Ár 2015, mánudaginn 29. júní, er í Félagsdómi í málinu nr. 19/2015 Ljósmæðrafélag Íslands (Björn L. Bergsson hrl.) gegn íslenska ríkinu (Guðrún Sesselja Arnardóttir hrl. kveðinn upp svofelldur úrskurður: Mál þetta var tekið til úrskurðar 22. júní 2015. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Elín Blöndal og Inga Björg Hjaltadóttir. Stefnandi er Ljósmæðrafélag Íslands, Borgartúni 6, Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli við Lindargötu, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Að viðurkennt verði að félagsmaður stefnanda, Fjóla Guðmundsdóttir ljósmóðir , eigi rétt til launa vegna 11 vakta í apríl 2015. Þá er gerð krafa um að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati Félagsdóms. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst þess aðallega að máli þessu verði vísað frá dómi en til vara sýknu af öllum kröfum stefnanda. Í báðum tilvikum krefst hann þess að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins. Málavextir Í apríl 2015 hófust verkfallsaðger ðir 17 aðildarfélaga Bandalags h áskólamanna þar með talið Ljósmæðrafélags Íslands. Á þessum tíma hafi bandalagið fengið vitneskju um það að stefndi hygðist við greiðslu launa í verkfalli framfylgja við miðunarreglum sem fram koma í dreifibréfi hans nr. 6/2001. Verkfall stefnanda ha fi hafist frá og með kl. 00.00 hi nn 7. apríl 2015 og hafi það staðið frá þeim tíma fram til kl. 24.00 alla þriðjudaga, m iðvikudaga og fimmtudaga á Land spítala háskólasjúkrahúsi þar sem Fjóla Guðmundsdóttir félagsmaður stefnanda starfi. Við launagreiðslur hafi komið í ljós að stefndi hafi f ramfylgt þeim reglum sem hann he f ð i sett sér í dreifibréfi nr. 6/2001. Þannig hafi túlkun stefnda ekkert mið tekið af því að félagsmenn stefn anda hafi ekki einungis unnið í dagvinnu á virkum dögum , heldur í vaktavinnu alla daga vikunnar. Stefnandi hafi þannig miðað við 5 daga vinnuviku í stað 7 daga vinnuviku og því hafi átt að miða frádrátt við 3/7 í stað 3/5. Þá hafi frádráttur stefnanda ekki tekið mið af raunverulegu vinnuframlagi. B andalag háskólamanna hafi gert athugasemd vegna þessa við stefnda, m.a. með bréfi , dagsettu 7. maí 2015 , og áskilið sér rétt til þess að leita með málið fyrir dómstóla hyrfi stefndi ekki frá þeirri framkvæmd. St efndi hafi brugðist við erindinu og tekið fram að þegar til verkfalls komi þurfi allir félagsmenn stefnanda að sitja við sama borð um frádrátt launa og skipti þá ekki máli hvort um tímabundið eða ótímabundið verkfall sé að ræða. Þá hafi stefndi um þetta ví sað til vinnureglna sinna og dóms Félagsdóms í málinu nr. 8/1994. Við upphaf verkfalls hafi vaktskrá Fjólu Guðmundsdóttur legið fyrir og þá hafi verið ljóst að hún myndi taka þátt í verkfallinu dagana 16.,22.,23. og 28. apríl 2015. Til þess hafi þó ekki k omið þar sem hún hafi verið kölluð til vinnu á grundvelli 20. gr. laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna , alla þessa daga nema 16. apríl 2015. Stefndi hafi ekki beitt frádrætti við útborgun launa hi nn 1. apríl 2015 , enda hafi hann litið s vo á að verkfallið væri ólögmætt. Að fenginni niðurstöðu um lögmæti verkfallsins hafi hann við útborgun launa hi nn 1. maí 2015 beitt tvöföldum frádrætti og þá dregið frá launum hennar 167.413 krónur , þrátt fyrir að fjarvera Fjólu Guðmundsdóttur vegna verk fallsins hafi einungis numið 6.67% af vinnuframlagi hennar. Við munnlegan málflutnin g kom það fram að stefnandi teld i Fjólu Guðmundsdóttur eiga inni ógreidd laun fyrir 11 vaktir í stað 14 eins og fram kemur í stefnu. Er ekki ágreiningur um þetta atrið m eð aðilum. Í greinargerð stefnda kom fram að samkvæmt launaseðli Fjólu Guðmundsdóttur vegna launa fyrir maí 2015 hafi hún sætt frádrætti afturvirkt vegna apríl 2015 sem nam 35% af meðalmánuðinum miðað við 70% starfshlutfall. Þá hafi hún sætt frádrætti vegn a maí launa sama árs sem hafi numið 38% miðað við sama starfshlutfall. Málsástæður og lagarök stefn anda Stefnandi kveður mál þetta eiga undir Félagsdóm með vísan til 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna , og að m álið lúti að ágreiningi um skilning á kjarasamningi aðila um launagreiðslur vegna vinnu sem innt hafi verið af hendi í verkfalli. Þá sé til staðar ágreiningur um inntak 14. gr. laga nr. 94/1986 og sá ágreiningur heyri undir Félagsdóm. Stefnandi byggir á þv í að Fjóla Guðmundsdóttir eigi rétt á því að lau n hennar séu greidd fyrirfram. Á vinnustað Fjólu , Landsspítala háskólasjúkrahús i, gangi félagsmenn stefnanda vaktir í samræmi við kjarasamning aðila. Ákvæðum hans um vaktskrár hafi verið breytt þegar gildandi kjarasamningur var gerður hi nn 1. febrúar 2014. Í 4. gr. þess samnings sé kveðið á um það, að þar sem un nið sé á reglubundnum vö ktum skuli vaktskrá , er sýni væntanlegan vinnutíma hvers starfsmanns , lögð fram mánuði áður en fyrsta vakt samkvæmt skránni skuli hefjast , nema sérstaklega hafi verið samið v ið starfsmenn um skemmri frest. Ákvæði kjarasamnings gildi þrátt fyrir vinnustöðvu n og því eigi að greiða laun fyrir vinnu sem innt sé af hendi í verkfalli í samræmi við síðast gildandi kjarasamning. Inntak hugtaksins verkfalls sé lögbundið í 2. mgr. 14. gr. laga nr. 94/1986 og til verkfalla tel jist það þegar starfsmenn leggi niður ven juleg störf sín að einhverju eða öllu l eyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Sama gildi um aðrar sambærilega aðgerðir af hálfu starfsmanna sem jafna megi til verkfalla. Takmörkun á greiðsluskyldu stefnda vegna verkfalls eigi ekki að geta v erið rýmri en sem nemi því vinnuframlagi sem falli niður. Verkfall stefnanda hafi náð til allra félagsmanna þess og því hafi Fjólu Guðmundsdótt u r verið skylt að leggja niður störf í verkfallinu. Laun hennar hafi átt að falla niður þann tíma sem hún innti e kki af hendi vinnu en geti ekki tekið mið af öðrum reglum einhliða settum af stefnda. Af hálfu stefnanda sé þeim skilningi stefnda mótmælt að starfsmaður í verkfalli sé ekki í vinnusambandi við launagreiðandann. Væ ri sá skilningur stefnda réttur , hefði h ann engan rétt átt til þess að kalla félagsmenn stefnanda til vinnu meðan á verkfalli stæði. Þá byggir stefnandi á því að þegar verkfall hafi hafist hafi það legið fyrir hver þátttaka Fjólu Guðmundsdóttur yrði í verkfallinu. Vegna vinnu á grundvelli 20. g r. laga nr. 94/1986 hafi hún hins vegar í raun einungis fellt niður vinnu 16. apríl 2015. Þrátt fyrir það hafi stefndi dregið frá launum hennar fyrir þann mánuð 50.76% af launum. Þetta haf komið sérstaklega harkalega niður á henni og öðrum félagsmönnum st efnanda þar sem þetta hafi verið dregið eftir á af launum vegna apríl 2015 og fyrirfram vegna launa fyrir maí sama ár . Um sé að ræða ólögmætan framgangsmáta sem eigi sér enga stoð aðra en í einhliða settum reglum stefnda. Þar að auki hafi reglur þessar mið ast við venjulegt dagvinnufólk en ekki vinnu á vöktum 7 daga vikunnar eins og eigi við um félagsmenn stefnanda. Því sé um að ræða grundvallar skekkju í einhliða settum reglum stefnda. Þá kveðst stefnandi einnig byggja á því að framgangsmáti stefnda feli í raun í sér ólögmætt inngrip í rétt stefnanda til þess að gera verkfall. Sá réttur sé lögvarinn af 14. gr. laga nr. 94/1986, sbr. og 5. og 7. gr. laganna , auk þess sem rétturinn til þess að semja um kaup og kjör sé sérstaklega varinn af 75. stjórnarskrárin nar. Skilyrði þess að réttindi n séu virk sé hins vegar að félagsmenn stefnanda taki þátt í atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls og samþykki að neytt sé þessara réttinda til að knýja á um nefnd stjórnarskrár varin réttindi. Að mati stefnanda sé undir hælinn l agt að félagsmenn hans treysti sér til þess að ljá atbeina sinn og samþykki fyrir slíkum aðgerðum ef þeir megi eiga á hættu að vera sviptir stjórnarskrárvörðum eignarréttindum og njóta arðs af vinnuframlagi sínu sem þegar hafi verið innt af hendi. Framgang a stefnda feli í raun í sér ólögmæta félagsnauðung sem sé í andstöðu við áður greindar lagaheimildir , sbr. og 4. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur. Þannig sé gengið allt of langt í því að draga af launum félagsmanna stefnanda í verkfalli. Þá feli slíkur framgangsmáti í raun í sér óréttmæta auðgun stefnda. Um lagarök vísi stefnandi til ákvæða laga nr. 94/1986 um kjaras amninga opb. starfsmanna, laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, til laga nr. 33/1944, einkum 72., 74. og 75. gr. og einnig 11.gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1944. Um málskostnað vísi hann til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamál a.Þá krefjist hann álags á málskostnað sem nemi virðisaukaskatti þar sem stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur. Málsástæður og lagarök stefnda Krafa um frávísun. Kröfu sína um frávísun byggir stefndi á því að viðurkenningarkrafa stefnanda eigi ekki undir Félagsdóm samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í dómkröfu sé hvergi vikið að þeim kjarasamningsákvæðum sem dei lt sé um. Einungis sé vitnað almennt til ákvæða kjarasamnings. Engin sérákvæði um greiðslu fyrir vinnu í verkfalli sé hins vegar að finna í kjarasamningi aðila. Því sé í raun deilt um meginreglur í vinnusambandi sem fjalli um greiðslu launa til starfsmanna fyrir vinnu sem innt sé af hendi. Þannig sé um að ræða ágreining um meint vangoldin laun sem ekki eigi undir Félagsdóm heldur almenna dómstóla. Stefndi vísi í þessu sambandi til tveggja dóma, dóms Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 10/1997 og dóms Félagsdóm s í málinu nr. 3/2002. Þá byggir stefndi einnig kröfu sína um frávísun á því að ágreiningur um inntak 14. gr. laga nr. 94/1986 um verkfallsheimild heyri ekki undir Félagsdóm. Þá sé sá ágreiningur á engan hátt útskýrður í stefnu. Að lokum byggir stefndi k röfu sína um frávísun á því að viðurkenningarkrafa stefnanda sé ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til skýrleika dómkrafna samkvæmt d - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. Þannig komi ekki fram í dómkröfu hvaða greinar kjara samnings sé deilt um , auk þess sem ekki verði séð að dómur , sem væri í samræmi við kröfugerð stefnanda , myndi leysa úr ágreiningsefni aðila. Kröfugerð í stefnu verði ein og sér að geta staðið sem dómsorð en eins og krafa stefnanda sé sett fram geti hún það ekki. Krafan sé því í raun ódómhæf. Krafa um sýknu. Stefndi byggir á því að verkfall stefnanda hafi náð til allra félagsmanna þess en ekki einungis til þeirra sem áttu vinnuskyldu meðan á verkfalli stóð. Þannig takið verkfallið til allra félagsmanna st efnanda óháð því hvaða vikudaga þeir skili mánaðarlegri vinnuskyldu sem hafi verið 21.67 dagar. Verkfallið hafi því náð til Fjólu Guðmundsdóttur og hafi hún verið í verkfalli að undanski ldum þremur dögum sem hún hafi unnið samkvæmt undanþáguákvæði 19. gr. laga 94/1986. Stefnda hafi því samkvæmt meginreglu vinnuréttar borið að haga launafrádrætti í samræmi við það að verkfallið næði til allra starfsmanna. Sú málsástæða stefnanda að verkfallið taki einungis til vinnuskyldu þeirra sem hafi samkvæmt fyrirfram á kveðnu vaktaskipulagi átt að vera við störf þessa daga sé ekki í samræmi við tilgang verkfalls sem sameiginlegrar félagslegrar aðgerðar skv. III. kafla laga nr. 94/1986. Stefndi hafi í verkföllum á sama hátt dregið af mánaðarlaunum allra félagsmann a hluta ðeigandi stéttarfélags , óháð því hvort viðkomandi félagsmanni hafi borið að skila vinnu meðan á verkfalli hafi staðið eða ekki. Það sé meginregla í kjarasamningum starfsmanna ríkisins að laun miðist við mánuð og þar með í raun vinnuskyldan. Ríkisstarfsmenn fái því greidd laun í samræmi við starfshlutfall og launaflokk. Meginreglan sé sú að í fullu starfi felist 40 vinnuskyldustundir á viku. Sú regla sé lögfest í lögum nr. 88/1971 um 40 stunda vinnuviku og sé nánar útfærð í kjarasamningum sbr. gr. 1.1.2. Þar sé fjallað um útreikning fyrir brot úr mánaðarlaunum. Framkvæmd sú , sem stefndi hafi viðhaft á launafrádrætti í verkföllum , sé með hliðstæðum hætti og kveðið sé á um í nefndri grein. Reikniregla vegna frádráttar launa í verkföllum birtist því í grein 1.1. 2 í kjarasamningi aðila. Dreifibréf nr. 6/2001 sé einungis útfærsla á þessari grein. Vaktavinnumenn fái að jafnaði tvo frídaga í viku og því eigi reikniregla gr. 1.1.2 jafnt við um þá eins og dagvinnumenn. Þá byggir stefndi á því að meginskyldur kjarasamn ings falli niður meðan á verkfalli standi. Kjarasamningur sem slíkur sé ekki í gildi í verkfalli en hins vegar sé farið eftir honum , sbr. ákvæði 2. mgr. 12. gr. laga nr. 94/986 , að því marki sem við geti átt , svo sem t.d. við grei ðslu launa þeirra sem unnið hafi á grundvelli 19. gr. laga nr. 94/1986. Gagnkvæmar skyldur samkvæmt ráðningarsamningum falli hins vegar niður í verkfalli. Starfsmaður geti því ekki átt rétt til launa í verkfalli óháð vinnuskyldu hans og því beri að draga frá launum hans samkvæm t reiknireglu 1.1.2 fyrir þá daga sem verkfall standi. Af hálfu stefnda er á því byggt að starf Fjólu Guðmundsdóttur sé undanþegið verkfali á grundvelli 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og að henni hafi verið úthlutað vinnu dagana 22., 23. og 28. a príl 2015 með vísan til auglýsingar nr. 70/215 um störf sem undanþegin eru verkfalli. Þannig hafi henni borið að vinna þessar þrjár vaktir á grundvelli þessa ákvæðis. Stefndi hafnar því að framkvæmd hans á útreikningi launa félagsmanna stefnanda í verkfal li feli í sér ólögmætt inngrip í verkfallsrétt. Launafrádráttur sé í fullu samræmi við meginreglur vinnuréttar um hvernig fari með gagnkvæmar skyldur vinnusambands í verkfalli en þær gangi framar ákvæðum kjarasamnings. Þá sé frádrátturinn í samræmi við lan ga og venjuhelgaða framkvæmd sem tíðkast hafi í verkföllum ríkisstarfsmanna , auk þess sem hún sé í samræmi við jafnræðisreglu. Þá mótmælir stefndi því einnig að framkvæmdin feli í sér óréttmæta auðgun fyrir stefnda, enda hafi viðkomandi starfsmaður fengið greitt fyrir þá daga sem hún vann á grundvelli undanþágureglu 19. gr. laga nr. 94/1986. Framkvæmd stefnda hafi heldur ekki falið í sér mismunun gagnvart félagsmönnum stefnanda. Til stuðnings kröfu sinni um málskostnað vísar stefndi til XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Niðurstaða Mál þetta höfðar stefnandi með vísan til 3. tl. 26. gr. laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Stefnandi grundvallar mál sitt á því , að til staðar sé ágreiningur um skilning á kjarasamningi aðila og að sá ágreiningur varði launagreiðslur í verkfalli. Þá geti ákvarðanir stefnda um launagreiðslur meðan á verkfalli stóð falið í sér ólögmætt inngrip í verkfallsrétt félagsmanna stefnanda. Stefndi krefst frávísunar með þeim rökum að framsetning vi ðurkenningarkröfu stefnanda sé með þeim hætti að úrlausn hennar eigi ekki undir Félagsdóm samkvæmt 3. tl. 26. gr. laga nr. 94/1986. Þá byggir stefndi á því að krafa stefnanda sé ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar séu til skýrleika dómkrafna, sbr. d - l ið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Um efni stefnu segir í 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1 991, sbr. einnig 50. og 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, sem hér ber að líta til, að þar skuli greina svo glöggt sem verða má dómkröfur stefnanda, svo sem viðurkenningu á tilteknum réttindum. Samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 26.gr. laga nr. 94/1986 fellur undir hlutverk dómsins að leysa úr ágreiningi aðila um skilning á kjarasamningi eða gildi hans. Stefnandi gerir samkvæmt endan legri kröfugerð sinni kröfu um að viðurkennt verði að áðurgreindur félagsmaður hans eigi rétt til launa vegna 11 vakta í apríl 2015. Hins vegar er þar ekki vísað til þeirra ákvæða kjarasamnings sem stefnandi telur hér eiga við. Þ á skortir á að í stefnunni sé að öðru leyti gerð nægileg grein fyrir þeim kjarasamnings ágreiningi sem stefnandi telur vera grundvöll málatilbúnaðar síns. Ekki er á það fallist að tilvitnun til 4. gr. samkomulags aðila um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila frá 28. maí 2 014 , þar sem ákvæði 2.6.2 í kjarasamningnum um framlagningu vaktskrár var breytt, fullnægi þeirri kröfu sem gera verður til málatilbúnaðar stefnanda að því er þetta varðar. Loks er heldur ekki í stefnu gerð grein fyrir efnisinnihaldi þess ágreinings sem st efnandi heldur fram að sé milli aðila um þá grein en það eitt er forsenda þess að dómurinn geti tekið afstöðu til þess ágreinings. Þá er til þess að líta að í kröfugerð stefnanda eru þær vaktir , sem ste fnandi telur að félagsmaður hans eigi rétt til launa fyrir , hvorki tilgreindar né kemur þar fram hvenær eða hvar þær hafi verið unnar. Er krafan óskýr að þessu leyti. Með vísan til þess sem að framan er rakið verður ekki talið að kröfugerð og málatilbúnaður stefnanda uppfylli skilyrði d - og e - liða 1. mgr. 80 . gr. laga nr. 91/1991. Ber því, þegar af þeirri ástæðu, að vísa máli þessu frá Félagsdómi. Rétt þykir eftir úrslitum málsins að stefnandi greiði stefnda málskostnað sem að mati réttarins þykir hæfilega ákveðinn 300.000 krónur . Ú R S K U R Ð A R O R Ð Máli þessu er vísað frá Félagsdómi. Stefnandi, Ljósmæðrafélag Íslands, greiði stefnda, íslenska ríkinu, 300.000 krónur í málskostnað.