1 Ár 2015, miðviku daginn 28 . október , var í Félagsdómi í málinu nr. 4/2015. Alþýðusamband Íslands, f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Afls starfsgreinafélags f.h. Berglindar Eiríksdóttur og Sigrúnar Sæmundsdóttur (Bergþóra Ingólfsdóttir hrl.) gegn Fjarða byggð (Sigurður Sigurjónsson hrl.) kveðinn upp svofelldur D Ó M U R : Mál þetta var dómtekið 8. október sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Guðni Á. Haraldsson , Ásmun dur Helgason, Gísli Gíslason og Lára V. Júlíusdóttir . Stefnandi er Alþýðusamband Íslands f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Afls starfsgreinafélags f .h. Berglindar Eiríksdóttur og Sigrúnar Sæmundsdóttur . Stefndi er Fjarðabyggð, Hafnargötu 2, Reyðarfirði . Dómkröfur stefnanda Að viðurkennt verði að félagsmenn stefnanda, Berglind Eiríksdóttir, kt. 060360 - 5379 , og Sigrún Sæmundsdóttir, kt. 301067 - 5859 , hafi átt rétt til greiðslu persónuálags sem nemur 2 stigum (4%) úr hendi stefnda Fjarðabyggðar frá upphafi rá ðningar þeirra til starfa hjá sveitarfélaginu. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar auk álags er nemi virðisaukaskatti. Dómkröfur stefnda Í greinargerð krafðist stefndi þess aðallega að málinu yr ði vísað frá Félagsdómi en til vara að hann y rði sýknaður af kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu. 2 Með úrskurði uppkveðnum 4. júní sl. var frávísunarkröfu stefnda hafnað. Málavextir Málavextir eru óumdeildir í aðalatriðum. Í stefnu segir að á fundum Afls starfsgreinafélags á liðnu hausti hafi félagið orðið þess áskynja að þær Berglind Eiríksdóttir, starfsmaður Grunnskólans á Eskifirði , og Sigrún Sæmundsdóttir, starfsmaður í Gunnskólanum á Reyðarfirði , he fðu hvorugar fengið meistaraná m í iðngreinum sínum metið til launa í samræmi við ákvæði gildandi kjarasamnings aðila. Óumdeilt er að Sigrún er með meistararéttindi í snyrtifræði og Berglind í hársnyrtiiðn. Í báðum tilvikum er um að ræða meistaragráðu í löggiltri iðngrein samkvæmt reglu gerð nr. 940/1999. Þá hefur Sigrún einnig lokið sérstöku prófi af námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum. Í stefnu er því lýst að Berglind hafi verið ráðin til stefnda 2010 en ekki hafi verið gerður skriflegur ráðningarsamningur við hana. Þessu er mótmælt í greinargerð og sagt að Berglind hafi fyrst undirritað tímabundinn ráðningarsamning á árinu 2009 og síðar ótímabundinn samning. Berglind hefur starfað sem s tuðningsfulltrúi I við Grunnskólann Eskifirði og fær hún greidd laun samkvæmt launaflokki 126 - I. Sigrún hefur starfað sem s tuðningsfulltrúi II í Grunnskólanum Reyðarfirði í þrjú ár og fær greidd laun samkvæmt launaflokki 128 . Laun þessara starfsmanna taka mið af starfsmati, starfaskilgreiningu og stigum, sem vísað er til í kjarasamningi aðila. Fyrir liggur að iðnmenntun þ eirra er ekki metin þeim til sérstaks persónuálags. Stefnandi Afl starfsgreinafélag telur að laun þeirra Berglindar og Sigrúnar hafi ekki verið ákvörðuð með réttum hætti þar sem ekki hafi v erið tekið mið af því að þær hafi báðar öðlast meistar aréttindi í iðngrein. Þar sem ekki sé gerð sérstök krafa um iðnmenntun í þeirra störfum , haf i borið að líta til ákvæðis 10.2.3 í kjarasamningi og veita þeim hækkun sem nemi 4% þegar frá öndverðu vegna menntunarinnar. Hafi stéttarfélagi ð þegar hafist handa við að ná fram leiðréttingu á þessu. Framlögð gögn sýna að stefnandi, Afl starfsgreinafélag, var í tölvupóstssamskiptum við stefnda vegna málsins haustið 2014. Í tölvupóstum stefnda og lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram sú afstað a sambandsins að um iðnmenntun í grein 10.2.3 sé rætt í tengslum við annað lokapróf úr framhaldsskóla þar sem gerð er krafa um að námið teng ist starfi viðkomandi eða að ekki sé gerð krafa um þá menntun til starfsins, sbr. framlagðan tölvupós t frá 29. september 2011 kl. 17:10 . Verður af gögnum málsins ráðið að sú afstaða hafi verið óbreytt haustið 2014. S tefndi hafnaði kröfum stefnanda um að leiðrétta laun starfsmannanna í samræmi við skilning stefnanda. Frá þessari afstöðu sinni vildi stefndi ekki hvika en óskaði eftir því að ágreiningurinn yrði 3 lagður fyrir sérstaka samstarfsnefnd aðila sem fjallar um ágrein ingsefni um efni kjarasamnings . Samráðsnefndinni var send beiðni um túlkun á grein 10.2.3 hinn 12. desember 2014. Á fundi nefndarinnar 5 . janúar 2015 kom fram að ágreiningur var með fulltrúum aðila kjarasamningsins um það , með hvað a hætti bæri að túlka ákvæði greinar 10.2.3. Í framlagðri fundargerð samráðsnefndarinnar kemur fram að fulltr úar Sambands íslenskra sveitarfélaga töldu að með þv í að tilgreina iðnaðarmenn í ákvæðinu væri verið að tilgreina starfsstétt og því ætti ákvæðið ekki við um almenna starfsmenn. Þar sem hlutaðeigandi starfsmenn störfuðu ekki við iðn og iðnmenntun , væri ekki gerð grunnmenntunarkrafa vegna umræddra starfa og því væri viðbótarnám, svo sem meistararéttindi í iðngrein , ekki metið til persónuálags. Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands í nefndinni voru ósammála þessari túlkun og töldu að almennir starfsmenn með löggilta iðnmenntun ættu að fá meistararéttindi sín metin til persónuálagsstiga þannig að þe ir stæðu jafnfætis þeim sem hefðu s túdentspróf. Með bréfi , dagsettu 16. janúar 201 5, skoraði lögmaður stefnanda á stefnda að hverfa frá túlkun sinni á ákvæðinu og efna kjarasamninginn með þ eim hætti sem gr ein 10.2 .3 kvæði á um en því erindi virðist ekki hafa verið svarað. Stefnandi kveðst því nauðugur sá kostur að leita fulltingis Félagsdóms til að fá hlut félagsmanna sinna réttan. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir kröfur s ínar á ákvæðum kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands vegna tiltekinna stéttarfél aga, þar á meðal stefnanda, Afls starf sgreinafélags . Kjarasamningur inn taki til starfa bæði almenns og sérhæfðs verkafólks í samræmi við ákvæði laga þeirra stéttarféla ga sem að kjarasamningnum standi, þ. á m. s tefnanda, sbr. greinar 1.01 og 2.01 laga S tarfsgreinasambands Íslands . Stefnandi byggir á því að samkvæmt kjarasamningi aðila skuli við ákvörðun launa starfsmanna fyr st taka mið af ákvæðum 1. kafla kjarasamningsins um kaup og niðurstöðu starfsmats, sbr. grein 1.3.1 kjarasamningsins . Starfsmatið, sem eigi við um fleiri störf en þau sem þessi kjarasamningur nái til, sé unnið á formi skilgreininga á störfum og stigagjöf s amkvæmt ákveðnum reglum þar um. Um tengingu niðurstöðu úr starfsmati við launatöflu , fari samkvæmt fylgiskjali II við kjarasamninginn. Samkvæmt gild andi starfsmati frá árinu 2012 sé starf s tuðningsfulltrúa I metið til 358 stiga en lýsing á kröfum til starf sins og inntaki þess sé eftirfarandi: Starfsmaður starfar með nemendum með einhvers konar fötlun, röskun og/eða sérþarfir samkvæmt skilgreiningu sérfræðings. Sérþarfir nemendanna eru þess eðlis að þeir þurfa sérstakan starfsmann með sér í öllu skólastarf i. Meðal verkefna er 4 félagslegur stuðningur og þjálfun. Á við um stuðningsfulltrúa í sérdeildum en getur einnig átt við þar sem ekki eru starfræktar sérdeildir. Ekki er gerð krafa um að starfsmaður hafi lokið sérstök Um mat á starfi stuðningsfulltrúa II segi eftirfarandi: Gerð er krafa um sérstakt nám fyrir stuðningsfulltrúa t.d. úr Borgarholtsskóla eða sambærilegt nám og talsverða reynslu í starfi. Starfsmaður starfar með nemendum með einhvers konar fötlun, röskun og/eða s érþarfir samkvæmt skilgreiningu sérfræðings. Sérþarfir nemendanna eru þess eðlis að þeir þurfa sérstakan starfsmann með sér í öllu skólastarfi. Meðal verkefna eru félagslegur stuðningur og þjálfun. Á við um stuðningsfulltrúa í sérdeildum en getur einnig át t við þar sem e Starfið sé metið til 378 stiga. Á fylgiskjali II við kjar a samning sé stigafjöldi starfsmats tengdur við launaflokka. Samkvæmt því eigi stuðningsfulltrúi I með 368 stig að raðast í launaflokk 126 en stuðnings fulltrúi II með 378 stig að raðast í launaflokk 128. Það sé í samræmi við þau laun sem þær Berglind og Sigrún njóti. Þá by ggir stefnandi á því að við röðun í laun aflokka þegar starfsmati sleppi beri , eftir atvikum við ráðningu eða síðar, að líta til ák væða 10. kafla kjarasamningsins um fræðslumál, hvað varðar sérstakrar launahækkanir starfsmanna vegna símenntunar, mats á starfstíma í sambærilegum störfum eða menntunar sem starfsmaður hafi umfram þær kröfur sem gerðar séu til starfsins. Það sé einnig í s amræmi við grein 1.1.1 kjar a samningsins um föst mánaðarlaun sem sýnd séu í launatöflum I og II í kjarasamningnum. Þessi skilningur stefnanda sé í samræmi við þá framkvæmd sem um þetta hafi m ótast og önnur stéttarfélög hafi samið um við stefnda . Krafa stefn anda um leiðréttingu launa þess ara félagsmanna stefnanda byggir á því að ekki hafi verið tekið tillit til ákvæðis greinar 10.2.3 í kjarasamningi þannig að framangreindir starfsmenn fái notið hækkunar á formi persónuálags. Samkvæmt grein 10.2.3 hefði í þess um tilvikum þegar við upphaf ráðningar, þegar niðurstaða launaflokkaröðunar samkvæmt starfsmati hafi legið fyrir, átt að tak a mið af því að framangreindir starfsmenn hafa meistar ar éttindi í iðngrein og meta nám ið þeim til launhækkunar. Það hafi ekki verið gert og því sé gerð krafa um leiðréttingu þess. Stefnandi vekur sérstaka athygli á því að samkvæmt mati á umræddum störfum sé ekki gerð krafa um iðnmenntun. Stigafjöldi starf smatsins í þessum tilvikum taki því ekki mið af iðnmenntun þannig að hún hafi áh rif á röðun starfsins í launaflokk. Hvorug þeirra Berglindar og Sigrúnar hafi þannig áður notið hækkunar á grundvelli menntunar sinnar né sé gerð krafa um þá iðnmenntun í þeirra störfum. Gögn málsins, starfaskilgreiningar sem og tengitafla í kjarasamningi sýni þett a með augljósum hætti. 5 Í þessu samhengi byggi stefnandi á því að umræddur kjarasamningur varði almennt ekki kjör iðnaðarmanna. Stefndi hafi gert sérstaka kjarasamn inga um kjör þeirra þar sem meðal annars sé að finna samhljóða ákvæði gr. 10.2.3 . S ú staðreynd breyti þó engu um það , að ákvæði kjarasamnings ins beri að skýra og túlka í samræmi við þau störf , sem hann t aki til, og sé ekki unnt að líta svo á að hluti ákvæðisins eigi ekki við þegar um almenna starfsmenn sé að ræða . Sé stefndi bundinn af efni þessa samnings gagnvart þeim starfsmönnum sem hann taki til. Stefnandi kveðst því mótmæla þeim skilningi stefnda , sem fram k omi í fundargerð samráðsnefndar , að með því að tilgreina iðnaðarmenn sé verið að tilgreina starfsstétt og ákvæðið eigi því Þá byggi stefnandi á því að almennt beri að skýra ákvæði kjarasamninga samkvæmt orðanna hljóðan. Umþrætt ákvæði kveði skýrt á um að iðnaðarmenn með meistara - eða löggildingarnám skuli fá 2 stig (4%) til við bótar starfsmati, þar sem ekki sé gerð krafa um þá menntun til starfsins. Samkvæmt því sé augljóst að meta skuli til launa menntun sem starfsmenn hafi til að bera umfram lágmarkskröfur. Það sé enda í samræmi við markmið 10. kafla kjarasamningsins, sem sé a nnars vegar að hvetja starfsmenn til menntunar og hins vegar að umbu na þeim fyrir viðbótarmenntun. Stefnandi árétti að þrátt fyrir að kjarasamningur stefnda við Starfsgreinasamband Íslands taki aðeins til almennra starfa í þágu stefnda en ekki iðnmenntaðr a, sé ljóst að fjölmargir starfsmenn með iðnmenntun og jafnvel háskólamenntun vinn i störf, sem undir samninginn falli, þar sem ekki sé gerð sérstök k rafa um þá menntun sem þeir hafi aflað sér. Vegna þess byggi stefnandi á því að ákvæði 10.2.3 í kjarasamnin gi aðila fjalli um það , með hvaða hætti skuli meta nám af framhaldsskólastigi til launa við almenn störf , til þess að þeir , sem búi að menntun umfram lágmarkskröfur , fái notið hennar í launum. Ekki er ágreiningur með aðilum um að þær Berglind og Sigrún haf i báðar aflað sér meistararéttinda í iðngrein sinni við upphaf ráðningar. Af þeim sökum byggir stefnandi á því að þær hafi báðar fullnægt áskilnaði ofangreinds kjarasamningsákvæðis til þess að fá notið hækkunar persónuálags um 2 stig (4%) frá því að þær hó fu störf hjá stefnda. Í raun hafi umrætt kjarasamningsákvæði að geyma þrjár reglur sem varði mat á framhaldskólamenntun til launa í starfi ófaglærðra eða almenns starfsfólks. Sú fyrsta varði það hvernig menntun á framhaldsskólastigi skuli almennt metin t il launahækkunar og samkvæmt því skuli meta lokapróf á framhaldsskólastigi til launahækkunar. Í þeim tilvikum sé gerð krafa um að sú menntun tengist starfi viðkomandi og ennfremur að ekki hafi, samkvæmt starfsmati , áður verið tekið tillit til 6 þess. Frávik frá þessari reglu eigi við sé gerð krafa um tiltekna framhalds - eða háskólamenntun til starfans. Önnur regla ákvæðis 10.2.3 varði iðna ðarmenn, sem hafi lokið meistara prófi í löggiltri iðngrein , og kveði á um að þeir skuli fá tveggja persónuálagsstiga hækkun vegna þess, enda sé ekki gerð kraf a um þá menntun til starfsins. Þriðja regla ákvæðisins sé sú, að stúdentspróf skuli jafnan metið til hækkunar í hvaða starfi sem e r. Stefnandi byggi á því að ágreiningur þessa máls varði aðra reglu ákvæðisins. Um sé að ræða störf almenns starfsfólks þar sem ekki sé gerð krafa um iðnmenntun af neinu tagi. Það sé hins vegar óumþrætt staðreynd að framangreindir starfsmenn hafi öðlast meistar a réttindi í i ðngrein sinni og því beri að líta til þessar ar reglu ákvæðisins og veita þ eim þá hækkun sem ákvæðið kveði á um. M eð þessu ákvæði hafi verið ætlunin að þeir , sem lokið hafi meistaraprófi í iðn , sitji við sama borð og þeir , sem lokið hafa stúdentsprófi óháð kröfum starfsins, enda sé um að ræða nám sem í árum talið jafngildi venjubundu námi til stúdentsprófs. Hafi ákvæðið þannig í sér fólgna ákveðna jafnræðisreglu þannig að starfsmönnum , sem lokið hafi námi sem sambærilegt sé í árum talið , sé ekki mismunað. Meistar ar éttindi iðnaðarmanna sé u þannig metin til jafns við stúdentspróf. Sé ákvæðinu sérstaklega ætlað að taka tillit til og umbuna starfsmönnum með menntun umfram lágmarkskröfur. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að þær Berglind Eiríksdóttir og Sigrún Sæmundsdóttir uppfylli ekki skilyrði kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands sem fram komi í grein 10.2.3 til þess að fá metið til launa persónuálag sem nemur 2 sigum (4%) vegna iðn menntunar sinnar. Berglind sé með meistarapróf í hársnyrtiiðn og starfi sem stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum á Eskifirði og Sigrún Sæmundsdóttir sé með meistarapróf í snyrtifræði og starfi sem stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum á Reyðarfirði. Stefndi bygg ir á því að túlka eigi framangreinda grein 10.2.3 í kjarasamningnum með þeim hætti að starfsmenn með meistararéttindi í iðngrein eigi ekki að fá launahækkun samkvæmt ákvæðinu, nema námið tengist starfi viðkomandi starfsmanns. Að baki ákvæðinu liggi sú hugs un að hækka laun hjá því starfsfólki, sem hafi menntun sem nýtist í því starfi sem það gegni, þótt menntunin sé ekki gerð að skilyrði í starfslýsingu. Þannig fái starfsmenn, sem hafi lokapróf á framhaldsskólastigi í námi sem taki 2 - 4 ár að ljúka, hækkun la una vegna þeirrar menntunar, ef hún tengist viðkomandi starfi. Stúdentspróf sé talið nám almenns eðlis og því fái allir starfsmenn hækkun fyrir stúdentspróf, enda sé gengið út frá því að slíkt nám nýtist í öllum 7 störfum. Forsendur launagreiðenda með ákvæði nu séu þær, að umbuna starfsfólki fyrir nám, sem geri það hæfara eða geri það að verðmætari starfsmanni til þess að gegna tilteknum störfum, þótt menntunin hafi ekki verið gerð að skilyrði fyrir því að gegna starfinu. Stefndi kveður engin rök liggja að bak i þeim skilningi stefnanda að starfsmenn með meistararéttindi í hvaða iðngrein sem er fái ávallt álag á laun sín , enda hefði þá sérstaklega verið tekið fram að iðnmenntun væri jafngild til mats í hvaða starfi sem er, eins og sérstaklega sé tiltekið varðandi stúdentspróf. Túlka verði ákvæðið í heild en ekki taka einstakar setningar úr samhengi. Þá verði að skýra orða lag ákvæðisins þröngt, enda sé um að ræða undantekningu um álag á laun vegna sérstakra aðstæðna frá þeirri almennu reglu sem gildi um röðun starfsmanna í launaflokka . Stefndi byggir á því að samningsaðilar hafi í áraraðir túlkað umþrætt kjarasamningsákvæð i með framangreindum hætti og hafi ákveðin venja skapast að því er þann skilning varðar. Hafi þessi framkvæmd verið skýr og ágreiningslaus og verði ekki fram hjá henni litið, sbr. dóm Félagsdóms í máli nr. 9/2012. Umþrætt ákvæði hafi verið óbreytt í kjaras amningi a.m.k. frá 2005 og hafi framkvæmdin ávallt verið sú sama af hálfu launagreiðenda. Því verði að líta svo á að stefnandi hafi sýnt af sér tómlæti með því að hafa ekki fyrr gert ágreining um túlkun ákvæðisins, enda hafi fjöldi launþega verið í þeirri stöðu að fá ekki greitt álag á laun sín þar sem iðnmenntun hafi ekki nýst viðkomandi launþega í því starfi sem hann gegni. Stefndi bendir á að aðilar að kjarasamningi beri trúnaðarskyldu gagnvart gagnaðila sínum og sé með öllu óskiljanlegt hvers vegna ste fnandi hafi ekki tekið upp orðalag ákvæðisins í kjaraviðræðum undanfarinna ára. Ljóst sé að frá 2005 hafi verið gerðir fjórir kjarasamningar en framangreint ákvæði hafi alltaf staðið óbreytt. Loks byggir stefndi sýknukröfu sína á því að hluti dómkröfu ste fnanda sé fyrnd samkvæmt 3. gr. fyrningarlaga nr. 150/2007. Vísar hann til þess að fyrningarfrestur kröfuréttinda reiknist frá þeim degi þegar kröfuhafi geti fyrst átt rétt til efnda samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laganna. Berglind Eiríksdóttir hafi hafið störf s em stuðningsfulltrúi á árinu 2009 og því sé krafa stefnanda vegna Berglindar að hluta til fyrnd. Um lagarök vísar stefndi til almennra reglna vinnuréttar og samningaréttar. Þá vísar hann sérstaklega til óskráðra reglna samningaréttar um trúnaðarskyldu sam ningsaðila. Jafnframt vísar stefndi til laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, sbr. lög nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og til fyrningarlaga nr. 150/2007. Um málskostnað vísar stefndi til 65. gr. laga nr. 80/1938, sbr. ákvæði XXI. kafla laga nr. 91/1991 og þá aðallega 129., 130. og 131. gr. laganna. 8 Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Ágreiningur máls þessa lýtur að túlkun á grein 10.2.3 í kjarasamning i Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd þeirra sveitarfélaga og annarra aðila, sem það hefur samningsumboð fyrir, og Starfsgreinasambands Íslands fyrir hönd tiltekinna stéttarfélaga, þ.á m. stefnanda, Afls starfsgreinafélags. Stefnandi byggir á því, að tilgreindir starfsmenn og félagsmenn í stefnanda, sem báðar hafa meistararéttindi í iðngreinum, hafi, samkvæmt ákvæðinu, átt rétt til greiðslu persónuálags sem nemur 2 stigum (4%) úr hendi stefnda frá upphafi ráðningar þeirra til starfa sem stuðningsfu lltrúar hjá stefnda. Bendir stefnandi á að ekki sé gerð krafa um iðnmenntun í þeim störfum sem framangreindir starfsmenn sinni. Almennt beri að skýra ákvæði kjarasamninga samkvæmt orðanna hljóðan og í tilgreindu ávæði sé skýrt kveðið á um það, að iðnaðarme nn með meistara - eða löggildingarnám skuli fá 2 stig (4%) til viðbótar starfsmati þegar ekki sé gerð krafa um þá menntun til starfsins. Það sé jafnframt í samræmi við markmið 10. kafla kjarasamningsins, þ.e. annars vegar að hvetja starfsmenn til að afla sé r menntunar og hins vegar að umbuna þeim fyrir viðbótarmenntun. Hafi það verið ætlunin með framangreindu ákvæði að þeir, sem hafi lokið meistaraprófi í iðngrein, sitji við sama borð og þeir, sem hafi lokið stúdentsprófi, óháð kröfum starfsins. Ákvæðið hafi þannig í sér fólgna ákveðna jafnræðisreglu þannig að starfsmönnum, sem hafi lokið námi sem sambærilegt sé í árum talið, sé ekki mismunað. Þessu mótmælir stefndi og byggir sýknukröfu sína á því að framangreindir starfsmenn uppfylli ekki skilyrði kjarasamningsins sem fram komi í gr. 10.2.3 til þess að fá metið til launa persónuálag sem nemi 2 stigum (4%) vegna iðnnáms. Beri að túlka ákvæðið þannig að starfsmenn með meistararéttindi í iðngrein eigi ekki að fá launahækkun samkvæmt því, nema námið ten gist starfi viðkomandi starfsmanns. Forsenda launagreiðenda fyrir ákvæðinu sé að umbuna starfsfólki fyrir nám sem geri það hæfara til að gegna tilteknum störfum, þótt menntunin hafi ekki verið gerð að skilyrði fyrir starfinu. Beri að skýra orðalagið þröngr i skýringu. Þá vísi stefndi til þess að ákvæðið hafi í áraraðir verið túlkað með þessum hætti af samningsaðilum og því hafi ákveðin venja skapast að þessu leyti. Verði að meta það stefnanda til tómlætis að hafa ekki fyrr gert ágreining um þessa túlkun. Jaf nframt vísar stefndi hvað þetta varðar til gagnkvæmrar trúnaðarskyldu kjarasamningsaðila. Loks byggir stefndi á því að hluti dómkröfu stefnanda sé fyrnd. Eins og áður er getið, er óumdeilt að Berglind Eiríksdóttir er með meistararéttindi hársnyrtiiðn og Si grún Sæmundsdóttir í snyrtifræði . Í 10. kafla umrædds kjarasamnings er fjallað um fræðslumál og ber undirkafli 10.2 yfirskriftina 9 símenntun og starfsþjálfun. Er þar að finna ákvæði um rétt starfsmanna til að sækja reglubundna þjálfun, námskeið eða annars k onar fræðslu til að viðhalda og auka við þekkingu sína og færni. Gert er ráð fyrir að stofnanir og/eða starfseiningar setji árlega fram símenntunaráætlun og þá er gert ráð fyrir því að starfsmenn fái svonefnt persónuálag á laun sín vegna símenntunar með sé rstökum útreikningi á stigum, sem hvert um sig telst til tveggja prósentustiga, eftir nánar tilgreindum reglum. Umþrætt ákvæði greinar 10.2.3 lýtur að því, hvernig meta skuli til persónuálags menntun starfsmanna sem hafa annars vegar lokapróf á framhaldssk ólastigi (2 til 4 ár) og hins vegar iðnaðarmanna, sem lokið hafa meistara - og löggildingarnámi, auk þess sem þar er að finna sérstakt ákvæði um stúdentspróf. Ákvæðið er svohljóðandi: Þeir starfsmenn sem hafa lokapróf á framhaldsskólastigi (2 - 4 ár) skulu fá persónuálag sem nemur 2 stigum (4%) enda tengist námið starfi viðkomandi og hann hafi ekki notið hækkunar v egna þessarar menntunar skv. ákvæðum kjarasamningsins. Framangreint gildir ekki þar sem gerð er krafa um tiltekna framhalds - eða háskólamenntun í viðkomandi starf. Iðnaðarmenn sem lokið hafa meistara - og löggildingarnámi fá 2 stig (4%) þar sem ekki er gerð krafa um þá menntun til starfsins. Það er viðurkennd regla við túlkun á kjarasamningu m að fara beri eftir orðanna hljóðan og þeim skilningi sem fólk almennt leggi í ákvæðið. Í framangreindu ákvæði er mælt fyrir um að þeir starfsmenn, sem lokið hafa prófi á framhaldsskólastigi skuli fá persónuálag sem nemi 2 stigum eða 4% að því tilskildu a ð þeir hafi ekki þegar notið hækkunar samkvæmt kjarasamningi vegna menntunarinnar og að ekki sé gerð krafa um framhalds - eða háskólamenntun í starfið. Þá er það jafnframt gert að skilyrði að námið tengist starfi þeirra. Um iðnaðarmenn með meistara - eða lög gildingarnám er með sama hætti mælt fyrir um að þeir skuli njóta sama persónuálags þar sem ekki er krafist iðnmenntunar til starfsins. Hins vegar er ekki tekið sérstaklega fram í ákvæðinu að nám þessara iðnaðarmanna þurfi að tengjast starfi viðkomandi, svo sem gert er varðandi þá sem lokið hafa prófi á framhaldsskólastigi. Af orðanna hljóðan verður því ekki annað ráðið en að skilyrðið um að nám tengist starfi eigi einungis við um starfsmenn sem lokið hafi prófi á framhaldsskólastigi en ekki um iðnaðarmenn m eð meistara - eða löggildingarnám. Stefndi vísar til þess að skýra beri orðalag ákvæðisins þröngri skýringu þar sem um sé að ræða undantekningu um álag á laun vegna sérstakra aðstæðna frá þeirri almennu reglu sem gildi um röðun starfsmanna í launaflokka. Í málinu liggja fyrir upplýsingar um röðun starfa þeirra Berglindar og Sigrúnar í launaflokka miðað við starfsmat í samræmi við ákvæði 1. kafla kjarasamningsins, sem fjallar um kaup, og er hún ágreiningslaus. Ákvæði kjarasamningsins um persónuálag vegna men ntunar eru 10 sett fram í sérstökum kafla um fræðslumál og eiga þau við um ákveðnar aðstæður sem þar er lýst. Því verður ekki á það fallist að reglur 10. kafla kjarasamningsins feli í sér undantekningu að því er varðar álag á laun sem leiði til einhvers konar þrengjandi skýringar. Því verður ekki fallist á þessa málsástæðu stefnda. Stefndi byggir jafnframt á því, að skilningur hans á grein 10.2.3 í kjarasamningnum sé í samræmi við áralanga túlkun samningsaðila um allt land. Vísar hann máli sínu til stuðnings t il framlagðra tölvupósta frá starfsmönnum starfsmannaskrifstofa þriggja sveitarfélaga, Kópavogsbæjar, Akureyrarbæjar og Hafnarfjarðarbæjar. Þar svara þeir fyrirspurn lögmanns stefnda um það, hvort þeir geti staðfest að skilningur hjá viðkomandi sveitarféla gi hafi verið með þeim hætti að aðeins starfsmenn, sem eru með meistararéttindi í iðngrein sem nýtist þeim í starfi, eigi rétt til persónuálags á laun samkvæmt framangreindu ákvæði. Starfsmenn sveitarfélaganna staðfestu framangreindan skilning stefnda. Vi ð aðalmeðferð málsins gaf skýrslu Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands sem komið hefur að gerð kjarasamninga við launanefnd sveitarfélaga í um það bil 15 ár og setið í samstarfsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasamba nds Íslands frá árinu 2004. Hún kvað ágreining í samstarfsnefnd aðila fyrr á þessu ári um túlkun greinar 10.2.3 í kjarasamningnum hafa komið sér á óvart, enda hefði hún ekki áður heyrt af honum. Oft hefði verið rætt um það, hvort nám hefði áhrif á laun og hefði verið litið svo á að viðbótarnám, s.s. meistarapróf í iðngrein, gerði starfsmenn að minnsta kosti jafnhæfa og þá, sem hefðu lokið stúdentsprófi. Því hefði ekki verið talin þörf á því að ræða breytingar á umræddu ákvæði kjarasamningsins fyrr en nú. V itnið, Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði sem komið hefur að gerð kjarasamninga frá árinu 1995, kvaðst ekki fyrr hafa heyrt af þeim skilningi á umræddri grein 10.2.3, sem fram kemur hjá stefnda. Hann kannaðist ekki við að framkvæmdin hjá Hafnarfjarðarbæ hefði verið í samræmi við þann skilning fyrr en eftir að tekið var upp nýtt starfsmat fyrr á þessu ári. Framburður Björns Snæbjörnssonar, formanns Stéttarfélagsins Einingar og Iðju og Starfsgreinasambands Íslands, sem komið hefur að gerð kjarasamninga við launanefnd sveitarfélaga frá 1982, var á sama veg að þessu leyti og kvaðst hann ekki áður hafa heyrt af þessum ágreiningi um skilning á grein 10.2.3 í kjarasamningnum, þótt efni greinarinnar hefði áður komið til umræðu. Lj óst er að venja getur ráðið miklu um túlkun kjarasamninga. Hefur verið talið að til þess að framkvæmd teljist hafa skapað venju, verði hún að vera föst í sessi og þá þurfi efni hennar að vera skýrt og ótvírætt. Sá, sem ber fyrir sig venju, ber sönnunarbyrð ina fyrir því að venja hafi myndast. Að þessu virtu og þegar litið er til framangreinds framburðar vitna verður ekki fallist á það með stefnda að sannað sé að sú venja hafi myndast um túlkun og framkvæmd á umræddri grein 10.2.3 í 11 kjarasamningnum sem hann b yggir á í máli þessu. Verður því að hafna þessari málsástæðu hans. Þegar litið er til framburðar vitna um að túlkun stefnda og framkvæmd á ákvæðinu hafi ekki orðið ljós fyrr en á síðastliðnu ári, verður heldur ekki á það fallist með stefnda að stefnandi ha fi fyrirgert rétti sínum með því að hafa ekki fyrr komið andstæðum sjónarmiðum sínum og mótmælum á framfæri við stefnda. Sjónarmið stefnda er lúta að trúnaðarskyldu milli aðila kjarasamningsins eru með öllu haldlaus. Krafa stefnanda er viðurkenningarkrafa um túlkun kjarasamnings og er ekki efni til að fjalla um mögulega fyrningu á hluta af fjárkröfum félagsmanna stefnanda í tengslum við hana. Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða dómsins að taka beri kröfu stefnanda til greina eins og hún er fram sett. Eftir þessari niðurstöðu verður stefnda gert að greiða stefnanda 450.000 krónur í málskostnað. D Ó M S O R Ð : Viðurkennt er að félagsmenn stefnanda, Berglind Eiríksdóttir, kt. 060360 - 5379 , og Sigrún Sæmundsdóttir, kt. 301067 - 5859 , hafi átt ré tt til greiðslu persónuálags sem nemur 2 stigum (4%) úr hendi stefnda Fjarðabyggðar frá upphafi ráðningar þeirra til starfa hjá sveitarfélaginu. Stefndi greiði stefnanda, Alþýðusambandi Íslands vegna Afls starfsgreinafélags, fyrir hönd Berglindar Eiríksdóttur og Sigrúnar Sæmundsdóttur , 450.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Guðni Á. Haraldsson Ásmundur Helgason Gísli Gíslason Lára V. Júlíusdóttir