt að gera verkföll og verkbönn í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum og til verndar rétti sínum samkvæmt lögum þessum, með þeim skilyrðum og takmörkunum einum sem sett eru í lögum. Í 15. gr. laganna, sbr. 3. gr. laga nr. 75/1996, er m.a. kveðið á um með hvaða hætti ákvörðun um vinnustöðvun skuli tekin og í 16. gr. er fjalla ð um boðun vinnustöðvunar. Í 18. gr. laganna er síðan fjalla ð um framkvæmd vinnustöðvunar. Skilgreiningu á vinnustöðvun er að finna í 19. gr., sbr. 4 . gr. laga nr. 75/1996. Þar kemur fram að vinnustöðvanir í skilningi laganna séu verkbönn atvinnurekenda o g verkföll þegar launamenn leggja niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Sama gildir um aðrar sambærilegar aðgerðir af hálfu atvinnurekenda eða launamanna sem jafna má til vinnustöðvunar. Samk væmt 2. tölul. 17. gr. laga nr. 80/1938 er óheimilt að hefja vinnustöðvun ef tilgangur hennar er að þvinga stjórnarvöldin til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ber ekki að framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkvæmt er skyl t að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir, þar sem stjórnarvöldin eru aðili sem atvinnurekandi. Er síðan mælt fyrir um að g ildandi lög um opinbera starfsmenn haldist óbreytt þrátt fyrir þetta ákvæði. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi með samstilltri aðgerð, sem komið hafi til framkvæmda dagana 4 . til 7. júní 2012 og teljist vinnustöðvun í skilningi 19. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 4. gr. laga nr. 75/1996, brotið gegn ákvæðum 2. tölul. 17. gr. laga n r. 80/1938. Samkvæmt framangreindu miðar m álatilbúnaður stefnanda í fyrsta lagi að því að fá viðurkenningu á því að umræddar aðgerðir stef nda, LÍÚ, t eljist vinnustöðvun (verkbann) í skilningi II. kafla laga nr. 80/1938, sbr. einkum 19. gr. laganna. Þá bygg ir stefnandi á því að aðgerðirnar sem vinnustöðvun hafi verið ólögmætar þar sem brotið hafi verið gegn 2. tölul. 17. gr. laga nr. 80/1938, enda hafi tilgangurinn verið sá, að þvinga stjórnarvöld með þeim hætti, sem lýst er, sem brjóti gegn síðastgreindu ák væði. 9 Í athugasemdum með 5. gr. frumvarps, sem varð að lögum nr. 75/1996, en greinin varð 4. gr. laganna, kemur fram að til þess að um verkfall sé að ræða þurfi tvö skilyrði að vera uppfyllt. Annars vegar að launamenn hafi lagt niður venjubundna vinnu sín a að einhverju eða öllu leyti og hins vegar að tilgangurinn sé að ná fram sameiginlegu markmiði. Jafnframt er tekið fram að fjöldauppsagnir og aðrar sambærilegar aðgerðir, sem jafna megi til vinnustöðvana, teljist einnig til vinnustöðvana. Það eigi við um allar vinnustöðvanir sem gerðar séu á félagslegum grunni til að ná fram sameiginlegu markmiði, hvort heldur er af stéttarfélagi, svo sem verkbönn, verkföll, yfirvinnubönn, hæga gangur, ráðningarbönn og fjöldauppsagnir, teljast því til vinnustöðvana í skilningi laganna séu þær gerðar í sameiginlegum tilgangi. Aðeins er hér um auðkennatalningu að ræða enda ekki unnt að telja upp með tæmandi hætti hvaða aðgerðir af hálfu atvinnureke nda eða launafólks Eins og áður er rakið, birtu stefndi og aðildarfélög hans fréttatilkynningu 2. júní 2012 þar sem fram kom að þeir hefðu samþykkt að beina því til félag smanna sinna að halda skipum sínum ekki til veiða eftir sjómannadag hinn 3. júní 2012 . Var sú skýring gefin á aðgerðinni að það myndi leiða til alvarlegrar stöðu í íslenskum sjávarútvegi, yrðu tiltekin lagafrumvörp um stjórn fiskveiða og veiðigjöld að lögum. Í fréttatilkynningunni segir jafnframt að útvegsmenn líti á það sem neyðarúrræði að halda skipunum ekki til veiða , þótt um tímabundna aðgerð sé að ræða , og biðji alla aðila, sem tengjast sjávarútvegi , að virða ákvörðunina. Þegar litið er til fr amangreinds þykir ekki unnt að líta svo á að í tilkynningunni felist áskorun stefnda og aðildarfélaga hans til félagsmanna sinna um vinnustöðvun í skilningi 19. gr. laga nr. 80/1938 . Er hún samkvæmt efni sínu tilmæli til félagsmanna um ákveðna aðgerð, án þ ess þó að séð verði að það hafi haft nokkrar afleiðingar í för með sér , þótt ekki væri farið að þeim tilmælum. Þá heldur s tefndi því fram að aðildarfélög hans hafi staðið að fullu við lög - og samningsbundnar skyldur sínar gagnvart starfsmönnum sínum og haf a engin gögn verið lögð fram sem hrekja þá fullyrðingu. Að öllu framangreindu virtu verður ekki fallist á það með stefnanda að umrædd aðgerð stefnda , að beina því til félagsmanna sinna að halda skipum sínum ekki til veiða eftir sjómannadag 2012 og beina þ eim þess í stað til Reykjavíkurhafnar nokkrum dögum síðar , teljist vinnustöðvun í skilningi 19. gr. laga nr. 80/1938, eða , síðar 4. gr., frumvarps sem varð að lögum nr. 75/1996. Þykir engu breyta að þessu leyti þótt taka megi undir það með stefnanda að umrædd tilmæli stefnda hafi falið í sér hvatningu til óhefðbundinnar notkunar á framleiðslutækjum, fiskiskipaflotanum, enda bar þessi 10 aðgerð engin megineinkenni vinnustöðvunar samkvæmt framangreindri skilgreiningu, eins og fyrr segir. Í ljósi þessarar niðurstöðu verður að hafna kröfu stefnanda um að viðurkennt verði að stefndi hafi með vinnustöðvun brotið gegn ákvæðum 2. tölul. 17. gr. laga nr. 80/1938 og þá verður stefndi j afnframt sýknaður af kröfu stefnanda um að stefndi greiði sekt samkvæmt 70. gr., sbr. 65. gr., laga nr. 80/1938. Eftir niðurstöðu málsins verður stefn an da gert að greiða stef nda málskostna ð sem þykir hæfilega ákveðinn 40 0.000 krónur. D ó m s o r ð: Stefndi, Samtök atvinnulífsins vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna, er sýkn af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands f.h. aðildarfélaga þess, í máli þessu. Stefn andi greiði stef nda 4 00.000 kr ónur í málskos tnað. Arnfríður Einarsdóttir Gylfi Knudsen Kristjana Jónsdóttir Valgeir Pálsson Sératkvæði Láru V. Júlíusdóttur. Í 19. gr. laga nr. 80/1938 er að finn a skilgreiningu á vinnustöðvun. Þar kemur fram að vinnustöðvanir í skilningi laganna séu verkbönn atvinnurekenda og verkföll þegar launamenn leggja niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Sama gildir um aðrar sambærilegar a ðgerðir af hálfu atvinnurekenda eða launamanna sem jafna má til vinnustöðvunar. Skilyrði þess að um vinnustöðvun sé að ræða skv. 19. gr. eru því annars vegar þau að launamenn leggi niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti og hins vegar þau að t ilgangur aðgerðarinnar sé sá að ná fram tilteknu sameiginlegu markmiði. Í tilkynningu stefnda fólst áskorun hans til félagsmanna sinna að halda skipum sínum ekki til veiða eftir sjómannadag hinn 3. júní 2013 vegna þeirrar alvarlegu stöðu í íslenskum sjávar útvegi sem talin var blasa við, yrðu tiltekin frumvörp um stjórn fiskveiða og veiðigjöld að lögum . Er tilkynningin samkvæmt efni sínu tilmæli til félagsmanna um ákveðna aðgerð, og er henni ætlað að ná fram sameiginlegu markmiði, sem er að koma í veg fyrir að tiltekin frumvörp verði að lögum. Sú aðgerð sem stefndi boðaði til uppfyllir þannig bæði þau skilyrði sem 19. gr. gerir um vinnustöðvun, annars vegar hvað varðar niðurlagningu starfa eða sambærilega aðgerð og hins vegar þann tilgang að ná fram tilteknu sameiginlegu markmiði. Jafnvel þótt stefndi og aðildarfélög hans kunni að fullu að hafa staðið við lög - og samningsbundnar skyldur gagnvart starfsmönnum sínum breytir slíkt engu við mat 11 á því hvort um vinnustöðvun var að ræða eða ekki, þar sem títtnefnd 1 9. gr. skilgreinir vinnustöðvun ekki með þeim hætti að lög - og samningsbundnar skyldur falli niður. Umrædd aðgerð telst því vinnustöðvun í skilningi 19. gr. l. 80/1938. Í 2. tölul. 17. gr. l. 80/1938 segir að óheimilt sé að hefja vinnustöðvun ef tilgangur hennar er að þvinga stjórnarvöldin til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkvæmt er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir, þar sem stjórnarvöldin eru aðili sem atvinnurekandi. Þar sem tilgangur vinnustöðvunarinnar var að mótmæla því að tiltekin frumvörp um stjórn fiskveiða og veiðigjöld yrðu að lögum var henni ætlað að hafa þvingandi áhrif á störf Alþingis og þar með athafnir stjórnvalda. Telja verður að með því hafi stefndi brotið gegn ákvæðum 2. tölul. 17. gr. laga nr. 80/1938. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að ákveða stefnda sektir og dæma til greiðslu málskostnaðar. Tel ég því að fallast beri á kröfur stefnanda í máli þessu og að stefnda verði gert að greiða stefnanda 400.000 krónur í málskostnað. Lára V. Júlíusdóttir