Ár 2013, fimmtudaginn 13. júní , er í Félagsdómi í málinu nr. 5/2013 Félag prófessora við ríkisháskóla gegn íslenska ríkinu kveðinn upp svofelldur ú r s k u r ð u r: Mál þetta var tekið til úrskurðar 30. apríl 2013. Málið úrskurða Arnfríður Einarsdóttir, Gylfi Knudsen og Kristjana Jónsdóttir . Stefnandi er Félag prófessora við ríkisháskóla. Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli, Reykjavík. Við fyrirtöku máls þessa 30. apríl sl. var lögð fram sátt í málinu. Lauk þar með ágreini ngi aðila um annað en málskostnað. Af hálfu stefnanda var krafist málskostnaðar en stefndi krafðist þess að málskostnaður yrði felldur niður. Með vísan til 2. mgr. 108. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, skal ákveða málskostnað með úrskurði ef sátt tekst um annað. Að framangreindu virtu og með vísan til ákvæða 1 . mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnda gert að greiða stefnanda 25 0.000 krónur í málskostnað. Uppkvaðning úrskurðarins hefur dregist vegna embættisanna dómsforseta. Ú r s k u r ð a r o r ð: Stefndi, íslenska ríkið , g reiði stefnanda, Félagi prófessora við ríkisháskóla, 25 0.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Gylfi Knudsen Kristjana Jónsdóttir