FÉLAGSDÓMUR Dómur mánudaginn 28. júní 20 21 . Mál nr. 8 /20 21 : Flugvirkjafélag Íslands ( Jón Sigurðsson lögmaður ) gegn íslenska ríkinu vegna Landhelgisgæslu Íslands ( Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 14 . júní sl. Málið dæma Kjartan Bjarni Björgvinsson, Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Lára V. Júlíusdóttir og Jónas Friðrik Jónsson . Stefnandi er Flugvirkjafélag Íslands Borgartúni 22 í Reykjavík . Stefndi er í slenska ríkið vegna Landhelgisgæslu Íslands , Skógarhlíð 14 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Í málinu gerir stefnandi eftirfarandi dómkröfur: Að viðurkennt verði með dómi að stefndi hafi brotið í bága við gr. 2.1 og 2.1.2 í kjarasamningi milli stefnanda og stefnda, dags. 17. febrúar 2021, með því að hafa gefið tilteknum flugvirkjum Landhelgisgæslu Íslands fyrirmæli um að fara til útlanda til vinnu þar á vegum stefnda, án þess að fyrir lægi samkomulag og skriflegt samþykki samningsaðila kjarasamnings þar um. Að stefndi, íslenska ríkið, eða eftir atvikum Landhelgisgæsla Íslands, verði dæmdur til greiðslu sektar samkvæmt 65. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur. S tefnandi krefst þess einnig að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að viðbættum virðisaukaskatti. Dómkröfur stefnda 2 Stefndi krefst sýknu af dómkröfum stefnanda. Þá er þess krafist að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnað ar samkvæmt mati dómsins en til vara að málskostnaður verði látinn niður falla. Málavextir 3 K jarasamningur milli málsaðila rann út 31. desember 2019 . Í 8. kafla þess samnings var fjallað sérstaklega um vinnu fjarri föstum vinnustað en í ákvæði 8.1 sagði að fastur vinnustaður flugvirkja Landhelgisgæslunnar væri í Reykjavík og að flugvirkj um 2 skyldu tryggðar að lágmarki fjórar stundir í yfirvinnu hvern virkan dag þegar unnið væri fjarri föstum vinnustað. Jafnframt var kveðið á um að flugvirkjar skyldu fá frítt fæði og gistingu þegar unnið væri fjarri föstum vinnustað. 4 Í 9. kafla sama kjara samnings var einnig fjallað um ferðalög, staðsetningu og aðsetursskipti flugvirkja. Í ákvæði 9.1 sagði að ekki væri hægt að skylda flugvirkja til að starfa utan ráðningarstað ar og í ákvæði 9.2 var kveðið á um að ekki skyldi ætla flugvirkja lengri útivist en 30 daga í senn nema sérstaklega væri samið um það við stefnanda. 5 Í ákvæðum 9.3 til 9.7 kjara samnings ins var síðan fjallað um kjör við flugvirkjastörf erlendis á vegum Landhelgisgæslunnar . Var þar meðal annars kveðið á um að heimilt væri að láta flugvirkja vinna sjö daga vinnuviku með óreglulegum vinnutíma eða samkvæmt ákveðinni vaktaskrá og skyldi honum þá g reitt 33% vaktaálag á viðkomandi aldursskala , auk 16,67 yfirvinnutíma á mánuði. Í ákvæði 9.4 var mælt fyrir um að ferðatími greiddist með 33% álagi á dagvinnu, en samkvæmt ákvæðinu var ferðatími skilgreindur sem sá tími sem flugvirki ferðaðist milli áfanga staða vegna vinnu sinnar. 6 Í kjölfar þess að kjarasamningur inn rann út hófust kjaraviðræður milli aðila sem stefnandi vísaði til ríkissáttasemjara með bréfi, dags. 15. maí 2020 . F ór svo að stefnandi boðaði til verkfalls sem hófst 6. nóvember 2020. 7 M eð se tningu l aga nr. 122/2020 , um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands, sem tóku gildi 28. nóvember 2020 , var hins vegar bundinn endir á verkfallið . Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nna voru verkfallsaðgerðir stefnanda gagnvart stefnda vegna starfa flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands, svo og frekari vinnustöðvanir eða aðrar aðgerðir félagsins sem ætlað var að knýja fram aðra skipan kjaramála en kveðið væri á um í lögunum, óheimilar frá gildistöku laganna og á gildist íma ákvarðana gerðardóms samkvæmt 2. gr. laganna. 8 Í 1. mgr. 2. gr. laga nna var enn fremur kveðið á um að ef fjármála - og efnahagsráðherra fyrir hönd stefnda og stefnandi hefðu ekki undirritað kjarasamning fyrir 4. janúar 2021, vegna starfa flugvirkja hjá L andhelgisgæslu Íslands, skyldi gerðardómur ákveða kaup og kjör félagsmanna stefnanda hjá Landhelgisgæslunni fyrir 17. febrúar 2021. Var þar jafnframt mælt fyrir um að á kvarðanir gerðardóms skyldu vera bindandi með sama hætti og kjarasamningur á milli aðila og gilda þann tíma sem gerðardómur ákvæði . 9 Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nna var gerðardómi num gert meta hvort útfærsla kjarasamnings stefnanda og fjármála - og efnahagsráðherra fyrir hönd stefnda, vegna starfa flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands, skyldu vera í samræmi við fyrirkomulag annarra starfsstétta hjá stofnuninni, að teknu tilliti til inntaks starfa og rekstrarumhverfis, eða hvort útfærslan skyldi sjálfkrafa taka mið af fyrirkomulagi annarra sambærilegra starfsstétta á almennum vinnumarkaði. Í ák væðinu sagði að 3 gerðardómur skyldi, eftir því hvor leiðin yrði valin, leggja mat á það með hvaða hætti kjör skyldu útfærð í heildstæðum kjarasamningi. 10 Í samræmi við 1. mgr. 2. gr. laganna kvað gerðardómur upp úrskurð 17. febrúar 2021 um kaup og kjör félagsmanna stefnanda. Með uppkvaðningu úrskurðarins tók gildi nýr kjarasamningur milli aðila, með gildistíma frá 1. febrúar 2021 til 31. mars 2023. 11 Í forsendum úrskurðarins kemur fram að orðalag 1. mgr. 3. gr. laga nr. 1 22/2020 um beri að gera kjarasamning frá grunni á grundvelli niðurstöðu sinnar. Segir síðan í úrsk urðinum að aðilar hafi báðir lagt fram drög að heildstæðum kjarasamningi, hvor með sínu sniði og haldi báðir fast við að gerðardómurinn styð j ist við þeirra samningsform við gerð kjarasamningsins. 12 Gerðardómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að not a frekar það samningsform sem samninganefnd stefnda haf ð i lagt fram og laga nýjan kjarasamning aðila að því formi. Í úrskurðinum er rakið að sú niðurstaða fái einnig stoð í ákvæðum 1. mgr. 3. gr. laga nr. 122/2020 um að útfærsla kjarasamnings skuli vera í samræmi við fyrirkomulag annarra starfsstétta hjá Landhelgisgæslunni, að teknu tilliti til inntaks starfa og rekstrarumhverfis. 13 Í X. kafla forsendna úrskurðarins er síðan fjallað um vörpun milli samningsfor m a og helstu efnisbreytingar. Er þar vikið að því að uppbygging samningsins sem samninganefnd vinnur eftir sé í mörgum atriðum frábrugðin því formi sem samningar aðila hafi byggst á í seinni tíð. Í framhaldinu segir í úrskurðinum að við vörpun ýmissa samningsatriða á milli þessara samningsforma þurfi að gæta að því að samningsbundin réttindi haldi sér, eftir því sem unnt er. Kemur þar fram að þetta hafi gerðardómur reynt að megni en engu að síður [sé] ákvörðun hans sjálfstæður kjarasamningur og án tenginga við eldri samninga aðila, sem allir falla nú úr gildi 14 Í ákvæði 2.1 nýs kjar a samnings sem gerðardómurinn kvað á um segir að fastur vinnustaður flugvirkja sé á varanlegum starfsstöðvum Landhelgisgæslu Íslands. Í beinu framhaldi af þessu ákvæði er síðan fjallað um lengd vinnuviku starfsmanna í fullu starfi, útfærslu vinnutíma og heimildir til að semja við einstaka starfsmenn um tilflutning vinnuskyldu. Í ákvæði 2.1.2 nýja kjarasamningsins [sé] að haga vinnu með öðr um hætti en í kafla þessum greinir með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og með skriflegu samþykki samningsaðila . 15 Í nýja kjarasamning num er ekki að finna samsvarandi ákvæði og áður voru í 9. kafla eldri kjarasamnings aðila um ferðalög, staðsetningu og aðsetursskipti flugvirkja. Í ákvæði 1.4.3 nýja kjarasamningsins segir aftur á móti vinnustað ekki greidd samkvæmt tímareikningi, [skuli] semja um þá greiðslu fyrirfram við viðk ákvæði 1.4.4 kjarasamningsins að 4 16 Fjallað er um ferðir erlendis í ákvæði 2.4.3.4 nýja kja rasamningsins um fráv ik frá hvíldartíma vegna utanferða. Segir þar að almennt skuli haga skipulagi vinnu flugvirkja erlendis með þeim hætti að samanlagður ferðatími flugvirkja í áhöfn til áfangastaðar erlendis og vinnutími á verkstað fari ekki umfram samfe lldar 13 klukkustundir. Við sérstakar aðstæður, t.d. þegar bjarga þarf verðmætum eða tryggja nauðsynlegt öryggi, geti verið óhjákvæmilegt að víkja frá daglegum hvíldartíma. Komi sú staða upp skuli viðkomandi flugvirki hafa ákvörðunarvald um hvenær nauðsynl eg hv í ld sé tekin í samræmi við önnur ákvæði í þessum kafla. 17 Í 5. kafla nýja kjarasamningsins er síðan fjallað um ferðir og gistingu. Er fjallað sérstaklega um ferðatíma erlendis í ákvæði 5.5. Segir þar að þegar starfsmaður fari utan að frumkvæði vinnuveitanda og á vegum hans skuli greiðslur vegna slíks óhagræðis ve ra með þeim hætti sem lýst er í ákvæði 5.5.1 . Kemur m eðal annars fram í ákvæðinu að sé brottför flugs á virkum degi fyrir kl. 10:00 og/eða heimkoma eftir kl. 15:00 skuli starfsmaður fá greiðslu sem nemur þremur álagstundum á 33,33% álagi samkvæmt ákvæði 1.5.1 fyrir hvert tilvik. Samkvæmt ákvæðinu nemur samsv arandi greiðsla á almennum og sérstökum frídögum sex álagsstundum á 55% álagi án tillits til þess hvenær dags flugið er. Þá segir í ákvæðinu að heimilt sé að semja um frítíma í stað greiðslu ferðatíma þannig að 33,33% álag jafngildi 20 mínútna fríi og 55% álag jafngildi 33 mínútna fríi. 18 Af gögnum málsins og skýrslutökum fyrir dómi verður ráðið að þegar úrskurður gerðardóms var kveðinn upp 17. febrúar 2021 hafi þegar verið ráðgert að flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni færu utan til verkefna á vegum stofnuna rinnar erlendis, nánar tiltekið til eftirlitsverkefna á vegum Frontex , landamæra - og strandgæslu Evrópusambandsins, á grundvelli samstarfssamnings Landhelgisgæslunnar og Frontex . 19 Við aðalmeðferð málsins komu fyrir dóminn Júlíus Ævarsson, flugvirki hjá Lan dhelgisgæslunni og trúnaðarmaður, svo og þeir Helgi Rafnsson og Árni Freyr Sigurðsson, báðir flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni. Einnig komu fyrir dóminn Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri og yfirmaður flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni, sem og Svanhildur Sver risdóttir, mannauðsstjóri Landhelgisgæslunnar, og Pétur Jónasson, sem var formaður samninganefndar ríkisins í kjaraviðræðum aðila árið 2020. 20 Í skýrslu Svanhildar sagði að farið hafi verið yfir það í starfsviðtölum við umsækjendur um starf flugvirkja hjá L andhelgisgæslunni um árabil að þeir gætu þurft að starfa erlendis. Þetta atriði væri þó ekki sett inn í ráðningarsamninga. Í skýrslu Árna Freys Sigurðssonar fyrir dóminum kom einnig fram að rætt hefði verið um verkefni á vegum Frontex í starfsviðtali hans hjá Landhelgisgæslunni en þó tekið fram að þau væru tímabundin. 5 21 Um störf flugvirkja á vegum Frontex sagði í skýrslu Höskuldar fyrir dóminum að flugvirki færi alltaf með sem hluti af áhöfn loftfars í þessi verkefni en viðmiðið væri að hver ferð tæki um þrj ár vikur í senn. Hver flugvirki færi að jafnaði um þrisvar til fimm sinnum á ári. 22 Vitnum fyrir dóminum bar saman um að óvissa hafi verið hjá flugvirkjum Landshelgisgæslunnar um greiðslur og kjör fyrir eftirlitsverkefni af þessum toga í kjölfar úrskurðari ns . Mun Höskuldur því hafa átt samtal við Helga Rafnsson , flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og í kjölfarið hafi flugvirkjar hjá Landshelgisgæslunni átt fund með Höskuldi og Svanhildi Sverrisdóttur, mannauðsstjóra Landhelgisgæslunnar að morgni föstudagsins 19. febrúar 2021. 23 Í kjölfar fundarins mun mannauðsstjóri Landhelgisgæslunnar hafa sent flugvirkjum hjá stofnuninni tölvupóst eftir hádegi sama dag. Í tölvupóstinum, sem bar heitið slan telji sér fært að bjóða flugvirkjum samkomulag um leiguverkefni erlendis sem taki mið af samkomulagi í stofnanasamningi skipstjórnarmanna. Í tölvupóstinum er síðan rakið að helstu atriði í samkomulaginu séu ávinnsla frídaga fyrir laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga sem hægt sé að taka út eða semja um að fá greidda. Þá sé föst yfirvinna fyrir hvert eftirlitsflug og fyrir hverja lotu erlendis, hvort tveggja au kalega umfram unna yfirvinnu. 24 Í málinu liggur fyrir óundirritað skjal sem ber heitið Viðauki en þar kemur fram að Lan d helgisgæsla Íslands og flugvirkjar sem starfa við loftför Landhelgisgæslunnar í leiguverkefnum erlendis geri með sér samkomulag sem gildi um vinnu flugvirkja Landhelg isgæslun n ar í leiguverkef n um erlendis. 25 Í skjalinu kemur meðal annars fram að fyrir hvern laugardag, sunnudag og sérstakan frídag sem dvalið er erlendis í leiguverkefni skuli koma inn frídagur á móti. Þá segir þar að heimilt sé með samþykki beggja aðila að greiða út hluta eða alla þá frídaga sem flugvirki ávinnur sér á tímabilinu og að hámarks dvöl flugvirkja í verkefnum erlendis skuli vera 21 dagur á hverjum 30 dögum að ferðadögum til og frá Íslandi meðtöldum. Einnig er í skjalinu kveðið á um greiðslu yfirvi nnustunda til flugvirkja og að þegar flugvirki dvelji erlendis vegna vinnu sinnar lengur en fimm daga skuli ekki valið hótel/íbúð undir fjórum stjörnum að einkunn. Flugvirki skuli hafa einkaaðgang að herbergi. 26 Skýrslum Helga Rafnssonar, Höskuldar Ólafsson ar og Svanhildar Sverrisdóttur ber saman um að flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafi verið boðnar greiðslur fyrir erlend verkefni á grundvelli þessa óundirritaða viðauka sem vikið var að hér að framan og þeir hafi fengið þær greiðslur greiddar. Í skýrslu Höskuldar og Svanhildar kom fram að þau hefðu hvorugt litið á umræddar greiðslur sem hluta af kjarasamningi. 27 Trúnaðarmaður flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni, Júlíus Ævarsson, sendi mannauðsstjóra Landhelgisgæslunnar tölvubréf 22. febrúar 2021 þar sem ha nn grein di 6 stefnda frá því að flugvirkjar haf n i því að gera samkomulag um verkefnið, enda hefðu þeir ekki heimild til þess að semja við stefnda beint um kjör flugvirkja í erlendum verkefnum. Var að því leyti vísað til ákvæðis 2.1.2 í nýjum kjarasamningi að ila. 28 Mannauðsstjóri Landhelgisgæslunnar svaraði þessum tölvupósti samdægurs. Í svarinu, sem sent var með tölvupósti, er lýst því viðhorfi að úrskurður gerðardóms sé endanlegur, heildstæður og nái til allra kjara flugvirkja hjá s tofnuninni. Landhelgisgæslan eigi þar af leiðandi ekkert frekar að aðhafast en að hún hafi viljað gera betur varðandi Frontex verkefnin en kjarasamningurinn mælir fyrir um og almennt gildi r um opinbera starfsmenn. Þá segir einnig í tölvupósti mannauðsstjóra að L andhel gisgæslunni beri engin skylda til þess og hún muni ekki beina neinum atriðum eða tilboðum til stefnanda. Í tölvupósti num kemur síðan fram að Landhelgisgæslan muni ekki bera afmarkaða samninga um greiðslur umfram kjarasamning undir stefnanda, enda sé ekki u m kjarasamningsviðræður að ræða. 29 Næsta dag , 23. febrúar 2021, ritaði formaður stefnanda forstjóra stefnda, Landhelgisgæslu Íslands, bréf vegna málsins með ábendingu um meint brot á kjarasamningi, þar sem þar sem rakið er að stofnunin geti ekki skipað flug virkjum í ferðir án þess að fyrir liggi samningur þess efnis milli hennar og stefnanda. 30 Hófust þá bréfaskipti milli stefnda, Landhelgisgæslu Íslands og stefnanda sem lauk með bréfi, dags. 20. apríl 2021, þar sem kröfum stefnanda var hafnað . Málsástæður og lagarök stefnanda 31 Stefnandi kveðst reisa stefnukröfur á því að stefndi hafi með fyrirmælum til flugvirkja stefnda um að fara á vegum stefnda til starfa erlendis og með því að hafa sent þá til vinnu erlendis, brotið í bága við ákvæði 2.1 í kjarasamningi að ila, þar sem vikið hafi verið með þessu frá fyrirmælum samningsákvæðisins um að fastur vinnustaður flugvirkja sé á varanlegum starfsstöðvum Landhelgisgæslu Íslands. Skilyrði til frávika frá kjarasamningsreglunni hafi ekki verið uppfyllt og því hafi stefndi með framangreindum fyrirmælum sínum og ákvörðunum án nokkurs samráðs við stefnanda, brotið gegn ákvæði 2.1.2 í kjarasamningi aðila. 32 Stefnandi kveðst byggja á því að regla n í ákvæði 2.1 í kjarasamningi aðila sé í samræmi við orðanna hljóðan ljós og skýr u m að fastur vinnustaður flugvirkja sé á þeim starfsstöðvum stefnda sem séu varanlegar. Staðsetning vinnustaðar og starfsstöðvar sé hluti af starfskjörum flugvirkja. Eina varanlega starfsstöð stefnda sé í Reykjavík. Vinnustaður erlendis sé ekki meðal þeirra . Samkvæmt þessu sé föst vinnustöð flugvirkja stefnda starfsstöð stefnda í Reykjavík. Vinnustaður erlendis geti því ekki verið fastur vinnustaður flugvirkja stefnda. 33 Stefnandi vekur athygli á því að rík ástæða sé fyrir því að regla þessa efnis sé í kjaras amningi. Staðsetning vinnustaðar sé grundvallaratriði í starfskjörum og ráðningarsamböndum, og því sé mælt fyrir um þá meginreglu í tilviki flugvirkja stefnda. Að stefndi hafi gefið flugvirkum stofnunarinnar fyrirmæli um að fara utan til 7 vinnu á vegum stof nunarinnar og að flugvirkjarnir hafi verið sendir utan í því skyni, feli í sér ótvíræð brot á kjarasamningsákvæðinu . Stefnandi telur að í slíkum ferðum hafi falist að vinnustaður flugvirkja yrði eðli máls samkvæmt ekki varanleg starfsstöð stefnda, eins og mælt sé fyrir um í samningsákvæðinu, heldur áfangastaður flugvirkja í útlöndum þar sem þeim sé gert að vinna á vegum stefnda. 34 S tefnandi vísar til þess að stefndi hafi framið brotin gegn kjarasamningsreglunum, en fjórum flugvirkjum stefnda hafi verið veitt fyrirmæli um að fara utan til vinnu á vegum stofnunarinnar og þeir hafi nú þegar allir farið þær vinnuferðir á vegum stefnda. Sá fyrsti hafi farið í vinnuferð á vegum stefnda 25. febrúar til 15. mars 2021 , annar á tímabilinu 12. til 29. mars 2021 , sá þriðji 29. mars til 21. apríl 2021 og sá fjórði 29. mars til 2. apríl 2021 . 35 Stefnandi kveðst ekki hafa upplýsingar um að neitt samkomulag hafi verið gert milli flugvirkja og Landhelgisgæslunnar um greiðslur fyrir vinnu í ferðunum . Brot stefnda séu því augljóslega yfirstandandi og hafi átt sér stað þrátt fyrir að stefnandi hafi áður áminnt stefnda um að virða ákvæði kjarasamnings sem kröfur stefnanda byggjast á . 36 Stefnandi reisir stefnukröfur sínar einnig á því að stefndi hafi með athöfnum sínum og fyrir mælum til flugvirkja brotið í bága við ákvæði 2.1.2 í kjarasamningi aðila. Samkvæmt reglunni sé heimilt að haga vinnu með öðrum hætti en í sama kafla kjarasamningsins greini með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og með skriflegu samþykki sa mningsaðila. 37 Stefnandi bendir á að regla 2.1 sé hluti af þeim kafla kjarasamningsins sem ákvæði 2.1.2 eigi við um. Af því leiði að í reglu 2.1.2 felist undanþáguheimild frá reglu 2.1, þ.e. að heimilt sé að víkja frá þeirri reglu að fastur vinnustaður flug virkja sé á varanlegum starfsstöðvum Landhelgisgæslu Íslands, en einungis að uppfylltum þeim skilyrðum að samkomulag þess efnis komist á milli starfsmanna og forráðamanna stofnunar og einnig að fyrir liggi skriflegt samþykki samningsaðila kjarasamnings, se m séu stefnandi og stefndi, fjármála - og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. 38 Í ljósi þess að staðsetning vinnustaðar sé grundvallaratriði varðandi starfskjör telur stefnandi að af því leiði að hvers kyns breytingar á vinnustað og starfsstöð séu grundvallar breytingar á starfskjörum og á ráðningarsambandi. Þegar af þeirri ástæðu séu lögð svo ströng skilyrði fyrir breytingum þar að lútandi, svo sem mælt sé fyrir um í gr. 2.1.2 í kjarasamningi. Brot stefnda felist því ekki eingöngu í því að víkja frá reglu 2.1 í kjarasamningi, heldur einnig að fara á svig við reglu 2.1.2 í samningnum með því að afla ekki skriflegs samþykkis og gera það samkomulag sem liggja verði fyrir til þess að unnt sé að víkja frá ákvæðum kaflans í kjarasamningi. 39 Stefnandi byggir á því að s tefndi hafi í engu aflað tilskilins samþykkis stefnanda sem aðila kjarasamnings. Ekkert samráð hafi verið viðhaft við stefnanda sem aðila kjarasamnings og erindum flugvirkja, stefnanda og lögmanns stefnanda hvað málið varð i ekki svarað af hálfu stefnda fyrr en málshöfðun hafði verið boðuð. Þá hafi 8 samkomulag ekki heldur tekist milli starfsmanna og forráðamanna stofnunar um hið sama, sbr. sama kjarasamningsákvæði. Af atvikum málsins sé hins vegar ljóst að stefndi hafi lagt að flugvirkjum stefnda að starfa utan varanlegra starfsstöðva stefnda án skriflegs samkomulags þar um samkvæmt kjarasamningsákvæðinu. Stefndi hafi ekki geta skipað flugvirkjum í ferðir án þess að samningsákvæðið hafi verið uppfyllt að öllu leyti. 40 Stefnandi t elur að brot stefnda gagnvart ákvæðum kjarasamnings séu sýnu alvarlegri með vísan til ábendinga flugvirkja, stefnanda og lögmanns stefnanda í erindum til stefnda um að stefnda væri skylt að fylgja ákvæðum gr. 2.1 og 2.1.2 og þ.m.t. leita eftir samþykki ste fnanda, enda væri flugvirkjum stefnda ekki heimilt einum að semja við stefnda, Landhelgisgæslu Íslands, hvað þetta varðar. Hafi trúnaðarmaður flugvirkja hjá stefnda m.a. í erindi sínu til stefnda 22. febrúar 2021 bent stefnda á að beina erindi sínu til sté ttarfélagsins, þ.e. stefnanda, en ekki til einstakra flugvirkja þar sem slíkt bryti í bága við úrskurð gerðardóms og kjarasamning. Stefndi hafi í engu orðið við þeirri ábendingu. 41 Stefnandi telur að Landhelgisgæsla Íslands hafi skellt skollaeyrum við áminni ngum og viðvörunum hans, m.a. fyrir tilstilli trúnaðarmanns hans og síðar lögmanns, um að aðilar kjarasamnings yrðu að semja um vinnu flugvirkja erlendis, svo sem ljóst sé af ákvæði gr. 2.1.2 í kjarasamningi, sbr. einnig gr. 2.1. Hafa verði í huga að flest ef ekki öll umrædd erindi til stefnda hafi komið fram áður en umræddum flugvirkjum hafi verið gefin fyrirmæli af hálfu stefnda um að fara erlendis til vinnu. 42 Stefn andi kveðst í þessu sambandi vekja athygli á því að svar mannauðsstjóra stefnda, Landhelgis gæslu Íslands, til trúnaðarmanns, dags. 22. febrúar 2021 , sýni fram á að stefndi hafi haft ásetning til þess að sniðganga skyldur sínar samkvæmt ákvæði gr. 2.1.2, enda sé það bréf svar við erindi trúnaðarmanns sem hafði áður þegar bent stefnda á skyldur sa mkvæmt téðu ákvæði. D rög að samkomulagi sem mannauðsstjóri stefnda hafi sent einstökum flugvirkjum stefnda í tölvupósti 19. febrúar 2021, beri einnig vott um slíkan ásetning, en af þeim drögum sé ljóst að stefndi hafi ekki ætlað aðilum kjarasamnings að ver ða aðilar að samkomulaginu. 43 Þá kveðst stefnandi einnig byggja á því að tilraunir stefnda, Landhelgisgæslu, um að reyna að ná samkomulagi eingöngu við flugvirkja stofnunarinnar, en sniðganga skyldu til að hafa samráð við og að afla samþykkis stefnanda leið i í ljós að stefnda hafi verið fullkomlega ljóst að stofnuninni bæri að semja um breytingar á vinnustað og jafnframt að stofnuninni bæri að leita samkomulags og samþykkja aðila kjarasamnings fyrir frávikum frá ákvæði 2.1 í kjarasamningi. Þá kveðst stefnand i vísa til þess að á fundi stefnda, Landshelgisgæslunnar, með stefnanda þann 24. mars 2021, hafi komið fram að stofnunin hafði ekki leitað til stefnda, fjármála - og efnahagsráðherra, á fyrri stigum málsins. Í framhaldi af þeim fundi hafi stofnunin leitað e ftir viðbrögðum þaðan. 9 44 Stefnandi gerir einnig þá dómkröfu að stefndi verði dæmdur til greiðslu sektar svo sem lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur leyfa, sbr. 65. gr. laganna, vegna brota stefnda á ákvæðum kjarasamnings. Stefnandi kveðst álíta að gögn málsins leiði í l jós að stefndi hafi haft ásetning til þeirra brota sem hann hafi framið og dómkröfur snúi að, enda styðji ekkert í ákvæðum kjarasamnings framferði stefnda, Landhelgisgæslu, í málinu. Allt að einu hafi stefndi ákveðið að grípa til hinna ólögmætu aðgerða gag nvart flugvirkjum, að senda þá í trássi við reglur kjarasamnings til vinnu í útlöndum og gefa út fyrirmæli um það . Brot stefnda séu því mun alvarlegri en ella af þessum sökum og öll skilyrði til þess að dæma stefnda til greiðslu sektar þegar af þeirri ástæ ðu. 45 Af hálfu stefnanda er að auki vísað til almennra reglna um skuldbindingargildi samninga og meginreglna vinnuréttar og kröfuréttar. Vísar stefnandi til ákvæða kjarasamnings aðila, sbr. kjarasamning samkvæmt úrskurði gerðardóms frá 17. febrúar 2021. Ste fnandi vísar til ákvæða laga nr. 122/2020 , um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands, laga nr. 52/2006 , um Landhelgisgæslu Íslands, laga nr. 55/1980 , um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Þá er vísað til laga nr. 80/1938 , um st éttarfélög og vinnudeilur, IV. kafla um Félagsdóm, þ.m.t. 44. gr., að því er varði lögsögu dómsins. Einnig sé vísað til laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna , og til laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála , eftir því sem við eigi. 46 Kröfu um málskostnað styður stefnandi við XXI. kafla l aga nr. 91/1991, aðallega 129. og 130. gr. Krafa um virðisaukaskatt af málskostnaði byggir á l ögum nr. 50/1988 , um virðisaukaskatt, en stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur og til að tryggja skaðleys i sitt sé honum nauðsynlegt að fá skattinn dæmdan úr hendi stefnda. Málsástæður og lagarök stefnda 47 Stefndi mótmælir öllum málsástæðum stefnanda sem röngum og órökstuddum og krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda 48 S tefndi vísar til þess að s tjórnun og starfs mannahald ríkisstofnana sé í höndum hlutaðeigandi forstöðumanns. Heimildir hans í þessum efnum bygg i fyrst og fremst á ákvæðum laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins , og hinni óskráðu meginreglu vinnuréttarins um stjórnunarrétt vinnu veitanda. Þá kunn i sérákvæði laga um hlutaðeigandi stofnun eða starfsstétt einnig að skipta máli. 49 Í reglunni um stjórnunarrétt vinnuveitanda felist valdheimildir til að stýra og stjórna starfseminni innan þeirra marka sem lög og samningar setji. Stjórnunar heimildir forstöðumanns lúti meðal annars að ákvörðunum um skipulag vinnunnar, hvaða verk skuli vinna, hver skuli vinna þau, með hvaða hætti, hvenær og hvar. Ákvarðanir sem teknar séu dags daglega um störf og verksvið einstakra starfsmanna rúmist jafnan in nan þeirra heimilda sem fel i st í reglunni um stjórnunarrétt vinnuveitanda. 10 50 Vinnutími og vinnufyrirkomulag fari eftir hlutverki stofnunar og þörfum viðkomandi starfsemi. Forstöðumaður ákveði vinnutíma starfsfólks með tilliti til hlutverks stofnunar og ákvæð a laga og kjarasamninga. Forstöðumaður hafi því endanlegt ákvörðunarvald um vinnutíma starfsmanna að því marki sem lög og kjarasamningar leyfi, sbr. 17. gr. laga nr. 70/1996 . Þá beri starfsmanni að hlýða löglegum fyrirskipunum yfirmanna um starf sitt, sbr. 1. mgr. 15. gr. laga nr. 70/1996 . 51 Stefndi telur það falla undir stjórnunarheimildir forstjóra að ákvarða það hvaða verkefnum starfsmönnum sé falið að vinna innan þeirra marka sem ráðningarsamningur þeirra kveði á um með hliðsjón af eðli verkefna hverju s inni og með hagsmuni stofnunarinnar í huga. Hið sama gildi um það hvar vinna skuli innt af hendi. 52 Þátttaka í Frontex - verkefnum erlendis sé að mati stefnda hluti lögbundinna verkefna Landhelgisgæslunnar en þátttaka flugvirkja í þeim verkefnum hafi verið til greind í starfsauglýsingum um viðkomandi störf frá árinu 2010. Þeir flugvirkjar stofnunarinnar sem hófu störf fyrir 2010 hafi enn fremur tekið þátt í þessum verkefnum án athugasemda. Það hafi því skapast rík hefð fyrir þátttöku þeirra flugvirkja í Frontex - verkefnum sem hafi tilskilin réttindi til að sinna viðhaldi eftirlitsflugvélarinnar. 53 Landhelgisgæslan hafi aldrei litið svo á að í því felist breyting á föstum vinnustað starfsmanna að þeir séu sendir tímabundið til að sinna tilteknum verkefnum erlendis, e nda sé jafnan um skamman tíma að ræða í senn. Í Frontex - verkefnum séu þetta um þrjár vikur í senn. Stefndi fellst ekki á að gildandi kjarasamningur milli málsaðila leiði til þess að nú beri að líta á tímabundin verkefni erlendis sem breytingu á föstum vinn ustað flugvirkja stofnunarinnar. 54 Stefndi kveðst byggja á því að um vinnutíma opinberra starfsmanna, sem starfi samkvæmt kjarasamningi sem fjármála - og efnahagsráðherra gerir f.h. ríkisjóðs, sé alla jafna fjallað í 2. kafla kjarasamnings. Almenn ákvæði um v innutíma sé þar að finna í kafla 2.1. Þar segi til að mynda að vinnuvikan sé 40 stundir nema um skemmri vinnutíma sé sér s taklega samið, sbr. ákvæði 2.1.1. 55 Ákvæði 2.1.1 og 2.1.2 séu að meginstefnu til samhljóma í þeim kjarasamningum sem íslenska ríkið hafi gert og sé að því leytinu miðlægt ákvæði en ekki sértækt ákvæði um flugvirkja. Ákvæði 2.1.2 sem ágreiningur málsins lúti meðal annars að sé heimildarákvæði í kjarasamningi sem feli það í sér að forstöðumenn og starfsmenn geti með samþykki samningsaðila hagað vinnu með öðrum hætti en greinir í 2. kafla . Hafi þetta ákvæði meðal annars stofnunum þar sem samtal eigi sér stað um útfærslu vinnutíma í allt að 36 virkar vinnustundir, sbr. 2 . málsl ið . ákvæðis 2.1.1. 56 Stefndi telur að ákvæði 2.1.2 sé alls ótengt fyrirmælum sem stofnun gefi starfsmönnum sínum um hvaða verk skuli vinna, hver skuli vinna þau, með hvaða 11 hæ tti, hvenær og hvar, sbr. 15. gr. laga nr. 70/1996 , sbr. einnig hin óskráðu meginreglu um stjórnunarrétt vinnuveitanda . 57 Stefndi mótmælir alfarið málatilbúnaði stefnanda um að Landhelgisgæslan hafi hagað vinnu flugvirkja sinna í ósamræmi við kjarasamning á n þess að fyrir lægi samkomulag þar um og skriflegt samþykki samningsaðila og þar með brotið gildandi kjarasamning. E kki hafi verið vikið frá ákvæði 2.1 í kjarasamningi með því að senda flugvirkja stofnunarinnar til starfa erlendis, enda hafi það ekki fali ð í sér breytingu á föstum vinnustað flugvirkja. Verkefni erlendis feli einungis í sér tímabundna breytingu á vinnustað en ekki breytingu á föstum vinnustað. Af þeim sökum hafi stofnuninni ekki verið skylt að gera sérstakt samkomulag við starfsmenn með sam þykki samningsaðila . 58 Í þeim tilvikum þegar ákvæði 2.1.2 verði virkt þá sé samkvæmt orðanna hljóðan kveðið á um að starfsmenn og forráðamenn geri með sér samkomulag. Slíkt samkomulag þurfi síðan að hljóta skriflegt samþykki samningsaðila. Ekki sé kveðið á u m að samningsaðilar þurfi að koma að gerð samkomulagsins frá upphafi þó að eðlilegt sé að starfsmenn geti kallað eftir aðstoð síns stéttarfélags ef þeir svo kjós i . Það sé hins vegar ekki skylda forráðamanna stofnunarinnar að semja beint við stéttarfélög um atriði sem ákvæði 2.1.2 t aki til. 59 Stefndi kveðst byggja á því að þ egar starfsmenn L andhelgisgæslu Íslands , þ.á m. flugvirkjar, séu sendir utan til vinnu í lögbundin verkefni, sé ekki verið að breyta fastri vinnustöð þeirra, sbr. ákvæði 2.1. Þvert á móti sé föst vinnustöð þeirra óbreytt, sem leiði til þess að önnur ákvæði kjarasamnings virk ji st eins og t.d. dagpeningar, óhagræðisgreiðslur vegna ferða erlendis, farangurstrygging o. s.frv. Málsástæða stefnanda um að sértækt samkomulag þurfi að liggja fyrir milli samningsaðila svo hægt sé að senda félagsmenn stefnanda í ferðir á vegum vinnu sinnar erlendis sé því efnislega röng. 60 Stefndi telur að e f túlka ætti ákvæðið líkt og stefnandi krefst viðurkenningar á þá gætu félagsmenn þeirra einungis sinnt verkefnum á föstum vinnustað sem sé á varanlegum starfstöðvum L andhelgisgæslunnar en ekki á starfsvæði L andhelgisgæslunnar líkt og það sé skilgreint í lögum um Landhelgisgæslu Íslands nr. 52/ 2006, nema samið yrði sérstaklega um annað. Slíkt g angi eðli máls samkvæmt ekki upp og sé hvorki í samræmi við gildandi lög né samninga. 61 Jafnframt m egi að mati stefnda ekki ráða af úrskurði gerðardóms að það hafi verið ætlun þeirra að úrskurða í samræmi v ið þá túlkun sem stefnandi byggi mál sitt á enda sé hvergi fjallað um umrætt ákvæði í forsendum gerðardóms né niðurstöðu hans. 62 Í IX. kafla úrskurðar gerðardóms sé fjallað um val á samningsformi. Þar hafi gerðardómur komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt sé að lögum að kjarasamningur stefnanda vegna Landhelgisgæslunnar taki sjálfkrafa mið af kjarasamningi við þriðja aðila og með tilliti til þess að það samningsform , sem stefnandi hafi lagt til , hafi átt 12 rætur sínar einmitt í slík ri tengingu, hafi það veri ð niðurstaða gerðardómsins að nota samningsform ríkisins. 63 Að mati stefnda komi skýrt fram í X. kafla úrskurðar gerðardóms að ákvörðun hans sé sjálfstæður kjarasamningur og án tenginga við eldri samninga aðila, sem allir fall i úr gildi ásamt öllum viðaukum, bókunum og öðru sem þeim fylg i eða haf i fylgt. 64 Kjarasamningur aðila sé því heildstæður kjarasamningur sem t aki á öllum kjörum flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. Í 2. kafl a kjarasamningsins sé fjallað um vinnutíma en ekki greiðslur vegna ferða erlendi s. Kveðið sé á um greiðslur fyrir ferðir starfsmanna erlendis á öðrum stað í kjarasamningnum, í 5. kafla hans. 65 Í 5. kafla sé kveðið á um greiðslur og dagpeninga fyrir ferðir og gistingu innanland s sem utan. Enn fremur sé í ákvæði 5.5 kveðið á um óhagræðisgreiðslu veg n a ferða erlendis. Í þessum kafla sé tekið á því með tæmandi hætti hvaða greiðslur eigi að koma til vegna ferða e rlendis, líkt og í kjarasamningum annarra opinberra starfsmanna, og ekki gert ráð fyrir frekari greiðslum . 66 Í niðurlagi úrskurðar gerðardóms k omi það enn fremur fram að um sé að ræða heildarkjarasamning . Um greiðslur fyrir ferðakostnað og gistingu segir í 8. tölulið X. kafla úrskurðarins að ákvæðum um ferðakostnað og gistingu sé komið í sama horf og gildi um aðra ríkisstarfsmenn. Þá segi þar að eldra ákvæði um sætabókun á Saga - Class sé fallið niður líkt og aðrar eldri bókanir. 67 Stefndi vísar til þess að ák væði 2.1 sem mæli fyrir um fasta vinnustöð k omi til vegna vörpunar í nýtt samningsform. Það k unni að vera að umrædd grein hefði átt betur heima annars staðar í kjarasamningi en í vinnutímakafla hans, til þess að koma í veg fyrir rangtúlkanir líkt og túlkun stefnanda ber i með sér. Þrátt fyrir það sé að mati stefnda alveg ljóst, með vísan til framangreinds, að umrædd breyting á kjarasamningi, þ.e. vörpun í hið almenna kjarasamningsform hins opinbera, leiði ekki til skerðingar á stjórnunarrétti forstöðumanns l íkt og virðist gengið út frá í kröfugerð stefnanda, enda sé slíkur réttur ekki á forræði stéttarfélags. 68 Að því er varðar kröfu stefnanda um að stefndi greiði sekt samkvæmt 65. gr. laga nr. 80/1938 byggir stefndi á að s ektir samkvæmt ákvæðinu renn i í ríkiss jóð, sbr. 70. gr. laganna og verð i þær aðeins dæmdar fyrir brot á lögunum. Í lögunum sé ekki að finna heimild til að dæma sektir fyrir brot á kjarasamningi. 69 Stefndi krefst sýknu af kröfu stefnanda um greiðslu sektar á grundvelli 65. gr. laga nr. 80/1938, ó háð því hver niðurstaða Félagsdóms verð i um túlkun þeirra ákvæða kjarasamnings aðila sem ágreiningur sé um, enda séu skilyrði til að dæma stefnda til greiðslu sektar í engu uppfyllt. 70 Stefndi bendir í fyrsta lagi á að lög nr. 80/1938 heimil i ekki sektir fyr ir brot á kjarasamningi, hvað þá þegar ágreiningurinn sé um túlkun. Stefndi telur alveg ljóst að jafnvel þó tt dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi rangtúlkað þau ákvæði 13 kjarasamnings aðila sem hér séu til umfjöllunar, verði sú háttsemi ekki he imfærð undir ákvæði laganna. 71 Í öðru lagi bendir stefndi á að stefnandi h afi í stefnu ekki með neinum hætti gert tilraun til að heimfæra háttsemi stefnda undir ákvæði laga nr. 80/1938, sem geri stefnda verulega erfitt fyrir að taka til varna. Málsástæður að baki þessari kröfu stefnda séu því verulega vanreifaðar. 72 Í þriðja lagi mót mælir stefndi því alfarið sem haldið sé fram í stefnu að stefndi hafi haft ásetning til að brjóta gegn ákvæðum kjarasamnings. Með vísan til málsástæðna stefnda sem reifaðar séu hér að framan sé ljóst að L andhelgisgæsla Íslands hafi talið að þar sem ekki væri verið að breyta vinnutíma eða föstum vinnustað flugvirkja stofnunarinnar væri ekki þörf á að gera sérstakt samkomulag um erlend verkefni og því ekki þörf á samþykki eða annarri aðkomu samningsaðila kjarasamningsins. 73 Af hálfu stefnda e r því að lokum mótmælt að stefndi, íslenska ríkið, geti átt kröfu um greiðslu sektar á hendur sjálfu sér, en slík krafa myndi stofnast ef fallist yrði á þessa kröfu stefnanda. Með slíkri niðurstöðu gæti sú staða komið upp, ef stefndi léti hjá líða að efna skyldur sínar samkvæmt dóminum, að hann þyrfti að sækja fullnustu dómsins á hendur sjálfum sér. 74 Um málskostnaðarkröfu stefnda vísa r stefndi til 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. og 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Niðurstaða 75 Ágreini ngur aðila lýtur að túlkun ákvæðis 2.1 og 2.1.2. í kjarasamningi aðila eins og hann var ákveðinn með úrskurði gerðardóms frá 17. febrúar 2021 á grundvelli laga nr. 122/2020, um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands. Samkvæmt 2. málslið 1. mgr. 2. gr. þeirra laga skulu ákvarðanir gerðardóms vera bindandi með sama hætti og kjarasamningur á milli aðila og gilda þann tíma sem gerðardómur ákveður. Ljóst er að ú rskurður gerðardóms felur því í sér gildandi kjarasamning milli aðila málsins . M álið á því undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr.laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. 76 Í ákvæði 2.1.1 er síðan fjallað um að vi nnuvika starfsmanna í fullu starfi skuli vera 40 vinnustundir nema samið sé sérstaklega um skemmri vinnutíma. vinnu með öðrum hætti en í kafla þessum greini r með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og með skriflegu samþykki að samningsaðilum sé heimi lt að semja um rýmkun vinnutíma á virkum dögum, umfram þau tímamörk sem um getur í ákvæði 2.2.1. 77 Við túlkun þessar a ákvæða kjarasamningsins er að mati dómsins ekki unnt að líta framhjá því að í öðrum ákvæðum kjarasamningsins er bersýnilega gert ráð fyrir því 14 að félagsmenn stefnanda sem falla undir samninginn sinni störfum erlendis. Þannig er í ákvæði 1.4.3 gengið út f rá því að félagsmenn stefnanda sinni yfirvinnu fjarri föstum vinnustað sem skuli þá annaðhvort greidd samkvæmt tímareikningi eða á grundvelli fyrirfram samkomulags við viðkomandi starfsmann um greiðslu. 78 Þá er í ákvæði 2.4.3.4 kjarasamningsins kveðið sérst aklega um þá skyldu Landhelgisgæslunnar að haga almennt skipulagi vinnu flugvirkja erlendis með þeim hætti að samanlagður ferðatími flugvirkja í áhöfn til áfangastaðar erlendis og vinnutími á verkstað fari ekki umfram samfelldar 13 klukkustundir. Þá er í 5 . kafla kjarasamningsins fjallað um greiðslu dagpeninga vegna ferðalaga erlendis ásamt þar tilgreindu álagi. 79 Jafnframt verður v ið túlkun ákvæða kjarasamningsins að horfa til þess, að í úrskurði gerðardómsins frá 17. febrúar 2021 var hafnað með afgerandi h ætti sjónarmiðum stefnanda um að útfærsla kjarasamnings aðila skuli sjálfkrafa taka mið af fyrirkomulagi sambærilegra starfsstétta á almennum vinnumarkaði. Var þess í stað lagt til grundvallar að útfærsla kjarasamnings skyldi vera í samræmi við fyrirkomula g annarra starfsstétta hjá Landhelgisgæslunni , að teknu tilliti til inntaks starfa og rekstrarumhverfis, sbr. ákvæði 1. mgr. 3. gr. laga 122/2020, og var byggt á því í úrskurði gerðardóm sins. 80 Af þeim sökum verður við túlkun ákvæðis kjarasamnings aðila, eins og hann var ákveðinn með úrskurði gerðardóms, að leggja til grundvallar að um starfskjör stefnda fari að þessu leyti eftir almennum reglum sem gilda um inntak starfa og rekstrarumhverfi Land helgisgæslunnar samkvæmt ákvæðum laga nr. 52/2006, um Landhelgisgæslu Íslands, sem og ákvæðum laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ágreiningslaust er að starfsfólk Landhelgisgæslunnar fellur undir ákvæði síðastnefndu laganna. 81 Í þv í sambandi verður enn fremur að líta til þess að Landhelgisgæslan nýtur samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 52/2006 sérstakrar lagaheimildar til að taka að sér samstarfsverkefni erlendis af því tagi sem mál þetta fjallar um, að fengnu samþykki ráðherra og að því gefnu að slíkt verkefni sé ekki það umsvifamikið að stofnunin fái ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Í málinu er ekkert komið fram um að skilyrði 2. mgr. 5. gr. séu ekki uppfyllt að þessu leyti. 82 Með vísan til þess hvernig lögbundið hlutverk Landhelg isgæslunnar er afmarkað samkvæmt ákvæðum laga sem og þess að forstöðumaður stofnunarinnar hefur á grundvelli almennrar stjórnunarheimildar sinnar svigrúm til að ákveða hvaða verkefnum starfsmenn hennar sinna, sbr. 38. , 15 . og 19. gr. laga nr. 70 /1996, verð ur því ekki séð að almennar reglur um inntak starfa hjá Landhelgisgæslunni og rekstrarumhverfi hennar skjóti stoðum undir þau sjónarmið um túlkun ákvæðis 2.1 og 2.1.2 í kjarasamningi aðila sem stefnandi hefur vísað til í málatilbúnaði sínum. 15 83 Í samræmi við framangreint telur dómurinn ekki efni til að fallast á þau sjónarmið stefnanda að ferðir félagsmanna stefnanda til að sinna einstökum verkefnum á vegum Frontex, landamæra og strandgæslu Evrópusambandsins , feli í sér að vikið sé frá þeim fyrirmælum ákvæð is 2.1 kjarasamningsins að fastur vinnustaður flugvirkja sé á varanlegum starfsstöðvum Landhelgisgæslu Íslands. Hefur dómurinn þá einnig litið til þess að samkvæmt því sem fram kemur í málsgögnum og skýrslum fyrir dómi eru þessi verkefni tímabundin og vara ekki lengur en þrjár vikur í senn. 84 Samkvæmt því sem að framan er rakið verður stefndi sýknaður af aðal kröfu stefnanda um að viðurkennt verði með dómi að stefndi hafi brotið í bága við gr. 2.1 o g 2.1.2 í kjarasamningi milli stefnanda og stefnda, dags. 17. febrúar 2021, með því að hafa gefið tilteknum flugvirkjum Landhelgisgæslu Íslands fyrirmæli um að fara til útlanda til vinnu þar á vegum stefnda, án þess að fyrir lægi samkomulag og skriflegt sa mþykki samningsaðila kjarasamnings þar um. 85 A ð því er varðar kröfu stefnanda um að stefndi eða, eftir atvikum, Landhelgisgæsla Íslands, verði dæmd til greiðslu sektar samkvæmt 1. mgr. 65. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur , þá verður ekki annað séð en að málatilbúnaður stefnanda að þess u leyti byggist alfarið á því að stefndi hafi brotið gegn kjarasamningi aðila. Af því tilefni bendir dómurinn á að refsiheimild 1. mgr. 70. gr. lag a nr. 80/1938, er bundin við brot á þeim lögum , sjá hér dóm F élagsdóms frá 10. júní 2013 í máli nr. 6/2013. 86 Í ljósi ákvæðis 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar um að refsiheimildir skuli vera lögbundnar, sbr. einnig 1. mgr. 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem hefur lagagildi hér á landi samkvæmt l ög um nr. 62/199 4, um Mannréttindasáttmála Evrópu, verður ákvæði 1. mgr. 65. gr. ekki túlkað á þann veg að það veiti stoð fyrir þeirri málsástæðu stefnanda að heimilt sé að refsa fyrir brot á kjarasamningi. Engin lagaheimild er því til að gera stefnda sekt í máli þessu og er hann því sýknaður af kröfu stefnanda. 87 Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið vegna Landhelg isgæslu Íslands, er sýkn af kröfum stefnanda, Flugvirkjafélag s Íslands. Stefnandi greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað. Kjartan Bjarni Björgvinsson Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson 16 Lára V. Júlíusdóttir Jónas Friðrik Jónsson