1 Ár 201 4 , miðviku daginn 30 . apríl , er í Félagsdómi í málinu nr. 12 /2013 Bandalag háskólamanna vegna Félags íslenskra hljómlistarmanna f.h. félagsmanna sinna (Brynjólfur Eyvindsson hdl.) gegn Leikfélagi Reykjavíkur ses. (Ágúst K arl Karlsson hdl.) kveðinn upp svofelldur d ó m u r : Mál þetta var tekið til dóms að lokinni aðalmeðferð hinn 3 . apríl sl. Málið dæma Sigurður G . Gíslason, Ásmundur Helgason, Ragnheiður Harðardóttir, Elín Blöndal og Valgeir Pálsson. Ste fnandi er : Bandalag háskólamanna, kt. 630387 - 2569 , Borgartúni 6, Reykjavík, vegna Félags íslenskra hljómlistamanna , kt. 530169 - 5539, Rauðagerði 27, Reykjavík, f.h. félagsmanna sinna, Stefndi er : Leikfélag Reykjavíkur, kt. 420269 - 6849, Listabraut 3, Rey kjavík. Dómkröfur stefnanda: Dómkröfur stefnanda eru þær að staðfest verði að leiðandi maður samkvæmt 2. gr. kjarasamnings, dags. 25. september 2012, milli stefnanda og stefnda teljist sá sem leiðir hóp hljómlistarmanna innan sama hljóðfæris eða sá sem er einn með sitt hljóðfæri . Stefnandi krefst þess einnig a ð stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati réttarins. Dómkröfur stefnda : Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málsk ostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. 2 Í upphafi gerði stefndi kröfu um frávísun málsins, en þeirr i kröfu var hafnað með úrskurði dómsins 5. mars 2014. Málavextir : Stefnandi er aðildarféla g að Bandalagi háskólamanna. Þann 25. september 2012 undirrituðu stefnandi og stefndi kjarasamning varðandi kaup og kjör félagsmanna stefnanda, sem ráðnir eru til starfa hjá stefnda. Í 2. gr. samningsins er fjallað um laun og er þar gerður greinarmunur á fullgildum hljóðfæraleikara Hljó ð færaleikari sem hefur stöðu . Efnislegur á greiningur málsins milli aðila er um það hverjir skuli teljast vera Mary Poppins . Fram hefur verið lagður í málinu fyrri kjarasamningur aðila frá árinu 2007 og er hann sambærileg ur samningnum frá árinu 2012. S tefndi kveður téðan samning frá árinu 2012 vera í samræmi við fyrri kjarasamninga milli aðila þessa máls og séu þeir samningar nánast að öllu leyti sambærilegir þeim kjarasamningum milli stefnanda og fjármálaráðherra vegna Þj óðleikhússins , dags . 12. janúar 2006 og 16. febrúar 2012, sem hafa verið lagðir fram . Í þeim samningum eru ekki skilgreiningar á hugtakinu Hins vegar liggur fyrir bókun vegna fyrrgreinds samnings stefnanda við fjármálaráðherra vegna Þjóðleikhússins, dags. 12. janúar 2006, þar sem segir: hljóðfæris eða sá sem er einn með sitt hljóðfæri. Hljómsveitarstjóri sem tekur þátt í tónlistarflutningi fær greitt 50% álag á það Ekkert liggur fyrir um að slík bókun hafi verið gerð milli aðila þessa máls. Ekki hefur þannig verið skilgreint í samningum aðila hverji r teljist til leiðandi manns . Stefndi kveðst frá öndverðu hafa litið svo á að leiðandi maður sé sá sem leiðir hljómsveit, þ.e. hljómsveita - eða tónlistarstjóri sýningarinnar. Sá skilningur hafi m.a. verið lagður til grundvallar í samningum við hljóðfæral eikara í sýningunni Söngvaseiður sem stefndi hafi sett upp á leikárinu 2009 - 2010, þ.e. á gildistíma eldri kjarasamnings aðila. F ramangreint fyrirkomulag hafi ekki sætt athugasemdum fyrr en nú. Stefnandi kveður t ónlist haf a verið stór an þátt í sýningunni á Mary Poppins og hafi félagsmenn Félags íslenskra hljómlistarmanna annast flutning tónlistar. Sé um að 3 ræða ellefu hljómlistarmenn og hafi verið um m jög krefjandi starf að ræða. Kveður stefnandi að tónlistin í verkinu sé skrifuð fyrir mun stærri hljómsveit og getur þess að þegar verkið hafi verið flutt á Broadway í New York fyrir nokkrum árum, þá hafi 17 hljómlistarmenn annast tónlistarflutninginn, þar af einn sem stjórnandi. Kveður stefnandi að v ið útsetningu verksins fyrir stefnda hafi íslenski útsetjarin n þurft að klippa út úr útsetningunni nokkur hljóðfæri og h afi þurft að sækja um sérstaka undanþágu frá rétthafa verksins, Disney, fyrir þessari útsetningu þar sem svo fáir hljómlistarmenn leiki á hljóðfæri. Vegna þessarar samþjöppunar hafi nokkrir hljómli starmanna nna þurft að leika á fleiri hljóðfæri en eitt á hverri sýningu . Þá hafi einn hljómlistarmaður talist stjórnandi, en hann hafi jafnframt leikið á hljómborð. Í málinu hefur verið lagt fram afrit bréfs Félags íslenskra hljómlistarmanna, dags. 27. ok tóber 1994, til Borgarleikhússins, þar sem segir að um miðjan september hafi verið skr i fað undir samning á milli félagsins og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs um þóknun til hljómlistarmanna fyrir hljóðfæraleik á leiksýningum, við æfingar og upptökur í Þjóð leikhúsi. Segir í bréfinu að samningur þessi sé leiðandi fyrir störf hljómlistarmanna í leikhúsum og eigi hljóðfæraleikarar að fá greitt samkvæmt samningi þessum sem sé lágmarkssamningur. Síðan segir í bréfinu: Reykjarvíkur [sic.] er bundið af þ essum samningi með yfirlýsingu frá Vigdísi Finnbogadóttur f.v. leikhússtjóra d.s. 5.febrúar 1973 og sendum við ykkur með bréfi Endar svo bréfið með þökkum fyr i r ágæta samvinnu undanfarin ár. Þá hefur verið lagt fr am í málinu afrit samnings sem ætla verður að sé sá sem vísað er til í téðu bréfi, en samningurinn er dagsettur 13. september 1994. Eru í ringum að hann teljist Málsástæður og lagarök stefnanda: Stefnandi kveður mál þetta eiga undir Félagsdóm með vísan til 2. tl. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/19 38. Stefnandi kveður stefnda hafa brotið gegn 2. gr. kjarasamnings aðila með því að l eiðandi hljómlistarmenn hafi ekki fengið greidd laun í samræmi við launataxta leiðandi hljómlistarmanna. Stefnandi byggir á því að um mjög krefjandi starf sé að ræða hjá þ eim hljómlistarmönnum er hafi tekið þátt í sýningu stefnda og séu þeir mun færri en verkið sé upphaflega skrifað fyrir. 4 Ástæðan fyrir því að leiðandi manni sé gert hærra undir höfði launalega sé sú að ábyrgð og vinna hans sé meiri en annarra hljómlistarman na. Hann leiði aðra hljómlistarmenn er leiki á sama hljóðfæri eða þá hann sé sá eini er leik i á þetta tiltekna hljóðfæri. V egna samþjöppunar hljómlistarmanna í sýningunni hafi nokkrir hljómlistarm enn þurft að leika á fleiri hljóðfæri en eitt á hverri sýnin gu . Þá sé um að ræða einn hljómlistarmann er teljist stjórnandi, jafnframt sem hann leiki á hljómborð. Samkvæmt þessu teljist allir ellefu hljómlistarmennirnir uppfylla skilgreininguna og teljist því leiðandi menn. Stefnandi vísar til þess að greindur kjar asamningur milli aðila sé nánast að öllu leyti efnislega og orðréttur eins og kjarasamningur milli stefnanda og fjármálaráðherra, dags. 16. febrúar 2012, um þóknun til hljómlistarmanna er annist hljóðfæraleik í Þjóðleikhúsinu. Samningur stefnanda við fjárm álaráðherra eigi sér langa sögu fyrri samninga þeirra á milli. Hafi skilningur aðila á því hvað teljist leiðandi maður ávallt farið saman. Við gerð kjarasamnings, sem undirritaður var milli sömu aðila þann 12. janúar 2006, hafi þannig verið gerð sérstök bókun til skýringar og áréttingar á því hvað teldist leiðandi maður og hljóðaði bókunin þannig: Leiðandi maður telst sá sem leiðir hóp hljómlistarmanna innan sama hljóðfæris eða sá sem er einn með sitt hljóðfæri. Laun félagsmanna stefnanda, sem unnið ha fi hjá Þjóðleikhúsinu við hljóðfæraleik og sem falli undir þessa skilgreiningu, hafi ávallt verið greidd samkvæmt launataxta leiðandi manns. Stefnandi telur að skilgreining á hugtakinu leiðandi maður liggi því fyrir og hafi gert til áratuga. Til stuðn ings kröfum sínum kveðst stefnandi vísa til meginreglna vinnuréttarins, til gildandi kjarasamnings svo og til laga nr. 80/1938 með síðari breytingum. Mál ástæður og lagarök stefnda: Stefndi kveðst bygg ja á þeirri meginreglu að óljós ákvæði kjarasamnin ga beri að túlka þrengjandi. Þá kveður stefndi að líta verði til þeirrar venju sem skapast h afi við túlkun hins umdeilda ákvæðis í áralangri framkvæmd, þ.e. að til leiðandi manns teljist eingöngu hljómsveitar - eða tónlistastjóri viðkomandi sýningar. Byggir stefndi ennfremur á því að framangreind túlkun hafi verið þekkt við gerð núgildandi kjarasamnings og hafi ekki sætt athugasemdum af hálfu stefnanda, hvorki við samningsgerðina né fyrr á tímum, jafnvel þótt stefnanda hafi verið slíkt í lófa lagið. Í þessu sambandi bendir stefndi einnig á að stefnandi verð i að bera sönnunarbyrðina fyrir því að þeir ráðningarsamningar sem gerðir haf i verið á grundvelli kjarasamninga aðila séu í andstöðu við ákvæði þeirra, sbr. m.a. 7. gr. laga nr. 80/1938. 5 Vísa r stefndi til þ ess að þegar núgildandi kjarasamningur hafi verið undirritaður hafði stefnandi gert sérstaka bókun við kjarasamning milli hans og fjármálaráðherra, svo sem áður er nefnt, þar sem sérstaka útskýringu á hinu umdeilda ákvæði sé að finna. Stefndi byggir á því að það hafi staðið stefnanda nær að hafa frumkvæði að sambærilegri bókun eða skýringu við kjarasamning aðila þessa máls og að stefnandi verði að bera hallan af því að slíkt hafi ekki verið gert. Stefndi mótmælir jafnframt umfjöllun í stefnu á þá leið að s kilgreining á hinu umdeilda hugtaki, í samræmi við dómkröfur stefnanda, liggi fyrir og hafi gert til áratuga. Í fyrsta lagi b en dir stefndi á að samkomulag stefnanda við fjármálaráðherra, þar sem hina umdeildu skilgreiningu sé að finna, verð i ekki lagt til grundvallar í öðrum ágreiningsmálum en þeirra í millum. Í öðru lagi sæti það furðu að gerð hafi verið sérstök bókun við kjarasamning stefnanda og fjármálaráðherra til skýringar á orðalagi sem stefnandi byggi á að legið hafi fyrir í áratugi. Hafi svo verið hefði umrædd bókun verið með öllu óþörf. Þá sé í þriðja lagi byggt á því að jafnvel þó lagt verði til grundvallar að stefnandi hafi lagt þann skilning í hið umdeilda ákvæði sem fram k omi í dómkröfum hans, verði að líta til þess tómlætis sem stefnandi h afi sýnt af sér við framkvæmd og túlkun ákvæðisins í núgildandi og áðurgildandi kjarasamningum aðila málsins. Stefndi byggir á því að ákvæði gildandi kjarasamnings verði ekki breytt nema með uppsögn samningsins eða með breytingu á viðeigandi ákvæði og ben dir á að það ákvæði kjarasamnings aðila sem deilt sé um h afi verið endurnýjað án breytinga eða nokkurra athugasemda af hálfu stefnanda málsins. Jafnframt mótmælir stefndi allri umfjöllun í stefnu um hlutverk og ábyrgð leiðandi manns og bendir á að þó hljóðfæra leikurum hafi verið fækkað við endurútsetningu á tónlist í sýningunni Mary Poppins í uppfærslu stefnda, eigi það ekki að hafa áhrif á niðurstöðu þessa máls. Stefndi byggir ennfremur á því að það verði að líta til þess hvaða forsendur hafi verið rétt að le ggja til grundvallar við gerð kjarasamnings aðila árið 2012 og að forsaga málsins gefi stefnda fullt tilefni til að ætla sér þær réttmætu forsendur að þeir kauptaxtar sem um hafi verið samið væru miðaðir við fyrirliggjandi skilning stefnda, sem hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hafi. T il stuðnings kröfum sínum vísa r stefndi til meginreglna vinnuréttar og samningaréttar, kjarasamninga aðila og til laga nr. 80/1938 með síðari breytingum auk laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála eftir því sem við eigi . Málskostnaðarkr öfu sína styð ur stefndi við lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála en um kröfu til virðisaukaskatts á málflutningsþóknun styðst stefndi við lög nr. 50/1988. 6 Forsendur og niðurstaða: Mál þetta á undir Félagsdóm skv. 2. tl. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur , en ekki liggur fyrir að stefndi hafi samþykkt að lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 taki til starfsmanna stefnda, sbr. 2. gr. síðarnefndu laganna . V ið úrlausn þessa máls er að mati dómsi ns óhjákvæmilegt að líta til bréfs stefnanda til stefnda, dags . 27. október 1994, sem lagt hefur verið fram í málinu og að ofan er lýst. Stefndi hefur ekki mótmælt því að bréf þetta hafi verið sent til stefnda á þeim tíma sem það ber m eð sér. Verður að leg gja til grundvallar að skilningur aðila hafi á þeim tíma verið sá að vegna yfirlýsingar fyrrverandi leikhússtjóra stefnda, frú Vigdísar Finnbogadóttur, hafi stefndi verið við það bundinn að greiða félagsmönnum stefnanda laun í samræmi við samning stefnanda við fjármálaráðherra sem fylgdi með bréfinu. Í samningnum, sem fylgir bréfinu samkvæmt bréfinu sjálfu, kemur berlega verði viðurkenndur í máli þessu. Ekki hefur komið fram að bréfinu eða innihaldi þess hafi verið mótmælt af hálfu stefnda á sínum tíma, eða síðar . Að fram angreindu virtu ber að hafna málsástæðum stefnda um að sú venja hafi j ómsveitar - eða tónl istarstjóra sýningar og að sú túlkun hafi verið þekkt og óumdeild milli aðila um langa hríð. Þá þykir framangreint bréf einnig leiða til þess að ástæðulaust hafi verið fyrir stefnanda að gera sérstaka bókun við gerð kjarasamnings um skilning sinn á framang reindu ákvæði. Þvert á móti þykir sýnt að túlkun sú sem stefnandi krefst að verði viðurkennd eigi sér langa sögu milli aðila . Framangreint afrit bréfs stefnanda til stefnda og kjarasamningur frá árinu 1994 gefa til kynna að stefndi hafi lagt kjarasamning s tefnanda og fjármálaráðherra til grundvallar launagreiðslum til félagsmanna stefnanda um langt árabil eða allt þar til stefnandi og stefndi gerðu sérstakan kjarasamning sín á milli. Verður að ætla að a.m.k. á gildistíma kjarasamningsins sem gerður var árið 1994 hafi stefnandi og stefndi lagt sama skilning í hið umdeilda orðalag og fram kemur í samningnum og stefnandi krefst nú viðurkenningar á . Þykir þessi forsaga milli aðila styðja þá skýringu sem stefnandi krefst viðurkenningar á. Stefndi hefur borið f yrir sig ætlað tómlæti af hálfu stefnanda. Á þetta verður ekki fallist að framansögðu virtu, enda liggur ekkert fyrir um það að stefnanda hafi verið kunnugt um skilning stefnda á orðalaginu fyrr en um haustið 2012 vegna sýningar á Mary Poppins. Stefndi he fur borið fyrir sig að ákvæði kjarasamnings verði ekki breytt nema með uppsögn samnings og að túlka beri kjarasamninga þröngt. Ekki verður á það fallist að þessar málsástæður geti leitt til þess að stefndi verði sýknaður af kröfum stefnanda. 7 Kemur þar til hvort tveggja, að ekki verður samkvæmt framansögðu talið að um sé að ræða neina breytingu á kjarasamningi aðila, heldur aðeins ágreining um túlkun hans, og svo hitt að sú túlkun, sem stefnandi heldur fram, á sér forsögu milli aðila. Í kjarasamningi aðila segir í grein 2.1.2 að krefjist verk þess að starfandi sé konsertmeistari við sýningar og/eða æfingar greiðist 10% álag á laun leiðandi manns í hverjum flokki. Þykir þetta ekki samrýmast vel þeirri skýringu sem stefndi teflir - eða tónlistarstjóra. Önnur umfjöllun í greinargerð stefnda þykir ekki geta leitt til þess að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda. Þykir því bera að fallast á viðurkenningarkröfu stefnanda í málinu. Að fenginni þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda til greiðslu málskostnaðar, skv. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 og þykir hann hæfilegur kr. 400 .000 . D ó m s o r ð: Viðurkennt er að mnings, dags. 25. Stefndi, Leikfélag Reykjavíkur , greiði stefnanda, Bandalag i háskólamanna vegna Félags ísl enskra hljómlistamanna , kr. 400.000 í málskostnað. Sigurður G . Gíslason Ásmundur Helgason Ragnheiður Harðardóttir Elín Blöndal Valgeir Pálsson