1 Ár 2010, föstudaginn 2. júlí, var í Félagsdómi í málinu nr. 4/2010. Flugvirkjafélag Íslands gegn Samtökum atvinnulífsins f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Icelandair ehf. kveðinn upp svofelldur D Ó M U R : Mál þetta var dómtekið 10. maí sl. að loknum munnlegum málflutningi. Málið dæma Eggert Óskarsson, Arnfríður Einarsdóttir, Kristj ana Jónsdóttir, Valgeir Pálsson og Lára V. Júlíusdóttir Stefnandi er Flugvirkjafélag Íslands , Borgartúni 22, Reykjavík. Stef ndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 Reykjavík, f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar, s.st., vegna Icelandair ehf., Reykjavíkurflugvelli, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi: Að Icelandair ehf. hafi , me ð því að hafna því að ráða Magnús Sigurðsson, kt. 280668 - 4359, og Sigurð Hafsteinsson, kt. 280545 - 2369, í störf flugvirkja hjá Icelandair ehf. hinn 28. ágúst 2009 , en ráða í þeirra stað í störf flugvirkja nema í flugvirkjun, brotið gegn ákvæði gr. 1.3 í kj arasamningi milli Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Tækniþjónustunnar Keflavíkurflugvelli ehf., dags. 9. nóv. 2004, sbr. framlengingar 14. maí 2008 og 4. júní 2009. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmd ur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu, að viðbættum virðisaukaskatti, samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst þess að verða sýknaður af dómkröfum stefnanda. Þá er gerð krafa um að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati réttarins hvernig sem málið fer. 2 Málavextir Málavextir eru þeir að s tefndi, Icelandair ehf., auglýsti eftir allt að 10 flugvirkjum til starfa síðsumars 2009 . Alls bárust stefnda umsóknir frá 10 sveinum, Þeirra á meðal voru tveir félagsmenn stefnanda, Flugvirkjafélag s Íslands, Magnús Sigurðsson , kt. 280668 - 4359, og Sigurður Hafsteinsson kt. 280545 - 2369. Báðir höfðu þeir starfað áður hjá stefnda. Magnús 1999 - 200, áðu r en hann lauk sveinsprófi, og Sigurður hjá Loftleiðum 1971 og Flugleiðum 198 6 - 1991 . Á grundvelli auglýsingarinnar sóttu einnig um störf nokkrir menn sem lokið höfðu námi frá flugvirkjaskóla í Bandaríkjunum , en langfl estir íslenskir flugvirkjar munu fram til þessa hafa sótt menntun sína þangað. Að því námi loknu er krafist verklegrar þjálfunar sem flestir flugvirkjar stefnda hafa fengið hjá Icelandair ehf. Fjórir þessara manna höfðu unnið hjá stefnda undanfarna vetur og hafa tveir þeirra nú lokið sv einsprófi. M unu alls 13 einstaklingar hafa verið ráðnir til starfa hjá stefnda í kjölfar auglýsingarinnar. Hinn 28. ágúst 2009 barst Magnúsi og Sigurði svar v ið umsóknum sínum. Var þeim þar tilk ynnt að þeir hefðu ekki hlotið ráðningu í störfin. Fljótleg a eftir ráðn ingu mannanna kveðst stefnandi hafa fengið upplýsingar um að sex af þeim 13 einstaklingum sem ráðnir voru til stefnda í umrædd störf hefðu ekki verið með sveinsréttindi í iðngreininni . Þessir sömu einstaklingar hefð u lokið námi úr flugv irkja skólum erlendis og starfað hérlendis á námssamningi, en höfðu ekki öðlast sveinsrét tindi í iðngreininni, og töldust því enn vera nemar í faginu. Stefnandi kveður umrædda nema hafa verið ráðna í störfin á sama tíma og nokkrum af þeim flugvirkjum sem sóttu um störfin og höfðu sveinsréttindi í iðngreininni hafi verið synjað um ráðningu, m.a. þeim Magnúsi og Sigurði. Þeir nemar sem ráðnir voru í störfin hafi verið þeir Andreas K. Færseth, kt. 061080 - 5979, Sigurður Már Ólafsson, kt. 201270 - 3089, Sævar Sigurjón sson, kt. 120778 - 5019, Vilhjálmur Á. Kjartansson, kt. 270781 - 3819, Þórarinn Jónsson, kt. 260577 - 4099, og Þórður Albert Guðmundsson, kt. 050978 - 3709. Í kjölfarið setti stefn an di fram athugasemdir sínar við umræddar ráðningar stefnda og óskaði skýringa á þeim . Í ódagsettu svarbréfi Samtaka atvinnulífsins f.h. stefnda var því hafnað að ráðningarnar væru óeðlilegar. Stefnandi kveðst höfða mál þetta gegn stefnda, Samtökum atvinnulífsins, á grundvelli aðildar Icelandair ehf. að þeim samtökum í gegnum Samt ök ferðaþjónustunnar. Tækniþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf., sem sé samningsaðili að upphaflegum kjarasamningi, sé nú hluti af stefnda, Icelandair ehf. Lýtur ágreiningur aðila að því hvort stefndi hafi brotið í bága við forgangsréttarákvæði í kjarasamni ng i aðila við ráðningar flugvirkja í ágústmánuði 2009. 3 Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi byggir stefnukröfur á því að stefndi hafi brotið gegn forgangsréttarákvæði gr. 1.3 í framangreindum kjarasamningi aðila með því að hafna því að ráða framangreinda flugvirkja, Magnús Sigurðsson og Sigurð Hafsteinsson, en ráða í þess stað einstaklinga sem ekki höfðu sveinsrétt indi í iðngreininni flugvélavirkjun og gátu því ekki kallað sig flugvirkja. Samkvæmt ákvæðinu skulu félagsmenn stefnanda hafa forgangsrétt á allri vinnu sem heyri undir iðngrein flugvirkja, enda sé félagið opið fyrir alla flugvirkja með þeim takmörkunum se m félagslögin ákveða. Stefnandi kveður stefnda hafa verið skylt , í samræmi við framangreint forgangsréttarákvæði , að láta flugvirkjana , Magnús og Sigurð , ganga fyrir við ráðningu. Ljóst sé að við ráðningar á flugvirkjum í kjölfar auglýsingar stefnda suma rið 2009 hafi verið ráðnir sem flugvirkjar einstaklingar sem hafi ekki verið með sveinsréttindi og hafi því þar af leiðandi ekki getað kallað sig flugvirkja, en u m leið hafi flugvirkjarnir , Magnús Sigurðsson og Sigurður Hafsteinsson, sem báðir höfðu sveins réttindi í faginu , ekki verið ráðnir. Í samræmi við gr. 1.3 í kjarasamningi aðila hafi stefnda því borið að beita forgangsréttarákvæði kjarasamnings ins og láta flugvirkjana Magnús og Sigurð njóta forgangs við ráðningu, á undan þeim einstaklingum s em ekki v oru flugvirkjar en hafi samt sem áður verið ráðnir. Af hálfu stefnanda er á það bent að ekki leiki vafi á því að stefndi hafi auglýst eftir einstaklingum með sveinsréttindi í iðngreininni flugvélavirkjun til starfa. Til þeirra starfa taki kjarasamningur aðila og þ.m.t. gr. 1.3, sbr. eftirgreint. Með framangreindum auglýsingum stefnda sumarið 2009 hafi stefndi auglýst með skýrum , störf sem e ingöngu þeir megi sinna sem geti kallað sig flugvirkja. Stefnandi kveðu r ljóst að samkvæmt orðalagi gr. 1.3 í kjarasamningi aðila geti eingöngu flugvirkjar notið forgangsréttarins á allri vinnu. Í ákvæðinu sé sérstaklega talað ásamt starfsheitinu flugvirki og þeir sem ekki hafi sveinsréttindi í iðngreininni hafi því ekki heimild til þess að kalla sig flugvirkja. Þannig haldist forgangsrétturinn í hendu r við þá vernd sem þeir hafi, sem hafi l ögvernduð starfsréttindi í iðngreinum , sbr. ákvæði iðnaðarlaga nr. 42/1978 , þ.e.a.s. að þeir sem ekki hafi öðlast sveinsréttindi njóti ekki sömu stöðu að þessu leyt i og þeir sem slík réttindi hafi . Að öðrum kosti sé forgangur manna með full starfsréttindi og um leið lögverndun starfsheita í raun að engu höfð. Í 8. gr. laganna sé gert ráð fyrir að nemendur í iðngreinin ni geti starfað í henni, en samkvæmt 9. gr. geti einungis þeir sem séu með sveinspróf og meistarapróf kennt sig í starfsheiti sínu við löggilt a iðngrein, þ.e. kallað sig flugvirkja. Samkvæmt 4 reglugerð nr. 940/1999 um löggiltar iðngreinar, sem sæki stoð í iðnaðarlög nr. 42/1978, sé flugvélavirkjun meðal löggiltra i ðngreina. Einu gildi því þótt nemar hafi rétt til iðnaðarstarfa samkvæmt lögunum, þ ví þeir geti ekki kennt sig í starfsheitinu við löggiltu iðngreinina. Gild ástæða sé fyrir þessari aðgreiningu, enda geti nemi í störfum m.a. ekki skrifað út verk eða viðgerð, heldur þurfi flugvirki að votta öll verk nema og nemar vinni undir eftirliti flu gvirkja . Stefnandi kveður stefnukröfur einnig reistar á því að ljóst hafi verið af síðari hluta gr. 1.3 í kjarasamningi, um að félagið sé opið fyrir alla flugvirkja með þeim takmörkunum sem félagslögin ákveða, að ákvæðið , og þar með forgangsrétturinn , hafi eingöngu náð til einstaklinga með sveins - eða meistararéttindi í flugvélavirkjun. Þessi seinni liður ákvæðisins sé í raun fyrirvari sem sé til samræmis við 2. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og v innudeilur, en þar segi að stéttarfélög skuli opi n öllum í hlutaðeigandi starfsgrein á félagssvæðinu, eftir nánari ákveðnum reglum í samþykktum félaganna. Í 3. gr. laga stefnanda, sem gr. 1.3 vísi til, komi fram að þeir einir geti orðið fullgildir félagsmenn sem hafi sveinsbréf eða meistarabré f í flugvir kjun. Heimilt sé samkvæmt greininni að taka inn aukafélaga og muni þeir nemar sem ráðnir voru í umrædd störf hafa á þeim tíma verið aukafélagar í stefnanda. Séu slíkir nemar aukafélagar fram að því að þeir öðlist sveinsréttindi og njóti sem slíkir ekki sam a réttar og fullgildir félagsmenn, sbr. áðurnefnda 3. gr. laga stefnanda. Stefnandi byggir á því að stefnda hafi verið fullkunnugt um a ð honum hafi verið óheimilt samkvæmt kjarasamningsákvæðinu, sbr. framangreint, að ráða nema í iðngreininni á undan eins taklingum með sveinsréttindi í faginu. Enda hafi verið ljóst , bæði af kjarasamningsákvæðinu og af lögum stefnanda , að nemar, þ.e. aukafélagar, hafi ekki haft sömu stöðu og flugvirkjar innan stefnanda. Stefnandi tekur sérstaklega fram að gr. 1.4 í kjaras amningi aðila geti ekki tekið til umræddra ráðninga, en í ákvæðinu komi fram að heimilt sé að ráða til starfa nema í flugvirkjun enda stundi þeir formlegt nám vi ð skóla sem sé viðurkenndur samkvæmt reglum Flugmálastjórnar. Þessi regla sé til samræmis við f ramangreinda 8. gr. iðnaðarlaga nr. 42/1978 um rétt nema til að starfa í iðngreininni, en gangi hvorki framar ákvæði 9. gr. s ömu l aga um rétt til að kenna sig í starfsheiti við löggilta iðngrein eða gr. 1.3 í kjarasamningnum, sbr. framangreind sjónarmið. Þ á hafi , líkt og að framan greini , ki nemum í flugvirkjun. Þá vísi stefnandi til þess að af ódagsettu svarbréfi Samtaka atvinnulífsins f.h. stefnda, virðist augljóst að stefndi telji nema, þ.e. þá sem starf i í greininni en hafi ekki lokið sveinsprófi, vera flugvirkja. Það fái ekki samrýmst framangreindu ákvæði 9. gr. iðnaðarlaga nr. 42/1978, þar sem fram komi að rétt til að kenna sig í starfsheiti sínu við lö ggilta iðngrein hafi þeir einir er hafi sveinsbréf eða meistarabréf í 5 iðngreininni. Það athugist einnig að gr. 1.4 í kjarasamningi sé undantekningarregla sem skýra beri þröngt. Þá kveðst stefnandi enn fremur vísa til þess að ekki sé rétt farið með staðreyndir málsins í ódagsettu svarbréfi Samtaka atvinn ulífsins f.h. stefnda. Þar komi fram að ndanförnum árum og áratugum hafi ágreiningslaust verið ráðnir til starfa flugvirkjar sem ekki hafa lokið starfsþjálfun til sve bent á þá rangfærslu í fullyrðingunni að ekki sé um flu gvirkja að ræða í þeim tilvikum heldur nema, enda geti einungis einstaklingar með sveinsréttindi eða meistarapróf kennt sig í starfsheiti sínu við löggilta iðngrein, þ.e. kallað sig flugvirkja, sbr. 9. gr. laga nr. 42/1978. Þá hafi ráðningar sem þarna sé vís að til ekki átt sér stað nema an nað hvort enginn umsækjenda hefði verið með sveinsréttindi eða þegar ekki hafi verið nægilegur fjöldi umsækjenda með sveinsréttindi, m.ö.o. að stefndi hafi ekki áður ráðið nema í flugvirkjastörf þegar flugvirkja r með s veinsréttindi í iðngreininni hafi staðið til boða . Auk framangreindra tilvísana kveðst stefnandi byggja kröfur sínar fyrst og fremst á gildandi kjarasamningi aðila, sbr. kjarasamning dags. 9. nóv. 2004, sbr. síðari breytingar. Einnig sé byggt á ákvæðum laga stefnanda. Stefnandi kveðst enn fremur vísa til almennra reglna um skuldbindingargildi samninga og meginreglna vinnuréttar. Þá sé vísað til iðnaðarlaga nr. 42/1978, laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, IV. kafla um Félagsdóm, þ.m.t. 44. gr . að því er varðar lögsögu dómsins til þessa máls. Kröfu um málskostnað styður stefnandi við XXI. kafla l. nr. 91/1991, aðallega 129. og 130. gr. Krafa um virðisaukaskatt af málskostnaði byggir á l. nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, en stefnandi sé ekki vir ðisaukaskatts s kyldur og til að tryggja skaðleysi sitt kveður hann nauðsynlegt að fá skattinn dæmdan úr hendi stefnda. Málsástæður stefnda og lagarök Sýknukrafa stefnda er á því byggð að stefnda hafi verið óskylt að ráða Magnús Sigurðsson og Sigurð Hafsteinsson til starfa. Hvorki gr. 1.3. í kjarasamningi aðila né lög leggi slíka skyldu á stefnda enda væri slíkt andstætt þeirri meginreglu íslensks vinnuréttar að vinnuveit andi ráði því hvort eða hvaða menn hann ræður til vinnu. Kjarasamningur aðila hafi ávallt verið skilinn þannig að hann taki til allra þeirra er vinna flugvirkjast örf hjá stefnda, hvort sem um sé að ræða sveina eða starfsþjálfun arnema, þ.e. menn sem lokið hafi námi en skorti tilsk i lda starfsreynslu til sveinsprófs. Þannig muni fjórir þeirra starfsþjálfunarnema sem ráðnir voru hafa notið endurráðningarréttar á grundvelli gr. 18.4. í kjarasamningi aðila. 6 Umræddir menn greiði allir fullt félagsgjald til s tefnanda og séu þar félagar. Ákvæði greinar 1.3. um forgang til vinnu taki samkvæmt orðalagi og efni sínu jafnt til þeirra sem annarra félagsmanna stefnanda án tillits til þess um hvers konar aðild að félaginu geti verið að ræða. Tilvísun gr. 1.3. til þe ss skilyrðis 2. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938, að félagið sé opið fyrir alla flugvirkja með þeim ta kmörkunum sem félagslögin ákveði, snúi einvörðungu að lögmæti forgangsréttarákvæðisins sem slíks. Það sé grunnforsend a þe ss að ákvæðið fái staðist , sem sé aðgangur manna að félaginu. Hvers konar félagsréttindi kunni að vera kveðið á um í félags lögum sé því óviðkomandi. Reglur laga stefnanda um að þeir sem ekki hafi lokið sveinspróf i skoðist sem aukafélagar breyti því ek ki inntaki forgangsréttarins samkvæmt gr. 1.3. í kjarasamningi aðila. Þessi samningsgrein hafi ekki verið skilin þannig að hún veiti sveinum fortakslausan forgang , eins og stefnandi geri kröfu um. Slík takmörkun , sem fæli í sér að stefnda væri í raun gert skylt að ráða flugvirkja sem félagið vilji ekki hafa í starfi , yrði að byggja á skýrum og fortakslausum samningsfyrirmælum. S tefndi vísi einnig til þess að forgangsréttarákvæði kjarasam ninga hafi almennt verið skilin með þessum hætti. Þá sé beinlínis tekið fram í mörgum samningum að forgangsrétturinn sé háður því að menn séu fullkomlega hæ fir til þeirrar vinnu sem um sé að ræða. Þá byggi stefndi á því að á undanförnum árum og áratugum hafi ágreiningslaust verið ráðnir til starfa menn sem ekki hafi lokið starfs þjálfun til sveinsprófs þrátt fyrir ákvæði gr. 1.3 og það þótt flugvirkjar með sveinspróf , sem ekki hafi verið vilji til að ráða , hafi sóst eftir þeim störfum. Af hálfu stefnda sé einnig byggt á því að ljóst sé að ekki hefði komið til ráðningar ofangrei ndra sveina jafnve l þótt umræddir starfsþjálfunar nemar hefðu ekki verið ráðnir. Höfnun ráðningar þeirra hafi verið með öllu ótengd ráðningu nema. Þess skuli getið að stefndi hafi lýst sig reiðubúinn til að veita þeim sveinum , sem ekki hlutu starf , skýringa r á því í viðtali hvers vegna þeim hafi verið hafnað , ef efti r væri leitað . Á það ber i einnig að líta að eini möguleiki manna t il að fá að þreyta sveinspróf sé að öðlast starfsreynslu í f lugvirkjastörfum en slíkt verði ekki gert nema með ráðningu hjá vi ðhaldsstöð. Ve gna mátilbúnaðar í stefnu bendi stefndi á að í daglegu tali sé talað um flugvirkja án aðgreiningar á nemum auk þess sem ekkert liggi fyrir um að viðkomandi einstaklingar hafi kallað sig flugvirkja. 7 Því sé mótmælt að tilvísanir stefnanda t il iðnaðarlaga nr. 42/1978 hafi þýðingu í máli þessu enda óumdeilt að nemendur í iðngrei ninni geti starfað í henni, sbr. 3. mgr. 8. gr. þeirra laga. Stefndi bendi jafnframt á að honum ber i engin skylda til að auglýsa hvort heldur er störf flugvirkja eða n ema. Orðalag auglýsingarinnar skiptir því engu fyrir úrlausn málsins. Stefndi mótmæli því einnig að hann hafi falli st á þann skilning að honum sé óheimilt að ráða nema á undan einstaklingum með sveinsréttindi. Þeirri framkvæmd hafi hins vegar verið fylgt af hálfu stefnda að sveinar væru að öllu jöfnu látnir ganga fyrir við ráðningu enda uppfylli þeir k röfur stefnda. Um það hafi hingað til ekki verið ágreiningur. Stefndi byggi fyrst og fremst á kjarasamningi aðila, lögum um stéttar félög og vinnudeilur og meginreglum vinnuréttar. Um málskostnað vísast til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, 129. og 130. gr. Niðurstaða Mál þetta á undir dómsvald Félagsdóms samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stétt arfélög og vinnudeilur. S tefn andi hefur uppi í málinu þá dómkr ö f u, eins og henni var breytt við aðalmeðferð málsins, að viðurkennt verði að Icelandair hf. hafi , með því að hafna að ráða Magnús Sigurðsson, kt. 280668 - 4359, og Sigurð Hafsteinsson, kt. 28054 5 - 2369, í störf flugvirkja hjá Icelandair ehf. hinn 28. ágúst 2009 , en ráða í þeirra stað í störf flugvirkja nema í flugvirkjun, brotið gegn ákvæði gr. 1.3 í kjarasamningi milli Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Tækniþjónustunnar Kef lavíkurflugvelli ehf. frá 9. nóvember 2004, sbr. framlengingar 14. maí 2008 og 4. júní 2009. Sumarið 2009 auglýsti Icelandair ehf. í dagblöðum eftir allt að 10 flugvirkjum til tímabundinna verkefna frá september 2009 til apríl 2010. Í auglýsingunni segir varðandi starfssvið að um sé að ræða almenn flugvirkjastörf við skoðanir á flugvélum af gerðinni B757 - 200/300. Þá kemur fram í auglýsingunni hvaða hæfniskröfu r séu gerðar til umsækjenda. Þar er þess getið m.a. að umsækjendur skul i hafa lokið prófi frá viðurkenndum skóla í flugvirkjun. Svo sem fyrr greinir kveður stefnandi að Icelandair ehf. hafi brotið gr. 1.3 í kjarasamningi aðila með því að ráða nema í flug virkjun í störf flugvirkja í stað tveggja félagsmanna í stefnanda, þeirra Magnúsar Sigurðssonar og Sigurðar Hafsteinssonar. Kveður stefnandi brotið hafa falist í því að félagið hafi auglýst eftir flugvirkjum til starfa, en í kjölfar auglýsingarinnar ráðið til starfa í stað þeirra Magnúsar og Sigurðar einstaklinga sem lokið höfðu námi úr flugvirkjaskólum erlendis en höfðu ekki 8 sveinsréttindi í flugvélavirkjun og hafi því ekki getað kallað sig flugvirkja. Einstaklingar þ e ssir voru 6 að tölu. Í gr. 1.3 í kj arasamningi aðila frá 9. nóvember 2004, sem framlengdur var fyrst 14. maí 2008 og síðan 4. júní 2009, segir að félagar Flugvirkjafélags Íslands hafi forgangsrétt á allri vinnu sem heyrir undir iðngrein flugvirkja, enda sé félagið opið fyrir alla flugvirkja með þeim takmörkunum sem félagslögin ákveða. Í 3. gr. laga stefnanda er kveðið á um það hverjir geti verið félagsmenn hans, annað hvort sem fullgildir félagsmenn eða aukafélagar. Segir í þessari grein laganna m.a.: Heimilt er að taka inn sem aukafélaga, flugvirkja sem lokið hafa skólagöngu með burtfararprófi frá viðurkenndum flugvirkjaskóla, en hafa ekki lokið sveinsprófi í iðninni og starfa ekki í iðngreininni. Óumdeilt er að fyrrgreindir sex einstaklingar eru aukafélagar í stefnanda. Í 1. mgr. 8. gr. iðnaðarlaga nr. 42/1978, sbr. 1. gr. laga nr. 133/1999 um breytingu á þeim, segir að iðngreinar, sem reknar eru sem handiðnaður og löggiltar hafa verið í reglugerð iðnaðarráðherra, skul i ávallt reknar undir forstöðu meistara. Um löggildingu s kuli hafa samráð við menntamálaráðherra og landssamtök meistara og sveina. Samkvæmt 3. mgr. sömu lagagreinar hafa rétt til iðnaðarstarfa í slíkum iðngreinum meistarar, sveinar og nemendur í iðngreininni. Einnig er þar mælt fyrir um heimild annarra til að stunda iðnaðarstörf við sérstakar aðstæður. Í 1. gr. reglugerðar nr. 940/1999 um löggiltar iðngreinar er flugvélavirkjun skipað sem löggiltri iðngrein í greinaflokk málm - , véltækni og framleiðslugreina. Í málinu liggur fyrir útprentun af heimasíðu stefn anda (www.flug.is) þar sem greint er frá tilhögun flugvirkjanáms og starfsháttum sérstakrar sveinsprófsnefndar sem mun starfa innan vébanda stefnanda. Þar sem fjallað er um sveinsprófsnefndina á heimasíðunni segir svo orðrétt: Flugvirkjun er lögvernduð iðngrein á Íslandi þ.e.a.s. það má enginn vinna í iðngreininni, nema hann sé sveinn, eða nemi á samningi og síðan nemar sem lært hafa í USA og eru á undanþágu, þar til þeir fara í próf eftir um það bil 30 mánuði. Eins og hér að framan er rakið eru í lögu m stefnanda þeir nefndir flugvirkjar sem lokið hafa skólagöngu með burtfararprófi frá viðurkenndum flugvirkjaskóla en hafa ekki lokið sveinsprófi í iðninni og starfa ekki í greininni. Jafnframt er á heimasíðu stefnanda staðhæft að nemar, sem lært hafa í B andaríkjunum og eru á undanþágu, megi vinna í iðngreininni. Er Icelandair ehf. auglýsti eftir flugvirkjum til starfa voru m.a. gerðar þær hæfniskröfur að umsækjendur skul i hafa lokið prófi frá viðurkenndum skóla í flugvirkjun. Þeir sex einstaklingar, sem stefnandi telur að ráðnir hafi verið í andstöðu við hið umdeilda forgangsréttarákvæði, höfðu allir lokið slíku námi. Samkvæmt þessu verður ekki hjá því komist að líta svo á að störf þessara sex einstaklinga hjá Icelandair ehf. séu störf sem heyri undir i ðngrein flugvirkja í 9 skilningi gr. 1.3 í kjarasamningnum. Ekki verður séð að ákvæði iðnaðarlaga nr. 42/1978 né ákvæði reglugerðar nr. 940/1999 girði fyrir þessa niðurstöðu , enda tekur forgangsréttarákvæðið í gr. 1.3 í kjarasamningi aðila til allra félagsm anna stefnanda samkvæmt skíru orðalagi sínu. Í hinu umdeilda ákvæði kjarasamningsins er forgangsréttur félaga í stefnanda ekki háður því hvernig félagsaðild þeirra er háttað. Að öllu framangreindu virtu verður að telja að störf téðra sex einstaklinga í ið ngrein flugvirkja hjá Icelandair ehf. séu ekki í andstöðu við forgangsréttarákvæði ð í kjarasamningi aðila. Icelandair ehf. hefur því ekki brotið gegn ákvæðinu þótt félagið hafi ekki ráðið Magnús Sigurðsson og Sigurð Hafsteinsson í störf flugvirkja í stað fyrrgreind ra sex einstaklinga sem voru ráðnir. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir þessum úrslitum málsins þykir rétt að stefnandi greiði stefnda málskostnað sem ákveðst 250 .000 krónur. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Samtök atvinn ulífsins f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Icelandair ehf., skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Flugvirkjafélags Íslands, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 250 .000 krónur í málskostnað. Eggert Óskarsson, Arnfríður Einarsdóttir Kristjana Jónsdóttir Valgeir Pálsson S é r a t k v æ ð i Láru V. Júlíusdóttur Mál þetta á undir dómsvald Félagsdóms samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. S tefnandi hefur uppi í málinu þá dómkröfu, eins og henni var breytt við aðalmeðferð málsins, að viðurkennt verði að Icelandair hf. hafi með því að hafna því að ráða Magnús Sigurðsson, kt. 280668 - 4359, og Sigurð Hafsteinsson, kt. 280545 - 236 9, í störf flugvirkja hjá Icelandair ehf. hinn 28. ágúst 2009, en ráða í þeirra stað í störf flugvirkja nema í flugvirkjun, brotið gegn ákvæði gr. 1.3 í kjarasamningi milli Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Tækniþjónustunnar Keflavík urflugvelli ehf. frá 9. nóvember 2004, sbr. framlengingar 14. maí 2008 og 4. júní 2009. Sumarið 2009 auglýsti stefndi, Icelandair ehf., í dagblöðum eftir allt að 10 flugvirkjum til tímabundinna verkefna frá september 2009 til apríl 2010. Í 10 auglýsingu nni segir varðandi starfssvið að um sé að ræða almenn flugvirkjastörf við skoðanir á flugvélum af gerðinni B757 - 200/300. Þá kemur fram í auglýsingunni hvaða hæfniskröfur séu gerðar til umsækjenda. Þar er þess getið m.a. að umsækjendur skulu hafa lokið pr ófi frá viðurkenndum skóla í flugvirkjun. Svo sem fyrr greinir kveður stefnandi að Icelandair ehf. hafi brotið gr. 1.3 í kjarasamningi aðila með því að ráða nema í flugvirkjun í störf flugvirkja í stað tveggja félagsmanna í stefnanda, þeirra Magnúsar Sigu rðssonar og Sigurðar Hafsteinssonar. Kveður stefnandi brotið hafa falist í því að félagið hafi auglýst eftir flugvirkjum til starfa, en í kjölfar auglýsingarinnar ráðið til starfa í stað þeirra Magnúsar og Sigurðar einstaklinga sem lokið höfðu námi úr fl ugvirkjaskólum erlendis en höfðu ekki sveinsréttindi í flugvélavirkjun og hafi því ekki getað kallað sig flugvirkja. Einstaklingar þessir voru 6 að tölu. Í gr. 1.1 í kjarasamningi aðila frá 9. nóvember 2004, sem framlengdur var fyrst 14. maí 2008 og síðan 4. júní 2009 segir að samningurinn taki til þeirra starfa, sem falli undir iðngrein flugvirkja. Í gr. 1.3 er síðan fjallað um forgangsrétt til starfa og þar segir að félagar Flugvirkjafélags Íslands hafi forgangsrétt á allri vinnu sem heyrir undir iðngrei n flugvirkja, enda sé félagið opið fyrir alla flugvirkja með þeim takmörkunum sem félagslögin ákveða. Í gr. 1.4 segir að þó sé heimilt að ráða til starfa nema í flugvirkjun enda stundi þeir formlegt nám við skóla sem sé viðurkenndur skv. reglum Flugmálstjó rnar. Í 1. mgr. 8. gr. iðnaðarlaga nr. 42/1978, sbr. 1. gr. laga nr. 133/1999 um breytingu á þeim, segir að iðngreinar, sem reknar eru sem handiðnaður og löggiltar hafa verið í reglugerð iðnaðarráðherra, skulu ávallt reknar undir forstöðu meistara. Um löggildingu skuli hafa samráð við menntamálaráðherra og landssamtök meistara og sveina. Samkvæmt 3. mgr. sömu lagagreinar hafa rétt til iðnaðarstarfa í slíkum iðngreinum meistarar, sveinar og nemendur í iðngreininni. Einnig er þar mælt fyrir um heimild annarra til að stunda iðnaðarstörf við sérstakar aðstæður. Í 9. gr. laganna er kveðið á um það að rétt til að kenna sig í starfsheiti sínu við löggilta iðngrein hafi þeir einir, er hafi sveinsbréf eða meistarabréf í iðngreininni. Í 1. gr. reglugerðar nr. 940/1999 um löggiltar iðngreinar er flugvélavirkjun skipað sem löggiltri iðngrein í greinaflokk málm - , véltækni og framleiðslugreina. Iðngreinin flugvélavirkjun er þannig lögvernduð iðngrein ásamt starfsheitinu flugvirki og þeir sem ekki hafa sveinsréttind i í iðngreininni hafa því ekki heimild til þess að kalla sig flugvirkja. Er stefndi, Icelandair ehf., auglýsti eftir flugvirkjum til starfa sumarið 2009 var stefndi bundinn af ákvæði kjarasamnings aðila um að veita flugvirkjum sem falla undir iðngrein f lugvirkja forgang til starfa. Samkvæmt iðnaðarlögum mega þeir einir sem hafa sveinsbréf eða meistarabréf í iðngreininni kenna sig við iðngreinina. Þeir einir sem lokið hafa sveinsprófi í flugvirkjun geta því skv. lögunum kallað sig 11 flugvirkja. Þótt þeir sex einstaklingar, sem ráðnir voru í stað flugvirkjanna Magnúsar Sigurðssonar og Sigurðar Hafsteinssonar hefðu allir lokið námi til undirbúnings sveinsprófs höfðu þeir ekki lokið sveinsprófi. Ekki var verið að ráða þá til starfa hjá stefnda sem nema í flu gvirkjun, hvorki var gerður við þá iðnnámssamningur né stunduðu þeir á þeim tíma nám við skóla. Þeir féllu því ekki undir grein 1.4 í kjarasamningi aðila. Að öllu framangreindu virtu verður að telja að stefndi, Icelandair ehf., hafi brotið gegn ákvæ ði 1.3 í kjarasamningi aðila með því að ráða ekki Magnús Sigurðsson og Sigurð Hafsteinsson í störf flugvirkja í stað fyrrgreindra sex einstaklinga þegar þeir voru ráðnir. Eftir þessum úrslitum málsins þykir rétt að stefndi greiði stefnanda málskostnað sem ákveðst 250.000 krónur. Lára V. Júlíusdóttir.