FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 29. nóvember 20 2 2 . Mál nr. 26/2021: Blaðamannafélag Íslands vegna A og B ( Karl Ó. Karlsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins, fyrir hönd Ríkisútvarpsins ohf. (Jón Rúnar Pálsson lögmaður) og Fræðagarði til réttargæslu (Júlíana Guðmundsdóttir lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 1 . nóvember sl. Málið dæma Kjartan Bjarni Björgvinsson, Ásmundur Helgason, Guðmundur B. Ólafsson, Guðni Á. Haraldsson og Ólafur Eiríksson. Stefnandi er Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 í Reykjavík. Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík fyrir hönd Ríkisútvarpsins ohf., Efstaleiti 1 í Reykjavík. Réttargæslustefndi er Fræðagarður, Borgartúni 6 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þes s að viðurkennt verði með dómi að hann fari með samningsaðild fyrir A frá og með júlí 2019 og B frá og með september 2019 við gerð kjarasamninga vegna starfa þeirra sem dagskrárgerðarfólks hjá Ríkisútvarpinu ohf. 2 Stefnandi krefst þess einnig að viðurkennt verði að kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, dags. 1. júní 2011, sem var endurnýjaður og framlengdur 7. febrúar 2014, 4. apríl 2014, 2. júlí 2015, 15. mars 2016 og 18. mars 2020, gildi um laun og kjör A , frá og með ágúst 201 3, en til vara frá öðru og síðara tímamarki að mati réttarins. 3 Jafnframt krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, dags. 15. mars 2016, sem endurnýjaður og framlengdur var 18. mars 2020, gildi um laun og kjör B , frá og með september 2019, en til vara frá öðru og síðara tímamarki að mati réttarins. 4 Að lokum krefst stefndi þess að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Dómkröfur stefnda 2 5 Stefndi gerir þær kröfur að verða sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar. 6 Með úrskurði Félagsdóms, dags. 26 apríl 2021, var fr á vísunarkröfu stefnda í málinu hafnað. Málavextir 7 Ríkisútvarpið var í upphafi ríkisstofnun og allir starfsmenn þess ríkisstarfsmenn. Áttu starfsmennirnir aðild að stéttarfélögum opinberra starfsmanna og tóku laun og starfskjör eftir þeim lögum og kjarasamningum sem giltu á hverjum tíma um ríkisstarfsmenn. 8 Rekstrarformi Ríkisútvarpsins var breytt með lögum nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf., og rekstur þess færður í opinbert hlutafélag en lögin tóku gildi 3. febrúar 2007. Lög nr. 122/2000, um Ríkisútvarpið , féllu hins vegar úr gildi 1. apríl 2007, s br. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 6/2007. Með þessari lagabreytingu hættu starfsmenn Ríkisútvarpsins að vera opinberir starfsmenn og kjarasamningar ríkisins fyrir hönd stofnunarinnar runnu sitt skeið. 9 Í kjölfar þessarar breytingar gerðu öll stéttarfélög starfsm anna Ríkisútvarpsins, sem áður höfðu gert samninga við fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nýja heildarkjarasamninga við Ríkisútvarpið sem opinber t hlutafélag árið 200 8. Þessir kjarasamningar giltu frá 1. júní eða 1. júlí 2008 og til loka árs 2010. 10 Fyrir liggur að Útgarður félag háskólamanna (í félagi við Stéttarfélag bókasafns - og upplýsingafræðinga (SBU) og Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga) gerðu 4. júní 2008 sérstakan kjarasamning beint við RÚV með gildistíma til 31. desember 2010. Með kjarasamningi, dags. 24. júní 2011, samdi Fræðagarður , í félagi við sömu aðila , við Ríkisútvarpið um framlengingu kjarasamningsins til 31. janúar 2014. 11 Með kjarasamningi, dags. 20. júní 2014, sömdu Fræðagarður og Stéttarfélag bókasafns - og upplýsingafræðinga á ný við Ríkisútvarpið um framlengingu kjarasamningsins til 28. febrúar 2015. Þá liggur fyrir í málinu kjarasamningur sömu stéttarfélaga við RÚV ohf . sem undirritaður var 29. október 2020, en þar kemur fram að kjarasamningurinn framlengist til 1. nóvember 2022 með þeim breytingum sem fel a st í nýjum kjarasamningi. 12 Í 3. gr. laga Fræðagarðs, sem ber yfirskriftina Almenn félagsaðild , kemur fram að fullgildir félagar geti þeir orðið sem lokið hafa BA - eða BS - prófi, eða ígildi þess, frá viðurkenndum háskóla. Í ákvæðinu er 13 Ágreiningslaust er að Fræðagarður hefur einnig gert alme nna kjarasamning a við stefnda Samtök atvinnulífsins , eftir atvikum í samfloti við önnur stéttarfélög , sbr. nú 3 síðast ótímabundinn kjarasamning 15 tilgreindra aðildarfélaga BHM, þ.m.t. Fræðagarðs, við stefnda, dags. 30. júní 2021. 14 Fyrir liggur að RÚV ohf. á aðild að Samtökum atvinnulífsins sem hefur um árabil gert kjarasamninga við stefnanda um þau störf sem félagið hefur haft samningsaðild fyrir. Í málinu liggur fyrir kjarasamningur aðila, dags. 1. júní 2011, sem endurnýjaður og framlengdur var 7. febrúar 2 014, 4. apríl 2014, 2. júlí 2015, 15. mars 2016 og 18. mars 2020 . Þá liggur fyrir í málinu heildarkjarasamningur aðila eins og hann er uppfærður í kjölfar undirritunar kjarasamnings 18. mars 20 20 en sá samningur er með gildistíma til 1. nóvember 2022. 15 Í kjarasamningum aðila er ekki tiltekið með afdráttarlausum hætti til hvaða starfsmanna hann taki. Í grein 3.1.1 í síðastgreindum heildarkjarasamningi segir þó að fyrir stör f við blaðamennsku samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980. Í grein 3.2 í kjarasamningnum segir einnig blaðamennskustarfa skuli gerast félagar í stefnananda , sem og handritalesarar samkvæmt sérstökum kafla í kjarasamningnum . 16 Í grein 2.1 í núgildandi lögum stefnanda er því lýst hverjir geti átt rétt til aðildar að félaginu . Kemur þar fram að félagar geta orðið allir þeir, sem hafa fjölmiðlun að aðalstarfi eða eru fastráðnir starfsmenn ritstjórna á dagblöðum, vikublöðum, sértí maritum, landshlutablöðum , vefmiðlum og fréttastofum útvarps - og sjónvarpsstöðva, svo og aðrir þeir, sem fastráðnir eru við frétta - og fjölmiðlun þar sem Í grein 2.1.1 segir síðan að þar með handritalesarar, ljósmyndarar, ritstjórar, ritstjórnarfulltrúar, fréttastjórar, dagskrárgerðarmenn fréttadeilda útvarps - og sjónvarpsstöðva eða netmiðla , hljóð - og tökumenn, tækni - og aðstoðarfólk á dagskrár - og fréttadeildum , og þeir starfsmenn fyrirtækja, félaga og stofnana sem sinna fjölmiðlunartengdum störfum 17 Ágreiningslaust er að framangreint ákvæði greinar 2.1 hefur staðið að mestu leyti óbreytt í lögum stefnanda allt frá ár inu 2001 . Af gögnum málsins verður þó ráðið að nokkrar breytingar hafi síðar verið gerðar á ákvæðinu. Ljóst er að á aðalfundi 2008 var lögð fram tillaga um að starfsmönnum vefmiðla yrði bætt í upptalningu fyrsta málsliðar greinar 2.1 . Ekki verður þó ráðið af gögnum málsins hvort tillagan hafi verið samþykkt á fundinum þótt fyrir liggi að ákvæði um starfsmenn vefmiðla sé í núgilandi lögum félagsins. Auk þess hefur og dagskrárgerðarmönnum netmiðla verið skeytt við upptalninguna í grein 2.1.1, jafnframt því se m bætt hefur verið við að starfsmenn fyrirtækja, félaga og stofnana sem sinna fjölmiðlunartengdum störfum falli undir ákvæðið. Gögn málsins bera á h inn bóginn ekki með sér hvenær síðastnefndu breytingar nar í grein 2.1.1 voru gerðar. 4 18 A hóf störf sem dagskr árgerðarmaður hjá RÚV ohf. samkvæmt skriflegum ráðningarsamningi sem dagsettur er 27. nóvember 2015. Í ráðningarsamningnum er vísað til Fræðagarðs sem stéttarfélags og tóku kjör A mið af því. Fyrir liggur að A var félagi í Fræðagarði fram til 1. júlí 2019 þegar hann gekk í stefnanda, Blaðamannafélag Íslands . G reiddi RÚV ohf. upp frá því félagsgjöld til stefnanda . 19 B hóf störf hjá RÚV ohf. 1. mars 2020 sem dagskrárgerðarmaður. Við ráðningu hennar var ákveðið að félagsgjald hennar yrði greitt til stefnanda, B laðamannafélags Íslands, en ráðningarsamningur hennar bar með sér að um kjör hennar færi eftir kjarasamningi Ríkisútvarpsins við Fræðagarð. 20 Af gögnum málsins verður ráðið að bæði A og B hafi í framhaldinu óskað eftir því við RÚV ohf. að um laun og kjör þei rra f a ri eftir kjarasamningi stefnanda, Blaðamannfélags Íslands, og stefnda, Samtaka atvinnulífsins . Byggðust þessar óskir á því að þau væru félagsmenn í stefnanda sem fari með kjarasamningsfyrirsvar um þá starfsgrein sem þau starfi við, dagskrárgerð á fjö lmiðli. 21 Af gögnum málsins verður ráðið að stefnandi hafi átt í tölvupóstsamskiptum við RÚV ohf. frá nóvember 2020 til febrúar 2021 þar sem lýst var sjónarmiðum stefnanda um að kjör dagskrárgerðarmanna á RÚV ohf. ættu að ráðast af kjarasamningi stefnanda o g Samtaka atvinnulífsins. Verður jafnframt ráðið af sömu samskiptum að RÚV ohf. féllst ekki á þessi sjónarmið og lýsti jafnframt þeirri afstöðu að starfsmaður ætti ekki rétt til kjara samkvæmt nýjum kjarasamningi þótt hann fær ð i sig úr einu stéttarfélagi í annað, þegar fyrir lægi hvaða kjarasamningur lá til grundvallar þegar ráðningarsamband stofnaðist, sbr. tölvubréf útvarpsstjóra til formanns stefnanda, dags. 15. febrúar 2021. 22 Við aðalmeðferð málsins fyrir dómi gáfu skýrslu H jálmar Jónsson, framkvæmdastjóri stefnanda, og Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV ohf. Ekki þykir þörf á að rekja skýrslur þeirra sérstaklega nema að því leyti sem tilefni gefst til í niðurstöðum dómsins. Málsástæður og lagarök stefnanda 23 Stefnandi byggir á því að RÚV ohf. h afi viðurkennt stéttarfélagsaðild A og B að stefnanda, enda fæli gagnstæð afstaða í sér brot gegn félagafrelsisákvæði 74 . gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. m annréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 sem veittu samningnum l agagildi á Íslandi, sem og ákvæði 4. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Af því leiði að starfsmenn verð i ekki þvingaðir til þess að fela stéttarfélagi, sem þeir haf i sagt sig úr eða aldrei tilheyrt og vilj i ekki vera í, umboð til þess að gera kjarasamninga fyrir þeirra hönd, án skýrrar og ótvíræðrar lagaheimildar, sbr. m.a. forsendur Félagsdóms í máli nr. 9/1999. 24 Stefnandi bendir á að sk ilagreinar og sjóð a gjöld haf i borist frá RÚV ohf. vegna A frá og með júlí 2019 og að frá sama tíma haf i engar greiðslur verið inntar af hendi til réttargæslustefnda Fræðagarðs vegna starfa hans hjá RÚ V ohf. Engar athugasemdir 5 haf i komið frá stefnda eða réttargæslustefnda vegna þessa. Þá hafi s kilagreinar og sjóðagjöld borist frá RÚV ohf. vegna B allt frá þ ví hún hóf störf hjá RÚV í september 2020 . Engar greiðslur hafi heldur verið inntar af hendi til réttargæslustefnda vegna starfa hennar hjá RÚV ohf. , enda h afi hún aldrei verið félagsmaður í því félagi. 25 Stefnandi vísar til þess að hann sé stéttarfélag sem starf i á grunni ákvæða laga nr. 80/1938. Samkvæmt gr ein 2.1 í lögum félagsins get i allir þeir orðið félagar að stefnanda sem haf i fjölmiðlun að aðalstarfi eða eru fastráðnir starfsmenn ritstjórna á dagblöðum, vikublöðum, sértímaritum, landshlutablöðum og f réttastofum útvarps - og sjónvarpsstöðva, sem og aðrir þeir sem fastráðnir séu við frétta - og fjölmiðlun á launakjörum sem félagið h afi samið um eða gefið út taxta fyrir. Þar með séu taldir blaðamenn, fréttamenn, útlitsteiknarar, prófarkarlesarar, handrital esarar, ljósmyndarar, safnverðir, ritstjórar, ritstjórnarfulltrúar, fréttastjórar, dagskrárgerðarmenn fréttadeilda útvarps - og sjónvarpsstöðva hljóð - og tökumenn, tækni og aðstoðarfólk á dagskrár - og fréttadeildum. Í samræmi við framangreint ákvæði hafi A og B öðlast aðild að stefnanda við inngöngu í félagið eins og framar greinir. 26 Stefnandi vísar enn fremur til þess að hann hafi um árabil gert almennan kjarasamning við stefnda um þau störf sem félagið h afi samningsaðild fyrir. Við upphaf starfs A hjá RÚV ohf. í ágúst 2013 hafi verið í gildi kjarasamningur frá árinu 2011. Við inngöngu A í stefnanda hafi verið í gildi kjarasamningur, dags. 15. mars 2016, en síðast gildandi samningur sé dags ettur 18. mars 2020. Við upphaf starfs B hjá RÚV ohf. og inngöngu í s tefnanda hafi verið í gildi kjarasamningur, dags. 15. mars 2016, en síðast gildandi kjarasamingur sé dags ettur 18. mars 2020. 27 Stefnandi kveðst byggja á því að RÚV ohf. sé aðili að stefnda og sé því bundið af kjarasamningi aðila , sem eitt aðildarfélaga stef nda. Ákvæði kjarasamningsins, sem sé aðalkjarasamningur, gildi í heild sinni um þau störf sem stefnandi h afi samningsaðild fyrir, þ.m.t. störf A og B sem dagskrárgerðarmanna . Auk þess kveð i samningurinn á um lágmarkskjör á hinum almenna vinnumarkaði á samn ingssvæði stefnanda í þeim starfsgreinum sem stefnandi f ari með samningsaðild fyrir og tilgreindar séu í lögum félagsins, sbr. ákvæði 1. gr. laga nr. 55/1980 og 5. og 7. gr. laga nr. 80/1938. 28 Af hálfu stefnanda er í þessu sambandi vísað til dóms Félagsdóm s í málinu nr. 7/2011, þar sem dæmt hafi verið um gildissvið kjarasamnings stefnanda og stefnda gagnvart RÚV ohf. í ágreiningsmáli er hafi varðað fréttatökumenn á RÚV ohf . Skýra ber i þannig að breyttu breytanda til starfsgreinar dagskrárgerðarmanna á fjölmiðlum , þ.m.t. hjá RÚV ohf. , sem stefnandi hafi samningsaðild fyrir. Samningurinn ber i með sér hvenær til teknum ákvæðum hans sé að öðru leyti ætlað að gilda sérstaklega um tiltekna starfsgrein, sbr. t . d. ákvæði V. kafla sem fjall i sérstaklega um handritalesara . 6 29 Ríkisútvarpið ohf. hafi verið sett á stofn með lögum nr. 6/2007 og félagið tekið yfir allan rekstur og starfsemi Ríkisútvarpsins frá 1. apríl 2007. Frá sama tíma hafi fallið úr gildi lög nr. 122/2000, um R íkisútvarpið , og ríkisstofnunin Ríkisúrvarpið lögð niður. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði II í lögum 6/2007 sé sérstaklega vísað til þess að um réttindi og skyldur starfsmanna fari samkvæmt ákvæðum laga nr. 72/2002, um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtæk jum , eftir því sem við eigi. Í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 72/2002 sé kveðið á um það að framsalshafi skuli virða áfram launakjör og starfsskilyr ði samkvæmt kjarasamningi með sömu skilyrðum og giltu fyrir framseljanda þar til kjarasamningi verði sagt upp eða hann rennur út eða þar til annar kjarasamningur öðlast gildi eða kemur til framkvæmda. 30 Um RÚV ohf. gild i nú ákvæði laga nr. 23/2013. Kjarasam ningsumhverfi RÚV hafi við breytinguna 2007 farið úr því að vera á opinberum markaði samkvæmt lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, yfir í að vera á almennum markaði samkvæmt ákvæðum laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. 31 St efnandi vísar til þess að r éttargæslustefndi, Fræðagarður, sé eins og k omi fram á heimasíðu félagsins félag sem stofnað hafi verið 18. júní 2008. Félagið hafi orðið til með sameiningu Félags íslenskra fræða kjaradeild og Útgarð s, félags háskólamanna. Útgarður hafi verið stofnaður formlega af 37 félagsmönnum 29. maí 1978 en tvö ár þar á undan hafi þessir félagsmenn verið með einstaklingsaðild að Bandalagi BHM þar sem þeir hafi ekki verið gjaldgengir í neinu öðru aði ldarfélagi BHM. 32 Stefnandi bendir á að samkvæmt eigin lögum og skipulagi innan BHM geri Fræðagarður ekki kjarasamning um einstaka starfsgreinar í skilningi 1. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, heldur geti i nnan vébanda félagsins safnast félagsmenn sem ekki séu gjaldgengir í neinu öðru aðildarfélagi BHM. 33 Stefnandi vísar til þess að samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980 skuli laun og önnur starfskjör sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semji um vera lágmarkskjör, óh áð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skuli ógildir. 34 Stefnandi telur að það leiði af framangreindu ákvæði að ef kjarasamningur aðila vinnumarkaðarins um tiltekna starfsgrein er til staðar, þá marki sá kjarasamningur lágmarkskjör hlutaðeigandi starfsgreinar. Það leiði enn fremur af dómafordæmum Félagsdóms að ef tveir jafngil dir kjarasamningar um sömu störf eru til staðar þá sé það starfsmaður en ekki atvinnurekandi sem eigi val um eftir hvorum kjarasamningnum skuli farið hvað varðar kjör starfsmannsins. 35 Eina undantekningin frá þessu komi fram í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/193 8. Í því ákvæði segi að meðlimur stéttarfélags hættir að vera bundinn af samþykktum félags síns og 7 sambands þess, þegar hann samkvæmt reglum félagsins er farinn úr því. Að sama skapi sé kveðið á um að samningar, sem meðlimur stéttarfélags hefur orðið bundi nn af, á meðan hann var félagsmaður, skuldbindi hann, meðan hann vinnur þau störf, sem samningurinn er um, þar til þeir fyrst gætu fallið úr gildi samkvæmt uppsögn. 36 Stefnandi byggir á því að það sé hugtaksatriði í 2. mgr. 3. gr. laga 80/1938 að kjarasamnin gur stéttarfélags ins sem starfsmaður hafi í hyggju að hverfa úr taki samkvæmt efni sínu til þess starfs sem starfsmaður sinni. Með öðrum orðum til þess að starfsmaður geti talist tímabundið skuldbundinn af kjarasamningi stéttarfélags sem hann vilji ekki ti lheyra, þá verði kjarasamningurinn að ná til þess starfs sem starfsmaðurinn sinni. 37 Í þessu máli hátti svo til að kjarasamningur Fræðagarðs, og forvera hans Útgarðs, taki ekki til tiltekins starfs eða starfsgreinar. A eða B geti þar af leiðandi sem dagskrá rgerðarmenn á RÚV ohf. aldrei talist vera skuldbundin af kjarasamningi Fræðagarðs eða forvera þess félags á grundvelli 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938. 38 Að framangreindu virtu telur stefnandi að A og B hafi lögvarða hagsmuni af því og réttmætar kröf u r um að viðurkennt verði að stefnandi fari með kjarasamningsfyrirsvar fyrir þau sem dagskrárgerðarm anna hjá RÚV ohf. og að viðurkennt verði að um kjör þeirra skuli fara samkvæmt kjarasamningi stefnanda og stefnda, sem þá ákvarði lágmarkskjör þeirra gagnvar t RÚV ohf. í skilningi 1. gr. laga nr. 55/1980. Málsástæður og lagarök stefnda. 39 Stefndi styður sýknukröfu sína þeim rökum að k jör A og B bygg i á gildum ráðningarsamningum sem eigi sér stoð í kjarasamning i sem þar sé tilgreindur . Stefnandi hafi ekki sýnt fr am á að réttindi samkvæmt þessum samningum séu óskuldbindandi , þar á meðal að réttindi og kjör í undirliggjandi kjarasamning i sem kjörin taki mið af, uppfylli ekki lágmarkskröfur laga nr. 80/1938 eða laga nr. 55/1980 . 40 Stefndi telur hvorki ákvæði laga né aðrar réttarreglur standa til þess að launþegi, sem r áði sig til starfa eftir tilgreindum kjörum í gagnkvæmu ráðningarsambandi, sem tak i mið af gildum og lögmætum kjarasamningi, geti síðar krafist þess upp á sitt eindæmi að áður umsamin kjör skuli taka bre ytingum á grundvelli annars kjarasamnings, hvað þá með afturvirkum hætti, líkt og kröfugerð stefnanda mið i raunar að . 41 Stefndi bendir á að RÚV ohf. h afi ekki borið brigður á að A og B geti verið félagsmenn í stefnanda , standi vilji þeirra til þess og félags gjöld þeirra séu greidd þangað. Það haggi aftur á móti ekki gildandi skuldbindingum samkvæmt lögmætum ráðningarsamningum sem byggjast á gildum kjarasamningi Fræðagarðs, hvað þá með afturvirkum hætti . 42 Þá beri g ögn málsins ekki með sér að við gerð kjarasamning a stefndanda og Samtaka atvinnulífsins hafi verið litið svo á að störf dagskrárgerðarmanna af þeim toga sem um tefli r í málinu skyldu falla þar undir. Eigi það bæði við fyrri sem og gildandi 8 samning a . Stefnandi geti ekki tekið einhliða ákvörðun um að gildissvið kjarasamninga hans nái til starfa dagskrárgerðarmanna á grundvelli síðar til kominna breytinga félagslögum stefnanda . Jafnvel þótt stefnandi færi með samningsaðild fyrir A og B frá nánar tilgreindum tímamörkum, hagg i það í engu því að þau ráðningar - og launakjör sem þegar hefur verið samið um eru bæði lögmæt og skuldbindandi . 43 Stefndi telur ó umdeilt að starfsmennirnir hafi ráðið sig til starfa sem dagskrárgerðarmenn samkvæmt ráðningarsamningum á grundvelli heildarkjarasamnings Fræðagarðs og RÚV ohf. sem h afi gilt um áratugaskeið fyrir háskólamenntaða dagskrárgerðarmenn hjá Ríkisútvarpinu og gildi enn. Það fel ist enn fremur í stjórnunarrétti RÚV ohf. sem vinnuveitanda, að sjálfsögðu innan marka laga og þess sem samið sé um hverju sinni, að ákveða skipulag vinnu og starfa, þ.m.t. eftir hvaða kjarasamningi sé unnið á vinnustað eða við einstaka dagskrárgerð, sbr. dóma Félagsdóm s í mál um nr. 6/2017 og nr. 17/1997. 44 Þótt RÚV ohf. h afi á sama tíma virt í hvívetna rétt A og B t il að greiða félagsgjöld til þess stéttarfélags sem þau hafi óskað , sbr. 4. gr. laga nr. 80/1938 , hagg i það á hinn bóginn ekki ráðningarsambandi sem þegar hefur verið stofnað til og er í samræmi við lög . Starfsmenn stjórn i því ekki eftir hvaða kjarasamning i þeir tak i starfskjör með því einu að ganga í annað stéttarfélag, án samkomulags við atvinnurekanda um breytt ráðningarkjör á þeim grunni. 45 Þegar fleiri en einn samningur getur tekið til ákveðins starfs þá sé aðilum að sjálfsögðu frjálst að semja um eftir hvaða samningi kjör skuli ráðast, enda uppfylli kjörin skilyrði þess að teljast lágmarkskjör . Stefndi telur engan rökstudd an ágreining vera um í málinu að RÚV ohf. hafi veitt umræddum starfsmönnum lágmarkskjö r eins og sakarefninu er markaður farvegur í þessu máli. 46 Í samræmi við framangreint bendir stefndi á ákvæði 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938, þar sem segi skýrum orðum að meðlimur stéttarfélags hætti að vera bundinn af samþykktum félags síns og sambands þess, þegar hann samkvæmt reglum félagsins sé farinn úr því . Í sama ákvæði komi fram að samningar sem hann hefur orðið bundinn af á meðan hann hafi ver ið félagsmaður séu skuldbindandi fyrir hann, meðan hann vinn i þau störf, sem samningurinn sé um, þar til þeir fyrst gætu fallið úr gildi samkvæmt uppsögn. 47 Hvað sem þessu líður telur stefndi að störf þeirra A og B falli ekki innan kjarasamnings stefnanda og Samtaka atvinnulífsins , sem leiði þá jafnframt sjálfstætt til sýknu. Samningurinn gildi aðeins um frétta - og blaðamenn sem afl i frétta á vettvangi og undir faglegri stjórn fréttastofu eða ritstjórnar blaðs. 48 Stefndi byggir á að aldrei hafi verið samið um þ að í kjarasamningi stefnanda og Samtaka atvinnulífsins að allir fastráðnir dagskrárgerðarmenn fjölmiðla féllu undir gildissvið hans . Stefnandi h afi aldrei tilkynnt stefnda að hann fari með kjarasamningsfyrirsvar fyrir dagskrárgerðarmenn, hvorki almennt né þá A og B . 9 Bendir stefndi á að kjarasamningur inn sem stefnandi vísi til hafi í fyrstu aðeins tekið til dagblaða og í kjarasamningnum komi í dag aðeins fram fjögur starfsheiti; blaðamaður, ljósmyndari, handritalesari/prófarkalesari. 49 Þegar Ríkisútvarpið hóf starfsemi, dagskrárgerð og útsendingar, árið 1930, hafi enginn starfsmaður þess verið í stefnanda heldur hafi þeir verið ríkisstarfsmenn. Starfsmenn fréttastofu, útvarps og sjónvarps, hafi síðar stofnað sérstakt stéttarfélag, Félag fréttamanna, sem geri e nn kjarasamninga við Ríkisútvarpið. Dagskrárgerðarfólk Ríkisútvarpsins hafi á hinn bóginn verið í Starfsmannafélagi Ríkisútvarpsins, og í dag í Sameyki, ef það býr ekki yfir háskólamenntun, en Fræðagarði, ef það er háskólamenntað. Þessi tvö stéttarfélög ha f i , hvort um sig, sérstakan kjarasamning við Ríkisútvarpið. 50 - og sjónvarpsstöðvar hafi hafið starfsemi sína árið 1986 hafi dagskrárgerðarfólk þessara stöðva flest allt verið ráðið á grundvelli kjarasamnings Verslu nar mannafélags Reyk javíkur , þótt margir hafi verið verktakar. Árið 2000 hafi Íslenska útvarpsfélagið og tengd félög gert kjarasamning við stefnanda , en það félag hafi þá ekki átt aðild að Vinnuveit e ndasambandi Íslands, nú stefna n da . K jarasamningur stefnanda við Íslenska útvarpsfélagið og fleiri félög hafi eingöngu fjallað um starfsmenn fréttastofu, fréttamenn, en ekki dagskrárgerðarfólk. 51 Stefndi bendir jafnframt á að árið 2014 hafi átt sér stað viðræður milli aðila um gildissvið kjarasamningsins en afstaða stefnda, Samtak a atvinnulífsins , hafi legið fyrir við endurnýjun síðustu kjarasamninga. Dagskrárgerðar menn sem ekki starf i á fréttastofum eða ritstjórnum blaða h afi aldrei, eftir því sem stefndi best veit , fallið undir kjarasamning aðila og slíkt hafi raunar aldrei staði ð til . Stefnandi hafi auk þess aldrei haldið því fram að dagskrárgerðarmenn sem ekki starf i á fréttastofum falli undir kjarasamninginn fyrr en eftir að hann breytt i félagslögum sínum. 52 Stefndi kveður s tefnanda ekki eiga að dyljast að stefnd i , RÚV ohf. og að rir fjölmiðlar innan samtakanna haf i , og hefðu, aldrei viðurkennt að kjarasamningur stefnanda við stefnd a hefði svo víðtækt gildissvið. Þess þá heldur að stefnandi gæti með einhliða breytingum á félagslögum sínum breytt gildissviði kjarasamnings aðila . 53 Stefndi bendir á að aðild að stefna n da hafi verið samkvæmt lögum stéttarfélagsins árin 1988, 1992 og 1997, gr. 2.1, verið bundin við blaðamennsku að aðalstarfi eða fastráðn [a] starfsmenn ritstjórna á dagblöðum, vikublöðum, sértímaritum, landshlutablöðum o g fréttastofum útvarps - og sjónvarpsstöðva Þar með hafi verið taldir blaðamenn, fréttamenn, útlitsteiknarar, prófarkalesarar, handritalesarar, ljósmyndarar, safnverðir, ritstjórar, ritstjórnarfulltrúar, fréttastjórar, dagskrárgerðarmenn fréttadeilda útv arps - og sjónvarpsstöðva og kvikmyndatökumenn sem hafa fréttamyndatöku að aðalstarfi. Í grein 2.2 í fyrrnefndum eldri félagslögum stefnanda hafi auk þess sérstaklega verið tekið fram 10 að: ,, Félagar á ríkisfjölmiðlum hafa aðeins atkvæðisrétt um launamál þeg ar þegar BÍ [Blaðamannafélag Íslands] semur um laun þeirra. 54 Í núgildandi félagslögum stefnanda h afi inngönguskilyrðum þessum á hinn bóginn verið breytt og hugtakið fjölmiðlun að aðalstarfi komið inn. Fyrirvari vegna sé ekki lengur inn í lögunum og hugtakið starfsmenn fyrirtækja, félaga og stofnana sem gegna fjölmiðlunartengdum störfum sé komið inn í gr. 2.1.1. 55 Af öllu framanröktu telur stefndi hvergi nærri ráðið að gildandi kjarasamningur aðila taki til dagskrárgerðarfó lks. Einu gildi í því sambandi þótt stefnandi hafi á grundvelli eigin félagslaga ákveðið að rýmka inngönguheimildir í félagið , hvað þá eftir að kjarasamningurinn hafi verið gerður sem kunni meira að segja að hafa verið raunin. Niðurstaða 56 Kr öfur stefnanda í þessu máli eru þrenns konar . Fyrsta krafa stefnand a er að viðurkennt verði að hann fari með samningsaðild fyrir A frá og með júlí 2019 og B frá og með september 2019 við gerð kjarasamninga vegna starfa þeirra sem dagskrárgerðarfólks hjá Ríkisútvarpinu oh f. Með annarri og þriðju dómkröfu sinni krefst stefnandi þess að tilteknir kjarasamningar hans og stefnda gildi um laun A og B frá þeim tíma sem greinir í stefnu. Ágreiningurinn í málinu lýtur samkvæmt framansögðu að skilningi á kjarasamningi og fellur málið því undir lögsögu Félagsdóms samkvæmt 2. tölulið 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur . 57 Að því er varðar fyrstu viðurkenningar kröfu stefnanda þá er ekki fyllilega ljóst af orðalagi kröfunnar frá og með hvaða tíma hún tekur enda er þar vísað til tilgreindra mánaða í heild. Þegar litið er til málatilbúnaðar stefnanda og gagna málsins þykir verða að skýra kröfugerð hans að þessu leyti þannig að mi ðað sé við 1. júlí 2019 fyrir A og 1. september 2019 fyrir B , enda er ekki deilt um að A gekk fyrrnefnda daginn í stefnanda en B hóf síðarnefnda daginn störf fyrir RÚV ohf. Verður þessi krafa stefnanda þannig ekki talin það óákveðin eða óljós að henni beri að vísa frá af sjálfsdáðum, sbr. d - lið 1.mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. 58 Í máli þessu er enginn ágreiningur um rétt A og B til aðildar að stefnanda í þessu máli , Blaðamannafélagi Íslands . Aðila greinir hins vegar á um það hvort stefn andi geti farið með samningsfyrirsvar vegna starfa þeirra sem dagskrárgerðarfólks hjá RÚV ohf. í ljósi þess að RÚV ohf. hafi gert kjarasamning við annað stéttarfélag en stefnanda sem það telur umrædda starfsmenn eiga að taka laun eftir . 59 Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 er stéttarfél a g lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna, enda hafi félagið í samþykktum sínum ákveðið að láta starfsemi sína taka til slíkra málefna. 60 Kjarasamningurinn sem stefndi vísar til er kjarasamningur Ríkisútv arp sins við Fræðagarð og SBU , sem undirritaður var 29. október 2015 með gildistíma til 31. 11 desember 2018 , en hann var síðan framlengdur með samkomulagi undirrituðu 29. október 2020 til 1. nóvember 2022 . Sem fyrr segir byggir stefndi á því að samningurinn e igi við um kjör A og B sem dagskrárgerðarfólks. 61 Málatilbúnaður stefnanda byggist aftur á móti á því að kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, dags. 1. júní 2011, sem var endurnýjaður og framlengdur 7. febrúar 2014, 4. apríl 201 4, 2. júlí 2015, 15. mars 2016 og 18. mars 2020 , hafi gilt um laun og kjör A frá og með ágúst 2013 . Þá telur hann að síðastnefndu tveir samningarnir hafi gilt um laun og kjör B frá og með september 2019 . 62 Af hálfu Fræðagarðs, sem stefnt er til réttargæslu í þessu máli, hafa engin mótmæli komið fram við að stefnandi eigi samningsfyrirsvar fyrir þau A eða B eða því haldið fram að starf dagskrárgerðarmanns sé á samningssviði félagsins. Fyrir liggur að samningur RÚV ohf. og Fræðagarðs tekur almennt til starfa sem krefjast háskólamenntunar án frekari tilgreiningar . Ekki er fjallað sérstaklega um dagskrárgerðarfólk í samningnnum og verður því ekki séð að starfið 63 Í ljósi þessa og þegar haft er í huga að dagskrárge rðarfólk í þjónustu RÚV ohf. er samkvæmt fyrirliggjandi gögnum í ólíkum stéttarfélögum á borð við stefnanda, Fræðagarð, Félag fréttamanna og Sameyki er ekki unnt að fallast með stefnda að starf dagskrárgerðarmanns sé á samningssviði Fræðagarðs. 64 Í máli þes su liggur fyrir að A gekk í stefnanda Blaðamannafélag Íslands og hætti aðild að Fræðagarði 1. júlí 2019 og að RÚV ohf. greiddi frá þeim tíma félagsgjöld til stefnanda. Þá liggur jafnframt fyrir að B hefur frá þeim tíma sem hún hóf störf hjá RÚV ohf. 1. sep tember 2019 átt aðild að stefnanda en af gögnum málsins verður ráðið að RÚV ohf. hafi greitt félagsgjald hennar til stefnanda frá og með þeim degi . Í skriflegum ráðningarsamningi hennar við RÚV ohf., dags. 1. mars 2020 , er síðan sérstaklega tekið fram að f élagsgjaldi sé skilað til stefnanda þrátt fyrir að um laun og önnur kjör fari eftir kjarasamningi RÚV við Fræðagarð. 65 Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938 hættir meðlimur stéttarfélags að vera bundinn af samþykktum félags síns og sambands þess þegar ha nn er farinn úr því samkvæmt reglum félagsins . Þeir s amningar sem hann hefur orðið bundinn af á meðan hann var félagsmaður eru aftur á móti áfram skuldbindandi fyrir hann meðan hann vinnur þau störf sem samningurinn er um, þar til þeir gætu fyrst fallið úr gildi fyrir uppsögn . 66 Að þessu virtu verður að taka til greina fyrsta lið í dómkröfum stefnanda, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938, enda er megininntak réttar manna til aðildar að stéttarfélögum samningsfyrirsvar félaganna við kjarasamningsgerð , sjá hér til hliðsjónar, dóm a Félagsdóms í málum nr. 9/1999 og 2/2004. Verður þá jafnframt að horfa til þess 12 ágreiningslaust er að bæði A og B voru aðilar að stefnanda frá þeim tíma sem fyrsti liður dómkröfun nar miðast við , eins og dómurinn hefur skýrt kröfugerð s tefnanda . 67 Ágreiningur aðila í málinu lýtur að öðru leyti að því hvort kjarasamningar stefnanda við stefnda vegna RÚV ohf. taki til starfa A og B sem dagskrárgerðarfólks hjá RÚV og mæli fyrir um lágmarkskjör í þeirri starfsgrein . Byggir stefnandi á því að kjarasamning urinn, sem sé aðalkjarasamningur, gildi samkvæmt efni sínu í heild sinni um þau störf sem stefnandi hafi samningsaðild fyrir, þ.m.t. störf A og B sem dagskrárgerðarmanna . 68 Stefnandi telur að skýra aðalkjarasamningnum nái þannig að breyttu breytanda til starfsgreinar dagskrárgerðarmanna á fjölmiðlum, þ.m.t. hjá RÚV ohf., sem stefnandi hafi samningsaðild fyrir. Við flutning málsins fyrir dómi vísaði stefnandi til þess að A og B vinni sem dagskrárgerðarmenn í reynd sömu störf og blaðamenn í skilningi kjarasamnings aðila, enda fáist þau bæði við blaðamennsku með sama hætti og blaðamenn sem fjalla um sömu efni og þau á ritmiðlum . Kjara samningurinn kveði auk þess á um lágmarkskjör á hinum almenna vinnumarkaði á samningssvæði stefnanda í þeim starfsgreinum sem stefnandi fari með samningsaðild fyrir og tilgreindar séu í lögum félagsins, sbr. ákvæði 1. gr. laga nr. 55/1980 og 5. og 7. gr. laga nr. 80/1 938. 69 Stefnandi vísar í þessu sambandi til dóms Félagsdóms í málinu nr. 7/2011, þar sem dæmt hafi verið um gildissvið kjarasamnings stefnanda og stefnda gagnvart RÚV í ágreiningsmáli er hafi varðað fréttatökumenn á RÚV. Skýra beri kjarasamninginn á þann ve breytanda til starfsgreinar dagsskrárgerðarmanna á fjölmiðlum þ.m.t. hjá RÚV, sem stefnandi hafi samningsaðild fyrir. Samningurinn beri með sér hvenær tilteknum ákvæðum hans sé að öðru leyti ætlað að gilda sérstaklega um tiltekna starfsgrein, sbr. t.d. ákvæði V. kafla sem fjalli sérstaklega um handritalesara. 70 Stefndi telur hins vegar hvergi ráðið af gildandi kjarasamningi aðila að hann taki til annarra dagskrárgerðar manna en þeirra sem starfa á fréttadeild um útvarps - og sjónvarpsstöðva . Auk þess verði dagskrárgerðarmenn ekki felldi r undir kjarasamning aðila af þeirri ástæðu einni að stefnandi ákveði að rýmka inngönguheimildir í félagið á grundvelli eigin félagslaga, hvað þá eftir að kjar asamningurinn hafi verið gerður sem kunni meira að segja að hafa verið raunin. 71 Ljóst er að í þeim kjarasamningum sem fyrir liggja í málinu og aðilar málsins hafa vísað til er ekki fjallað sérstaklega um gildissvið samninganna . Á það bæði við um samninga Fræðagarðs við RÚV ohf. sem og samninga stefnanda við Samtök atvinnulífsins. Í síðastnefnda samningnum segir þó í grein 3.1 að vísa skuli til kjarasamnings stefnanda í ráðningarsamningi , en hann tryggi lágmarkskjör ,, fyrir störf við blaðamennsku samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980. 13 72 Í núgildandi kjara samning i aðila sem og fyrri kjarasamningum er starfið t sérstaklega þótt þar sé jafnan einungis rætt um launamenn eða star fsmenn í skilningi samningsins . Af greinum 2.1.1 og 2.6.1 má þó ráða að ljósmyndarar og íþrótta frétta menn teljist til blaðamanna, auk þess sem í 12. kafla kjarasamningsins er í senn rætt um blaða - og fréttamenn , sem gefur til kynna að þessi störf séu að ák veðnu leyti lögð að jöfnu . Einnig má ráða af grein 2.13.3 í kjarasamningnum blaðamennsku. Þá er starfsvettvangi þeirra sem falla undir samninginn ýmist lýst sem blaði, ritstjórn eða fréttastofu, sbr. grein ar 1.7, 2.10, 2.11, 4. 3, 5.1, 11.1, 11.3, 11.4 , 12.1 og 12.6 , en einnig sem fjölmiðli, sbr. grein 1.4. 73 Þegar litið er til þess að ekki verður ráðið með afgerandi hætti af orðalagi ákvæði kjarasamnings aðila hvort störf dagskrárgerðarmanna á borð við þau sem A og B hafa komist við túlkun kjarasamningsins að líta jafnframt til þess hvernig aðild að stefnanda er afmörkuð samkvæmt lögum stefnanda , eins og þau voru úr garði gerð þegar sa mningar aðila voru undirritaðir , enda verður gildissvið kjarasamnings ekki rýmkað eftir undirritun hans með einhliða breytingum á lögum stéttarfélags án samþykkis gagnaðila samningsins . Þá verður jafn f ramt að líta til þess hvernig aðild að Fræðagarði var h áttað samkvæmt lögum þess félags þegar kjarasamning a r þess og RÚV voru gerðir. 74 Eins og rakið er í atvikalýsingu málsins hér að framan kemur fram í 3. gr. laga Fræðagarðs að fullgildir félagar geti þeir orðið sem lokið hafa BA - eða BS - prófi, eða ígildi þes s, frá viðurkenndum háskóla. Í ákvæðinu er jafnframt tiltekið að félagsaðild Í ljósi þessa orðalags 3. gr. félagslaga Fræðagarðs , sem og kjarasamnings Fræðagarðs við RÚV ohf., verður ekki litið svo á að kjarasamningur Fræðagarðs mæli með almennum hætti fyrir um starfskjör dagskrárgerðarmanna sem starfsgreinar og að dagskrárgerðarmenn falli af þeim sökum utan kjarasamnings stefnanda . 75 Stefnandi hefur í meginatriðum stutt a ðra og þriðj u dómkröfu sí na þeim rökum að A og B teljist blaðamenn þar sem þau falli undir grein 2.1 og 2.1.1 í núgildandi lögum félagsins, enda sé gert ráð fyrir því í fyrsta málslið ákvæðisins að allir sem hafi fjölmiðlun að aðalstarfi geti fallið þar undir. Byggir stefnandi á því að A og B teljist Hefur stefnandi jafnframt vísað til dóms Félagsdóms í máli nr. 7/2011 sem fordæm is í málinu að þessu leyti . 76 Af gögnum málsins verður ráðið að árið 2008 hafi verið lögð sú tillaga fyrir aðalfund stefnanda að samkvæmt grein 2.1 í lögum stefnanda gætu allir þeir orðið félagar , sem hefðu fjölmiðlun að aðalstarfi eða [ væru ] fastráðnir st arfsmenn ritstjórna á dagblöðum, vikublöðum, sértímaritum, landshlutablöðum , vefmiðlum og fréttastofum útvarps - og sjónvarpsstöðva, svo og aðrir þeir, sem fastráðnir væru við 14 frétta - og fjölmiðlun á launakjörum sem félagið hefur samið um eða gefið út taxta fyrir . Þar með væru taldir blaðamenn, fréttamenn, útlitsteiknarar, prófarkalesarar, handritalesarar, ljósmyndarar, safnverðir, ritstjórar, ritstjórnarfulltrúar, dagskrárgerðarmenn fréttadeilda útvarps - og sjónvarpsstöðva, hljóð - og tökumenn, tækni og að stoðarfólk á dagskrár - 77 Eins og rakið er í atvikalýsingu hér að framan hefur dagsk r árgerðarmönnum netmiðla síðar verið skeytt við upptalninguna í grein 2.1.1, jafnframt því sem bætt hefur verið við að starfsmenn fyrirtækja, félaga og stofnana sem sinna fjölmiðlunartengdum hins vegar ekki með sér hvenær síðastnefndu breytingarnar í lið 2.1.1 voru gerðar. Þar sem telja verður að það standi stefnanda nær að a ð leggja fram gögn sem sýna fram á hvenær skilyrðum til aðildar að félaginu var breytt verður stefnandi að bera halla af skorti á sönnun um þetta tiltekna atrið i , einkum í ljósi þeirra varna stefnda að breytingar á lögum stefnanda sem hafi komið til eftir að kjarasamningur aðila var gerður geti ekki bundið RÚV ohf. 78 Af framangreindu leiðir að leggja verður til grundvallar að þegar kjarasamningar stefnanda við Samtök atvinnulífsins voru undirritaðir hafi grein 2.1 verið í gildi eins og hún var gerð úr garði árið 2001, en ekki liggja fyrir í málinu gögn um staðfestar breytingar á lögum stefnanda eftir það tímamark . Þegar leyst er úr því hvort kjarasamningur aðila taki til A og B verður því að horfa til þess hvort störf þeirra hafi fallið undir sömu ákvæði grei nar 2.1 , í því horfi sem ákvæðið var að þessu leyti. 79 Í því efni hefur málatilbúnaður stefnanda að verulegu leyti byggst á því að að A og B eigi að falla undir gildissvið greinar 2.1 á þeim grundvelli að allir sem hafa fjölmiðlun að aðalstarfi geti falli skilningi 2. málsliðar ákvæðisins, þar sem dagskrárgerðarmaður sé í reynd samheiti yfir blaðamenn. 80 Við afmörkun á því hverjir falli undir framangreint ákvæði félagslaga stefnanda er ekki unnt að horfa framhjá því að Hjálmar Jónsson, fyrirsvarsmaður stefnanda viðurkenndi í aðilaskýrslu fyrir dómi að stefnandi túlkaði ákvæðið í reynd ekki svo rúmt að allir sem störfuðu við fjölmiðlun að aðalstarfi féllu undir grein 2.1 heldur sagði hann í skýrslu sinni að aðild væri takmörkuð við þá einstaklinga sem ættu höfundarrétt að efni sem til yrði í vinnu þeirra. Í ljósi 1. mgr. 50. gr. laga nr. 91/1991 verður því að leggja til grundvallar að grein 2.1 sé ekki beitt þannig í framkvæmd af hálfu stefnanda að allir starfsmenn fjölmiðla með fjölmiðlun að aðalstarfi falli undir ákvæðið. Stefnandi hefur því ráðstafað sakarefnin u að þessu leyti. 81 stefnanda sé í raun réttri sömu merkingar A og B vinna sitt starf. 82 Þegar deilt er um skýringu samningsákvæða, þar á meðal ák væða sem aðilar vinnumarkaðarins semja um við gerð kjarasamninga, liggur beinast við að skýra 15 ákvæðin samkvæmt orðanna hljóðan , sbr. dóm Hæstaréttar frá 16. mars 2017 í máli nr. 444/2016. Að mati dómsins verður að leggja sams konar sjónarmið til grundvalla r við skýringu ákvæða í lögum og samþykktum stéttarfélags, þegar gildissvið kjarasamninga og þar með lágmarkskjör tiltekinna starfsgreina, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980, ráðast af efni slíkra ákvæða. Í því sambandi verður að líta til þess að starfsmenn sem og atvinnurekendur hafa verulega hagsmuni af því að ekki ríki óvissa um gildissvið kjarasamnings að þessu leyti. Þess utan gefa önnur gögn sem fyrir liggja í málinu litla sem enga vísbendingu um fyrirætlanir samningsaðila í þessu skyni sem varpað geta ljós i á túlkun . 83 Dómurinn telur ljóst að þegar litið er til orðalags greinar 2.1 í lögum stefnanda standi ekki rök til þess Þannig eru störfin í fyrsta lagi sérstaklega aðgr eind í upptalningunni í öðrum málslið ákvæðisins sem ber eitt og sér vott um að samningsaðilar hafi gengið út frá því að ekki væri um sama starf að ræða . Í öðru lagi þá er einungis tiltekið í sömu upptalningu a útvarps - . A ðild dagskrárgerðarmanna að stefnanda er þar með afmörkuð sérstaklega við fréttadeildir útvarps - og sjónvarpsstöðva . Af þessu leiðir að ekki er unnt að draga þá ályktun af orð a lagi ákvæðisins að samningsaðilar hafi litið svo á að leggja beri þessi störf að jöfnu. 84 Enn fremur er ekki hægt að horfa fram hjá því að undir lok annars málsliðar greinar 2.1 í félagslögum stefnanda - fellt beinlínis undir grein 2.1. Þar sem ekki er með sama hætti vísað til dagskrárgerðarmanna á dagskrárdeildum í upptalningunni, ber orðalag málsliðar ins hvað þetta varðar heldur ekki með sér að ætlunin hafi verið að fella dagskrárgerðarmenn undir ákvæði ð. 85 Að því er varðar tilvísun stefnanda til dóms Félagsdóms í máli nr. 7/2011 sem fordæmis þá telur dómurinn rétt að vekja athygli á því að það mál laut að því hvort fréttatökumenn á fr éttastofu RÚV ohf. gætu átt aðild að stefnanda, en í félagslögum stefna hljóð - og tökumenn að félaginu, án þess að aðild þeirra væri takmörkuð við einstök svið á borð við fréttadeildir sjónvarps - og útvarpsstöðva, líkt og raunin er með dagskrárgerðarmenn. Í fyrri lög um stefnanda hafði auk þess sérstaklega verið tilgreint að kvikmyndatökumenn sem hefðu fréttamyndatöku að aðalstarfi ættu aðild að stefnanda. Staða A og B sem dagskrárgerðarmanna er að þessu leyti frábrugðin stöðu fréttatökumannanna í máli nr. 7/2011 og ve rður því ekki lagt til grundvallar að sá dómur hafi hafi fordæmisgildi í þessu máli. 86 Með vísan til framangreinds ber að sýkna stefnda vegna RÚV ohf. af annarri og þriðju dómkröfu stefnanda. Eftir atvikum málsins þykir rétt að málskostnaður falli niður. 16 Dómsorð: V iðurkennt er að stefnandi , Blaðamannafélag Íslands, fari með samningsaðild fyrir A frá og með 1. júlí 2019 og B frá og með 1. september 20 19 við gerð kjarasamninga vegna starfa þeirra sem dagskrárgerðarfólks hjá Ríkisútvarpinu ohf. Stefndi Samtö k atvinnulífsins vegna RÚV ohf. er sýknaður af öðrum kröfum stefnanda í málinu. Málskostnaður milli aðila fellur niður. Kjartan Bjarni Björgvinsson Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Guðmundur B. Ólafsson Ólafur Eiríksson 17 FÉLAGSDÓMUR Úrskurður þriðjudaginn 26. apríl 2022. Mál nr. 26/2021: Blaðamannafélag Íslands vegna A og B ( Karl Ó. Karlsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins, fyrir hönd Ríkisútvarpsins ohf. (Jón Rúnar Pálsson lögmaður) og Fræðagarði til réttargæslu (Júlíana Guðmundsdóttir lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 7. mars sl. að loknum munnlegum málflutningi um frávísunarkröfu stefnda. Málið úrskurða Kjartan Bjarni Björgvinsson, Ásmundur Helgason , Guðmundur B. Ólafsson, Guðni Á. Haraldsson og Ólafur Eiríksson. Stefnandi er Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 í Reykjavík. Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík fyrir hönd Ríkisútvarpsins ohf., Efstaleiti 1 í Reykjavík. Réttar gæslustefndi er Fræðagarður, Borgartúni 6 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 87 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að stefnandi fari með samningsaðild fyrir A frá og með júlí 2019 og B frá og með september 2019 við gerð kjarasamninga vegna starfa þeirra sem dagskrárgerðarfólks hjá Ríkisútvarpinu ohf. 88 Stefnandi krefst þess einnig að viðurkennt verði að kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, dags. 1. júní 2011, sem endurnýjaður og framlengdur var 7. febrúar 2014, 4. apríl 2014, 2. júlí 2015, 15. mars 2016 og 18. mars 2020, gildi um laun og kjö r A, frá og með ágúst 2013, en til vara frá öðru og síðara tímamarki að mati réttarins. 89 Jafnframt krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, dags. 15. mars 2016, sem endurnýjaður og framl engdur var 18. mars 2020, gildi um laun og kjör B, frá og með september 2019, en til vara frá öðru og síðara tímamarki að mati réttarins. Þá krefst stefndi þess að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar. 18 Dómkröfur stefnda 90 Stefndi krefst þess að öllum kröfum stefnanda verði vísað frá Félagsdómi og stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar til stefnda að mati réttarins. 91 Til vara er þess krafist að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og stefnandi verði dæmdur til greiðslu málsk ostnaðar. Málavextir 92 Ríkisútvarpið var í upphafi ríkisstofnun og allir starfsmenn þess ríkisstarfsmenn. Áttu starfsmennirnir aðild að stéttarfélögum opinberra starfsmanna og tóku laun og starfskjör eftir þeim lögum og kjarasamningum sem giltu á hverjum tí ma um ríkisstarfsmenn. 93 Rekstrarformi Ríkisútvarpsins var síðan breytt með lögum nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf., og rekstur þess færður í opinbert hlutafélag en lögin tóku gildi 3. febrúar 2007. Lög nr. 122/2000, um Ríkisútvarpið féllu hins vegar úr gil di 1. apríl 2007, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 6/2007. Með þessari lagabreytingu hættu starfsmenn Ríkisútvarpsins að vera opinberir starfsmenn og kjarasamningar ríkisins fyrir hönd stofnunarinnar runnu sitt skeið. 94 Í kjölfar þessarar breytingar á rekstarfo rmi Ríkisútvarpsins gerðu öll stéttarfélög starfsmanna Ríkisútvarpsins, sem áður höfðu gert samninga við fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nýja heildarkjarasamninga við opinbera hlutafélagið árið 2008. Þessir nýju kjarasamningar giltu frá 1. júní eða 1. júlí 2008 og til loka árs 2010. Hafa þeir síðan allir verið endurnýjaðir til 1. nóvember 2022 eða ársloka 2022. 95 A hóf störf sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu ohf. samkvæmt skriflegum ráðningarsamningi sem dagsettur er 27. nóvember 2015. Í ráðningarsamningnum er vísað til Fræðagarðs sem stéttarfélags og tóku kjör A mið af því. A hætti félagsaðild að Fræðagarði 1. júlí 2019 og greiddi upp frá því félagsgjöld til stefnanda, Blaðamannafélags Íslands. 96 B hóf störf hjá Ríkisútvarpinu ohf. 1. mars 2020 sem dagskrárgerðarmaður. Við ráðningu hennar var ákveðið að félagsgjald hennar yrði greitt til stefnanda, Blaðamannafélags Íslands, en ráðningarsamningur hennar bar með sér að um kjör hennar færi eftir kjarasamningi Ríkisútvarpsins við Fræðagarð. 97 Í málinu liggur fyrir að A og B eru bæði félagsmenn í stefnanda og hefur félagsgjöldum og öðrum sjóðagjöldum verið skilað til stefnanda. Af gögnum málsins verður ráðið að þau ha fi bæði óskað eftir því við Ríkisútvarpið að um laun og kjör þeirra fari eftir kjarasamningi stefnanda, Blaðamannfélags Íslands, og stefnda, Samtaka atvinnulífsins, enda séu þau félagsmenn í stefnanda sem fari með kjarasamningsfyrirsvar um þá starfsgrein s em þau starfi við, dagskrárgerð á fjölmiðli. 98 Ríkisútvarpið hefur hins vegar hafnað þeim óskum. Verður ráðið af gögnum málsins að það sé afstaða Ríkisútvarpsins að starfsmaður eigi ekki rétt til kjara samkvæmt nýjum 19 kjarasamningi þótt hann færi sig úr einu stéttarfélagi í annað, þegar fyrir liggur hvaða kjarasamningur lá til grundvallar þegar ráðningarsamband stofnaðist, sbr. tölvubréf útvarpsstjóra til formanns stefnanda, dags. 15. febrúar 2021. Stefnandi fellst ekki á þessa afstöðu stefnda og hefur í kjöl farið höfðað þetta mál fyrir Félagsdómi. Málsástæður og lagarök stefnanda 99 Stefnandi vísar til þess að Ríkisútvarpið ohf., hafi viðurkennt aðild A og B að stefnanda, Blaðamannafélagi Íslands. Þau verði því ekki sem starfsmenn Ríkisútvarpsins ohf. þvinguð ti l þess að fela öðru stéttarfélagi, sem þau hafa sagt sig úr eða aldrei tilheyrt og vilji ekki vera í, umboð til þess að gera kjarasamninga fyrir þeirra hönd, nema til þess standi skýr og ótvíræð lagaheimild. Gagnstæð afstaða myndi brjóta gegn ákvæðum 74 gr . stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, um félagafrelsi, sem og ákvæði 4. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. 100 Stefnandi bendir í þessu sambandi á að Ríkisútvarpinu hafi borist skilagreinar og sjó ðagjöld vegna A frá og með júlí 2019. Frá sama tíma hafi engar greiðslur verið inntar af hendi til réttargæslustefnda Fræðagarðs vegna starfa A hjá Ríkisútvarpinu. Þá hafi hvorki stefndi né réttargæslustefndi gert athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Skila greinar og sjóðagjöld vegna B hafi borist frá Ríkisútvarpinu allt frá því að hún hóf þar störf í september 2019. Engar greiðslur hafi verið inntar af hendi til réttargæslustefnda vegna starfa hennar hjá Ríkisútvarpinu, enda hafi hún aldrei verið félagsmaðu r í því félagi. 101 Stefnandi byggir á því að hann sé stéttarfélag sem starfi á grundvelli laga nr. 80/1938. Samkvæmt gr. 2.1 í lögum félagsins geti allir orðið félagar að stefnanda sem hafi fjölmiðlun að aðalstarfi eða séu fastráðnir starfsmenn ritstjórna á d agblöðum, vikublöðum, sértímaritum, landshlutablöðum og fréttastofum útvarps - og sjónvarpsstöðva. Sama gildi um aðra þá sem fastráðnir séu við frétta - og fjölmiðlun á launakjörum sem félagið hafi samið um eða gefi út taxta fyrir. Þar með séu taldir blaðame nn, fréttamenn, útlitsteiknarar, prófarkalesarar, handritalesarar, ljósmyndarar, safnverðir, ritstjórar, ritstjórnarfulltrúar, fréttastjórar, dagskrárgerðarmenn fréttadeilda útvarps - og sjónvarpsstöðva, hljóð - og tökumenn, tækni og aðstoðarfólk á dagskrár - og fréttadeildum. Í samræmi við framangreint ákvæði hafi A og B öðlast aðild að stefnanda við inngöngu í félagið. 102 Stefnandi vísar til þess að hann hafi um árabil gert almennan kjarasamning við stefnda, Samtök atvinnulífsins, um þau störf sem félagið hafi samningsaðild fyrir. Þegar A hóf störf hjá Ríkisútvarpinu í ágúst 2013 hafi verið í gildi kjarasamningur frá árinu 2011. Við inngöngu A í stefnanda hafi verið í gildi kjarasamningur, dags. 15. mars 2016. Síðasti gildi kjarasamningur sé dagsettur 18. mars 2 020. Þegar B hóf störf hjá Ríkisútvarpinu og gekk í stefnanda hafi verið í gildi kjarasamningur, dags. 15. mars 2016, en nýjasti gildandi kjarasamningur sé dagsettur 18. mars 2020. 20 103 Stefnandi byggir á því að Ríkisútvarpið sé sem eitt aðildarfélaga stefnda b undið af kjarasamningi stefnanda og stefnda. Ákvæði kjarasamningsins, sem sé aðalkjarasamningur, gildi í heild sinni um þau störf sem stefnandi hafi samningsaðild fyrir, þ.m.t. störf A og B sem dagskrárgerðarmanna. Samningurinn kveði á um lágmarkskjör á hi num almenna vinnumarkaði á samningssvæði stefnanda í þeim starfsgreinum sem stefnandi fari með samningsaðild fyrir og tilgreindar séu í lögum félagsins, sbr. ákvæði 1. gr. laga nr. 55/1980 og 5. og 7. gr. laga nr. 80/1938. 104 Af hálfu stefnanda er í þessu sa mbandi vísað til fordæmis Félagsdóms í málinu nr. 7/2011, þar sem dæmt hafi verið um gildissvið kjarasamnings stefnanda og stefnda gagnvart Ríkisútvarpinu í ágreiningsmáli er varðaði fréttatökumenn á Ríkisútvarpinu. Telur stefnandi að skýra beri kjarasamni aðalkjarasamningnum nái þannig að breyttu breytanda til starfsgreinar dagsskrárgerðarmanna á fjölmiðlum þ.m.t. hjá Ríkisútvarpinu, sem stefnandi hafi samningsaðild fyrir. Samningurinn beri með sér hvenær tilteknu m ákvæðum hans sé að öðru leyti ætlað að gilda sérstaklega um tiltekna starfsgrein, sbr. t.d. ákvæði V. kafla sem fjalli sérstaklega um handritalesara. 105 Stefnandi bendir á að Ríkisútvarpið ohf. hafi verið sett á stofn með setningu laga nr. 6/2007 og hafi f élagið þar með tekið yfir allan rekstur og starfsemi Ríkisútvarpsins sem stofnunar frá 1. apríl 2007. Frá sama tíma hafi fallið úr gildi lög nr. 122/2000, um Ríkisútvarpið og ríkisstofnunin Ríkisútvarpið hafi verið lögð niður. Við þessa lagabreytingu hafi umhverfi kjarasamninga Ríkisútvarpsins farið úr því að vera á opinberum markaði samkvæmt lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, yfir í að vera á almennum markaði samkvæmt ákvæðum laga nr. 80/1938. 106 Stefnandi vísar til þess að réttargæslu stefndi, Fræðagarður, sé eins og kemur fram á heimasíðu félagsins, félag sem stofnað hafi verið 18. júní 2008. Félagið hafi orðið til með sameiningu Félags íslenskra fræða - kjaradeild og Útgarðs - félags háskólamanna. Útgarður hafi verið stofnaður formlega af 37 félagsmönnum 29. maí 1978 en tvö ár þar á undan hafi þessir félagsmenn verið með einstaklingsaðild að BHM þar sem þeir hafi ekki verið gjaldgengir í neinu öðru aðildarfélagi BHM. 107 Stefnandi bendir á að í 3. gr. laga Fræðagarðs, sem beri yfirskriftina A lmenn félagsaðild, komi fram að fullgildir félagar geti þeir orðið sem lokið hafa BA eða BS prófi, eða ígildi gið sé eitt 28 aðildarfélaga BHM og virðist vera eina félagið innan vébanda BHM sem ekki sé fagstéttarfélag. Fræðagarður geri þannig samkvæmt eigin lögum og skipulagi innan BHM ekki kjarasamning um einstaka starfsgreinar í skilningi 1. gr. laga nr. 55/1980 , um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, heldur geti innan vébanda félagsins safnast félagsmenn sem ekki séu gjaldgengir í neinu öðru aðildarfélagi BHM. 21 108 Stefnandi byggir á því að fyrir liggi að Útgarður félag háskólamanna (í félagi við Stéttarfélag bókasafns - og upplýsingafræðinga (SBU) og Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga) gerði 4. júní 2008 sérstakan kjarasamning beint við Ríkisútvarpið með g ildistíma til 31. desember 2010. Með kjarasamningi, dags. 24. júní 2011, samdi Fræðagarður (í félagi við sömu aðila) við Ríkisútvarpið um framlengingu kjarasamningsins til 31. janúar 2014. Með kjarasamningi, dags. 20. júní 2014, samdi Fræðagarður (og SBU) við Ríkisútvarpið á ný um framlengingu kjarasamningsins til 28. febrúar 2015. 109 Stefnandi vekur athygli á að Fræðagarður hafi upp frá því ekki gert sérstakan vinnustaðasamning/stofnanasamning við Ríkisútvarpið, heldur hafi Fræðagarður að því er virðist í samfloti við nánar tilgreind önnur aðildarfélög BHM gert almennan kjarasamning við stefnda, Samtök atvinnulífsins, sbr. nú síðast ótímabundinn kjarasamning 15 tilgreindra aðildarfélaga BHM, þ.m.t. Fræðagarðs, við stefnda, dags. 30. júní 2021. 110 Stefnandi vís ar til þess að samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980 skuli laun og önnur starfskjör sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semji um, vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn t ekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skuli ógildir. 111 Stefnandi telur að það leiði af framangreindu ákvæði að ef kjarasamningur aðila vinnumarkaðarins um tiltekna starfsgrein er til staðar, þá marki sá kjarasamningur lágmarkskjör hlutaðeigandi starfsgreinar. Það leiði enn fremur af dómafordæmum Félagsdóms að ef tveir jafngildir kjarasamningar um sömu störf eru til staðar þá sé það starfsmaður en ekki atvinnurekandi sem eigi val um ef tir hvorum kjarasamningnum skuli farið hvað varðar kjör starfsmannsins. Eina undantekningin frá þessu komi fram í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938. Í því ákvæði kemur fram að meðlimur stéttarfélags hættir að vera bundinn af samþykktum félags síns og samband s þess, þegar hann samkvæmt reglum félagsins er farinn úr því. Að sama skapi er kveðið á um að samningar, sem meðlimur stéttarfélags hefur orðið bundinn af, á meðan hann var félagsmaður, séu skuldbindandi fyrir hann, meðan hann vinnur þau störf, sem samnin gurinn er um, þar til þeir fyrst gætu fallið úr gildi samkvæmt uppsögn. 112 Stefnandi byggir á að það sé hugtaksatriði í 2. mgr. 3. gr. laga 80/1938 að kjarasamningur þess stéttarfélags sem starfsmaður hafi í hyggju að hverfa úr taki samkvæmt efni sínu til þes s starfs sem starfsmaður sinni. Með öðrum orðum til þess að starfsmaður geti talist tímabundið skuldbundinn af kjarasamningi stéttarfélags sem hann vilji ekki tilheyra, þá verði kjarasamningurinn að ná til þess starfs sem starfsmaðurinn sinni. Í þessu máli hátti svo til að kjarasamningur Fræðagarðs, og forvera hans Útgarðs, taki ekki til tiltekins starfs eða starfsgreinar. A eða B geti þar af leiðandi sem dagskrárgerðarmenn á RÚV aldrei talist vera skuldbundin af kjarasamningi Fræðagarðs eða forvera þess fé lags á grundvelli 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938. 22 113 Stefnandi bendir á að við framangreint bætist að í ráðningarsamningi A og B sé SA/RÚV ohf. og þess stéttarfélags sem tilg vegar verið til staðar milli réttargæs lustefnda og Ríkisútvarpsins frá 28. febrúar 2015 að telja, eða frá því að samningur aðila frá 14. júní 2014 rann sitt skeið á enda. Almennur kjarasamningur stefnda, Samtaka atvinnulífsins, hvað starfsgreinina varðar sé því aðalkjarasamningur Blaðamannafél ags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. 114 Að framangreindu virtu telur stefnandi að A og B hafi lögvarða hagsmuni af því og réttmætar kröfur um að viðurkennt verði að stefnandi fari með kjarasamningsfyrirsvar fyrir þau sem dagskrárgerðarmenn hjá Ríkisútvarpi nu og að viðurkennt verði að um kjör þeirra skuli fara samkvæmt kjarasamningi stefnanda og stefnda, sem þá ákvarði lágmarkskjör þeirra gagnvart Ríkisútvarpinu í skilningi m.a. 1. gr. laga nr. 55/1980. Málsástæður og lagarök stefnda 115 Stefndi byggir málatilbú nað sinn á því að með kröfugerð sinni freisti stefnandi þess að fá viðurkenningu dómsins á því að kjarasamningur aðila, frá nánar tilgreindum viðurkennt verði að stefnandi h vegna starfa þeirra frá nánar tilgreindum tímamörkum. 116 Stefndi telur að málatilbúnaður stefnanda fullnægi ekki áskilnaði einkamálaréttarfars um lögvarða hagsmuni og að á skorti að stefnandi sýni fram á hvo rt, og þá hvaða, lögvörðu hagsmuni hann hafi af úrlausn dómkröfunnar, hvort sem er vegna A, B eða að öðru leyti. Almennar tilvísanir til lágmarkskjara, þ.m.t. 1. gr. laga nr. 55/1980, án frekari rökstuðnings, nægi ekki í þessu skyni. Þannig telur stefndi a ð stefnandi hafi ekki einu sinni borið því skýrlega við að kjarasamningurinn sem A og B hafi tekið laun eftir séu í andstöðu við nefnt lagaákvæði. Þá hafi félagsgjöld þessara starfsmanna runnið til stefnanda og engar hömlur hafi verið settar við félagsaðil d þeirra þar. Kröfugerðin sé þegar að gáð því í raun ekki annað en beiðni um lögfræðilegt álit í andstöðu við það sem lög bjóði. 117 Stefnandi byggir einnig á því að stefnandi geti ekki haft hagsmuni af úrlausn viðurkenningarkröfu þegar undirliggjandi fjárhag slegir hagsmunir séu fyrndir, svo sem ætti og við um a.m.k. hluta tímabils þess sem um ræði, svo ekki sé minnst á tómlætisreglur vinnuréttar. 118 Stefndu telur enn fremur að í ljósi kröfu stefnanda um viðurkenningu á samningsaðild, beri honum að réttu lagi að stefna öðrum þeim stéttarfélögum sem geti haft lögvarða hagsmuni af úrlausn sakarefnisins, svo sem ráða megi af réttarframkvæmd Félagsdóms og almennum réttarfarsreglum, þ.á m. um samaðild. Því fari fjarri að þeim áskilnaði sé fullnægt. Sameyki sé t.d. ekki stefnt til réttargæslu af hálfu stefnanda þótt félagsmenn 23 áratugaskeið. 119 Þá eigi sama við um önnur stéttarfélög, t.d. VR, en á almennum vinnumarkaði, hjá fjölmiðlafyrirtækjunum Sýn hf., Árvakri hf. og Torgi ehf., sem séu stærstu fjölmiðlafyrirtæki landsins auk Ríkisútvarpsins, séu nær allt dagskrárgerðarfólk í VR, ef þeir séu ekki á annað borð verktakar. Stefndi telur að brýna réttarfarsnauðsyn beri til að stefna framangreindum aðilum, enda sé dómur í samræmi við kröfur stefnanda, um annarra stéttarfélaga dagskrárgerðarfólks (m.a. til framtíðar), ekki hvað síst ef d. greitt félagsgjöld til Blaðamannafélags Íslands. 120 Stefndi byggir jafnframt á því að stefnandi hafi heldur ekki stefnt heildarsamtökum þeim, sem stéttarfélögin, sem gert hafi fyrrnefnda heildarkjarasamninga við Ríkisútvarpið eigi aðild að. Fræðagarður eig i aðild að BHM og Sameyki eigi aðild að BSRB. Þetta sé ekki í samræmi við 45. gr. laga nr. 80/1938, sem sé fortakslaus. 121 Stefndi telur að samkvæmt framansögðu að málatilbúnaður, málavaxtalýsing og kröfugerð stefnanda sé ekki í samræmi við réttarfarslög, sbr . t.d. 24. gr., 25. gr., 45. gr. og 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og málsóknarreglur laga nr. 80/1938. Félagsdómur eigi því að vísa þessu máli frá dómi, sbr. 100. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála og 69. gr. laga nr. 80/1938 um sté ttarfélög og vinnudeilur. Krafa stefnda um málskostnað er studd við 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938. Niðurstaða 122 Dómkröfur stefnanda í máli þessu eru þríþættar. Í fyrsta lagi er þess krafist að viðurkennt verði með dómi að stefnand i, Blaðamannafélag Íslands, fari með samningsaðild fyrir A frá og með júlí 2019 og B frá og með september 2019 við gerð kjarasamninga vegna starfa þeirra sem dagskrárgerðarfólks hjá Ríkisútvarpinu ohf.. Í öðru lagi er þess krafist að viðurkennt verði að kj arasamningur stefnanda og Samtaka atvinnulífsins, dagsettur 1. júní 2011, sem endurnýjaður og framlengdur var 7. febrúar 2014, 4. apríl 2014, 2. júlí 2015, 15. mars 2016 og 18. mars 2020, gildi um laun og kjör A, frá og með ágúst 2013, en til vara frá öðru og síðara tímamarki að mati réttarins. Þá krefst stefnandi þess í þriðja lagi að viðurkennt verði að kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, dags. 15. mars 2016, sem endurnýjaður og framlengdur var 18. mars 2020, gildi um laun o g kjör B, frá og með september 2019, en til vara frá öðru og síðara tímamarki að mati réttarins. 123 Stefnandi byggir fyrstu dómkröfu sína á því að A og B hafi verið meðlimir stefnanda frá þeim tíma sem dómkrafan tekur til og ekki í öðrum stéttarfélögum. Telur stefnandi að það standist ekki ákvæði 74. gr. stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, um félagafrelsi, sem og ákvæði 4. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög 24 og vinnudeilur, að stéttarfélög sem þau eigi ekki aðild fari með umboð til að gera kjarasamninga fyrir þeirra hönd. 124 Um aðra og þriðju dómkröfu sína byggir stefnandi í meginatriðum á því að Ríkisútvarpið sé sem aðildarfélag stefnda bundið af kjarasamningi stefnanda og stefnda, en samningurinn kveði enn fremur um lágmar kskjör á hinum almenna vinnumarkaði. Ákvæði kjarasamningsins, sem sé aðalkjarasamningur, gildi í heild sinni um þau störf sem stefnandi hafi samningsaðild fyrir, þ.m.t. störf A og B sem dagskrárgerðarmanna. Kjarasamningurinn kveði enn fremur á um lágmarksk jör á hinum almenna vinnumarkaði á samningssvæði stefnanda í þeim starfsgreinum sem stefnandi fari með samningsaðild fyrir og tilgreindar séu í lögum félagsins. 125 Frávísunarkrafa stefnda byggist á því að stefnanda skorti lögvarða hagsmuni af úrlausn dómkröf unnar vegna A og B. Í því sambandi telur stefndi að stefnandi hafi ekki gert nægilega grein fyrir því hvort kjarasamningurinn sem A og B tóku laun eftir hafi verið í andstöðu 1. gr. laga nr. 55/1980. Vísar stefndi jafnframt til þess að engar hömlur hafi ve rið settar við félagsaðild A og B og félagsgjöld þeirra hafi runnið til Blaðamannafélags Íslands. 126 Þá telur stefndi jafnframt önnur stéttarfélög sem hafi félagsmenn innan sinna vébanda sem starfað hafa sem dagskrárgerðarmenn hjá Ríkisútvarpinu geti haft lö gvarða hagsmuni af úrlausn sakarefnisins. Telur stefndi að réttarfarsnauðsyn beri til að stefna þeim stéttarfélögum til samaðildar um kröfu stefnanda um viðurkenningu á samningsaðild. Þá skorti einnig á að þeim heildarsamtökum, sem stéttarfélögin, sem gert hafi fyrrnefnda heildarkjarasamninga við Ríkisútvarpið, eigi aðild að, sé stefnt. Þannig eigi Fræðagarður aðild að BHM og Sameyki eigi aðild að BSRB. 127 Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 eru stéttarfélög lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðl ima sinna, enda hafi félagið í samþykktum sínum ákveðið að láta starfsemi sína taka til slíkra málefna. Í máli þessu er enginn ágreiningur um aðild A og B að stéttarfélagi. Ljóst er að fyrirsvar stéttarfélaga við gerð kjarasamninga er einn af grundvallarþá ttum í rétti manna til aðildar að stéttarfélögum. Þar sem málið varðar þannig samningsfyrirsvar og gildi kjarasamninga í því sambandi verður að telja ótvírætt að það eigi undir valdsvið Félagsdóms að fjalla um það, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 8 0/1938, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 27. maí 2011 í máli nr. 302/2011 og þá dóma sem þar er vitnað til. 128 Að því er varðar sjónarmið stefnda um að stefnanda skorti lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins þá er það sem kunnugt er eitt þeirra skilyrða sem sett eru fyrir því að dómstóll leysi úr sakarefni sem aðila greinir á um að það skipti stefnenda máli að lögum að fá dóm þess efnis sem krafist er. Úrlausn sakarefnisins verður því að hafa raunhæft gildi fyrir réttarstöðu aðila til þess að dómur geti fjallað um það. 129 Þessi regla hefur almennt verið orðuð á þá leið að stefnandi máls verði að hafa lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um kröfur sínar. Á grundvelli reglunnar er gerð sú krafa að 25 þeir hagsmunir sem málsaðilar telja sig hafa af úrlausn máls séu bæði lögverndaðir og sérstakir, auk þess sem þeir verða að tengjast sakarefninu. Er þá jafnframt gert ráð fyrir að þessi atriði séu metin með heildstæðum hætti hverju sinni og þá með hliðsjón af eðli hagsmunanna sem um ræðir, málatilbúnaði aðila og sakare fninu að öðru leyti. 130 Í ljósi ákvæðis 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, um að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli og þess hlutverks dómstóla að skera úr um embættistakmör k yfirvalda, sbr. 60. gr. stjórnarskrárinnar, verður almennt að gæta varfærni við að vísa málum frá á þeim grunni að stefnendur skorti lögvarða hagsmuni. Þannig beri að jafnaði ekki að vísa frá málum vegna skorts á lögvörðum hagsmunum nema augljóst sé að þ að hafi ekki raunhæft gildi fyrir lögverndaða hagsmuni stefnenda að fá leyst úr sakarefninu. 131 Þar sem ekki verður annað séð af málatilbúnaði stefnanda en að fyrsta dómkrafa hans miði í reynd að því marki að fá viðurkennt að hann fari með samningsfyrirsvar f yrir A og B og að kjarasamningar sem stefnandi hefur gert við stefnda skuli gilda um kaup og kjör þeirra verður að telja að stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn um dómkröfur sínar. Málsástæður stefnda um fyrningu og tómlæti geta ekki firrt stefnanda lögvörðum hagsmunum að þessu leyti, enda lýtur sakarefni málsins ekki að skyldu RÚV til að efna fjárkröfu, auk þess sem sjónarmið um tómlæti við framkvæmd kjarasamnings lúta að efni málsins. 132 Eins og atvikum þessa máls er háttað verður heldur ekki talið a ð því beri að vísa frá dómi á grundvelli 2. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Þótt önnur stéttarfélög kunni eftir atvikum að hafa hagsmuni af úrlausn málsins mun dómur í málinu eingöngu vera bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila máls ins um þær kröfur sem dæmdar verða að efni til, sbr. 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Ber því hvorki réttarfarslega nauðsyn til að þessum stéttarfélögum sé stefnt til varnar í málinu né þeim heildarsamtökum sem þau eiga aðild að, sbr. 45. gr. laga nr. 80 /1938. 133 Með vísan til þess, sem að framan er rakið, er frávísunarkröfu stefnda hafnað. Ákvörðun um málskostnað bíður efnisdóms í málinu. Úrskurðarorð: Frávísunarkröfu stefnda, Samtaka atvinnulífsins vegna RÚV ohf., er hafnað. Ákvörðun um málskostnað bíður efnisdóms.