FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 11. janúar 20 2 2 . Mál nr. 18 /20 21 : Félag íslenskra náttúrufræðinga ( Jón Sigurðsson lögmaður ) gegn íslenska ríkinu vegna Hólaskóla Háskólans á Hólum ( Einar Karl Hallvarðsson lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 9. desember sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Kristín Benediktsdóttir og Jónas Fr. Jónsson . Stefnandi er Félag íslenskra náttúrufræðinga , Borgartúni 6 í Reykjavík . Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli í Reykjavík , vegna Hólaskóla Háskólans á Hólum , Hólum í Hjaltadal . Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að stefndi, Hólaskóli Háskólinn á Hólum, hafi brotið í bága við gr einar 11.3.3.1 og 11.3.3.2 í úrskurði gerðardóms samkvæmt lögum nr. 31/2015, dags. 14. ágúst 2015, sbr. samkomulag stefnanda og stefnda um breytingu á úrskurðarorði gerðardóms, dags. 16. janúar 2017, gr einar 11.3.3.1 og 11.3.3.2 í kjarasamningi stefnanda og ste fnda, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, dags. 28. febrúar 2018, sbr. samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi, dags. 2. apríl 2020, og gr einar 2.1 og 2.3 í stofnanasamningi milli stefnanda og stefnda, Hólaskóla, dags. 12. júní 2006, með því að hafa ekki raðað Guðrúnu Jóhönnu Stefánsdóttur, kt. 200667 - 4179, í launaflokk 33 vegna tímabilsins frá 1. júní 2016 til 31. desember 2017, í launaflokk 34 vegna tímabilsins frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2020 og í launaflokk 35 frá og með 1. janúar 2021. 2 Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að viðbættum virðisaukaskatti. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stef nanda verði gert að greiða honum málskostnað samkvæmt mati Félagsdóms. Málavextir 4 Stofnanasamningur á milli Hólaskóla og stefnanda var undirritaður 12. júní 2006. Í 2. gr. samningsins er fjallað um forsendur röðunar starfa við rannsóknir og kennslu. Í 2 grei n 2.1 er fjallað um grunnröðun starfsheit a á því sviði . Samkvæmt greininni er starfsmaður með doktorsgráðu sem vinnur við rannsóknir (fræðimaður) eða kennslu (lektor) grunnraðað í launaflokk 13 frá 1. maí 2007 og starfsmaður með meistaragráðu sem vinnur vi ð rannsóknir (sérfræðingur) eða kennslu (lektor) grunnraðað í launaflokk 12 frá sama tíma. Samkvæmt sömu grein er öðrum starfsmönnum er sinna rannsóknum eða kennslu þar sem einungis er krafist grunnháskólamenntunar raðað í launaflokk 8. G rein 2.3 be r yfirs kriftina iðmiðunarreglur um stigafjölda . Þar segir í grein 2.3.1 að lektorar, sérfræðingar, dósentar, fræðimenn, vísindamenn og starfsmenn í stjórnun sem hafa rannsókna - og/eða kennsluskyldu hækki um launaflokka í samræmi við áunnin stig frá og með 1. j anúar 2006 sem metin eru samkvæmt stigamatsreglum sem komi fram í bókun 2 í stofnanasamningnum. Sk uli hækkunin vera samkvæmt töflu sem þar er gerð grein fyrir. Í grein 2.3.2 kemur fram skuli metnir samkvæmt stigamatsreglum í bókun 2 og raðast í launaflokk samkvæmt sömu töflu. Í töflunni er við það miðað að við áunnin stig frá 25 til 150 hækki viðkomandi um einn launaflokk við hver 25 stig, nái hann 200 stigum hækki hann um einn launaflokk til viðbótar en frá 200 til 900 stigum hækki hann um einn launaflokk við hver 100 s tig sem hann bætir við sig. Nái viðkomandi 1200 stigum hækki hann jafnframt um launaflokk og aftur þegar hann nái 2000 stigum. Samkvæmt töflunni gat viðkomandi frá og með 1. maí 2007 ra ðast lægst í launaflokk 11 væri hann með undir 25 stig en hæst í launaf lokk 27 n æði hann 2000 stigum. 5 Kjarasamningar félaga innan Bandalags háskólamanna ( BHM ) , þar á meðal stefnanda, runnu út 28. febrúar 2015 og vísaði BHM deil u um gerð ný s kjarasamning s til ríkissáttasemjara í mars 2015. Hófust vinnustöðvanir aðildarfélagann a í apríl sama ár. Alþingi stöðvaði vinnudeiluna með lögum nr. 31/2015. Þann 14. ágúst 2015 úrskurðaði gerðardómur , sem skipaður hafði verið á grundvelli laganna, í kjaradeilunni og voru gildandi kjarasamningar framlengdir til 31. ágúst 2017 með tilgreindu m breytingum . Í 5. gr. úrskurðarins er meðal annars kveðið á um röðun starfa og mat álags og um stofnanaþátt sem varð þannig að nýjum kjarasamningsákvæðum 11.3.2 og 11.3.3. Var við það miðað að þessi ákvæði tækju gildi 1. júní 2016. 6 Í grein 11.3.2 samkvæmt úrskurðinum segir að við gerð stofnanasamnings skuli semja um röðun starfa í launaflokka samkvæmt ákvæði 11.3.3.1 í kjarasamningi. Þar skuli fyrst og fremst meta þau verkefni og þá ábyrgð sem felist í viðkomandi starfi auk þeirrar færni sem þ urfi til að g eta innt það af hendi. Þá segir þar að meta skuli - endurmati. Í ákvæði 11.3.3 kemur fram að almennt skuli byggt á því að þrír þættir myndi samsetningu launa hjá hverjum og einum. Þessir þrír þættir eru síðan taldir upp í greinum 11.3.3.1 (röðun starfs), 11.3.3.2 (persónubundnir þættir) og 11.3.3.3 (tímabundnir þættir). 3 7 Í grein 11.3.3.1 fjalla r gerðardómur um hvernig meta sk uli viðbótarmenntun, sem gerð er krafa um umfram grunnmenntun, til launa við grunnröðun í launaflokka. Þar kemur fram að starf , sem geri kröfu um 60 eininga (ECTS) viðbótarnám , raðist að lágmarki einum laun a flokki hærra en starf þar sem einungis sé krafist grunnmenntunar. Sé gerð krafa u m meistaragráðu skuli starf raðast að lágmarki tveimur launaflokkum hærra í samræmi við upptalningu sem þar greinir. Í þeirri upptalningu kemur fram að sé krafist diplóma - eða sambærileg s nám s, sem leiðir til formlegra starfsréttinda , leiði það til eins la unaflokka hækkunar, krafa um meistaragráð u til tveggja launaflokka hækkunar og krafa um doktor s - eða sambærileg gráða til þriggja launaflokka hækkunar. 8 Í umfjöllun um persónubundna þætti í grein 1 1.3.3.2 er vikið að ýmsum atriðum á borð við kunnáttu og reynslu sem lei ða eigi til hækkunar álags . Þar k emur fram að sérstaklega sk uli meta formlega framhaldsmenntun sem lokið er með viðurkenndri prófgráðu og ekki sé þegar metin við grunnröðun starfsins. Þ urfi menntunin að nýtast í starfi og því sé miðað við a ð hún sé á fagsviði viðkomandi. Þar segir að miða skuli til hækkunar um 4 launaflokka og doktors - eða sambærileg gráða um 6 launaflokka, en þó aldrei hærra en launatafla styttra 9 Fjármála - og efnahagsráðuneytið sendi forstöðumönnum ríkisstofnana leiðbeiningar um útfærslu menntunarákvæðis gerðardóms í lok apríl 2016 en stefnandi mótmæ lti þeirri túlkun sem þar kom fram . Þann 16. janúar 2017 gerðu stefndi og stefnandi með sér samkomulag um breytingu á úrskurðarorði gerðardóms hvað varðar ákvæði 11.3.3.1. Greinin er að mestu samhljóða framangreind ri grein samkvæmt gerðardómi að öðru leyti en því að þar er gert ráð hækkunum um fleiri launaflokka. Orðrétt segir þar: Ef gerð er krafa um viðbótarmenntun umfram grunnmenntun (BA/BS) í starfslýsingu skal tekið tillit til þess við grunnröðun starfs í launaflokk sem hér segir: Starf sem gerir kröfu um 60 eininga (ECTS) viðbóta rnám raðast að lágmarki tveimur launaflokkum hærra en starf þar sem einungis er krafist grunnmenntunar og sé gerð krafa um meistaragráðu skal slíkt starf raðast að lágmarki 4 launaflokkum hærra sbr. upptalningu hér að neða n: Diplóma eða sambærilegt nám sem leiðir til formlegra starfsréttinda (60 einingar) = 2 launaflokkar . Meistaragráða (90 120 einingar) = 4 launaflokkar. Doktors - eða sambærileg gráða (180 einingar) = 6 launaflokkar . Lengra formlegt grunnnám skal metið me ð sambærilegum hætti. 4 10 Í bókun 5 með kjarasamningi aðila sem undirritaður var 2018 kemur fram að aðilar séu sammála um að fram að næstu samningsgerð yrði unnið að endurskoðun á 1. og 11. kafla samningsins. S tóðu greinar 11.3.2 og 11.3.3 óbreytt ar í kjarasam ningnum. 11 S tefnandi og stefndi undirrituðu kjarasamning 2. apríl 2020 og framlengdist þá áðurgildandi kjarasamningur frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Þar er ekkert fjallað um gr einar 11.3.2 og 11.3.3 og standa þær því óbreyttar í kjarasamningnum. 12 Guðrú n Jóhanna Stefánsdótti r lauk B.Sc. próf i í landbúnaðarvísindum frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1991 , M.Sc. próf i í hestavísindum frá University of Wales 1996 og d oktorspróf i (PhD) í þjálfunarlífeðlisfræði íslenska hestsins frá sænska landbúnaðarháskólanum í Uppsala í Svíþjóð í september 2015 . Þá lauk hún prófi í kennslufræði til kennsluréttinda á meistarastigi frá Háskólanum á Akureyri vorið 2009 . Guðrún Jóhanna var ráðin til Hólaskóla árið 1996 sem kennari og rannsóknarmaður við hestafræðideild . Hún tók við starfi lektors við sömu deild 1. júlí 2007. Þeirri stöðu gegndi Guðrún Jóhanna til júlí 2020 þegar hún varð dósent við skólann . 13 Með tölvupósti 3. apríl 2020 óskaði Guðrún Jóhanna eftir því að Hólaskóli endurskoðaði mat á menntun hennar til launa og leiðrétti röðun hennar í launaflokka í samræmi við gildandi menntunarákvæði og dóma Félagsdóms . Meðfylgjandi tölvupóstinum var bréf 3. apríl 2020 þar sem hún gerði frekari grein fyrir kröfum sínum um leiðréttingu. Guðrún Jóhanna óskaði eftir því 1. september 2020 að málið yrði tekið fyrir í samstarfsnefnd Hólaskóla og stefnanda. Mál hennar var tekið fyrir á fundi samstarfsnefndar án niðurstöðu. Þann 14. janúar 2021 hafnaði Hólaskó li kröfum og sjónarmiðum stefnanda vegna máls Guðrúnar Jóhönnu og taldi sig hafa uppfyllt að öllu leyti skyldur sínar gagnvart henni samkvæmt fyrirliggjandi stofnanasamningi og kjarasamningi. Í framhaldi höfðaði stefnandi mál þetta fyrir Félagsdómi. Málsás tæður og lagarök stefnanda 14 Stefnandi kveðst reisa stefnukröfur á því að stefndi hafi, með því að skirrast við að raða Guðrúnu Jóhönnu Stefánsdóttur, félagsmanni stefnanda og starfsmanni stefnda, Hólaskóla, í þá launaflokka sem stefnukröfur nefna á hverju tímabili dómkrafna, brotið í bága við gr einar 11.3.3.1 og 11.3.3.2 í úrskurði gerðardóms samkvæmt lögum nr. 31/2015, sbr. samkomulag um breytingar 16. janúar 2017, brotið gegn sömu ákvæðum í gildandi kjarasamningi aðila og gegn gr einum 2.1 og 2.3 í gildand i stofnanasamningi aðila 12. júní 2006. Stefnandi kveðst byggja á því að þessi röðun sé röng hjá stofnuninni. Eigi umræddur starfsmaður samningabundna og lögvarða kröfu til þess að honum verði raðað í þá launaflokka sem krafist er samkvæmt framangreindum s amningsákvæðum og fá greidd laun frá stefnda samkvæmt því frá og með 1. júní 2016. Stefnandi kveðst ekki fá séð á hvaða grundvelli stefndi telur sig geta hafnað kröfum stefnanda um launaflokkahækkanir og launaleiðréttingar fyrir hönd Guðrúnar Jóhönnu . Samn ingsákvæðin sé u skýr um rétt hennar til leiðréttrar röðunar í launaflokka, enda uppfylli hún skilyrði ákvæðanna þar að lútandi. 5 15 Stefnandi bendir á að skilningur aðila á menntunarákvæðum í kjarasamningi og stofnanasamningi hafi valdið ágreiningi milli aðila , er lút i sérstaklega að starfsbundnum og persónubundnum þáttum, m eðal annars viðbótarmenntun, nánar tiltekið þegar um sé að ræða viðbótarmenntun sem ekki hafi þegar verið metin við grunnröðun og þar sem menntunin nýtist í starfi. Stefnandi leggur þann ski lning í þessi ákvæði að meta skuli til sérstakrar launaflokkshækkunar viðbótarprófgráðu sem ekki sé þegar metin við grunnröðun og sem nýtist í starfi. Þá beri að greiða starfsmönnum réttilega samkvæmt menntunarákvæðum, hvort tveggja vegna prófgráða sem kra fa er um í starfi og sem nýtast í starfi. Stefnandi kveðst vekja athygli á því að ágreiningur aðila sé samkvæmt þessu ekki um einstaklingsbundin umsamin ráðningarkjör einstakra starfsmanna. Til stuðnings kröfum sínum vísar stefnandi einnig til hliðsjónar t il 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda og til laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 16 Stefnandi kveður s tefnukröfur vera reistar á stofnanaþætti gerðardómsúrskurðar samkvæmt lögum nr. 31/201 5, dags. 14. ágúst 2015, gr einum 11.3.2 og 11.3.3 og undirgreinum, en þar sé mælt fyrir um breytingar á 11. kafla kjarasamnings aðila. Ákvæðin hafi tekið gildi 1. júní 2016. Stefnandi byggir á því að menntunarákvæðin séu skýr og ótvíræð. Ákvæði 11.3.3.1 í úrskurðinum, um röðun starfs, hafi tekið breytingum með samkomulagi stefnanda og stefnda um breytingu á úrskurðarorði gerðardóms 16. janúar 2017. Þar hafi verið mælt fyrir um að ef gerð væri krafa um viðbótarmenntun umfram grunnmenntun (BA/BS) í starfslýsingu skyldi tekið tillit til þess við grunnröðun starfs í launaflokk. Komi þar fram að ef gerð sé krafa um meistaragráðu skuli slíkt starf raðast að lágmarki fjó rum launaflokkum hærra (90 - 120 einingar) og doktorspróf sex launafl okkum hærra , en lengra nám skuli metið með sambærilegum hætti. Ákvæði 11.3.3.2 fjalli um persónubundna þætti, og skuli sérstaklega meta formlega framhaldsmenntun sem lokið sé með viðurkennd ri prófgráðu og ekki sé þegar metin við grunnröðun starfsins. Menntunin þurfi að nýtast í starfi og því miðað við að hún sé á fagsviði viðkomandi starfs. Miðað hafi verið við að diplóma (60 einingar) leiði til hækkunar um tvo launaflokka, meistaragráða lei ði til hækkunar um fjóra launaflokka og doktorsgráða um sex launaflokka. Styttra formlegt nám skuli metið með sambærilegum hætti. Stefnandi bendir á að launaflokkahækkanir samkvæmt ákvæðinu séu alveg til samræmis við hið sama í gr ein 11.3.3.1 í úrskurðinum , sbr. samkomulag aðila um breytingar. Stefnandi kveðst byggja á því að stefnda hafi samkvæmt þessum ákvæðum borið að virða umrædd ákvæði og hækka launaflokkaröðun félagsmanna stefnanda til samræmis við þau, þ ar með talið í tilviki Guðrúnar Jóhönnu , frá og með 1. júní 2016. Stefnandi bendir á að framangreind ákvæði gerðardóms hafi tekið gildi 1. júní 2016 og því leitt af sér frekari launaflokkahækkanir en ákvæði stofnanasamnings aðila, og hafi því borið að miða að þessu leyti til við ákvæði úrskurðar gerðar dóms og síðar kjarasamnings. 6 17 Stefnandi bendir á að e fnislega sömu ákvæði og greinir að framan hafi ratað inn í gildandi kjarasamning aðila 28. febrúar 2018, sbr. samkomulag um breytingu og framlengingu kjarasamnings 20. apríl 2020 . 18 Stefnandi greinir svo fr á að í gildi sé stofnanasamningur milli stefnanda og stefnda, Hólaskóla frá 12. júní 2006. Í öðrum kafla hans sé mælt fyrir um forsendur röðunar starfa við rannsóknir og kennslu, m eðal annars vegna starfa lektora og dósenta. Undirkafli 2.1 fjalli um starfs heiti í rannsóknum og kennslu en þar sé rakin grunnröðun í einstakar stöður að virtri prófgráðu. Í kafla 2.3 séu viðmiðunarreglur um stigafjölda og hvernig raðað sé í launaflokka út frá stigafjölda. 19 Stefnandi kveðst byggja á því að sú menntun sem leiða eig i til launaflokkahækkunar sé bæði menntun sem krafist er að Guðrún Jóhanna sé með og menntun sem nýtist henni í starfi, sbr. gr einar 11.3.3.1 og 11.3.3. 2 í gerðardómsúrskurði og kjarasamningi aðila. Menntun hennar sé eftirfarandi: B.Sc. próf í landbúnaðarv ísindum frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1991 (90 einingar skv. fyrrgildandi einingakerfi, sem samsvarar 180 ECTS einingum skv. núgildandi einingakerfi) M.Sc. próf í hestavísindum frá University of Wales 1996 (120 ECTS einingar) Doktorspróf (PhD) í þjálf unarlífeðlisfræði íslenska hestsins frá sænska landbúnaðarháskólanum í Uppsala, Svíþjóð, í september 2015 (240 ECTS einingar) Próf í kennslufræði til kennsluréttinda á meistarastigi frá Háskólanum á Akureyri vorið 2009 (30 ECTS). 20 Stefnandi dregur þá ályktun af fyrri samskiptum aðila að grunnröðun Guðrúnar Jóhönnu í launaflokka sé óumdeild. Hafi henni verið raðað samkvæmt stigamati á hverju tímabili samkvæmt ákvæði 2.1 og 2.3 í stofnanasamningi og út frá þeim stigafjölda sé grunnröðun ljós. Það sem aðila greini á um sé hvernig beri að meta menntun sem krafist er í starfi og menntun sem nýtist í starfi samkvæmt ákvæðum gerðardómsúrskurðar, kjarasamnings og stofnanasamnings. Komi þar til mat til launaflokka á meistaragráðu, do ktorsgráðu og kennsluréttindum. Hvað varð ar nýtingu vísar stefnandi til þess að meistarapróf, doktorsgráða og kennsluréttindi nýttust Guðrúnu Jóhönnu í starfi. Á þeim tímabilum sem stefnukröfur ná i til sé mismunandi hvort að meistaragráða eða doktorsgráða sé sú menntun sem krafist hafi verið vegna þeirrar stöðu sem hún gegndi á hverjum tíma, þ.e. annað hvort lektor eða dósent. Kveðst stefnandi byggja á því að önnur menntun en hafi verið krafist í hvert sinn hafi með óyggjandi hætti nýst Guðrúnu Jóhönnu í st arfi og því séu skilyrði uppfyllt um þá launaflokkaröðun sem stefnukröfur mið i við. Meistaragráðan, M.Sc. próf í hestavísindum (e. Equine Science), frá University of Wales sé alhliða nám um hesta, s.s. atferlisfræði, æxlunarlífeðlisfræði, líffræði, fóðurfr æði, heilsufræði og þjálfunarlífeðlisfræði. Sú menntun hafi verið megin ástæðan fyrir ráðningu Guðrúnar Jóhönnu til Hólaskóla (þá Bændaskólinn á Hólum) árið 1996. Doktorsgráða hennar í 7 þjálfunarlífeðlisfræði íslenska hestsins frá sænska landbúnaðarháskólan um í Uppsala í Svíþjóð hafi verið fjögurra ára sérhæft nám. Prófgráðan hafi verið fullt doktorsnám og alls óskylt framangreindri meistaragráðu, sbr. ótvíræða bréflega staðfestingu landbúnaðarháskólans. Kveðst stefnandi byggja sérstaklega á því að virða ber i menntun til launaflokka út frá þeirri staðreynd að prófgráðurnar tvær tengist ekki neitt og séu ekki hluti af hvorri annarri. Doktorsgráðan hafi verið forsenda fyrir Guðrúnu Jóhönnu sem kennara og rannsóknarmann i til að fylgja eftir þróun námsins sem boð ið hafi verið upp á við hestafræðideild Hólaskóla, en árið 2010 hafi allt nám við hestafræðideildina verið fært upp á háskólastig og eflt til muna. Markmið Hólaskóla hafi verið að fjölga doktorsmenntuðum starfsmönnum til þess að efla rannsóknarstarf. Dokto rsnám Guðrúnar Jóhönnu hafi verið algjör forsenda fyrir mikilvæg u hlutverk i hennar við að efla alþjóðlegt rannsóknarsamstarf háskólans, þróa námið við hestafræðideildina , sem nú sé bæði á B.Sc. og M.Sc. stigi , og leiðbeina nemendum við rannsóknarverkefni þ eirra . Hvað varðar prófgráðu í kennslufræðum til kennsluréttinda á meistarastigi frá Háskólanum á Akureyri þá kveðst stefnandi benda á þá augljósu staðreynd að sú prófgráða nýtist Guðrúnu Jóhönnu beint í hennar kennslustörfum enda kennsla 60% af hennar stö rfum , sbr. starfslýsingu . 21 Í stefnukröfum er byggt á því að raða hafi átt Guðrúnu Jóhönnu í launaflokk 3 3 vegna tímabilsins 1. júní 2016 til 31. desember 2017. Á því tímabili hafi Hólaskóli hins vegar raðað Guðrúnu í launaflokk 25. Stefnandi bendir á að Guðrún hafi á þessu tímabili gegnt starfi lektors . Óumdeilt sé á milli aðila að grunnröðun Guðrúnar hafi ve rið rétt, þ að er launafl okkur 23, sbr. gr einar 2.1 og 2.3 í stofnanasamningi en frá 1. janúar 2016 hafi stigafjöldi hennar numið 719,85 stigum en frá 1. janúar 2017 761,35 stigum samkvæmt stigamatsreglum sem stofnanasamningur mið i við. Bent er á að samkvæm t ódagsettri starfslýsingu lektors við hrossaræktardeild Hólaskóla séu hæfniskröfur - Ábyrgðar - og starfssviði sé í starfslýsingunni skipt í þrennt, í fyrsta lagi umfjöllun um ke nnslu, í öðru lagi rannsókna - og/eða þróunarverkefni og í þriðja lagi stjórnun. Um . Samkvæmt gr einum 2.1 í stofnanasamningi sé þess krafist að lektor sé með meistaragráðu, sem Guðrún Jóhanna hafði, sbr. M.Sc. próf í hestavísindum. Samkvæmt gr ein 11.3.3.1 í samkomulagi um breytingu á úrskurðarorði gerðardóms 16. janúar 2017, skuli meistaragráða sem krafist er í starfi metin til fjögurra launaflokka. Í grunnröðun stofnanasamnings á lektor sé innifalið í menntun (meistaraprófi) þrír launaflokkar, sbr. ákvæði 3.4 í stofnanasamningi. Því vanti einn launafl okk á að Guðrúnu Jóhönnu sé raðað rétt á umkröfðu tímabili veg na meistaragráðu sem krafist er . Bendir stefnandi á að hún hafi lokið doktorsprófi í þjálfunarlífeðlisfræði íslenska hestsins í september 2015. Menntun þessi nýtist augljóslega í starfi og sé á fagsviði viðkomandi starfs, sbr. starfslýsingu og stofnanasamn ing. Samkvæmt gr ein 11.3.3.2 í úrskurði gerðardóms skuli meta framhaldsmenntun með sama hætti og samkvæmt gr ein 11.3.3.1 og um leið 8 lengra formlegt nám með sambærilegum hætti, sbr. sömu grein og viðurkenningu stefnda á slíkri röðun sem sjá megi af dómsátt í máli nr. 4/2020. Doktorsgráða sem nýtist Guðrúnu Jóhönnu í starfi skuli því metin til átta launafl okka , enda doktorspróf hennar 240 ECTS . Þá hafi hún lokið háskólaprófi í kennslufræðum og aflað sér kennsluréttinda sem nýtist við kennslu sem hún sinni. Sa mkvæmt gr ein 11.3.3.2 í úrskurði gerðardóms skuli meta þá framhaldsmenntun til eins launafl okks , sbr. lokamálslið gr einar 11.3.3.2 um að meta skuli styttra formlegt nám með sambærilegum hætti. Að öllu þessu virtu hafi stefnda, Hólaskóla, borið að raða Guðrúnu í launaflokk 33 hinn 1. júní 2016 og til 31. desember 2017 22 Í stefnukröfum er byggt á því að raða hafi átt Guðrúnu Jóh önnu í launaflokk 3 4 á tímabil inu frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2020. Á tímabilinu 1. janúar 2018 til júlí 2020 mun henni hafa verið raðað í launaflokk 26. Stefnandi bendir á að hún hafi á þessu tímabili verið í lektorsstöðu. Óumdeilt sé á milli aðil a að grunnröðun Guðrúnar Jóhönnu hafi verið rétt, þ að er launafl okkur 24, sbr. gr ein 2.1 og 2.3 í stofnanasamningi , en frá 1. janúar 2018 hafi stigafjöldi hennar numið 804,9 stigum , 839,34 stigum frá 1. janúar 2019 og 866,34 stigum frá 1. janúar 2020 samkv æmt stigamatsreglum sem stofnanasamningur mið i við. Stefnandi vísar varðandi menntunarkröfur til starfslýsingar lektors og gr einar 2.1 í stofnanasamningi en krafist var að lektor hefði meistaragráðu. Stefnandi kveðst að öðru leyti vísa til rökstuðnings fyr ir einstökum kröfuliðum að framan sem eigi einnig við um tímabilið 1. janúar 2018 til júlí 2020, sbr. einnig tilvísun til sömu samningsákvæða kjarasamnings 28. febrúar 2018. Stefnda Hólaskóla hafi því borið að raða Guðrúnu Jóhönnu í launaflokk 34 frá 1. janúar 2018 til júlí 2020. 23 Á tímabil inu júlí 2020 til 31. desember 2020 mun Guðrúnu Jóhönnu hafa verið raðað í launaflokk 27. Stefnandi kveður hana haf a tekið við stöðu dósents við hestafræðideild Hólaskóla í júlí 2020 sem hafi breytt röðun hennar í launaf lokka. Óumdeilt sé á milli aðila að grunnröðun Guðrúnar Jóhönnu hafi verið rétt, þ að er launafl okkur 25, sbr. gr einar 2.1 og 2.3 í stofnanasamningi en frá 1. janúar 2020 hafi stigafjöldi hennar numið 866,34 stigum samkvæmt stigamatsreglum sem stofnanasamni ngur mið i við. Bent er á að samkvæmt gr ein 2.1 í stofnanasamningi sé þess krafist að dósent sé með doktorsgráðu. Guðrún Jóhanna hafi haft doktorsgráðu í þjálfunarlífeðlisfræði íslenska hestsins, sbr. framangreint. Samkvæmt gr ein 11.3.3.1 í kjarasamningi að ila 28. febrúar 2018, með síðari breytingum skuli doktorsgráða sem krafist sé í starfi metin til átta launafl okka , enda doktorspróf Guðrúnar Jóhönnu 240 ECTS. Kveðst stefnandi sérstaklega vísa til lokamálsliðar gr einar 11.3.3.1 í kjarasamningi um að lengra formlegt nám skuli metið með sambærilegum hætti. Í grunnröðun stofnanasamnings á dósent sé innifalið í menntun (doktorspróf) fjórir launaflokkar, sbr. ákvæði 3.4 í stofnanasamningi. Því vanti fjóra launafl okka á að Guðrúnu Jóhönnu sé raðað rétt á umkröfðu tímabili vegna doktorsgráðu sem krafist sé . Bendir stefnandi á að Guðrún Jóhanna hafi lokið M.Sc. próf i í hestavísindum. Menntun þessi nýtist augljóslega í starfi og sé á fagsviði viðkomandi starfs, sbr. 9 starfslýsingu. Samkvæmt gr ein 11.3.3.2 í kjarasamningi skuli meta framhaldsmenntun með sama hætti og samkvæmt gr ein 11.3.3.1. Meistaragráða sem nýtist Guðrúnu Jóhönnu í starfi skuli því metin til fjögurra launafl okka . Þá hafi hún lokið háskólaprófi í kennslufræðum og aflað sér kennslu réttinda sem nýtist við kennslu sem hún sinni. Samkvæmt gr ein 11.3.3.2 í kjarasamningi skuli meta þá framhaldsmenntun til eins launafl okks , sbr. lokamálslið gr einar 11.3.3.2 um að meta skuli styttra formlegt nám með sambærilegum hætti. Að öllu þessu virtu hafi stefnda Hólaskóla borið að raða Guðrúnu Jóhönnu í launaflokk 34 frá júlí 2020 til 31. desember 2020. 24 F rá og með 1. janúar 2021 mun Guðrúnu Jóhönnu hafa verið raðað í launaflokk 28. Bendir stefnandi á að óumdeilt sé á milli aðila að grunnröðun hennar hafi verið rétt, þ að er launafl okkur 26, sbr. gr einar 2.1 og 2.3 í stofnanasamningi , en frá 1. janúar 2021 hafi stigafjöldi hennar numið 915,34 stigum samkvæmt stigamatsreglum sem stofnanasamningur mið i við. Stefnandi kveðst vísa til rökstuðnings að frama n varðandi menntun sem krafist sé en sami rökstuðningur eigi við á þessu tímabili. Guðrún Jóhanna hafi átt rétt til að raðast fjórum launafl okkum hærra á umkröfðu tímabili vegna doktorsgráðu sem krafist sé . Sömuleiðis kveðst stefnandi byggja á sama rökstuð ningi og að framan varðandi menntun sem nýtist í starfi, þ að er vegna meistaraprófs Guðrúnar Jóhönnu sem metið skuli til fjögurra launafl okka . Þá hafi hún lokið háskólaprófi í kennslufræðum og aflað sér kennsluréttinda sem meta skuli til eins launafl okks . Að öllu þessu virtu hafi stefnda Hólaskóla borið að raða Guðrúnu Jóhönnu í launaflokk 35 frá 1. janúar 2021. 25 Stefnandi greinir svo frá að hann byggi stefnukröfur til hliðsjónar á dómafordæmum Félagsdóm s , sbr. mál nr. 7, 8 og 9/2019, sbr. einnig dómsátt sömu aðila í máli nr. 4/2020. Í þeim málum hafi verið dæmt um kröfur stefnanda gagnvart Hafrannsóknastofnun og Umhverfisstofnun vegna hækkunar launaflokka á grundvelli menntunarákvæða gerðardóms sem hafi ratað inn í kjarasamning og stofnanasamninga, sbr. framangreint. Mál nr. 7 og 8/2019 lúti að kröfum vegna félagsmanna í starfi hjá Hafrannsóknastofnun. Þrátt fyrir að sýknað hafi verið í þeim málum byggir stefnandi á því að í grunninn hafi Félagsdómur í forsendum dómsins tekið undir túlkun stefnanda á menn tunarákvæðum. Mat dómsins á uppbyggingu einstakra menntunargráða hafi leitt til sýknu en eigi ekki við í þessu máli. Þá kveðst stefnandi sérstaklega byggja á fordæmisgildi dómsins í máli nr. 9/2019, vegna Umhverfisstofnunar, en þar hafi Félagsdómur sömulei ðis fallist á túlkun stefnanda á menntunarákvæðum samninganna. Umræddur starfsmaður í því máli hafi verið með tvöfalda meistaragráðu, hvar gerð hafi verið krafa um aðra þeirra í starfi og hin gráðan nýttist í starfi. Félagsdómur féllst því á að starfsmaður inn hefði átt rétt til hækkunar um alls átta launaflokka vegna þeirrar viðbótarmenntunar, það er fjóra launaflokka vegna hvorrar meistaragráðu um sig. Stefnandi bendir á að með dómi þessum hafi Félagsdómur tekið af skarið með að hafna þeim skilningi sem st efndi, fjármála - og efnahagsráðuneytið, hafi lagt í menntunarákvæðin og leiðbeint ríkisstofnunum um, 10 sérstaklega þeim skilningi að ef umbunað hefði verið með hækkun vegna viðbótarmenntunar sem krafist væri í starfi, væri ekki unnt að umbuna einnig vegna fr amhaldsmenntunar sem nýttist í starfi. Dómsátt aðila í máli nr. 4/2020 hafi enn frekar staðfest þá sömu niðurstöðu, en þar að auki hafi stefndi með gerð þeirrar dómsáttar staðfest þann skilning sem stefnandi leggi í gr einar 11.3.3.1 og 11.3.3.2 í gerðardóm súrskurði og kjarasamningi aðila. Þegar af þeirri ástæðu megi ljóst vera að þær leiðbeiningar sem stefndi hafi gefið út til ríkisstofnana um túlkun menntunarákvæða hafi ekki staðist og séu rangar. 26 Stefnandi bendir enn fremur á að við túlkun menntunarákvæða nna sé mikilvægt að horfa til þess hvert upphaflegt markmið hafi verið með setningu þeirra og hvaða kröfum þeim hafi verið ætlað að mæta. Ákvæðin hafi eins og fyrr greini komið fram með úrskurði gerðardóms og verið sett inn í stofnanasamning aðila í kjölfa r úrskurðar gerðardóms 14. ágúst 2015 og samkomulags um breytingu á gerðardómsúrskurði 16. janúar 2017. Löng barátta stefnanda og Bandalags háskólamanna, sem stefnandi eigi aðild að, fyrir því að menntun yrði metin til launa hafi skilað sér í því að umrædd ákvæði voru færð í gerðardóm, breytingarsamkomulag og þar með kjarasamning. Krafan hafi verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum og sameiginlegum hagsmunum ríkisins og starfsfólks þess. Grunnrökin hafi bygg s t á mikilvægi þess að hæft fólk starfi innan stjór nsýslunnar, m eðal annars til að auka gæði hennar, færni og þjónustu. Hluti af því hafi verið að menntað fólk sæi hag sinn í því að starfa innan stjórnsýslunnar og nýta menntun sína í þágu ríkisins. 27 Auk framangreindra lagatilvísana kveðst stefnandi byggja k röfur sínar á stofnanasamningi milli stefnanda og Hólaskóla 12. júní 2006. Bygg ir stefnandi á kjarasamningi aðila 28. febrúar 2018 , með síðara samkomulagi um breytingu, en einnig er byggt á úrskurði gerðardóms 14. ágúst 2015, sbr. lög nr. 31/2015, og samko mulagi um breytingu á gerðardómsúrskurði 16. janúar 2017. Stefnandi vísar einnig til almennra reglna um skuldbindingargildi samninga og meginreglna vinnuréttar og kröfuréttar. Vísar stefnandi til ákvæða laga nr. 31/2015 um kjaramál félagsmanna tiltekinna s téttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, til laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda og til stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá vísar stefnandi til laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, þ ar með talið til 3. t öluliðar 1. mgr. 26. gr., sbr. einnig IV. kafla, þ ar með talið til 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Kröfu um málskostnað styður stefnandi við XXI. k afla l aga nr. 91/1991, aðallega 129. og 130. gr. laganna. Krafa um virðisaukaskatt af málskostnaði byggir stefnandi á l ögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, en stefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur og sé honum nauðsynlegt að fá skattinn dæmdan ú r hendi stefnda til að tryggja skaðleysi sitt . 11 Málsástæður og lagarök stefnda. 28 Í greinargerð sinni hafnar stefndi málatilbúnaði stefnanda og kröfum á honum reistum. Telur stefndi r öðun í launaflokka í tilviki Guðrúnar Jóhönnu vera í samræmi við gerðardóm , kjarasamning og stofnanasamning. 29 Stefndi mótmælir því að brotið hafi verið gegn ákvæðum gerðardóms og kjarasamningi eða stofnanasamningi varðandi launaröðun Guðrúnar Jóhönnu. Vísar stefndi til þess að í stofnanasamningi Hólaskóla og stefnanda frá 2006 sé í 2. gr. fjallað um forsendur röðunar starfa við rannsóknir og kennslu. K omi þar fram að um sé að ræða störf lektora/sérfræðinga, dósenta/fræðimanna og vísindamanna. Stefndi rekur því næst efni greinar 2.1 í stofnanasamningnum sem áður hefur verið vikið a ð sem og greinar 2.2 og 2.3 í honum. 30 Stefndi tekur fram að í 3. kafla stofnanasamningsins sé fjallað um forsendur röðunar starfa í stjórnun og annarra sem ekki fall i undir stigamat . Í grein 3.4 sé fjallað um persónu - og starfsbundna þætti starfsmanna sem ekki fall i undir stigamat. Þar seg i að p ersónubundnir þættir ráð i st af þeim einstaklingum sem gegn i viðkomandi starfi hverju sinni til viðbótar grunnröðun starfsheita. 31 Með stofnanasamningnum fylg i sjö bókanir meðal annars bókun 2 sem fjall i með í tarlegum hætti um stigamatsreglurnar. 32 Stefndi bend ir á að málatilbúnaður stefnanda sé um margt óljós og skorti mjög á að gerð sé grein fyrir á hverju dómkröfur bygg i . Í kröfugerð sé Hólaskóli talinn hafa brotið gegn greinum 11.3.3.1 og 11.3.3.2 í gerðardómi og kjar asamni n gi, en einnig grein 2.1 og 2.3 í stofnanasamningi frá 2006. Þessar greinar stofnanasamnings varð i starfsheiti í rannsóknum og kennslu annars vegar og viðmiðunarreglur um stigafjölda hins vegar. Málatilbúnaður stefnanda virðist að mati stefnda á hinn bóginn ganga út frá því að ákvæði í 3. kafla stofnanasamnings um persónu - og starfsbundna þætti hafi einnig átt að gilda um launaröðun til viðbótar, samhliða stigamatskerfi, og ákvæði í grein 11.3.3.2 um persónubundna þætti. Að mati stefnda virðist enginn ágreiningur v era um að Guðrúnu Jóhönnu sé rétt raðað í launaflokk eftir ákvæðum 2.1 og 2.3 í stofnanasamningi og því stigamatskerfi sem þar sé við lýði. Röðun Guðrúnar Jóhönnu í samræmi við þessi ákvæði um stigamat t aki mið af menntun hennar og sé því búið að taka tillit til menntunar hennar og doktorsprófs. 33 Svo virðist að mati stefnda sem stefnandi blandi saman stigamatskerfinu samkvæmt stofnanasamningi og öðrum ákvæðum þess samnings og kjarasamnings án þess þó að hafna stigamatskerfinu eða lýsa s tofnanasamninginn ógildan, en stefnandi byggi á honum. Við þessar aðstæður horfi málið þannig við stefnda að málsóknin beinist að því að gera úr garði nýjan stofnanasamning eða blanda saman ákvæðum hans innbyrðis og ákvæðum kjarasamnings þannig að ekki get i staðist. Í þessu efni verð i sú skekkja að stefnandi g angi ekki út frá upphafslaunaflokki sem g e ti staðist þegar 12 stigamatskerfi sé lagt til grundvallar en nýrri grunnröðun hlaðið ofan á auk 3. kafla stofnanasamnings og persónubundinna þátta eftir kjarasam ningi. 34 Ásamt því að kröfugerð og málatilbúnaður stefnanda sé afar óljós og ómarkviss telur stefndi að stefnandi misskilji það launakerfi sem gildi í hinu akademís k a umhverfi og eigi stoð í gerðardómi, kjarasamningi aðila og stofnanasamningi. Stefndi byggir á að sýkna beri af þessum ástæðum. Þá bendir stefndi á að framangreind atriði ættu að réttu lagi að leiða til frávísunar frá Félagsdómi ex officio vegna óskýrleika samkvæmt 25. gr. og 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. lag a nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Bætist þar við að ekki get i átt undir lögsögu Félagsdóms að gera úr garði nýja viðmiðun um launaflokkaröðun þar sem blandað sé saman röðun eftir stigamatskerfi og viðbótarflokkum ofan á það vegna atriða sem þeg ar sé búið að meta. Stigamatskerfið innih aldi á hinn bóginn menntunarþátt og persónubundna þ ætti . 35 Stefndi bendir á að í 1. gr. laga nr. 63/2006 um háskóla segi að lögin taki til skóla sem veit i æðri menntun er leiði til prófgráðu á háskólastigi og hlotið h af i viðurkenningu. Í 9. gr. laganna sé mælt fyrir um að háskólar sem starf a á grundvelli laganna skuli gera með sér samkomulag um gagnkvæma viðurkenningu námsþátta og námsleiða. Þá skuli þeir hafa með sér samstarf til að nýta sem best tiltæka starfskrafta og gagnakost og stuðla með hagkvæmum hætti að fjölbreyttri háskólamenntun. Háskólum sé heimilt að veita prófgráður samkvæmt 7. gr. í samstarfi við aðra háskóla, innlenda sem erlenda , og að með þeim hætti skul i háskólar á Íslandi leitast við að vinna saman til að nýta sem best opinberar fjárveitingar og styrkja stöðu sína á alþjóðlegum vettvangi. 36 Í VI. kafla laganna sé fjallað um starfslið háskóla og k omi þar fram í 17. gr. að starfsheiti kennara við háskóla skulu vera prófessor, dósent, lektor og aðjunkt. Í 1. mgr. 18. gr. segi að háskólar skul i setja á fót dómnefnd til að meta hæfi prófessora, dósenta, lektora og sérfræðinga og að þeir sem beri framangre ind starfsheiti skul i hafa þekkingu og reynslu í samræmi við alþjóðleg viðmið fyrir viðkomandi starfsheiti á þeirra fræðasviði sem staðfest sé með áliti dómnefndar eða með doktorsprófi frá viðurkenndum háskóla. Þá segi í lokamálslið 1. mgr. að þeir skul i j afnframt hafa sýnt þann árangur í starfi að þeir njóti viðurkenningar á viðkomandi sérsviði. 37 Hólaskóli starf i eftir lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla , sbr. lög nr. 63/2006 um háskóla. Í 1. gr. laga nr. 85/2008 k omi fram að lögin gildi um Hólaskóla sem og Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Landbúnaðarháskóla Íslands. Í 3. gr. segi að hlutverk Hólaskóla sem sjálfstæðrar menntastofnunar sé að sinna kennslu, rannsóknum, þekkingarleit og sköpun á sviði vísinda, fræða, tækniþróunar eða lista, sbr. 2. og 3. gr. laga um háskóla nr. 63/2006. 38 Í V. kafla laganna sé fjallað um starfsfólk háskóla en þar segi í 15. gr. að starfsheiti kennara við háskóla skulu vera prófessor, dósent, lektor og aðjunkt. Í athugasemdum 13 þeim sem fylgdi lagafrumvarpi því sem varð að lögum nr. 85/2008 kemur m eðal annars fram að markmið við samningu frumvarpsins væri að samræma skilyrði og efla opinbera háskóla og gæði námsframboðs þeirra. Stefndi vísar í greinargerð sinni einnig til athugasemda við 15. gr. frumvarpsins en þar er fjalla ð um starfslið háskóla. og öðrum störfum. Þeim fyrrnefndu, sem eru störf prófessora, dósenta og lektora auk sérfræðinga sem hafi með höndum sjálfstæðar vísindarannsóknir, fylgi sjálfstæði í kennslu og frumkvæði við val á viðfangsefnum og aðferðum við rannsóknir. Að sama skapi séu gerðar ríkar kröfur til þeirra sem hafa þessi störf með höndum og því gildi ströng og ófrávíkjanleg hæfisskilyrði fyrir ráðningu í þau um þau verða að sýna fram á það gagnvart dómnefnd, eða öðrum þar til bærum aðila, Sérfræðingar sem annist þjónusturannsóknir og aðjunktar falli ekki undir þessi skilyrði og geti háskólar ráðið þá til starfa án þe ss að ráðning þeirra fari fyrir dómnefnd. 39 Stefndi telur að t úlkun og framkvæmd Hólaskóla á stofnanasamningi sé sú að starf Guðrúnar Jóhönnu, sem lektor og síðan dósent, falli undir kafla 2 og að um hana gildi bókun 2 sem fjall i um stigamatsreglur sem stiga matskerfi skólans byggi á. Á því sé byggt að Guðrún Jóhanna fái hækkanir samkvæmt stigamatskerfi sem sé með nokkuð sambærilegum hætti og það sem notast sé við hjá Landbúnaðarháskóla Ísland s , Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands. Samkvæmt stigamatskerfi nu hafi hún fengið árið 2006 15 stig fyrir meistarapróf sitt, árið 2009 hafi hún fengið 5 stig fyrir kennsluréttindanám sitt og árið 2015 hafi hún fengið 30 stig fyrir doktorsgráðuna. Launaþróun h afi þannig tekið mið af stigamatskerfinu og hún h afi fengið launaflokka samkvæmt starfsmati . Laun lektors og dósents séu háð árangursstigum og það sé á ábyrgð starfsmanna að skila inn gögnum sem metin séu til stiga samkvæmt stigamatskerfinu á hverju ári og get i starfsmenn gert athugasemdir við matið ef þeim þyki ástæða til. Það séu síðan stigin sem ráð i launasetningu starfsmannsins. 40 Stefndi byggir á því að Guðrún Jóhanna hafi hafið störf hjá Hólaskóla árið 1996 sem kennari og rannsóknarmaður við hestafræðideild en 1. júlí 2007 tekið við stöðu lektors við söm u deild skólans. Hafi hún gegnt þeirri stöðu fram til júlí 2020 þegar hún hafi tekið við stöðu dósents við hestafræðideildina. L aunaflokkahækkun Guðrúnar Jóhönnu og þróun hennar í starfi frá ráðningu og til dagsins í dag sé rakin í sérstöku skjali sem fylg di greinargerð stefnda . Þá sé í öðrum skjölum raktar niðurstöður stigamatskerfisins vegna hennar frá ári til árs. Í janúar 2021 hafi Guðrún Jóhanna hækkað í launaflokk 28 og hafi það byggst á stigamati opinberra háskóla. Í dag sé hún í þeim launaflokki og sé það í samræmi við framkvæmd og túlkun Hólaskóla á gildandi stofnana - og kjarasamningi. Sé Guðrún Jóhanna með BS gráðu í landbúnaðarvísindum, MS gráðu í hestavísindum og Ph.d. gráðu í þjálfunarlífeðlisfræði íslenska hestsins. Þá h afi hún lokið prófi í ke nnslufræði til kennsluréttinda á meistarastigi. 14 41 Stefndi bendir á að s tefnandi tel ji að Hólaskóli hafi brotið í bága við greinar 2.1 og 2.3 í stofnanasamningi aðila, menntunarákvæði kjarasamnings og ákvæði gerðardóms frá 14. ágúst 2015, með því að hafa ekki raðað Guðrúnu Jóhönnu í nánar tilgreinda launaflokka fyrir þrjú tímabil sem spanna frá 1. júní 2016 til 1. janúar 2021 og áfram. Virðist stefnandi byggja kröfur sínar á því að menntun sú sem leiða hafi átt til launaflokkahækkunar samkvæmt kröfugerð sé men ntun sem hvort tveggja sé gerð krafa um að Guðrún Jóhanna sé með og einnig menntun sem nýtist í starfi. Stefnandi telur að grunnröðun sé ljós og óumdeild samkvæmt ákvæðum 2.1 og 2.3 í stofnanasamningi og þeim stigafjölda sem Guðrún Jóhanna hafi áunnið sér. Engu að síður tel ji stefnandi í kröfugerð sinni að brotið sé gegn þeim ákvæðum. Það sem ágreiningurinn standi um sé hvernig beri að meta menntun sem krafist sé í starfi og menntun sem nýtist í starfi. 42 Stefn andi byggi meðal annars á því að meistaragráða Guðrúnar Jóhönnu í hestavísindum sé alls óskyld doktorsgráðu hennar í þjálfunarlífeðlisfræði íslenska hestsins. Telji stefnandi að virða beri menntun hennar til launaflokka út frá þeirri staðreynd að prófgráðurnar tvær tengist ekki og séu ekki hluti af hvorri annarri. Þá tel ji stefnandi að ekki hafi verið tekið tillit til prófgráðu Guðrúnar Jóhönnu í kennslufræðum til kennslurétti nda á meistarastigi. Þessu mótmælir stefndi. Doktorsgráða Guðrúnar Jóhönnu byggi á meistaragráðu hennar og hvort tveggja h afi verið metið til launaflokka. Með öllu sé óraunhæft á grundvelli ákvæða kjarasamnings að meta doktorspróf hennar, sem þegar hafi ve rið metið til launaflokka í gegnum stigamatskerfi, aftur á ný á grundvelli greinar 11.3.3.2 eða ákvæða stofnanasamnings á grundvelli 3. kafla eins og málatilbúnaður stefnanda virðist ganga út á. Getur slíkt að mati stefnda með engu móti samræmst nefndum ák væðum gerðardóms, kjarasamnings eða stofnanasamnings. 43 Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að túlkun stefnanda á stofnanasamningi og kjarasamningi sé röng. Mótmælir stefndi málatilbúnaði stefnanda í heild sinni. Á því er byggt að röðun Guðrúnar Jóhönnu sé í fullu samræmi við ákvæði stofnanasamnings, kjarasamning aðila og framkvæmd skólans við laun a röðun þeirra kennara við skólann sem séu prófessorar, dósent ar og lektorar. 44 Stefndi hafnar því að hægt sé að túlka menntunarákvæði kjarasamnings aðila með þeim hæ tti sem stefnandi byggi mál sitt á. Nauðsynlegt sé að líta til lagaumhverfis Hólaskóla sem háskóla svo og stöðu Guðrúnar Jóhönnu, fyrst sem lektors og svo sem dósent s við skólann. Skoða þurfi stofnanasamning aðila, kjarasamning og framkvæmd skólans við útf ærslu menntunarákvæðisins í samhengi við lagaumhverfi skólans. 45 Stefndi byggir einnig á því að horfa verði til forsögu málsins og að stofnanasamningur aðila h afi verið lagður til grundvallar launaröðun Guðrúnar Jóhönnu frá því að hún tók við starfi lektors við skólann. Farið hafi verið eftir stigamatskerfi því sem gildir um starfsheiti kennara við háskóla í samræmi við stofnanasamninginn , sbr. bókun 2 með samningnum. H afi Guðrún Jóhanna notið þess í samræmi við árangur sinn við 15 rannsóknir og kennslu, svo og launaflokkahækkanir vegna menntunar. Hvorki Guðrún Jónanna né stefnandi haf i gert athugasemdir við þá framkvæmd fyrr en nú. 46 Stefndi kveðst byggja á því að h efði stefnandi verið ósáttur við framkvæmd og túlkun Hólaskóla á stigamatskerfinu og útfærslu þess f yrir hönd félagsmanns síns þá hefði félagið átt að koma athugasemdum sínum að mun fyrr enda hefur umrætt ákvæði verið inni í stofnanasamningi aðila frá árinu 2006. S tefnandi hafi sýnt af sér verulegt tómlæti að þessu leyti sem eigi að leiða til þess að haf na beri kröfum félagsins. Þá h afi stefnandi ekki verið tilbúinn að gera nýjan stofnanasamning við Hólaskóla og ber i nú fyrir sig þennan ágreining sérstaklega. Stefnandi h afi heldur ekki komið með tillögur eða hugmyndir um með hvaða hætti nýr stofnanasamni ngur ætti að líta út án stigamatskerfis sem háskólakennarar miða við. 47 Stofnanasamning aðila og ákvæði hans verð i að túlka með hliðsjón af og taka mið af því lagaumhverfi sem háskólar starf i í. Jafnframt verð i að horfa til þess kjarasamnings sem stofnanasam ningurinn byggi á. Þá verði ekki horft fram hjá þeim ágreiningi sem stefnandi h afi átt í við samningsaðila sinn um langt árabil vegna mats á viðbótarmenntun félagsmanna sinna og túlkun og útfærslu á því mati. Fyrir ligg i niðurstaða gerðardóms frá 2015, þar sem meðal annars sé tekið á þessum atriðum, kjarasamningur, stofnanasamningur svo og dómar Félagsdóms í fjórum málum þar sem reynt h afi á túlkun og framkvæmd á menntunarákvæðum stofnanasamnings og mati á viðbótarmenntun (dóma r Félagsdóms í málum nr. 7, 8 og 9/2019 og 19/2020). Stefndi byggir á því að horfa eigi til þeirrar túlkunar á menntunarákvæðum kjarasamnings aðila sem fram kom í umræddum dómum en jafnframt þurfi að horfa til sérstöðu þessa máls sem fel is t í stigamatskerfi háskóla á Íslandi og útfærslu þess í stofnanasamningi. Sátt sú í félagsdómsmáli sem stefnandi vís i til styð ji ekki kröfur stefnanda. 48 Stefndi byggir á því að Hólaskóli starf i eftir lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla , sbr. lög nr. 63/2006 um háskóla. Skó linn n jóti samkvæmt lögum mikils sjálfstæðis en á sama tíma sé háskólum á Íslandi gert að starfa með samræmdum hætti og að samvinna sé viðhöfð meðal annars við mat á hæfi kennara við skólana. Stigamatskerfið eins og það birtist í stofnanasamningi aðila sé hluti af þeirri samvinnu og samræmi sem fylgi hinum lögbundnu starfsheitum kennara við háskóla á Íslandi. Verð i ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum eins og stefnandi virðist reyna með málatilbúnaði sínum. Stefnandi ge ti ekki miðað við annað en það um hverfi sem félagsmaður hans starf i í. Umræddur félag s maður stefnanda h afi í yfir áratug notið og farið eftir því stigamatskerfi sem háskólakennarar vinn i eftir. Hólaskóli h afi útfært menntunarákvæði kjarasamningsins í gegnum það kerfi og verð ur að mati ste fnda ekki séð að með því hafi verið hallað á félagsmann stefnanda að neinu leyti. Virðist stefnandi í raun gera kröfu um að halda þeim ávinningi sem kerfið h afi gefið félagsmanni hans og fá auk þess viðbætur við það en slíkt get i ekki samræmst tilgangi og inntaki kjarasamnings þess sem gildi eða stofnanasamningi. 16 49 Háskólanám sé þannig uppbyggt samkvæmt 6. og 7. gr. laga nr. 63/2006 um háskóla að meistarapróf byggist á bakkalárprófi og doktorspróf byggir á meistaraprófi. Bendir stefndi á að Guðrún Jóhanna sé með meistarapróf í hestavísindum og doktorspróf í þjálfunarlífeðlisfræði íslenska hestsins. Að mati stefnda sé ljóst að doktorsgráða Guðrúnar Jóhönnu sé reist á undanfarandi meistaranámi hennar enda ekki um aðra meistaragráðu að ræða. Því verð i að leggja t il grundvallar að doktorsgráðan hafi ásamt meistaragráðunni þegar verið metin til launaflokkahækkunar. Get i ekki staðist að doktorsnám Guðrúnar Jóhönnu sé óskylt meistaragráðu hennar. Einnig bygg ir stefndi á að það sé alþekkt að einstaklingar hafi námsferi l frá grunngráðu til doktorsprófs á breiðu sviði en að allt bygg i námið hvað á öðru. Síðan þegar menntun sé metin sé miðað við að framhaldsnám sé metið til hækkunar að frádreginni þeirri hækkun sem þegar h afi verið metin við grunnröðun starfs. Vísast um þe tta til dómafordæma Félagsdóms í málunum nr. 7 og 8/2019. Að mati stefnda getur efni skjals frá Sænska landbúnaðarháskólanum ekki stutt kröfur stefnanda. Ekki k omi þar fram að doktorsnámið sé alls óskylt meistaragráðunni eins og stefnandi h aldi fram. Sé þa r nefnt að doktorsnám Guðrúnar Jóhönnu grundvall i st á meistaragráðu hennar og augaleið gef i að hin æðri gráða tengist meistaragráðunni, sé á sama sviði og haf i báðar verið metnar við röðun starfs í tilviki Guðrúnar Jóhönnu. 50 Stefndi telur að þ ótt málatilbúnaður stefnanda sé um margt óljós þá samræm i st kröfur stefnanda ekki ákvæðum kjarasamnings eða stofnanasamning i . Kafli 3 í stofnanasamningi eigi aðeins við um þá starfsmenn sem ekki fall i undir stigamat. Guðrún Jóhanna f alli því ekki undir þann ka fla, enda f ari um röðun hennar eftir stigamatskerfi sem áður sé gerð grein fyrir. Grein 11.3.3.2 get i ekki leitt til annarrar eða hærri launaflokkaröðunar í tilviki Guðrúnar Jóhönnu enda h afi menntun hennar, þ. á m. doktorsgráða hennar, þegar verið metin i nn í grunnröðun samkvæmt stigamatskerfi. Far i kröfur stefnanda því þvert gegn orð um greinar 11.3.3.2. Gildandi stofnanasamningur sé þannig í fullu samræmi við menntunarákvæði gerðardóms og kjarasamningsins og eigi stoð í þeim heimildum. Telur stefndi að st efnandi sé að misskilja stigamatskerfið og hið akademíska umhverfi og leitast við að beita ákvæðum kjarasamnings þvert á og í andstöðu við það. Persónubundnu þættirnir og menntunin spegl i st í því stigamatskerfi sem við á og r áði launaflokkaröðun Guðrúnar J óhönnu. Óljóst sé hvort stefnandi byggi á því að víkja eigi stofnanasamningi til hliðar en ekki sé ágreiningur um að hann gildi um launaflokkaröðun stefnanda. 51 Stefndi byggir á því að túlkun Hólaskóla og framkvæmd við mat á menntun Guðrúnar Jóhönnu samkvæmt stigamatskerfi stofnanasamnings aðila sé í samræmi við kjarasamning, sbr. úrskurð gerðardóms frá ágúst 2015. Stefnandi h afi ekki sýnt fram á að launaflokkaröðun Guðrúnar Jóhönnu væri hærri ef um hana færi án tillits til stigamats. Útilokað sé að fallast á að leggja stigamatskerfið til grundvallar en bæta svo við hækku n vegna atriða sem þegar haf i verið metin samkvæmt því með því að líta gagnrýnislaust á menntunarákvæðin í kjarasamningi og persónubundnu þættina sem og 3. kafla stofnanasamnings. Í þessu till iti sé stefnandi ætíð að tvítelja menntun, 17 t.d. meistarapróf og óska eftir viðbót vegna doktorsgráðu sem þegar sé búið að meta. Þannig sé stefnandi í kröfum sínum að miða við rangan upphafsflokk áður en menntun og persónubundnum þáttum yrði bætt við. Get i málatilbúnaður stefnanda um öll tímabilin engan veginn staðist, hvorki ákvæði gerðardóms, kjarasamnings eða stofnanasamnings. 52 Í tilviki Guðrúnar Jóhönnu yrði henni aldrei lakar raðað í launaflokk en nú þótt ekki væri horft til stigamatskerfisins. Þannig ve rð i ekki bæði sleppt og haldið og öllum kerfum blandað saman eins og málatilbúnaður stefnanda g angi út á. Ekki get i staðist að menntun Guðrúnar Jóhönnu verði metin samkvæmt stigamatskerfi og að auki eftir 3. kafla stofnanasamnings og grein 11.3.3.2 eins og málatilbúnaður virðist ganga út á. Það sé bara til að dreifa einni doktorsgráðu sem þegar hafi verið metin. Málatilbúnaður um annað sé óraunhæfur. 53 Því er mótmælt af hálfu stefnda varðandi fyrsta tímabilið að einn launaflokk vanti vegna meistaragráðu en þa r virðist stefnandi byggja á grein 3.4 í stofnanasamningi sem ekki eigi við um Guðrúnu Jóhönnu. Jafnframt er því mótmælt að hún eigi að hækka um átta flokka vegna doktorsprófs á grun d velli þessa ákvæðis eða greinar 11.3.3.2 í gerðardómi eða kjarasamningi. Að breyttu breytanda eiga sömu mótmæli stefnda við varðandi önnur tímabil og varðandi kennsluréttindanám fyrir öll tímabilin sem málatilbúnaður lýtur að. Málatilbúnaður stefnanda felur að mati stefnda í sér tvítalningu á menntun þegar horft sé á kjara - og stofnanasamning og að upphafslaunaflokkur sé rangur að því er virðist sökum þess meðal annars að stefnandi bland i saman kerfum á óraunhæfan hátt og sem ekki f ái staðist. 54 Ítrekar stefndi að stefnandi h afi ekki sýnt fram á að Guðrún Jóhanna myndi raðast hærr a ef ekki færi um stöðu hennar eftir stigamatskerfi. Upphafslaunaflokkur með viðbótum eftir menntun eða persónubund n um þáttum myndi ekki leiða til hærri röðunar ef máta mætti annað starf sambærilegt sem ekki ætti undir stigamatskerfi. 55 Kröfum stefnanda er því með vísan til alls framangreinds mótmælt í heild sinni. Þá hafnar stefndi því að tilgreind lagarök í stefnu styðji kröfur stefnanda, en í stefnu séu þau ekki skýrð að marki eða tengsl þeirra við stefnukröfur. 56 Loks er byggt á því að ef svo ólíklega vild i til að Félagsdómur fallist á sjónarmið eða málsástæður stefnanda þá stand i ekki rök til að fallast á viðurkenningakröfu stefnanda enda fyrn i st launakröfur á fjórum árum frá gjalddaga samkvæmt lögum nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Engum tilgangi þ jón i að fallast á viðurkenningarkröfu sem í eðli sínu varð i fyrnda kröfu að hluta og standa ekki lögvarðir hagsmunir til þess. Ber i því að sýkna ef málinu verð i ekki vísað frá dómi af þessum ástæðum. 57 Til stuðnings kröfum stefnda um málskostnað vísa r hann í öllum tilvikum til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 18 Niðurstaða 58 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 59 Í máli þessu krefst stefnandi viðurkenningar á því að brotið hafi verið gegn greinum 11.3.3.1 og 11.3.3.2 í kjarasamningi aðila eins og þær voru ákveðnar í úrskurði gerðardóms 14. ágúst 2015, sbr. samkomulag aðila um breytingu á úrskurðarorði gerðardóms, og gegn sömu greinum í kjarasamningi aðila 28. febrúar 2018 og jafnframt gegn greinum 2.1 og 2.3 í stofnanasamningi milli stefnanda og Hólaskóla frá 12. júní 2006 . Í kröfugerð stefnanda er því lýst að brotin hafi átt sér stað með því að raða ekki kennara við skólann, Guðrúnu Jóhönnu Stefánsdóttur, sem er félagsmaður í stefnanda, í þar til greinda launaflokka eins og stefnandi telur að skylt hafi verið að gera samkvæmt framangreindum samningsákvæðum . Af málatilbúnaði aðila verður ráðið að ágreiningur þeirra lúti einkum að því hvernig meta beri menntun Gu ðrúnar Jóhönnu samkvæmt fyrrgreindum ákvæðum kjarasamnings aðila í ljósi stofnanasamning s stefnanda við Hólaskóla . 60 Í málinu hefur verið lagður fram kjarasamningur stefnanda og stefnda sem framlengdur var 2. apríl 2020. Í 11. kafla kjarasamningsins er fjal lað um stofnanasamninga. Í grein 11.1.1 kemur fram að stofnanasamningar séu hluti kjarasamnings og að hann sé gerður milli stofnunar og stéttarfélags um aðlögun tiltekinna þátta kjarasamningsins að þörfum stofnunar og starfsmanna, með hliðsjón af eðli starfsemi, skipulagi og/eða öðru því sem gefur stofnuninni sérstöðu. Þar segir einnig að samstarfsnefndir eða sérstakar nefndir samkvæmt 11.1.3.4 annist gerð og breytingar stofnanasamnings. Þá er þar mælt fyrir um að viðræður um stofnanasamning skuli fara fram undir friðarskyldu. 61 Í grein 11.1.3 í kjarasamningnum kemur fram að í stofnanasamningi skuli semja um grunnröðun starfa og hvaða þættir eða forsendur skuli ráða röðun þeirra. Skuli þá miða við viðvarandi og stöðugt verksvið . Einnig sé heimilt að semja um persónubundna þætti sem geri menn hæfari en ella til þess að sinna viðkomandi starfi. Nánar er fjallað um þá þætti sem hér koma til álita í grein 11.1.3.1. Þar segir meðal annars í 3. tölulið að þar undir falli þættir sem auki hæfni starfsmanns og t e kið fram að það geti tengst og þekkin 62 Fr amangreind ákvæði kjarasamningsins eiga rætur að rekja til samninga sem gerðir voru áður en vinnudeilur aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) við stefnda , er lauk með setningu fyrrgreindra laga nr. 31/2015 , hófust . Stofnanasamningur s tefnanda við Hóla skóla frá júní 2006 , sem vikið var að í málsgrein 4 í málavaxtalýsingu ber með sér að hafa verið gerður á grunni 11. kafla kjarasamnings stefnanda og stefnda frá 28. febrúar 2005. 19 63 Með úrskurðarorði gerðardóms samkvæmt lögum nr. 31/2015 var kjarasamningur a ðila framlengdur frá 1. mars 2015 til 31. ágúst 2017 með þeim breytingum sem þar var mælt fyrir um . Þar var nýjum greinum 11.3.2 og 11.3.3 bætt við 11. kafla samningsins án þess að hróflað væri við framangreindum ákvæðum kaflans . Efni greina 11.3.2 og 11.3.3 er rakið í málavaxtalýsingu. Auk þessara breytinga var grein 1.2.1 í þágildandi kjarasamningi breytt og þar tekið fram emur var grein 1.2.2 breytt á þann veg að þ - og tímabundna þætti, sbr. 64 Eins og rakið er í dómum Félagsdóms 20. nóvember 2019 í málum nr. 7 /2019 , 8 /2019 og 9/2019 var með þessum breytingum gerðardóms á kjarasamning n um sett lágmarksákvæði um það hvernig viðbótarmenntun skyldi metin til launa. Úrskurðarorðunum fylgdu forsendur en þar var meðal annars vikið að þessum breytingum. Í niðurlagi þeirrar umfjöllunar kemur fram að endurröðun í flokka eða þrep geti hugsanlega l eitt til launalækkunar hjá einhverjum sem v ar í starfi við gildistöku breytts kjarasamnings. Yrði þá að miða við að viðkomandi héldi áunnum kjörum sínum. 65 Af framangreindu verður ráðið að til þess var ætlast að stofnanasamningar yrðu endurskoðaðir í kjölfar úrskurðar gerðardóms , sbr. grein 11.3.2 eins og henni var breytt með úrskurðinum, og að starfsmönnum yrði endurraðað í launaflokka og - þrep að teknu tilliti til fyrirmæli greinar 11.3.3 í kjarasamningnum . Í þeim málum sem Félagsdómur dæmdi í 20. nóvember 2019 höfðu stofnanasamningar stefnanda við viðkomandi stofnanir verið uppfærðir í samræmi við framangreindar greinar í kjarasamningnum. Fram kom í skýrslu Runólfs Vigfússonar, lögfræðings hjá stefnanda, f yrir dómi að stofnanasamningar stéttar félagsins við einstakar stofnanir h efðu almennt verið lagaðir að greinum 11.3.2 og 11.3.3 í kjarasamningnum líkt og á við um þau mál sem að framan greinir . 66 Eins og rakið hefur verið er stofnanasamningur stefnanda við Hólaskóla frá árinu 2006 . E inhverjar breytingar munu hafa verið gerðar á honum ári síðar en ekki eftir það . Efni stofnanasamningsins hefur því ekki verið lagað að þeim breytingum sem urðu á kjarasamningnum árið 2015 og át tu að taka gildi 1. júní 2016. Það mál sem hér er til umfjöllunar er að þessu leyti ólíkt þeim félagsdómsmálum sem að framan greinir . Fram kom í skýrslum Runólfs Vigfússonar , Erlu Bjarkar Örnólfsdóttur , rektors Hólaskóla , og Bjarna Kristófers Kristjánssonar , prófessors við skólann, að viðræður hafi átt sér stað um gerð nýs stofnanasamnings frá árinu 2013 en að ekki hafi orðið framhald á þeim. Fram kom í framburði tveggja síðar nefndu v itnanna að í þeim viðræðum hafi ekki komið fram vilji til þe ss að hrófla við því stigamatskerfi akademískra starfsmanna sem gildandi stofnanasamningur mælir fyrir um. 67 Eins og áður segir felur stofnanasamningur í sér aðlögun tiltekinna þátta kjarasamnings að þörfum viðkomandi stofnunar og starfsmanna hennar, sbr. gr ein 20 11.1.1 í kjarasamningnum. Af þessu leiðir að stofnanasamningur getur almennt ekki gengið framar fyrirmælum viðkomandi kjarasam n ings ef ákvæði samninganna eru ósamrýmanleg . Í g rein um 11.3.3 .1 og 11.3.3.2 í kjarasamningi aðila eru gerðar efnislegar lágmarkskröfur til inntaks stofnanasamnings með tilliti til mats á viðbótarmenntun umfram grunnháskólamenntun og viðbótarháskóla menntun sem nýtist við rækslu starfans en ekki er gerð krafa um. Þ ótt stofnanasamningur við Hólaskóla haf i ekki verið uppfærður í ljósi fyrrgreindra breytinga á kjarasamningi aðila verður við röðun samkvæmt honum að gæta þess að kjör starfsm anna skólans verði ekki lakari en leiða má af framangreindum greinum í kjarasamningi aðila . 68 Kröfugerð stefnanda miðar vi ð að önnur röðun í launaflokka en greinir í henni á þeim tímabilum sem þar er vísað til feli í sér brot á umræddum greinum kjarasamnings ins og stofnanasamnings stefnanda við Hólaskóla. B yggir kröfugerðinn á þeirri forsendu að grunnröðun starfsins sé óumdeild allt tímabilið , þ að er launaflokkur 23 frá 1. júní 2016 til 31. desember 2017, launaflokkur 24 frá þeim tíma til júlí 2020 og launaflokkur 25 frá þeim tíma til dagsins í dag . Með kröfugerð sinni bætir stefnandi við þá röðun þeim launaflokkum sem h ann telur vanta upp á rétta röðun Guðrúnar Jóhönnu miðað við menntun hennar , sbr. greinar 11.3.3.1 og 11.3.3.2. 69 Stefndi gerir þá athugasemd við þessa aðferð stefnanda að framangreind grunnröðun , sem ligg ur kröfugerðinni til grundvallar , sé reist á stigamat i þar sem þegar hafi verið tekið tillit til menntunar og annarra persónubundinna þátta. Ofan á það vilji stefnandi bæta viðbótarlaunaflokkum samkvæmt framangreindum kjarasamningsákvæðum auk 3. kafla stofnanasamnings sem ekki eigi við . Það telur stefndi ekki vera rétt heldur hefði stefnandi þurft að miða við annan upphafslaunaflokk . 70 Í málinu hafa verið lögð fram gögn u m röðun Guðrúnar Jóhönnu í launaflokka allt frá árinu 2005 og skýringar Hólaskóla á þeim . Þar kemur fram að í júní 2005 , áður en stofnanasamningur milli stefnanda og Hólaskóla var gerður , hafi henni verið raðað í launaflokk 15. Í júlí 2006, eftir að stofnanasamningurinn hafði verið samþykktur , var henni raðað í launaflokk 16. Guðrún Jóhanna var ráðinn í starf lektors í júl í 2007 og var henni þá raðað í launaflokk 17. Í desember sama ár fékk hún afturvirka leiðréttingu á röðun sinni og var raðað í launaflokk 20 frá maí 2007. Var það í samræmi við framlögð gögn um stig a mat hennar sem þá var 460,15 , en frá 1. maí 2007 átti sá stigafjöldi að leiða til röðunar í launaflokk 20 samkvæmt grein 2.3 í stofnanasamningi. S tigamat samkvæmt þeirri grein leiddi eftir það til þess að Guðrún Jóhann hækkaði þr isvar um einn launaflokk í senn fyrst í janúar 2009 þegar stigin voru komin yfir 500 , næst í janúar 2014 , en þá voru stigin yfir 600, og loks í janúar 201 6 þegar stigin voru komin yfir 700. Bera gögn málsins með sér að hún hafi fengið kennsluréttindanám sitt metið árið 2009 til fimm stiga og doktorsritgerð sína metna árið 2015 til 30 stig a. Að öðru leyti voru henni veitt stig fyrir þátttöku í ýmsu fræðistarfi, þar á meðal fyrir birtar greinar í fræðiritum, bókarkafla í ráðstefnurit um og annað, auk þess sem hún fékk stig fyrir tilvitnanir, kennslu og stjórnun. Samkvæmt þessu leiddi stigamat til þess að hún 21 var í launaflokki 23 þegar greinar 11.3.2. og 11.3.3 í kjarasamningi aðila tóku gildi 1. júní 2016. 71 Í júní 2017 var Guðrún Jóh anna færð úr launaflokki 23 í launaflokk 25. Í gögnum helgast hún vafalaust af greinum 11.3.3.1 og 11.3.3.2 í kjarasamningi aðila er þá höfðu tekið gildi . Í janúar 2018 leiddi stigamat til þess að Guðrún u Jóh önnu var raðað í launaflokk 26 en þá voru stigin hennar komin yfir 800. Eftir að hún varð dósent sumarið 2020 var henni raðað einum launaflokk hærra eða í flokk 27 í samræmi við grein 2.1 í stofnanasamningi. Stigamat leiddi síðan til þess að henni var raðað í launaflokk 28 þar sem stigin hennar voru komin yfir 900. 72 Greinar 11. kafla kjarasamn ings aðila mæla einungis fyrir um forsendur launaflokkaröðunar samkvæmt stofnanasamningi. Grein 11.3.3.1 segir ekki til um þann upphaf s launaflokk sem viðbótarlaunaflokkar samkvæmt greininni eiga að bætast við vegna kröfu um viðbótarmenntun umfram grunnmenn tun . Eins og greinin er sett fram í kjarasamningi mælir hún því einungis fyrir um þá l á gmarkshækkun sem gera verður vegna kröfu um slíka viðbótarmenntun. Sama gildir um grein 11.3.3.2 í kjarasamning num a ð því marki sem ákvæðið fjallar um áhrif viðbótarmenn tu nar umfram kröfu við grunnröðun starfs . Mælir ákvæðið að því leyti einungis fyrir um þann lágmarksmun sem gera verður annars vegar við launa röðun starfsmann s sem hefur slíka menntun sem nýtist í starfi og hins vegar á launaröðun þess sem annað hvort hefur ekki lokið slíkri menntun eða hún nýtist ekki í starfi hafi hann þá menntun . 73 Í kjarasamningnum er ekki sagt til um hvernig útfæra eigi greinar 11.3.3.1 og 11.3.3.2 þegar stofnanasamningur mælir fyrir um að félags mönnum stefnanda skuli rað að á grundvelli stigamats þar sem litið er til menntunar og annarra persónubundinna þátta. Eins og rakið hefur verið lá slíkt stigamat til grundvallar röðun Guðrúnar Jóhönnu í launaflokk 23 í júní 2016 þegar ákvæðin tóku gildi. Þá byggðist launaþróun henna r áfram á stigamati samkvæmt óbreyttum stofnanasamningi auk þess sem hún var hækkuð um tvo launaflokka á grunni umræddra ákvæða kjarasamningsins. Eins og atvikum er háttað fær ekki staðist a ð mati dómsins að beita þeirri aðferð, sem liggur til grundvallar kröfugerð stefnanda, að bæta ofan á röðun samkvæmt stigamati þeim launaflokkum sem stefnandi telur að vanti samkvæmt kjarasamningsákvæðunum . Sú aðferð leiðir óhjákvæmilega til ofmats á áhrifum menntunar sem þegar hefur haft áhrif við launaröðu n í gegnum st igamat . Er þá meðal annars litið til þess að vinna við rannsóknir sem liggja að baki meistara - og doktorsgráðu er almennt til þess fallin að hafa áhrif á umrætt stigamat með birtingu greina í fræði - og ráðstefnuritum auk þess sem námið kemur þar með beinum hætti til mats . 74 Þá er til þess að líta að í grein 2.1 í stofnanasamning i Hólaskóla er mælt fyrir um að starfi lektors , þar sem krafist er meistaragráðu, sé grunnraðað í launaflokk 12 en störfum sem ger a einungis kröfu um grunnháskólamenntun sé raðað í launaflokk 8 . 22 Verður því að leggja til grundvallar að grunnröðun lektora samkvæmt stofnanasamni ngi fullnægi að þessu leyti áskilnaði greinar 11.3.3.1 í kjarasamningi . 75 Eins og launaröðun Guðrúnar Jóhönnu var háttað fær dómurinn því engan veginn séð að stefn di hafi brotið gegn grein 11.3.3.1 frá 1. júní 2016 fram á sumarið 2020. Tilvísun stefnanda til greinar 3.3 í stofnanasamningi Hólaskóla er í því sambandi haldlaus enda lýtur greinin að launaröðun starfsmanna skólans sem ekki falla undir stigamat. Þá er me ð öllu órökstutt hvernig röðun Guðrúnar Jóhönnu í launaflokka brjóti gegn grein 2.1 og 2.3 í stofnanasamningi Hólaskóla. Að lokum fá undirstöðuforsendur kröfugerðar stefnanda í heild um grunnröðun Guðrúnar Jóhönnu ekki staðist eins og rakið hefur verið . Ek ki liggur fyrir hver sú röðun eigi að vera miðað við réttar forsendur og er raunar erfitt að segja til um hverjar þær eru fyrr en stofnanasamningur Hólaskóla, þar sem launaþróun akademískra starfsmanna byggist í aðalatriðum á stigamatskerfi, hefur verið lagaður að kröfu m greina 11.3.3.1 og 11.3.3.2 . Ekki hefur því verið í ljós leitt að Guðrún Jóhanna eigi tilkall til meiri launa hækkunar en varð í júní 2017 á grunni þeirra samningsákvæða . Í þ essu ljósi er óhjákvæmilegt annað en að sýkna stefnda af kröfuger ð stefnanda. 76 Eftir atvikum og með hliðsjón af 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður. 77 Uppkvaðning dómsins hefur dregist. Við d ómsuppsögu var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið vegna Hólaskóla Háskólans á Hólum , er sýkn af kröfum stefnanda, Félags íslenskra náttúrufræðinga. Málskostnaður milli aðila fell ur niður.