1 Ár 201 4 , þriðjudaginn 2. desember , er í Félagsdómi í málinu nr. 5/2014: Alþýðusamband Íslands f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Bárunnar stéttarfélags f.h. Söru Guðjónsdóttur (Bergþóra Ingólfsdóttir hrl.) gegn Sveitarfél aginu Árborg (Sigurður Sigurjónsson hrl.) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 24. október 2014. Málið dæma Sigurður G . Gíslason , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Lára V. Júlíusdóttir og Gísli Gíslason Stefnand i er : Alþýðusamban d Íslands, kt. 420169 - 6209, Guðrúnartúni 1, Reykjavík, f.h. Starfsgreinasambands Íslands, kt. 601000 - 3340, Guðrúnartúni 1, Reykjavík, vegna Bárunnar stéttarfélags, kt. 460172 - 2259, Austurvegi 56, Selfossi, f.h. Söru Guðjónsdóttur, kt. 11 0986 - 2899, Víðivöllum 12, Selfossi. Stefndi er : Sveitarfélagið Árborg, kt. 650598 - 2029, Austurvegi 2, Ráðhúsi, Selfossi. Dómkröfur stefnanda: Dómkröfur stefnanda eru þær að viðurkennt verði að Sara Guðjónsdóttir, kt. 110986 - 2899, félagsmaður Bárunnar stéttarfélags, hafi átt rétt til greiðslu persónuálags sem nemur 2 stigum (4%) úr hendi stefnda Sveitarfélagsins Árborgar, frá 1. júní 2013. Dómkröfur stefnda : Stefndi gerir kröfu um sýknu af dómkröfum stefnanda. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins, í samræmi við málskostnaðarreikning þannig að stefndi komist skaðlaus frá málarekstrinum. 2 Málavextir: Málavextir eru óumdeildir skv. því sem fram kemur í stefnu og greinargerð. Í kjarasamningum aðila máls ins , sem undirrita ðir voru árið 2005, var kveðið á um tiltekið álag á laun starfsmanna sem lokið hefðu prófi á framhald s skólastigi, sbr. gr. 10.2.3 . Ákvæði ð hefur staðið óbreytt í kjarasamningum aðila frá þessum tíma, síðast í samningum gerðum í maí 2011. Umrætt á kvæði e r svohljóðandi: persónuálag sem nemur 2 stigum (4%) enda tengist námið starfi viðkomandi og hann hafi ekki notið hækkunar vegna þessarar menntunar sinnar skv. ákvæðum kjarasamn ingsins. Framangreint gildir ekki þar sem gerð er krafa um tiltekna framhalds - eða háskólamenntun í viðkomandi starf. Iðnaðarmenn sem lokið hafa meistara - eða löggildingarnámi fá 2 stig (4%) þar sem ekki er gerð krafa um þá menntun til starfsins. Stúdents Sara Guðjónsdóttir, f élagsmaður stefnanda sem starf ar á leikskólanum Hulduheimum á Selfossi , hóf nám við Borgarholtsskóla á vorönn 2011 og lauk því í maí 2013 með prófgráðuna leikskólaliði 5. Að námi lo knu tilkynnt i Sara stefnda um lok námsins og ós kað i eftir því að laun hennar yrðu hækkuð í samræmi við ákvæði kjarasamningsins þar um. Kröfu hennar um þetta var hafnað með þeim rökum að nám leikskólaliða væri ekki sambærilegt lokaprófi á framhaldsskólastig i . Leitaði hún þá liðsinnis stéttarfélags síns , Bárunnar . Báran stéttarfélag krafðist þess með bréfi , dags. 10. september 2013, að kjarasamningurinn yrði efndur samkvæmt þessu gagnvart Söru . Var í bréfinu sérstaklega bent á að Sara hefði lokið viðurkennd u framhaldsskólaprófi og því bæri að hækka laun hennar í samræmi við ákvæði 10.2.3 í kjarasamningi aðila. Með bréfi stefnda , dags. 23. september 2013 , var kröfum þessum hafnað með þeim rökum að samkvæmt greindu kjarasamningsákvæði væri persónuálag ekki greitt nema að loknu lokaprófi í framhaldsskóla sem tæki a.m.k. tvö ár eða a.m.k. 120 einingum samkvæmt því sem fram kæmi í lögum um framhaldsskóla. Sara ætti því ekki rétt til greiðslu persónuálags á grundvelli þess náms sem hún hefði lokið. Þá lagði stef nd i til að ágreiningurinn yrði lagður fyrir samstarfsnefnd samningsaðila í samræmi við grein 14.1.1 í kjarasamningi og var það gert. 3 Þann 22. janúar 2014 fundaði samstarfsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands um mál ið og var niðurstaða þess fundar sú að þar sem námsbraut fyrir leikskólaliða teldi 70 einingar en helmingur stúdent sprófs teldi 120 einingar uppfyllti það nám sem Sara hefði lokið ekki skilyrði greinar 10.2.3. Kveður stefnandi að þessi niðurstaða hafi byggt á mi sskilningi um gildandi einingafjölda í námi leikskólaliða og um mat á einingum samkvæmt eldra og nýrra mati á námseiningum á framhaldsskólastigi. Þann 25. febrúar 2014 var skorað bréflega á stefnda að virða meintan rétt Söru til launahækkunar samkvæmt h inu umþrætta ákvæði, enda hefði hún lokið námi á framhalds s kólastigi sem tengdist starfi hennar. Með br éfi nu fylg di umsögn kennslustjóra þjónustubrauta Borgarholtsskóla vegna fundargerð ar samstarfsnefndar frá 22. janúar 2014 . Í umsögn kennslustjórans segir að bókun samstarfsnefndar innar hafi innihaldið rangfærslur sem annað hvort hafi bygg t á misskilningi eða þekkingarleysi. Samkvæmt prófskírteini Söru hefði hún lokið prófi sem leikskólaliði samkvæmt brúarleið. Í skóla hefði hún lokið 45 einingum og fyrir n ámskeið og starfsreynslu hefðu verið gefin ígildi 21 einingar eða samtals 66 einingar. Þá kom fram í umsögn kennslustjórans að tilvitnanir samstarfsnefndarinnar um nýjar og gamlar einingar væru fu llkom lega meiningarlausar og vísað i kennslustjórinn til augl ýsingar nr. 669/2009 um einingafjölda á námsbraut fyrir leikskólaliða. Var áréttað af hálfu kennslustjórans að einingar, sem um væri rætt í sambandi við nám leikskólaliða, væru þær einingar sem hafi verið í gildi í framhaldsskólum um margra ára skeið. Ekki þar sem þær m yndu ekki taka gildi fyrr en nýjar námskrár verði endanlega gildar, en það verði í fyrsta lagi haustið 2015, sbr. 5. gr. laga nr. 71/2010. Við aðalmeðferð gaf skýrslu Þ ó rk atla Þórisdóttir, kennslustjóri þjónustubrauta Borgarholtsskóla. Málsástæður stefnanda: Stefnandi vísar til framangreinds ákvæðis sem er í gr. 10.2.3 kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands vegna tiltekinna stéttarfé laga, þar á meðal stefnanda Bárunnar stéttarfélags . Stefnandi byggir á því að Sara Guðjónsdóttir hafi fullnægt áskilnaði ofangreinds kjarasamningsákvæðis til þess að fá notið hækkunar persónuálags um 2 stig (4%) frá 18. maí 2013, en þann dag hafi hún lokið fullnaðarprófi úr framhaldsskóla með prófgráðuna leikskólaliði. Samkvæmt gr. 10.2.3 í kjarasamningi séu forsendur þess að starfsmenn fái hækkun á persónuálagi þær að viðkomandi hafi lokapróf á framhaldsskólastigi enda tengist námið starfi viðkomandi. 4 S ara Guðjónsdótt i r haf i framvísað prófskírteini frá Borgarholtsskóla, þar sem fram k omi að hún hafi lokið námi leikskólaliða - brú. Samkvæmt prófskírteininu hafi hún lokið þessu námi með alls 66 einingum, 45 einingum sem metnar hafi verið til einkunna en áð ur lokin fagtengd námskeið og starfsreynsla hafið verið metið henni til 21 einingar. Sara hafi þannig fullnægt áskilnaði ákvæðis 10.2.3 um að hafa gilt lokapróf á framhaldsskólastigi sem hafi tengsl við starf hennar. K veðst stefnandi sérstaklega vísa til þess að nám það sem Sara hafi lokið sé það eina nám sem starfsmenn á leikskólum geti lokið á framhaldsskólastigi. Um sé að ræða nám sem fengið hafi staðfestingu ráðherra sem framhaldsskólanám fyrir starfsmenn á leikskólum, sbr. auglýsingu nr. 699/2009. Sú auglýsing hafi verið í gildi þegar núgildandi kjarasamningur aðila með hinu umþrætta ákvæði hafi verið gerður. S tefnandi kveðst því byggja á því að þetta nám leikskólaliða sé það nám sem vísað sé til í þeim kjarasamningi og leggja beri til grundvallar við túlkun á kjarasamningsákvæðinu, enda sé ákvæðið ella bersýnlega tilgangslaust. B yggir stefnandi á því að Sara hafi lokið því eina viðurkennda lokaprófi á framhaldsskólastigi sem til sé fyrir leikskólastarfsmenn og átt sé við í hinu umþrætta kjarasamningsá kvæði. Stefnandi byggir ennfremur á því að ákvæði 10.2.3 geri engar sérstakar kröfur um tiltekinn einingafjölda sem ljúka skuli í því námi sem félagsmenn stefnanda geti byggt rétt sinn á. Synjun á viðurkenningu á námi Söru Guðjónsdóttur með vísan til þess að hún hafi ekki lokið einhverjum tilteknum einingafjölda eigi sér því enga stoð í ákvæðinu. Ljóst sé að Sara Guðjónsdóttir hafi fullgilt lokapróf á framhaldsskólastigi sem meta beri henni til tekna samkvæmt kjarasamningum. Þá byggir stefnandi líka á því að þrátt fyrir að í ákvæði 10.2.3 standi í sviga (2 - 4 ár) eins og til skýringa, þá hafi sú tilvísun enga merkingu í reynd. Nám á framhaldsskólastigi sé skipulagt með ýmsum og ólíkum hætti. Þannig sé mögulegt að ljúka framhaldsskólaprófum, m.a. stúdentspró fi, á mjög mislöngum tíma í árum talið, sérstaklega í áfangakerfisskólum eins og Borgarholtsskóla. Þá þekkist það einnig að unnt sé að taka stúdentspróf á þremur árum í bekkjarskóla. Skipulag náms og námshraði sé því með mjög ólíkum og mismunandi hætti í s kólakerfinu og tímaviðmið sem þetta eitt og sér ekki til marks um inntak náms á framhalds skólastigi. Í þessu samhengi megi benda á að Sara Guðjónsdóttir hafi hafið nám sitt við Borgarholtsskóla á vorönn 2011 og l okið námi í maí 2013. Hún hafi því lokið nám i sínu á tveimur og hálfu ári. Vilji stefndi miða við tveggja ára tímamark í námi hefði hún því fullnægt því skilyrði stefnda. Stefnandi mótmælir sem röngum f ullyrðingum stefnda og niðurstöðu samráðsnefndar aðila kjarasamningsins um að námsbraut fyrir lei kskólaliða skuli vera 70 einingar . Sé þetta á misskilningi bygg t . Þá mótmæl ir stefnandi sem röngu og á 5 misskilningi byggt að einingafjöldi að baki námi Söru Guðjónsdóttur hafi verið einhvers konar blanda af eldra og ný rra einingakerfi eins og ráða megi af bókun samstarfsnefndar. Kveður stefn andi ljóst að afstaða stefnda til náms Söru Guðjónsdóttur hafi byggst á misskilningi um það nám sem hún h afi lagt að baki. Vissulega sé í 15. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla kveðið á um það að eitt námsár framhal dsskólanema með fullnaðarárangri skuli veita 60 einingar . Það mat hafi hins vegar ekki tekið gildi samkvæmt ákvæði til bráðabirgða við lög um framhaldsskóla, sbr. 5. gr. laga nr. 71/2010 þar sem kveðið sé á um sérstakan frest framhaldsskóla til þess að set ja sér námsbrautarlýsingar skv. 23. gr. laganna til 1. ágú st 2015. Í samræmi við það hafi einnig verið kveðið á um það í auglýsingu um gildistöku aðalnámskrár framhaldsskóla nr. 675/2011 að aðalnámskrá skuli koma til framkvæmda í skólum að fullu þann 1. ág úst 2015. Innleiðin g nýrra framhaldsskólalaga hafi þannig enn ekki komið að fullu til framkvæmda en það gerist ekki fyrr en framhaldsskólar haf i sett sér námskrá í samræmi við ákvæði laganna og þær síðan fengið staðfestingu ráðherra, sbr. 23. gr. laga nr. 92/2008. Þar til þessi vinna hafi verið unnin í einstökum skólum, þar með töldum Borgarholtsskóla, gildi þær námskrár sem áður haf i hlotið staðfestingu ráðherra, með þeim einingum og viðmiðum sem þar sé byggt á. Einingar þær sem Sara Guðjónsdóttir hafi lo kið á framhald s skólastigi séu því í samræmi við það sem enn gildi í íslenskum framhaldsskólum nema í undantekningartilvikum, þrátt fyrir ákvæði 15. gr. laga nr. 92/2008. Stefnandi kveður Söru Guðjónsdóttu r leikskólastarfsmann hafi lokið námi sínu við Borg arholtsskóla á tveimur og hálfu ári með vinnu. Hún hafi lokið framhaldsskóla með prófgráðuna leikskólaliði með 66 einingum meðan gildandi námskrá fyrir leiksk ólaliða telji 59 einingar. Af þessum ástæðum kveður stefnandi að Sara Guðjónsdóttir hafi fullnægt þeim skilyrðum sem sett séu í gr. 10.2.3 í kjarasamningi til þess að fá persónuálag sem nem i 2 stigum (4%). Málsástæður stefnda: S tefndi vísar til þess að Sara Guðjónsdóttir uppfylli ekki skilyrði kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og S tarfsgrei nasambands Íslands sem fram komi í ákvæði 10.2.3 um að fá metið til launa persónuálag sem nemur 2 stigum (4%) þótt hún hafi lokið námi skv. námsbraut fyrir leikskólaliða. Stefndi kveður óumdeilt að Sara Guðjónsdóttir hafi lokið námi skv. námsbr aut fyrir leikskólaliða. Samkvæmt prófskírteini frá Borgarholtsskóla hafi Sara lokið 45 einingum sem metnar hafi verið til einkunna en fengið fagtengd námskeið og 6 starfsreynslu metið og það talist ígildi 21 einingar. Óumdeilt sé einnig að um sé að ræða e Af stefnu og framlögðum gög num megi ráða að einhver misskilningur virðist sé því nauðsynlegt að fara almennt yfir hvort kerfi fyrir sig og g Stefndi kveður að í aðalnámskrá árið 2004 hafi verið gert ráð fyrir því að til þess að ljúka stúdentsprófi þyrfti að ljúka 140 eininga námi og hafi áfangar innan stúdentsbrauta verið skilgreindir n ákvæmlega. Á grundvelli þessarar námskrár hafi einnig verið skilgreindar aðrar (styttri) námsbrautir sem ekki hafi næg t , einar og sér, til stúdentsprófs, s.s. braut leikskólaliða. Hafi f einu námsári, þ.e. samtals á h austönn og vorönn, miðast við 35 einingar. F lestir framhaldsskólar á landinu vinni eftir þessu einingakerfi ennþá en þeir hafi frest til 1. ágúst 2015 til þess að taka upp nýtt einingakerfi . Flestir framhaldsskólar hafi byrjað að kenna eða útskrifa nemendur samkvæmt því. Stefndi kveður að í aðalnámskrá árið 2011 sé gert ráð fyrir því að nýtt samræmt einingakerfi verði tekið upp og notað hugtakið framhaldsskólaeining. Ful lt nám á einu námsári, þ.e. samtals á haustönn og vorönn, mun i þá miðast við 60 einingar og sé miðað við að skólarnir raði sjálfir upp áföngum á námsbrautir en fái síðan vottun á námið frá menntamálaráðuneytinu svo þeim sé heimilt að útskrifa nemendur af n ámsbrautum. Eins og áður hafi komið fram h afi þetta kerfi hins vegar ekki verið innleitt nema í örfáum framhaldsskólum landsins. Stefndi kveður r einingakerfi hafi ekki þýðingu fyrir úrlausn þess ág reinings sem til umfjöllunar sé í þessu máli enda hafi Sara Guðjónsdóttir útskrifast einingakerfisins og það sé það kerfi sem unnið sé eftir í flestum framhaldsskólum landsins. F jall i stefndi ekki sskóla og með einingafjölda hér eftir sé vísað til Stefndi kveður það vera óumdeilt í málinu að Sara Guðjónsdóttir hafi útskrifast af námsbraut leikskólaliða í maí 2013 með 66 einingar. Það sé einnig óumdeilt að til a ð ljúka nám sbraut fyrir leikskólaliða þurfi að ljúka 59 einingum. Í tilvitnuðu ákvæði kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands , ákvæði 10.2.3, komi skýrt fram að átt sé við lokapróf af námsbrautum þar sem nám ið jafngil di 2 - 4 árum og sé því mótmælt sem fram komi 7 í stefnu að þessi tilgreining á árafjölda hafi enga þýðingu enda séu þær staðhæfingar úr lausu lofti gripnar og ekki studdar neinum rökum eða gögnum. Að sjálfsögðu sé miðað við að lágmarki fullt nám á tveggja ár a tímabili í þessu tilliti og þar með að forsenda þess að fá hækkun launa skv. ákvæðinu sé að viðkomandi starfsmaður hafi lokið a.m.k. 70 eininga námi sem svari til tveggja ára námi (2 x 35 ein.). Stefndi kveður Söru Guðjónsdóttur hafa lokið námsbraut fyri r le ikskólaliða sem telji 59 einingar og nægi það ekki til þess að hljóta hækkun launa skv. ákvæði 10.2.3 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands enda nái námið ekki því 70 eininga lágmarki sem sé gert að skilyrði í ákvæðinu. Hvað varði málsástæðu stefnanda um að Sara hafi lokið eina náminu sem starfsmenn á leikskólum geti lokið á framhaldsskólastigi og því beri að leggja til grundvallar að átt sé við þetta tiltekna nám í kjarasamningnum , því ákvæðið væri annars bers ýnilega tilgangslaust, þá bendir stefndi á það að umræddur kjarasamningur hafi verið gerður milli Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem það hafi haft samningsumboð fyrir og Starfsgreinasambands Íslands f.h. Afls st arfsgreinafélags, Öldunnar stéttarfélags, Bárunnar stéttarfélags, Drífandi stéttarfélags, Einingu - Iðju, Stéttarfélags Vesturlands, Stéttarfélagsins Samstöðu, Verkalýðs - og sjómannafélags Bolungarvíkur, Verkalýðs - og sjómannafélags Sandgerðis, Verkalýðsféla gs Grindavíkur, Verkalýðsfélags Snæfellinga, Verkalýðsfélags Suðurlands og Verkal ýðsfélags Vestfirðinga. Það fari því fjarri að þetta tiltekna ákvæði kjarasamningsins nái aðeins til starfsmanna í leikskólum heldur séu starfsmenn í mjög fjölbreyttum störfum sem kjarasam ningurinn nái til. Það sé því fjarstæða að halda því fram að ákvæðið sé bersýnilega tilgangslaust. Varðandi kröfu stefnda um málskostnað sé vísað til almennra reglna sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur sbr. ákvæði í XX I. kafla la ga nr. 91/1991, e n þess ber i að geta að í samræmi við tillögu stefnda og ákvæði kjarasamnings, hafi ágreiningurinn verið lagður fyrir samráðsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands sem hafi kom i st að sömu niðurstöð u og stefndi. Sé því málshöfðun in tilhæfulaus og krefst stefndi þess að stefnandi verði dæmdur til þess að greiða honum málskostnað. Að öðru leyti vísar stefndi til almennra reglna vinnuréttar og samningaréttar. Þá vísar stefndi til laga nr. 80/1938 um s téttarfélög og vinnudeilur sbr. ákvæði laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Varðandi málskostnað sé sérstaklega vísað til 65. gr. laga nr. 80/1938 sbr. ákvæði XXI. kafla laga nr. 91/1991, aðallega 129. gr., 130. gr. og 131. gr. Forsendur og niðurstaða : 8 Mál þetta á undir Félagsdóm skv. 2 . tl. 1. mgr. 44 . gr. laga nr. 80 /19 38 um um stéttarfélög og vinnudeilur . Deiluefni málsins er það hvort framanlýst nám Söru Guðjónsdóttur við Borgarholtsskóla fullnægi kröfum ákvæði s 10.2.3 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands , þannig að hún eigi rétt á því að fá persónuálag sem nemi 2 stigum (4%). Eins og greinir að framan er persónuálag þetta skilyrt við að starfsmaður hafi , en ekki sýnist vera ágreiningur um að öðrum skilyrðum sé fullnægt, s.s. að nám Söru Guðjónsdóttur tengist starfi hennar og að hún hafi ekki notið hækkunar vegna umræddrar menntunar sinnar skv. ákvæðum kjarasamningsins. Fyrir liggur próskírteini Söru Guðj ónsdóttur og kemur þar fram að hún hafi lokið umræddu námi leikskólaliða og að hún hafi lokið náminu með 45 einingum úr náminu sjálfu en fengið fagtengd námskeið og starfsreynslu metið til 21 einingar, þannig lokið náminu með alls 66 einingum. Samkvæmt því sem fram kom í framburði Þórkötlu Þórisdóttur, kennslustjóra þjónustubrauta í Borgarholtsskóla, fyrir dóminum, er um að ræða lokapróf leikskólaliða á framhaldsskólastigi. Samkvæmt auglýsingu nr. 669/2009 um gildistöku aðalnámskrár framhaldsskóla, námsbr autir fyrir aðstoðarfólk í leik - og grunnskólum , kemur fram að námsbraut fyrir leikskólaliða (LL) telur 59 einingar. Þá segir að meðalnámstími sé þrjár annir í skóla að meðtalinni níu vikna starfsþjálfun í leikskóla. Er óumdeilt í málinu að nám Söru Guðjón sdóttur er það nám sem lýst er í auglýsingunni. Í málinu hefur verið lýst tvennskonar einingum við mat á námi á framhaldsskólastigi, þ.e. annars vegar einingum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2004 og hins vegar einingum samkvæmt aðalnámskrá fram haldsskóla frá 2011. Hefur komið fram að samkvæmt hinni síðari veitir öll vinna nemenda í fullu námi á einu skólaári, þ.e. tveimur önnum, 60 framhaldsskólaeiningar á einu skólaári, eða 30 slíkar einingar á hvorri önn. Hefur jafnframt komið fram að þetta ei ningakerfi hafi ekki verið innleitt í flesta skóla og verði ekki fyrr en á árinu 2015, en samkvæmt því er unnið eftir eldri aðalnámskrá frá árinu 2004 og var svo þegar Sara Guðjónsdóttir var í sínu námi og lauk því . J afnframt verður að ætla að námsbraut fy rir leikskólaliða (LL) skv. auglýsingu nr. 669/2009 miði við einingakerfi hinnar eldri námskrár. Samkvæmt eldri námskránni er gert ráð fyrir að nám til stúdentsprófs, sem alþekkt er að almennt tekur 4 ár, verði metið til 140 eininga, þ.e. 98 eininga í kjar na, 30 einingar á kjörsviði hverrar brautar og 12 einingar að auki sem nemandi geti valið af kjörsviði annarrar námsbrautar. Má þannig gera ráð fyrir að hálfnað framhaldsskólanám á 2 árum, eða 4 önnum, sé 70 einingar. 9 Óumdeilt er að samkvæmt auglýsingu nr . 669/2009 er gert ráð fyrir að meðalnámstími þess náms, sem Sara Guðjónsdóttir lauk, sé 3 annir í skóla. Verður að ætla að þá sé gert ráð fyrir fullri námsframvindu. Fyrir liggur að í hinu umþrætta ákvæði er tekið fram innan sviga (2 til 4 ár) um það ná m sem áskilið er til að fá notið þess persónuálags sem ákvæðið mælir fyrir um. Er ekki fallist á að þessi tilvísun hafi enga merkingu . Er til þess að líta að samkvæmt því sem fram kemur í stefnu kom ákvæðið inn í kjarasamning aðila vorið 2005 og var svo en durnýjað árið 2011. Verður að ætla að umrædd tilgreining hafi einhverja merkingu sem snúi að gæðum eða magni þess náms sem áskilið er. Verður ákvæðið túlkað svo að áskilið sé að námið taki ekki minna en 2 ár miðað við fulla námsframvindu, sem gera má ráð f yrir að jafngildi 70 einingum, til þess að starfsmaður eigi tilkall til persónuálagsins. Óumdeilt er að Sara Guðjónsdóttir lauk námi sínu á tveimur og hálfu ári, eða fimm önnum. Hins vegar liggur fyrir að gert er ráð fyrir að námið taki þrjár annir og sé fullnað að loknum 59 einingum. Hefur stefnandi ekki sýnt fram á að nám Söru Guðjónsdóttur fullnægi skilyrðum ákvæðisins, en ekki getur breytt þessu að Sara hafi verið lengur en þrjár annir að ljúka náminu, enda getur tilgangur ákvæðisins ekki verið annar en sá að starfsmaður njóti umbunar fyrir tiltekið magn eða gæði menntunar sem hann hafi aflað sér. Ekki getur breytt þessu að tiltekinn einingafjöldi sé ekki áskilinn skv. orðalagi ákvæðisins. Stefnandi hefur vísað til þess að nám Söru Guðjónsdóttur sé þ að eina nám sem starfsmönnum á leikskóla bjóðist á framhaldsskólastigi, en það leiði til þess að ákvæðið sé marklaust ef ekki verði fallist á að námið fullnægi kröfum ákvæðisins. Ekki er unnt að fallast á þetta með stefnanda, enda liggur fyrir að kjarasamn ingurinn tekur til félagsmanna fjölmargra stéttarfélaga og er alls ekki einskorðaður við starfsmenn leikskóla. Að framansögðu virtu er óhjákvæmilegt að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu þykir rétt að hvor aðila beri sinn kostnað af málinu. D ó m s o r ð: Stefndi, Sveitarfélagið Árborg, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Alþýðusamband s Íslands , fh. Starfsgreinasambands Íslands, vegna Bárunnar stéttarfélags f.h. Söru Guðjónsdóttur . Málskostnaður fellur niður. Sig urður G . Gíslason 10 Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Lára V. Júlíusdóttir Gísli Gíslason