1 Ár 2013, þriðju daginn 21. maí , er í Félagsdómi í málinu nr. 2/2013 Læknafélag Íslands gegn íslenska ríkinu vegna Landspítala kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 2. apríl 2013. Málið dæma Arnfríður Einarsdót tir , Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Inga Björg Hjaltadóttir og Ástráður Haraldsson. Stefnandi er Læknafélag Íslands, Hlíðasmára 8, Kópavogi. Stefndi er í slenska ríkið, Arnarhvoli, Reykjavík, vegna Landspítala, Eiríksgötu 5, Reykjavík. Dómk röfur stefnanda Dómkröfur stefnanda eru þær a ð viðurkennt verði með dómi að stefndi hafi brotið gegn grein 9.8.1 í kjarasamningi milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og St. Franciskuspítala annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar með því að hafn a að greiða Ólöfu Birnu Margrétardóttur lækni, kt. 310580 - 3339, vaktaálag, 31.297 krónur , vegna vaktar frá kl. 16:00 til 23:00 hinn 29. mars 2012. Að viðurkennt verði að stefnda sé skylt að greiða félagsmönnum Læknafélags Íslands, sem starfa við Landspíta lann, vaktaálag vegna bundinna vakta, sem þeir forfallast frá vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið og fari slíkar fjarvistir ekki umfram 96 vinnuskyldustundir miðað við fullt starf á hverju almanaksári. Að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að viðbættum virðisaukaskatti, en stefnandi áskilur sér rétt til að leggja fram málskostnaðarreikning við aðalmeðferð málsins, ef til hennar kemur. 2 Dóm kröfur stefnda Stefndi gerir þá kröfu að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati réttarins. Málavextir Í stefnu er því lýst að Ólöf Birna Margrétardóttir, félagsmaður í Læk nafélagi Íslands, hafi verið starfandi læknir á Landspítala hinn 29. mars 2012. Samkvæmt ráðningarsamningi, dags. 20. janúar 2012, hafi Ólöf Birna verið ráðin í 50% starfshlu t fall til dagvinnu. Líkt og aðrir læknar á deildinni hafi hún einnig gengið vaktir í samræmi við starfshlutfall sitt en þó lítillega umfram það þar sem hún hafi verið beðin um að vinna þriðju hverja helgi líkt og læknir í fullu starfi, en ekki sjöttu hverja. Vaktavinna Ólafar Birnu hafi verið í samræmi við kjarasamningsbundna skyldu hen sé á um í gr. 4.1.3 í áðurnefndum kjarasamningi. Samkvæmt launaseðli Ólafar Birnu fyrir mars 2012 hafi um það bil helmingur launagreiðslna hennar fyrstu þrjá mánuði í starfi verið tilkominn veg na bundinna vakta utan dagvinnu. Hinn 29. mars 2012 hafi Ólöf Birna átt að vera við vinnu frá kl. 8:00 23:00, en orðið að tilkynna for föll vegna veikinda barns síns sem þá var á fyrsta aldursári. Um næstu mánaðamót hafi Landspítali aðeins greitt henni át ta tíma dagvinnukaup fyrir þen nan dag en neitað, þrátt fyrir umkvartanir , að greiða henni laun fyrir bundna vakt sem hún át ti að sinna frá kl. 16:00 - 23:00 en vaktin h e fði verið fyrir fram ákveðin með a.m.k. mánaðarfyrirvara og birt í vaktaskrá. Þar sem s tefndi hafi hvorki fallist á kröfu stefnanda um greiðslu vaktaálags til Ólafar Birnu vegna áðurnefndrar vaktar, né heldur viljað fallast á að honum b æ ri skylda samkvæmt gr. 9.8.1 í kjarasamningi aðila til að greiða vaktaálag fyrir bundnar vaktir þegar fore ldri forfallast frá vinnu vegna veikinda ungs barns síns, sé stefnanda nauðugur sá kostur að höfða þetta mál. Stefnandi tekur fram að m eð bréfi, dags. 10. október 2012, hafi Landspítalinn endanlega hafnað málaleitunum stefn anda. Málsástæður stefnanda o g lagarök Stefnandi vísar til þess að í kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og St. Franciskusspítala annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar sé svohljóðandi ákvæði í gr. 9.8.1, eins og henni hafi verið breytt með samkomulagi aðila 1. októ ber 2008, 7. gr.: vinnuskyldustundir miðað við fullt starf) á hverju almanaksári vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið. Í 3 þessum fjarvi stum skal greiða starfsmanni dagvinnulaun og vaktaálag skv. reglubundinni varðskrá/vaktskrá. Réttur þessi hefur ekki áhrif á rétt samkvæmt reglubundinni dinna vakta samkvæmt grein 4.5.1 í kjarasamningi aðila. Þar komi fram sú útskýring að á bundnum vöktum dveljist læknar á þeirri stofnun þar sem vaktin sé staðin. Slíkar vaktir séu settar á vaktskrá , sem sé reglubundið birt starfsmönnum með a.m.k. mánaðarfy rirvara, en svo sem áður sagði sé samkvæmt gr. 4.1.3. Stefnandi telur að hvort tveggja bendi til þess að bundnar vaktir eigi a ð falla undir ákvæði gr. 9.8.1. Væri áskilnaður ákvæ ðisi ns um greiðslur fyrir vaktaálag þýðingarlaus fyrir sjúkrahú slækna ef hann næði ekki til bundinna vakta. Stefnandi kveður að t axti Ólafar Birnu fyrir bundnar vaktir hafi verið 4.471 kr óna á klukkustund samkvæmt launaseðli fyrir mars 2012. Taki kröfuger ðin mið af því: 7 x 4.471 = 31.297 kr. Stefnandi byggir kröfur sínar fyrst og fremst á kjarasamningi aðila frá 5. mars 2006, sem framlengdur hafi verið þrisvar sinnum, þ.e. 1. október 2008, 7. júlí 2009 og 13. september 2011. U m lögsögu Félagsdóms í máli þessu vísar stefnandi til 2. tölul. 44. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Kröfu um málskostnað styður stefnandi við 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938. Stefnandi kveðst ekki reka virðisaukask attskylda starfsemi, sbr. lög nr. 50/1988, og sé þess því óskað að tillit verði tekið til þess við ákvörðun málskostnaðar. Málsástæður stefnda og lagarök Stefndi mótmælir túlkun stefnanda á ákvæði gr. 9.8.1 í kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissj óðs og St. Franciskusspítala annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar . Með vaktaálagi samkvæmt reglubundinni varðskrá/vaktskrá í kjarasamningi aðila sé eingöngu átt við vaktir samkvæmt gr. 4.6.2 en ákvæðið nái ekki yfir gæsluvaktir og bundnar vaktir sem komi til vegna vinnutilhögunar lækna með lækningaleyfi utan dagvinnu á sjúkrahúsum, sbr. kafla 4.5 í kjarasamning num. Ákvæði gr. 9.8.1 sé samhljóða ákvæði gr. 12.8.1 í meginþorra kjarasamninga stéttarfélaga opinberra starfsmanna við ríkið. Hafi orðalag ákvæðisins upphaflega komið inn í kjarasamninga ríkisins við stéttarfélög opinberra starfsmanna úr reglugerð nr. 411/1989, um veikindaforföll starfsmanna ríkisins. Reglugerðin hafi verið felld brott með reglugerð nr. 122/2002. Í 8. gr. reglugerðarinnar sé fjallað um veikindi barna yngri en 13 ára og sé ákvæði greinarinnar tekið orðrétt upp í kjarasamninga stéttarfélaga opinberra starfsmanna við ríkið, þ. á m. í umræddan kjarasamning . 4 Ákvæði gr. 12.8.1 hafi í þessum kjarasamningum alltaf verið túlkað svo af aðilum að það eigi eingöngu við þá starfsmenn sem ráðnir séu til vaktavinnu, þ.e.a.s. ráðnir til þess að vinna á reglubundnum vöktum . M eð reglubundnum vöktum sé átt við vaktir sem skipulagðar eru alla daga ársins að meðtöldum sérstökum frídögum og stórhát íðardögum . En með vaktavinnu sé átt við vinnu sem skipt sé niður í mis munandi vinnutímabil/vaktir samkvæmt ákveðnu k erfi, þar sem starfsmaður vinni á mismunandi vöktum á tilteknu tímabili sem mælt sé í dögum eða vikum, sbr. skilgreiningu á vaktavinnu í gr. 2.5 í samningi aðila vinnumarkaðarins um ákveðna þætti er varð i skipulag vinnutíma frá 23. janúar 1997. Þeir sem vinni á reglubundnum vöktum fá i síðan álag fyrir u nnin störf á þeim tíma sem falli utan venjulegs dagvinnutíma. Þar sem unnið sé á reglubundnu m vöktum , skuli vaktskrá, sem sýni væntanlegan vinnutíma hvers starfsmanns, lögð fram mánuði áður e n fyrsta vakt samkvæmt skránni hefjist . Stefndi bendir á að o gr. 12.8.1 í meginþorra kjarasamnin ga ríkisins við viðsemjendur sína og í gr. 9.8.1 umrædds kjarasamnings vísi til ofangreindra vaktavinnustarfsmanna sem vinni á reglubundnum vöktum. Í kjarasamningi aðila gildi gr. 4.6.2 um slíkar reglubundnar vinnuvökur hjá læknum utan dagvinnu á stofnunum öðrum en sjúkrahúsum og heilsugæslu. Greiðsla fyrir þessar vaktir fari eftir gr. 3.6.3 og sé greitt ákveðið hlutfall af dagvinnutímakaupi viðkomandi læknis. Á sjúkrahúsum og heilsugæ s lu sé hins vegar samkvæmt kjar a samning num ekki gert ráð fyrir því að læk nar vinni á reglubundnum vinnuvökum alla daga ársins og geti ahúsum og heilsugæslu sem vinni vaktir samkvæmt kafla 4.4 og 4.5 í kjarasamning num . Við sk ýringu ákvæðisin s verði því að horfa til forsögu kjarasamningsgerðar við lækna og það sérstaka fyrirkomulag á vinnutilhögun þeirra á sjúkrahúsum og heilsugæslu utan dagvinnu . M eð 6. gr. laga nr. 150/1996 hafi lögum nr. 120/1992, um kjaradóm og kjaranefnd, verið breytt á þann hátt að kjaranefnd hafi verið falið að ákvarða laun og starfskjör heil s ugæslulækna. Með úrskurði 3. mars 1998 hafi kjaranefnd í fyrsta sinn tekið til ákvörðunar laun og launakjör heilsug æslulækna. Í desember 1997 hafi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hins vegar gert kjarasamning við stefnanda vegna lækna sem unnu á sjúkrahúsum og á öðrum stofnunum en sjúkrahúsum. Með samkom ulagi, dags. 24. október 2000, hafi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs ásamt fleirum gert samkomulag við BHM, BSRB og KÍ um tiltekin atriði er varði réttindi starfsmanna, m.a. um rétt starfsmanns vegna veikinda og slysa. Samkomulag þetta hafi síðan orðið að 12. kafla í meginþorra kjarasamninga stéttarfélag a opinberra starfsmanna við ríkið. Samhljóða breyting hafi verið gerð á 9. kafla í umræddum 5 kjarasamningi með samkomulagi um breytingu á kjarasamning num hinn 2. júlí 2001. Um rétt til að vera frá vinnu vegna veikind a barna yngri en 13 ára hafi verið fjallað í gr. 9.8.1, sbr. 5. gr. samkomulagsins. Með lögum nr. 71/2003, um breytingu á lögum um Kjar adóm og kjaranefnd nr. 120/1992 með síðari breytingum, hafi verið ákveðið að færa ákvörðun um laun og launakjör heilsugæslulækna undan ákvörðunarvaldi kjaranefndar og að um samningsrétt þeirra færi eftir lögum nr. 94/1986 , um kjarasamninga op inberra starfsmanna. Hafi verið gert ráð fyrir því að samningsréttur vegna heilsugæslulækna yrði á hendi stefnanda og skyldi úrskurður kjaranefndar gilda þar til þágildandi kjarasamningur félli úr gildi, sbr. ákvæði til bráðabirgða. Með samkomulagi fjármál aráðherra f.h. ríkissjóðs og stefnanda vegna heilsugæslulækna, dags. 17. desember 2003, hafi, á grundvelli 2. mgr. bráðabirgðaákvæðis , verið gert samkomulag um afkastahvetjandi launakerfi fyrir heilsugæslulækna. Kjarasamningur Læknafélags Íslands sem undir ritaður hafi verið 5. mars 2006 sé fyrsti kjarasamningur inn sem gerður hafi verið eftir að ákvörðun um laun og starfskjör heilsugæslulækna var tekin undan ákvörðunarvaldi kjaranefndar. Í ljósi forsögu kjarasamningsgerðar við stefnanda hefði því þurft að ta ka það hefði verið túlkað í reglugerð nr. 411/1989 og hafi verið túlkað í meginþorra kjarasamninga stéttarfélaga opinberra starfsmanna við ríkið, ætti orðalagið einnig að taka til vakta lækna skv. vinnutilhögun í köflum 4.4 og 4.5 í kjarasamningi Læknafélags Íslands. Stefndi kveður að í köflum 4.4 og 4.5 í kjarasamningi LÍ sé fjallað um vinnutilhögun lækna utan dagvinnu á sjú krahúsum og heilsugæslu. Fari greiðslur fyrir þessa vinnutilhögun eftir gr. 3.6.1 og gr. 3.6.2. Greidd sé ákveðin krónutala fyrir hverja klukkustund fyrir staðarvakt, gæsluvakt 1, gæsluvakt 2 (staðarvakt) hjá læknum með sérfræðileyfi, sbr. gr. 3.6.1.2 til 3.6.1.4. Fyrir lækni með lækningaleyfi sé ákveðin krónutala greidd á klukkustund fyrir bundna vakt sem skiptist í þrjá flokka, A þungar vaktir, B milliþungar vaktir og C léttar vaktir, sbr. gr. 3.6.2.1. Hins vegar sé álag fyrir gæsluvakt ákveðið hlutfall a f dagvinnulaunum viðkomandi læknis, sbr. gr. 3.6.2.2. Í kafla 4.4 sé gert ráð fyrir því að læknar með sérfræðileyfi taki upp fast vaktafyrirkomulag þar sem gert sé ráð fyrir því að vaktafyrirkomulagið miðist við vinnuálag á hverri deild og skuli það endur skoðað árlega með tilliti til vinnuálags. V aktabyrði l æknis með sérfræðileyfi skuli vera í samræmi við starfshlutfall nema um annað sé samið. Vaktir lækna með sérfræðileyfi skiptist í staðarvakt, gæsluvakt 1 og gæsluvakt 2 (ferilvakt). Stefndi kveður að í kafla 4.5 sé gert ráð fyrir þeirri vinnutilhögun utan dagvinnu að læknar með lækningaleyfi vinni á bundinni vakt eða gæsluvakt, sbr. gr. 4.5.1 og 6 4.5.2. Samkvæmt gr. 4.5.1.4 sé gert ráð fyrir því að bundin vakt skv. gr. 4.5.1 sé skv. og skuli greitt aukalega ef henni er breytt innan tiltekins frest. V innuti lhögun skv. köflum 4.4 og 4.5 í k jarasamning num falli því ekki undir þá skilgreiningu á vaktavinnu sem fram komi í gr. 2.5, í samningi aðila vinnumarka ðarins um ákv eðna þætti er varði skipulag vinnutíma frá 23. janúar 1997, þar sem með vaktavinnu sé átt við vinnu , sem skipt sé niður í mismunandi vinnutímabil/vaktir skv. ákveðnu k erfi, þar sem starfsmaður vinni á mismunandi vöktum á tilteknu tímabili sem mælt sé í dög um eða vikum. Ólöf Birna Margrétardóttir hafi verið ráðin í 50% starfshlutfall til dagvinnu . Vinnutilhögun hennar utan dagvinnu hjá Landspítala hafi verið eftir kafla 4.5. Líkt og aðrir læknar hafi Ólöf Birna einnig gengið bundna vakt utan dagvinnu í samræ mi við starfshlutfall sitt. Hafi þessi vinnutilhögun verið í samræmi við kafl a 4.5 og gr. 4.1.3 þar sem segi : aka vaktir þar sem þess er þörf . Samkvæmt launaseðli hafi Ólöf Birna fengið á þessu tímabili greitt fyr ir bundna vakt í flokki A, sbr. gr. 4.5.1.1 . Með vísan til framanritaðs telji stefndi að þar sem talað sé um vaktaálag skv. reglubundinni varðskrá/vakt skrá í gr. 9.8.1 í kjarasamningnum sé eingöngu átt við vaktir skv. gr. 4.6.2 og taki ákvæðið því ekki til bundinna vakta Ólafar Birnu sem komi til viðbótar dagvinnuskyldu hennar skv. ráðningarsamningi. Stefndi mótmælir og þ ví sem fram komi í stefnu á bls. 2 að bundnar vaktir séu sé að ekki sé rétt að tala um að bundnar vaktir séu settar á vaktskrá skv. umræddum kjarasamningi . Það sé meginregla þegar um sé að ræða vaktavinnu að þ ar sem ekki sé hægt að koma við föstu vaktakerfi hjá vaktavinnustarfsmönnum sé skylt að l eggja fram vak tskrá með a.m.k. eins mánaðar fyrirvara. Samkvæmt gr. 4.6.2.2 skuli va ktskrá hjá þeim læknum sem vinni lögð fram mánuði áður e n fyrsta vakt skv. skránni hef st. Af gr. 4.5.1.4 megi hins vegar ráða að um bundna va Ekki sé þar talað um vaktskrá. Þar sem ekki sé minnst á orðið vaktskrá í gr. 4.5.1 en hins vegar í gr. 4.6.2.2 verði og á þann hátt að það eigi skv. ákvæðum greinarinnar einungis við um lækna sem vinni utan sj úkrahúsa og heilsugæslu og vinni vaktir skv. gr. 4.6.2. Af orðalagi kjarasamningsins verði ekki dregin sú rúma ályktun að um sé að ræða þegar v innutilhögun vegna bundinna vakta lækna skv. kafla 4.5.1 sé fyrir fram skipulögð. Til að svo mætti vera hefði þurft að taka það sérstaklega fram í gr. 9.8.1 að ákvæðið ætti ein nig að taka til vakta lækna samkvæmt vinnutilhögun í köflum 4.4 og 4.5. 7 Með vís an til framanritaðs sé á því byggt af hálfu stefnda að áskilnaður ákvæðisins um greiðslur fyrir vaktaálag eigi ekki við um bundnar vaktir lækna á sjúkrahúsum eins og stefnandi heldur fram. Hvorki séu skilyrði til að taka viðurkenningarkröfur hans né aðrar kröfur til greina. Stef ndi vísar til IV. kafla laga nr. 80/1938 um Félagsdóm og til þeirra ákvæða og samninga sem vísað er til í greinargerð stefnda. Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefndi til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Niðurstaða Mál þetta lýtur að ágreiningi aðila um túlkun á kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og St. Francisku s spítala annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar. Málið á því undir Félagsdóm samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opin berra starfsmanna, sbr. ákvæði 3. og 4. gr. laganna. Við munnlegan málflutning leiðrétti lögmaður stefnanda þá lýsingu í stefnu að Ólöf Birna Margrétardóttir læknir hefði átt að vinna frá kl. 8:00 til 23:00 hinn 29. mars 2012. Rétt sé að hún hefði átt a ð vera í vinnu frá kl. 15:00 til 23:00 þann dag, svo sem hún hefði lýst í skýrslu sinni við aðalmeðferð málsins. Hins vegar væri kröfugerð stefnanda óbreytt og miðaði við greiðslu vegna vaktar Ólafar Birnu frá kl. 16:00 til 23:00 umræddan dag. Ágreiningu r málsaðila lýtur að því hvernig túlka beri ákvæði gr. 9.8.1 í kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og St. Francisku s spítala annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar. Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því að stefndi hafi brotið gegn ákvæði nu með því að hafna því að greiða Ólöfu Birnu Margrétardóttur lækni vaktaálag að fjárhæð 31.297 krónur vegna vaktar frá kl. 16:00 til 23:00 hinn 29. mars 2012 þegar Ólöf Birna var frá vinnu vegna veikinda barns síns. Stefndi mótmælir þessari túlkun stefn an da og byggir sýknukröfu sína á því að ákvæði gr. 9.8.1 eigi aðeins við um þá sem vinna vaktir samkvæmt gr. 4.6.2, þ.e. sem vinna á reglubundnum vinnuvökum eða vinna hluta af vikulegri vinnuskyldu sinni utan dagvinnutímabils. Hins vegar eigi ákvæðið ekki vi ð um gæsluvaktir og svonefndar bundnar vaktir, sbr. kafla 4.5 í umræddum kjarasamningi. Vísar stefndi til uppruna ákvæðisins í gr. 9.8.1 og jafnframt til orðalags gr. 12.8.1 í flestum öðrum kjarasamningum ríkisins við viðsemjendur sína, sem sé samhljóða gr . 9.8.1. Hafi ákvæðið ávallt verið skýrt þannig að það ætti eingöngu við um þá starfsmenn, sem ráðnir væru til vaktavinnu, þ.e. vinnu á reglubundnum vöktum. Ólöf Birna hafi ekki verið ráðin til vaktavinnu, heldur í dagvinnu þótt henni hafi jafnframt verið sky lt að vinna yfirvinnu og taka vaktir þar sem þess hafi ve rið þörf, sbr. ákvæði gr. 4.1.3 í kjarasamningnum. Eigi framangreint ákvæði gr. 9.8.1 því ekki við í tilviki hennar. 8 Óumdeilt er að Ólöf Birna var almennur læknir í 50% starfi á bráðasviði Lands pítala frá 1. febrúar 2012 til 1. september sama ár, svo sem hún lýsti í skýrslu sinni hér fyrir dóminum. Þá virðist óumdeilt að hún var ráðin til dagvinnu en t ók svokallaðar bundnar vaktir samkvæmt kafla 4.5 í umræddum kjarasamningi. Kom fram í skýrslu Ól afar Birnu hér fyrir dóminum að gefin hefðu verið út vaktaskem u og hefðu þau átt að liggja fyrir með mánaðarfyrirvara. Hinn 29. mars 2012 var hún skráð í vinnu frá kl. 15:00 til 23.00 en daginn áður hafði hún tilkynnt að hún kæmist ekki til vinnu umæddan d ag vegna veiks barns. Í kafla 9.1 í umræddum kjarasamningi eru ákvæði um réttindi starfsmanna vegna veikinda og slysa. Mælt er fyrir um réttindi starfsmanna vegna veikinda barna yngri en 13 ára í gr. 9.8.1 en ákvæðið er svohljóðandi, svo sem því var breyt t með 7. gr. samkomulags aðila frá 1. október 2008: vinnuskyldustundir miðað við fullt starf) á hverju almanaksári vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri, enda verði annarri umön nun ekki við komið. Í þessum fjarvistum skal greiða starfsmanni dagvinnulaun og vaktaálag skv. reglubundinni varðskrá/vaktskrá. Réttur þessi hefur ekki áhrif á rétt starfsmann skv. öðrum Eins og áður er rakið vísar stefndi til þess, með skírskot un til sambærilegs ákvæðis í gr. 12.8.1 í meginþorra annarra kjarasamninga ríkisins við viðsemjendur sína, að ákvæðið hefði ávallt verið skilið svo að það tæki eingöngu til þeirra starfsmanna, sem ráðnir væru til vaktavinnu, þ.e. vinnu á reglubundnum vöktu m en ekki til þeirra, sem tækju gæsluvaktir eða svokallaðar bundnar vaktir. Enga tilgreiningu er hins vegar að finna í ákvæði gr. 9.8.1 um að það taki ekki til gæsluvakta eða svokallaðra bundinna vakta. Er enda engin önnur ákvæði að finna í kjarasamningnum um réttindi starfsmanna vegna veikinda barna þeirra. Stefndi ber sönnunarbyrðina fyrir því að sjónarmið um hefð eða venju leiði til þess að umrætt ákvæði verði skilið með þeim hætti sem hann byggir á en ekki verða með beinum hætti leidd af orðalagi ákvæði sins. Er það mat dómsins að sú sönnun hafi ekki tekist. Samkvæmt grein 4.1.3 í kjarasamningi aðila er læknum skylt að taka vaktir þar sem þess er þörf. Í kafla 4.5 í kjarasamningnum er fjallað um vinnutilhögun kandidata/lækna með lækningaleyfi utan dagvin nu á sjúkrahúsum og er í grein 4.5.3 í þeim kafla fjallað um að um geti verið að ræða fyrirfram skipulagða vinnutilhögun, eins og í tilviki Ólafar Birnu. Að þessu gættu og með vísan til alls framangreinds verður e kki fallist á það með stefnda að sú staðrey nd að ekki er minnst á vaktskrá í ákvæði gr. 4.5.1, sem á við um vaktir Ólafar Birnu, leiði til þess að ákvæði gr. 9.8.1 geti ekki átt við í þessu tilviki. Í ljósi alls framangreinds og orðalag s ákvæðisins er 9 það mat dómsins að sérstaklega hefði þurft að t aka það fram ef það hefði ekki átt að taka til tiltekinna starfsmanna. Að öllu framangreindu virtu er það því niðurstaða dómsins að taka beri fyrri kröfulið stefnanda til greina um að viðurkennt verði að stefndi hafi brotið gegn grein 9.8.1 í umræddum kjarasamningi með því að hafna að greiða Ólöfu Birnu Margrétardóttur lækni vaktaálag, 31.297 krónur , vegna vaktar frá kl. 16:00 til 23:00 hinn 29. mars 2012. Í síðari lið dómkrafna sinna krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að stefnda sé skylt að gre iða félagsmönnum Læknafélags Íslands, sem starfa við Landspítalann, vaktaálag vegna bundinna vakta, sem þeir forfallast frá vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið og fari slíkar fjarvistir ekki umfram 96 vi nnuskyldustundir miðað við fullt starf á hverju almanaksári. Efni þessa liðar dómkröfu stefnanda er það sama og í fyrri kröfulið. Þá er það mat dómsins að orðalag þessa kröfuliðar þar sem vísað er til félagsmanna Læknafélags Íslan ds án nánari afmörkunar sé of ví ðtækt. Verður því af sjálfsdáðum að vísa frá kröfu stefnanda samkvæmt síðari lið kröfugerðar hans. Samkvæmt úrslitum málsins ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda 300.000 krónur í málskostnað. D ó m s o r ð: Viðurkennt er að stefndi , íslens ka ríkið, hafi brotið gegn grein 9.8.1 í kjarasamningi milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og St. Francisku s spítala annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar með því að hafna því að greiða Ólöfu Birnu Margrétardóttur lækni, kt. 310580 - 3339, vaktaál ag, 31.297 krónur , vegna vaktar frá kl. 16:00 til 23:00 hinn 29. mars 2012. Vísað er frá kröfu stefnanda, Læknafélags Íslands, um að viðurkennt verði að stefnda sé skylt að greiða félagsmönnum Læknafélags Íslands, sem starfa við Landspítalann, vaktaálag v egna bundinna vakta, sem þeir forfallast frá vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið og fari slíkar fjarvistir ekki umfram 96 vinnuskyldustundir miðað við fullt starf á hverju almanaksári. Stefndi greiði s tefnanda 300.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Gylfi Knudsen Kristjana Jónsdóttir Ástráður Haraldsson Inga Björg Hjaltadóttir