1 Ár 2017, mánudaginn 13 . nóvem ber er í Félagsdómi í málinu nr. 5 /201 7 Alþýðusamband Íslands vegna Sjómannasambands Íslands f.h . Verkalýðsfélags Snæfellinga ( Bergþóra Ingólfsdóttir hrl.) gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi vegna Steinunnar hf. ( Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl.) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var upphaflega dómtekið 12. september sl. en var endurupptekið, flutt að nýju og dómtekið í dag, 13. nóvember 2017. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Valgeir Pálsson og Lára V. Júlíusdóttir. Stefnandi er Alþýðusamband Íslands , Guðrúnartúni 1, Reykjavík , vegna Sjómannasambands Íslands , Guðrúnartúni 1, Reykjavík , fyrir hönd Verkalýðsfélags Snæfellinga, Ólafsbraut 19, Ólafsvík . Stefndi er Samtök atvinnulífsins , Borgartúni 35, Reykjavík , vegna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, vegna Steinunnar hf. , Suðurbakka 6, Snæfellsbæ. Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að Steinunn hf. hafi brotið gegn ákvæði greinar 1.41 í kjarasamningi Landsambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Sjómannasambands Íslands vegna aðildarfélaga sinna, þar á meðal Verkalýðsfélags Snæfellinga , hins vegar með því að halda Steinunni SH 167, með skipaskrárnúmer 1134 , til veiða í t vígang eftir að verkfall sjómanna í Verkalýðsfélagi Snæfellinga hófst þann 14. desember 2016 kl. 20:00, með félagsmenn stefnanda, Kristmund Sumarliðason, kt. 150360 - 4559, í stöðu háseta, Halldór Krist mundsson, kt. 210868 - 3219, háseta, Odd Orra Brynjarsson kt. 170983 - 5729, matsvein og Vilhjálm Birgisson, kt. 210468 - 4719 , háseta þá um borð. Þá er þess krafist að stefnda Steinunni hf. verði gert að greiða stefnanda sekt fyrir hvort brot um sig samkvæmt gr ein 1.43 í kjarasamningi Landsambands íslenskra útvegs manna og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og hins vegar Sjómannasambands Íslands vegna 2 aðildarfélaga sinna, þar á meðal Verkalýðsfélags Snæfellinga , samtals 1.068.164 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 24. maí 2017. Þá er gerð krafa um að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati Félagsdóms. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Málavextir Verkfall sjómanna í aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands, þar á meðal Verkalýðsfélagi Snæfellinga, hófst kl. 23:00 þann 10. nóvember 2016. Kjarasamningur var undirritaður 14. nóvember 2016 og var verkfalli þá frestað meðan samningurinn var borinn undir atkvæði félagsmanna. Samningurinn var felldur af sjómönnum og hófst verkfall þar með aftur kl. 20:00 þann 14. desember 2016 . Fiskiskipið Steinunn SH - 167 er í eigu Steinunnar hf. og er með heimahöfn í Ólafsvík. Útgerðarfélagið Steinunn hf. er í eigu fjögurr a bræðra , auk ekkju fimmta bróðurins, sem situr í óskiptu búi eftir mann sinn. Fjórir eigenda útgerðarin nar eru í fastri áhöfn skipsins, þ.e. Brynjar Kristmundsson, skipstjóri og framkvæmdastjóri félagsins, Ægir Kristmundsson , yfirvélstjóri og meðstjórnand i félagsins, Óðinn Kristmundsson , yfirstýrimaður og meðstjórnandi félagsins , og Þór Kristmundsson, annar stýrimaður og meðstjórnandi. Verkfallið náði ekki til þeirra , enda eru þeir ekki félagsmenn í Verkalýðsfélagi Snæfellinga. Eftir að verkfallið var skollið á í seinna skipti, var S teinunni SH 167 tvisvar haldið til veiða með fullri áhöfn, þ.e. dagana 9. og 10. janúar 2017. Um borð voru þá, auk eigenda útgerðarinnar, bræð ranna Brynjars, Ægis Óðins og Þórs , fjórir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Snæfellinga, þeir Oddur Orri Brynjarsson í stöðu matsveins, Halldór Kristmundsson í stöð u háseta, Kristmundur Sumarliða son í stöðu netamanns og Vilhj álmur Birgisson í stöðu háseta . Auk þeirra var í áhöfn skipsins í þessum róðrum Ægir Ægisson vélavörður en hann er ekki félagsmaður stefnanda og náði verkfallið því ekki til hans. Nefndir áhafnarmeðlimir , sem eru félagsmenn í stefnanda , eru allir tengdir eigendum útgerðarinnar fjölskyldubö ndum. Oddur Orri er sonur framkvæmdastjóra félagsins, Brynjars Kristmundssonar, og Vilhjálmur Birgisson er tengdasonur Brynjars. Þá er Kristmundur Suma rliðason bróðursonur eigendanna en móðir hans mun sitja í óskiptu búi eftir föður hans. Halldór Kristmund sson er bróðir allra skráðra eigenda útger ðarinnar en á sjálfur ekki hlut í félaginu. Félagsmenn í stefnanda voru ósáttir við að skipinu væri haldið til veiða og töldu að með því væri farið gegn ákvæðum vinnulöggjafarinnar og kjarasamningi aðila og stuðla ð að því að afstýra lögmætu verkfalli. Fjölskyldutengsl tilgreindra áhafnarmeðlima og eigenda Steinunnar 3 hf. væru ekki með þeim hætti að þeim væri heimilt að starfa í verkfalli. Lýstu sjómenn sig andsnúna þessu ráðslagi með því að fjölmenna á hafnarbakka þ egar skipið landaði og ræða við áhafnarmeðlimi. Í kjölfar þess fóru nefndir fjórmenningar í land og fóru ekki í fleiri róðra með Steinunni SH 167 meðan á verkfalli stóð. Formaður stefnanda , Verkalýðsfélags Snæfellinga, Sigurður A. Guðmundsson , og skipstjó ri Steinunnar ræddu saman en útgerðin taldi sig mega halda skipi sínu til veiða með framangreindri mönnun, enda yrði útgerðin ella fyrir tjóni vegna rýrnunar kvóta . Þessu var stefnandi ósammála og með bréfi , dagsettu 8. febrúar 2017 , gerði stefndi kröfu um greiðslu sektar úr hendi útgerðarinnar vegna tveggja brota á kjarasamningi me ð vísan til greinar 1.42 í framangreindum kjarasamningi . Með bréfi lögmanns stefnanda til Steinunnar hf., dags ettu 30. mars sl. , var skorað á félagið að greiða umkrafðar sektir . Stefnandi kveður engin svör hafa borist frá félaginu og af þeim sökum , og til þess að fá skorið úr um ágreining þennan , sé honum nauð synlegt að höfða mál þetta fyrir Félagsdómi. Málsástæður og lagarök stefn anda Stefnandi kveður m ál þetta eiga undir Félagsdóm samkvæmt 1. tölul ið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Á greiningur málsins lúti að því hv ort stefndi hafi brotið gegn grein 1.41 í kjarasamning i aðila með því að hætta ekki veiðum strax og verkfall hófst , heldur halda til veiða í tvígang meðan á verkfalli stóð með fjóra félagsmenn stefnanda , Verkalýðsfélags Snæfellings, í áhöfn. Þannig hafi stefnandi stuðlað að því að afstýra lögmætri vinnustöðvun og reynt að koma í veg fyrir áhrif hennar sem sé skýrt brot á nefndu kjarasamningsákvæði sem og 18. gr. vinnulöggjafarinnar. Með þessu ráðslagi hafi stefndi bakað sér skyldu til greiðslu sektar samkvæmt grein 1.43 kjarasamningsins. Óumdeilt sé að þeir Odd ur Orri Brynjarsson, Vilhjálmur Birgisson, Halldór Kristmundsson og Kristmundur Sumarliðason séu félagsmenn stefnanda, svo sem sjá megi af yfirlit i úr félagskrá stefnanda og yfirlit i skilagreina frá stefnda yfir greidd félagsgjöld t il stefnanda vegna þeirr a. Þessir félagsmenn stefnanda hafi átt kost á að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallið en eðli máls samkvæmt liggi ekki fyrir hvort og með hvaða hætti þeir gerðu það. Engu að síður hafi niðurstaða atkvæðagreiðsunnar verið á þá leið að verkfalli skyldi beitt og nefndir áhafnarmeðlimir og félagsmenn stéttarfélagsins hafi verið bundnir af þeirri ákvörðun stéttarfélagins , sbr. 2. málslið 1. mgr. 3. gr. vinnulöggjafarinnar, s br. 11. gr. laga stefnanda, Verkalýðsfélags Snæfell inga . Með því að boða framangreinda menn til skips í tvígang meðan á verkfalli stóð , telur stefnandi að stefni hafi brotið gegn þágildandi kjarasamningi en b rot gegn kjarasamningi aðila varði sektum allt að 454.972 krónum sem renni í félagssjóð . S ektarfjárhæðin skuli hækka í hl utfalli við kaupgj aldsákvæði samningsins, sbr. grein 1.43 í kjarasamningi. Uppreiknuð fjárhæð sektarinnar á þeim tíma , þegar brotin hafi átt sér stað , hafi numið 534.082 krónum og 4 sé því gerð krafa um greiðslu samkvæmt því fyrir hvort brot um sig, samtals 1.068.164 krónur í félagssjóð stefnanda , auk vaxta frá þingfestingardegi máls þessa. Brot stefnda eru að mati stefnanda alvarleg brot gegn kjarasamningi og vinnulöggjöfinni. Verkfallsbrot sé í eðli sínu ólögmæt árás á lögverndaða hagsmuni verkfallsmanna. Stefndi hafi með þessu ráðslagi brotið gegn löglegri verkfallsaðgerð sem sé það tæki sem stéttarfélögin hafi til þess að ná fram kjarasamningi. Á verkföll hafi verið litið sem hluta samningsfrelsis stéttarfélaga og sem slík t njóti það sérstakrar verndar s t jórnarskrár, sbr. 74. gr. laga nr. 33/1944, sbr. og 11. gr. m annréttindasáttmála Evrópu. Stefndi hafi þannig brotið gegn grundvallarrétti stefnda til þess að ná samningi við gangaðila í hagsmunaágreiningi og um leið haft hagnað af vinnu félagsmanna stefnan da meðan á verkfallinu stóð, að ólögum. Af þeim sökum sé eðlilegt að stefndi greiði þær sektir sem krafist sé og samið hafi verið um í kjarasamningum til þess að bregðast við tilvikum sem þessum. Stefnandi kveður stefnda hafa borið því við, að sér hafi verið heimilt að manna skip s itt með þeim hætti sem raun beri vitni þar sem um hafi verið að ræða einstaklinga innan fjölskyldu eigenda fyrirtækisins . Því sé stefnandi ósammála því þótt eigendum fyrirtækja hafi verið talið heimilt að vinna í v erkfalli með vísan til eignarréttarsjónarmiða , nái sú heimild ekki til hvers sem er í fjölskyldum, tengdra eða skyldra. Sú heimild geti ekki náð til annarra fjölskyldumeðlima eigenda ráðandi hlutar í félagi en þeirra , sem sjálfir byggi lífsafkomu sína bein línis á eignarhlut eiganda, þ.e. maka eiganda og þeirra barna sem eigandi hverju sinni sé framfærsluskyldur fyrir. Enginn umræddra félagsmanna í stefnanda eigi beinni eða ríkari hagsmuni af rekstri útgerðarinnar en aðrir launamenn endranær hjá stefnda eða öðrum atvinnurekendum sjómanna. Enginn þeirra eigi hlut í félaginu, hvorki ráðandi né minni hlut og því standi engin rök til þess að stefndi, atvinnurekandi þeirra, geti haldið þeim til starfa til þess eins að verja eignarréttindi sín. Enginn þessara mann a sé á framfæri eigenda útgerðarinnar né í hjúskap með nokkrum þeirra. Þessir áhafnarmeðlimir hafi því ekki haft hagsmuni , umfram aðra sjómenn í verkfalli, af því að þessari útgerð væri heimilt að senda þá á sjó meðan á verkfalli stóð. Þess sé að vænta að útgerðir verði fyrir tjóni meðan á verkfalli standi, enda sé það tilgangur verkfalls að knýja útgerðir til samninga til þess að komast undan slíku tjóni. Undantekningar á því , hverjir skuli bundir af ákvörðun stéttarfélags um verkföll , verði að túlka þröng t, meðal annars vegna þess hversu mikilvæg grundvallarréttindi séu fólgin í heimildum stéttarfélaga til að gera verkfall. Af ofangreinum ástæðum sé þess krafist að fallist verði á kröfur stefnanda í máli þessu og stefndi dæmdur til greiðslu sektar fyrir h vort brot fyrir sig , auk vaxta og kostnaðar. Málatilbúnaður stefnanda byggist á lögum nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur , s tjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 , sérstaklega 74. gr., 11. gr. m annréttindasáttmála Evrópu , sbr. lög nr. 62/1994, og varðandi málskostnað á lögum nr. 91/1991 , um meðferð einkamála . Kröfu sína um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun reisir stefnandi á lögum nr. 5 50/1988 , um virðisaukaskatt, en stefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattsskyldur og ber i því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. M álsástæður og lagarök stefnda S ýknukrafa stefnda byggist á því að um sé að ræða lítið fjölskyldufyrirtæki nákominna fjölskyldumeðlima sem starfi þar að jafnaði á grundvelli eignarréttar fjölskyldunnar. Horfa verði til þeirrar sérstöðu og verndar eignarréttarins, sb r. stjórnarskrá og mannréttinda sáttmála Evrópu, þegar metið sé hv ort stefndi hafi brotið gegn grein 1.43 í kjarasa mningi Sjómannasambands Íslands, svo og til 18 . gr . laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur , eins og stefnandi byggi á. Stefndi vísar til þess að í framkvæmd hafi verið talið heimilt að fjölskylda eigenda fyrirtækis starfi við fyrirtæki í verkfalli, í það minnsta þegar svo hátti til að fjölsk yldan eigi lífsviðurværi sitt undir afkomu fyrirtækisins. Horfa verði til túlkunar á nákomnum aðilum í öðrum lögum til nánari skýringar á því , hvort umræddir fjórir fé lagsmenn stefnanda teljist nákomnir en svo sé samkvæmt skilgreiningu 3. gr. laga nr. 21/1 991 , um gjaldþrotaskipti o.fl. Eins og atvikum sé háttað sé á því byggt að þeir fjórir félagsmenn stefnanda , sem málið varði , séu allir nákomnir eigendum útgerðarinnar og hafi haft ríka hagsmuni af rekstri útgerðarinnar. Að því leyti bendir stefndi á að v eiði fiskiskip minna en 50% á fiskveiðiári af úthlutuðu aflamarki sínu og aflamarki sem flutt hafi verið frá fyrra fiskveiði ári, í þorskígildum talið, falli a flahlutdeild þess niður og skuli aflahlutdeild annarra skipa í viðkom andi tegundum hækka sem því nemi , sbr. 5. mgr. 15. gr. laga nr. 116/2006 , um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Stefndi kveður s tefnanda ekki hafa sýnt fram á að heimilt sé að túlka fjölskyldutengsl og nákomna með þrengri hætti , eins og atvikum sé hér háttað , en gert sé, t.d. í lögum nr. 21/1991 , um gjaldþrotaskipti o.fl., lögum nr. 88/2003 , um ábyrgðasjóð launa, lögum nr. 90/2003 , um tekjuskatt , og lögum nr. 2/2995 , um hlutafélög , svo dæmi séu tekin. Stefndi telur að engin rök séu til þess að takmarka eignarrétt arsjónarmið við þá eina , sem eigi ráðandi hlut í félagi eða byggi lífsafkomu sín a á eignarhlut eiganda, þ.e. maka eiganda og barna þeirra , sem eigandi sé framfærsluskyldur fyrir , eins og stefnandi haldi fram. Ljóst sé að allir skipverjar Steinunnar SH 167 séu nákomnir eigendum skipsins og bund n ir fjölskyldu - og eignaböndum enda engir aðrir um borð . Stefndi telur að honum hafi , eins og á stóð , verið heimilt að fara í umræddar veiðiferðir og hafi hvorki með því brotið gegn gr ein 1.41 í kjarasamningi aðila né 18. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur , eða stuðlað að því að afstýra lögmætri vinnustöðvun. Stefndi byggir kröfur sínar aðallega á kjarasamningi aðila, lögum nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, og almennum reglum vinnuréttar , og vísar auk þess til laga nr. 21/1991 , um gjaldþrotaskipti o.fl., laga nr. 88/2003 , um ábyrgðasjóð launa, l aga nr. 90/2003 , um tekjuskatt , l aga nr. 2/2995 , um hlutafélög , og laga nr. 116/2006 , um stjórn fiskveiða . 6 M álskostnaðarkrafa stefnda byggist á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 , um meðfe rð einkamála. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Verkfall sjómanna aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands, m.a. Verkalýðsfélags Snæfellinga, hófst upphaflega þann 10. nóvember 201 6 . Samningar náðust en voru felldir í almennri atkvæðagreiðslu sjómanna. Vinnustöðvun hófst því að nýju 14. desember sama ár. Samningar náðust að lokum 18. febrúar 2017 og var verkfallinu aflýst daginn eftir. Stefnandi byggir kröfur sínar á því , að stefndi, Steinunn hf., hafi sent fiskiskip félagsins, Steinunni SH 167, til fiskveiða dagana 9. og 10. janúar 2017 og þannig gerst brotlegur við þá vinnustöðvun sem þá stóð yfir. Fjórir áhafnarmeðlimir um borð í skipinu þessa daga hafi verið félagsmen n í Verkalýðsfélagi Snæfellinga, sem hafi átt aðild að umræddri vinnustöðvun . Stefndi byggir á því að framangreindir fjórir áhafnarmeðlimir hafi verið fjölskyldumeðlimir eigenda skipsins, þ.e. synir, bræður og tengdasonur eigenda þess. Í framkvæmd hafi ver ið talið heimilt að fjöl skylda eigenda fyrirtækis starfaði við fyrirtæki í verkfalli. Umræddir fjórir áhafnarmeðlimir tengist eigendum Steinunnar hf. fjölskylduböndum og hafi ríka hagsmuni af rekstri útgerðarinnar. Óumdeilt er í máli þessu að þeir áhafnarmeðlimir, sem fóru þær tvær veiðiferðir sem um ræðir, voru allir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Snæfellinga. Umrædd vinnustöðvun beindist meðal annars að útgerð Steinunnar SH 167, stefnda Steinunni hf. Stefnda var því samkvæmt grein 1.41 í kjarasamningi Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og hins vegar Sjómannasambands Íslands fyrir hönd aðildarfélaga sinna, og 18. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, óheimilt að s tuðla að því að afstýra gildri vinnustöðvun. Hvorki ákvæði greinar 1.41 í kjarasamningnum né 18. gr. laga nr. 80/1938 fela í sér slíka undantekningu sem stefndi byggir sýknukröfu sína á. Af því sem fyrir liggur í málinu er það mat dómsins að ekkert sé komi ð fram um að aðstæður hafi verið með þeim hætti að víkja megi frá meginreglu 18. gr. laga nr. 80/1938 með vísan til eignarréttarsjónarmiða. Þannig skiptir engu máli þótt áðurgreindir fjórir áhafnarmeðlimir hafi tengst eigendum útgerðarinnar slíkum fjölskyl duböndum sem raun ber vitni. Ákvörðun um að halda fiskiskipinu Steinunni SH 167 til veiða dagana 9. og 10. janúar 2017 með þá innanborðs var því brot á gildri vinnustöðvun Sjómannasambands Íslands. Um kröfu sína um að stefnda verði gert að greiða sekt v ísar stefnandi til greinar 1.43 í áðurnefndum kjarasamningi en brot á samningnum geta varðað sektum að fjárhæð 454.972. Samkvæmt kjarasamningsákvæðinu skal sektarupphæðin hækka í hlutfalli við kaupgjaldsákvæði samningins og þá er mælt fyrir um að sektir re nni í félagssjóði viðkomandi félags. Fjárhæð sektarkröfu stefnanda hefur ekki sætt andmælum af hálfu stefnanda og verður 7 því með vísan til þess og jafnframt með vísan til framangreindrar niðurstöðu Félagsdóms að dæma stefnda til að greiða sekt að fjárhæð 1 .068.164 krónur sem renni í félagssjóð Verkalýðsfélags Snæfellinga . Stefnandi krefst þess að sektarfjárhæðin beri vexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þingfestingardegi máls þes sa, 24. maí sl . Af hálfu stefnda hefur þessum kröfulið ekki verið mótmælt. Þegar af þeirri ástæðu og með vísan til alls framangreinds verða kröfur stefnanda teknar til greina, eins og þær eru settar fram í stefnu og nánar greinir í dómsorði. Eftir þessum úrslitum verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. D Ó M S O R Ð : V iðurkennt er að Steinunn hf. braut gegn ákvæði greinar 1.41 í kjarasamningi Landsambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og hins vegar Sjómannasambands Íslands vegna aðildarfélaga sinna, þar á meðal Verkalýðsfélags Snæfellinga , með því að halda Steinunni SH 167, með skipaskrárnúmer 1134 , tvisvar til v eiða eftir að verkfall sjómanna í Verkalýðsfélagi Snæfellinga hófst þann 14. desember 2016 kl. 20:00, með félagsmenn stefnanda, Kristmund Sumarliðason, kt. 150360 - 4559, í stöðu háseta, Halldór Krist mundsson, kt. 210868 - 3219, háseta, Odd Orra Brynjarsson , k t. 170983 - 5729, matsvein og Vilhjálm Birgisson, kt. 210468 - 4719 , háseta þá um borð. S tefndi, Steinunni hf. , greiði stefnanda sekt að fjárhæð samtals 1.068.164 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 24. maí 2017 til greiðsludags . Stefndi greiði stefnanda, Alþýðusambandi Íslands vegna Sjómannasambands Íslands fyrir hönd Verkalýðsfélags Snæfellinga , 500.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Lára V. Júlíusdóttir 8 Sératkvæði Guðna Á. Haraldssonar og Valgeirs Pálssonar Félagsdómur er sérdómstóll í skilningi 3. gr. laga nr. 15/1998 , um dómstóla, sbr. og 1. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. Út frá 3. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur , má álykta að aðilar máls hafi ekki forr æ ði á því hvaða mál þeir geti lagt fyrir réttinn. Þannig gildir málsforræðisreglan ekki um valdsvið hans. Valds við hans í þessu máli afmarkast af 44. gr. laga nr. 80/1938 , sbr. og ákvæði IV. kafla sömu laga. Það fellur almennt utan valdsviðs réttarins að dæma um fjárkröfur milli aðila kjarasamnings. Samkvæmt 65. gr. sömu laga getur Félagsdómur þó dæmt aðila til þes s að greiða sektir. Krafa stefnanda í máli þessu um að stefndi verði dæmdur til þess að greiða sér sekt styðst við ákvæði í kjarasamningi aðila, nánar til tekið gr ein 1.43. Í ákvæðinu er hins vegar ekki fjallað um dráttarvexti. Krafa stefnanda um dráttarve xti á sekt honum til handa fellur því að okkar mati utan valdsviðs réttarins og er það niðurstaða okkar að vísa eigi þeirri kröfu frá réttinum án kröfu. Að öðru leyti erum við sammála niðurstöðu meiri hluta dómenda. Guðni Á. Haraldsson Valgeir Pálsson