FÉLAGSDÓMUR Úrskurður þriðjudaginn 9. maí 2023. Mál nr. 3/2023: Verkfræðingafélag Íslands vegna A (Elías Karl Guðmundsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Isavia ohf. (Maj - Britt Hjördís Briem lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 2. maí sl. Málið úrskurða Ásgerður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Ástráður Haraldsson, Karl Ó. Karlsson og Ólafur Eiríksson. Stefnandi er Verkfræðingafélag Íslands, Engjateigi 9 í Reykjavík, vegna A . Stefndi er Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar, bæði skráð að Borgartúni 35 í Reykjavík, vegna Isavia ohf., Dalshrauni 3 í Hafnarfirði. Dómkröfur aðila 1 Stefnandi krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að um ávinnslu orlofsréttinda hans í starfi hjá Isavia ohf. fari eftir grein 4.1.1 í kjarasamningi sem Verkfræðingafélag Íslands hefur gert við fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins, með síðari breytingum. Þá var k rafist málskostnaðar úr hendi stefnda. 2 Stefndi kr afðist þess að málinu y rði vísað frá Félagsdómi og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Hann nýtti sér heimild til að skila greinargerð þar sem einungis er krafist frávísunar, sbr. 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 3 Í þinghaldi 2. maí sl. var ætlunin að fram færi munnlegur málflutningur um frávísunarkröfu stefnda. Við upphaf þinghaldsins krafðist s tefnandi þess að málið yrði fellt niður með vísan til c - liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi tók fram að hann gerði kröfu um málskostnað úr hendi stefnanda. Stefnandi mótmælti þeirri kröfu. 4 Málið var tekið til úrskurðar um ákvörðun málskostnaðar og niðurfellingu þess, sbr. 2. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991, eftir að lögmenn höfðu gert grein fyrir sjónarmiðum aðila . 2 Niðurstaða 5 Mál þetta, sem var þingfest 28. febrúar 2023, varðar kröfu stefnanda um viðurkenningu á því að tiltekið ákvæði í kjarasamningi Verkfræðingafélags Íslands og íslenska ríkisins eigi við um ávinnslu orlofsréttinda A í starfi hjá Isavia ohf. Krafan er reist á ráðningarsamningi hans og er ágreiningur á milli aðila um hvernig skýra ber ákvæði ráðningarsamningsins. 6 Stefndi skilaði greinargerð 21. mars 2023 og krafðist þess að málinu yrði vísað frá Félagsdómi. Sú krafa va r einkum reist á því að sakarefnið félli ekki undir dómsvald Félagsdóms, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 , og að viðurkenningarkrafa stefnanda væri ekki nægilega skýr, sbr. áskilnað d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. 7 Fallist verður á kröfu stefnanda um að mál þetta verði fellt niður, sbr. c - lið 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Það leiðir af 2. mgr. 130. gr. laganna að stefnanda ber að greiða stefnda málskostnað sé mál fellt niður af annarri ástæðu en þeirri að stefndi efni þá skyldu sem hann sé krafinn um í máli. Ekki standa rök til að víkja frá þeirri meginreglu og verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað. Að teknu tilliti til umfangs málsins og stöðu þess, þar með talið að stefndi hafði un dirbúið munnlegan málflutning, þykir málskostnaður hæfilega ákveðinn með þeim hætti sem greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Mál þetta er fellt niður. Stefnandi, Verkfræðingafélag Íslands vegna A , greiði stefnda, Samtökum atvinnulífsins, fyrir hönd Samt aka fyrirtækja í ferðaþjónustu, vegna Isavia ohf., 300.000 krónur í málskostnað. Ásgerður Ragnarsdóttir Ásmundur Helgason Ástráður Haraldsson Karl Ó. Karlsson Ólafur Eiríksson