1 Ár 2016 , miðviku daginn 1 7 . febrúar , er í Félagsdómi í málinu nr. 26 /2015: Landssamband slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna (Garðar Steinn Ólafsson hdl.) gegn Snæfellsbæ (Sveinn Jónatansson hdl.) kveðinn upp svofelldur úrskurður: Mál þetta var tekið til úrskurðar 21. janúar sl. Málið dæma Sigurður G. Gíslason, varaforseti dómsins, Ásmundur Helgason, Ragnheiður Harðardóttir, Gísli Gíslason og Bergþóra Ingólfsdóttir. Stefnandi er : Landssamband slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna, kt. 701173 - 0319, Brautarholti 30, Reykjavík. Stefndi er : Snæfellsbær, kt. 510694 - 2449, Klettsbúð 4, Hellissandi. Dómkröfur stefnanda: Dómkröfur stefnanda eru þær að viðurkennt verði með dómi að stefnda beri að greiða slökkviliðsstjóra og varaslökkvil iðsstjóra Slökkviliðs Snæfellsbæjar laun skv. gr. 1.6.2 í gildandi kjarasamningi Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir vinnu þeirra við að standa bakvaktir utan dagvinnutímabils í skilningi gr. 2.5.1 í sama kjarasamningi. Þá krefst stefnandi þess að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnda að mati réttarins. Dómkröfur stefnda : Dómkröfur stefnda eru þær aðallega að málinu verði vísað frá dómi en til vara krefst stefndi þess að hann verði sýk nað ur af kröfum stefnanda. Hvort sem fallist verður á aðal - eða varakröfu stefnda þá krefst stefndi þess að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað skv. framlögðum málskostnaðarreikningi eða eftir mati dómsins ef málskostnaðarreikningur verður e kki lagður fram. Stefndi hefur ekki lagt fram málskostnaðarreikning. 2 Í þessum þætti verður leyst úr kröfu stefnda um frávísun málsins. Málavextir: S tefnandi er stéttarfélag slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna og s tefndi er sveitarfélag. Samkvæmt 10. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir ber s veitarstjórn hver í sínu umdæmi ábyrgð á starfsemi slökkviliðs og framkvæmd eldvarnaeftirlits. Stefndi h efur rekið slökkvilið til þess að sinna þessum skyldum. Svan ur Tómasson og Sigurð ur Svein n Guðmundsson eru félags menn í stefnanda. Þeir haf a undanfarin ár starfað í hlutastarfi sem slökkviliðsstjór i og varaslökkviliðsstjór i hjá stefnda. Ekki hafa ráðningarsamningar þeirra verið lagðir fram í málinu og hefur raunar komið fram að ekki hafi verið gerður skriflegur ráðni ngarsamningur við slökkviliðsstjórann og að hann hafi ekki viljað ganga frá slíkum samningi fyrr en búið væri að gera nýjan kjarasamning. Verður ráðið af málatilbúnaði aðila að ekki hafi heldur verið gerður skriflegur ráðningarsamningur við varaslökkviliðs stjórann. Stefndi kveður að s taða mála hvað varði kjör slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra sé í dag sú að slökkviliðsstjóri fái greidd föst laun sem hafi fyrir árið 2014 verið kr. 703.316. Séu þessar greiðslur greiddar fyrir það eitt að gegna skyldu m samkvæmt lögum en síðan fái hann greitt sérstaklega fyrir allan þann tíma sem hann vinni fyrir slökkviliðið hvort sem það er pappírsvinna, fundir, æfingar, útköll eða annað. Alls hafi greiðslur til hans á árinu 2014 numið kr. 1.845.118. Varaslökkviliðss tjóri hafi fengið með sama hætti föst laun fyrir árið 2014 sem verið hafi kr. 344.913 og alls kr. 779.510. Séu þetta greiðslur samkvæmt kjarasamningi fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn. Ekkert bakvaktafyrirkomulag sé til staðar hjá stefnda hvorki í formi fyrirmæla, ráðningarsamninga, vaktafyrirkomulags né á öðrum grundvelli. Sama eigi við um aðra slökkviliðsmenn, þ.e. þeir séu í hlutastarfi en standi ekki bakvaktir heldur fái þeir greitt fyrir þau útköll sem þeir fari í og æfingar sem þeir sæki. Þetta fyr irkomulag hafi verið í áratugi og í raun séu hlutastarfandi slökkviliðsmenn til þess að gera nýfarnir að þiggja laun fyrir störf sín frá sveitarfélögum en áður hafi þetta verið ólaunuð þegnskylduvinna í þágu þeirra samfélaga sem þeir hafi búið í. Stefnandi kveður stefnda hafa neitað að greiða félagsmönnum stefnanda, þeim Svani og Sigurði, fyrir störf þeirra á bakvakt. Stefnandi sen di stefnda bréf þann 25. september 2014 þar sem athygli stefnda var vakin á því að ábendingar hafi borist um að stefndi væri að brjóta ákvæði kjarasamnings aðila hvað varðaði kjarasamningsbundnar greiðslur fyrir bakvakti r . Munu f ulltrúar aðila hafa átt fund þann 1 4. apríl 2015 þar sem ítrek u ð hafi verið krafa um að stefndi greiddi slökkviliðsstjóra og staðgengli hans fyrir vinnu vi ð bakvaktir. 3 Þann 23. júni 2015 sendi lögmaður stefnanda bréf til stefnda þar sem krafið var um vangreidd laun fra man greindra tveggja manna vegna þessa, alls kr. 27.016.740. Var í bréfinu vísað til greina 2.5.1. og 1.6.2. í kjarasamningi aðila. Af hálfu s tefnda var bréfinu svarað þann 3. september 2015 og þar hafnað kröfum stefnanda. Kom fram í bréfinu að ekkert bakvaktafyrirkomulag væri til staðar og ættu starfsmennirnir ekki rétt til greiðslna fyrir bakvaktir. Aðila greinir á um f yrirkomulag við útkall sa tvik slökkviliðs stefnda . Stefnandi kveður fyrirkomulagið þannig að boð beri st til neyðarlínu. Frá neyðarlínu fái slö kkviliðsstjóri eða sá sem leysi hann af sms skilaboð og síðan hringingu þar sem upplýst sé hvað sé að gerast. Þegar um eldsvoða eða menguna rslys sé að ræða boði síðan slökkviliðsstjóri eða staðgengill hans aðra slökkviliðsm enn í útkallið. Slík útköll geti átt sér stað á öllum tíma sólarhring s , alla daga vikunnar , allt árið um kring. Því þurfi slökkviliðsstjóri og staðgengill hans að vera á ba kvakt ef til slíkra útkalla komi . Stefndi kveður fyrirkomulagið vera þannig að sl ökkviliðsstjóri upplýsi n eyðarlínuna á hverjum tíma hverjir séu á útkallslista slökkviliðsins. Þeir séu í dag 23 auk bæjarstjóra. Þegar n eyðarlínunni berist boð um að slökkv iliðið þurfi að koma í útkall þá sendi n eyðarlínan SMS á allan útkallshópinn í slökkviliðinu. Allir slökkviliðsmenn beri á sér síma og fái sérstaklega greitt fyrir það og boðin berist í þann síma. Þegar boðin berist þá hraði slökkviliðsmenn sér á slökkvili ðsstöðina til að fara í útkall og geri sig klára til að fara strax af stað. Slökkviliðsstjóri fái síðan frá n eyðarlínunni símtal til að fá frekari upplýsingar um hvers megi vænta en rétt sé að það komi fram að útköllin séu flokkuð frá n eyðarlínunni F1 til F4 allt eftir alvarleika útkallsins. Sé um æfingar að ræða þá hringi slökkviliðsstjóri í n eyðarlínuna sem sendi út boð um æfingu. Fram hafa verið lagðar þrjár fundargerðir samstarfsnefndar aðila, dags. 15. maí 2013, 30. október 2014 og 18. febrúar 2015, þ ar sem fram kemur að slökkviliðsstjórar og varaslökkviliðsstjórar á bakvakt skuli frá greitt fyrir það, að um greiðslur fyrir bakvaktir fari eftir ákvæðum greinar 2.5 í kjarasamningi og að um greiðslur fyrir bakvaktir utan dagvinnutíma gildi ákvæði greina r 1.6.2 í kjarasamningi. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveður mál þetta heyra undir Félagsdóm með vísan til 3. tl. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Með málssókn sinni hyggist hann fá viðurkenndan skilning si nn á ákvæð um þess kjarasamnings sem gildi um kaup og kjör félagsmanna sinna hjá stefnda. Stefnandi byggir á því að stefndi sé bundinn af þeim kjarasamningi sem í gildi sé milli stefnanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga enda hafi hann gefið því umboð t il þess að semja fyrir sína hönd. Sá kjarasamningur sé samningur um 4 lágmarkskjör félagsmanna stefnanda sbr. 1.gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launþega sbr. og 24. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Þannig eigi stefndi að greiða hlutastarfandi slökkviliðsstjórum laun skv. gildandi kjarasamningi hverju sinni. Stefnandi byggir einnig á því í máli þessu að félagsmenn stefnanda, sem starfað hafi sem slökkviliðs - og varaslökkviliðsstjórar hjá stefnda, hafi samkvæmt reglum um brunavarn ir og eins skv. brunavarnaráætlun stefnda verið á bakvakt hjá slökkviliði stefnda eftir að dagvinnutímabili þeirra lauk. Þannig hafi þeir við útköll tekið við símboðum sem borist hafi utan dagvinnutímabils, séð um að boða aðra slökkviliðsmenn til útkalla o g séð til þess að slík boð hafi leitt til viðbragðs. Þannig hafi þeir þurft að vera til taks allan sólarhringinn, alla daga ársins því ella hefðu boð um útkall ekki þjónað tilgangi sínum. Stefnandi kveðst byggja á því að stefndi, sem þegið hafi vinnu slök kviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra við bakvaktir, verði að greiða fyrir þá vinnu sem unnin hafi verið skv. viðurkenndu útkallsfyrirkomulagi stefnda. Í gildandi kjarasamningum sé að finna kafla 14 sem fjalli um hlutastarfandi starfsmenn, þar með talið s lökkviliðsstjóra. Kjarasamningur stefnanda nái í heild sinni til þessara starfa. Í gr. 2.5.1 í sama samningi sé fjallað um bakvaktir: til að sinna útkalli. Það telst ekki bakvakt er st arfsmaður dvelst á vinnustað Á því er byggt af hálfu stefnanda að ákvæði þetta eig i jafnt við um þá sem ráðnir séu í fulla stöðu og eins hlutastarfandi starfsmenn, sbr. það sem hér að ne ðan greinir, enda undanskilji ákvæðið ekki hlutastarfandi starfsmenn. Stefnandi kveður að í kjarasamningi aðila sem tekið hafi gildi þann 1. desember 2008 hafi verið ákvæði í 14. kafla um hlutastarfandi slökkviliðsstjóra. Samkvæmt gr. 14.1.1 skyldi greiða slökkviliðsstjórum eingreiðslu fyrir að annast skipulagningu slökkviliðs og æfingar. Einnig fyrir eftirlit með tækjum og fasteignum og innkaup á tækjum. Þetta ákvæði hafi verið framlengt síðast í kjarasamningi aðila sem hafi tekið gildi þann 1. maí 2011 o g þá hafi kaflinn náð til allra hlutastarfandi starfsmanna. Þá er á því byggt af hálfu stefnanda að samkomulag hafi náðst um þá túlkun að greiða eigi fyrir vinnu við bakvakt hjá hlutastarfandi starfsmönnum. Samkvæmt grein 11.2 í kjarasamningi aðila hafi a ðilar kjarasamnings með sér samstarfsnefnd sem hafi það hlutverk að koma á sáttum í ágreiningsmálum og túlka gildandi kjarasamning 5 hverju sinni. Á því sé byggt af hálfu stefn a nda að stefndi sé bundinn af niðurstöðum samstarfsnefndar þegar hún hafi komist a ð sameiginlegri niðurstöðu. Stefnandi kveður að á 62. samstarfsnefndarfundi sem haldinn hafi verið þann 15. maí 2013 hafi náðst samkomulag um breytingu á ákvæðum 14. k afla í kjarasamningi aðila. Þá hafi m.a. komið inn ákvæði í gr. 14.1.3 þess efnis að sl ökkviliðs - og varaslökkviliðsstjórar á bakvakt skyldu fá greitt fyrir útköll. Þannig hafi ákvæði beinlínis gert ráð fyrir því að hlutastarfandi slökkviliðs - og varaslökkviliðsstjórar skyldu vera á bakvöktum. Á 67. s amstarfsnefndarfundi hafi svo verið tekið af skarið með að hlutastarfandi starfsmenn skyldu fá greitt fyrir bakvaktir skv. gr. 2.5.1 í kjarasamningi aðila, sbr. neðangrein da bókun: 6. Greiðsla fyrir bakvaktir Samstarfsnefnd ítrekar að um greiðslur fyrir bakvaktir fer eftir Á 70. fundi nefndarinnar hafi verið fjallað um það hvernig greiða skuli fyrir bakvaktir hlutastarfan di sjúkraflutningamanna. Þar hafi verið samþykkt að fyrir bakvaktir utan dagvinnutímabils skuli gilda ákvæ ði greinar 1.6.2. Stefnandi byggir á því að hlutas tarfandi slökkviliðsstjórar taki laun skv. kafla 14 í kjarasamningi aðila líkt og hlutastarfandi sjúkraflutningamenn. Þannig liggi fyrir túlkun samstarfsnefndar á þessu atriði sem stefndi sé nú bundinn við . Stefnandi kveðst að öðru leiti vitna til almennra reglna um túlkun kjarasamninga. Stefnandi gerir þá kröfu að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stef n anda m álskostnað að mati réttarins. Sé um það vísað til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einka mála í héraði sbr. og grunnreglu 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir frávísunarkröfu sína á því að málatilbúnaður stefna nda og kröfugerð hans sé með þeim hætti að ekki verði séð að það s é til staðar ág reiningur um þau atriði sem komi fram í kröfugerð og því sé ekki til staðar ágreiningur til að leysa úr fyrir Félagsdómi. Kröfur þær sem stefnan di setji fram verði að skilja þannig , þegar hliðsjón sé höfð af málsástæðum stefnanda , að stefndi telji sig ekki bundinn a f kjarasamningum sem í gildi séu milli Sambands íslenskra sveita rfélaga og stefnanda. Þetta kveður stefndi vera rangt. Stefndi hafi aldrei mótmælt því að hann sé bundinn við kjarasamning þann sem í gildi sé milli Sambands íslensk ra sveitarfélaga og stefnanda . Stefndi hafi aldrei mótmælt gildi greinar 1.6.2 í kjarasamnin gnum né grein 6 2.5.1 hvað varði rétt þeirra sem standi bakvaktir. Þetta sé áréttað með skýrum hætti í bréfi lögmanns stefnda til lögmanns stefnan da frá 3. september 2015. Það sé þannig enginn ágreiningur á milli aðila um það að slökkviliðsstjóri, varaslökkviliðsstjóri og aðrir slökkvilið smenn í slökkviliði stefnda eigi rétt á greiðslum samkvæmt þessum ákvæðum ef þeir vinni bakvaktir fyrir stefnda. Staðreyndin sé hins vegar sú að stefndi hafi aldrei gert samning við þessa aðila um að standa bakvaktir, né gefið fyrirmæli um slíkar vaktir og enn síður gert vaktaplön um vaktafyri rkomulag. Kjarasamningar skapi ekki vinnuréttarsamband né kveð i þeir á um efni vinnurétta rsamba nds. Slíkt samband skapi st af ráðningarsamningum og í einstaka tilvikum á grundvelli laga sem bind i aðila. Þegar vinnusamningur sé gerður þá kveði kjarasamningur á um þan n ramma sem vinnusamningur þurfi að byggja á og tryggi þannig lágmarkskjör. Það sé þan nig vinnuveita ndi og vinnusamningur sem kveði á um það hvort starfsmaður vinni fullt s tarf eða ekki, hvort hann vinni yfirvinnu eða næturvinnu, vaktir, bakvaktir o . s .frv. og þegar slík ákvörðun sé tekin þá gildi kjarasam n ingur um þau l ágmarkskjör sem starf smaðurinn eigi rétt á vegna þeirrar vinnu sem hann fái fyrirmæli um að vinna. Það sé því ekki hægt að vísa til kjarasamninga varðandi rétt manna eða skyldu til að vinna tiltekna vinnu hvort sem um er að ræða bakvakt eða aðra vinnu. Stefndi telur að af þe ssu verði að draga þá ályktun að kröfur stefnan da varði atriði sem aldrei hafi verið mótmælt og enginn ágreiningur sé um. Það sé hins vegar fullkominn ágreiningur á milli aðila um það hvort starfsmennirnir Svanur Tómasson og Sigurður Sveinn Guðmundsson haf i unnið bakvaktir fyrir stefnda. Sá ágreiningur rúmi st ekki in nan þeirra krafna sem settar séu fram í þessu máli. Með v ísan til þessa þá sé sá ágreiningur sem lýst er í kröfu stefnanda ekki til staðar og þar af leiðandi heldur ekki til staðar lögvarðir hag smunir. Ber i á þessum grundvelli að vísa málinu frá Félagsdómi og að dæma stefnanda til að greiða stefnda málskostnað. Forsendur og niðurstaða Stefnukrafa stefnanda er um það að viðurkennt verði að stefnda beri að greiða slökkviliðsstjóra og varaslökkvili ðsstjóra slökkviliðs stefnda laun skv. grein 1.6.2 í gildandi kjarasamningi stefnanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrir vinnu þeirra við að standa bakvaktir utan dagvinnutímabils í skilningi greinar 2.5.1 í sama kjarasamningi. Í greinargerð stefnd a kemur fram að hann hafi aldrei mótmælt því að hann sé bundinn við umræddan kjarasamning. Þá kemur jafnframt fram að s tefndi hafi aldrei mótmælt gildi greina 1.6.2 og 2.5.1 í kjarasamningnum hvað varði rétt þeirra sem standi bakvaktir. Kveður stefndi ekki vera neinn ágreining á milli aðila um það að slökkviliðsstjóri, varaslökkviliðsstjóri og aðrir slökkviliðsmenn í slökkviliði stefnda eigi rétt á greiðslum samkvæmt þessum ákvæðum ef þeir vinni bakvaktir fyrir stefnda. 7 Stefndi kveður hins vegar að slökkvil iðsstjórinn og varaslökkviliðsstjórinn, sem stefnukröfurnar fjalla um, hafi aldrei unnið bakvaktir og um slíkar vaktir hafi ekki verið samið. Um þetta er hin raunverulega deila sem uppi er milli aðila málsins. Kröfur stefnanda beinast hins vegar ekki að þe irri deilu heldur varða þær skyldu stefnda til að greiða fyrir bakvaktir skv. kjarasamningi, að því gefnu að þær hafi verið unnar, en um þær skyldur eru aðilar sammála. Deilan varðar þannig í raun ekki ágreining um túlkun kjarasamnings, heldur snýst hún um efni ráðningarsambands stefnda og umræddra starfsmanna og um það hvort þeir hafi unnið bakvaktir. Hin raunverulega deila málsaðila á þannig ekki undir Félagsdóm sbr. - 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 , sbr. jafnframt 2. tl. 1. mgr. 44. gr. laga nr . 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Dómur um stefnukröfur stefnanda í málinu getur ekki leys t úr hinni raunverulegu deilu aðila málsins og hefur stefnandi því ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um kröfur sínar í málinu sbr. 1. og 2. mgr. 25. gr . laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ber af þessum sökum að vísa málinu frá Félagsdómi. Stefnanda verður gert að greiða stefnda málskostnað eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Ú r s k u r ð a r o r ð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Landssamband slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna , greiði stefnda, Snæfellsbæ, kr. 300.000 í málskostnað. Sigurður G. Gíslason Ásmundur Helgason Ragnheiður Harðardóttir Gísli Gíslason Bergþóra Ingólfsdóttir