1 Ár 2017 , föstudaginn 27. janúar , er í Félagsdómi í málinu nr. 10/2016 Alþýðusamband Íslands f.h. Flugfreyjufélags Íslands (Guðbjarni Eggertsson hrl.) gegn Wow air ehf. (Sigurður G. Guðjónsson hrl.) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 25. janúar 2017 . Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Ragnheiður Harðardóttir, Bergþóra Ingólfsdóttir og Valgeir Pálsson. Stefnandi er Alþýðusamband Íslands, Guðrúnartúni 1, Reykjavík, fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands, Hlíðarsmára 15 í Kópavogi. Stefndi er Wow air ehf., Katrínartúni 12, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi: Aðallega að launataxtar samkvæmt grunnlínu í launatö flu samkvæmt grein 4 - 1 í kjarasamningi stefnand a og stefnda , dagsettum í júní 2014 , hafi átt að hækka um 25.000 krónur á mánuði frá og með 1. maí 2015 og að byrjunarlaun hækki að auki um 3.400 krónur að frádreginni 3,4% hækkun á launataxta skv. launatöflu frá og með 1. maí 2015. Til vara að launataxtar samkvæmt grunnlín u í launatöflu samkvæmt grein 4 - 1 í kjarasamningi stefnanda og stefnda , dagsettum í jú ní 2014 , hafi átt að hækka um 25.000 krónur á mánuði frá og með 1. janúar 2016 og að byrjunarlaun hækki að auki um 3.400 krónur að f rádreginni 3,4% hækkun á launataxta skv. launatöflu frá og með 1. janúar 2016. Til þrautavara að launataxt ar samkvæmt launat öflu samkvæmt grein 4 - 1 í kjarasamningi milli stefnanda og stefnda , dagsettum í júní 2014 , hafi átt að hækka umfram 3,4% frá og með 1. maí 2015 en til vara frá og með 1. janúar 2016 að mati dómsins. Þá krefst stefnandi að hið stefnda félag verði dæmt til þess að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu . 2 Dómkröfur stefnda Stefndi krefst þess a ðallega að máli þ essu verði vísað frá Félagsdómi en til vara að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda hvort sem aðal - eða varakrafa stefnda verður tekin til greina. Með úrskurði, uppkveðnum 14. október sl. , var þrautavarakröfu stefnanda vísað frá Félagsdómi en frávísunarkröfu stefnda að öðru leyti hafnað . Málavextir Í júní 2014 gerði stefnandi, Flugfreyjufélag Íslands, kjarasamning við stefnda, Wow air ehf. Í upphafi samningsins kemur fram að hann gildi frá 1. júní 2014 til 30. september 2016. Því næst segir orðrétt í kjarasamningnum: Launabreytingar eru eftirfarandi: 3% hækkun grunnlauna 1. febrúar 2014. 3,4% hækkun grunnlauna 1. febrúar 2015. Ef almenn launaþróun á vinnumarkaði (m.v. VR) ve rður meiri en 3,4%, þá bætist sá munur við hækkun grunnlauna. Grunnlaun 2016 hækka um það sem samið verður um á almennum vinnumarkaði (m.v. VR). Kjarasamnin gnum er að öðru leyti skipt í 12 kafla. Í kafla 4 er fjallað um laun en þar segir í grein 4 - 1: Grunnlína verði miðuð við eina línu, þ.e.a.s. frá 1. starfsári til og með 21. starfsári. 2,5% verði milli þrepa í launastiga fyrstu þrjú árin, þá 3,5% og síðan sígandi um 0,1% að 19. ári en 0,2% síðustu þrjú þrepin . Grunnflokka r verði 2, þ.e.a.s.: A = grunnlína + stjórnunarálag 20% B = grunnlína Vaktaálag 33% er innifalið í grunnlaunum. Handbókarálag 3,5% leggst ofan á föst laun. Til fastra launa teljast grunnlaun, vaktaálag og handbókargjald. Með kjarasamningnum fylgir la unatafla miðu ð við 1. júní 2014. Samkvæmt henni fara laun félagsmanna stefnanda , sem starfa hjá stefnda stighækkandi á hverju ári eftir starfsaldri í samræmi við fyrrgreint ákvæði 4 - 1. Síðan e ru laun fyrir hvert ár tilgreind , fyr st undir svonefndri grunnlínu B síðan grunnlínu A, því næst að viðbættu 33% vaktaálagi og að lokum með 3,5% handbókargjaldi. Grunnlaun félagsmanna stefnanda hjá stefnda hækkuðu 1. febrúar 2014 um 3% í samræmi við framangreindan kjarasamning. Grunnlaunin hækkuðu aft ur 1. febrúar 2015 um 3,4%. Í lok 3 maí 2015 gerði VR kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem og við Félag atvinnurekenda. Þessir kjarasamningar mæltu fyrir um tilteknar launah ækkanir frá og með 1. maí 2015. Í kjölfarið leitað i stefnandi eftir því að laun ataxtar félagsmanna sinna hjá stefnda yrðu hækkaðir til samræmis við launahækkanir í kjarasamningum VR . Stefndi taldi ekki efni til launahækkunar á þeim grunni. Með bréfi stefnanda til stefnda, dagsettu 25. ágúst 2015 , var því mómælt að umræddir kjarasamningar VR gæfu ekki tilefni til viðbótarhækkunar grunnlauna frá 1. febrúar 2015. Um það var vísað til umfjöllunar á heimasíðu VR þar sem fram kæmi að lágmarkslaunataxtar hefðu hækkað um 25.000 krónur, að byrjunarlaun samkvæmt öllum lau natöxtum VR h efðu að auki hækkað um 3.400 krónur og að launaþróunartrygging ætti við um aðra en þá sem tækju laun samkvæmt launatöxtum. Með vísan til þessa fór stefnandi fram á fund með forráðamönnum stefnda í því skyni að semja um viðbótarhækkun grunnlaun a afturvirkt frá 1. febrúar 2015 og hækkun grunnlauna 2016. Einhverjir fundir munu hafa verið haldnir í tilefni af þessum ágreiningi aðila. Með bréfi stefnda 1. desember 2015 var því hafnað að líta bæri til umsaminna hækkana á grunnlaunum samkvæmt fyrrgrei hækkun samkvæmt kjarasamningi aðila. Rétt ara væri að líta til almennrar launaþróunar samkvæmt launavísitölu félagsmanna í VR, en hún væri undir framangreindu viðmiði. Af þeim sökum kæmi ekki til álita að hækka laun félagsmanna stefnanda frá 1. febrúar 2015 meira en sem næmi 3,4% . Hins vegar yrðu grunnlaun félagsmanna stefnanda hækkuð á árinu 2016 þannig að tekið yrði mið af kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins. Í bréfi stefnda til stefnanda 11. janúar 2016 voru færð n á nari rök fyrir framangreindri afstöðu stefnda til hækkana umfram 3,4% . Mál þetta var þingfest 30. maí 2016. Með úrskurði, uppkveðnum 14. október sama ár, var þrautavarakröfu stefnanda vísað frá Félagsdómi að kröfu stefnda en frávísunarkröfunni var að öðru leyti hafnað. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir stefn ukröfur sínar á því að stefndi hafi ekki hækkað launataxta samkvæmt launatöflum í kjarasamningi aðila í samræmi við umsamdar launahækkanir á gildistíma samningsins. Stefnandi bendir á að vegna aðstæðna á vinnumarkaði og yfirvofandi kjarasamningsviðræðna hj á stórum launþegahreyfingum hafi verið ákveðið að ganga til samninga með þeim fyrirvara að yrðu launahæ kkanir meiri hjá VR en samið hefði verið um mil li aðila þessa máls, ættu launahækkanir á samningstímanum að speglast inn í kjarasamning aðila. Ávallt s é vísað til hækkunar grunnlauna en í tilviki grunnlauna í kjarasamningi aðila sé átt við grunnlínu B í grein 4 - 1 og samkvæmt launatöflu í kjarasamningi aðila en ekki önnur starfskjör. Öllum hafi hafi verið kunnugt um þessa forsendu kjarasamnings aðila. 4 Stefn andi telur engan vafa leika á því að hækkun grunnlauna og almenn launaþróun á vinnumarkaði miðað við kjarasamning SA og VR, sem taki til launahækkana á samningstíma kjarasamnings málsaðila , hafi verið hærri en sú 3,4% hækkun sem laun flugliða hjá stefnda hafi hækka ð um 1. febrúar 2015. Stefnandi bendir á að tilefni þess að miðað hafi verið við 1. febrúar 2015 hafi verið að þá hafi þágildandi kjarasamningur VR og SA runnið út. Því hafi verið talið að í nýjum kjarasamningi milli þessara félaga yrðu launahækk anir miðaðar við þann tíma. Miðað hafi verið við 1. maí 2015 og taki kröfugerð stefnanda því mið af þeirri dagsetningu. Telur stefnandi nánar tiltekið að laun flugliða hjá stefnda hafi átt að hækka um 3,4% 1. febrúar, og aftur 1. maí 2015 í samræmi við aða lkröfu stefnanda. Til vara sé á því byggt að umsamin hækkun hafi átt að koma til framkvæmda í síðasta lagi 1. janúar 2016, sbr. þriðja lið í launabreytingarákvæði kjarasamnings aðila. Þá sé gengið út frá því að umrædd hækkun hafi átt að koma til framkvæmda samhliða þeirri hækkun 1. janúar 2016 sem kveðið sé á um í kjarasamningi SA og VR. Stefnandi vísar til þess að samið hafi verið á þennan hátt um launabreytingar á samningstímanum til þess að tryggja flugliðum hjá stefnda þær launahækkanir sem samið yrði um hjá VR sem viðmið á árinu 2015 og 2016 á gildistíma samningsins og tryggja þá jafn framt starfsfrið stefnda og raska ekki áætlunum og áætlanagerð félagsins með kjaradeilum. Stefnandi telur markmið la unabreytinganna um að tryggja flugliðum hjá stefnda sömu hækkun grunnlauna og hækkun á launatöxtum í kjarasamningum SA og VR fól í sér og h afi þau markmið verið skýr . Í þessu samban di áréttar stefnandi að flugliðar hjá stefnda taki grunnlaun sín samkvæmt launatöflum í kjarasamningi. Stefnandi mótmælir því að tekið sé tillit til annarra þátta við útreikning grunnlauna en launa samkvæmt launatö flu, svo sem ökutækjast yrk, dagpeninga, sölulaun o.fl., enda teljist s líkar greiðslur ekki til launa í vinnurétti og myndi t.d. ekki rétt í veikindum, stofn til orlofsgreiðslna o.s.frv. Stefnandi staðhæfir að allir lágmarkslaunataxtar í kjarasamningi VR og S amtaka atvinnulífsins hafi hækka ð um 25.000 krónur. Enn fremur hafi byrjunarlaun sa mkvæmt öllum launatöxtum VR hækkað að auki um 3.400 krónur. Þessu til stuðnings vísar stefnandi til fr amlagðra kjarasamninga VR og S amtaka atvinnulífsins frá 2014 og 2015. Enn fremur vís a r stefnandi til útprentana af heimasíðu VR og kaupg jaldskrár nr. 18 er stafi frá Samtökum atvinnulífsins . Enginn vafi leiki á því að þessar launahækkanir eigi að koma óbreyttar til framkvæmda í samningi málsaðila . Um það vísar stefnandi til þess að samið hafi verið um að launahækkanir , sem VR semdi um á tímabilinu , kæmu til með að hækka laun flugliða stefnda á samningstímanum. Stefnandi byggir á því að ekkert annað viðmið gefi launaþróun miðað við VR til kynna. Stefnandi vísar til þess að lagðar hafi verið fram launatöflur annars vegar með 3% hækkun 1. febrúar 2014 og hins vegar með 3,4% hækkun 1. febrúar 20 15. Enn fremur leggi stefnandi fram launatöflu 1. maí 2015 með útreikningi samkvæmt dómkröfum 1 og 2. 5 Auk framangreindra tilvísana , kveðst stefnandi byggja kröfur sínar á gildandi kjarasamningi aðila, sbr. kjarasamning frá júní 2014, auk kjarasamninga mil li VR og Samtaka atvinnulífsins. Þá vísar stefnandi til almennra reglna um skuldbindingargildi samninga og meginreglna vinnuréttar. Stefnandi vísar til laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, IV. kafla um Félagsdóm, þ.m.t. 44. gr. er lúti að lögs ögu dómsins. Stefnandi kveður kröfu sína um málskostnað eiga stoð í XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, aðallega 129. og 130. gr. Þá er krafa stefnanda um virðisaukaskatt á málskostnað reist á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, en stefna ndi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur. Til að tryggja skaðleysi sitt kveður stefnandi nauðsynlegt að fá skattinn dæmdan úr hendi stefnda. Málsástæður og lagarök stefn da S t efndi reisir sýknukröfu sína á því að flugfreyjur og flugþjónar , sem hjá honum starfi , hafi fengið allar umsamdar launahækkanir sem leitt hafi af almennri launaþróun á vinnumarkaði með hliðsjón af kjarasamningi VR og Félags atvinnurekenda á árunum 2015 og 2016. Um þetta vísar stefndi til þess að þróun launavísitölu VR hafi numið 1,85% á ársgrundvelli 1. febrúar 2015 , sem er undir 3,4% hækkuninni . Stefnandi geti ekki átt rétt á frekari hækkunum. Stefndi byggir á því að e kki hafi verið samið um að grunnlaun flugfreyja og flugþjóna skyldu vera í samræmi við lágmarkslaunat axta VR og taka breytingum í samræmi við sértækar breytingar á þeim töxtum. Samið hafi verið um grunnlaun A eða B sem séu hærri en lágmarkslaunataxtar VR. Flugfreyjur og flugþjónar eigi því enga kröfu um hækkun á mánaðarlaunum um 25.000 krónur og 3.400 kró nur á byrjunarlaun. Stefndi bendir á að í kjarasamningum VR og Félags atvinnurekenda hafi verið samið um svokallaða launaþróunartryggingu þeim til handa sem hefðu hærri laun en lágmarkslaun. Hafi hún verið breytileg eftir því hvenær viðkomandi hóf störf o g hver laun hans hafi verið. Hæst hafi launaþróunartryggingin verið fyrir þá sem hafi verið með 300.000 krónur eða lægri laun á mánuði. Hún hafi stiglækkað niður í 3,2% vegna mánaðar launa á bilinu 300.000 krónur til 750.000 krónur. Hinn 22. janúar 2016 haf i verið samið um það af hálfu VR við Félag atvinnurekenda að launaþróunartrygging fyrir árið 2016 félli brott en í stað hennar kæmi 6,2% almenn launahækkun frá og með 1. janúar 2016, að lágmarki 15.000 krónur á mánaðarkaup fyrir dagvinnu. Hvað sem öðru líð i, geti hin sérstaka krónutöluhækkun á lágmarkskjarataxta , sem stefnandi geri kröfu um, aldrei tekið til launa flugliða stefnda þar sem laun þeirra séu langt umfram lágmarkslaunaviðmið VR. Stefndi bendir sérstaklega á að dagvinnulaun myndi innan við helmin g af heildarlaunum þeirra, eins og nánar sé gerð grein fyrir í greinargerð stefnda. Af dómaframkvæmd megi ráða að líta verði heildstætt á laun viðkomandi þegar skorið sé úr um það , 6 hvort hann fái greidd laun umfram lágmarkslaun. Því verði að beita sömu aðf erð í þessu máli og líta heildstætt á laun flugliða. Stefndi vísar þessu til stuðnings einnig til gagna , s em gefi til kynna að tilgangur kjarasamninga VR við SA og Félag atvinnurekenda hafi verið sá, að hækka sérstaklega lægstu launin , án þess að það yrði fyrirmynd að almennum launahækkunum. Þá sýni úttekt Samtaka atvinnulífsins að nýir lágmarkskauptaxtar hafi ekki átt að hafa áhrif á laun þeirra sem hefðu hærri laun en launataxtarnir segðu til um. L aunaþróunartryggingin hafi átt að taka til þeirra launa . Félagsdómur geti ekki sniðgengið þessi markmið aðila vinnumarkaðarins með því að dæma flugliðum , sem starfa hjá stefnda , krónutölulaunahækkun sem þeir eigi ekkert tilkall til. Stefndi b endir sérstaklega á að í úttektinni sé gerð grein fyrir því að við ákvörðun lágmarkstekjutryggingar bónusa, álags - og aukagreiðslna sem falli innan 173,33 vinnustunda (171,15 hjá VR/LÍV). Stefndi telur fullsannað að flugfre yjur og flugþjónar , sem starfa hjá stefnda , njóti kjara umfram þau lágmarkslaunakjör sem kveðið sé á um í kjarasamningi VR annars vegar við Samtök atvinnulífsins og hins vegar við Félag atvinnurekenda og eigi því engar fr ekari kröfur. Því beri að sýkna stefnda. Um lagarök vísar stefndi til almennra reglna samninga - , kröfu - og vinnuréttar um að gerða samninga beri að halda og efna samkvæmt efni sínu. Stefndi kveðst byggja kröfu sína um málskostnað á 129. gr. og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 65. og 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun byggir stefn di á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Niðurstaða Eins og áður er getið var þ rautavarakröfu stefnanda vísað frá Félagsdómi með úrskurði dómsins 14. október sl. Liggur því fyrir dóminum að taka afstöðu til ágreinings aðila um aðal - og varakröfu í stefnu og á sá ágreiningur undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Í máli þessu er deilt um það hvort stefnda hafi borið að hækka laun félagsmanna stefnanda þann 1. febrúar 2015, til samræmis við þá hækkun sem varð á lágmarkstöxtum kjarasamnings VR hi nn 1. maí sama ár, að frádreginni 3,4% hækkun launa sem varð á launum félagsmanna stefnanda 1. febrúar 2015 . S tefnandi byggir kröfu sína á upphafsákvæði kjarasamningsins um launabreytingar, sérstaklega 2. m ál sl. 2. mgr. , sem er svohljóðandi unaþróun á vinnumarkaði (m.v. að tilgangur þessa ákvæðis hafi verið að tryggja flugliðum stefnda sömu laun a hækkanir og síðar 7 kynni að vera s amið um á almennum vinnu markaði en á þessum tíma voru kjarasamningar flestra stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði lausir og töluverður óróleiki á vinnumarkaði. Í framburði Sigríðar Ásu Harðardóttur, formanns stefnanda, fyrir dómi kom fram að ákvæðinu hefði verið ætlað að vera ei ns konar varnagli í samningnum til að tryggja að félagsmenn stefnanda nytu þeirra launahækkana sem mögulega yrði samið um síðar á almennum markaði. Taldi hún ákvæðið hafa verið forsendu kjarasamningsins, enda hefði hann verið gerður til þriggja ára meðan e nn var ósa mið við þorra félaga innan ASÍ. Þá bar Aldís Guðný Sigurðardóttir, sem átti sæti í samninganefnd fyrir hönd stefnanda, að ákvæðinu hefði verið ætlað að tryggja að ef samið yrði um meiri hækkun á almennum vinnumarkaði myndu félagsmenn stefnanda nj óta góðs af því og fá sambærilega hækkun. H efði verið samkomulag um að miða við kjarasamninga VR í því sambandi. Stefndi hefur mótmælt þessum skilningi og telur að flugliðar hafi þegar fengið allar umsamdar hækkanir. Aðilar hafi samið sín á milli um föst l aun flugliða, grunnlaun, sem séu hærri en lágmarkslaunataxtar VR. Flugliðar hafi þegar fengið þær prósentuhækkanir sem um var samið og frekari hækkanir kæmu aðeins til greina ef almenn launaþróun á vinnumarkaði leiddi til hærri hundraðshluta. Vísar stefndi svo til þess að kjarasamningur VR frá árinu 2015 hafi að geyma annars vegar lágmarkstaxta og hins vegar ákvæði um svokallaða launaþróunartryggingu þeim til handa sem hefðu hærri laun en lágmarkslaun. Sú trygging hafi samkvæmt þeim kjarasamningi verið hæst fyrir þá sem voru með 300.000 krónur eða minna í laun á mánuði en lækkað niður í 3,2% vegna launa á bilinu 300.000 krónur til 750.000 krónur. Verður málatilbúnaður stefnda ekki skilinn á annan veg en þann að stefndi líti svo á að við skýringu hins umþrætt a ákvæðis beri að líta svo á að þar sem launataxtar flugliða í kjarasamningi séu aðrir og hærri en lágmarkslaunataxtar VR beri að líta til launaþróunartryggingarákvæða kjarasamnings VR en ekki ákvæða um hækkun á lágmarkslaunatöxtum. Laun flugliða eru ákvö rðuð í grein 4 - 1 í kjarasamningi aðila. Samkvæmt því ráðast laun flugliða annars vegar af starfsaldri, sbr. grunnlínu B, og hins vega r af starfsaldri að viðbættu 20 % stjórnunarálagi, sbr. grunnlínu A. Miðast kröfugerð stefnanda við að þessar svokölluðu gru nnlínur A og B taki umkröfðum hækkunum . Auk greiðslu samkvæmt grunnlínu njóta flugliðar samkvæmt ák væði nu jafnan 33% vaktaálags og handbókargjalds. Mynda þessir þættir saman svokölluð föst laun. Samkvæmt launatöflu kjarasamningsins frá 1. júní 2014 námu by rjunarlaun á 1. ári 160 . 305 krónum á mánuði samkvæmt grunnlínu B en 192.366 krónum samkvæmt grunnlínu A. Laun flugliða fara svo stighækkandi miðað við starfstíma allt að tuttugu og einu ári og námu samkvæmt nefndri launa töflu þá 268.038 krónum samkvæmt grunnlínu B og 321.641 krónu samkvæmt grunnlínu A. Það er óum deilt að grunn laun samkvæmt kjarasamningi flugliða hjá stefnda hækkuðu um 3,4% 1. febrúar 2015. Þá er einnig óumdeilt að grunn laun in voru hækkuð um 6,2% eða að 8 l ágmarki um 15.000 krónur 1. janúar 2016 eða sem nemur þeirri almennu launahækkun sem varð hjá VR samkvæmt gögnum málsins. Stefndi hefur ekki sýnt fram á að þæ r hækkanir hafi reiknast á laun samkvæmt grunnlínu að viðbættu álagi og verður því ekki litið öðru vísi á en að stefndi hafi skilið kjarasamning aðila þannig að hugtakið grunnlaun í samningnum sé hið sama og grunnlína. Í ljósi þess kemur ekki að sök að orðalag greinar 4 - 1 sé ekki svo skýrt sem skyldi , enda ber launatafla kjarasamningsins með sér að laun samkvæmt grunnlínu séu í raun grunnlaun. Verður því að líta svo á að með hugtakinu grunnlaun í upphafsákvæði kjarasamningsins um launabreytingar sé átt við grunnlínur launataxta og að umkraf ðar hækkanir skuli koma á þær. Þá verður og við mat á því hvort s tefnda beri að hækka grunnlaun kjarasamningsins eins og krafist er að líta til þess að stefndi hækkaði laun flugliða þann 1. janúar 2016 í samræmi við almenna launahækkun samkvæmt kjarasamningi VR. Styður það málatilbúnað stefnanda um að stefnda beri einni g að fylgja þeirri breytingu sem varð á almennum launatöxtum VR í maí 2015, þrátt fyrir að sú hækkun hafi hvað taxtakaup varðar verið ákveðin í krónum en ekki sem hlutfallstala. S tefndi hefur byggt á því sérstaklega að þar sem heildarlaun flugliða séu í ra un mun hærri en taxtar kjarasamningsins vitni um, beri fremur að líta til ákvæð a kjarasamnings VR um launaþróunartryggingu en þeirrar launa taxtahækkun ar sem varð í febrúar 2015 og kraf a stefnanda byggir á . Laun a þróunartrygging samkvæmt kjarasamningi VR á aðeins við um aðra en þá sem taka laun samkvæmt launatöxtum . Flugliðar njóta einungis launa samkvæmt töxtum og kjarasamningur aðila gerir ekki ráð fyrir því, að samið sé um svokölluð persónubundin laun eins raunin er í kjarasamningi VR. Það að flugliðar geti eftir atvikum notið hærri launa en grunnlauna vegna aukins vinnutíma, vinnu á helgidögum, njóti þóknunar fyrir sölu varnings eða fái greiddan bílastyrk breytir engu í þessu sam bandi . Ákvæði kjarasamnings VR , sem lúta að sérstökum hæk kunum launa sem ekki byggjast á umsömdum töxtum og eru hærri en þeir launataxtar sem endranær gilda fyrir félagsmenn VR , geta því ekki komið til skoðunar í þessu sambandi. Að því virtu sem hér hefur verið rakið þykir sýnt að tilgangur launaákvæða kjarsamni ngs aðila hafi verið að tryggja að flugliðar , sem starfa hjá stefnda , myndu njóta þeirra kjara sem samið yrði um í þeim kjarasamningum sem voru í farvatninu þegar flug liðar rituðu undir kjarasamning við stefnda til þriggja ára , enda var stefnda tryggður fr iður með starfsemi sína vegna launadeilna með samningnum . Kjarasamningar ganga iðulega út frá ákveðnum forsendum, sem þrátt fyrir að þeirra sé ekki sérstaklega getið, verða að teljast hluti samningsins. Dómurinn telur sýnt af atvikum þegar samningurinn var gerður, framburði vitna og gögnum málsins að tilgangur ákvæðis kjarasamningsins um launahækkanir á samningstímanum hafi verið að tryggja að félagsmenn stefnda bæru ekki skarðan hlut frá borði með því að ganga til samninga við stefnda til langs tíma meðan flest önnur félög innan Alþýðusambands Íslands voru m eð lausa samninga. Það hafi verið forsenda þessa kjara samnings að félagsm enn stefnda nytu sambærilegra hækkana og samið yrði um við VR. Að þessu virtu verður fallist á aðal kröfu stefnanda í málinu. 9 Er þá jafnframt haft í huga að með þeirri niðurstöðu er einungis skorið úr um túlkun gildandi kjarasamnings aðila um hækkun grunnla una samkvæmt honum en á engan hátt fjallað um áhrif þeirra á laun einstakra félagsmanna stefnanda. Eftir þessari niðurstöðu verður stefnda gert að greiða stefnanda 500.000 krónur í málskostnað. D ó m s o r ð: Viðurkennt er að launataxtar samkvæmt grunnlínu í launatöflu samkvæmt grein 4 - 1 í kjarasamningi stefnanda og stef n da , dagsettum í júní 2014 , hafi átt að hækka um 25.000 krónur á mánuði frá og með 1. maí 2015 og byrjunarlaun hækki að auki um 3.400 krónur, a ð frádreginni 3,4% hækkun á launataxta samkvæmt launatöflu frá og með 1. maí 2015. Stefndi , Wow air ehf., greiði stefnanda, Alþýðusambandi Íslands vegna Flugfreyjufélagi Íslands , 500.000 krónur í m álskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Ragnheiður Harðardóttir Bergþóra Ingólfsdóttir Sératkvæði Valgeirs Pálssonar Ég er ósammála niðurstöðu meiri hluta dómenda í máli þessu. Í júní 2014 gerðu ste fnandi, Flugfreyjufélag Íslands og stefndi, Wow air ehf., með sér nýjan kjarasamning sem skyldi gilda frá 1. júní 2014 til 30. september 2016. Í upphafi samningsins eru tilgreindar þær launabreytingar sem samið var um á gildistíma samningsins. Er þar í fyrsta lagi kveðið á um 3% hækkun launa 1. febrúar 2014. Í öðru lagi 3,4% hækkun grun nlauna 1. febrúar 2015, en þó með þeim fyrirvara að sem samið verður um Ekki er um það deilt að flugliðar hjá stefnda sem kjarasamningurinn tekur til fengu 3% hækkun á laun sín 1. febrúar 2014 og 3,4% hækkun ári síðar. Ekki mun heldur vera um það deilt að 1. janúar 2016 hafi laun þeirra h ækkað um 6,2% en þó að lágmarki um 15.000 krónur á grunnlaun í samræmi við launahækkanir sem samið var um 21. janúar 2016 í kjarasamningi milli Samtaka atvinnulífsins og m.a. VR. Á hinn bóginn greinir málsaðila á um hvað felist í þeim fyrirvara að við hin skýrt nánar hvað felst í þessum fyrirvara eða hvernig beri að útfæra þá launahækkun sem af 10 honum kann að leiða. Ekki liggur heldur fyrir hvort hliðstætt ákvæði sé að finna í öðrum kjarasamningum né heldur hvernig það hafi þá verið framkvæmt. Samkvæmt málatilbúnaði og aðalkröfu stefnanda skilur hann hið umdeilda ákvæði svo að með kjarasamni ngi VR og Samtaka atvinnulífsins, sem gildir frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018, hafi allir lágmarkstaxtar sem kjarasamningurinn tekur til hækkað 1. maí 2015 um 25.000 krónur auk þess sem byrjunarlaun samkvæmt öllum launatöxtum VR hafi hækkað um 3.400 k rónur frá sama tíma og því eigi þessar hækkanir að ná til félagsmanna hans sem starfa hjá stefnda að frádreginni 3,4% hækkuninni sem þeir fengu 1. febrúar sama ár. Samkvæmt varakröfu stefnanda er skilningur hans að umræddar hækkanir hafi átt að koma til f ramkvæmda 1. janúar 2016. Stefndi hefur aftur á móti skilið hið umdeilda ákvæði svo að átt sé við hvernig laun félagsmanna VR hafi þróast, enda sé vísað í vinnumarkaðinn í heild en ekki til kjarasamninga. Launavísitala VR sé það viðmið sem gengið hafi ve rið út frá, en sú vísitala mæli breytingu á meðalmánaðarlaunum allra þeirra félagsmanna VR sem hafi mánaðarleg laun sem eru hærri en lágmarkstaxtar samkvæmt kjarasamningum VR. Þróun launavísitölu VR hafi verið 1,85% hækkun á 12 mánaða tímabili 1. febrúar 2015. Þegar litið er til orðalags hins umdeilda fyrirvara og það borið saman við ákvæði kjarasamningsins um þær launahækkanir sem skyldu koma til á árinu 2016, þ.e. að grunnlaun skyldu hækka um það sama og samið var um á almennum vinnumarkaði m.v. VR, ver ður ekki fallist á að í ákvæðinu felist að félagsmenn stefnanda í starfi hjá stefnda skyldu á árinu 2015 fá nákvæmlega sömu launahækkanir og félagsmenn VR myndu semja um á hinum almenna vinnumarkaði. Þessu getur ekki breytt þótt þeir sem stóðu að samnings gerðinni fyrir stefnanda hafi talið að í hinu umdeilda ákvæði fælist varnagli sem ætti að tryggja sömu hækkanir og síðar yrði samið um á hinum almenna markaði. Verður fyrirvarinn vart skilinn á annan veg en þann að um leið og hin umsamda 3,4% launahækkun tók gildi 1. febrúar 2015 skyldi framkvæmd athugun á því hver almenn launaþróun hafði verið á vinnumarkaði hjá félagsmönnum í VR. Ef sú athugun hefði leitt í ljós að laun viðmiðunarhópsins höfðu hækkað meira en sem nam hinni umsömdu hækkun skyldi mismunin um bætt við hækkunina. Kröfur stefnanda eru ekki byggðar á slíkri athugun. Er því ósannað að starfsmenn stefnda sem taka laun samkvæmt hinum umdeilda kjarasamningi eigi rétt til þeirra launahækkana sem stefnandi gerir kröfu um, hvort sem litið er til aða lkröfunnar eða varakröfunnar. Samkvæmt framangreindu er það atkvæði mitt að sýkna beri stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. Í ljósi vafans um það hvernig beri að skýra hið umdeilda samningsákvæði, án þess þó að öðrum aðilanum verði um það kennt fremur en hinum, og með hliðsjón af atvikum að öðru leyti tel ég rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Valgeir Pálsson