1 Ár 2015, miðviku daginn 14. októ ber , er í Félagsdómi í málinu nr. 2 2 /2015 Fyrir er tekið: Ljósmæðrafélag Íslands (Björn L. Bergsson hrl.) gegn íslenska ríkinu (Guðrún Sesselja Arnardóttir hrl.) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 9. september 2015. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Elín Blöndal og Inga Björg Hjaltadóttir. Stefnandi er Ljósmæðrafélag Íslands, Borgartúni 6 , Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli við Lindargötu, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess a ð viðurkennt verði að stefndi hafi brotið gegn grein 1.1 og 1.6 , sbr. grein 2.6 , í kjarasamningi Ljósmæðrafélags Íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs með því að greiða félagsmanni stefnanda, Fjólu Guðmundsdóttur ljósmóður ekki óskert laun vegna sex vakta í apríl 2015, 10. apríl, 11. apríl, 12. apríl, 17. apríl, 20. apríl og 27. apríl. Þá er gerð krafa um að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati Félagsdóms. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og þá krefst hann þess að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskost nað samkvæmt mati dómsins. Málavextir Málavextir eru óumdeildir. Í byrjun apríl 2015 hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá 17 aðildarfélögum Bandalags háskólamanna en stefnandi er stéttarfélag innan bandalagsins. Segir í stefnu að í apríl hafi bandalagið fengið veður af því að við launaútreikning í verkföllum hygðist stefndi framfylgja eigin viðmiðunarreglum um launagreiðslur samkvæmt dreifibréfi stefnda nr. 6/2001 á meðan á verkfalli stæði svo og við 2 framkvæmd og túlkun á 19. og 20. gr. laga n r. 94/1986. Ekki hafi þó komið til frádráttar í byrjun apríl , enda hafi stefndi litið svo á því að boðað verkfall stefnanda væri ólögmætt. Félagsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu 6. apríl sl. að svo væri ekki, sbr. dóm Félagsdóms í máli nr. 14/2015. A ð þeim dómi gengnum hafi Bandalag háskólamanna áréttað athugasemdir við þessar ráðagerðir um framkvæmd á launaútreikningum. Frá og með þriðjudeginum 7. apríl 2015 klukkan 00:00 hófst ótímabundið verkfall stefnanda sem stóð frá þeim tíma til 24:00 alla þrið judaga, miðvikudaga og fimmtudaga á Landspítala háskólasjúkrahúsi þar sem Fjóla Guðmundsdóttir , félagsmaður stefnanda , starfar, þar til lög nr. 31/2015 tóku gildi 13. júní 2015. Með þeim lögum var lagt bann við verkfallsaðgerðum stefnanda meðal annarra. Í stefnu er því lýst að þ egar launagreiðslur hafi borist félagsmönnum stefnanda í byrjun maímánaðar , hafi kom ið í ljós að félagsmenn stefnanda hefðu fengið greidd laun samkvæmt túlkun stefnda á eigin reglum um frádráttarheimildir og útreikningi á því hve háu hlutfalli launa haldið skyldi eftir þar sem verkfall stefnanda hafi ekki tekið til allra daga vikunnar. Stefndi hafi í þessum efnum beitt grein 1.1.2 í kjarasamningi aðila, sem fjalli um hvernig reikna eigi br ot úr mánaðarlaunum þegar unninn sé 8 stunda v innudagur reglubundið. Flestir félagsmenn stefnanda, þar með t alið Fjóla Guðmundsdóttir, gangi vaktir og vinni ekki 8 stunda reglulegan vinnudag , að mati stefnanda . Bandalag háskólamanna gerði athugasemd við stefnda af þessu tilefni og var krafist leiðréttingar á því sem bandalagið taldi vera misbrest á launagreiðslum með bréfi , dagsettu 7. maí 2015 , og kom þar fram að ella yrði leitað fulltingis dómstóla án frekari fyrirvara . Stefndi brást við erindinu með bréfum , dags ettum 8. maí 20 15, annars vegar sem svar við tölvupósti lögmanns Bandalags háskólamanna frá 10. apríl sl. og fy rrgreinds bréfs bandalagsins . Stefndi gerði grein fyrir þeirri afstöðu að þegar verkfall stæð i yfir væri um að ræða félagslega aðgerð kolle ) af hálfu sté ttarfélagsins. Því yrðu allir félagsmenn að sitja við sama borð um frádrátt launa og skipti þá ekki máli hvort um tímabundið eða ótímabundið verkfall væri að ræða. Byggði stefndi á fyrrnefndum vinnureglum sínum í þessu efni og vísaði jafnframt til niðurstö ðu Félagsdóm s í máli nr. 8/1984 frá 17. desember 1984. Var þessari útreikningsaðferð síðan beitt gagnvart félagsmönnum stefnanda, þar með talið Fjólu Guðmundsdóttur. Stefnandi bendir í stefnu á að þ egar stefnandi hafi hinn 20. mars sl. um verkfallsaðgerði r , hafi legið fyrir hvernig vöktum Fjólu ætti að vera fyrir komið í apríl, sbr. grein 2.6.2, í kjarasamningi aðila . Verkfallsaðgerðirnar hafi staðið f rá kl. 00:00 til kl. 24:00 alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá 7. apríl til aprílloka og raunar fram til þess að verkfall stefnanda hafi verið bannað. Þá hafi einnig blasað við vegna tilvistar auglýsingar nr. 70/2015 , sem hafi falið í sér undanþágulista , að Fjóla myndi ganga að einhverju leyti vaktir á verkfallsdögunum í krafti 19. gr. laga nr. 94/1986 , eins og gengið hafi eftir. Framkvæmd á vaktatöflu Fjólu fyrir apríl hafi verið með eftirfarandi hætti: 3 Fram til 7. apríl hafi hún verið í orlofi á þeim þremur vöktum sem skilgreindar h afi verið, 1. 2. og 3. apríl. Frá 7. apríl til aprílloka hafi Fjóla staðið fimm vaktir á grundvelli undanþágu samkvæmt 19. gr. laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Á sama tímabili hafi Fjóla unnið sex vaktir , sem fallið hafi utan verkfall stíma, þ.e. föstudaginn 10. apríl, laugardaginn 11. apríl og sunnudaginn 12. apríl, föstudaginn 17. apríl, mánudaginn 20. apríl og mánudaginn 27. apríl. Á tímabilinu 7. apríl til 30. apríl hafi Fjóla verið í verkfalli einn dag, fimmtudaginn 16. apríl. Stefndi hafi ekki beitt frádrætti 1. apríl sl. þar sem hann hafi talið verkfallið ólögmætt sem leitt hafi til þess að 1. maí sl. hafi hann beitt tvöföldum frádrætti . Hafi þannig verið dregnar 167.413 krónur af launum Fjólu þann dag . Hafi verið bætt úr því a ð hluta til 1. júní, en þá hafi verið greitt fyrir þær vaktir sem Fjóla hafi staðið í krafti undanþága frá 16. apríl til 30. apríl, dagana 22., 23. og 28. apríl. F jarvera Fjólu vegna verkfalls í aprílmánuði hafi numið einni vakt af 15 og hún hafi sinnt st örfum sínum á 11 vöktum en verið í fríi þrjár vaktir. Því hefði frádrátturinn einungis átt að nema 6,67% af launum hennar fyrir mánuðinn vegna þessarar skerðingar á vinnuframlagi hennar , þ.e. 14/15=0,93333 - 100=6,67 . Hefði því r éttur frádráttur af launum Fj ólu átt að nema 22.004 krónum í stað hlutfallslegs frádráttar vegna vikudagafjölda í verkfalli , eins og stefndi vilji beita. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveður dómkröfu na fela í sér kröfu um að félagsmönnum stefnanda sem ganga vaktir séu greidd laun fyrir unnar vinnustundir sem samkvæmt fy rirfram ákveðnu vaktaplani falli utan þess tíma sem verkfall stendur. Óumdeilt sé hins vegar að greitt sé að fullu fyrir vaktir sem staðnar s éu í krafti undanþágu samkvæmt 19. gr. laga nr. 94/1986. Stefnandi kveðst ekki una framkvæmd stefnda á frádrætti af launum Fjólu Guðmundsdóttur, félagsmanns stefnanda, enda fari hún gegn skýrum ákvæðum kjarasamnings málsaðila um greiðslu launa, sbr. t.d. grein 1.1 og 1.6 , sbr. grein 2.6 , auk þess sem hún gangi gegn al mennum reglum vinnuréttar um greiðslu launa fyrir unna vinnu . Þá megi l íta svo á að um sé að ræða félagsnauðung í skilningi 4. gr. laga nr. 80/1938, sbr. einnig 2. mgr. 75. gr. s tjórnarskrár l ýðveldisins Íslands sem ekki verði við unað. Starfsmenn , sem megi vænta þess að verða refsað með tekjuskerðingu vegna þátttöku í verkfalli , séu miklu síður líklegir til þess að ljá máls á slíkum aðgerðum. Þá sé að auki, með því að svipta félagsmenn stefnan da launum fyrir vinnu sem þeir hafi þegar eða muni fyrirsjáanlega inna af hendi, brotið af hálfu stefnda gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti félagsmannanna samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar til að fá notið aflahæfis síns. Stefndi hafi lýst því afdráttar laust yfir að þessum úrræðum sé beitt sem viðbrögðum við verkfallsaðgerðum stefnanda og því sé stefnanda nauðsynlegt að leggja 4 ágreining aðila fyrir Félagsdóm. Eigi málið undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölul. 1 . mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986. Kveðið sé á um að laun skuli greidd fyrsta virka dag mánaðar eftirá fyrir liðinn mánuð í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 70/1996 , um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Áður en þau lög hafi verið sett, hafi meginreglan verið sú að ríkisstarfsmenn hafi fengið laun sí n greidd fyrirfram og því hafi verið sett ákvæði til bráðabirgða við setningu laganna þess efnis að s tarfsmenn ríkisins, sem svo háttaði til um, skyldu halda þeim rétti þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 10. gr. laganna. Þetta eigi við um mjög marga félagsmenn ste fnanda , þar á meðal Fjólu Guðmundsdóttur, og eigi hún rétt á að fá laun sín greidd fyrirfram þar sem hún eigi sér lengri starfsaldur en lögin hafi verið í gildi. Á vinnustað Fjólu, Land spítala háskólasjúkrahúsi, gangi félagsmenn stefnanda vaktir í samræmi við ákvæði kjarasamnings. Því ber i að greiða þeim laun í samræmi við grein 1.1 í kjarasamningi með sérstakri hliðsjón af ákvæðum kafla 2.6, sem kveði á um greiðslu vaktaálags þeim til handa sem vinna á reg lubundnum vöktum, en vaktaálag sé skilgreint í ákv æði 1.6. Að mati stefnanda sé óumdeilt að féla gsmenn stefnanda starfi á reglubundnum vöktum og að kjör þeirra falli að nefndum ákvæðum. Stefnandi kveður það vera g rundvallaratriði þessara ákvæða sem og kjarasamningsins í heild að félagsmönnum stefnanda ber i greiðsla fyrir v innuframlag þeirra sem þeir láti í té í samræmi við ákvæði kjarasamningsins. Þannig segi til dæmis sé þar á, laun ber i að greiða fyrir vinnuframlag. Dómkröfur stefnanda byggi st á því að ákvæði kjarasamningsins eigi við samkvæmt efni sínu , eftir atvikum þrátt fyrir að um vinnustöðvun sé að ræða. Megi s em dæmi nefna að vaktskrá sú , sem gefin sé út samkvæmt grein 2.6.2 , sé h agnýtt til að halda starfsmönnum að verki í tilvikum undanþága samkvæmt 19. gr. laga nr. 84/1996. Af því sýnist mega ráða að stefn di sé sama sinnis, hann hagnýti kjarasamninginn enda sé almennt lagt til grundvallar í vinnurétti að síðastgildandi kjarasamni ngur sé nýttur þar til samið sé um nýjan. Stefnandi bendir á að verkfall sé lögbundið úrræði stéttarfélags til að ná fram kjarasamningi við viðsemjanda sinn, sbr. 14. gr. laga nr. 84/1996 , og sem slíkt sé það vissulega félagslegt úrræði. Hins vegar rýri þa ð ekki réttindi einstakra félagsmanna til launa og kjara samkvæmt gildandi kjarasamningi umfram þátttöku viðkomandi í verkfallsaðgerðum. Verkfall v aldi ekki t ekjumissi ef og þegar svo hátti til að verkfall annað hvort hafi ekki áhrif á störf viðkomandi félagsmanns eða honum ber i að lögum að vinna störf sín i verkfalli. Vinni starfsmaður ber i honum umbun í samræmi við vinnuframlagið. Verkfall eigi ekki að leiða til þess að stefndi njóti vinnuframlags án greiðslu. Inntak hugt aksins verkfall sé lögbundið í 2. mgr. 14. gr. laga nr. 94/1986, sbr. 1. gr. leggja niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu 5 sameiginlegu markmiði. Sama gildir um aðrar sambærilegar aðgerðir af hálfu starfsmanna aðila fylgist að í þes sum efnum, þegar starfsmenn geri verkfall falli greiðslu skylda stefnda á launum niður. En það brottfall takmarki st að mati stefnanda á gagnkvæman hátt, öðrum aðilanum sé ekki unnt að ganga svo fram að réttindi hans aukist á kostnað hins. Takmörkun gre iðsluskyldu atvinnurekanda geti því að mati stefnand a ekki v erið rýmri en sem nemi því vinnuframlagi starfsmanns sem falli niður hverju sinni. Stefndi eigi þannig að mati stefnanda enga heimtingu á því að félagsmenn stefnanda gangi til starfa án þess að fá greitt fyrir það. Stefnandi byggir jafnframt á því sérstakl ega að verkfall sé frávik frá hinum almennu skyldum starfsmanns til að inna vinnu af hendi sem byggi á lögbundnum heimildum stéttarfélags til að gera verkfall, sbr. ofangreint. Verkfall taki til allra félagsmanna, sbr. 18. gr. sömu laga , og af þeim sökum h afi Fjólu Guðmundsdóttur ekki einasta verið heimilt að leggja niður störf í verkfalli heldur beinlínis skylt að gera það. Í samræmi við fyrrgreinda reglu um gagnkvæmar efndir aðila fall i laun hennar nið ur fyrir þann tíma sem hún inni vinnuna ekki af hendi. Takmör kun greiðsluskyldu stefnda geti þó ek ki verið rýmri en sem nemi því vinnuframlagi sem falli niður vegna verkfallsins og í því sambandi vísar stefnandi til Félagsdóms í máli nr. 8/1984. Stefnandi mótmælir sérstaklega þeim skilningi stefnda að starfsmaður í verkfalli sé ekki í vinnusambandi við launagreiðanda meðan á verkfalli stendur, sbr. dskj. nr. 7, enda fái sú fullyrðing ekki staðist. Væri sú raunin hefði stefndi engan rétt til þess a ð kalla félagsmenn til vinnu á grundvelli þe irrar lagaheimildar sem beitt hafi verið fimm sinnum í tilviki Fjólu svo dæmi sé tekið, þ.e. undanþáguheimildar samkvæmt 19. gr. Fyrir liggi að þegar stefnandi hafi tilkynnt um verkfallsaðgerðir sem standa skyld u f rá kl. 00:00 til kl. 24:00 alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga þar til samningar næðust, hafi legið ljóst fyrir hver þátttaka Fjólu yrði í verkfallinu. Vaktskrá vegna hennar hafi legið fyrir og við hafi blasað að fyrirfram mátti búast við að Fjól a myndi taka þátt í verkfallinu fimmtudaginn 16. apríl, miðvikudaginn 22. apríl, fimmtudaginn 23. apríl og svo þriðjudaginn 28. apríl. Hún hafi þó einungis tekið þátt í verkfalli 16. apríl, hina nefndu dagana hafi hún sinnt störfum á grundvelli undanþágu s amkvæmt 19. gr. laga nr. 94/1986. Þrátt fyrir þessa staðreynd hafi stefndi dregið frá launum hennar 50,76% vegna apríl með launagreiðslu hi nn 1. maí, sem hafi að auki komið sérstaklega harkalega niður á henni sem og öðrum félagsmönnum stefnanda þar sem um mánaðarmótin apríl maí hafi nefnt hlutfall verið dregið frá eftirá vegna apríl og fyrirfram vegna maí. Frekari launagreiðslur 1. júní hafi verið vegna undanþáguvaktanna en ekki með tilliti til vinnuframlags að öðru leyti. Þessi framgangsmáti sé að ólögum að mati stefnanda , enda byggist hann á einhliða sömdu dreifibréfi stefnda sem sé gefið út án viðhlítandi lagastoðar. Óumdeilt sé að nefndum félagsmanni stefnanda hafi borið óskert laun vaktirnar þrjár sem voru á vaktskrá áður en verkfall stefnanda hófst þ egar hún var í orlofi. Þá sé að mati stefn anda líka óumdeilt að henni 6 beri óskert laun vegna þeirra fimm vakta sem hún hafi unnið á grundvelli undanþágu samkvæmt 19. gr. laga 94/19 86. Að mati stefnanda ætti engan greinarmun að gera í þessum efnum á þeim vö ktum sem félagsmaðurinn hafi unnið á dögum sem ekki hafi verið verkfall. Það hafi ekki verið verkfall á mánudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Á þeim vikudögum hafi félagsmaðurinn unnið sex vaktir, enda hafi ekkert verkfall verið í gangi þá daga. Engar forsendur séu því til að láta hana bera skarðan hlut frá borði vegna þeirra vakta. Ekkert í kjarasamningi aðila heimili að laun séu ekki greidd við slíkar aðstæður, jafnvel þó tt vinnan sé unnin á s ama tímabili og verkfall standi aðr a daga vi kunnar. Kjarasamningurinn gildi samkvæmt efni sínu þá daga. Þegar stefndi hafi afráðið hlutfallslegan frádrátt, hafi verið horft til starfsmanna sem sinni sínum venjubundnu störfum í dagvinnu á virkum dögum, ekki til vaktavinnufólks, eins og félag smenn stefnanda sem hafi verið verkfalli, þeir séu í vinnu sjö daga vikunnar á vöktum. Því sé grundvallarskekkja í nefndu dreifibréfi þegar horft sé til félagsmanna stefnanda. Ef ljá ætti máls á sam s konar frádrætti hjá öllum óháð vinnuframlagi , yrði að m innsta kosti að miða við hlutfall verkfallsdaga gagnvart vinnuviku félagsmanna sem séu allir sjö dagar vikunnar, verkfall nái þannig einungis til þriggja af sjö dögum. Að mati stefnanda feli framgangsmáti stefnda í raun einnig í sér ólögmætt inngrip í rét t stefnanda til þess að gera verkfall. Sá réttur sé bæði lögvarinn, sbr. 14. gr. laga nr. 84/1996 , auk þess sem rétturinn til að semja um kaup og kjör sé sérstaklega varinn af stjórnarskrá, sbr. 75. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. einnig 5. og 7. gr. laga nr. 84/1996. Skilyrði þess hins vegar að réttindi þessi séu virk og raunhæf séu að félagsmenn stefnanda taki þátt í atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls og samþykki að neytt sé þessara réttinda til að knýja á um nefnd stjórnarskrárvarin réttindi. Að mati stefna nda sé undir hælinn lagt að félagsmenn treysti sér til að ljá atbeina sinn og samþykki fyrir slíkum aðgerðum megi þeir vænta þess að vera sviptir þeim stjó rnarskrárvörðum eignarréttindum að njóta arðs af vinnuframlagi sínu sem þegar hafi verið innt af hend i. Framganga stefnda feli í raun í sér ólögmæta félagsnauðung í andstöðu við greindar lagaheimildir, sbr. einnig 4. gr. laga nr. 80/1938. Að mati stefnanda sé hér gengið alltof langt í þeim tilvikum sem dregið sé af launum félagsmanna stefnanda langt umfra m þátttöku einstakra félagsmanna í verkfallinu. Í raun myndi slíkt að auki fela í sér óréttmæta auðgun stefnda, viðkomandi einstaklingar væru í launalausri vinnu, einhvers konar þegnskyldu í þágu stefnda. Stefnandi byggir málatilbúnað sinn á kjarasamningi málsaðila, lögum nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938, Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sérstaklega 72., 74. og 75. gr., 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu , sbr. lög nr. 62/199 4, og varðandi málskostnað á lögum nr. 91/1991 , um meðferð einkamála . Krafist sé álags á málsk ostnað er nemi virðisaukaskatti en stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur og ber i því nauðsyn fyrir því að fá álag er honu m nemur dæmt úr hendi gagnaðila 7 Málsás tæður og lagarök stefnda Stefndi vísar til þess að frá 7. apríl sl. til loka mánaðarins hafi Fjóla Guðmundsdóttir staðið fimm vaktir á grundvelli undanþágu samkvæmt 19. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, og hafi hún fengið greitt fyrir þær, eins og sjá megi af framlögðum launaseðlum vegna júní og ágúst 2015. Á sama tímabili hafi hún unnið sex vaktir sem fallið hafi utan verkfallstíma, þ.e. 10., 11., 12., 17., 20. og 27. apríl, en ein vakt hafi lent á verkfallstíma, fimmtudaginn 16 . apríl. Samkvæmt framlögðum launaseðli vegna maímánaðar hafi Fjóla sætt launafrádrætti afturvirkt vegna aprílmánaðar sem hafi numið um 35% af meðalmánuðinum sem telji 21,67 daga, miðað við 70% starfshlutfall. Verkfallsdagar í apríl hafi verið 12 dagar a f 21,67 dögum sem myndi meðalmánuð, sbr. grein 1.1.2 í kjarasamningi aðila. Jafnframt hafi Fjóla sætt launafrádrætti fyrirfram vegna maímánaðar sem hafi numið um 38% af meðalmánuðinum miðað við 70% starfshlutfall. Af hálfu stefnanda sé byggt á því að þar s em Fjóla Guðmundsdóttir hafi einungis verið fjarverandi eina vakt vegna verkfallsins, þá hafi hún ekki átt að sæta meiri frádrætti á mánaðarlaunum sínum en sem næmi þeim degi. Af hálfu stefnda er þessari málsástæðu hafnað. Stefndi vísar til þess að í 1. mg r. 18. gr. laga nr. 94/1986 segi að boðað verkfall taki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn, annarra en þeirra sem óheimilt sé að leggja niður störf samkvæmt þeim lögum. Meginreglan sé því sú a ð verkfall taki til allra starfsmanna nema þeirra sem falla undir undanþáguákvæði 19. eða 20. gr. laganna. Líkt og framlögð verkfallsboðun beri skýrt með sér, hafi verkfallið náð til allra félagsmanna sem verið hafi við störf hjá Landspítala frá og með 7. apríl sl. en ekki einungis til þeirra félagsmanna sem hafi átt vinnuskyldu umrædda daga. Ljóst sé að verkfallið taki jafnt til allra félagsmanna stefnanda, óháð því hvaða vikudaga þeir skili af sér sinni mánaðarlegu vinnuskyldu en vinnu, sem sé 21,67 dagar . Verkfallið hafi því tekið að fullu til félagsmanns stefnanda, Fjólu Guðmundsdóttur, og hafi hún verið í verkfalli umrædda daga, að undanskildum þeim dögum þegar hún vann samkvæmt undanþáguákvæði 19. gr. laganna. Samkvæmt meginreglu vinnuréttar hafi stefn da því borið að haga launafrádrætti í samræmi við það að verkfallið tæki til allra starfsmanna. Sú málsástæða stefnanda að verkfall taki aðeins til vinnuskyldu þeirra sem hafi, samkvæmt fyrirfram ákveðnu vaktaskipulagi, átt að vera við störf þessa tilteknu daga, þ.e. þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, sé ekki í samræmi við tilgang verkfalls sem sameiginlegrar, félagslegrar aðgerðar, sbr. III. kafla laga nr. 94/1986 . Af hálfu stefnda sé lögð rík áhersla á að m leiði til þess að eðlilegt sé að allir starfsmenn, sem á annað borð fái greidd mánaðarlaun, fái sama hlutfallslega launafrádrátt. Annað væri að mati stefnda brot á jafnræðisreglu. Í verkföllum hafi framkvæmdin hjá stefnda enda ávallt verið sú að dregið s é með sama hætti af mánaðarlaunum allra félagsmanna hlutaðeigandi stéttarfélags, óháð því hvort 8 viðkomandi félagsmanni hafi borið að skila vinnu meðan á verkfalli stóð eða ekki. Það sé meginregla í kjarasamningum starfsmanna ríkisins að laun miðist við mán uð og þar með í raun vinnuskyldan. Þrátt fyrir að hjá ríkinu hafi verið ákveðnir hópar með vikulaun í samræmi við þágildandi ákvæði kjarasamninga, þá séu allir starfsmenn , sem séu ráðnir, settir eða skipaðir í þjónustu ríkisins til lengri tíma en eins mána ðar , með mánaðarlaun. Þetta eigi við um félagsmann stefnanda, Fjólu Guðmundsdóttur, eins og aðra, og fái hún eins og aðrir ríkisstarfsmenn greidd mánaðarlaun í samræmi við starfshlutfall og launaflokk en sé ekki á tímakaupi. Meginreglan sé sú að í fullu st arfi felist 40 vinnuskyldustundir á viku. Sú regla sé lögfest í lögum nr. 88/1971 um 40 stunda vinnuviku og sé hún nánar útfærð í kjarasamningum, sbr. grein 1.1.2 í kjarasamningi aðila. Þar sé kveðið á um útreikning á broti úr mánaðarlaunum. Ákvæðið hljóði svo reiknast brot úr mánaðarlaunum þannig að deilt er með 21,67 í mánaðarlaunin og margfaldað með fjölda almanaksdaga annarra en laugardaga og sunnudaga frá upphafi eða til loka Framangreint ákvæði hafi lengi verið í kjarasamningi aðila. Sambærileg ákvæði um útreikninga á broti úr mánaðarlaunum sé jafnframt að finna í langflestum kjarasamningum sem stefndi hafi gert við önnur stéttarfélög . Nauðsynlegt þyki að hafa ákvæði sem þetta þar sem mis mikil vinnuskylda sé á bak við hver mánaðarlaun, enda sé fjöldi vinnudaga í mánuði misjafn en meðalfjöldi þeirra sé 21,67 dagar, eins og að framan greini . Þetta þýði að þótt starfsmenn fái sömu krónutölu í mánaðarlaun fyrir hvern mánuð, liggi mismargir vin nudagar að baki laununum. Rétturinn til mánaðarlauna sé ekki háður því á hvaða daga vinnuskyldan dreifist og með mánaðarlaunum í kjarasamningi sé ekki átt við laun fyrir tiltekna mánaðardaga samkvæmt vaktaskipulagi . Framkvæmd sú, sem stefndi hafi viðhaft á launafrádrætti í verkföllum, sé með hliðstæðum hætti og kveðið sé á um í umræddri frádráttarreglu kjarasamninga. Reikniregla vegna frádráttar launa í verkfalli birtist því í grein 1.1.2 í kjarasamningi aðila og framlagt dreifibréf nr. 6/2001 sé einungis útfærsla á ákvæði nu , þar sem útskýrð sé sú reikniregla sem fram komi í kjarasamningnum sem báðir aðilar hafi samþykkt með undirritun sinni . Rétt sé að geta þess að stefnanda hafi ekki þótt þörf á því að gera breytingu á þessari reiknireglu í síðustu kjara samningsviðræðum og sé ákvæðið því óbreytt . Reiknireglan, sem notuð sé til að finna út vinnuskyldu í meðaltalsmánuði, þ.e. um 21,67 daga, sé því að mati stefnda óumdeild og samþykkt af báðum aðilum og taki bæði til dag - og vaktavinnumanna. Sú staðhæfing st efnanda að reiknireglan miðist við dagvinnumenn sem vinni fimm daga vikunnar en ekki vaktavinnumenn sem vinni sjö daga vikunnar eigi að mati stefnda ekki við. Greidd séu laun miðað við meðaltalsvinnuskyldu yfir mánuðinn, bæði hjá dag - og vaktavinnumönnum. Það sé því eins staðið að meðaltalsútreikningi launa fyrir þessa hópa, enda fái starfsmenn í vaktavinnu að jafnaði tvo samfellda frídaga í viku, líkt og hefðbundnir dagvinnumenn . Því eigi viðmiðið um 21,67 daga vegna vinnuskyldustunda í meðaltalsmánuði jaf nt við um báða 9 hópa. Þar sem vaktavinnumenn skili sínum vinnutíma á öðrum tímum en dagvinnumenn, þar á meðal á laugardögum og sunnudögum, fái þeir greitt vaktaálag vegna þess óhagræðis sem það feli í sér að vinna á vöktum. Stefndi vísar til þess, að meginskyldur kjarasamnings falli niður meðan á verkfalli standi. Kjarasamningurinn sem slíkur sé ekki í gildi í verkfalli og réttindi jafnt sem skyldur samkvæmt honum falli niður milli aðila. Hins vegar sé farið eftir kjarasamnin gnum á grundvelli 2. mgr. 12. gr. laga nr. 94 /1986 að því marki sem við geti átt, svo sem t.d. varðandi greiðslu launa til þeirra sem heimild hafi til að vinna á grundvelli 19. gr. kjarasamningalaganna, svo og varðandi útreikning á broti úr mánaðarlaunum. Ljóst sé að gagnkvæmar skyldur samkvæmt ráðningarsamningi falli niður í verkfalli, þótt einstökum ráðningarsamningum sé ekki slitið með verkfallsaðgerðum. Starfsmanni sé því skylt að leggja niður störf í löglega boðuðu verkfalli og vinnuveitanda sé óheimil t að taka við vinnuframlagi hans á þeim tíma, nema undanþágureglur 19. eða 20. gr. eigi við. Starfsmaður geti að mati stefnda ekki átt rétt til launa fyrir þá daga sem verkfall standi, óháð vinnuskyldu hans á þeim dögum samkvæmt framansögðu, og beri því að draga af honum hlutfallslega þau laun sem hann hefði annars fengið greidd með vísan til greinar 1.1.2 í kjarasamningi aðila. Vinnuveitanda sé beinlínis óheimilt að greiða honum laun í verkfalli, án undanþáguheimildar, eins og dómafordæmi beri með sér. Stefndi hafnar því að framkvæmd stefnda við útreikning launa félagsmanna stefnanda í verkfalli feli í sér ólögmætt inngrip í rétt stefnanda til þess að gera verkfall. Launafrádrátturinn sé í fullu samræmi við meginreglur vinnuréttar um hvernig fari með gag nkvæmar skyldur vinnusambands í verkfalli en þær gangi framar ákvæðum kjarasamnings. Þá sé frádrátturinn í samræmi við langa og venjuhelgaða framkvæmd sem tíðkast hafi í verkföllum ríkisstarfsmanna. Hafi þessi sama reikniregla t.d. verið viðhöfð í verkfal li Ljósmæðraf élags Íslands árið 2008. F ramkvæmdin sé jafnframt í samræmi við jafnræðisreglu en verkfallið taki til allra félagsmanna stefnanda. Að mati stefnda myndi það vera andstætt jafnræðisreglu ef frádráttur launa ætti að miðast eingöngu við þá félags menn sem ættu vinnuskyldu á verkfallsdögum , enda ljóst að vaktir geti dreifst með mismunandi hætti á félagsmenn stefnanda . Þannig gætu sumir starfsmenn lent í því að eiga vinnuskyldu á verkfallsdögum mun oftar en aðrir og yrðu þannig fyrir mun meiri launaf rádrætti en þeir sem ættu vinnuskyldu á færri verkfallsdögum, ef þeirri aðferð yrði beitt við launafrádrátt sem stefnandi haldi fram. Því sé mótmælt að stefndi hafi með þessari framkvæmd gert ólögmætt inngrip í verkfallsrétt stefnanda. Að sama skapi mótmæl ir stefndi því að fyrrgreind reikniregla feli í sér ólögmæta auðgun stefnda á kostnað félagsmanns stefnanda eða að um nokkurs konar þegnskylduvinnu hafi verið að ræða, enda hafi umræddur félagsmaður stefnanda fengið greitt fyrir vinnu þá daga sem hún hafi unnið á grundvelli undanþágureglu 19. gr. kjarasamningalaganna. Öll starfsemi Landspítala hafi raskast mjög meðan á verkfallinu stóð og starfsemin hafi að 10 verulegu leyti frestast þar til síðar. Sé ennþá verið að vinna úr röskun á starfsemi spítalans vegna þess . Það sé því óraunhæft að launafrádrátturinn hafi í heild falið í sér sparnað stefnda af verkfallinu, enda hafi hann ekki verið hugsaður til sparnaðar. Undir stefnda heyri hins vegar að gæta að meginreglum um það hverjum sé heimilt að vinna í verkfalli og sjá um að reglum um laun í verkfalli sé framfylgt á réttan hátt. Fullt samræmi hafi verið í framkvæmd stefn da og engum hafi verið mismunað. Ljós sé að félagsmaður stefnanda, Fjóla Guðmundsdóttir , hafi tekið þátt í verkfallinu sem stóð frá 7. apríl til 13. júní 2015, þegar sett voru lög nr. 31/2015 sem bönnuðu verkfallið. Af þeim sökum verði Fjóla að sæta því að dregið hafi verið af launum hennar í samræmi við meginregluna um að laun greiðist ekki fyrir þann tíma sem vinna fellur niður vegna verkfalls. Ó umdeilt sé að Fjóla hafi fengið greidd laun vegna vinnu sinnar þ á fimm daga sem hún haf i ekki haft heimild samkvæmt 19. gr. laga nr. 94/1 986 til að leggja niður störf. Verkfallið hafi verið félagsleg o g í samræmi við jafnræðisreglu að allir starfsmenn, sem fá i greidd m ánaðarlaun, fái sama frádrátt. Þátttaka í verkfallinu sé þannig ekki bundin við tímavin nu, eins og að framan greini . Jafnframt sé vert a ð hafa í huga að félagsmenn geti leitað til stéttarfélags síns eftir fjárhagsaðstoð vegna tekjuskerðingar vegna verkfalla . Al lir félagsmenn hafi jafnan rétt til að óska eftir þessari fjárhagsaðstoð, óháð því hvort þeir séu dag - eða vaktavinnumenn. Til stuðnings málskostnaðarkröfu vísar s tefndi til XXI. kafla laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 3 . tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í 14. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfs manna, segir að stéttarfélagi, sem er samningsaðili samkvæmt lögunum, sé heimilt að gera verkfall í þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafna sinna í deilu um kjarasamning með þeim skilyrðum og takmörkunum sem lög þessi setji. Stefnandi ákvað að haga ótí mabundnu verkfalli með þeim hætti að það hæfist 7. apríl sl. og stæði frá kl. 00:00 til kl. 24:00 alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Var boðun verkfallsins samþykkt eftir atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna stefnanda. Í 18. gr. laganna er sérstakleg a tekið fram að boðað verkfall taki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn, annarra en þeirra sem óheimilt er að leggja niður störf samkvæmt lögunum. Óumdeilt er að þeim, sem óheimilt var að fell a niður störf samkvæmt 19. gr. framangreindra laga og þeim, sem kallaðir voru til starfa samkvæmt 20. gr. laganna voru greidd laun á umræddu tímabili. Fjóla Guðmundsdóttur, félagsmaður stefnanda, vann vaktavinnu á sjúkrahúsinu og er ó umdeilt að vegna verkfallsins þennan mánuð féll niður vinna hjá henni eina vakt af þeim 15 sem hún skyldi vinna samkvæmt vaktskrá. 11 Við greiðslu launa Fjólu beitti stefndi þeirri reiknireglu sem fram kemur í dreifibréfi starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins nr. 6/2001 frá október 2001 sem þar lýst er - og kostnaðargreiðslur fyrir þann tíma sem unninn er þannig, að deilt er með 21,67 í mánaðarlaunin og margfaldað með fjölda almanaksdaga annarra en laugardaga og sunnudaga frá upphafi eða til loka starfstíma, sbr. gr. 1.1.2 eða 1.1.3 í kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Þessi regla er óháð því, hvort viðkomandi starfsmaður eigi vinnuskyldu eða ekki, það dregst jafnt af launum allra starfsman Stefnandi heldur því fram að þessi skerðing sé óheimil og brjóti í bága við grein 1.1 og grein 1.6, sbr. grein 2.6 í kjarasamningi aðila. Í grein 1.1 er kveðið á um mánaðarlaun starfsmanna en þar segir í grein 1.1.1 að mánaðarlaun starfsman ns sem gegni fullu starfi skuli vinnudagur reglubundið, reiknast brot úr mánaðarlaunum þannig að deilt er með 21,67 í mánaðarlaunin og margfaldað með fjölda almana ksdaga annarra en laugardaga og sunnudaga Samkvæmt ákvæði greinar 1.1.1 er mælt fyrir um að starfsmaður fái tilgreinda heildarfjárhæð í mánaðarlaun samkvæmt kjarasamningi ef hann gegnir fullu starfi. Miðast greiðsla l auna því ekki við þá tilteknu daga , sem unnir hafa verið, heldur eru laun greidd fyrir mánuðinn í heild sinni, án tillits til þess hvernig vinnu innan hans er hagað. Ræðst sú tilhögun af ýmsum öðrum ákvæðum kjarasamningsins sem og ákvörðunum vinnuveitanda, t.d. um skipulag vakta. Þar sem laun eru greidd fyrir hvern mánuð í heild en ekki fyrir unna daga verður að huga sérstaklega að því , hvernig reikna beri brot úr mánaðarlaunum. Um það eru framangreind fyrirmæli í grein 1.1.2 og telur stefndi að í verkfalli skuli beita þessari reglu þannig að frádráttur af launum þeirra , sem eru í verkfalli , skuli reikna samkvæmt henni. Þótt verkfall raski ekki ráðningarsambandi einstakra félagsmanna og atvinnurekenda þeirra , er það meginregla í vinnurétti að meðan á verk falli stendur, falla niður skyldur samkvæmt ráðningarsamningi þeirra starfsmanna sem verkfallsrétt hafa. Er starfsmanni, sem er í verkfalli, óskylt og óheimilt að vinna þau störf sem ráðningarsamningur hans tekur til. Á móti fellur niður sú skylda vinnuvei tandans að greiða starfsmanninum laun. Óumdeilt er að þeir sem ekki hafa heimild til verkfalls samkvæmt 19. gr. laga nr. 94/1986 halda óskertum launum og að þeir, sem kallaðir eru til starfa samkvæmt ákvæðum 20. gr. sömu laga, fá greitt samkvæmt ákvæði kja rasamnings aðila um tímakaupsfólk . Er ágreiningslaust að Fjólu voru greidd óskert laun vegna þeirra vakta sem hún stóð í apríl á grundvelli undanþáguheimildar samkvæmt 19. gr. laganna . Samkvæmt 18. gr. laga nr. 94/1986 tekur boðað verkfall til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn, annarra en þeirra sem óheimilt er að leggja niður störf samkvæmt lögunum, sbr. undanþáguákvæði 19. og 20. gr. laganna. Verkfall er þannig félagsleg aðgerð félagsmanna þess stéttarfélags sem boðað 12 hefur til verkfalls. Ekki verður dregin önnur ályktun af verkfallsboðun stefnanda en að verkfallið næði til allra félagsmanna í stefnanda sem störfuðu á Landspít ala háskólasjúkrahúsi. Í þessu ljósi og með vísan til þess sem áður er rakið um að samkvæmt ákvæðum kjarasamnings aðila eru bæði vinnuskylda og laun félagsmanna í stefnanda miðuð við mánuð, án tillits til þess hvernig vinnu innan hans er hagað, verður að líta svo á að félagsmenn í stefnanda hafi verið í verkfalli, óháð því hvort þeir áttu vinnuskyldu umrædda daga eða ekki. Verður því ekki fallist á það með stefnanda að unnt sé að leggja að jöfnu þá aðstöðu þegar Fjóla Guðmundsdóttir, félagsmaður í stefnand a, annars vegar innti af hendi vinnu samkvæmt fyrirfram ákveðinni vaktskrá í aprílmánuði og hins vegar þegar hún stóð vaktir á grundvelli undanþáguheimildar samkvæmt 19. gr. laga nr. 94/1986. Eins og áður er rakið er málatilbúnaður stefnanda á því reistu r að það hafi falið í sér sex vaktir var ekki verkfall. Við útreikning stefnda á mánaðarlaunum Fjólu fyrir apríl virðist hafa verið deilt með 21,67 í mánaðarlaun hennar og margfaldað með þeim dögum sem Fjóla var við vinnu, þar á meðal með þeim dögum sem greinir í dómkröfum, allt í samræmi við grein 1.1.2 í kjarasamningi aðil a um útreikning á broti úr mánaðarlaunum. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið um ávinnslu réttar til greiðslu mánaðarlauna og að Fjóla var sannanlega í verkfalli alla þá daga sem boðuð vinnustöðvun tók til, þó að einungis ein vakt hafi fallið á þá daga, fær dómurinn ekki séð að stefndi hafi brotið gegn þeim kjarasamningsákvæðum sem stefnandi tilgreinir í dómkröfum sínum. Með sömu rökum verður hvorki fallist á að sú niðurstaða feli í sér brot gegn almennum reglum vinnuréttar, feli í sér félagsnauðung í sk ilningi 4. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, né brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar eða 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, svo sem stefndi heldur fram. Því verður að sýkna stefnda af kröfu stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að mál skostnaður falli niður. D Ó M S O R Ð: Stefndi, íslenska ríkið , skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Ljósmæðrafélagi Íslands , í máli þessu. Málskostnaður fellur niður . Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Inga B. Hjaltadóttir 13 Sératkvæði Guðna Harald s sonar og Elínar Blöndal Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 3 . tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Verfall það sem stefnandi boðaði á vinnu fél agsmanna sinna á Landsspítala h áskólasjúkrahúsi náði til ti ltekinna vikudaga. Þannig hófst verkfallið þriðjudaginn 7. apríl 2015 og stóð alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga í apríl 2015. Fjóla Guðmundsdóttur, félagsmaður stefnanda, vann vaktavinnu á sjúkrahúsinu . Óumdeilt er að þennan mánuð féll niður vinna hjá Fjólu eina vakt af þeim 15 sem hún skyldi vinna samkvæmt vaktskrá. Af hálfu stefnanda er á því byggt að stefnda hafi einungis verið heimilt að fella niður laun hennar vegna þeirra vaktar meðan stefndi heldur því fram að hann hafi mátt draga laun hlutf allslega jafnt af öllum félagsmönnum stefnanda. Þegar kemur til vinnustöðvunar fellur niður vinnuskylda starfsmanna . Þannig þurfa þeir ekki að inna af hendi vinnuframlag sitt. Að sama skapi fellur niður skylda vinnuveitandans til þess að inna af hendi kau pgjald til þeirra starfsmanna sem ráðnir eru til vinnu hjá honum og vinnustöðvun nær til. Eins og að framan er rakið náði vinnustöðvun stefnanda einungis til hluta þeirra vinnudaga sem til féllu í apríl 2015. Aðra daga hafði starfsmaðurinn Fjóla Guðmunds dóttir vinnuskyldu. Þannig mætti hún til starfa hjá stefnda þá daga sem voru utan verkfalls. Stef ndi , sem tók athugasemdarlaust við vinnuframlagi hennar, átti því að greiða henni laun fyrir þá daga sem hún vann utan verkfalls. Á það er ekki fallist með st efnda að hann hafi mátt draga laun vegna verkfalls hlutfallslega af öllum félagsmönnum stefnanda. Sá háttur samrýmist ekki þeirri grunnreglu að starfsmaðurinn eigi að fá laun fyrir þá vinnu sem hann innir af hendi ef hún fellur utan verkfalls. Í því getur falist ákveðinn hægðarauki fyrir stefnda. Við það er hins vegar ekki hægt að miða heldur verður að líta til þess að starfsmaðurinn Fjóla Guðmundsdóttur vann sannanlega 14 af þeim 15 vöktum sem til féllu samkvæmt vaktskrá hennar í apríl 2015. Hún átti því rétt á að fá óskert laun fyrir þá vinnu . Á það er fallist með stefnda að boðað verkfall hafi náð til allra félagsmanna stefnanda og hafi þannig verið sameiginleg félagsleg aðgerð. Sú sameiginlega ákvörðun takmarkaðist hins vegar við þá vinnudaga sem boða ð verkfall náði til. Þannig gat hún aldrei náð til þeirra vinnudaga sem unnir voru og verkfall náði ekki til. Ákvæði 1.1.2 í kjarasamningi aðila fjallar um hvernig reikna á brot úr mánaðarlaunum þegar unninn er átta stunda vinnudagur reglubundið. Er ekki u nnt að fallast á það með stefnda að honum hafi verið heimilt að beita því ákvæði í tilviki starfsmannsins Fjólu Guðmundsdóttur, sem innir af hendi vaktavinnu en ekki átta stunda reglulegan vinnudag. Við útborgun laun a bar stefnda því að greiða henni 14 laun fyrir þá daga sem hún vann í apríl 2015 í samræmi við greinar 1.1 og 1.6 í kjarasamningi stefnanda við stefnda. Á það er fallist með stefnanda að reikniregla sú , sem stefndi notaðist við við útreikning launa , eigi frekar við um dagvinnufólk. Eins og áður er getið er ó umdeilt að starfsmaðurinn , Fjóla Guðmundsdóttir , vann vaktavinnu. Er fallist á það með stefnanda að sú regla að draga eina vakt af 15 frá launum hennar og greiða henni þannig laun miðað við 14/15 af mánaðarlaunum gefi réttari mynd af launum h ennar í apríl 2015. Þannig er á það fallist með stefnanda að laun til starfsmannsins Fjólu Guðmundsdóttur fyrir apríl 2015 hafi sætt skerðingu sem ekki er í samræmi við framangreind ákvæði kjarasamnings aðila. Er því krafa stefnanda fyrir dóminum tekin ti l greina. Með vísan til þessa og eins 130. gr. laga nr. 91/1991 ber að taka kröfu stefnanda um málskostnað til greina og þ ykir hann hæfilega ákveðinn 450.000 krónur . Guðni Á. Haraldsson Elín Blöndal