FÉLAGSDÓMUR Dómur föstudaginn 15 . desember 20 2 3 Mál nr. 11 /20 23 : Samtök atvinnulífsins ( Ragnar Árnason lögmaður ) gegn BSRB f .h. Félags íslenskra flugumferðarstjóra ( Gísli G. Hall lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 14. desember sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson , Sonja H. Berndsen og Ólafur Eiríksson . Stefnandi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík . Stefndi er BSRB fyrir hönd Félags íslenskra flugumferðarstjóra, bæði skráð að G rettisgötu 89 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að verkfall sem Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað og koma á til framkvæmda 18. desember 2023 , kl ukkan 4:00, sé ólögmætt. 2 Þá krefst stefnandi málskostnað ar úr hendi stefnda . Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir 4 Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia ohf. og BSRB fyrir hönd Félags íslenskra flugumferðarstjóra féll úr gildi 1. október 2023. Aðilar hafa átt í viðræðum um gerð nýs kjarasamnings , en þær hafa ekki borið árangur . 5 Atkvæðagreiðslu félagsmanna stefnd a um vinnustöðvun, sem meðal annars skyldi koma til f ramkvæmdar mánudaginn 18. desember klukkan 4:00, lauk föstudaginn 8. sama mánaðar klukkan 23:59. 6 Sunnudaginn 10. desember 2023, klukkan 14 : 36 , sendi formaður s tefnda eftirfarandi smáskilaboð í farsíma Álfheiðar M. Sívertsen, lögmanns hjá stefnanda , sem leitt hefur kjaraviðræður aðila af hálfu stefnanda : Sæl Álfheiður 2 Varðandi verkfallsboðanir, þá get ég hvergi fundið neinar upplýsingar í lögum um form verkfallsboðana eða hvernig þeim er komið áleiðis. Eftir samtal við s áttasemjara skilst mér að tö lvupóstur sé almennt notaður við boðun vinnustöðvana, með ósk um staðfestingu á móttöku, þá með eðlilegum fyrirvara. Nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa mögulega að boða næstu vinnustöðvun 7 Sama dag , kluk k an 16:36, sendi ritari s tefnda tölvupóst til forstjóra Isavia ohf., ríkissáttasemjara, starfsmann s embæ tt is ríkissáttasemjara og fyrrgreinds starfsmanns og var svohljóðandi: Góðan dag. Kosningar um vinnustöðvanir félagsmanns FÍF sem starfa í BIKF TWR kláruðust á miðnætti föstudags 8. desember. Um tvær sjálfstæðar vinnustöðvanir er að ræða: 18. desember 2023 frá 04:00 til 10:00 20. desember 2023 frá 04:00 til 10:00 Báðar vinnustöðvanir voru samþykktar. Meðfylgjandi er formleg tilkynning auk gagna úr kosningakerfinu. Sökum þess að kosningum lauk um helgi var ekki unnt að senda boðun með ábyrgðarpósti. Bætt verður úr því ef þörf verður á frekari vinnustöðvu num í framtíðinni. Vinsamlegast staðfestið móttöku. 8 Formaður st efnda og fyrrgreindur starfsmaður stefnanda áttu í samskiptum vegna umræddrar boðunar á samningafundi mánudaginn 11. desember 2023. Þar mun starfsmaður stefnanda hafa bent á að boðun vinnustö ðvunarinnar 18. desember 2023 kynni að vera ólögmæt með vísan til dómaframkvæmdar Félagsdóms. Að morgni 12. desember 2023 óskaði formaður stefnda eftir nánari upplýsingum um dómafordæmi . Starfsmaður stefnda svaraði því samdægurs með þeim hætti að meginreglan væri sú að tilkynning um verkfall væri birt á starfstöð vinnuveitanda á eðlilegum starfstíma og væri komin í hendur þeirra sem hún beinist að sjö sólarhringum áður en ætlunin væri að vinnustöðvun hefjist. Vísað var til dóma Félagsdóms þessu til stuðnings og tekið fram að stéttarfélagið þyrfti að sýna fram á að fyrirvarinn hefði verið virtur. 9 Með tölvubréfi formanns stefnanda síðar sama dag var tekið fram að boðunin yrði ekki afturkölluð. Málsástæður og lagarök stefnanda 10 Stefnandi byggir á því að boðuð vinnustöðvun, sem koma eigi til framkvæmda 18. desember 2023 , sé ólögmæt þar sem ekki hafi verið gætt að lögmæltum fyrirvara boðunar . Samkvæmt 16. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur skuli 3 ákvörðun um vinnustöðvun tilk ynnt sáttasemjara og þeim sem hún aðallega beinist gegn sjö sólarhringum áður en hún eigi að hefjast. Ákvæðið sé óundanþægt , en rík áhersla sé lögð á form og efni tilkynninga um vinnustöðvanir í ljósi þeirra miklu áhrifa sem þæ r geti haft á samfélagið. Sé ekki gæ tt að formskilyrðum teljist vinnustöðvun vera ólögmæt . 11 Stefnandi byggir á því að s tefndi ber i sönnunarbyrði fyrir því að verkfall hafi verið boðað í samræmi við fyrrgreint lagaákvæði og innan þess frests sem þar sé áskilinn. Frestinum sé meðal anna rs ætlað að gefa gagnaðila svigrúm til að bregðast við, koma í veg fyrir tjón og eftir atvikum leita eftir afstöðu Félag s dóms til lögmæti s boðunar vinnustöðvunar . Annar aðili vinnudeilu geti því ekki búið svo um hnútana við boðun vinnustöðvunar að gagnaðil i hafi skemmri frest til að bregðast við en áskilinn sé í lögum nr. 80/1938 . 12 Vísað er til þess að stefndi hafi ákveðið að atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun lyki kl ukkan 23:59 föstudag inn 8. desember 2023 . Stefnda hafi mátt vera ljóst að ekki væri með góðu m óti unnt að koma verkfallsboðun til stefnanda fyrr en á næsta almenna vinnudegi , það er mánudaginn 11. desember. Þrátt fyrir það hafi stefndi lagt fyrir félagsmenn sína tillögu um að verkfall skyldi hefjast kl ukkan 4:00 að morgni mánudagsins 18. desember . 13 Stefnandi telur það ekki geta talist vera fullnægjandi boðun samkvæmt 16. gr. laga nr. 80/1938 að koma tilkynningu þannig fyrir að gagnaðili gæti hugsanlega kynnt sér efni hennar innan þess tíma sem áskil inn sé. Verkfallsboðun sem lögð sé í póstkassa eða pósthólf eða auglýst á samfélagsmiðlum á frídegi starfsfólks geti ekki talist fullnægja kröfum laganna. V erkfallsboðun beinist ekki að þeim einstaklingi sem fái tölvupóst þar sem tilkynn t sé um verkfall heldur eigi boðun að beinast að stef nanda sem viðsemjanda stefnda , enda sé það einungis á valdi þess sem fari með samningsumboð við gerð kjarasamnings við stefnda að bregðast við og draga úr tjóni með gerð kjarasamnings við stéttarfélagið . Málsástæður og lagarök stefnda 14 Stefndi byggir á því að tilkynnt hafi verið um fyrirhugaða vinnustöðvun með þeim fyrirvara sem greinir í 16. gr. laga nr. 80/1938. Það hafi verið gert með tölvupósti sunnudaginn 10. desember 2023, klukkan 16 : 36 , sem hafi meðal annars borist fyrrgreindum lögmanni sem hafi leit t samningaviðræðu r við stefnda fyrir hönd stefnanda . 15 Stefndi tekur fram að í 16. gr. laganna sé ekki mælt fyrir um form tilkynning ar um ákvörðun um vinnustöðvun. Um sé að ræða ákvöð, það er löggerning sem sé ætlað að binda móttakanda hans. Meginregl u um hvernig send a beri ákvaðir sé að finna í 39. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga . Þ ar komi fram að hafi maður afhent tilkynningu til flutnings með síma, pósti eða öðru því flutningstæki sem gilt þykir að nota komi það eigi honu m að sök þótt þeirri 4 tilkynningu seinki eða hún komist eigi til skila. Mat á því hvaða flutningstæki þyki gilt að nota fari eftir þjóðfélagsgerð og tækni á hverjum tíma. Í nútíma þjóðfélagi sé tölvupóstur almennt viðurkenndur sendingar máti , enda sé hann re kjanlegur . Þá liggi fyrir að umræddur tölvupóstur barst á netfang fyrrgreinds starfsmanns stefn an da með tilskildum fyrirvara og var henni þá aðgengilegur. 16 Stefndi tekur fram að á heimasíðu s tefnand a séu gefin upp netföng starfsmanna, þar með talið umrædds starfsmanns , og þannig lýst yfir að tilkynningar sem sendar séu á netföng starfsmanna verði teknar gildar. Til frekari stuðnings því að stefnandi viðurkenni tölvupóst sem sendingarhátt eða flutningstæki er vísað til þess að á heimasíðu samtakanna sé vinnu veitendum ráðlagt að senda starfsmönnum tölvupóst til sönnunar um uppsögn , náist ekki í starfsmann. 17 Stefndi leggur áherslu á að stefndi hafi einnig sen t smáskilaboð í farsíma umrædd s starfsmann s stefnanda . Með athöfnum stefnda hafi verið leitast við að tryggja vitneskju starfsmannsins um tilkynninguna, enda þótt ekki sé áskilið að tilkynning sé komin til vitundar viðtakanda . 18 Stefndi vísar jafnframt til þess að sá starfsmaður stefnanda sem um ræðir sé lögmað ur og hafi um árabil verið aðalfulltrúi stefnanda í kjarasamningsviðræðum við stefnda . Stöðu sinnar vegna hafi starfsmaðurinn haft umboð til að taka við tilkynningunni og hafi hún margsinnis áður tekið við sambærilegum tilkynningum frá stefnda fyrir hönd s tefnanda, án þess að gerðar hafi verið athugasemdir við það. Niðurstaða 19 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1. tölulið 44. gr. laga nr. 80/1938 . 20 Svo sem rakið hefur verið lýtur ágreiningur aðila að því hvort stefndi hafi tilkynnt um vinnustöðvun, sem á að hefjast mánudaginn 18. desember 2023, klukkan 4:00, með þeim fyrirvara sem greinir í 16. gr. laga nr. 80/1938. S amkvæmt ákvæðinu ber að tilkynna sáttasemjara og þeim, sem hún beinist aðall e ga gegn, um vinnustöðvun sjö sólarhringum áður en ætlunin er að hún hefjist. 21 Stefndi byggir á því að tilkynnt hafi verið um fyrirhugaða vinnustöðvun með tölvupósti ritara stéttarfélagsins sunnudaginn 10. desember 2023, klukkan 16:36, og að tilkynningin h afi borist með áskildum fyrirvara. Gerð hefur verið grein fyrir efni tölvupóstsins og var hann meðal annars sendur Álfheiði M. Sívertsen lögmanni hjá stefnanda , ríkis sáttasemjara og forstjóra Isav i a ohf. 22 Fyrir liggur að umræddur starfsmaður stefnanda hefur le itt kjara viðræður við stefnda fyrir hönd stefnanda og setið samningafundi með fulltrú um stéttarfélagsins. Þá er ágreiningslaust að hún er bær til að taka við tilkynningu um vinnustöðvun fyrir hönd stefnanda sem viðsemjanda stefnda við gerð kjarasamnings. L iggur einnig fyrir að starfsmaðurinn hefur áður verið fulltrúi stefnanda í kjaraviðræðum við stefnda og kom 5 fram í vitnaskýrslu hennar fyrir dómi að hún hefði í tímans rás móttekið ýmsar boðanir um vinnustöðvanir frá stefnda. 23 Það er ágreining s l aust að fyrrgreindur tölvupóstur , sem var sendur á netfang starfsmannsins, barst í innhólf hennar sunnudaginn 10. desember 2023. Í vitnaskýrslu starfsmannsins fyrir Félags dómi kom fram að hún hefði fyrst séð tölvupóstinn þegar hún kom til vinnu mánudaginn 11. desember 2023 , enda verið í helgar fríi þegar hann barst . 24 Samkvæmt 16. gr. laga nr. 80/1938 er áskilið að tilkynnt skuli um vinnustöðvun með tilteknum fyrirvara. Um er að ræða ákvöð sem ætlað er að binda viðtakanda tilkynningarinnar og samkvæmt orðalagi ákvæðisins eru réttaráhrif hennar ekki bundin við að viðtakandinn hafi kynnt sér efni hennar . Ekki er mælt nánar fyrir um form slíkrar tilkynningar eða með hvaða hætti hún skuli berast viðtakendum í greininni. Er ákvæðið að þessu leyti frábrugðið 16. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna þar sem tekið er fram í 2. mgr. að verkfallsboðun skuli vera skrifleg og kynnt viðtakanda á sannanlegan hátt. 25 Eins og atvikum er háttað liggur fyrir að tölvupóstur , þar sem gerð var grein fyrir fyri rhugaðri vinnustöðvun , var sendur stefn an da og öðrum sem vinnustöðvunin beinist að með þeim fyrirvara sem greinir í 16. gr. laga nr. 80/1938. Að framan hefur verið rakið að formaður stefnda sendi smáskilaboð í farsíma starfsmanns ins um tveimur klukkustundum áður en tölvupósturinn var sendur. Þar var farið fram á að starfsmaðurinn upplýsti hvernig hún óskaði eftir að fá upplýsingar um verkfallsboðun Fram kom í v itna skýrslu starfsmannsins að skilaboðin hefðu borist í síma hennar og hún fengið tilkynning u þar sem fram kom frá hverjum þau væru. Hún hefði aftur á móti verið upptekin og ekki opnað skilaboðin. 26 Að framangreindu virtu verður lagt til grundvallar að stefn di hafi sent stefnanda tilkynningu um fyrirhugaða vinnustöðvun og hafi tilkynningin borist í innhólf tölvupósts starfsmannsins hjá stefnanda með þeim fyrirvara sem áskilinn er í 16. gr. laga nr. 80/1938. Til þess er að líta að tilkynning in var send þeim st arfsmanni sem leiddi kjaraviðræður við stefnda og var kunnugt um að vinnustöðvanir stæðu fyrir dyrum . Þá var tekið fram í fyrrgreindum smáskilaboðum formanns stefnd a að tilkynning um vinnustöðvun kynni að berast þennan dag , sem og að sátta semjari hefði tjáð honum að tölvupóstur væri almennt notaður við boðun vinnustöðvana. Leitaðist stefndi þannig við að tryggja að stefnandi væri upplýstur um fyrirhugaða vinnustöðvun með þeim fyrirvara sem mælt er fyrir um í lagaákvæðinu. Þá var tölvupósturinn aðgengileg ur st efnanda og verður að leggja til grundvallar að hann hafi notið þess ráðrúms sem lög gera ráð fyrir að samningsaðili njóti svo honum sé tækt að bregðast við verkfallsboðu n , sbr. til hliðsjónar dóm Félagsdóms frá 10. maí 2015 í máli nr. 17/2015 . 6 27 Við þes sar aðstæður og að virtu orðalagi 16. gr. laga nr. 80/1938 verður lagt til grundvallar að stefndi hafi tilkynnt um fyrirhugaða vinnustöðvun með viðhlítandi hætti og með þeim fyrirvara sem áskili nn er. 28 Verður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda . Rétt þykir að málskostnaður milli aðila falli niður. Dómsorð: Stefndi, BSRB fyrir hönd Félags íslenskra flugumferðarstjóra, er sýkn af kröfum stefnanda, Samtaka atvinnulífsins. Málskostnaður fellur niður. Sératkvæði Ólafs Eiríkssonar 1 Í 16. gr . laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur kemur fram að ákvörðun um vinnustöðvun, sem hefja eigi í þeim tilgangi að knýja fram breytingu eða ákvörðun um kaup og kjör, beri að tilkynna sáttasemjara og þeim, sem hún beinist aðallega gegn, sjö sólarhrin gum áður en tilætlunin er að hún hefjist. 2 Samkvæmt orðalagi sínu kveður lagagreinin á um hvaða ákvörðun skuli tilkynna, fyrir hverjum skuli birta hana og hver sé boðunarfrestur. Lagagreinin kveður aftur á móti ekki berum orðum á um form slíkra tilkynninga og hvenær hún telst vera komin til aðila. 3 Við mat á því hvaða kröfur gera verður til birtingar í slíkum tilvikum verður því að taka mið af atvikum hverju sinni og markmiði slíkrar tilkynningar sem er að tryggja að sáttasemjari og þeir sem vinnustöðvun bei nist að fái upplýsingar um ákvörðunina með sjö sólarhringa fyrirvara. Þau grundvallarrök sem búa að baki slíkri birtingarreglu miða að því að aðilar fái í reynd vitneskju um slíka ákvörðun í ljósi þeirra hagsmuna sem eru undir og eigi möguleika á að gera v iðeigandi ráðstafanir. Því þarf að meta í hverju og einu tilviki hvaða birtingarform er best til þess fallið að tryggja framangreint markmið. 4 Ég tel að í orðalagi 16. gr. laga nr. 80/1938 felist að ekki sé nægilegt að tilkynning um vinnustöðvun hafi verið send heldur sé einnig nauðsynlegt að tilkynningin sé komin til viðtakanda. Telst tilkynning ekki komin til viðtakanda nema hann hafi átt þess kost að kynna sér efni hennar. Það er sá aðili sem tilkynninguna sendir sem ber sönnunarbyrði fyrir því að tilkyn ning hafi verið send , sem og að móttakandi hennar hafi átt þess kost að kynna sér efni hennar. 7 5 Líkt og fram kemur í atkvæði meirihluta Félagsdóms var tilkynning um vinnustöðvun send með tölvupósti til þess starfsmanns stefnanda sem leitt hefur kjaraviðræðu r við stefnda fyrir hönd stefnanda. Tilkynningin var send síðdegis á sunnudegi á frídegi starfsmannsins. Í skýrslutöku yfir fyrrgreindum starfsmanni stefnanda kom fram að hún hefði ekki séð tölvupóstinn fyrr en mánudaginn 11. desember 2023 en óumdeilt er a ð þá var styttra en sjö sólarhringar þar til vinnustöðvun átti að hefjast. 6 Að þessum atvikum virtum þarf að ákvarða hvort það að tölvupóstur sé sendur starfsmanni á vinnunetfang á sunnudegi, degi sem starfsmaðurinn upplýsti í vitnaskýrslu að hún hefði veri ð í fríi frá vinnu, uppfylli skilyrði 16. gr. laga nr. 80/1938 um tilkynningu vinnustöðvunar sjö sólarhringum áður en tilætlunin er að hún hefjist. 7 Ein forsenda þess að unnt sé að leggja tiltekinn birtingarhátt til grundvallar er að aðila málsins megi vera það ljóst fyrir fram að ákvörðun verði birt með slíkum hætti. Slíkt hefur aukna þýðingu þegar stuðst er við birtingarhátt sem ekki hefur unnið sér fastan sess í samskiptum aðila eða hann megi eiga von á að tilkynning verði birt með slíkum hætti. 8 Ég tel að ekki sé hægt að líta svo á að stefnand a , gagnvart hverjum tilkynningunni var beint, hafi mátt vera það ljóst að tilkynning yrði einvörðungu send með tölvupósti til starfsmanns stefnda á frídegi hans. Tilkynningin á samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði að beras t stefnanda og bindur hann samkvæmt efni sínu við móttöku. Ekki er rétt að gera þá kröfu til starfsmanna stefnanda, þegar slíkt er ekki hluti af þeirra vinnuskyldu líkt og upplýst var fyrir dómi, að vakta tölvupóst á frídögum sínum. Til að slíkur tölvupóst ur bindi stefnanda samkvæmt efni sínu hefði stefndi þurft með sannanlegum hætti að sýna fram á að umræddur starfsmaður hafi verið meðvitaður um að tilkynning um vinnustöðvun hefði borist í tölvupósti til hans. Það hefur stefndi ekki gert og er óumdeilt að þau símaskilaboð sem send voru starfsmanninum og tekin eru upp í atkvæði meirihluta Félagsdóms báru það ekki með sér að tilkynning um vinnustöðvun hefði verið send. Að auki báru þau það ekki með skýrum hætti með sér að von væri á slíkri tilkynningu. 9 Þegar litið er til framangreinds, þess að starfsmaður stefnanda var ekki upplýstur um það með sannanlegum hætti að tilkynning um vinnustöðvun hefði verið send og fékk ekki upplýsingar um það fyrr en skemmri tími en sjö sólarhringar voru þar til vinnustöðvun átti að hefjast, er ljóst að vinnustöðvun telst ekki löglega boðuð. Með vísan til dóma Félagsdóms í málum nr. 10/1984 og 17/2015 verður að líta svo á að misbrestur á því að tilkynna réttum aðila í tæka tíð um fyrirhugaða vinnustöðvun leiði til þess að taka ber i til greina kröfu um viðurkenningu á því að verkfall sé ólögmætt. Tel ég því að fallast beri á kröfur stefnanda.