FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 19. apríl 20 2 2 Mál nr. 23 /20 21 : Kennarasamband Íslands, vegna Félags grunnskólakennara ( Gísli G. Hall lögmaður ) gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga ( Anton Björn Markússon lögmaður ) Dómur Félagsdóms Mál þetta var tekið til dóms 22. mars 2022. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Gísli Gíslason, Karl Ó. Karlsson og Ragnheiður Harðardóttir . Stefnandi er Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara, Laufásvegi 81 í Reykjavík . Stefndi er Sa mband íslenskra sveitarfélaga , Borgartúni 3 0 í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda 1 Endanlegar dómkröfur stefnanda eru að viðurkennt verði að A , kennari við [...] á [...] , eigi rétt til forfallalauna í veikindum sínum sem hófust 6. nóvember 2020, samkvæmt grein 13.2.2.1 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara. 2 Stefnandi krefst einnig málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir 4 Félagsmaður stefnanda, A , er leikskólakennari og grunnskólakennari að mennt . Hún hefur jafnframt lokið meistaraprófi í menntavísindum á sérkennslusviði og hefur leyfi til að starfa sem kennari, sbr . lög nr. 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla . 5 A starfar sem sérkennari við [...] á [...] . Um laun hennar og starfskjör fer samkvæmt gildandi kjarasamningi málsaðila. Í grein 13.2.2.1 í kjarasamning num er að finna svohljóðandi ák væ ð i um rétt til launa vegna veikinda eða slysa: Starfsmaður sem ráðinn er til starfa á mánaðarlaunum skv. gr. 1.1.1 í kjarasamningi í a.m.k. 2 mánuði, skal halda launum skv. gr. 13.2.6 13.2.7 svo 2 lengi sem veikindadagar hans, taldir í almanaksdögum, verða ekki fleiri á hverjum 12 mánuðum en hér segir: Starfstími Fjöldi daga 0 - 3 mánuði í starfi 14 dagar Næstu 3 mánuði í starfi 35 dagar Eftir 6 mánuði í starfi 119 dagar Eftir 1 ár í starfi 133 dagar Eftir 7 ár í starfi 175 dagar Við framantalinn rétt bætist auk þess réttur til mánaðarlauna skv. gr. 1.1.1 í kjarasamningi í 13 vikur eða 91 dag ef óvinnufærni stafar af vinnuslysi eða atvinnusjúkdómi. Við þessi laun bætast ekki greiðslur skv. gr. 13.2.6 og 13.2.7. Starfstími Fjöldi daga Eftir 12 á r í starfi 273 dagar Eftir 18 ár í starfi 360 dagar. 6 Hinn 5. september 2019 fór A frá vinnu vegna veikinda og var hún í veikindaleyfi fram til 15. október 2020 . Áður en hún sneri aftur til starfa var starfshæfni hennar metin af lækni og var hún talin fu llvinnufær frá 14. október 2020. A mun hafa snúið aftur til vinnu f östudaginn 16. október 2020. Hinn 6. nóvember 2020 féll hún í yfirlið þegar hún var komin til vinnu og var flutt með sjúkraflugi á Landspítalann til aðhlynningar. Hún hefur verið fjarver andi frá vinnu vegna veikinda frá þeim tíma. 7 Ágreiningur reis á milli aðila um það hvort A ætti rétt til launa vegna veikindaleyfis sem hófst 6. nóvember 2020. Vinnuveitandi hennar taldi að hún hefði fullnýtt veikindarétt sinn samkvæmt kjarasamningi og leitaði hún til stefnanda. 8 Lögmaður stefnanda ritaði skólastjóra [...] og sveitarstjóra [...] tölvubréf 26. febrúar 2021 þar sem gerð var grein fyrir stöðu félagsmannsins og færð rök fyrir því að hún ætti kjarasamningsbundinn rétt til launa vegna veiki nda sem hófust 6. nóvember 2020 . Með bréfi lögmanns sveitarfélagsins 17. mars 2021 var því mótmælt og tekið fram að félagsmaðurinn hefði þegar fullnýtt veikindarétt sinn samkvæmt grein 13.2.2.1 í kjarasamningi . Málsástæður og lagarök stefnanda 9 Stefnandi v ísar til þess að ágreiningur aðila lúti að túlkun á kjar a samningi og falli undir lögsögu Félagsdóms , sbr. 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna . 10 Stefnandi byggir á því að réttur A til forfallalauna í allt að 360 daga vegna veikinda sem hófust 6. nóvember 2020 sé skýr samkvæmt grein 13.2.2.1 í gildandi kjarasamningi . Þar sem starfsaldur félagsmannsins hafi verið lengri en 18 ár leiði af 3 ákvæðinu að hún skuli halda launum svo lengi s em veikindadagar henna r , taldir í almanaksdögum , séu ekki fleiri á hverjum 12 mánuðum en 360 dagar. Fyrri veikindi breyti engu um rétt hennar til launa vegna seinna veikindatímabils. 11 Sem dæmi vísar stefnandi til þess að vari seinni veikindi félagsmannsins frá 6. nóvember 2020 til 31. október 2021 telji þau 360 daga. Sé miðað við að hún hafi ekki verið veik næstu fimm dagana þar á undan eigi hún rétt til forfallalauna í 360 daga. Væru veikindadagar vegna fyrra tímabils taldir með þá væru taldir veikindadaga r á fleiri en 12 mánuðum. Skilningur stefnda á kjarasamningsgreininni gangi ekki upp og fari þvert gegn orðalagi hennar. 12 Stefnandi bendir á að umrætt kjarasamnings ákvæði sé efnislega eins í öllum kjarasamningum sem íslenska ríkið, Reykjavíkurborg og stefndi hafi gert við Kennarasamband Íslands, BSRB og BHM, sem og aðildarfélög þeirra. Samið hafi verið með þessum hætti í heildarsamkomulagi fyrrgreindra aðila frá 24. október 2000 og ákvæðið síðan verið fært í hvern og einn kjarasamning. Fram komi í grein 2.9 í samkomulaginu að setja skuli á fót samráðsnefnd sem skuli skipuð fulltrúum samningsaðila . Ágreiningur um það hvernig veikindadagar skuli taldir, með tilliti til réttar til forfallalauna, hafi áður verið borinn undir samráðsnefndina . Í fyrirligg jandi fundargerð frá 20. september 2019 sé álitaefninu lýst með spurningu um hvort veikindaforföll á síðasta 12 mánaða tímabili hafi áhrif á veikindarétt að því gefnu að starfsmaður hafi verið að fullu vinnufær eða mætt til starfa síðustu fimm daga fyrir u pphaf veikinda og ef svo væri þá með hvaða hætti. Aðrir en fulltrúi stefnda í nefndinni hafi verið sammála um að með 12 mánuðum væri átt við 365 daga. Í því fel i st að á sjötta degi í starfi eftir 360 daga launuð veikindi eigi viðkomandi rétt á einum launuð um veikindadegi og svo koll af kolli þar til 360 dögum sé náð á 12 mánaða tímabili. Þessi túlkun sé jafnframt í samræmi við orðalag kjarasamningsákvæðisins. 13 Stefnandi vísar einnig til þess að á vefsíðu stjórnarráðsins sé spurningu um hvenær veikindaréttur starfsmanns , sem hafi tæmt veikindarétt sinn , endurnýist svarað með sama hætti og hjá fyrrgreindri sam ráðs nefnd. Greinin hafi ávallt verið framkvæmd á þann hátt sem þar sé lýst, eftir því sem samböndum stéttarfélaganna sé kunnugt. 14 Stefnandi bendir á að samkvæmt grein 13.2.3 í kjarasamningi aðila megi starfsmaður , sem h efur verið óvinnufær vegna veikinda eða slysa samfellt í einn mánuð eða lengur , ekki hefja starf að nýju nema læknir votti að heilsa hans leyfi. Tekið sé fram að krefjast megi v ottorðs trúnaðarlæknis. Tilgangur inn með þessu ákvæði sé að koma í veg fyrir að einstaklingar, sem haf i verið í langtímaveikindum, komi aftur til starfa nema þeir teljist vinnufærir, enda sé ella hætta á að þeir kæmu gagngert til starfa í því skyni að endu rnýja 360 daga veikindarétt sinn. 15 Stefnandi tekur fram að A hafi verið gert að skila starfshæfnisvottorði áður en hún k om til starfa eftir veikindi 1 6 . október 2020 . Þá hafi hún unnið samfleytt í rúmar þrjár 4 vikur áður en v eikindi hófust að nýju 6. nóvemb er sama ár og eigi því rétt á launum í samræmi við grein 13.2.2.1 í kjarasamningi aðila . Málsástæður og lagarök stefnda 16 Stefndi byggir á því að A eigi ekki rétt til launa vegna veikinda sem hófust 6. nóvember 2020 . Skýringu stefnanda á efni og skilyrðum þess að veikindaréttur stofnist að nýju samkvæmt grein 13.2.2.1 í kjara s amningi aðila er mótmælt. 17 Vegna umfjöllunar í stefnu um samráðsnefnd og afstöðu hennar til endurnýjunar veikindaréttar bendir stefndi á að nefndin hafi verið sett á fót í maí 2001. Fram komi í 7. lið verklagsregl na nefndarinnar frá 18. október 2001 að til þess að niðurstaða um veikindarétt sé bindandi þurfi samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Standist því ekki að ræða um að tilteknir nefndarmenn hafi verið sammála um n iðurstöðu þegar samþykki allra liggi ekki fyrir. Skoða verði umfjöllun stefnanda í því ljósi. 18 Stefndi vísar til þess að fyrri veikindi A hafi varað frá 5. september 2019 til 15. október 2020 , en þá hafi hún skilað starfshæfnisvottorði og mætt að nýju til starfa. Hún hafi verið við störf í 12 daga þar til hún féll í yfirlið við upphaf vinnudags 6. nóvember 2020 og hafi verið frá vinnu síðan. Ekki sé unnt að fallast á að fyrri veikindi breyti engu um rétt hennar til launa vegna seinna tímabils veikinda. 19 Ste fndi tekur fram að við skoðun veikindaréttar séu alltaf skoðaðir síðustu 12 mánuði r hvort sem það sé í samfelldum eða endurteknum veikindum. Hafi starfsmaður fullnýtt rétt sinn til launa er hann veikist á ný sé alltaf tekin punkts t aða frá þeim tímapunkti þegar hann veikist 12 mánuði aftur í tímann, hvort sem um sé að ræða ávinnslu veikindaréttar eða nýtingu hans . Í tilviki A hafi það verið 7. nóvember 2020 og 12 mánuði aftur í tímann, það er til 7. nóvember 2019 og veikindadagar verið taldir í almanaksdögu m. Á þeim grunni verði ráðið hversu mikið A hafi notað af 360 daga rétti sínum og hvað hún eigi mikið inni. Það skipti höfuðmáli að allar veikindafjarvist ir á síðustu 12 mánuðum séu inni í talningu allan tímann. Við útreikning á veikindarétti eða fjölda ve ikindadaga beri að miða ávinnslu við þann dagafjölda sem hún hafi verið við störf frá því að hún skilaði starfshæfnisvottorði og þar til seinni veikindin h ófust, en um sé að ræða 12 almanaksdaga. Sömu túlkun megi sjá í svarbréfi starfsmannaskrifstofu fjárm álaráðuneytisins frá 17. apríl 2002 þar sem lýst sé framkvæmdinni þegar sta r fsm a ður , sem kjarasamningar ríkisins t ekur til, á 360 daga veikindarétt. 20 V erði túlkun stefnanda lögð til grundvallar blasi við að starfsmaður sem hafi áunnið sér 360 daga í veikindarétt njóti miklu ríkari réttar en þeir sem starfað hafi skemur m eð tilliti til ávinnslu. Í dæmaskyni megi nefna að sá sem eigi 273 daga og tæmi réttinn þurfi að vinna 93 daga til að rétturinn stofnist að nýju , en sá sem eigi 3 60 daga þurfi einungis að vinna sex daga . Á slíkt ójafnræði geti stefndi aldrei fallist enda sé ekkert í kjarasamningi sem gefi tilefni til slíkrar túlkunar. 5 Niðurstaða 21 Mál þetta varðar túlkun á kjarasamningi og á undir Félagsdóm, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 22 Aðila greinir á um hvernig túlka ber i grein 13.2.2.1 í kjarasamningi þar sem fjallað er um rétt starfsmanns til launa vegna veikinda og slysa . Í ákvæðinu , sem er rakið að framan, segir að starfsmaður sem ráðinn er til starfa á mánaðarlaunum skuli halda launum svo lengi sem veikindadagar hans, taldir í almanaksdögum, verði ekki fleiri en tiltekinn fjöldi á hverjum 12 mánuðum . D agafjöldinn ræðst af starfstíma viðkomandi og fer hækkandi í þrep um eftir því sem starfsaldur er lengri . 23 Ráðið verður af gögnum málsins að umrætt kjarasamningsákvæði eigi rætur að rekja til samkomulags frá 24. október 2000 á milli Bandalags háskólamanna, BSRB og Kennarasambands Íslands annars vegar og fjármálaráðherra fy rir hönd ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og launanefndar sveitarfélaga hins vegar um tiltekin atriði er varða réttindi starfsmanna í samtökunum. Ákvæði greinar 2.2.1 í samkomulaginu um rétt til launa vegna veikinda og slysa er þannig samhljóða grein 13.2.2 .1 í þeim kjarasamningi sem hér er til skoðunar. 24 Það liggur fyrir að starfstími A er lengri en 18 ár og er óumdeilt að hún á rétt til launa vegna veikinda í 360 daga á hverju 12 mánaða tímabili samkvæmt grein 13.2.2.1 í kjarasamningi aðila. Eins og rakið hefur verið þá var félagsmaðurinn frá vinnu vegna veikinda á tímabilinu 5. september 2019 til 15. október 2020. Degi síðar kom hún aftur til starfa og hafði vottorði um starfshæfni þá verið skilað vinnuveitanda í samræmi við grein 13.2.3 í kj arasamningi. A veiktist á ný 6. nóvember 2020 og greinir aðila á um rétt hennar til launa frá þeim tíma . 25 Skilja verður málatilbúnað stefnda með þeim hætti að hann telji félagsmanninn hafa tæmt veikindarétt sinn þegar hún veiktist 6. nóvember 2020. Hefur s tefndi nánar tiltekið lagt áher s lu á að veikindaréttur félagsmannsins hafi ekki endurnýjast eða orðið virkur á ný þó að hún hafi komið aftur til starfa eftir fyrra veikindatímabil . Þessu til stuðnings hefur stefndi lagt fram tölvubréf starfsmanns fjármálar áðuneyti s ins frá 17. apríl 2002 þar sem túlkun á sams konar ákvæði í kjar a samningum sem ríkið á aðild að er skýrð. veikindadagar hans, taldir í almanaksdögum, verða ekki fleiri á hverjum 12 mánu ð um en 360 dagar (í þessu tilviki). Þetta þýðir að skoða skal og telja, ekki bara við upphaf veikindafjarvistar, heldur með reglulegu millibili meðan á veikindum stendur, t.d. um hver mánaðamót hver fjöldi veikindafjarvistardaga síðustu 12 mánaða er á segir að sérstaklega hafi verið spurt hvort endurkoma starfsmanns hafi o r ðið til þess að . Tekið er fram að í raun komi það þannig út , en hins vegar sé veikindarétt sinn í veikindareglum ríkisins og sé öll veikindafjarvist síðustu 12 mánuð i inni í talningunni allan tímann. 6 26 Sé litið til orðalags greinar 13.2.2.1 er þar ekki fjallað um endurnýjun á veikindarétti starfsmanna heldur eingöngu miðað við að starfsmaður eigi rétt á launum á með an á veikindum stendur í tiltekinn dagafjölda á hverju 12 mánaða tímabili. Þessu til samræmis verður að horfa til þess hvort félagsmaðurinn í því máli sem hér er til umfjöllunar hafi nýtt alla 360 veikindadaga sína á síðustu 12 mánuð um þegar hún veiktist 6 . nóvember 2020. Leggja verður til grundvallar að svo hafi ekki verið, enda hafði hún verið við störf frá 1 6 . október sama ár eða í um 20 almanaks daga áður en hún veiktist á ný. Sé litið til síðustu 12 mánaða þar á undan hafði félagsmaðurinn verið frá vinn u í um 345 daga og voru veikindadagar hennar ekki tæmdir . Verður því að miða við að félagsmaðurinn hafi átt rétt á greiðslu launa í veikindum sem hófust 6. nóvember 2020 í samræmi við fyrirmæli greinar 13.2.2.1. 27 Samkvæmt þessari túlkun, sem að mati dómsin s er í samræmi við fyrrgreinda afstöðu og framkvæmd fjármálaráðuneytisins, verður fallist á kröfu stefnanda eins og hún er sett fram. 28 Að virtum úrslitum málsins og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur , verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sem er hæfilega ákveðinn 600.000 krónur. Dómsorð: Viðurkennt er að A , kennari við [...] á [...] , eigi rétt til forfallalauna í veikindum sínum sem hófust 6. nóvember 2020, sa mkvæmt grein 13.2.2.1 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Stefndi greiði stefnanda 6 00.000 krónur í málskostnað.