FÉLAGSDÓMUR Dómur föstudaginn 19. desember 20 2 5 . Mál nr. 5 /20 25 : Alþýðusamband Ísland f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Verkalýðsfélags Akraness ( Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins f.h. Norðuráls Grundartanga ( Ragnar Árnason lögmaður) Lykilorð Kjarasamningur. Yfirvinna. Vaktavinna. Útdráttur Ágreiningur aðila laut einkum að því hvort starfsmenn í vaktavinnu hjá Norðuráli ættu rétt á yfirvinnukaupi á tilteknum helgidögum og stórhátíðarkaupi á stórhátíðardögum á grundvelli kjarasamnings aðila. Stefndi krafðist sýknu og mótmælti kröfum stefnanda og hélt því fram að kjarasamningurinn gerði ráð fyrir sérstöku meðalvaktaálagi fyrir starfsmenn í vaktavinnu, þar sem starfsemi væri allan sólarhringinn alla daga ársins . Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að stefndi hefði fært viðhlítandi sönnur fyrir venjubundinni framkvæmd á kjarasamningi aðila, sem nái aftur til aldamóta og hefði fram til þessa ekki sætt athugasemdum af hálfu stefnanda. Þá gangi sú túlkun sem stefnd i hafi lagt til grundvallar ekki þvert á orðalag kjarasamningsins. Var stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda. Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 25. nóvember sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Lárentsínus Kristjánsson , Björn L. Bergsson , Karl Ó. Karlsson og Einar Hugi Bjarnason . Stefnandi er Alþýðusamband Íslands , fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík , vegna Verkalýðsfélags Akraness, Sunnubraut 13 á Akranesi. Stefndi er Samtök atvinnulífsins , Borgartúni 35 í Reykjavík , f.h. Norðuráls Grundartanga ehf., Grundartanga, 301 Akranesi. Dómkröfur stefnanda 2 1 Stefnandi krefst þess aðallega að viðurkennt verði að starfsmenn í vaktavinnu hjá Norðuráli Grundartanga ehf. sem heyra undir kjarasamning Verkalýðsfélags Akraness og Norðuráls Grundartanga ehf., eigi samkvæmt grein 3.06.1 rétt á að fá greitt I. með kaupi sem nemur 1,14% af grunnlaunum hvers mánaðar, fyrir hvern unninn tíma, fyrir vinnu á dögum sem taldir eru upp í grein 2.10.1 í kjarasamningnum , þ.e. öðrum helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, frídag verslunarmanna, aðfangadag jóla og gamlársdag eftir klukkan 11:30 beri þá upp á virkan dag. II. með kaupi sem nemur 1,57% af grunnlaunum hvers mánaðar, fyrir hvern unninn tíma, fyrir vinnu á stórhátíðardögum sem taldir eru upp í grein 2.10.2 í kjarasamningnum, þ.e. nýársdag, föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudag, 17. júní og jóladag auk aðfangadags jóla og gamlársdags eftir kl ukkan 12:00. 2 Stefnandi krefst þess til vara að viðurkennt verði að stefndi hafi brotið gegn grein 3.06.1 í kjarasamningi Verkalýðsfélags Akraness og Norðuráls Grundartanga ehf. með því að : I. neita að greiða starfsmönnum sem heyra undir kjarasamninginn yfirvinnu, sem nemur 1,14% af grunnlaunum hvers mánaðar, fyrir hvern unninn tíma í va ktavinnu á öðrum helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, frídag verslunarmanna, aðfangadag jóla og gamlársdag eftir klukkan 11:30 beri þá upp á virkan dag. II. greiða starfsmönnum sem heyra undir kjarasamninginn einungis mismun á stórhátíðarála gi og yfirvinnuálagi fyrir hvern unninn tíma í vaktavinnu á stórhátíðardögum, þ.e. nýársdag, föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudag, 17. júní og jóladag auk aðfangadags jóla og gamlársdags eftir kl ukkan 12:00. 3 Þá krefst s tefnandi málskostnaðar úr hend i stefnda. Dómkröfur stefnda 4 Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans. Málavextir 5 Stefndi Norðurál Grundartanga ehf. er fyrirtæki í álframleiðslu sem tók til starfa árið 1998. Fyrsti kjarasamningur stefnda og hlutaðeigandi stéttarfélaga var undirrita ðu r 10. janúar 1998. Við gerð samningsins var litið til vinnustaðasamninga sem Íslenska álf é lagið hf. og Íslenska járnblendifélagið hf., nú Elkem hf., höfðu gert, þar með talið ákvæða um vaktavinnu . 6 Nú er í gildi kjarasamningur milli aðila frá 1. janúar 2020 sem hefur verið framlengdur til 31. desember 2029 , en um er að ræða vinnustaðasamning í skilningi 4. mgr. 5. gr. 3 laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur . Hann hefur að geyma samhljóða ákvæði um yfir - og stórhátíðarvin nu, sbr. grein ar 2.10 .1 og 2.10.2 , og um álag vegna vaktavinnu , sbr. grein 3.07.1, og samningurinn frá 1998. 7 Starfsmenn í vaktavinnu hjá stefnda vinna á vöktum alla daga ársin s og geta því þurft að starfa á helgidögum þjóðkirkjunnar og á svonefndum stórhá tíðardögum. Þeir hafa ekki fengið greidda yfirvinnu vegna vinnu á þeim dögum sem taldir eru upp í grein 2.10.1 í kjarasamningnum. Þ á hafa þeir fengið greitt fyrir vinnu á stórhátíðardögum , sbr. þá daga sem taldir eru upp í grein 2.10.2 , með þeim hætti að g reiddur er mismunur á stórhátíðarálagi og yfirvinnutaxta fyrir hvern unninn tíma. 8 Yfirvinna greiðist með 1,14% af grunnlaunum hvers mánaðar, fyrir hvern unninn tíma. Yfirvinna á stórh átíðum greiðist með 1,57% af sama grunni fyrir hvern unninn tíma. 9 - 2.10.1 og 2.10.2 . Ákvæðin eru svohljóðandi: 2.10.1 Yfirvinna telst auk laugardaga, sunnudaga og annarra helgidaga þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní, frídag verslunarmanna, aðfangadag jóla og gamlársdag eftir kl. 11:30, beri þá upp á virka daga. 2.10.2 Stórhátíðarvinna telst þó vinna á nýársdag, föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudag, 17. júní og jóladag og auk þess aðfangadag jóla og gamlársdag eftir kl. 12.00. 10 Í kjarasamningum aðila hefur frá upphafi verið gerð grein fyrir svokölluðu meðalvakt a ála gi sem starfsfólk í vaktavinnu nýtur. Mælt er fyrir um álagið í grein 3.07.1 í kjarasamningi sem er svohljóðandi: Reglubundin vaktavinna greiðist með föstu álagi, sem skal vera 30% fyrir tímabilið kl. 16 24 mánudaga til föstudaga, 55% kl. 08:00 24 laugardaga og sunnudaga og 60% frá kl. 000 - 08:00 alla daga. Álagið reiknast miðað við venjulega vinnuviku sem fast hlu tfall, sem greiðist á mánaðarkaup meðan menn vinna á reglubundnum vöktum. 11 Samkvæmt gögnum málsins er meðalvaktaálag 37,62% og er það meðal annars tilgreint í framlögðum launatöflum stefnda. 12 Meðal gagna málsins er sím bréf Kristjáns Sturlusonar, þáverandi f ramkvæmdastjóra mannauðssviðs stefnda 9. ágúst 1999 til Verkalýðsfélags Akraness . Símbréfið ber með sér að sam hljóða bréf hafi verið sent aðaltrúnaðarmann i stéttarfélagsins og Raf i ðnaðarsambandi Íslands . Þar segir að fallist sé á þá kröfu stéttarfélaganna að 4 Vísað er til þess að afi fyr st komið fram í byrjun þessa árs en stefndi h a 13 Með tölvubréfi formanns stefnanda til starfsmanna Samtaka atvinnulífsins 21. janúar meðal vakt a reiknað út þar Því var lýst að álagið ætti með réttu að vera 38,48% en ekki 37,62% og þyrfti að leiðrétta það aftur í tímann. Málsástæður og lagarök stefnanda 14 Stefnandi byggir á því að kröfur hans fái stoð í kjarasamningi aðila, eins og túlka beri ákvæði hans með hliðsjón af lögum. 15 Ráða megi þá meginreglu a f 2. gr. , sbr. 8. gr. laga nr. 88/1971 um 40 stunda vinnuviku að greiða skuli yfirvinnu vegna vinnu utan dagvinnutímabils og þegar umsaminni vinnuviku sé lokið. Samkvæmt 3. gr. laganna sé heimilt að semja um vaktavinnu og taki ákvæði laganna ekki til slíks að öðru leyti en því að ekki skuli miða við fleiri en 40 stundir í dagvinnu á viku að m eðaltali. Fjallað sé um frídaga, þar með talda helgidaga þjóðkirkjunnar , í 1. mgr. 6. gr. laganna , og skuli að meginreglu veita starfsfólki launað frí á þessum dögum. Þá leiði af ákvæðunum að óheimilt sé að greiða starfsfólki dagvinnulaun vegna vinnu á þes sum dögum. 16 Aðilum vinnumarkaðarins h afi verið falið að útfæra reglur um vinnutíma, þar með talið á stórhátíðardögum, sem og lágmarkslaun og önnur kjör, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda og 7. gr. lag a nr. 80/1938 . 17 Stefnandi vís ar til ákvæða í kjarasamningi um yfirvinnu og vinnu á stórhátíðardögum til stuðnings kröfum sínum . Fram komi í grein 2.08.1 að gegni starfsmaður vinnu umfram reglulegan dagvinnu - eða vaktavinnutíma teljist það yfirvinna. Í grein um 2.10.1 og 2.10. 2 séu taldir upp þeir dagar sem telj i st vera sérstakir frídagar eða stórhátíðarda g ar. Fram komi í grein 3.06.1 að yfirvinna skuli greiðast með 1,14% af grunnlaunum hvers mánaðar, fyrir hvern unninn tíma. Yfirvinna á stórhátíðum sk u l i samkvæmt sama ákvæði greiðast með 1,57% af sama grunni fyrir hvern unninn tíma. 18 Samkvæmt grein 3.06.1 í kjarasamningnum gildi þannig sú meginregla að sé krafist vinnuframlags á dögum sem almennt séu frídagar skuli greiða fyrir það yfirvinnu með 1,14% af d agvinnulaunum fyrir hvern unninn tíma. Að sama skapi sk uli á stórhátíðardegi greiða fyrir þá yfirvinnu með 1,57% af dagvinnukaupi fyrir hvern unninn tíma. Þannig sé skýrt að starfsfólk , sem starfi í vaktavinnu , skuli fá greitt álag vegna vinnu á tilteknum frídögum og enn meira álag á stórhátíðardögum. Slíkt kaup skuli ekki sæta frádrætti enda ekki kveðið á um það í kjarasamning i . Skýra verði 5 kjarasamningsákvæðið samkvæmt orðanna hljóðan , en það sé einnig í bestu samræmi við ákvæði laga nr. 88/1971. 19 Með aða lkröfu stefnanda sé krafist viðurkenningar á annars vegar skyldu til að greiða tiltekið álag fyrir vaktavinnu á þeim dögum sem taldir séu upp í grein 2.10.1 en hins vegar lúti krafan að álagi fyrir vinnu á þeim dögum sem taldir s éu upp í grein 2.10.2. Með varakröfu sé með sambærilegum hætti krafist viðurkenningar á því að stefndi hafi brotið gegn kjarasamningnum með því að greiða ekki rétt álag á þeim dögum sem um ræðir. Innan krafnanna felist hvers kyns kröfur sem gangi skemur. Þannig gæti dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að ekki beri að fallast á aðalkröfuna en heldur ekki þá skerðingu sem stefndi framkvæmi. Málsástæður og lagarök stefnda 20 Stefndi byggir á því að hafna beri kröfum stefnanda þar sem þær eigi sér ekki stoð í kjarasamningi . Kjarasamningurinn hafi að geyma ákvæði um vaktavinnu sem endurspegli rekstur stefnda þar sem starfsemi fari fram allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Aðalkrafa stefnanda sé reist á grein 2.10.1 en ljóst sé að ákvæðið eigi ekki við um vaktavinnu heldur e inungis yfirvinnu dagvinnustarfsfólks. S amkvæmt ákvæðinu sé yfirvinna greidd á laugardögum og sunnudögum, eins og almennt gerist hjá dagvinnustarfsfólki, en s amkvæmt skýru ákvæði gr einar 3.07.1 fá i vaktavinnustarfsmenn greitt vaktaálag um helgar en ekki yf irvinnu. 21 Stefndi vísar til þess að fyrirtækið hafi frá upphafi starfseminnar greitt vaktavinnustarfsmönnum meðalvaktaálag, sem reiknað sé á grundvelli þess vaktaálags sem tilgreint sé í grein 3.07.1. Útreikningurinn sé einfaldur og byggi á vægi dag - , kvöl d - , nætur - og helgarvakta í vinnuvikunni , sbr. eftirfarandi : Vaktir Fjöldi daga Stundir Álag Dagvinnuígildi Dagvaktir 5 40 0% 40 Kvöldvaktir 5 40 30% 52 Næturvaktir 7 56 60% 89,6 Helgarvaktir 2 32 55% 49,6 Samtals: 168 231,2 22 Á grundvelli þessa útreiknings sé meðalvaktaálag 37,62% (231,2/168). Enginn ágreiningur hafi verið um meðalvaktaálag ið og hafi stefnandi frá upphafi gefið út launatöflur þar sem það hafi verið tilgreint, hvort tveggja vegna stefnda og vegna Elk em hf . 23 Ákvæði gr einar 3.07.1 í kjarasamningi sé tæmandi um álagsgreiðslur þegar unnið sé í vaktavinnu. Ákvæðið geri ráð fyrir kvöld - , nætur - og helgarálagi. Stefndi hafi frá upphafi starfseminnar greitt vaktavinnustarfsmönnum þetta álag og hafi það að sama skapi verið gert hjá Elkem hf. 6 24 Stefndi mótmælir því að kröfur stefnanda fái stuðning í ákvæðum laga nr. 88/1971 , en þau lúti ekki að álagsgreiðslu m vegna helgidaga eða að því að veita skuli launað frí þegar vinnudagar fall i á frídaga. 25 Stefndi leggur áherslu á að í vinnustaðasamningi aðila hafi verið samið um greiðslur fyrir vaktavinnu sem bygg i á áratuga langri framkvæmd í öðrum stóriðjufyrirtækjum. Stefnandi eigi einnig aðild að vinnustaðasamningi við Elkem hf. þar sem samið h afi verið um sama greiðslufyrirkomulag fyrir vaktavinnu . Þá hafi stefnandi margsinnis undanfarin ár og áratugi komið að viðræðum um útfærslur vaktakerfa þar sem tekin h afi verið afstaða til þess hvort umbun fyrir vaktir á rauðum dögum sé innifalin í vinnuskipulagi eða ekki. Það sýni að stefnandi hefur verið vel upplýstur og samþykkur því fyrirkomulag i sem hafi verið við lýði hjá fyrirtækjunum. 26 Stefnd i byggir á því að, jafnvel þótt talið verði að framkvæmd hans á greiðslum fyrir vaktir sem fall i á stórhátíðardaga eigi sér ekk i skýra stoð í kjarasamningi , þá hafi stefnandi og stefndi náð samkomulagi um þær greiðslur í viðræðum árið 1999, þar sem stefndi hafi fallist á kröfur stefnanda. Telji stefnandi þær greiðslur ekki í samræmi við kjarasamning hafi hann með tómlæti og aðgerð aleysi í aldarfjórðung samþykkt framkvæmd stefnda á kjarasamningi aðila. 27 Einnig beri v innustaðasamningur stefnda frá 1998 þess glöggt merki að aðilar hafi talið eðlilegt að semja um viðbótargreiðslur vegna vakta á rauðum dögum í 12 kl ukkustunda vaktakerfi. Í því kerfi skil i starfsmenn 36 vinnustundum áður en yfirvinna reikn i st á meðan átta kl ukkustunda vaktakerfi skil i einungis 33,6 stundum. Þar sem ekki sé um að ræða full vinnuskil í átta kl ukkustunda vaktakerfi sé litið svo á að ekki þurfi að veita uppbótarfrí eða aðra umbun vegna vakta á rauðum dögum, sbr. kjarasamning aðila frá 2020. 28 Stefndi tekur fram að varakrafa stefnanda sé efnislega eins og aðalkrafa og geti ekki staðið sjálfstætt sé aðalkröfu hafnað. Þá vir ðist stefnandi bjóða Félagsdómi upp á þann möguleika að komast að annarri niðurstöðu en gerð sé krafa um af hans hálfu , en dóminum verði ekki falið að úrskurða um túlkun kjarasamnings sem hvorugur aðili hafi gert kröfu um eða reifað. Niðurstaða 29 Mál þetta, sem lýtur að ágreiningi um skilning á kjarasamningi, heyrir undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 44. gr. laga nr. 80/1938 . 30 Deilt er um hvort stefnda beri að greiða starfsfólki sem vinnur vaktavinnu yfirvinnukaup og eftir atvikum stórhátíðarkaup fyrir hvern unninn tíma á dögum sem taldir eru upp í greinum 2.10.1 og 2.10.2 í kjarasamningi. Stefndi telur svo ekki vera og vísar til þess að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir því að starfsfólk í vaktavinnu feng i greitt sérstakt álag, sbr. grein 3.07.1, en ekki hafi verið samið um aðrar álagsgreiðslur. Frá upphafi starfsemi stefnda hafi þannig ólíkt fyrirkomulag verið við 7 lýði hvað varðar álagsgreiðslur til starfsfólks í vaktavinnu og þeirra sem sinna dagvinnu. 31 Eins og rakið hefu r verið hófst starfsemi stefnda árið 1998 og er þar unnið allan sólarhringinn alla daga ársins. F yrsti vinnustaðasamningur stefnda við stéttarfélög frá byrjun ársins tók mið af samningum sem áður höfðu verið gerðir við Íslenska álfélagið hf. og Íslenska já rnblendifélagið hf., en fyrirtækin þrjú eiga það sammerkt að þar er gert ráð fyrir viðvarandi vaktavinnu alla daga ársins , allt árið um kring . 32 Samkvæmt gögnum málsins hefur frá upphafi starfsemi stefnda verið gert ráð fyrir því að starfsfólk í vaktavinnu njóti sérstakra álagsgreiðslna, það er svokallaðs meðalvakt a álags sem greiðist á mánaðarkaup sem fast hlutfall , sbr. grein 3.07.1 í kjarasamningi sem rakin er í efnisgrein 9 að framan. . Ákvæðið hefur ekki tekið breytingum frá fyrsta vinnustaðasamningi aðila og var það samhljóða grein 3.09 í þágildandi kjarasamningi Íslenska járnblendifélagsins hf . 33 Framkvæmd stefnda hefur verið sú að starfsfólk í vaktavinnu nýtur ekki yfirvinnugreiðslna á þeim dögum sem taldir eru upp í grein 2.10.1 í kjarasamningi . Þá var framkvæmdin fram til ársins 1999 með þeim hætti að starfsfólk naut ekki frekari Eins og áður greinir bera g ögn málsins með sér að þá hafi stefndi á kveðið að fallast á kröfur stefnanda um greiðslur á þessum dögum sem nemi mismun á yfirvinnulaunum og stórhátíðarlaunum, sbr. fyrrgreint sím bréf 9. ágúst 1999, en da þótt hann teldi það ekki eiga sér beina stoð í kjarasamningi. 34 Leggja verður til grundvalla r að aðilar hafi túlkað kjarasamninginn, þar með talið samspil ákvæða um launagreiðslur, með þeim hætti að starfsfólk í dagvinnu nyti yfirvinnugreiðslna samkvæmt grein 3 .06.1 en starfsfólk í reglubundinni vaktavinnu álagsgreiðslna samkvæmt grein 3.07.1 . Hefur stefndi þannig um ár a bil hagað greiðslum til starfsmanna með þessum hætti og á þetta fyrirkomulag, sem fyrr greinir, rætur að rekja til vinnustaðasamninga annarra fyrirtækja sem stunda sambærilega starfsemi. Stefnandi hefur ekki lagt fram gögn sem ge fa til kynna að framkvæmdin hafi verið önnur en stefndi heldur fram að þessu leyti . 35 Samkvæmt framangreindu telst stefndi hafa fært viðhlítandi sönnur fyrir venjubundinni framkvæmd á kjarasamningi aðila, sem nær aftur til aldamóta og hefur fram til þessa ek ki sætt athugasemdum af hálfu stefnanda. Þá gengur sú túlkun sem stefndi hefur lagt til grundvallar ekki þvert á orðalag kjarasamningsins, sbr. til hliðsjónar dóm Félagsdóms 10. júlí 2014 í máli nr. 1/2014. Verður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda. 36 Að virtri niðurstöðu málsins verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: 8 Stefndi, Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Norðuráls Grundartanga ehf. , er sýkn af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands fyrir h önd Starfsgreinasambands Íslands vegna Verkalýðsfélags Akraness. Stefn andi greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað.