FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 31. maí 20 2 2 . Mál nr. 20 /20 21 : Félag grunnskólakennara (Karl Óttar Pétursson lögmaður ) gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna Hafnarfjarðarbæjar og Akureyrarbæjar (Anton Björn Markússon lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var tekið til dóms 10. maí s íðastliðinn. Mál ið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Gísli Gíslason, Guðni Á. Haraldsson og Karl Ó. Karlsson. Stefnandi er Félag grunnskólakennara, Borgartúni 30 í Reykjavík. Stefndi e r Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi k refst þess í fyrsta lagi að viðurkennt verði með dómi að stefndi hafi brotið gegn grein 2.3.1 í kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga m eð því að neita að greiða A , , yfirvinnu vegna vinnu sem hún vann sem kennari í Lækjarskóla í Hafnarfirði umfram daglega vinnuskyldu, sbr. grein 2.1.6.1 í fyrrgreindum kjarasamningi , í nóvember og desember 2020. 2 Stefnandi krefst þess í öðru lagi að við urkennt verði með dómi að stefndi hafi brotið gegn grein 1.6.3 í kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga með því að neita að greiða þeim kennurum Lunda r skóla á Akureyri, sem kenndu í fjarkennslu í nóvember og desember 202 0, álag samkvæmt grein 1.6.3 í kjarasamning num. 3 Loks krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda . Dómkröfur stefnda 4 Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans. 5 Með úrskurði Félagsdóms 16. desember 2021 var frávísunarkröfu stefnda hafnað. Málavextir 6 Mál þetta verður rakið til þess að stefnandi telur að brotið hafi verið gegn tilteknum ákvæðum í kjarasamningi Félags grunnskólakennar og Sambands íslenskra sveitarfélaga í nóvember og desem ber 2020. 2 7 Annars vegar hefur stefnandi v ísað til þess að A starfsmaður Lækjarskóla í Hafnarfirði hafi verið kölluð til vinnu utan skipulagðs vinnutíma í nóvember og desember 2020 . Af þessu tilefni sendi stefnandi skólastjóra Lækjarskóla bréf 12. febrúar 2021 og útskýrði að samkvæmt vinnuskýrslu hefði umræddur kennari eingöngu átt að vinna fjóra daga vikunnar, það er frá mánudegi til fimmtudags. Starfsskyldum kennarans hafi verið bre ytt þegar neyðarstig almannavarna var virkjað með þeim hætti að kennsluskyldu var dreift á alla daga vikunnar . Hafi hún því jafnframt þurft að vinna á föstudögum. Rökstutt var að vegna þessa ætti kennarinn rétt á greiðslu vegna yfirvinn u samkvæmt grein 2.3 .1 í kjarasamningi aðila og næmi krafan 161.548 krónu m auk dráttarvaxta. 8 Með svarbréfi skólastjóra Lækjarskóla 14. apríl 2021 var kröfunni hafnað og meðal annars vísað til þess að vinnuframlag kennarans hefði ekki verið aukið heldur vinnutími færður til v egna óvæntra aðstæðna sem yrðu raktar til Covid - 19 faraldurins. 9 Óskað var eftir áliti samstarfsnefndar stefnda og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara á því hvort kennarinn ætti rétt á yfirvinnu greiðslu samkvæmt kjarasamningi vegna þeirr a kennslustunda sem voru færðar til föstudags. Samkvæmt fundargerð frá 15. júní 2021 náðist ekki sameiginleg niðurstaða um þetta mál . Af hálfu stefnda var bókað að með vísan til bráðabirgðaákvæðis II í lögum nr. 82/2008 um almannavarnir væri skólastjórnend um heimilt að fela starfsmönnum tímabundið breyttar starfsskyldur og héldu þeir óbreyttum launakjörum. Væri því heimilt að færa kennsluskyldu á milli vikudaga án þess að greidd væri sérstök yfirvinnugreiðsla. Af hálfu stefnanda var meðal annars fært til bó kar að skyldu atvinnurekanda til að greiða starfsmönnum í samræmi við kjarasamning yrði ekki vikið til hliðar með umræddu lagaákvæði . Hefði þetta verið staðfest með dómi Félagsdóms í máli nr. 12/2020. Þá ætti túlkun stefnda sér ekki stoð í orðalagi ákvæðis ins eða lögskýringargögnum . 10 Hins vegar vísar stefnandi til þess að athygli hans hafi verið vakin á því að grunnsk ó lakennarar í Lundarskóla á Akureyri hefðu ekki fengið greitt fjarkennsluálag þegar starfsskyldum þeirra hefði verið breytt úr staðkennslu í fjarkennslu þegar neyðarstig almannavarna hafði verið virkjað . Fram kemur í fyrrgreindri fundargerð samstarfsnefndar frá 15. júní 2021 að málið hafi verið rætt og stefnandi vísað til þess að það leiði af grein 1.6.3 í kjar a samningi aðila að greiða skuli 50% álag sé notast við fjarkennslu . Aftur á móti hafi vinnuveitendur talið að ákvæðið eigi ekki við þegar breyting hafi verið gerð á kennslutilhögun vegna neyðarstig s almannavarna, sbr. bráðabirgðaákvæði II í lögum nr. 8 2 /2008. 11 Samkv æmt fundargerðinni náðist ekki sameiginleg niðurstaða um þetta mál. Af hálfu stefnda var bókað um þá afstöðu að ekki bæri að greiða fjarkennsluálag samkvæmt grein 1.6.3 þegar breytingu á starfsskyldum mætti rekja til fyrrgreind s bráðabirgðaákvæðis. Stefnan di óskaði eftir því að fært væri til bókar að skyldu atvinnurekanda til að greiða starfsmönnum í samræmi við kjarasamning yrði ekki 3 vikið til hliðar með umræddu lagaákvæði. Hefði þetta verið staðfest með dómi Félagsdóms í máli nr. 12/2020. Þá ætti túlkun s tefnda sér ekki stoð í orðalagi ákvæðisins eða lögskýringargögnum. Málsástæður og lagarök stefnanda 12 Stefnandi kveður ágreining aðila snúast um skilning og gildi kjarasamnings í skilningi 3. t öluliðar 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamning opinbe rra starfsmanna og því falla undir lögsögu Félagsdóms. 13 Stefnandi vísar til þess að s tefndi hafi neitað að inna af hendi greiðslur til grunnskólakennara samkvæmt kjarasamningi aðila og þar með brotið gegn nánar tilgreindum ákvæðum kjarasamningsins. Til stuðnings afstöðu sinni hafi stefndi vísað til ákvæðis II til bráðabirgða í lögum nr. 8 2 /2008 um almannavarnir , sbr. 1. gr. laga nr. 27/2020. Stefnandi mótmælir því að lagaákvæðið leysi vinnuveitanda undan skyldu til að greiða fyrir vinnu samkvæmt kjar asamningi. 14 Stefnandi byggir á því að með dómi Félagsdóm s 25. mars 2021 í máli nr. 12/2020 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að bráðabirgðaákvæðið breyti ekki rétti starfsmanna til greiðsl na samkvæmt kjarasamningi . Liggi því fyrir bindandi fordæmi Féla gsdóms og sé dómurinn endanlegur, sbr. 67. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur . Þá komi fram í 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamál a að dómur sé bindandi um sakarefni og að krafa sem hafi verið dæmd að efni til verði að öllu jöfnu ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól. 15 Vísað er til þess að það komi hvergi fram í umræddu bráðabirgðaákvæð i að ekki eigi að greiða starfsmönnum samkvæmt kjarasamningi . Samkvæmt ákvæðinu megi fela starfsmönnum tímabundið breyttar starfsskyldur og flytja starfsmenn tímabundið milli starfsstöðva og opinberra aðila til að sinna verkefnum sem hafi forgang á hættustundu. Þá sé sérstaklega tiltekið að starfsmenn skuli halda óbreyttum launum. Enn fremur komi fram í greinargerð með lögum nr. 27/2020 og lögum nr. 16/2021 , sem breyttu lögum nr. 8 2/20 08, að ekki eigi að taka upp nauðungarvinnu og að greiða eigi fyrir yfirvinnu. Sé tekið fram að ákvæðið gangi skemur en 19. gr. laganna og að gert sé ráð fyrir því að starfsmenn haldi óbreyttum launakjörum og fái greidda yfirvinnu aukist starf s skyldur umfram hefðbundna vinnuskyldu . Að mati stefnanda sé þannig í lögunum, sem og greinargerð með frumvarpi til laga nr. 27/2020 og 16/2021, tekinn af allur vafi um að ákvæði kjarasamninga haldi gildi sínu hvað varðar greiðslur til launamanna fyrir vinnu. 16 Stefnandi vísar einnig til þess að kjarasamningar séu samningar um lágmarkskjör og að samningar um lakari kjör séu ógildir, sbr. t.d. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttind a og 24. gr. laga nr. 94/1986 . Þá sé réttur fólks til að vera í stéttarfélagi varinn af 74. gr. stjórnarskrá rinnar . Jafnframt njóti réttur til greiðslna samkvæmt kjarasamningi v erndar 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar og komi fram í 2. mgr. 68. gr. að nau ðungarvinna sé óheimil . Rétti launþega til að fá 4 greiðslur í samræmi við kjarasamning verði ekki breytt með almennum lögum eða afstöðu stefnda. Þá tekur stefnandi fram að efni hins umdeilda bráðbirgðaákvæði s sé mjög óljóst og til dæmis ekki skýrt hvað átt sé við með hugtakinu hættustund. 17 Til stuðnings aðild stefnanda er vísað til 27. gr. laga nr. 94/1986 . Um aðild stefnda er vísað til 45. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeildur, sbr. einnig grein 11.1 í kjarasamningi aðila . Þá ví sar stefnandi til 1. mgr. 19. gr. og 1. mgr. 27. gr . laga nr. 91/1991 um meðferð einkamál a. Stefnandi byggir m álskostnaðarkr ö f u sína á 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. einnig 65. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefnda 18 Stefn di byggir á því að dómkröfum sé ranglega beint að s tefnda og beri að sýkna hann vegna aðildarskorts. Stefndi vinni að eflingu íslenskra sveitarfélaga og hagsmuna gæslu fyrir þau, þar með talið gagnvart ríkisvaldinu , og sé hann sameiginlegur málsvari sveitarfélaganna, sbr. sve itarstjórnarlög nr. 138/2011 . Stefndi móti stefnu sveitarfélaganna til einstakra mála og hafi náin samskipti við ríkisstjórn og Alþingi. Samkvæmt lögum sé unnt að skipta starfsemi stefnda í fimm meginþætti , þar með talið að þjóna sveitarfélögum á sviði vin numarkaðsmála, annast kjarasamningsgerð og hafa fyrirsvar í kjaramálum fyrir þau sveitarfélög sem veita umboð sitt til þess . 19 Stefndi vísar til þess að Hafnarfjarðarbær og Akureyrarbær hafi veitt stefnda umboð til að leiða kjaraviðræður og annast kjarasamn ingsgerð fyrir sína hönd gagnvart viðsemjendum þeirra, stéttarfélögum landsins. Lengra nái umboð stefnda ekki. Framkvæmd og útfærslu á kjarasamningi sé alfarið í höndum sveitarfélaganna sjálfra. Verði ágreiningur um túlkun á efni kjarasamnings sem ekki sé leystur innan samstarfsnefndar sé honum oftast skotið til Félagsdóms og taki dómkrafan mið af lögsögu dómstólsins. Dómkröfum verði aldrei beint að stefnda , enda komi hann ekki að framkvæmd kjarasamnings eða fjárhagsleg um skuldbinding um sem honum tengist. S líkt sé alfarið á forræði sveitarfélaganna sjálfra. Beri því að sýkna stefnda vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 20 Krafa stefnda um sýknu er einnig byggð á því að ákvarðanir sem skólayfirvöld í Hafnarfirði og á Akureyri tóku um breytta kennslutilhögun í nóvember og desember 2020 hafi verið lögmætar enda í samræmi við bráðabirgðaákvæði laga nr. 82/2008. 21 Stefndi vísar til þess að með bráðabirgðaákvæði II við lög nr. 82/2008, sbr. lög nr. 27/2020, hafi verið lögfest ákvæði sem heimili skólastjórnendum að fela starfsmönnum tímabundið breyttar starfsskyldur og flytja starfsmenn tímabundið milli starfsstöðva og sinna verkefnum sem hafi forgang á hættustund. Starfsmenn hal di óbreyttum launakjörum við slíkar aðstæður. Löggjafarviljinn sé skýr og komi fram í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 27/2020 að tímabundnar tilfærslur eða breyting á starfsskyldum og vinnustöðum séu ekki bundnar ákvæðum kjar asamninga , enda sé um að ræða borgar a lega skyldu starfsmanna 5 opinberra aðila. Tekið er fram að f rumvarpið geri ráð fyrir því að starfsmenn haldi óbreyttum launakjörum og fái greidda yfirvinnu ef starfsskyldur umfram hefðbundna vinnuskyldu aukast. 22 Á grundvelli þessarar lagaheimildar hafi skólastjórnendum Lækjarskóla verið heimilt að flytja kennsluskyldu kennara á milli daga án þess að til kæmi sérstök yfirvinnugreiðsla. Að sama skapi hafi skólastjórnendum Lundarskóla á Akureyri verið heimilt að brey ta starfsskyldum sem felist í staðkennslu í fjarkennslu á meðan neyðarstig almannavarnarlaga væri í gildi án greiðslu álags samkvæmt grein 1.6.3 í kjarasamningi aðila. Tekið sé fram í lögskýringargögnum að breyting geti falist í að kennsla menntastofnunar verði fjarkennsla fremur en hefðbundin staðkennsla. Ákvarðanir skólastjórnenda hafi byggst á bráðabirgðaákvæðinu en ekki einstökum ákvæðum kjarasamnings aðila. Byggt er á því að bráðabirgða ákvæðið gangi framar kjarasamningum. Heimild til að beita því verði sjálfkrafa virk á hættustund, en hættustund sé skilgreind sem hæsta stig almannavarna sem í dag sé neyðarstig. 23 Stefndi vísar til þess að í Lækjarskóla starfi kennarar með vinnuskýrslu sem kveði á um skerta kennsluskyldu eða frí frá kennsluskyldu, einn eð a fleiri daga vikunnar. Þekkt séu dæmi þess við skipulagningu vinnu í öðrum teymum, að aðilar með fulla vinnuskyldu hafi skipulagt vinnu sína í samvinnu við teymið á þann hátt að unnar kennslustundir vik i ekki frá því sem vinnuskýrsla segi til um. Sá kenna ri sem um ræði sé með kennsluafslátt í samræmi við grein 2.5.2.1 í kjarasamningi aðila, það er 19 kennslustundir á viku og einn yfirvinnutíma á viku sem nýttur sé til kennslu. Heildarfjöldi kennslustunda sé því 20 á viku eins og fram komi í vinnuskýrslu. Við skipulagningu og verkaskiptingu vegna nemendahóps á því tímabili sem um ræðir hafi sú staðreynd aldrei verið borin á borð að umræddur kennari væri ekki með kennsluskyldu á föstudögum. Öllu máli skipti að breyting hafi eingöngu orðið á kennslutilhögun k ennarans sem hafi kennt sama fjölda kennslustunda á fimm vinnudögum í stað fjögurra. Þetta hafi kennaranum verið fullljóst , eins og sjá megi af tölvupóstsamskipt um 8. janúar 2021 . Af þessu tilefni hafi aðstoðarskólastjóri minnt kennarann á að ekki væri gre itt sértaklega fyrir kennslu á föstudögum þó að hann kenndi ekki á þeim vikudegi í venjulegu árferði. Jafnframt hafi komið fram að kennarinn fengi greitt fyrir kennslu umfram 20 kennslustundir. 24 Stefndi byggir á því að kennara num hafi verið f yllilega ljóst að h ann þyrfti að þola tímabundna breytingu á starfsskyldum á grundvelli fyrrgreinds bráðabirgðaákvæðis laga nr. 82/2008, sem og að hann hafi verið samþykkur því. Þá hafi kennaranum verið í lófa lagið að hafa áhrif á skipulagningu á eigin vinnutíma í samv innu við teymi sitt eða að óska breytingar hjá stjórnendum teldi hann vinnu á föstudögum vera óásættanlega þrátt fyrir bráðabirgðarákvæði ð, sem og þann aukna sveigjanleika sem krafist hafði verið á tímabilinu. Áréttað er að skólastjórnendum hafi verið heimilt að víkja tímabundið frá vinnuskýrslu og færa kennsluskyldu milli vikudaga án þess að til kæmi sérstök yfirvinnugreiðsla. 6 25 Stefndi telur s ömu rök semdir eiga við vegna breytinga á kennslufyrirkomulagi í Lundarskóla á Akure yri. Eins og áður greinir komi berum orðum fram í lögskýringargögnum að á hættustundu verði kennslu hjá menntastofnunum sinnt í fjarkennslu. Hvað varðar grein 1.6.3 í kjarasamningi aðila liggi aðeins fyrir að á þeim tíma sem ákvæðið var tekið upp hafi aðil ar verið sammála um að fjarkennslu fylgdi hugsanlega meiri undirbúningur , en samkvæmt bókun samstarfsnefndar yrði þörf á fjarkennslu ávallt metin af skólastjóra í samráði við kennara. Á þeim tíma sem ákvæðið hafi verið tekið upp í kjarasamning hafi fjarken nsla farið fram með þeim hætti að nemendum hafi verið kennt í gegnum staðbundinn fjarfundarbúnað í skólastofu. Kennsla hafi því farið fram í rauntíma og hafi nemendur getað verið fjarri kennslustaðnum. Að virtum tilgangi bráðabirgðaákvæðisins beri ekki að greiða sérsta k lega fyrir breytingar á starfsskyldum meðan neyðarstig sé í gildi. Starfsmenn haldi því óbreyttum launakjörum nema að þeir taki að sér starf sem greidd séu hærri laun fyrir eða fari vinnuframlag þeirra umfram hefðbundna vinnuskyldu. Tekið er fram að s ta r fsmenn haldi einnig óbreyttum launakjörum minnki vinnuframlag þeirra vegna aðgerða á hættustund. Niðurstaða 26 Mál þetta varðar ágreining um skilning á kjarasamningi og fellur undir lögsögu Félagsdóms, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 27 Aðila greinir á um hvort stefndi hafi brotið gegn tilteknum ákvæðum í kjara samningi þeirra með því að neita að greiða félagsmanni stefnanda sem er kennari við Lækjarskóla í Hafnarfirði yfirvinnu, sbr. grein 2.1.6.1, vegna vinnu umfram daglega vinnuskyldu í nóvember og desember 2020 . Jafnframt er krafist viðurkenningar á því að st efndi hafi brotið gegn grein 1.6.3 í kjarasamningi aðila með því að greiða kennurum við Lundarskóla á Akureyri ekki álag vegna fjarkennslu á sama tímabili . 28 Stefndi telur kröfum stefnanda ranglega beint að sér og hefur krafist sýknu vegna aðildarskorts , sb r. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . Því til stuðnings er einkum vísað til þess að stefndi komi ekki að framkvæmd þess kjarasamnings sem um ræðir eða fjárhagslegum skuldbindingum sem honum tengist. Slíkt sé alfarið á hendi Hafnarfjarða rbæjar og Akureyrarbæjar sem annist rekstur umræddra grunnskóla . 29 Samkvæmt sve i tarstjórnarlögum nr. 138/2011 er stefndi sameiginlegur málsvari sveitarfélaga og er fjallað um hlutverk hans í ýmsum ákvæðum laganna. Þ að leiðir af samþykktum stefnda að hlutverk hans tekur til þess að þjóna sveitarfélögu m á sviði vinnumarkaðsmála, annast kjarasamningsgerð og hafa fyrirsvar í kjaramálum fyrir þau sveitarfélög sem veita umboð sitt til þess , sbr. 2. gr. samþykktanna . Á þessum grunni kom stefndi fram fyrir hö nd þeirra sveitarfélaga sem höfðu veitt honum umboð við gerð þess kjarasamnings sem hér er til skoðunar , þar með talið fyrir hönd Akureyrarbæjar og Hafnarfjarðarbæjar . Þá á stefndi aðild að kjarasamningnum fyrir 7 hönd viðkomandi sveitarfélaga. Til þess er a ð líta að dómkröfur stefnanda lúta að viðurkenningu á broti á kjarasamningi aðila og er þeim beint að stefnda vegna Akureyrarbæjar og Hafnarfjarðarbæjar. Það hefur lengi tíðkast í framkvæmd Félagsdóms að málum af þessu tagi sé beint að stefnda , ýmis einum eða vegna þeirra sveitarfélaga um ræðir og verður að telja að venja hafi skapast í þessum efnum , sbr. til dæmis dóma frá 16 maí 2022 í máli nr. 1/2022, frá 26. apríl 2022 í máli nr. 19/ 2021 , frá 19. apríl 2022 í máli nr. 23/2021 og frá 4. desember 2019 í m áli nr. 10/2019 . Að öllu framangreindu virtu verður ekki fallist á kröfu stefnda um sýknu vegna aðildarskorts. 30 Kemur þá til skoðunar fyrri krafa stefnanda um að viðurkennt verði a ð stefndi hafi brotið gegn grein 2.3.1 í kjarasamningi aðila með því að neit a að greiða fyrrgreindum kennara Lækjarskóla yfirvinnu vegna vinnu í nóvember og desember 2020. 31 Það er óumdeilt að vinnutím i kennarans hafði við upphaf skólaárs verið ákveðinn með þeim hætti að vinnustundir skyldu vera 20 á viku og að hún væri ekki við störf á föstudögum, sbr. grein 2.1.6.1 í kjarasamningi. Breytingar voru gerðar á skipulagi skólastarfs og vinnutíma kennara haustið 2020 vegna Covid - 19 faraldursins og telur stefndi þær hafa stuðst við ákvæði II til bráðab irgða við lög nr. 82/2008 um almannavarnir, sbr. 1. gr. laga nr. 27/2020 um breytingu á lögum nr. 82/2008. Í nóvember og desember 2020 varð sú breyting á vinnutíma kennaran s að hún sinnti vinnu á föstudögum auk annarra virkra daga. Voru vinnustundir þannig færðar til innan vikunnar en það er ágreiningslaust að þeim var ekki fjölgað. 32 Fram kemur í fyrrgreindu ákvæði laga nr. 27/2020, sem varð að bráðabirgðaákvæði II við lög nr. 82/2008, að það sé borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila að gegn a störfum í þágu almannavarna á hættustundu. Tekið er fram að opinberum aðilum sé heimilt að fela starfsmönnum tímabundið breyttar starfsskyldur og að flytja starfsmenn tímabundið milli starfsstöðva og opinberra aðila til að sinna verkefnum sem hafi forgang á hættu stundu. Þá segir að starfsmenn haldi óbreyttum launakjörum við slíkar aðstæður. Það er nánar skýrt í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögu m nr. 27/2020 að ætlunin sé að lögfesta heimild opinberra aðila til að færa starfsmenn á milli sta rfa og gera breytingar á starfsskyldum þeirra á hættustundu. Hættustund teljist vera fyrir hendi þegar ríkislögreglustjóri hafi lýst yfir hæsta almannavarnastigi eða neyðarstigi, sbr. reglugerð nr. 650/2009 um flokkun almannavarnastiga. Jafnframt segir að tímabundnar tilfærslur í störfum eða breyting á starfsskyldum séu ekki bundnar ákvæðum kjarasamninga enda sé um að ræða borgaralega skyldu starfsmanna opinberra aðila. Tekið er fram að gert sé ráð fyrir því að starfsmenn haldi óbreyttum launakjörum og fái , eins og það er orðað. 33 Það liggur fyrir að á þeim tíma sem um ræðir hafði ríkislögreglustjóri lýst yfir neyðarstigi sem er hæsta almannavarnastig samkvæmt reglugerð nr. 650/2 009. Var opinberum aðilum, þar með talið stjórnendum grunnskóla, því heimilt að grípa til 8 aðgerða á grundvelli fyrrgreinds bráðabirgðaákvæðisins að öðrum skilyrðum uppfylltum. Á þessum grunni var heimilt að gera tímabundna breytingu á starfsskyldum umrædds kennara við Lækjarskóla , sbr. 2. málslið 1. mgr. bráðabirgðaákvæðisins. Leggja verðu r til grundvallar að breytingin hafi verið gerð að beiðni skólastjórnenda, enda liggur ekkert fyrir sem styður að kennarinn hafi sjálf ur óskað eftir þessari breytin gu. Þ að verður skýrlega ráðið af orðalagi ákvæðisins og lögskýringargögnum að greiða bar kennaranum yfirvinnu, sbr. grein 2.3.1 í kjarasamningi, að því marki se m starfsskyldur hennar voru auknar. 34 Að mati dómsins skiptir grundvallarmáli að í þessu tilviki var vinnutími kennarans ekki aukinn og fjölgaði vinnustundum ekki frá því sem áður hafði verið ákveðið. Þvert á móti var fjöldi vinnstunda hinn sami, en sú breyting varð þó að þær dreifðust á fimm vikudag a í stað fjögurra. Var þannig gerð tímabundin breyti ng á starfsskyldum kennarans án þess þó að þær hafi verið auk nar og fær breytingin stoð í fyrrgreindu bráðabirgðaákvæði við lög nr. 82/2008, sbr. 1. gr. laga nr. 27/2020 . Við þessar aðstæður verður ekki fallist á að kennarinn hafi innt af hendi vinnu umfra m vinnuskyldu þannig að hún eigi rétt á greiðslu vegna yfirvinnu samkvæmt grein 2.3.1 í kjarasamningi aðila, en túlka verður greinina með hliðsjón af fyrrgreindu bráðabirgðaákvæði laga nr. 27/2020. Verður stefndi því sýknaður af þessari kröfu stefnanda. 35 S tefnandi hefur í öðru lagi krafist viðurkenningar á því að brotið hafi verið gegn grein 1.6.3 í kjarasamningi aðila þar sem kennurum Lunda r skóla á Akureyri, sem kenndu í fjarkennslu í nóvember og desember 2020, hafi ekki verið greitt álag samkvæmt ákvæðinu. Það er ágreiningslaust að kennarar við skólann sinntu fjarkennslu á þess u tímabili í stað kennslu innan veggja skólans. Fram kemur í fyrrgreindu kjarasamningsákvæði að greiða skuli 50% álag á hverja kennslustund í fjarkennslu. Höfðu aðil ar þannig samið með fortakslausum hætti um tiltekna greiðslu færi fjarkennsla fram fremur en staðkennsla , en telja verður að sjónarmið um að fjarkennsla f e li í sér aukið álag hafi búið þar að baki . 36 Skilja verður málatilbúnað stefnda með þeim hætti að hann telji skyldu til greiðslu samkvæmt grein 1.6.3 í kjarasamnngnum ekki vera til staðar þar sem breyting hafi verið gerð á kennslutilhögun vegna neyðarstigs almannavarna og með vísan til fyrrgreinds bráðabirgðaákvæði s. Að mati dómsins verður ekki á það fallis t , enda kemur með skýrum hætti fram í ákvæðinu og lögskýringargögnum að starfsmenn skuli halda óbreyttum launakjörum. Verður því fallist á kröfu stefnanda um viðurkenningu á því að stefndi hafi brotið gegn umræddu kjarasamningsákvæði með því að neita að in na af hendi greiðslu til þeirra kennara sem sinntu fjarkennslu í nóvember og desember 2020. 37 Að virtum úrslitum málsins og 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, verður stefnda gert að greiða hluta 9 málskostnaðar stefn an da, eins og nánar greinir í dómsorði. Hefur þar verið tekið tillit til þess að frávísunarkröfu stefnda var hafnað með úrskurði 16. desember 2021. Dóms orð: Viðurkennt er að stefndi, Samband íslenskra sveitarfélaga vegna Hafnarfjarðarbæ jar og Akureyrarbæjar, hafi brotið gegn grein 1.6.3 í kjarasamningi aðila með því að neita að greiða þeim kennurum Lunda r skóla á Akureyri, sem kenndu í fjarkennslu í nóvember og desember 2020, álag samkvæmt grein 1.6.3 í kjarasamning num. Stefndi er að öðru leyti sýknaður af kröfum stefnanda. Stefndi greiði stefnanda 300.000 krónur í málskostnað. Ásgerður Ragnarsdóttir Ásmundur Helgason Gísli Gíslason Guðni Á Haraldsson Karl Ó. Karlsson