FÉLAGSDÓMUR Úrskurður miðvikudaginn 10. desember 20 25 . Mál nr. 6 /20 25 : Félag íslenskra atvinnuflugmanna ( Karl Ó. Karlsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins f.h. Icelandair ehf. ( Ólafur Eiríksson lögmaður) Lykilorð Frávísun . Kjarasamningsgerð . Samningsumboð . Útdráttur Aðila greindi á um hvort ákvæði 18. kafla kjarasamnings þeirra, sem lýtur að starfslokum flugmanna, h efði verið breytt með bindandi hætti vorið 2020. Kröfur F voru reistar á því að slíkar breytingar hefðu verið gerðar og að ákvæð ið gilti nú í tiltekinni mynd , en SA taldi þá útgáfu af ákvæðinu ekki hafa gildi sem kjarasamningur. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að kjarasamningsákvæðinu hefði ekki verið breytt með bindandi hætti og að framkvæmd I gæti ekki breytt því. Þar sem ákvæðið sem kröfur F væru reistar á gæti ekki talist hluti kjarasamnings félli úrlausn um þær utan valdsviðs Félagsdóms , sbr. 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Var málinu því vísað frá Félagsdómi. Úrskurður Félagsd óms Mál þetta var tekið til úrskurðar 18. nóvember 2025 um frávísunarkröfu stefnda. Mál ið úrskurða Ásgerður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson, Guðmundur B. Ólafsson og Einar Hugi Bjarnason . Stefnandi er Félag íslenskra atvinnuflugmanna, Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, fyrir hönd Icelandair ehf., Flugvöllum 1 í Hafnarfirði . Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að eftirtaldir starfandi flugstjórar hjá Icelandair ehf. eigi rétt á starfslokum hjá Icelandair ehf. í samræmi við ákvæði 18. kafla kjarasamnings Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair Group hf./Icelandair ehf., endurnýjuðum þann 15. maí 2020 m eð gildistíma til 30. september 2025, frá þeim degi og með þeim réttindum sem nánar greini r í stafliðum a - i: 2 a. A , kt. , þann 1. nóvember 2025 gegn: i. aðallega mánaðarlegum greiðslum frá Icelandair ehf. frá þeim degi að telja til 65 ára aldurs er nemi 78% af þágildandi 100% föstum launum A í hverjum mánuði til 65 ára aldurs, auk lögboðins lágmarks mótframlags í lífeyrissjóð. ii. til vara eingreiðslu frá Icelandair ehf. er nemi 100% af föstum launum A í 44 mánuði, að teknu tilliti til skerðingar um 7/60 hluta. b. B , kt. , þann 23. apríl 2026 gegn eingreiðslu frá Icelandair ehf. er nemi föstum launum B í 44 mánuði. c. C , kt. , þann 30. nóvember 2025 gegn: i. aðallega mánaðarlegum greiðslum frá Icelandair ehf. frá þeim degi að telja til 65 ára aldurs er nemi 78% af þágildandi föstum launum C í hverjum mánuði til 65 ára aldurs, auk lögboðins lágmarks mótframlags í lífeyrissjóð. ii. til vara eingreiðslu frá Icelandair ehf. er nemi föstum launum C í 44 mánuði, að teknu tilliti til skerðingar um 6/60 hluta. d. D , kt. , þann 1. febrúar 2026 gegn eingreiðslu frá Icelandair ehf. er nemi föstum launum D í 44 mánuði, að teknu tilliti til skerðingar um 7/60 hluta. e. E , kt. , þann 1. janúar 2026 gegn eingreiðslu frá Icelandair ehf. er nemi föstum launum E í 44 mánuði, að teknu tilliti til skerðingar um 1/60 hluta. f. F , kt. , þann 1. janúar 2026 gegn eingreiðslu frá Icelandair ehf. er nemi föstum launum F í 44 mánuði. g. G , kt. , þann 1. nóvember 2025 gegn: i. aðallega mánaðarlegum greiðslum frá Icelandair eh f. frá þeim degi að telja til 65 ára aldurs er nemi 78% af þágildandi föstum launum G í hverjum mánuði til 65 ára aldurs, auk lögboðins lágmarks mótframlags í lífeyrissjóð. ii. til vara eingreiðslu frá Icelandair ehf. er nemi föstum launum G í 44 mánuði, að te knu tilliti til skerðingar um 20/60 hluta. 2 Stefnandi krefst jafnframt málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst þess aðallega að máli nu verði vísað frá Félagsdómi en til vara að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda. Þá krefst s tefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda. 3 Málavextir 4 Stefnandi er stéttarfélag atvinnuflugmanna sem hefur um áratuga skeið haft með höndum gerð kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna gagnvart Samtökum atvinnulífsins um kaup og kjör flugmanna hjá Icelan dair ehf. / Icelandair Group hf. Hér á 5 Í kjarasamningum aðila hefur um langt skeið verið samið um rétt flugmanna sem hafa starfað í tiltekinn tíma hjá stefnda og náð hafa 60 ára lífaldri til starfsloka gegn eingreiðslu eða mánaðarlegum greiðslum frá starfslokadegi að telja til ákveðins tíma. Í 18. kafla kjarasamning s frá 25. september 2019 er svohljóðandi ákvæði sem ber - 0 Starfslok : 18 - 0 Star fslok Einstaklingur sem gengt hefur starfi flugmanns í 25 ár hjá félaginu, að undansk i ldum launalausum leyfum, og hefur náð sextíu ára aldri öðlast rétt til starfsloka samkvæmt grein þessari. Tilkynna skal um starfslok með eins árs fyrirvara . Starfslok með eingreiðslu Sú greiðsla sem til viðkomandi flugmanns kemur mun nema föstum launum hans í 21 mánuð og er orlof innifalið. Um eingreiðslu er að ræða. Upphæðin skerðist í hlutfalli við fjölda mánaða sem liðinn er frá því hann nær 60 ára aldri að þeim tíma sem hann lætur af störfum. Þannig skerðist upphæðin um 1/60 fyrir hvern liðinn mánuð umfram 60 ára aldur. Lífeyrissjóðsiðgjald svo og gjöld til sjúkrasjóðs, félagssjóðs og orlofsheimilasjóðs greiðast ekki. Samningsbundnar tryggingar falla niður við gerð s tarfslokasamnings. Starfslok með mánaðargreiðslum Í stað eingreiðslu er heimilt með gagnkvæmu samkomulagi að semja um að flugmaður fái sem nemur 46,67 % af þágildandi föstum launum sínum í hverjum mánuði til 65 ára aldurs. Launagreiðslur þessar eru föst up phæð og sama krónutala á mánuði þar til 65 ára aldri er náð. Fái flugmaður slíkar launagreiðslur öðlast hann sömu réttindi og við eingreiðslu vegna starfsloka, samanber gildandi grein um starfslok. Þannig bætast ekki við greiðslur til sjúkrasjóðs, félagssj óðs og orlofsheimilasjóðs. Lífeyrissjóðsframlag verður lágmarkslífeyrissjóðsframlag samkvæmt lögum. Samningsbundnar tryggingar falla niður við gerð starfslokasamnings. 6 Vegna erfiðleik a sem stefndi stóð frammi fyrir snemma árs 2020 sökum C OVID - 19 heimsfaral dursins voru aðilar sammála um að gera breytingar á kjarasamningnum frá september 2019. Samkvæmt gögnum málsins var samninganefnd SA veitt umboð 8. maí 2020 til gerðar kjarasamnings. Í nefndinni sátu Jens Bjarnason , f ormaður, Elísabet Helgadóttir, Steinunn Kristinsdóttir, Lárus Ívar Ívarsson og Sólveig B. Gunnarsdóttir, ábyrgðarmaður. Fram kom að auk þeirra væru í samninganefndinni framkvæmdastjóri, aðstoðarframkvæmdastjóri og framkvæmdstjórn SA. Þá sagði: ninganefndarmanns þarf til að Samninganefnd stefnanda var 4 einnig veitt umboð til gerðar kjar asamnings og var hún skipuð Hafsteini Pálssyni, formanni, Jóni Einarssyni, Högna B. Ómarssyni og Matthíasi Svei nbjörnssyni. 7 Í viðræðum aðila komu til umræðu breytingar á kjarasamningsákvæði um starfslok flugmanna. Stefndi lagði fram glæru flugmanna en kynningunni mun fyrst hafa verið miðlað til stefnda í mars 2020. Síðasta glæran starfslokasamningum er í næsta punkt S parnaði glæran að geyma töflu með forskriftinni greinir að hlutfall fastra launa félagsmanns á aldrinum 60 til 65 ára sé 77% en fjöldi mánaða á fös tum launum 44. Þá segir neðst á glærunni: - 16 mánaða veikindatímabils ef flugmaður missir skírteini Af gögnum málsins verður ráðið a ð Sturla Ómarsson, sem annaðist útreikninga fyrir stefnanda, hafa fundað með fulltrúum samninganefndar SA 14. maí 2020 þar sem útfærslan var til umræðu. Þá óskaði Jens Bjarnason með tölvupósti til Sturlu sama dag eftir e xcel skjali vegna þess sem farið haf ði verið yfir og var það sent samdægurs. 8 Þann 15. maí 2020 rit u ð u aðilar undir samning sem fól í sér framlengingu á áðurgildandi kjarasamningi með tilteknum breytingum. Samningurinn skyldi gilda til 30. september 2025 og v ar í meginmáli hans að finna þrettán grein ar með breytingum á tilteknum kjarasamnings ákvæðum. Undir samninginn rituðu meðal annars fyrir hönd stefnanda Hafsteinn Pálsson, sem var formaður samninganefndar stéttarfélagsins , og fyrir hönd stefnda, Jens Bjarnason, formaður samninganefndar SA , og ábyrgðarmaðurinn Sólveig B. Gunnarsdóttir. Samningnum fylgdi skjal sem var tvær blaðsíður að lengd og voru neðarlega á báðum blaðsíðum ritaðir upphafsstafi r Hafsteins Pálssonar og Jens Bjarnasonar. Þar var að finna svohljóðandi texta: Breytingar á ákv 18 - 0 Starf s lok Aðilar eru sammála að gera breytingar á starfslokum samkvæmt tillögu FÍA sem var lögð fram 14.5.2020. 9 Gögn málsins bera með sér að Jens Bjarnason og Sturla Ómarsson hafi í framhaldinu fundað til að fara yfir útreikninga í tengslum við á kvæði um starfsloka flugmanna. Þá hafi formaður stefnanda átt í samskiptum við Jens vegna þessa. Þannig sendi Jens í samræmi við útreikningana sem Sturla fór yfir með okkur. Bið þig u m að skoða Formaður stefnda sendi tillöguna samdægurs til tiltekinna félagsmanna og spurði hvort þeir væru sáttir við þessa 5 10 Að morgni 4. júní 2020 sendi formaður s tefnanda Jens Bjarnasyni skjalið yrði undirritað og sent aftur fyrir skjalavörslu stéttarfélagsins. Síðar sama dag sendi Jens formanni stefnanda tölvupóst og fyl gdi honum skjalið skannað með undirritun þeirra beggja. Skjalið hafði að geyma svohljóðandi ákvæði: 1 8 - 0 Starfslok Einstaklingur sem gengt hefur starfi flugmanns í 25 ár hjá félaginu, að undansk i ldum launalausum leyfum, og hefur náð sextíu ára aldri öðlast rétt til starfsloka samkvæmt grein þessari. Miða skal við að framkvæmd starfsloka eigi sér stað á tímabilinu 1. október til 1. maí ár hvert. Flugmaður skal alla jafna tilkynna um starfslok með 6 mánaða fyrirvara. Starfslok með eingreiðslu Sú greiðsla sem til viðkomandi flugmanns kemur mun nema föstum launum hans í 44 mánuði og er orlof innifalið. Um eingreiðslu er að ræða. Upphæðin skerðist í hlutfalli við fjölda mánaða sem liðinn er frá því hann nær 60 ára aldri að þeim tíma sem hann lætur af störfum. Þa nnig skerðist upphæðin um 1/60 fyrir hvern liðinn mánuð umfram 60 ára aldur. Lífeyrissjóðsiðgjald svo og gjöld til sjúkrasjóðs, félagssjóðs og orlofsheimilasjóðs greiðast ekki. Samningsbundnar tryggingar falla niður við gerð starfslokasamnings. Starfslok með mánaðargreiðslum Í stað eingreiðslu er heimilt með gagnkvæmu samkomulagi að semja um að flugmaður fái sem nemur 78% af þágildandi föstum launum sínum í hverjum mánuði til 65 ára aldurs. Launagreiðslur þessar eru föst upphæð og sama krónutala á mánuði þ ar til 65 ára aldri er náð. Fái flugmaður slíkar launagreiðslur öðlast hann sömu réttindi og við eingreiðslu vegna starfsloka, samanber gildandi grein um starfslok. Þannig bætast ekki við greiðslur til sjúkrasjóðs, félagssjóðs og orlofsheimilasjóðs. Lífeyr issjóðsframlag verður lágmarkslífeyrissjóðsframlag samkvæmt lögum. Samningsbundnar tryggingar falla niður við gerð starfslokasamnings. 11 Fyrir liggur að eftir breytingar á kjarasamningi aðila í maí 2020 hefur stefndi gert starfslokasamninga við flugmenn með FÍA og Icelandair Group hf. / Icelandair ehf., ákv. 18 - lagðir hafa verið fram bera með séð að ýmist hafi verið gert ráð fyrir greiðslu fastrar upphæðar mánaðarlega eða eingrei ðslu. Þá hafa samningar sem lúta að mánaðarlegum fordæmisgefandi varðandi túlkun ákvæðisins enda standa yfir samningaviðræður á milli Icelandair og FÍA um útfærslu í samræmi við það sem l á til grundvallar við gerð samningum sem gera ráð fyrir eingreiðslu. 12 Aðila greinir á um hvort starfslokaákvæði kjarasamnings aðila hafi tekið breytingum í tengslum við undirritun kjarasamnings 15. maí 2020. Stefnandi byggir á því að nú sé í gildi ákvæði 18. kafla í þeirri mynd sem tilgreind er í efnisgrein 1 0 að framan. Stefndi telur aftur á móti að ekki hafi verið gerðar breytingar á kjarasamningi aðila og 6 gildi enn ákv æði 18. kafl a kjarasamningsins frá september 2019 um starfslok flugmanna, sbr. efnisgrein 5. 13 Stefndi heldur því fram að yfirstjórn félagsins hafi fyrst fengið veður af starfslokasamningum, sem gerðir höfðu verið á þeim grunni sem greinir í skjalinu frá júní 2020 , tæ pu ári eftir undirritun skjalsins. Þá hafi komið í ljós að útreikningar stefnanda væru rangir og endurspegluðu ekki þá 80/20 skiptingu á ávinningi vegna starfsloka sem aðilar h e fðu orðið ásáttir um. Þessu er mótmælt af hálfu stefnanda sem telu r ljóst að breyting hafi verið gerð á starfslokaákvæði kjarasamning s með bindandi hætti og að stjórnendum stefnda hljóti að hafa verið það ljóst. 14 F ulltrúar stefnanda og stefnda hafa átt í ýmis konar samskiptum vegna s tarfslokaákvæðis kjarasamningsins. Með al gagna málsins er minnisblað 1. febrúar 2023 þar sem því er lýst að gerðar h afi verið breytingar á starfslokakjörum flugmanna vorið 2020 vegna mikilla rekstrarörðugleika stefnda sem stöfuðu af Covid - 19 faraldrinum. A ðilar væru sammála um að eitt lykilmar kmiða starfslokasamninga hefði verið að skipta ávinningi af gerð þeirra á milli félagsins og starfsmanna í hlutföllunum 80/20 þar sem meirihluti rynni til starfsmanna. Þá var því lýst að umhverfi stefnda væri síbreytilegt og að þörf væri á að endurskoða re glulega grundvöll samninganna, auk þess sem taka þyrfti tillit til fleiri þátta við útreikninga og hafa þyrfti í huga að aðstæður starfsmanna tækju breytingum. vinni sameiginlega að því að finna leiðir sem henta bæði starfsmönnum og félaginu hvað þessa þætti varðar á sama tíma og forsendur og ákvæði um starfslokasamninga og ákvæði starfslokasamninga, í síðasta lagi árið 2025 di stefndi afgreiða starfslokasamninga með sama hætti og 15 Með bréfi stefnda til stefnanda 11. september 2025 var upplýst a ð félagið myndi ekki ráðast í gerð frekari starfslokasamninga við flugmenn að svo stöddu, þ ar me ð talið þá flugstjóra sem mál þetta varðar . Stefnandi mótmælti þessu með bréfi 16. sama mánaðar og skoraði á stefnda að standa við gildandi kjarasamning og afgreiða umrædda starfslokasamninga á sama hátt og gert hefði verið frá undirritun kjarasamningsins 15. maí 2020. Fulltrúar stefnanda og stefnda áttu í frekari samskiptum í október 2025 og eru bréfaskipti þeirra meðal gagna málsins. 16 Aðilar óskuðu báðir eftir því að skýrslutökur færu fram áður en frávísunar krafa stefnda yrði tekin til úrskurðar. Stefnandi leiddi fyrir dóminn Jón Þór Þorvaldsson, Hafstein Pálsson og Sturlu Ómarsson, en stefndi Boga Nils Bogason, Jens Bjarnason og Sólveigu B. Gunnarsdóttur. Vikið verður að framburði þessara aðila og vitna síða r að því leyti sem þýðingu hefur við úrlausn málsins. Málsástæður og lagarök stefnanda 17 Stefnandi byggir á því að flugstjórarnir, sem dómkröfur málsins lút a að, eigi hver um sig skýlausan rétt til þess að ganga til starfslokasamnings við stefnda með vísan til 7 ákvæð is 18. kafla kjarasamnings , endurnýjuðum 15. maí 2020 með gildistíma til 30. september 2025. Það leiði af ákvæðinu að flugmenn sem uppfylli þau skilyrði að haf a starfað í að minnsta kosti 25 ár hjá félaginu, að undanskildum launalausum leyfum, og hafi náð 60 ára aldri öðlist rétt til starfsloka gegn eingreiðslu af hálfu stefnda. Séu starfslokin strax við 60 ára aldur flugmanns beri að inna eingreiðslu af hendi óskerta, en fyrir hvern liðinn mánuð umfram 60 ára aldur skerðist eingreiðslan um 1/60 hl uta. Vilji flugmaður á hinn bóginn að greiðslum sé dreift mánaðarlega þurfi samkomulag þar um að liggja fyrir. Þá mæli á kvæðið fyrir um að flugmaður þurfi að tilkynna um áform um starfslok með að jafnaði sex mánaða fyrirvara og að miða skuli við að til sta rfsloka geti komið á tímabilinu 1. október til 1. maí ár hvert. 18 Aðila greini á um skilning á kjarasamningi eða gildi hans og falli úrlausn málsins undir lögsögu Félagsdóms, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Um efni gildandi kjara samnings vísar stef n andi til fyrrgreinds skjal s sem fylgdi tölvupósti Jens Bjarnasonar 4 júní 2020 og undirritað af honum og formanni stefnanda. Að sama skapi er vísað til þess að stefnandi taki saman breytingar á kjarasamningi aðila og hafi þannig tiltækt heildarskjal um gildandi kjarasamning á hverjum tíma. Þetta skjal sé meðal gagna málsins og hafi að geyma samhljóða ákvæð i og fyrrgreint skjal. 19 Stefnandi mótmælir því að skjal ið hafi ekki gildi sem kjarasamningur . Þessum rökum hafi stefndi fyrst teflt fram í bréfi 7. október 2025 og vísað til þess að SA, sem fari með samningsumboð fyrir stefnda, hafi ekki haft aðkomu að skj alinu og það ekki verið sett í almenna atkvæðagreiðslu félagsmanna stefnanda. Í aðdraganda og við undirritun kjarasamnings á árinu 2020 hafi alltaf staðið til að gera breytingar á starfslokaákvæði kjarasamningsins og hafi þær breytingar og tillögur verið k ynntar fyrir félagsmönnum stefnanda. Formanni stefnanda og formanni samninganefndar stefnda hafi verið falið af samninganefndum aðila við undirritun kjarasamningsins 15. maí 2020 að ganga frá breytingunni, líkt og áður hafi verið gert í samningaviðræðum að ila. Formennirnir tveir hafi á grundvelli gilds umboðs fundað um málið og lokaafurðin verið umrætt skjal sem afhent hafi verið stefnanda 4. júní 2020 fullundirritað. Áður en til þess kom hafi stefndi haft útreikningsforsendur í höndum til skoðunar og til á litsgjafar hjá tryggingastærðfræðingi. Það sé ekki gildisskilyrði kjarasamnings í heild eða að hluta að hann hafi verið samþykktur í atkvæðagreiðslu af viðkomandi félagsmönnum, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938, heldur sé það undirritun þar til bærs aði la sem ráði . 20 Stefnandi leggur áherslu á að stefndi hafi starfað samkvæmt framangreindri breytingu á starfslokaákvæðinu frá undirritun kjarasamnings í maí 2020 , svo sem glöggt megi sjá af framlögðum starfslokasamningum við flugmenn . Hafi stefndi þar með vi ðurkennt í verki gildi ákvæði si ns sem hluta af kjarasamningi aðila , enda hafi samningarnir verið í samræmi við rétta framkvæmd á 18. kafla kjarasamningsins og túlkun stefnanda á ákvæðinu. 8 21 Stefnandi tekur fram að minnisblað 1. febrúar 2023 geti hvorki talist vera hluti kjarasamnings né ígildi kjarasamnings, auk þess sem þar sé ekki að finna efnislega skuldbindingu sem geti talist fara gegn málatilbúnaði hans. Í minnisblaðinu séu m eðal annars stuttlega reifaðar forsendur breytinganna sem gerðar hafi veri ð á 18. kafla kjarasamningsins vorið 2020 . Þá sé tekið fram að aðilar stefni að því að vinna sameiginlega að því að finna leiðir að tilteknum markmiðum sem geti hentað starfsmönnum jafnt sem félaginu og á sama tíma verði ráðist í að endurskoða forsendur og ákvæði 18. kafla varðandi starfslokasamninga. Minnisblaðið, sem eigi rætur að rekja til ítrekaðra óska forstjóra stefnda á sínum tíma, h afi ekki vægi umfram það að lýsa vilja aðila kjarasamningsins til viðræðna um þau atriði sem í minnisblaðinu greini til framtíðar litið. 22 Stefnandi mótmælir því að kröfur hans séu að einhverju leyti vanreifaðar. Í stafliðum a, c og g í kröfugerð hans sé teflt fram aðalkröfu um greiðslu þar tilgreindra mánaðarlegra launa til 65 ára aldurs. Í þeim tilvikum sé byggt á að til staðar sé skuldbindandi samkomulag um þær greiðslur milli viðkomandi flugstjóra og stefnda, sbr. tölvupóstsamskipti þar að lútandi . S amkomulag verði að vera til staðar til þess að flugmaður geti átt tilkall til mánaðarlegra greiðslna , en verði það talið ós annað sé teflt fram varakröfu um eingreiðslu svo sem skýlaus réttur sé til. Í öðrum stafliðum sé gerð krafa um eingreiðslu, ýmist þar sem viðkomandi flugstjóri kjósi að fara þá leið eða þar sem ekki verð i talið að fyrir liggi samkomulag um mánaðarlegar gre iðslur. Þeir flugmenn sem dómkröfur lúti að fullnægi skilyrðum til starfslokagreiðslna nú þegar eða muni gera það þegar komi að næsta tímaramma starfsloka samkvæmt fyrrgreindu kjarasamningsákvæði. Heimilt sé að setja fram kröfur fyrir flugmenn sem uppfylli ekki aldursskilyrði ákvæðisins þegar tilkynnt sé um starfslokaáfor m , en muni gera það innan framangreinds tímaramma starfsloka enda eigi viðkomandi rétt til starfsloka að því gefnu að tilkynning þar um hafi borist stefnda nægjanlega snemma. Vilji flugmaðu r nýta sér rétt til að hætta strax við 60 ára aldur verði tilkynning þar að lútandi eðli máls samkvæmt að hafa borist stefnda að jafnaði sex mánuðum áður. Málsástæður og lagarök stefnda 23 Stefndi byggir frávísunarkröfu sína á því að ágreiningur aðila falli utan lögsögu Félagsdóms. Málið lúti ekki að ágreiningi um skilning á kjarasamningi eða gildi hans, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Samkomulag sem formaður stefnanda og starfsmað ur stefnda hafi undirritað í júní 2020 og sé viðhengi með framlögðum tölvupósti geti ekki talist kjarasamningur. Sé þannig farið fram á málinu frá þar sem farið sé fram á að Félagsdómur skeri úr um túlkun og skuldbindingargildi skjala sem fel i hvorki í sér kjarasamning né kjarasamningsígildi. 24 Skilyrði fyrir gerð og gildistöku kjarasamninga bygg i á langri réttarframkvæmd og séu grundvölluð í lögum . T il að kjarasamningur teljist gildur og skuldbindandi þurf i nokkur grundvallarskilyrði að vera uppfyllt. S amni ngur verði í fyrsta lagi að vera gerður af til þess bærum aðilum. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 séu 9 stéttarfélög lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. sömu laga h afi samninganefnd eða fyrirsvarsmaður, sem k omi fram fyrir hönd samningsaðila við gerð kjarasamnings, umboð til þess að setja fram tillögur að samningi, tak a þátt í samningaviðræðum og undirrit i kjarasamning fyrir hönd hlutaðeigandi félags eða samtaka. Í 3. mgr. 5. gr. sömu laga segi að þegar k jarasamningur he fur verið undirritaður af til þess bærum fulltrúum samningsaðila gildi hann frá undirskriftardegi sé ekki á annan veg samið, nema hann sé felldur við leynilega atkvæðagreiðslu með nánar tilgreindum hætti. 25 Stefndi leggur áherslu á að SA fari með samningsumboð fyrir hans hönd og hafi fyrir tilstilli þeirra verið komið á fót samninganefnd sem hafi skrifað undir breytingar á kjarasamningi 15. maí 2020 , en f élagsmenn stefnanda samþykkt þær eftir atkvæðagreiðslu 22. sama mánaðar. Í umboði til gerðar kjarasamnings 8. maí 2020 komi skýrt fram að til þess að skuldbindandi kjarasamningur komist á þurfi undirritun ábyrgðarmanns, Sólveigar B. Gunnarsdóttur, og eins annars samninganefndarmanns. Hvorki ábyrgðarmaðurinn né aðrir en Jens Bjarnaso n í samn inganefnd SA hafi skrifað undir það samkomulag sem stefnandi reisi kröfur sínar á. Þá hafi samninganefnd stefnanda ekki heldur skrifað undir skjalið . Samkvæmt grein 38 í samþykktum S A feli gera alla kjarasamninga fyrir sína hönd, með þeim takmörkunum einum sem felast í samþykktum þessum. Stefnandi hafi haft undir höndu m umboð stefnda til samningsgerðar og vitað hvað þyrfti til svo skuldbindandi kjarasamningur yrði gerður. Hið umdeilda skjal hafi síðan ekki verið lagt fyrir félagsmenn stefnanda til samþykktar, enda ekki um kjarasamning að ræða. 26 Í öðru lagi þurfi þeir sem undirriti kjara samning að hafa til þess gilt umboð. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 hafi samninganefnd eða fyrirsvarsmaður umboð til að undirrita kjarasamning fyrir hönd félags eða samtaka. Hvergi í kjarasamningi aðila sé ákveðnum einstaklingum eða einstökum meðlimum samninganefnda , upp á sitt eindæmi , gefin heimild til að breyta kjarasamningi eða ákveða, með s kuldbindandi hætti, hvernig hann skuli framkvæmdur. S tefndi hafi , sem fyrr greinir, veitt SA slíkt umboð . Aftur á móti hafi Jens Bjarnason ekki fengið slíkt umboð frá S A og hafi umboði hans sem formaður samninganefndar lokið við undirritun kjarasamnings 15 . maí 2020. Þ á liggi ekki fyrir að formaður stefnanda hafi haft umboð til að breyta kjarasamningi frá félagsmönnum enda hafi hann ekki setið í samninganefnd stéttarfélagsins . Jafnframt er bent á að samkvæmt 18. grein samþykkta stefnda þurfi samþykki stjórn ar fyrir öllum ráðstöfunum sem teljist óvenjulegar eða mikilsháttar. Það að einstaklingur, sem ekkert umboð hafi frá S A , stefnda eða samninganefnd stefnda, skrifi undir það sem eigi að vera kjarasamningur feli í sér bæði óvenjulega og mikilsháttar ráðstöfu n. Stjórn stefnda hafi ekki samþykkt slíkt og hafi stefnandi í ljósi alls framangreinds ekki mátt búast við að undirritun Jens Bjarnasonar væri skuldbindandi fyrir stefnda. 10 27 Stefndi byggir í þriðja lagi á því að það sé meginregla að kjarasamningur, sem undirritaður sé af aðilum með gilt umboð, öðl i st gildi nema honum sé hafnað í atkvæðagreiðslu , sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 . Umrætt skjal hafi ekki farið í slíka atkvæðagreiðslu og hafi því ekki gildi sem kjarasamn ingur. 28 Stefnd i byggir einnig á því að kr öfur stefnanda sé u vanreif a ð ar . Því til stuðnings er meðal annars vísað til þess að ekki sé skýrt hvernig þeir félagsmenn sem greinir í stafliðum a, c og g í kröfugerð stefnanda telji sig eiga rétt til þess að fá aða llega mánaðarlegar greiðslur og til vara eingreiðslu. Skjalið sem stefnandi byggi á feli ekki í sér einhliða rétt til starfsloka með mánaðargreiðslum og sé vanreifað hvernig umræddir aðilar geti einhliða krafist viðurkenningar á slíkum rétti. Þá beri að ví sa frá k r öfum þeirra félagsmanna sem haf i ekki náð 60 ára aldri og eig i því ekki rétt til starfsloka hjá stefnda. Sé til að mynda alls óvíst hvernig kjarasamningar verði þegar þeir nái 60 ára aldri og hvort þeir verði þá í starfi hjá stefnda . Niðurstaða 29 Aðila greinir á um hvort úrlausn málsins falli undir lögsögu Félagsdóms samkvæmt 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Stefnandi telur málið lúta að ágreiningi um skilning á kjarasamningi eða gildi hans, sbr. 2. tölulið ákvæðisins, en stefndi að það skjal sem dómkröfur stefnanda eru reistar á geti ekki talist kjarasamningur í skilningi ákvæðisins. 30 S vo sem rakið hefur verið deila aðila r um hvort ákvæði 18. kafla kjarasamnings þeirra , sem lýtur að starfslokum flugmanna, hafi verið breytt með bindandi hætti vorið 2020. Dómkröfur stefnanda eru reistar á því að kjarasamningsákvæði ð hafi tekið breytingum og gildi nú í þeirri mynd sem er rakin í efnisgrein 10 að framan. Stefndi telur þá útgáfu af ákvæðinu sem þar greinir aftur á móti ekki hafa gildi sem kjarasamningur, meðal annars þar sem þeir aðilar sem undirrituðu skjalið hafi ekki haft u mboð til að gera slíkan gerning , og að enn gildi ákvæði 18. kafl a kjar asamnings ins frá september 2019 . 31 Lögsaga Félagsdóms samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 er bundin við úrlausn mála sem rísa út af kærum um brot á kjarasamningi eða út af ágreiningi um skilning á kjarasamningi eða gildi hans. Valdsvið dóms tólsins er þannig bundið við deilur sem lúta að kjarasamningi eða kjarasamning s ígildi og fellur í hlut almennra dómstóla að leysa úr ágreiningi um túlkun annars konar samninga , sbr. til hliðsjónar dóma Félagsdóms 6. júní 2016 í mál i nr. 2 3 /2015 og 29. janú ar 2016 í máli nr. 27 / 2025 og dóma Hæstaréttar 13. desember 2017 í mál i nr. 710/2017 og 30. október 2019 í máli nr. 46/2019. 32 Fyrir liggur að gerðar voru tilteknar breytingar á kjarasamningi aðila 15. maí 2020 og voru þær tilgreindar í þrettán tölusettum greinum . Breytingar á starfslokaákvæði 18. kafla voru ekki þar á meðal, en sem fyrr greinir fylgdi undirrituðum kjarasamningi skjal þar sem sammála að gera breytingar á starfslokum samkvæmt tillögu FÍA sem var lögð fram 14.5.20 og rituðu formenn 11 samninganefnda beggja aðila upphafsstafi sína á skjalið. Af skýrslutökum fyrir Félagsdómi og málatilbúnaði beggja aðila verður ráðið að með tillögu verið vísað til gl æ r ukynningar stefnanda sem hefur verið lögð fyrir dóminn, en efni hennar er að hluta til rakið í efnisgrein 7 . Þá liggur fyrir að Sturla Ómarsson, sem vann útreikninga fyrir stefnanda, útskýrði tillöguna fyrir fulltrúum samninganefnd ar SA 14. maí 202 5 og að óskað var eftir meiri tíma til að fara yfir þá útreikni nga. Samkvæmt gögnum málsins áttu fulltrúar stefnanda og stefnda í frekari samskiptum vegna útfærslu starfslokaákvæðis eftir 15. maí 2020 og lyktaði þeim með því að Jens Bjarnason, sem hafði verið formaður samninganefndar SA , og formaður stefnanda undirrituð u það skjal sem stefnandi reisir kröfur sínar á. Fram kom í skýrslu Jens fyrir dómi að hann hefði talið framsetningu ákvæðisins samræmast hagsmunum stefnda og ver a í samræmi við skiptingu á ávinningi vegna starfsloka sem aðilar hefðu verið sammál a um . Hann hefði ekki haft sérstakt umboð til að skrifa undir skjalið og ekki talið sig vera að undirrita breytingu á kjara sa mningi, en það hefði þó verið hans skilningur að unnið yrði eftir þessari útfærslu við gerð starfslokasamninga . Síðar hefði komið í ljós að skekkja væri í útreikningum sem legið hefðu til grundvallar efni skjalsins og hefðu þá verið gerðir fyrirvarar í starfslokasamningum. 33 Þegar ákveðið var að hefja viðræður um breytingar á kjarasamningi snemma ár s 2020 var samninganefndum falið að k oma fram fyrir hönd beggja aðila . Það er í samræmi við 2. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 , svo sem ákvæðinu var breytt með lögum nr. 75/1996, þar sem segir að samninganefnd eða fyrirsvarsmaður, sem kemur fram fyrir hönd samningsaðila við gerð kjarasamnings, h afi umboð til þess að setja fram tillögur að samningi, taka þátt í samningaviðræðum og undirrita kjarasamning fyrir hönd hlutaðeigandi félags eða samtaka. Í athugasemdum við frumvarp sem varð að lögum nr. 75/1996 kom meðal annars fram að því væri ætlað að taka af tvímæli um heimildir stéttarfélaga til að fela sameiginlegri samninganefnd samningsumboð en a tvinnurekendur h efðu nú þegar slíka heimild og nýttu almennt það frelsi . 34 Fyrir liggur að SA fór með samningsumboð fyrir stefnda og að samninganefnd var falið umboð til gerðar og undirritunar kjarasamnings , sbr. 38. grein og 2. mgr. 29. greinar samþykkta SA. Kom sérstaklega fram í umboði samninganefndar, sem var undirritað af þáverandi framkvæmdastjóra SA, að til að gera skuldbindandi kjarasamning þyrfti u ndirritun ábyrgðarmanns og að minnsta kosti eins samninganefndarmanns . Þá liggur jafnframt fyrir að stefnandi fól samninganefnd umboð til að gera kjarasamning , sbr. 23. grein laga stéttarfélagsins , og átti formaður stefnanda þar ekki sæti . 35 Leggja verður t il grundvallar að í viðræðum aðila vorið 2020 hafi staðið til að gera breytingar á starfslokaákvæði 18. kafla kjarasamnings sem tæki mið af því að ávinningi væri skipt með þeim hætti að 80% rynni til flugmanna en 20% til stefnda, en þetta kom meðal annars fram í aðilaskýrslum formanns stefnanda og forstjóra stefnda. V ið undirritun kjarasamnings 15. maí 2020 v oru aðilar sammála um að gera 12 skyldi breytingar á starfslokaákvæði á þessum grunni, en sá vilji var sem fyrr greinir staðfestur með skýrum hætti í skja li sem fylgdi samningnum. Aftur á móti hafði ákvæðið ekki verið útfært á þessu m tíma og vildi stefndi fá frest til að fara yfir útreikninga stefnanda. Eftir frekari samskipti formanns stefnanda, tiltekinna félagsmanna stefnanda og starfsmanna stefnda var skjal með fyrrgreindri útfærslu á 18. kafla kjarasamningsins undirritað af formanni stefnanda og Jens Bjarnasyni, starfsmanni stefnda sem hafði áður gegnt formennsku í samninganefnd SA . 36 Að virtu því sem áður greinir um tilhögun umboð s til að gera kjarasam ning fyrir hönd aðila verður ekki fallist á að fyrrgreindir einstaklingar hafi haft heimild til að breyta kjarasamningi . Verður þannig ekki talið að þeir hafi með undirritun á skjalið getað breytt starfslokaákvæði 18. kafla kjarasamnings með bindandi hætti og getur síðari framkvæmd stefnda við gerð starfsloksamninga ekki breytt því . Samkvæmt þessu getur ákvæðið sem kröfur stefnanda eru reistar á ekki talist hluti kjarasamning s og fellur úrlausn um kröfur stefnanda því utan valdsviðs Félagsdóms eins og það e r afmarkað í 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 . 37 Að framangreindu virtu ber að vísa málinu frá Félagsdómi. 38 Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Úrskurðar orð: Málinu er vísað frá Félagsdómi. Málskostnaður fellur niður.