1 Ár 201 1 , mánudaginn 7. febrúar, var í Félagsdómi í málinu nr. 10 /2010 . Læknafélag Íslands gegn íslenska ríkinu f.h. Landspítalans kveðinn upp svofelldur D Ó M U R : Mál þetta var dómtekið 15. desember sl. að loknum munnlegum málflutningi. Málið dæma Eggert Óskarsson, Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Kristján Torfason og Ástráður Haraldsson . Stefnandi er Læknafélag Íslands, Hlíðasmára 8, Kópavogi. Stefndi er í slenska ríkið, Arnarhvoli, Reykjavík , fyri r hönd Landspítala, Eiríksgötu 5, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Að viðurkennt verði með dómi að stefndi hafi brotið gegn ákvæðum í grein 8.5.1 í kjarasamningi milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og St. Franciskuspítala annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar með því að hafna námsleyfisumsókn Huldu Rósu Þórarinsdóttur, kt. 120878 - 3609, lækni á svæfinga - og gjörgæsludeild LSH frá 15. janúar 2010. Þá krefst stefnandi þess að stefndi, íslenska ríkið, verði dæm dur til að greiða stefnanda málskos tnað að skaðlausu samkvæmt málskostnaðarreikning i . Dómkröfur stefnda Stefndi gerir þá kröfu að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati réttarins. 2 Málavextir Í máli þessu sé deilt um túlkun á ákvæði í grein 8.5.1 í kjarasamningi Læknafélags Í slands og íslenska ríkisins um greiðslu á ferða - og dvalarkostnaði á námsferðum lækna. Málsatvik eru þau að Hulda Rósa Þórarinsdóttir var deildarlæknir á svæfin g a - og gjörgæsl udeild Landspítala - háskólasjúkrahúss ( LSH ) og félagsmaður í stefnanda. Hinn 15. janúar 2010 sótti hún um að fá að fara í 6 daga ferð á málþing of Anesthesiology Mount Sinai School of - 17. mars 2010. Hún hefur unnið á svæfingar - og gjörgæsludeild LSH frá 1. nóvember 2007. Hún var í fæðingarorlofi 25. febrúar til 31. desember 2008 en vann allt árið 2009 á deildinni. Hún undirb jó ferðina og óskaði eftir að fá að ganga frá henni fyrst munnlega og síðan með tölvupósti frá 10. febrúar 2010. U msókn Huldu Rósu var hafnað af f ramkvæmdastjór a skurðlækningasviðs LSH, og vísað til nýrra verklagsreglna frá nóvember 2009. Hulda Rósa ósk aði eftir endurskoðun á þessari ákvörðun í tölvupósti 11. febrúar 2010 og barst svar 12. febrúar 2010. Stefndi, LSH, hafnaði beiðni stefnanda og vísaði til þess að umsóknirnar - eða vísindaverkefnum sem hann vinnur að og tengist ennfremur starfssviði og verkefnum . Stefnandi telur umdeilt kjarasamningsákvæði kveða á um skýran rétt læknis til námsferðar uppfylli hann skilyrði til þess . S tefnanda sé nauðsynlegt að höfða mál þetta fyrir Félagsdómi til að fá einhliða túlkun stefnda, LSH, á þessu atriði hnekkt. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi b ygg ir á því að stefndi hafi gerst brotlegur við ákvæði 8.5.1 í kjarasamningi aðila frá 5. mars 2006, sem fra mlengdur var með sam komulagi aðila 1. október 2008 og 7. júlí 2009, en samningurinn gildir til 30. nóvember 2010. Ákvæði gr. 8.5.1 er svohljóðandi: Kandidat/læknir án sérfræðileyfis sem ráðinn er til 1 árs eða lengur á sömu deild, skal hafa rétt til 7 daga námsferðar fyrir hverja 12 mánuði enda sé námsferðin tengd sérstökum rannsóknar - og vísindaverkefnum sem hann vinnur að og tengist ennfremur starfssviði og verkefnum viðkomandi deildar. Leita skal umsagnar yfirlæknis viðkomandi deildar áður en leyfi til slíkrar ferðar er veitt. 3 Ákvæði kjarasamnings kveð i þannig á um rétt starfsmannsins til námsferðar enda hafi tiltekin skilyrði verið uppfyllt. Skilyrðin lút i bæði að starfsaldri viðkomandi læknis og einnig því hvort viðkomandi námsferð hafi faglegan tilgang. Hulda Rósa Þórarinsdóttir hafi uppfyllt öll skilyrði fyrir rétti til 7 daga námsferðar: hún hafði starfað lengur en eitt ár á svæfinga - og gjörgæsludeild LSH námsferðin tengdist sérstökum rannsóknar - og vísindaverkefnum sem hún vann að námsfer ðin tengdist starfssviði og verkefnum deildarinnar jákvæð umsögn yfirlæknis deildarinnar lá fyrir þegar sótt var um leyfið Hulda Rósa Þórarinsdóttir hafði unnið að tveimur rannsóknum sem beint snertu það viðfangsefni sem rætt var á námsstefnunni sem hún h ugðist sækja. Annars vegar rannsókn sem laut að árangri af gjöf fibrinogens, hins vegar rannsókn sem laut að fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasegum og lungnablóðreki. Umfjöllunarefni námsstefnunnar sem hún hugðist sækja hafi snert beint starfssvið og ve rkefni svæfingadeildar LSH, enda fjallað þar um ýmis þau verkefni og vandamál sem verið sé að fást við á deildinni. Grein Huldu Rósu um rannsókn af gjöf fibrinogens h a f i nú verið samþykkt til birtingar í ACTA ANASTESIOLOGICA, norræna vísindaritinu um svæfi ngalækningar, sem einungis birti ritrýndar greinar. Synjun umsóknar á þeim grundvelli að Hulda Rósa hefði ekki stundað rannsóknir hafi komið henni mjög á óvart þar sem hún h e fði lagt sig sérstaklega eftir að ná tökum á vinnubrögðum við rannsóknarvinnu, m. a. sótt tölfræðinámskeið og unnið að greinarskrifum m . a. undir handleiðslu prófessors. Það sé skilningur stefnanda að einungis yfirlæknir deildar sé bær til að meta hinn faglega hluta skilyrðanna, þ.e. að námsferðin tengist sérstökum rannsóknar - og vísi ndaverkefnum og að hún tengist starf s sviði og verkefnum deildarinnar. Yfirlæknir hafði veitt jákvæða umsögn vegna ferðarinnar. Í afstöðu stefnda k o m i fram sá skilningur að yfirlæknar séu ekki ákvörðunaraðilar heldur umsagnaraðilar eins og fram k o m i í t ilvitnaðri kjarasamningsgrein. Þessum skilningi sé stefnandi algerlega ósammála. Þótt í kjarasamningi segi að leita skuli umsagnar yfirlæknis sé það augljóst að aðrir en yfirlæknar haf i ekki þá faglegu yfirsýn að geta lagt hlutlægt mat á það hvort þau s kilyrði séu til staðar í umrætt sinn, annars vegar að námsferð tengist sérstökum rannsóknar - og vísindaverkefnum sem starfsmaður vinn i að og hins vegar að námsferð tengist starfssviði og verkefnum deildar. Enn fremur m egi benda á að yfirlæknir sem sé ábyr gur fyrir að vinna gangi eðlilega fyrir sig á deild verð i að ákveða hvort það gangi upp vinnulega séð að senda lækni á þing erlendis. Þannig sé 4 samþykki yfirlæknis trygging fyrir því að vinnan gangi eðlilega á deildinni meðan á leyfinu st a nd i um leið og þ að sé heimild fyrir því að starfsmaður fái leyfið. Viðhorf f ramkvæmdastjór a skurðlækningasviðs virðist vera það að námsferðir séu einungis fyrir þá sem séu að kynna eigin vísindavinnu á þingum erlendis. Sá skilningur eigi sér ekki stoð í kjarasamningi að ila, enda h a f i framkvæmd ákvæðisins verið allt önnur og ekki miðað við að einungis þeir sem séu að kynna eigin vísindavinnu á þingum erlendis eigi þess kost að fara í námsferðir. Kjarasamningsákvæðið fjall i um rétt læknis til að sækja námsferðir. Sá réttur sé lítils virði ef hægt sé með vísan til mats aðila sem ekki h a f i neina innsýn í faglegan hluta námsferðarinnar að koma í veg fyrir að ferðin sé farin. Samkvæmt codex edicus lækna og læknalögum hvíli enn fremur sú skylda á lækni að afla sér menntunar. Þ ess vegna sé ákvæði þessa efnis inni í kjarasamningi og sýni það fram á mikilvægi þess. Þau tækifæri sem deildarlækni á svæfingadeild bjóðast til að afla sér viðbótarmenntunar séu ekki mörg og því brýnt að þau tækifæri sem bjóðast séu nýtt sem best. Ekk ert í verklagsreglum LSH gef i tilefni til þeirrar túlkunar yfirmanna LSH að hafna eigi umsókn læknis í tilvikum sem þessu, enda sé það atriði sem hér sé deilt um tekið upp orðrétt í verklagsreglurnar úr kjarasamningi aðila. Jafnvel þótt orðalagi hefði ve rið breytt úr kjarasamningi í verklagsreglur, get i verklagsreglur sem settar séu einhliða af öðrum samningsaðila ekki breytt kjarasamningsbundnum réttindum starfsmanns. Stefnandi byggir kröfur sínar fyrst og fremst á gildandi kjarasamningi aðila, sem fy rr getur. Stefnandi vísar einnig til almennra reglna um skuldbind ing argildi samninga og meginreglna vinnuréttar. Þá er vísað til laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, IV. kafla um Félagsdóm, þ. m .t. 44. gr. að því er varðar lögsögu dómsins í máli þessu. Kröfu um málskostnað styður stefnandi við XXI. kafla 1 aga nr. 91/1991, aðallega 129. 130. gr. Krafa um virðisaukaskatt af málskostnaði byggir á l ögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, en stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur og til að tryggja sk aðleysi sitt sé honum nauðsynlegt að fá skattinn dæmdan úr hendi stefnda , sbr. málskostnaðarkröfu. M álsástæður og lagarök stefnda Stefndi mótmælir þ ví að hann hafi gerst brotlegur við ákvæði 8.5.1 í kjarasamningi aðila og byggir á því að stefnandi hafi ekki fullnægt skilyrðum ákvæðisins. Einnig er byggt á því að ákvörðun sú sem tekin var hafi verið lögmæt í alla staði og sé öðru mótmælt sem röngu og ósönnuðu. 5 Dómkröfur stefnanda séu að viðurkennt verði með dómi að stefndi hafi brotið gegn ákvæðum í gr ein 8.5.1 í kjarasamningi aðila með því að hafna námsleyfisumsókn stefnanda . Ósamræmi sé milli dómkrafna stefnanda og ástæð na þess að stefnandi telur nauðsynlegt að höfða mál þetta fyrir Félagsdómi, en í stefnu segir: Stefnandi telur kjarasamningsákvæðið kveða á um skýran rétt læknis til námsferðar uppfylli hann skilyrði til þess og það sé hlutverk yfirlæknis að meta það hvort faglega hluta skilyrðanna sé fullnægt. Það mat komi fram í umsögn hans. Þess vegna er stefnanda nauðsynlegt að höfða mál þetta fyri r Félagsdómi til að fá einhliða túlkun stefnda, LSH, á þessu atriði hnekkt. Annars vegar sé farið fram á viðurkenningu á því að það, að h öfnun námsleyfisumsókn ar , hafi verið brot á grein 8.5.1 í kjarasamningi. Hins vegar sé ástæða málshöfðunar tilgreind s ú að fá hnekkt túlkun stefnda á því hvert sé hlutverk yfirlæknis í að meta faglega hluta skilyrðanna í kjarasamningsákvæðinu. Vakin sé athygli á þessu ósamræmi. Þá sé rétt að hnykkja á því að dómkröfur stefnanda snú i að ákvörðuninni sjálfri en ekki hvernig hún var tekin. Í árslok 2009 hafi framkvæmdastjórn Landspítala ákveðið að grípa til ýmissa n iðurskurðaraðgerða. Þar á meðal hafi verið ákveðið að skerpa á túlkun kjarasamningsákvæða og samræma verklag við mat á umsóknum um námsferðir, sem henni hafi ve rið heimilt að gera innan laga og kjarasamninga. Á fundi framkvæmdastjórnar 9. nóvember 2009 hafi endurskoðaðar verklagsreglur Landspítala um námsferðir lækn a verið samþykktar , en eldri verklagsreglur um sama efni voru í gildi frá 1. október 2003. Í nýju v erklagsreglunum hafi orðrétt verið tekið upp ákvæði í kjarasamningi Læknafélags Íslands við fjármálaráðherra, sem um sé fjallað í þessu máli, þ.e. gr. 8.5.1. Á fundi framkvæmdastjórnar 19. janúar 2010 hafi verið rædd framkvæmd nýju verklagsreglnanna og hn ykkt á mikilvægi þess að samræma vinnubrögð. Á fundi framkvæmdastjórnar spítalans 2. febrúar 2010 var enn rætt um framkvæmd á verklags reglum um námsferðir lækna og lagt fram m innisblað, dags. 1. febrúar 2010 , af Jóni Hilmari Friðrikssyni, framkvæmdastjóra kvenna - og barnasviðs og Lilju Stefánsdóttur framkvæmdastjóra skurðlækningasviðs. Í m innisblaðinu segir að framkvæmdastjórar klínískra sviða séu sammála um að eina leiðin til þess að draga úr kostnaði sé að fylgja verklagsreglum nákvæmlega og vera í góðri samvinnu við yfirlækna um alla útfærslu. Lögð var fram tillaga að útfærslu á grein 3.3 í verklagsreglunum um námsferðir lækna, (þ.e. sama grein og grein 8.5.1 í kjarasamningi aðila) og var útfærslan eftirfarandi : 6 Læknar með lækningaleyfi hafa rétt til nám sferða samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum og verklagsreglum LSH. Námsleyfi er ekki veitt fyrirfram. Læknir sem ráðinn er til árs eða lengur á svið á rétt til námsferðar. S érstök rannsóknar og vísindaverkefni sem umsækjandi vinnur að þurfa að; o vera unnin í samvinnu við eða með samþykki viðkomandi yfirlæknis o Rannsóknaráætlun skal liggja fyrir og vera samþykkt af vísindasiðanefnd eða sambærilegum aðila. Ferð skal hafa skýran tilgang í vísindalegu samhengi. Framkvæmdastjóra er heimilt að styrkja deildarlækn a á viðurkennda kúrsa sem tengjast sérfræðinámi viðkomandi einstaklings. Í þessu samhengi er fyrst og fremst átt við þá sem taka megin hluta sérfræðináms á Íslandi. Umrætt m innisblað hafi verið samþykkt á framkvæmdastjórafundinum auk þess sem ákveðið var að sparnaðarmarkmið yrði óbreytt. Því ligg i fyrir samþykki framkvæmdastjórnar Landspítala um að verklagsreglum um námsferðir lækna skuli fylgt nákvæmlega. Sigurbergur Kárason yfirlæknir hafi upplýst stefnanda um afstöðu framkvæmdastjórnar að þessu leyti , sbr. tölvupóst frá Sigurbergi dags. 11. febrúar 2010. Á svæfinga - og gjörgæsludeild Landspítala í Fossvog i, þ.e. deildinni sem stefnandi starfaði á þegar hún sótti um námsleyfið, séu tveir yfirlæknar. Annar yfirlæknirinn sé yfir svæfingunni, þ.e. Sigurber gur Kárason, hinn sé yfir gjörgæslunni, þ.e. Kristinn Sigvaldason. Í stefnu sé sé röng. Hvorki Sigurbergur né Kristinn hafi samþykkt umrædda ferð. Þvert á mót i hafði Sigurbergur nefnt við stefnanda að framkvæmd námsferð a vær i í endurskoðun á spítalanum, þ.e. að verið væri að skoða framkvæmd á kjarasamningsákvæðinu og nefndi hann sérstaklega að óvíst væri að umsókn hennar myndi fara í gegn. Hefði samþykki viðkom andi yfirlæknis legið fyrir, hefði það eitt og sér ekki nægt til að líta svo á að umsókn um námsferð væri samþykkt og ger i hvorki kjarasamningur né verklagsreglur spítalans ráð fyrir því. Á Landspítala sé s amþykki fyrir námsferðaumsókn háð samþykki tveggja aðila, þ.e. viðkomandi yfirlæknis og viðkomandi framkvæmdastjóra. Samþykktarferlið sem hér um ræðir tryggi faglegt mat á umsókn enda séu yfirlæknar, eins og stefnandi bendir réttilega á, best til þess fallnir að hafa faglega yfirsýn og leggja hl utlægt mat á það hvort tiltekin skilyrði séu til staðar í hverju tilviki. Á því sé byggt af hálfu stefnda að yfirlæknar séu ekki ákvörðunaraðilar heldur umsagnaraðilar og sé öðru mótmælt sem röngu. Í kjarasamningsákvæðinu sem hér um ræðir sé skýrt kveðið á um að yfi rlæknar séu umsagnaraðilar í þessu sambandi. Ákvæðið gerir enn fremur beinlínis ráð fyrir því að annar en umsagnaraðili veiti leyfið. Miðað við 7 orðanna hljóðan mætti jafnvel líta svo á að enda þótt umsögn yfirlæknis væri á þá leið að umsækjandi ætti ekki a ð fá tiltekna námsferð samþykkta, gæti sá aðili sem stofnun h a f i ákveðið að hafi til þess vald, engu að síður veitt leyfi til slíkrar ferðar. Á Landspítala h a f i verið ákveðið að fram kvæmdastjóri viðkomandi sviðs sé til þess bær aðili að taka ákvarðanir um að veita leyfi til námsferðar enda séu það framkvæmdastjórar á Landspítala sem ber i ábyrgð á samræmdum vinnubrögðum en ekki þeir 90 yfirlæknar sem starfa á spítalanum. Undirskriftir Kristins Sigvaldasonar yfirlæknis og Lilju Stefánsdóttur framkvæmdastjóra séu á umsóknareyðublaði auk undirritunar stefnanda. Engin umsögn yfirlæknis sé rituð á umsóknareyðublaðið og sé ekki að finna meðmæli yfirlæknis með því að stefnandi fari á umrætt námskeið. Á því sé byggt að höfnun umsóknar hafi verið lögmæt í alla staði o g sé öðru mótmælt sem röngu. Í því tilviki sem hér um ræði hafi það verið mat framkvæmdastjóra að skilyrði til námsferðar væru ekki uppfyllt og get i aðilar sem bera ábyrgð á faglega matinu ekki hnekkt því , enda hafi það ekki verið reynt . Í athugasemdarei t umsóknareyðublaðsins vís i framkvæmdastjórinn til nýrra verklagsreglna frá nóvember 2009. Þetta atriði h a f i þegar verið útskýrt hér að framan. Ekki var verið að þrengja skilyrði samkvæmt kjarasamningi. F ullyrt sé í stefnu að stefnandi hafi uppfyllt öl l skilyrði fyrir rétti til 7 daga námsferðar. Sú fullyrðing sé röng og sé henni mótmælt. Eins og fram k o m i í tölvupósti framkvæmdastjóra skurðlækningasviðs til Sólveigar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Læknafélags Íslands, dags. 28. febrúar 2010 hafi fram kvæmdastjóranum engar uppl ýsingar borist um rannsóknir stefnanda . Umsækjendur um námsferðir get i ekki ætlast til að það sé alkunna að þeir stund i rannsóknir sem tengjast starfssviði þeirrar deildar sem þei r starf i á. Í tilviki stefnanda hafi það síður en svo verið alkunna að hún stundaði slíkar rannsóknir, og enn síður að hún ynni þær í samvinnu við, eða með samþykki viðkomandi yfirlæknis. Þar sem viðkomandi yfirlæknir h e fði ald rei heyrt minnst á að stefnandi stundaði rannsóknir eða vísindavinnu hafi ekki verið gengið á eftir stefnanda um að skila inn gögnum til staðfestingar því þegar hún skilaði inn umsókn sinni. Framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands hafi sen t framkvæmdastjóra skurðlækningasv iðs tvo abstrakta sem stefnandi hafði sent inn á svæfinga - og sk urðlæknaþing 2010. Það sé af og frá að sendingar frá framkvæmdastjóra stéttarfélags séu kvittun fyrir því að viðkomandi umsækjandi uppfylli þau faglegu skilyrði sem sett séu í ofangreind u kjarasamningsákvæði. Auk þess vill stefndi nefna að ef stefnandi hef ði sent viðeigandi upplýsingar um rannsóknir eða vísindaverkefni sem hún vann að, hefði að sjálfsögðu þurft að fara fram faglegt mat á þeim gögnum og umfangi rannsóknarvinnunnar. Eins og nefnt h a f i verið, hafi framkvæmdastjórn samþykkt með formlegum hætti ( m innisblað, dags. 1. febrúar 8 2010), hvaða viðmið skyldi leggja til grundvallar við faglegt mat á því hvenær - eða á því hvort fyrir lægi rannsóknaráætlun, samþykkt af siðanefnd. Eins og fram kom í tölv u skeytum hafi framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs leitað til Sigurbergs Kárasonar yfirlæknis, og óskað eftir up plýsingum um hvort stefnandi hefði stundað rannsóknir. Honum hafi ekki verið kunnugt um að stefnandi hefði stundað slíka vinnu. Á þeim tíma þegar unnið var að endurmati á umsókn stefnanda ráðfærði framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs sig við fleiri aðila, s.s. Kristján Erlendsson, framkvæmdastjóra vísinda - men nta - og gæðasviðs og hafi hann verið sammála afgreiðslu framkvæmdastjóra skurðlækningasviðs og ekki talið rök fyrir því að breyta ákvörðun um höfnun á seinni stigum málsins. Ein af málsástæðum stefnanda g angi út á að samkvæmt siðareglum lækna og læknalög um hvíli skylda á lækni til að afla sér menntunar og að þess vegna sé ákvæði þessa efnis i nni í kjarasamningi og sýni mikilvægi þess. Stefndi bendir á þá staðreynd að í lögum allra heilbrigðisstétta sé kveðið á um skyldu stéttanna til að afla sér menntunar og séu ákvæði þessa efnis keimlík. Því séu læknar ekki í sérflokki að þessu leyti. Þá kveð i engin lög á um rétt lækna til námsferða heldur sé einungis fjallað um þann rétt í kjarasamningi. Til útskýringar sé rétt að nefna að ástæða þess að Kristinn Sigv aldason yfirlæknir hafi skrifað undir umsókn stefnanda um námsleyfi , en ekki yfirmaður hennar , þ.e. Sigurbergur Kárason yfirlæknir, sé sú að nefndir yfirlæknar haf i skipt með sér verkefnum m.a. á þann hátt að Kristinn f ari yfir umsóknir um námsleyfi sérfræ ðinga og deildarlækna á svæfinga - og gjörgæsludeildinni í Fossvogi. Afgreiðsla Kristins, þ.e. undi rskrift hans á umsókn stefnanda , hafi verið í samræmi við framkvæmdavenju sem skapast h e fði við samþykktir námsferða lækna. E kkert faglegt mat hafi farið fram á umsókninni og umsóknargögnum enda hafi Kristni ekki verið kunnugt um nýsamþykkt verklag um námsferðir lækna. Eins og komið h a f i fram hafi hugmyndin með endurskoðun verklagsreglnanna um námsferðir lækna, og samþykki umrædds m innisblaðs, m.a. verið sú að breyta þessari framkvæmdavenju sem skapast h e fði. Í stefnu segi að framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs hafi samþykkt námsferðir tveggja deild arlækna. Í tölvupósti stefnanda til Sigurbergs, dag s. 11. febrúar 2010 , segi stefnandi að hún heyri um að deildar læknar fá i samþykktar námsferðir við sömu aðstæður. Eins og fram hafi kom ið í svari Sig urbergs sé það ekki rétt. Tveir deildarlæknar innan skurð lækninga sviðs mun i hafa fengið samþykktar námsferð þar sem þeir hafi , í desember 2009, sjálfir verið búnir að gr eiða að fullu fyrir ráðstefnuna í þeirri vissu að þeir fengju hana samþykkta. Framkvæmdastjórinn hafi ákv e ð ið að samþykkja námsferðir þeirra á þeim forsendum, auk þess sem hún 9 hafi talið að á þeim tíma hefðu nýsamþykktar verklagsreglur um námsferðir lækna ekki skilað sér enn til allra yfirlækna og starfsmanna eins og raunin hafi verið . Gera verð i ráð fyrir ákveðnum yfirgangstíma þegar stefnumarkandi ákvarðanir séu teknar í framkvæmdastjórn. Umsókn stefnanda sé dagsett 15. janúar 2010, og undirskrift Kristin s Sigvaldasonar yfirlæknis sé dagsett sama dag. Hinn 11. febrúar 2010 hafi stefnanda verið tilkynnt að umsókn hennar hefði verið hafnað, sbr. tölvupóst frá Sigurbergi dag s. sama dag . Litið var svo á að á þessum tíma hafi nægilega langur tími verið liðinn t il að ætla mætti að upplýsingar um ákvarðanir um nýtt verklag hefðu skilað sér til starfsmanna. Í máli þessu sé deilt um réttmæti höfnun ar námsleyfisumsókn ar stefnanda . Samkvæmt ofa ngreindu byggja varnir stefnda m.a. á því að höfnun námsleyfisumsóknarinn ar hafi ekki verið brot á umræddu kj arasamningsákvæði . Framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs hafi ekkert haft í höndunum sem gaf vísbendingar um að hér væri um að ræða þing/ráðstefnu sem tengdist rannsóknar - og vísindaverkefni. Vangaveltur og tilgátur um hve rnig afgreiðsla umsóknarinna r hefði verið, hefði stefnandi skilað inn frekari gögnum, eig i ekki við. Engu að síður verð i ekki hjá því komist að nefna nokkur atriði í því sambandi. Þegar ráðstefnugögnin , sem prentuð voru út af Netinu, séu skoðuð , sé ljóst a ð umrædd ráðstefna sem stefnandi sóttist eftir sé ekki hefðbundið rannsóknar - eða vísindaþing, heldur sé um að ræða svokallað Review eða course (upprifjun - yfirlit eða námskeið) sem hafi sérstaklega verið ætlað sérfræðingum í svæfingum, þeim sem starfa vi ð svæfingar, séu t.d. að undirbúa sig fyrir sérfræðipróf, sem og þ eim sem séu að undirbúa sig fyrir próf til að viðhalda réttindum sínum. Því verð i ekki með nokkru móti haldið fram að umrætt námskeið geti flokkast sem ráðstefna sem tengist rannsóknar - eða vísindaverkefni sem stefnandi hafi verið að vinna að og sé því mótmælt. Stefndi mótmælir því að hann hafi gerst brotlegur við ákvæði 8.5.1 í kjarasamningi aðila . Hann mótmælir því einnig að stefnandi fullnægi skilyrðum ákvæðis 8.5.1 í kjarasamningi aðil a fyrir rétti til 7 daga námsferðar. Þá byggir stefndi e innig á því að ákvörðun sú sem tekin var hafi verið lögmæt í alla staði og sé öðru mótmælt sem röngu og ósönnuðu. Stefndi bendir á að í umsókn inni sé tilgreind sem ástæða fyrir umsókn að stefnandi s tefni á sérnám í svæfingu og gjörgæslu og að tilgreint námskeið væri góður undirbúningur fyrir það nám. Það sé mat stefnda að sú ástæða sem þar sé gefin sé ekki í samræmi við ákvæði kjarasamnings sem um sé deilt í þessu máli en í ákvæði 8.5.1 í kjarasamni - eða vísindaverkefnum sem hann vinnur að og tengist ennfremur starfssviði og sé byggt að umsókn stefnanda fullnægi ekki þeim kröfum sem gerðar séu í ákv æðinu. 10 Á því sé byggt af hálfu stefnda að stefnandi hafi ekki uppfyllt skilyrði fyrir rétti til 7 daga námsferðar sem fram koma í kjarasamningi og sé öðru mótmælt sem röngu og ósönnuðu. Það sé rangt sem fram k o m i í stefnu að yfirlæknir hafi veitt jákvæð a umsögn vegna ferðarinnar. Stefndi mótmælir öllum rökum og málsástæðum stefnanda. Stefndi vísar til laga nr. 80/1938, IV. kafla um Félagsdóm. Um málskostnaðarkröfu er vísað til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Niðurstaða Í máli þessu er deilt um túlkun á ákvæði í grein 8.5.1 í kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og St. Franciskuspítala annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar , dags. 5. mars 2006 , og sem framlengdur var með samkomulagi aðila 1. október 2008 og 7. júlí 2009 með gildi stíma til 30. nóvember 2010. Málið á því undir Félagsdóm samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna , sbr. ákvæði 3. og 4. gr. laganna. Stefnandi gerir kröfu til þess að viðurkennt verði með dómi að stefnd i hafi brotið gegn greindu ákvæði kjarasamningsins með því að hafna námsleyfisumsókn Huldu Rósu Þórarinsdóttur, læknis á svæfinga - og gjörgæsludeild LSH, frá 15. janúar 2010. Hið umdeilda kjarasamningaákvæði hljóðar svo: Kandidat/læknir án sérfræðileyfi s sem ráðinn er til 1 árs eða lengur á sömu deild, skal hafa rétt til 7 daga námsferðar fyrir hverja 12 mánuði enda sé námsferðin tengd sérstökum rannsóknar - og vísindaverkefnum sem hann vinnur að og tengist ennfremur starfssviði og verkefnum viðkomandi deildar. Leita skal umsagnar yfirlæknis viðkomandi deildar áður en leyfi til slíkrar ferðar er veitt. Eins og fram er komið sótti Hulda Rósa Þórarinsdóttir læknir um námsleyfi til að sækja námskeið an - 17. mars 2010 , með umsókn dags. 15. janúar 2010, sem árituð var sama dag af Kristni Sigvaldasyni yfirlækni. Umsókn hennar var hafnað af framkvæmdastjóra skurðlækningasviðs með vísan til nýrra verklagsreglna framkvæmdastjórn ar Landspítala frá því í nóvember 2009. Samkvæmt þeim verklagsreglum, eins og þær hafa verið útfærðar af hálfu framkvæmdastjórnar Landspítala, skal ferð hafa skýran tilgang í vísindalegu samhengi. S érstök rannsókna - og vísindaverkefni sem umsækjandi vinnur að þurfa að vera unnin í samvinnu við eða með samþykki viðkomandi yfirlæknis . Rannsóknaráætlun skal liggja fyrir og vera samþykkt af vísindasiðanefnd eða sambærilegum aðila. Hefur Lilja Stefánsdóttir framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs staðfest fyrir dómi að umsókninni hafi verið 11 hafnað á þeim grundvelli að umsækjandi hafi ekki uppfyllt skilyrði kjarasamnings um vísindalegar rannsóknir. Í umsókn Huldu Rósu Þórarinsdóttur kemur fram að hún stefni á sérnám í svæfingu og gjörgæslu og námskeiðið væri góður un dirbúningur fyrir það nám. Ekkert er minnst á þær tvær rannsókn ir sem umsækjandi hafði unnið að á svæfingardeildinni um árangur af gjöf fibrinogens og um árangur LSH í fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasegum og lungnablóðreki. Ekki liggur fyrir að Kristinn Sigvaldason yfirlæknir, sem áritaði umsókn Huldu Rósu, hafi með því lagt faglegt mat á umsóknina, þar sem umsögn hans skortir. Hins vegar hefur Sigurbergur Kárason, yfirlæknir svæfinga - og gjörgæsludeildar Landspítalans, skýrt frá því fyrir dómi að hann h afi fyrir sitt leyti samþykkt að hún væri fjarverandi frá deildinni á þessum tíma en honum hafi verið ókunnugt um þær rannsóknir, sem umsækjandi stundaði. Kristján Erlendsson, læknir, framkvæmdastjóri vísinda, mennta - og gæðasviðs Landspítalans, skýrði frá því fyrir dómi að hann hefði verið sammála framkvæmdastjóra skurðlækni nga sviðs um að hafna umsókninni. Um hafi verið að ræða námskeið frekar en vísinda - eða rannsóknarþing og tengdist það ekki vísindastarfi umsækjanda. Lilja Stefánsdóttir framkvæmdas tjóri skurðlækningasviðs skýrði frá því fyrir dómi að nýjar verklagsreglur vegna námsferða væri hluti af hagræðingaraðgerðum spítalans sem tækju stífari mið af ákvæðum kjarasamnings, en verið h e fði. Endanleg ákvörðun um námsferðir lækna væri í höndum framk væmdastjóra viðkomandi sviðs, en yfirlæknar væru umsagnaraðilar þar um. Í greindu kjarasamningsákvæði kemur fram það skilyrði að námsferð sé tengd sérstökum rannsóknar - og vísindaverkefnum sem umsækjandi vinnur að . Í þeirri umsókn sem hér um ræðir er ran nsóknarverkefna í engu getið, enda liggur ekki fyrir að þær rannsóknir sem umsækjandi hafði unnið að tengd i st sérstaklega því námskeiði sem sótt var um. F ramkvæmdastjóri skurðlækningasviðs Landspítala, sem hafnaði umsókn Huldu Rósu Þórarinsdóttur, kvaðst á ður hafa ráðfært sig við Sigurberg Kárason yfirlækni, Kristján Erlendsson, lækni og framkvæmdastjóra vísinda, mennta - og gæðasviðs Landspítalans, og Gísla H. Sigurðsson , prófessor í svæfingalækningum. Verður því ekki annað séð en lagt hafi verið faglegt ma t á umsóknina áður en henni var hafnað endanlega . Þegar framangreint er virt í ljósi skilyrðis hins umdeilda kjarasamningsákvæðis um rannsóknar - og vísindaverkefni verður ekki fallist á að stefndi hafi brotið gegn greindu ákvæði kjarasamningsins með því a ð hafna námsleyfisumsókn Huldu Rósu Þórarinsdóttur. 12 Samkvæmt framansögðu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu, en rétt þykir að málskostnaður falli niður. D Ó M S O R Ð : Stefndi, íslenska ríkið f.h. Landspítalans, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Læknafélags Íslands, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Eggert Óskarsson Gyl f i Knudsen Kristjana Jónsdóttir Kristján Torfason Ástráður Haraldsson