1 Ár 2010 , föstudaginn 24. september , var í Félagsdómi í málinu nr. 6 /2010 . Tollvarðafélag Íslands gegn íslenska ríkinu vegna tollvarða við embætti sýslumannsins á Akureyri. kveðinn upp svofelldur D Ó M U R : Mál þetta var dómtekið var 31. ágúst sl. að loknum munnlegum málflutningi. Málið dæma Eggert Óskarsson, Gylfi Knudsen, Kristj ana Jónsdóttir, Inga Björ g Hjaltadóttir og Guðni Á. Haraldsson Stefnandi er Tollvarðafélag Íslands, Grettisgötu 89, Reykjavík . Ste fndi er íslenska ríkið , Arnarhvoli, Reykjavík, vegna tollvarða við embætti sýslumannsins á Akureyri. Dómkröfur stefnanda Dómkröfur stefnanda eru þær að v iðurkennt verði að tollvörðum, sem starfa við embætti sýslumannsins á Akureyri og vinna samkv æmt sa mningi, dagsettum 15. júlí 1993, um vinnutíma tollvarða á Akureyri, sbr . samkomulag dagsett 3. júní 1993 um bakvaktaálag tollvarða , skuli veitt frí fyrir reglubundna bakvakt, sem skipulögð er allt árið, í samræmi við grein 2.5.4 í kjarasamningi Tollvarðafé lags Íslands og fjármálaráðherra f. h. rí kissjóðs , sem undirritaður var 6. júní 2005, óháð efni áðurnefnds samnings frá 15 . jú l í 1993. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda að skaðlausu. Dómkröfur stefnda S t efndi krefst sýknu af dómkröfum stef nanda og málskostnaðar samkvæmt mati réttarins. Málavextir Stefnandi, Tollvarðafélag Íslands (hér eftir nefnt TFÍ), er stéttarfélag tollvarða. Félagið er aðili að Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, BSRB. Hinn 6. júní 2005 var undirritaður kjara samningur milli Tollvarðafélags Íslands og fjármálaráðherra með 2 2 gildistíma frá 1. maí 2005 til 31. október 2008. Á forsíðu samningsins kemur fram að um sé að ræða samantekt á samningum aðila frá 31. maí 2001 og 6. júní 2005. Þá hafi samkomulag bandalaga st arfsmanna ríkisins og samninganefndar ríkisins frá 22. desember 2004 verið fellt inn í samninginn. Með kjarasamningum milli sömu aðila, dags. 4 . nóvember 2008 og 3. júlí 2009, var kjarasamningurinn framlengdur með nánar tilgreindum breytingum. Kafli 2 . 5 í kjarasamningi frá 6. júní 2005 ber heitið Bakvaktir og hl jóðar svo: 2.5.1. Með bakvakt er átt við að starfsmaður sé ekki við störf en reiðubúinn til að sinna útkalli. Það telst ekki bakvakt ef starfsmaður dvelst á vinnustað samkvæmt beið ni yfirmanns. U m greið slu fyrir bakvakt sjá gr. 1.6.2. 2.5.2 Starfsmað ur á rétt á fríi í stað greiðslu álags fyrir bakvakt. 20 mínútna frí jafngildir 33,33% vaktaálagi, 27 mínútna frí jafngildir 45% vaktaálagi, 54 mínútna frí jafngildir 90% vaktaálagi. 2.5.3. Bakvaktargr eiðsla fellur niður þann tíma sem yfirvinnukaup er greitt. 2.5.4 Fyrir reglubundna bakvakt, sem skipulögð er allt árið , skal veita frí sem svarar mest 80 klst. fyrir hverjar 1.200 klst. á bakvakt. Frí þetta skal veita hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. 2.5.5 Unnar stundir á bakvöktum skulu ekki dregnar frá þegar bakvaktarstundir á ári eru taldar, sbr. gr. 2.5.4. 2.5.6 Heimilt er að semja um annað fyrirkomulag greiðslu fy rir bakvaktir en að frama n greinir. T.d.er heimilt að semja um ákveði nn fjölda klukkustunda fyrir bakvakt án tillits til tímalengdar. Ef samið er um að rar bakvaktagreiðslur en um getur í gr. 1.6.2 skal, að teknu tilliti til útkallatíð ni og lengdar útkalla á tilteknu við miðunartímabili , semja um að bakvaktagreið slur falli ek ki niður í útköllum, að hluta til eða öllu leyti. Forsaga málsins er sú að s amkvæmt samkomulagi um breytingu á k jarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og TFÍ frá 3. júní 1993 urðu aðilar sammála um að inn í 2 . kafla samningsins um vinnutíma kæmi ný málsgrein er var svohljóðandi: 2.7 Vinna á fámennum stöðum 2.7.1 Á fámennum stö ðum þar sem 3 tollverðir eð a færri starfa, skal samið sérstaklega um vinnutíma þeirra. Samningar þessir skulu gerðir á milli við komandi tollstjóra og starfsmanna , en háðir samþykki fjármál ráðuneytisins, dóms - og kirkjumálaráðuneytisins og TFÍ. Samningum skal lokið innan tveggja mánaða frá undirskrift samnings þessa. Um greiðslur og annað sem af vinnutíma fy rirkomulagi leiðir, skal sam ið milli TFÍ og við kom andi ráðuney ta . 2.7.2 Þar sem 3 tollver ð ir starfa skal bakvaktastundafj öldi vera 190 klst. á mánuð i . 3 3 Þar sem 2 tollv erðir starfa skal bakvaktastundafj öldi vera 1 9 0 klst. á mánuð i . Þar sem 1 tollvörð ur starfar skal bakvaktastundafj öldi vera 140 klst. á mánuð i. Hinn 15. júlí 199 3 var gerður samningur á milli Tollstjórans á Akureyri og tollvarða embættisins um bakvaktaálag tollvarða á grundvelli framangreinds samkomulags frá 3. júní 1993 . Í samningnum segir: Greiðslur skulu vera í samræmi við nýja mál sgrein 2.7.2 sem bæ tist vi ð gildandi kjarasamning samkv. ofangreindu samkomulagi, þ.e. 190 klst. á mánuði á 45 % vaktaálagi og skiptast greiðslur j afnt á milli tollvarða . Tollverðir skuldbinda sig til að sjá um bakvaktir allar helgar í mánuði, en verða jaf nan til taks á öllum tímum sólarhringsins aðra daga eins og verið hefur þegar tollafgreiðslu er þörf. Vaktaálagið greiðist eftirá og reiknast frá 15. til 14. hvers mánaðar. Fyrstu greiðslur samkv. samningi þessum skulu koma til fyrir tímabilið 15. maí til 14. júní 1993. Í kjarasamningi aðila frá 31. maí 2001, með gildistíma 1. maí 2001 til 30. apríl 2005, kom inn ný grein 2.5.4 og var svohljóðandi: Heimilt er að semja um annað fyrirkomulag greiðslu fy rir bakvaktir en að frama n greinir. T.d.er heimilt að semja um ákveðinn fjölda klukkustunda fyrir bakvakt án tillits til tímalengdar. Ef samið er um að rar bakvaktagreiðslur en um getur í gr. 1.6.2 skal, að teknu tilliti til útkallatíð ni og lengdar útkalla á tilteknu við miðunartímabili, semja um að bakvakt agreið slur falli ekki niður í útköllum, að hluta til eða öllu leyti. Einnig kemur fram í bókun 6 með kjarasamningnum frá 31. maí 2001 að þar til gengið hefur verið frá fyrirkomulagi greiðslna samkvæmt grein 2.5.4 skuli ákveðið fyrirkomulag gilda á fámenn um stöðum þar sem 3 tollverðir eða færri starfa. Er sú bókun í samræmi við áður gildandi ákvæði í kjarasamningi um vinnu á fámennum stöðum samkvæmt grein 2.7. Með samkomulagi aðila um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila frá 6. júní 2005 var m.a . samið um breytingar á ákvæðum um bakvaktir. Eftir þá breytingu hljóðar grein 2.5.4 svo: Fyrir reglubundna bakvakt, sem skipulögð er allt árið , skal veita frí sem svarar mest 80 klst. fyrir hverjar 1.200 klst. á bakvakt. Frí þetta skal veita hlutfall slega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Samkvæmt samkomulaginu varð grein 2.5.4, eins og hún áður var, að grein 2.5.6 og er hún því efnislega óbreytt í kjarasamningnum. Samkvæmt grein 2.5.6 er heimilt að semja um annað fyrirkomulag á greiðslum fyri r bakvaktir en greinir í greinum 2.5.4 og 2.5.5 . 4 Í bókun 4 í greindu samkomulagi segir að þar til gengið hefur verið frá fyrirkomulagi greiðslna s am kv æmt gr ein 2.5.4 sk uli ákveðið fyrirkomulag gilda á fámennum stöðum þar sem 3 tollverðir eða færri starfa. Er sú bókun í samræmi við bókun 6 með kjarasamningnum frá 31. maí 2001 og áður gildandi ákvæði í kjarasamningi samkvæmt grein 2.7. Ákvæði gr. 2.5.4 í núgildandi kjarasamningi var nýmæli í kjarasamningnum frá 2005. Síðar reis ágreiningur um hvort það bæri að veita tollvörðum hjá sýslumannsembættinu á Akureyri frí á grundvelli greinarinnar eða hvort samkomulagið frá 15. júlí 1993 leiði til þess að þeir eigi ekki rétt á fríinu. Vegna erindis frá stefnanda óskaði tollstjórinn á Akureyri með b réfi, dags. 19. febrúar 2008, eftir áliti fjármálaráðuneytisins á því hvort tollverðir sem fá greidda fasta þóknun í fo rmi bakvaktagreiðslna eigi frítökurétt samkvæmt ákvæ ðum í kjarasamningi . Með bréfi, dags. 5. mars 2008, veitti fjármálaráðuneytið tollstjóranum á Akure yri umbeðið álit. Þar segir m.a.: Með samkomulagi um bakvaktaálag tollvarða dags. 15. júlí 1993 gerðu tollstjórinn á Akureyri og tollverðir embæ ttisins samning um bakvaktaálag tollvarða. Samkvæ mt samkomulaginu fá tollverðir við embættið greiddar mánaðarle gar greiðslur alla mánuði ársins í formi bakvaktagreiðslna, 190 stundir á mánuði sem skiptist jafnt á milli tveggja tollvarða. Enginn frádráttur á sér stað þó farið sé í útkall og ekki er getið um . frítö kurétt í samkomulaginu. Samkvæmt grein 2.5.6 er heimi lt að semja um annað fyrirkomulag á greiðslum fy rir bakvaktir en greinir í greinum 2.5.4 og 2.5.5. Á meðan Tollvarðafélag í slands hefur ekki óskað eftir endurskoðun á samkomulaginu frá 15. júlí 1993, með hliðsjón af breyttum kjarasamningum, er samkomulagið enn í fullu gildi. Þar sem ekki er getið um . frítö kurétt í samkomulaginu er það álit ráðuneytisins að tollverðir við embæ tti to llstjórans á Akureyri eigi ekki frít ö kurétt samkvæmt grein 2.5.4 í kjarasamnin gi ríkisins og Tollvarðafélags Í slands vegna bakvak ta samkvæmt samningi um bakvaktaálag tollvarða . frá 15. júlí 1993 . Tollstjórinn á Akureyri hafnaði síðan erindi stefnanda með vísan til álits ráðuneytisins. TFÍ óskaði þá eftir áliti réttindanefndar BSRB á ágrein ingsefninu. Réttindanefnd lét í té álit, sem er dagsett 14. maí 2008 . Þar segir meðal annars: Rétt er að geta þess í upphafi að ákvæ ði um gæsluvaktarfrí komu almennt inn í kjarasamninga opinberra starfsmanna árið 2001 en í kjarasamning tollvarðafélagsins nokkru síðar eða þann 6. júní 2005. Í ákvæ ð um kjarasamnings flestra stéttarfélaga opinberra starfsmanna eru einnig ákvæð i um hvenær heimilt er að taka gæsluvaktarfrí og einnig um að ekki sé heimilt að flytja þ að milli ára. Ekkert slíkt ák væ ði er í kjarasamningi Tollvarðafélagsins og að mati 5 réttind anefndar eru engar heimildir til niðurfellingar þessara réttinda og að lögbundnar fyrningarreglur gildi um þau, þ . e. fjö gurra ára fyrning á krö furéttindum . Þá er réttindanefndin algerl ega ósammála túlkun fj ármálaráðuneytisins um að Tollvarðafélagið verði að óska endurskoðunar á samkomulaginu frá 1993 til að tryggja lögbundin lágmarksréttindi samkvæmt breytingum á kjarasamningi sem síðar eru tilkomnar. Það ákvæ ði sem fjármálará ðuneytið vísar til er heimildarákvæ ði um annað greiðslufy r ir komulag en tiltekið er í grein 1.6.2 en tekur ekki til á kvæ ð is 2.5.4 um réttinn til gæsluvaktarfría vegna reglubundinna bakvakta sem skipulagðar eru allt árið. Réttindanefndin gerir einnig athugasemd við það orðalag rá ðuneytisins að ræ ð frít í þ essu sambandi. Ótv íræður réttur á gæsluvaktarfríi kom árið 2005 í samning Tollvarðafélagsins og F j ársýslunni er óheimilt að tak a það að af. Í framhaldinu óskaði stefnandi eftir því við ráðuneytið með bréfi, dags. 9. júní 2008, að það endurskoðaði niðurstöðu sína með hliðsj ón af áliti réttindanefndar BSRB. Með bréfi, dags. 2. júlí 2008 , hafnaði ráðuneytið að endurskoða fyrra álit með vísan til þess að það væri ósammála túlkun rétti ndanefndar BSRB. Stefnandi kveður málsaðila hafa átt árangurslausar viðræ ður um lausn ágreinin gsins. Stefnandi kveður því nauðsyn bera til að höfða mál þ etta, til að fá sk orið úr ágreiningnum, sem lúti að túlkun á grein 2.5.4 og 2.5.6. Málsástæður stefnanda og lagar ök Stefnandi byggir kröfur sínar á því að í grein 2.5.4 í kjarasamningi Tollvarð afélags Íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs sé kveðið á um að veita skuli tiltekið frí fyrir reglubundna bakvakt sem skipulögð sé allt árið. Ekki sé um að ræða heimildarákvæði og ekki sé heldur um að ræða frítöku rétt. Ákvæði greinar 2.5.6 fel i í sér heimild til að semja um ann að fyrirkomulag greiðsl u fyrir bakvaktir. Ákvæðið komi ekki í stað greinar 2 . 5 . 4 um bakvaktafr í (gæsluvaktafrí). Í núgildandi grein 2.5. 4 sé ekki kveðið á um greiðslufyrir komulag, heldur að veita skuli tiltekið frí. Því t elji stefnandi að gr. 2. 5.6 komi ekki í stað gr. 2.5.4. T il enn frekari rökstuðnings vísi st til rökstuðnings í áliti réttindanefndar BSRB. Lögð sé áhersla á að grei n 2.5.4 hafi verið nýmæli í kjarasamningi aðila á meðan grein 2.5.6 eigi sér lengri fors ögu. Grein 2.5.6 hafi því augljóslega ekki verið ætlað að heimila frávik frá grein 2.5.4, og um slíkt frávik hafi ekki verið samið. Málskostnaðarkrafa sé gerð með vísan til 130. gr., sbr. 129. gr. , laga nr. 91/1991, um me ðferð einkamála. Stefnandi hafi ek ki frádráttarrétt vegna kostnaðar af virðisaukaskatti af aðkeyptri lögmannsþjónustu og ber i að taka tillit til þess. 6 Krafa stefnanda lúti að túlkun á ákvæðum kjarasamnings, sem ágreiningur sé um hvernig beri að skýra. Tollverðir, sem starfa við embæt ti sý slumannsins á Akureyri, séu fél agsmenn í TFÍ. Ágreiningsefnið eigi undir Félagsdóm, sbr. 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986. Málsástæður stefnda og lagarök Með vísan til forsögu kjarasamningsákvæða um bakvaktir og frítökurétt tollvarða í kjarasamnin g i stefnanda og stefnda sé það álit st efnda að á meðan stefnandi hafi ekki óskað eftir endurskoðun á samkomulaginu frá 15. júlí 1993, með hliðsjón af breyttum kjarasamningum, sé samkomulagið enn í fullu gil di. Í kjarasamningi málsaðila sé heimild í grein 2. 5.6 til að gera breytingu á fy rra samkomulagi. Þar sem ekki sé getið um frítöku rétt í samkomulaginu frá 1993 sé það álit stefnda að tollverðir við embætti tollstjórans á Akureyri eigi ekki frítökurétt samkvæmt grein 2.5.4 í kjarasamningi málsaðila vegna ba kvakta sem byggja á samningi um bakvaktaálag tollvarða frá 15. júlí 1993 . Ber i því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Stefndi vilji undirstrika að s amningurinn frá 15. júlí 1993 sé enn í fullu gildi og eftir honum sé enn farið. Kja rasamningur aðila hafi ekki breytt fyrra samkomulagi. Ákvæði greinar 2.5.4 í kjarasamningi málsaðila sé heimildarákvæði sem ákvarðað gæti réttarstöðu aðila ef ákvörðun yrði tekin um að sem ja á grundveli heimildarákvæðis 2.5.6 í kjaras a mni ngi aðila. Meðan stefnandi óski ekki eft ir breytingu á samn ingnum frá 15. júlí 1993 standi h ann óbreyttur. Að óbreyttu geti stefnandi því ekki vísað til ákvæðis 2.5.4 . Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsm anna. Ágreiningsefni máls þessa lýtur að því hvort tollvörðum við embætti sýslumannsins á Akureyri, sem vinna samkvæmt samningi, dags. 15. júlí 1993, um bakvaktaálag tollvarða, sbr. samkomulag, dags. 3. júní 1993, um breytingu á kjarasamningi fjármálaráðh erra f.h. ríkissjóðs og Tollvarðafélags Íslands, skuli veita frí á grundvelli greinar 2.5.4 í gildandi kjarasamningi aðila. Samkvæmt þessari grein kjarasamningsins skal fyrir reglubundna bakvakt, sem skipulögð er allt árið, veita frí sem svarar mest 80 kls t. fyrir hverjar 1.200 klst. á bakvakt. Frí þetta skal veita hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Ákvæði þetta var tekið upp með kjarasamningi aðila, sem undirritaður var 6. júní 2005, sbr. 7. gr. samkomulags milli fjármálaráðherra f.h. rí kissjóðs og Tollvarðafélags Íslands um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila , dagsett sama dag. Með samkomulagi þessu var 7 gildandi kjarasamningur aðila framlengdur til 31. október 2008. Með samkomulagi málsaðila, dags. 4. nóvember 2008, voru gil dandi kjarasamningar framlengdir frá 1. nóvember 2008 til 31. maí 2009. Með samkomulagi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og tilgreindra aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, þar á meðal stefnanda í máli þessu, frá 3. júlí 2009 voru gildandi kj arasamningar framlengdir til 30. nóvember 2010. Þess er að geta að með 7. gr. greinds samkomulags frá 6. júní 2005 færðist enn fremur þágildandi ákvæði greinar 2.5.4 um heimild til að semja um annað fyrirkomulag greiðslna fyrir bakvaktir í grein 2.5.6 þar sem það er enn að finna. Með fyrrgreindum samningi frá 15. júlí 1993 var samið um bakvaktaskipan og bakvaktagreiðslur tollvarða við embættið á Akureyri í samræmi við samkomulagið frá 3. júní 1993 um breytingar á kjarasamningi þar sem tekin voru upp , með k afla 2.7, greinar 2.7.1 og 2.7.2, ákvæði um vinnu á fámennum stöðum. Af hálfu stefnanda er á því byggt að umrætt ákvæði greinar 2.5.4 í núgildandi kjarasamningi aðila mæli fortakslaust fyrir að veita skuli frí fyrir reglubundna bakvakt sem skipulögð er al lt árið. Hvorki sé um heimildarákvæði að ræða né frítökurétt. Ákvæði greinar 2.5.6, sem feli í sér heimild til að semja um annað greiðslufyrirkomulag vegna bakvakta, komi ekki í stað greinar 2.5.4 um bakvaktarfrí. Ekki sé unnt að skilja samninginn frá 15. júlí 1993 svo að umræddum félagsmönnum stefnanda beri ekki frí, ella væru þeir að afsala sér fríi samkvæmt grein 2.5.4. Er á það bent að þegar umræddur samningur var gerður á árinu 1993 hafi ákvæði greinar 2.5.4 í gildandi kjarasamningi ekki verið komið ti l sögunnar, enda fyrst tekið upp árið 2005. Orðalag greina 2.5.4 og 2.5.6 beri ótvírætt með sér að fortakslaust beri að veita frí. Stefndi byggir á því að samningurinn frá 15. júlí 1993 sé enn í fullu gildi og eftir honum farið, enda hafi stefnandi ekki ó skað eftir breytingu á honum. Í samningnum sé ekki mælt fyrir um slíkt frí, sem um ræðir í málinu, er sé óumdeilt. Kjarasamningur aðila frá 6. júní 2005 hafi ekki breytt fyrra fyrirkomulagi. Ákvæði greinar 2.5.4 í þeim samningi sé heimildarákvæði sem geti ákvarðað réttarstöðu aðila ef ákvörðun yrði tekin um að semja á grundvelli heimildarákvæðis 2.5.6 í þeim samningi. Vísar stefndi til þess að sú skipan, sem komið var á árið 1993, hafi gilt óbreytt síðan. Síðari kjarasamningar hafi ekki hróflað við henni, s br. m.a. bókun 6 með kjarasamningi frá 31. maí 2001. Varðandi kjarasamninginn frá 6. júní 2005 vísar stefndi sérstaklega til bókunar 4 sem hann telur lykilatriði. Hér að framan er gerð grein fyrir ákvæðum um vinnutíma tollvarða á fámennum stöðum, þar á me ðal um bakvaktir, sem tekin voru upp með samkomulagi, dags. 3. júní 1993, um breytingu á kjarasamningi aðila, svo og samningi um bakvaktarálag tollvarða, dags. 15. júlí 1993, sem gerður var í kjölfar hinna nýju ákvæða í kjarasamningnum. Verður ekki annað r áðið en að ágreiningslaust sé að þessi skipan sé enn í gildi, enda hefur stefnandi ekki vefengt það. Verður að skilja 8 málatilbúnað stefnanda svo að hvað sem greindri skipan líður eigi umræddir félagsmenn stéttarfélagsins engu að síður að njóta þeirra ákvæð a um frí sem tekin voru upp með 7. gr. samkomulags um breytingar á kjarasamningi, dags. 6. júní 2005, og urðu grein 2.5.4 í kjarasamningnum og hafa verið þar síðan. Eins og fram er komið varð við breytingar þessar þáverandi grein 2.5.4, er fjallaði um heim ild til að semja um annað fyrirkomulag greiðslu fyrir bakvaktir en almennt gilti, að grein 2.5.6. Í nefndri bókun 4 með samkomulaginu frá 6. júní 2005 er tekið fram að þar til gengið hefur verið frá fyrirkomulagi greiðslna samkvæmt grein 2.5.4 ( á að vera grein 2.5.6 ) skuli semja sérstaklega um vinnutíma tollvarða á fámennum stöðum, þar sem 3 tollverðir eða færri starfa, þar á meðal um bakvaktir, og er þarna alveg um hliðstæð ákvæði að ræða og í samkomulaginu frá 3. júní 1993 sem samningurinn frá 15. júlí 1993 er byggður á. Er þetta í samræmi við það sem áður greindi í kjarasamningum, sbr. m.a. umrædda bókun 6 með kjarasamningi frá 2001 þar sem vísað var til frágangs greiðslna með sama hætti. Verður því að taka undir það með stefnda að á meðan í gildi er sé rstakt samkomulag um bakvaktargreiðslur tollvarðanna, sbr. samninginn frá 15. júlí 1993, sem telja verður tæmandi, beri þeim ekki réttur til frís á grundvelli greinar 2.5.4 í kjarasamningi aðila án þess að um það sé sérstaklega samið. Verður því að sýkna s tefnda af dómkröfu stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. D Ó M S O R Ð: Stefndi, íslenska ríkið vegna tollvarða við embætti sýslumannsins á Akureyri, skal vera sýkn af kröfu stefnanda, Tollvarðafélags Íslands í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Eggert Óskarsson, Gylfi Knudsen Kristjana Jónsdóttir, Inga Björg Hjaltadóttir Guðni Á. Haraldsson