FÉLAGSDÓMUR Úrskurður þriðjudaginn 23. júní 2020. Mál nr. 4 /20 20 : Félag íslenskra náttúrufræðinga ( Jón Sigurðsson lögmaður ) gegn íslenska ríkinu vegna Hafrannsóknastofnunar ( Einar Karl Hallvarðsson ríkis lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 15. júní s íðastliðinn . Mál ið úrskurða Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Inga Björg Hjaltadóttir og Kristín Benediktsdóttir . Stefnandi er Félag íslenskra náttúrufræðinga, Borgartúni 6 í Reykjavík . Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli í Reykjavík , vegna Hafrannsóknastofnunar rannsókna - og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna, Skúlagötu 4 í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að allega að viðurkennt verði með dómi : A ð stefndi, Hafrannsókn astofnun, hafi brotið í bága við gr. 11.3.3.1 og 11.3.3.2 í úrskurði gerðardóms samkvæmt lögum nr. 31/2015, dagsettum 14. Ágúst 2015, sbr. samkomulag stefnanda og stefnda um breytingu á úrskurðarorði gerðardóms, dagsettu 16. j anúar 2017, og 3. og 4. gr. í stofna n asamningi stefnanda og Veiðimálastofnunar, dagsettum 12. nóvember 2014, með því að hafa ekki raðað Inga Rúnari Jónssyni, kt. [...] , í launaflokk 34 - 5 vegna tímabilsins frá 1. júní 2016 til 1. júlí 2016. 2 Að stefndi, Hafrannsóknastofnun, hafi brotið í bága við bókun 1 í stofnanasamningi milli stefnanda og stefnda, Hafrannsóknastofnunar, dagsettan 30. júní 2017, með því að hafa ekki raðað Inga Rúnari Jónssyni, kt. [...] , í launaflokk 35 - 5 vegna tímabilsins frá 1. júlí 2016 til 1. september 2017 , og í launaflokk 35 frá og með 1. september 2017. 3 Til vara krefst stefnandi þess að viðurkennt verði með dómi að stefndi, Hafrannsóknastofnun, hafi brotið í bága við gr. 4.1 í stofnanasamningi milli stefnanda og stefnda, Hafrannsóknastofnunar, dagsettum 30. júní 2017, með því að hafa ekki raðað Inga Rúnari Jónssyni, kt. 110965 - 3629, í launaflokk 32 - 5 vegna tímabilsins frá 1. júlí 206 til 1. september 2017 og í launaflokk 32 frá og með 1. september 2017. 4 Þá krefst stefnandi þess í báðum tilvikum að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að viðbættum 2 virðisaukaskatti, en stefnandi áskilur sér rétt til að leggja fram málskostnaðarreikning við aðalmeðferð málsins ef til hennar kemur. Dómkröfur stefnda 5 Við m unnlegan málflutning um málskostnaðarkröfur aðila 15. júní síðastliðinn mótmælti lögmaður stefnda málskostnaðarreikningi lögmanns stefnanda sem of háum og krafðist þess að málskostnaður milli aðila félli niður. Niðurstaða 6 Við fyrirtöku máls þessa 26. maí síðastliðinn var lögð fram dómsátt . Sa mkvæmt efni sáttarinnar f e llst stefndi á kröfur stefnanda samkvæmt báðum kröfuliðum í aðalkröfu hins síðarnefnda. 7 Stefnandi krefst málskostnað ar úr hendi stefnda en stefndi krefst þess að málskostnaður milli a ðila falli niður. Þá mótmælir stefndi málskostnaðarreikningi lögmanns stefnanda sem of háum. Aðilar eru sammála um að leggja ágreining sinn um málskostnað í úrskurð Félagsdóms samhliða staðfestingu sáttarinnar. Að öðru leyti hafa aðilar lýst því yfir í dóm sáttinni að þeir f alli frá öllum frekari kröfum á hendur hvor öðrum vegna þeirra ágreiningsefna sem dómsmálið lýtur að. 8 Málið var tekið til úrskurðar 15. júní síðastliðinn eftir að lögmenn aðila höfðu fært rök fyrir kröfum sínum sem varða málskostna ð. 9 Stefndi hefur ekki haldið uppi vörnum gegn kröfugerð stefnanda í stefnu en svo sem áður segir hefur stefndi viðurkennt kröfugerð stefnanda samkvæmt aðalkröfu þess síðarnefnda. Að þessu gættu og í samr æmi við meginreglu 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 , sb r. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn að fjárhæð 3 5 0.000 krónur. Ú r s k u r ð a r o r ð: Stefndi, íslenska ríkið vegna Hafrannsóknastofnunar, greiði stefnanda , Félagi íslenskra náttúrufræðinga, 3 5 0.000 krónur í málskostnað.