1 Ár 2011, þriðju daginn 22. nóvember, er í Félagsdómi í málinu nr. 7/2011, Blaðamannafélag Íslands vegna Tómasar Gunnarssonar, Freys Arnarsonar, Guðmundar Bergkvist, Ragnars Santos, Vilhjálms Þórs Guðmundssonar og Þórs Ægissonar gegn Ríkisútvarpinu ohf. og til réttargæslu Félagi tæknifólks í rafiðnaði og Félagi rafeindavirkja kveðinn upp svofelldur d ó m u r : Mál þetta var dómtekið 11. október sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Valgeir Pálsson og Lára V. Júlíusdóttir. Stefnandi er Blaðamannafélag Íslands, kt. 690372 - 0109, Síðumúla 23, 108, Reykjavík, vegna Tómasar Gunnarssonar, kt. 060659 - 3709, Freys Arnars onar, kt. 110368 - 4619, Guðmundar Bergkvist, kt. 300372 - 3259, Ragnars Santos, kt. 150772 - 3389, Vilhjálms Þórs Guðmundssonar, kt. 230554 - 5529 og Þórs Ægissonar, kt. 220854 - 7449. Stefndi er Ríkisútvarpið ohf. kt. 600307 - 0450, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, og til réttargæslu Félag tæknifólks í rafiðnaði, kt. 560493 - 3049, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík og Félag rafeindavirkja, kt. 610174 - 2139, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1. Að viðurkennt verði með dómi að Blaðamannafélag Íslands fari með samningsaðild fyrir þá við gerð kjarasamninga vegna starfa þeirra hjá Ríkisútvarpinu ohf. 2. Að viðurkennt verði að kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, dagsettur 29. nóvember 2005, s em endurnýjaður var hi nn 2. desember 2009, gildi um laun og kjör stefnenda frá 31. mars 2008, en til vara frá öðru og síðara tímamarki að mati réttarins. 3. Að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar að mati réttarins að teknu tilliti til virðisaukask atts. Ekki eru gerðar sérstakar kröfur á hendur réttargæslustefndu. 2 Dómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnenda og málskostnaðar úr hendi stefnenda að skaðlausu v . Málavextir Stefnendur lýsa málavöxtum þannig, að þei r eigi það allir sammerkt að starfa sem svonefndir fréttatökumenn á fréttastofu sjónvarps hjá Ríkisútvarpinu ohf. Sinni stefnendur fréttatökum sem fara fram utan við starfsstöð Ríkisútvarpsins ohf. að Efstaleiti 1, Reykjavík. Ríkisútvarpið ohf. hafi veri ð sett á stofn með lögum nr. 6/2007 og hafi félagið tekið yfir rekstur og starfsemi Ríkisútvarpsins frá og með 1. apríl 2007. Stefnendur hafi allir starfað hjá Ríkisútvarpinu við framangreind aðilaskipti og haldið áfram störfum hjá Ríkisútvarpinu ohf. Stef nandi Tómas hafi við aðilaskiptin verið félagsmaður í Félagi rafeindavirkja og aðrir stefnendur, Freyr, Guðmundur, Ragnar, Vilhjálmur og Þór, hafi verið félagsmenn í Félagi tæknifólks í rafiðnaði. Um kaup og kjör stefnenda hafi á þessum tíma farið eftir kj arasamningi Rafiðnaðarsambands Íslands við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, dagsettum 1. júní 2004, sem runnið hafi sitt skeið 31. mars 2008. Með bréfum, dagsettum 29. febrúar 2008, hafi stefnandi Tómas tilkynnt Félagi rafeindavirkja um úrsögn sína úr félaginu og sama dag óskað eftir inngöng u í Blaðamannafélag Íslands . Afrit af bréfum þessum hafi verið send stefnda, Ríkisútvarpinu ohf. Með bréfi Blaðamannafélagsins , dagsettu18. mars 2008, til Félags rafeindavirkja hafi úrsögn Tómasar verið áréttuð o g staðfest að Tómas hefði gengið í Blaðamannafélagið . Með bréfi, dagsettu 29. febrúar 2008, hafi aðrir stefnendur tilkynnt Félagi tæknifólks í rafiðnaði um úrsögn sína úr félaginu. Sama dag hafi þeir óskað eftir inngöngu í Blaðamannafélagið . Afrit þessara tilkynninga hafi verið send stefnda. Með bréfi BÍ til Félags tæknifólks í rafiðnaði, dagsettu 18. mars 2008, hafi úrsögn stefnenda úr félaginu verið áréttuð og staðfest að þessir menn hefðu gengið í Blaðamannafélagið. Hinn 14. mars 2008 hafi Blaðamannafélagið sent stefnda bréf þar sem tilkynnt var að stefnendur hefðu gengið í félagið og falið því kjarasamningsfyrirsvar. Hafi í bréfunum verið áréttað að kjarasamningur, sem stefnendur væru bundnir af, myndi renna sitt ske ið á enda 31. mars 2008 og af því tilefni hafi verið óskað eftir viðræðum um gerð nýs kjarasamnings við stefnda, enda félagið nýtt á hinum almenna vinnumarkaði. Hinn 21. maí 2008 hafi verið ítrekuð áður fram komin ósk Blaðamannafélagsins um kjarasamningsvi ðræður, sem og ósk um að staðið yrði skil á skilagreinum og iðgjöldum vegna stefnenda til félagsins . Með bréfi , dagsettu 3. júní 2008, hafi Blaðamannafélagið formlega óskað eftir viðræðum við Samtök atvinnulífsins um gerð kjarasamnings vegna stefnda. Me ð bréfi Blaðamannafélagsins til stefnda, dagsettu 23. september 2008, hafi enn á ný verið vakin athygli á því að ekki hefðu borist skilagreinar eða skil félagsgjalda til félagsins 3 vegna stefnenda. Bréfinu hafi verið svarað af hálfu stefnda með bréfi, dagse ttu 3. október 2008, þar sem upplýst var að félagsgjöld og önnur sjóðagjöld vegna stefnenda hefðu verið greidd til Félags tæknifólks í rafiðnaði og Félags rafeindavirkja, og því borið við að ekki hefði verið lögð fram staðfesting á lokum aðildar stefnenda að nefndum sté ttarfélögum. Með bréfi Blaðamannafélagsins til stefnda, dagsettu 7. október 2008, hafi fyrri tilkynningar stefnenda verið sendar stefnda á ný og í framhaldi, eða hinn 11. nóvember 2008, hafi stefndi staðið skil á skilagreinum og sjó ðagjöldum vegna stefnenda til Blaðamannafélagsins fyrir nóvembermánuð 2008 og hafi svo verið allt frá þeim tíma. Í bréfi B laðamannafélagsins , dagsettu 11. nóvember 2008, hafi verið vakin athygli stefnda á því, að kjör stefnenda yrðu að lágmarki að nema þeim kjörum sem kveðið væri á um í almennum kjarasamningi Blaðamannafélagsins og S amtaka atvinnulífsins , sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 og 5. og 7. gr. laga nr. 80/1938. Hafi verið óskað staðfestingar á því að kjör stefnenda uppfylltu þessi sk ilyrði. Með bréfi stefnda t il Blaðamannafélagsins , dagsettu 26. nóvember 2008, hafi verið óskað nánari skýringa á tilteknum atriðum í tengslum við hinn almenna kjarasamning Blaðamannafélagsins og S amtaka atvinnulífsins . Hafi sérstaklega verið tekið fram að svo virtist sem mörg ákvæð i kjarasamningsins væru afmörkuð fyrir blaðamenn og þeirri skoðun lýst að litið væri svo á að stefnendur væru bundnir af kjarasamningi R afiðnaðarsambandsins og Samtaka atvinnulífsins út gildistíma þess samnings , eða til 30. nóvember 2010, þar sem sá samnin gur hefði verið í gildi þegar stefnendur gengu úr R afiðnaðarsambandinu . Bréfi stefnda hafi verið svarað með bréfi B laðamannafélagsins , dagsettu 7. janúar 2009. Í bréfinu hafi verið áréttaður sá skilningur félagsins að kjarasamning ur Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins væri lágmarkssamningur um kaup og kjör allra félagsmanna í félaginu , hvort heldur þeir gegndu störfum sem blaðamenn eða öðrum þeim störfum sem heimiluðu þeim aðild að félaginu samkvæmt lögum þes s. Þeirri skoðun stefnda, að stefnendur teldust bundnir a f kjarasamningi Rafiðnaðarsambandsins og S amtaka atvinnulífsins hafi verið mótmælt og ítrekað að stefnendur hefðu ve rið bundnir af kjarasamningi Rafiðnaðarsambandsins við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, en að sá samningur hefði runnið ú t 31. mars 2008. Fulltrúar Blaðamannafélagsins og stefnda, ásamt fulltrúa frá S amtökum atvinnulífsins , hafi át t í viðræðum um mál stefnenda en án árangurs. Af hálfu stefnda hafi því verið lýst yfir að félagið viðurkenndi ekki að aðalkjarasamningur Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins næði til starfa stefnenda sem fréttatökumanna hjá stefnda., sbr. sí ðast tölvupóst þess efnis til Blaðamannafélagsins , dagsettan 15. júlí 2010. Hafi stefndi því til viðbótar reynt að knýja stefnendur til viðurke nningar á sjónarmiðum sínum með undirritun einstaklingsbundinna ráðningarsamninga. Stefnendur geti ekki sætt sig við afstöðu stefnda og telji hana ólögmæta. Af þeim sökum sé mál þetta höfðað vegna hlutaðeigandi s tarfsmanna sem félagsmanna í Blaðamannafélag inu til þess að fá leyst úr ágreiningi aðila um gildissvið 4 og túlkun kjarasamnings B laðamannafélagsins og S amtaka atvinnulífsins gagnvart stefnendum. Stefndi lýsir málavöxtum þannig að fréttamenn hjá Ríkisútvarpinu ohf. séu ekki meðlimir í Blaðamannaféla ginu , heldur hafi þeir með sér sérstakt félag, Félag fréttamanna, og sérstakan kjarasamning við Ríkisútvarpið ohf. og hafi kjarasamningur Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins aldrei tekið til starfa á fréttastofum Ríkisútvarpsins. Tæknimenn, sem starfi með fréttamönnum á fréttastofu Ríkisútvarpsins ohf. , kvikmyndatökumenn og hljóðupptökumenn, hafi lengi verið félagsmenn í aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands og ráðningarsamningar þ eirra byggst á kjarasamningi sambandsins . Í ráðningarsamningu m stefnenda sé vísað til kjarasamninga aðildarfélaga Rafiðnaðarsambandsins og ákvæði þeirra gerð að hluta af ráðningarkjörum. Starfheitið fréttatökumenn hafi ekki verið notað hjá Ríkisútvarpinu ohf . S amtök atvinnulífsins hafi í febrúar 2008 gert kjarasam ninga við Eflingu og Rafiðnaðarsambandið sem taki almennt til aðildarfyrirt ækja samtakanna, m.a. Ríkisútvarpsins . Til hafi staðið að gera sérstakan kjarasamning vegna Ríkisútvarpsins ohf. við Rafiðnaðarsambandið en af því hafi ekki orðið. Hins vegar hafi af samtakanna hálfu , um mitt ár 2008 , verið gerðir sérstakir kjarasamningar vegna Ríkisútvarpsins ohf. við Útgarð ofl., Félag fréttamanna og Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins og taki þeir aðeins til starfsmanna R íkisútvarpsins ohf . Síðastgildandi kjarasamningur Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins hafi verið gerður 2. desember 2009 og tekið til tímabilsins frá 1. febrúar það ár til 31. desember 2010 er hann féll úr gildi samkvæmt ákvæðum sínum, án sérst akrar uppsagnar, sama dag og Ríkisútvarpið ohf. gekk úr SA. Sá kjarasamningur, sem í gildi hafi verið næstur á undan þessum, hafi verið gerður 29. nóvember 2005 og gilt til 31. október 2008. Ráðningarsamningar hjá Ríkiútvarpinu ohf. hafi aldrei byggst á ák væðum þessa samnings, enda aldrei um það samið hvorki í ráðningarsamningum né við gerð kjarasamninga. Fréttamenn á Stöð 2 séu í Blaðamannafélaginu en kjör þeirra byggist ekki á þeim samningi sem dómkröfur varða, heldur sé í gildi sérstakur kjarasamningur um störf þeirra þar. Stefnendur h afi gengið úr aðildarfélögum Rafiðnaðarsambandsins 29. febrúar 2008 en gildislok kjarasamnings RSÍ og ríkisins hafi orðið 31. mars 2008 og um mitt það ár hafi í framkvæmd verið fa rið að byggja á kjarasamningi Samtaka atv innulífsins og Rafiðnaðarsambandsins í hans stað. Ráðningarsamningar stefnenda vísi þannig enn til kjarasamnings Rafiðnaðarsambandsins og ráðningarkjör þeirra byggi á honum. Þeim hafi ekki verið breytt þar sem ekki hafi tekist um það samningur og þá hafi kjarasamningsumleitanir ekki heldur leit t til niðurstöðu. Félagsgjöldum sé hins vegar skilað til Blaðamannafélagsins í samræmi við óskir stefnenda. 5 Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnendur byggja kröfur sínar á því, að stefndi Ríkisútvarpið ohf. haf i viðurkennt st éttarfélagsaðild stefnenda að Blaðamannafélaginu , enda fæli gagnstæð afstaða í sér brot gegn félagafrelsisákvæði 74 gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, sem veittu samningnum lagagildi á Íslandi, sem og ákvæði 4. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vi nnudeilur. Af því leiði að starfsmenn verði ekki þvingaðir til þess að fá stéttarfélagi, sem þeir hafa sagt sig úr og vilja ekki vera í, umboð til þess að gera kjarasamninga fyrir þeirra hönd, án skýrrar og ótvíræðrar lagaheimildar, sbr. m.a. forsendur Fél agsdóms í máli nr. 9/1999. Skilagreinar og sjóðagjöld hafi borist frá stefnda vegna stefnenda allt frá 11. nóvember 2008 og frá sama tíma hafi engar greiðslur verið inntar af hendi til réttargæslustefndu vegna starfa stefnenda hjá stefnda. Engar athugasemd ir hafi komið frá réttargæslustefndu vegna þessa eða vegna úrsagna stefnenda. Blaðamannafélagið sé stéttarfélag sem starfi á grunni ákvæða laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Samkvæmt gr. 2.1. í lögum félagsins get i allir þeir orðið félagar að Blaðamannafélaginu sem hafa fjölmiðlun að aðalstarfi eða eru fastráðnir starfsmenn ritstjórna á dagblöðum, vikublöðum, sértímaritum, landshlutablöðum og fréttastofum útvarps - og sjónvarpsstöðva, sem og aðrir þeir sem fastráðnir eru við frétta - og fjölmi ðlun á launakjörum sem félagið hefur samið um eða gefið út taxta fyrir. Þar með séu taldir blaðamenn, fréttamenn, útlitsteiknarar, prófarkarlesarar, handritalesarar, ljósmyndarar, safnverðir, ritstjórar, ritstjórnarfulltrúar, fréttastjórar, dagskrárgerðarm enn fréttadeilda útvarps - og sjónvarpsstöðva hljóð - og tökumenn, tækni og aðstoðarfólk á dagskrár - og fréttadeildum. Í samræmi við framangreint ákvæði hafi stefnendur öðlast aðild að BÍ við inngöngu í félagið hinn 29. febrúar 2008, samhliða úrsögnum úr Fél agi tæknifólks í rafiðnaði og Félagi rafeindavirkja. Blaðamannafélagið hafi um árabil gert almennan kjarasamning við S amtök atvinnulífsins um þau störf sem félagið hefur samningsaðild fy rir. Við inngöngu stefnenda í Blaðamannafélagið hafi verið í gildi kj arasamningur, dagsettur 29. nóvember 2005, sem gilt hafi til 31. október 2008, en síðast gildandi samningur sé dagsettur 2. desember 2009 með gildistíma til 31. desember 2010. Upplýst sé a ð stefndi hafi gengið í raðir Samtaka atvinnulífsins þann 10. desemb er 2007, en stefndi hafi gengið úr samtökunum frá síðustu áramótum að telja (2010/2011), sem skýri varnaraðild málsins. Nú sé upplýst að stefndi hafi gengið aftur í samtökin 5. ágúst sl. Stefndi hafi v erið bundinn af kjarasamningi Blaðamannafélagsins og S a mtaka atvinnulífsins, sem eitt af aðildarfélögum samtakanna á framangreindu tímamarki. Ákvæði samningsins, sem sé aðalkjarasamningur, gildi í heild sinni um þau störf sem Blaðamannafélagið hafi samningsaðild fyrir, þ.m.t. störf stefnenda, og kveði samningu rinn á um lágmarkskjör á hinum almenna vinnumarkaði á samningssvæði Blaðamannafélagsins í þeim starfsgreinum sem félagið fari með samningsaðild fyrir og tilgreindar séu í lögum félagsins, sbr. ákvæði 1. gr. laga nr. 55/1980 og 5. og 7. gr. laga nr. 6 80/1938 . Sé í því sambandi m.a. á því byggt, gagnstætt því sem stefndi hafi ýjað að, að beita heitis, efnis, eðlis, tilgangs og forsögu kjarasamningsins og samanburðarskýringa r á á kvæðum kjarasamningsins, laga Blaðamannafélagsins , heiti félagsins, ákvæðum laga nr. 80/1938 og síðast en ekki síst með vísan til framkvæmdar kjarasamningsins var ðandi kjör þeirra félagsmanna Blaðamannafélagsins merkingu þess orðs, sbr. t.a.m. ljósmyndarar. Ljósmyndarar hafi þannig, svo dæmi sé tekið, notið réttar til þriggja mánaða leyfis, en í störfum sínum hafi þeir í auknum mæli færst nær störfum stefnenda vegna tækniframfara við myndbandsu pptökur. Fréttamenn hjá Ríkisútvarpinu ohf. hafi og notið sama réttar. Skýra beri kjarasamninginn á þann veg að til starfsgreinar st efnenda, fréttatökumanna, sem Blaðamannafélagið hafi samningsaðild fyrir. Sa mningurinn beri með sér hvenær tilteknum ákvæðum hans sé að öðru leyti ætlað að gilda sérstaklega um tiltekna starfsgrein, sbr. t.d. ákvæði V. kafla sem fjalli sérstaklega um handritalesara. Starf stefnenda sem fréttatökumanna á fréttastofu sjónvarps uta n starfsstöðvarinnar að Efstaleiti 1 sé hið sama eða verði öldungis jafnað við starf fréttamanna sjónvarps, en þessir aðilar vinni sem teymi á vettvangi við fréttaumfjöllun af hinum ýmsu þjóðfélagsatburðum. Stefndi hafi verið settur á stofn með setningu laga nr. 6/2007 og hafi hann tekið yfir allan rekstur og starfsemi Ríkisútvarpsins frá 1. apríl 2007. Frá sama tíma hafi fallið úr gildi lög nr. 122/2000, um ríkisútvarpið , og ríkisstofnunin Ríkisúrvarpið verið lögð niður. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði II í lögum 6/2007 sé sérstaklega vísað til þess að um réttindi og skyldur starfsmanna fari samkvæmt ákvæðum laga nr. 72/2002, um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtæki, eftir því sem við eigi. Í 2. mgr. 3. gr. síðargreindra laga sé kveðið á um þa ð að framsalshafi skuli virða áfram launakjör og starfsskilyrði samkvæmt kjarasamningi með sömu skilyrðum og giltu fyrir framseljanda þar til kjarasamningi verði sagt upp eða hann renni út eða þar til annar kjarasamningur öðlist gildi eða komi til framkvæm da. Við aðilaskipti að rekstri Ríkisútvarpsins hafi verið í gildi kjarasamningur milli RSÍ og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og hafi sá samningur gilt um kaup og kjör stefnenda. Efni sínu samkvæmt hafi samningurinn runnið út þann 31 mars 2008 og hafi s tefnendur verið bundnir af ákvæðum hans til loka hans. Frá sama tíma, 31. mars 2008, hafi Ríkisútvarpið ohf. verið bundið af samningi Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins, sem eitt aðildarfélaga samtakanna á þeim tíma, sbr. og ákvæði 1. gr. laga nr. 55/1980. Mómælt sé sem rangri og ekki síður ósannaðri þeirri málsástæðu stefnda, að stefnendur teljist vera bundnir af k jarasamningi Rafiðnaðarsambandsins og S amtaka atvinnulífsins , sem gerður var á árinu 2008, eða að þeim samningi hafi yfir höfuð verið ætlað að gilda um störf stefnenda sem fréttatökumanna hjá stefnda. Á því tímamarki sem samningur Rafiðnaðarsambandsins og S amtaka atvinnulífsins var endurnýjaður á árinu 2008, hafi verið í gildi kja rasamningur mil li 7 Rafiðnaðarsambandsins og ríkisins sem tekið hafi til starfa stefnenda. Því verði hvergi fundinn staður í kjarasamningi R afiðnaðarsambandsins og S amtaka atvinnulífsins að þeim samningi hafi verið ætlað að yfirtaka og/e ða stytta gildistíma samnings Rafiðn aðarsambandsins og ríkisins gagnvart stefnendum sem starfsm önnum stefnda. Samningur Rafiðnaðarsambandsins og S amtaka atvinnulífsins hefði þannig í fyrsta lagi getað tekið gildi gagnvart stefnendum frá lokum gildistíma samnings Rafiðnaðarsambandsins og fjá rmálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, 31. mars 2008, en á því tímamarki hafi stefnendur ekki lengur verið félagsmenn í aðildarfélögum Rafiðnaðarsambandsins . Samningur R afiðnaðarsambandsins og Samtaka atvinnulífsins , sem gilti afturvirkt frá 1. febrúar 2008, sé óskuldbindandi fyrir stefnendur og hafi s tefnendum aldrei verið gefinn kostur á að greiða atkvæði um hann . Þess utan liggi fyrir að á því tímamarki , sem úrsögn stefnenda átti sér stað úr hinum réttargæslustefndu stéttarfélögum, hafði aðalkjarasamningur S amtaka atvinnulífsins og Rafiðnaðarsambandsins ekki tekið gildi eða hlotið endanlegt samþykki, þar sem atkvæðagreiðslu um samninginn hafi ekki lokið fyrr en í marsmánuði 2008. Stefnendur sækja mál þetta á grundvelli ákvæða laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, einkum 2. tl. 1. mgr. 44. gr. Málskostnaðarkrafa styðjist við reglur XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um sté ttarfélög og vinnudeilur , og krafa um virðisaukaskatt á málskostnað við ákvæði laga 50/1988, um virðisaukaskatt. Málsástæður stefnda og lagarök Sýknukröfu sinni til stuðnings vísar stefndi til þess að eftir að stefnendur gengu úr aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands og í Blaðamannafélagið hafi af hálfu þess félags verið óskað eftir viðræðum um gerð kjarasamnings sem tæki til starfa þeirra hjá Ríkisútvarpinu. Hafi aldrei verið kjarasamningssamba nd milli Ríkisútvarpsins ohf. og Blaðamannafélagsins og ráðningarsamningar starfsmanna Ríkisútvarpsins ohf. hafi aldrei verið byggðir á kjarasamningum þess félags. Ekkert fái undirstrikað þessa staðreynd betur en sú ósk Blaðamannafélagsins að gengið yrði t il viðræðna um gerð kjarasamnings. Sú viðurkenning á þessari staðreynd , sem fel i st í greindri beiðni , sé bindandi yfirlýsing og í fullkominni mótsögn við þá kröfu sem stefnendur setj i fram undir lið 2 í kröfugerð sinni. Þá bendir stefndi á að kröfuliðir nr. 1 og 2 í dómkröfum stefnenda séu í mótsögn hvor við anna n . Ekki fari saman að krefjast þess í öðru orðinu að réttur til að gera kjarasamn ing verði viðurkenndur með dómi en krefjast svo í hinu orðinu viðurkenningar Félag sdóms á því að hann sé kominn á. Það þurfi tvo aðila hið fæsta til að gera samning , enda sé s amningur ekki einhliða löggerningur svo sem beiðni Blaðamannafélagsins til Ríkisútvarpsins ohf. og Samtaka atvinnulífsins ber i með sér. Viðræður Blaðamannafélagsins og Ríkisútvarpsins ohf. um ge rð kjarasamnings fyrir stefnendur hafi ekki gengið vel og ekki leitt til niðurstöðu. Þá hafi fyrirsvarsmönnum 8 Blaðamannafélagsins hugkvæmst að sá samningur, sem félagið haf ð i við Samtök atvinnulífsins vegna blaðaútgefenda , skuldbindi Ríkisútvarpið ohf. ski ly rð i slaust til að breyta ráðningarsamningum sínum við ste fnendur og taka upp í þá tilvísu n í kjarasamn ing blaðaútgefenda í stað RSÍ. Telji Blaðamannafélagið 1. gr . laga nr. 55/1980 leiða til þeirrar niðurstöðu að kominn sé á kjarasamningur milli Ríkisútva rpsins ohf. og Blaðamannafélagsins og styður dómkröfu sína í 2. kröfulið þeim málsástæðum og lagarökum. F yrirmæli 1. gr. laga nr. 55/1980 lút i hins vegar að efni og gerð ráðningarsamninga en ekki kjarasamninga. Skylt sé að haga ráðningarsamningum með þeim hætti sem fyrirmæli lagaákvæðisins bjóði. Það mæli fyrir um ráðningarkjör en mæli ekki fyrir um kjarasamningsaðild , enda hafi ákvæðinu á sínum tíma verið beint gegn ófélagsbundnum atvinnurekendum sem ekki höfðu með kjar asamningsaðild bundist neinum skuldbindingum. Ríkisútvarpið ohf. sé ekki í þeirri stöðu, heldur geri það kjarasamning við Félag fréttamanna um hliðstæð störf og blaðamenn gegna hjá blaðaútgefendum og við Rafiðnaðarsambandið um þau störf sem stefnendur gegn a hjá því samkvæmt ráðningarsamningum sínum sem ekki h afi orðið samkomulag um að breyta. Rafiðnaðarmenn skipti mörgum tugum í starfi hjá Ríkisútvarpinu ohf. og kjarasamningur þeirra fullnægi þeirri lýsingu tilvitnaðs lagaákvæðis að teljast samningur aðilda rsamtaka á vinnumarkaði. Þessu til áréttingar sé sú staðreynd að starfssystkin stefnenda á Stöð 2 og aðrir tæknimenn á þeirri útvarpsstöð séu í Rafiðnaðarsambandinu og taki laun og önnur starf skjör samkvæmt kjarasamningi við Rafiðnaðarsamb andið. Þannig standi kjarasamningur , sem Rafiðnaðarsambandið hefur gert , miklu nær sem fullgild viðmiðun fyrir stefnendur samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980, en kjarasamningur Blaðamannafélagsins við bla ðaútgefendur. Í þessu efni geti engum úrslitum ráðið þótt stefnendur geti samkvæmt lögum Blaðamannafélagsins átt þar aðild. Ekki sé beint og órjúfanlegt samhengi milli þess hvaða félagsmönnum eitt stéttarfélag stendur opið annars vegar og svo þess hins vegar til hverra þeir kjarasamningar taka sem félagið hefur gert og hve rt gildissvið þeirra er. Kjarasamningur Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins, sem dómkrafan í 2. kröfulið vísi til, greini ekki gildissvið sitt skýrum orðum, en ýmis ákvæði hans beri með sér að hann sé kjarasamningur blaðamanna við blaðaútgefend ur . Sem dæmi megi taka þá grein sem mikið hafi verið deilt um í kjarasamningsviðræðum Ríkisútvarpsins ohf. og sé Samkvæmt því láti nærri að þessum lið kröfugerðar stefnenda felist krafa um að Félagsdómur skilgreini Ríkisútvarpið ohf. sem blað eða blaðaútgefanda. Blaðamannafélagið sé þó ekki sjálfu sér samkvæmt í þessu efni því þar sem fréttamenn á sjónvarpsstöð eru innan féla gsraða þess, s tarfi þeir alls ekki samkvæmt þeim samningi sem Blaðamannafélagið krefst að Ríkisútvarpið ohf. verði dæmt undir, heldur samkvæmt sérstökum kjarasamn ingi sem Blaðamannafélagið hafi gert við Samtök atvinnulífsins um störf fréttamanna á ljósvakamiðlum 365 samsteypunnar. 9 Þannig hafi Blaðamannafélagið staðfest það bæði í orði og á borði með kjarasamningnum um Stöð 2 að þeim kjarasamningi blaðaútgefenda , sem það hermir upp á Ríkisútv arpið ohf. , sé ekki ætlað gildissvið á þeim vettvangi. Kröfugerðin í 2. kröfulið sé þannig í mótsögn við aðrar viljayfirlýsingar og löggerninga Blaðamannafélagsins sjálfs. Störf f réttamanna á ljósvakamiðlum hafi verið talin svo frábrugðin störfum blaðamann a að um þau þyrfti sérstakan kjarasamning. Þá séu kvikmyndatökume nn á fréttastofu Stöðvar 2 í Rafiðnaðarsambandinu og það að nefna stefnendur fréttatökumenn færi þá ekki undir gildissvið kjarasamnings blaðaútgefenda. Það þ u rf i meira til, það þurfi s amnin g um breytt ráðningarkjör sem ekki hafi verið gerður. Í stefnu sé upp úr því lagt að samningur blaðaútgefenda taki til blaðaljósmyndara en að mati stefnda h afi það ekki þýð ingu fyrir málsúrslit. Það hafi lengi verið viðtekið viðhorf blaðaútgefenda að bl aðaljósmyndarar nytu hliðstæðrar réttarstöðu og blaðamenn. Engum slíkum skilningi sé til að dreifa varðandi kvikmyndatökumenn á fréttastofum ljósvakamiðlanna. Kvikmyndataka og ljósmyndun séu heldur ekki alls kostar samanburðarhæf störf. Ljósmyndun sé lögve rnduð iðngr ein og blaðaljósmyndarafélagið sé undirfélag í Blaðamannafélagi Íslands og eigi því a fdráttarlausa og viðurkennda aðild að kjarasamningi þess við útgefendur. Fyrir þessu sé áratuga hefð en he fðin horfi allt öðru vísi við hvað varðar kvikmyndatökumenn á fréttastofum ljósvakamiðla. Hið sama sé að segja um handritale sara samkvæmt kjarasamningi Blaðamannafélagins við blaðaútgefendur en samkvæmt hefðinni sé ekki talið að þeir fáis t við blaðamennsku , sbr. gr . 3.1.1. , og þeir njóti ekki réttar samkvæmt ákvæðum greinar 4.3. Loks sé til þess að líta, að sá kjarasamningur Blaðamannafélagsins og Samtaka atvi nnulífsins, sem stefnendur krefji st dómsviðurkenningar á að liggja skuli ráðningarsamningum sínum til gru ndvallar , sé ekki í gildi en hann hafi fallið úr gildi hi nn 31. desember 2010. Niðurstaða Dómkröfur stefnanda í máli þessu eru tvíþættar. Í fyrsta lagi er þess krafist að viðurkennt verði með dómi að stefnandi, Blaðamannafélag Íslands, fari með samnings aðild fyrir sex nafngreinda félagsmenn sína sem eru starfsmenn stefnda, Ríkisútvarpsins ohf., við gerð kjarasamninga vegna starfa þeirra hjá stefnda. Í öðru lagi er þess krafist að viðurkennt verði að kjarasamningur stefnanda og Samtaka atvinnulífsins, dag settur 29. nóvember 2005, sem endurnýjaður var hinn 2. desember 2009, gildi um laun og kjör stefnenda frá 31. mars 2008, en til vara frá öðru og síðara tímamarki að mati dómsins. Stefnandi byggir á því varðandi fyrri kröfulið dómkrafnanna að umræddir féla gsmenn stéttarfélagsins hafi sagt sig úr þeim stéttarfélögum, sem þeir voru áður í, sem eru réttargæslustefndu í málinu, og gengið í stefnanda svo sem stjórnarskrárvarinn og lögvarinn réttur þeirra standi til, sbr. félagafrelsisákvæði 74. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, 11. 10 gr. mannréttindasáttamála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, um mannréttindasáttmála Evrópu, og 4. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Hafi stefndi viðurkennt stéttarfélagsaðild umræddra félagsmanna stefnanda og skil agreinar og sjóðagjöld borist frá stefnda allt frá 11. nóvember 2008. Standist ekki að þvinga umrædda félagsmenn stefnanda til að fela stéttarfélögum, sem þeir hafi sagt sig úr, umboð til að gera kjarasamninga fyrir þeirra hönd. Engar athugasemdir hafi kom ið frá réttargæslustefndu, hvorki vegna skila á gjöldum né úrsagnanna. Störfum umræddra félagsmanna, er starfi sem svonefndir fréttatökumenn, verði fundinn staður í kjarasamningi stef nanda við Samtök atvinnulífsins en stefndi hafi verið innan vébanda þeirra samtaka á greindum tíma. Fram er komið að stefndi gekk úr Samtökum atvinnulífsins um síðustu áramót en gekk aftur í samtökin 5. ágúst sl. Ágreini ngslaust er að stefnendur gengu úr stéttarfélögum þeim innan Rafiðnaðarsambands Íslands , sem þeir höfðu áður tilheyrt, og í Blaðamannafélag Íslands með þeim hætti sem rakið hefur verið í málavaxtakafla hér að framan. Er óumdeilt að það var stefnendum heimilt . M eðlimur stéttarfélags, sem breytt hefur um stéttarfélagsaðild, er eftir sem áður bundinn af kjarasamningi þess stéttarfélags , sem hann gekk úr , meðan gildistími þess samnings varir , sbr. 2. mgr. 3. mgr. laga nr. 80/1938 . Er óumdeilt að kjarasamningur fjármálaráðherra og Rafiðnaðars ambands Íslands, dagsettur 1. júní 2004, sem gilti um kaup og kjör stefnenda, rann út hinn 31. mars 2008. Í 5. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, segir að stéttarfélög séu lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna, enda ha fi félagið í samþykktum sínum ákveðið að láta starfsemi sína taka til s líkra málefna. Samkvæmt lögum Blaðamannafélagsins er tilgangur þess sá, að gæta faglegra og stéttarlegra hagsmuna félagsmanna í hvívetna. Að þessu virtu og þegar litið er til stöðu Blað amannafélagsins sem stéttarfélags verður ekki talið að neitt standi því í vegi að fyrri kröfuliður í dómkröfum ste fnenda verði tekinn til greina og viðurkennt að félagið fari með samningsaðild fyrir stefnendur við gerð kjarasamninga vegna starfa þeirra hjá stefnda. Stefndi vísar til þess að aldrei hafi verið kjarasamningssamband milli Ríkisútvarpsins ohf. og Blaðamannafélagsins og hafi Blaðamannafélagið óskað eftir viðræðum við stefnda um gerð kjarasamnings, sem tæki til starfa stefnenda hjá stefnda, eftir að stefnendur gengu úr aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands og í Blaðamannafélagið. Byggir stefndi á því að þessi ósk Blaðamannafélagsins feli í sér bindandi yfirlýsingu sem sé í mótsögn við kröfu stefnenda í 2. kröfulið þeirra. Ekki verður á þetta f allist með stefnda, enda felst ekki í framangreindri ósk um kjarasamningsviðræður yfirlýsing sem girt getur fyrir að stefnendur geri kröfu um viðurkenningu á að tiltekinn kjarasamningur gildi um laun og kjör þeirra eins og gert er í 2. lið dómkra f nanna. Þá verður hvorki fallist á það með stefnda að í kröfu stefnenda samkvæmt 2. kröfulið felist krafa um breytingu á ráðningarsamningum aðila, sem raunar er utan valdsviðs Félagsdóms, né að tilgreining á samningsaðilum kjarasamnings í texta á heimasíðu Blaðamann afélagsins sé bindandi fyrir stefnendur að þessu leyti . 11 Í síðasta kjarasamningi S amtaka atvinnulífsins og B laðamannafélags Íslands frá 2. desember 2009, sem nú hefur verið framlengdur til ársins 2014, er ekki að finna skýr ákvæði um gildissvið hans en í kafla um röðun í launaflokka er talað um blaðamenn og þeim raðað í launaflokka eftir menntun eða starfsreynslu. Af hálfu stefnda er á því byggt að ákvæði samningsins beri með sér að hann geti ekki tekið til þeirra, sem starfa á ljósvakamiðlum, enda sé þa r einungis vísað til útgefenda og blaðamanna. Beri því að beita þrengri skýringarkosti við afmörkun á hugtakinu blaðamaður að því er þetta varðar. Ragnar Árnason, fors töðumaður vinnumarkaðssviðs S amtaka atvinnulífsins, tók undir þ essi sjónarmið stefnda í s kýrslu sinni fyrir dóminum og kvaðst ekki vita til þess að þetta atriði hefði komið til umræðu við kjarasamningsgerð , heldur hefði fremur verið lögð áhersla á sérst öðu blaðamanna. Hins vegar var það skilningur Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands , og Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi formanns sama félags , að ekki hefði verið litið svo á að hugtakið blaðamaður ætti einungis við um þá, sem ynnu á prentmiðlum, heldur tæki það jafnframt til þeirra , sem ynnu störf sem yrði jafnað til starfa þeirra sem hér ættu hlut að máli . Benda s tefnendur einnig á þá staðreynd að fréttamenn og fréttatökumenn starfi saman að fréttaöflun á vettvangi og séu störf þeirra því sambærileg. Þá liggur fyrir að samkvæmt grein 2.1. í lögum Blaðamannafélagsins geta þeir orði ð aðilar að félaginu, sem hafa fjölmiðlun að aðalstarfi eða eru fastráðnir starfsmenn ritstjórna á dagblöðum eða öðrum prent - og vefmiðlum og einnig hjá fréttastofum útvarps - og sjónvarpsstöðva, svo og aðrir þeir, sem fastráðnir eru við frétta - og fjölmiðl un á launakjörum sem félagið hefur samið um eða gefið út taxta fyrir. Að öllu framangreindu virtu er ekkert sem kemur í veg fyrir að þau störf sem stefnendur sinna hjá stefnda verði lögð að jöfnu við störf blaðamanna samkvæmt umræddum kjarasamningi. Þ að e r því niðurstaða dómsins að taka verði dómkröfu stefnenda samkvæmt 2. tölulið til greina , sbr. fordæmi fyrir úrlausn krafna af þessum toga í dómum Félagsdóms frá 2. júlí 2001 í málinu nr. 9/2001 og frá 12. júlí 2004 í málinu nr. 2/2004. Verður fallist á að miða beri við það tímamark sem tilgreint er í kröfugerð , enda rann sá kjarasamningur fjármálaráðherra og Rafiðnaðarsambands Íslands, sem stefnendur voru bundnir af, sitt skeið á enda hinn 31. mars 2008, en þá voru stefnendur gengnir úr viðkomandi aðildarf élögum Rafiðnaðarsambands Íslands, eins og fram er komið. Tók þá hinn tilgreindi kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins við en á greindum tíma var stefndi innan vébanda samtakanna. Samkvæmt framansögðu verða kröfur stefnenda te knar til greina. Eftir úrslitum málsins þykir rétt að stefndi greiði stefnanda, Blaðamannafélagi Íslands, 350.000 krónur í málskostnað. D Ó M S O R Ð: Viðurkennt er að stefnandi, Blaðamannafélag Ísland s, fari með samningsaðild vegna Tómasar Gunnarssonar, Freys Arnarsonar, Guðmundar Bergkvist, Ragnars Santos, Vilhjálms 12 Pórs Guðmundssonar og Þórs Ægissonar við gerð kjarasamninga vegna starfa þeirra hjá stefnda, Ríkisútvarpinu ohf. Viðurkennt er að kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnu lífsins, dagsettur 29. nóvember 2005, sem endurnýjaður var hinn 2. desember 2009, gildi um laun og kjör framangreindra stefnenda frá 31. mars 2008. Stefndi, Ríkisútvarpið ohf., greiði stefnanda, Blaðamannafélagi Íslands, 350.000 krónur í málskostnað. A rnfríður Einarsdóttir Gylfi Knudsen Kristjana Jónsdóttir Valgeir Pálsson Lára V. Júlíusdóttir