1 Ár 2015, föst udaginn 17. júlí, er í Félagsdómi í málinu nr. 3 /2015 Verkstjórasamband Íslands f.h. aðildarfélaga sinna ( Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn íslenska ríkinu vegna Vegagerðarinnar og BSRB vegna SFR , stéttarfélags í almannaþjónustu , til réttargæslu ( Einar Karl Hallvarðsson hrl.) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 29. ma í 2015. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Ásmundur Helgason, Inga Björg Hjaltadóttir og Karl Ó. Karlsson. Stefnandi er Verkstjórasamband Íslands, Hlíðarsmára 8 í Kópavogi, fyrir hönd aðildarfélaga sinna. Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhváli í Reykjavík. Réttargæslustefndi er BSRB (B andalag starfsmanna ríkis og bæja), Grettisgötu 89 í Reykjavík vegna SFR, s téttarfélags í almannaþágu . Dómkröfur stefnanda Að viðurkennt verði að Vegagerðin hafi brotið gegn ákvæði 16.1.1 í kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Verkstjórasambands Íslands f.h. aðildarfé laga þess frá 30. júní 2004 með síðari breytingum, sbr. 7. lið 2. gr. stofnanaþáttar kjarasamningsins, með því að ákveða að vaktstjórar hjá Vegagerðinni séu aðilar að SFR , stéttarfélagi í almannaþjónustu . Að viðurkennt verði með dómi að Verkstjórasamban d Íslands fari með samningsaðild fyrir alla vaktstjóra hjá Vegagerðinni. Auk þess krefst stefnandi málskostnaðar auk álags sem nemi virðisaukaskatti. 2 Dómkröfur stefnda Stefndi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Félagsdómi en til vara að h ann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Í báðum tilvikum krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda. Ekki eru gerðar sérstakar kröfur í málinu af hálfu réttargæslustefnda en hann tekur undir framangreindar kröfur stefnda. M eð úrskurði dómsins, uppkveðnum 27. mars sl., var frávísunarkröfu stefnda hafnað. Málavextir Samkvæmt 1. gr. laga stefnanda, Verkstjórasambands Íslands, er sambandið heildarsamtök verkstjóra og annarra stjórnenda. S tefnandi hefur gert kjarasamning við f jármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og hefur eintak af honum, sem undirritaður var 30. júní 2004, með síðari breytingum, verið lagður fram. Kemur þar fram að eintakið innihaldi viðbætur til ársins 2014. Í grein 16.1 í framangreindum kjarasamningi er fj allað um samningsrétt og stöðu verkstjóra. Þar kemur m.a. fram í grein 16.1.1 að f jármálaráðherra viðurkenni stefnanda sem réttan samningsaðila um hagsmunamál verkstjórastéttarinnar. Þá segir þar að samningurinn taki til starfa verkstjóra sem séu fullgildi r félagar í aðildarfélögum stefnanda og starfi hjá stofnunum ríkisins. Í grein 16.1.2 segir að samningsaðilar séu sammála um að verkstjóra beri að skoða sem sérstakan trúnaðarmann yfirmanns stofnunar gagnvart starfsmönnum sem verkstjóri stjórni fyrir hönd hans. Í 11. kafla kjarasamningsins er kveðið á um gerð stofnanasamninga sem skilgreindur er sem hluti kjarasamnings. Með viðauka við stofnanasamning stefnanda við Vegagerðina, dagsettum 19. október 2011, var mælt fyrir um samkomulag aðila um nýtt starfshe gildandi stofnanasamningi sömu aðila, dagsettum 4. nóvember 2013, er gert ráð fyrir að vaktstjórar raðist í grunnflokk 23, sbr. 7. tölulið 2. gr. samningsins. Á fundi fyrirsvarsmanna Ve gagerðarinnar og fulltrúa SFR , stéttarfélags í almannaþjónustu, mánaðar. Í sömu fundargerð segir að sam við stofnanasamning SFR og Vegagerðarinnar, dagsettur 1 7. apríl 2007, þar sem ákveðið var að vaktstjórar ættu að grunnraðast í launaflokk 23. Í samkomulaginu kemur fram að breytingin taki gildi 1. nóvember 2013. 3 Í tengslum við ráðningu í starf vaktstjóra í október 2014 virðist stefnanda hafa orðið kunnugt um framangreint samkomulag. Með bréfi 7. nóvember 2014 var aðild vaktstjóra að SFR mótmælt af hálfu lögmanns stefnanda. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst höfða mál þetta á grundvelli 1. og 2. töluliða r 44. gr. laga nr. 80/1938. Byggir hann kröfugerð sína á því að stefndi hafi brotið gegn kjarasamningi fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Verkstjórasambands Íslands fyrir hönd aðildarfélaga þess frá 30. júní 2004 með síðari breytingum, með því að ger a samkomulag við SFR um að vaktstjórar Vegagerðarinnar skuli vera í því stéttarfélagi. Máli sínu til stuðnings vísar stefnandi til 7. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, en samkvæmt ákvæðinu á starfsmaður, sem ráðinn er til starf a hjá ríkinu, rétt til þátttöku í því stéttarfélagi sem fer með samningsumboð samkvæmt lögunum eftir því sem samþykktir viðkomandi félags segja til um. Tekið sé fram í ákvæðinu að einungis eitt félag fari með umboð til samninga fyrir starfsmann. Þá vísar stefnandi til 2. og 5. gr. laga samtakanna sem og greinar 16.1.1 í kjarasamningi aðila. Stefnandi bendir sérstaklega á að í stofnanaþætti kjarasamnings aðila séu vaktstjórar meðal þeirra starfsmanna sem falli undir kjarasamninginn. Stefnandi telur því alve g skýrt að vaktstjórar , sem starfi hjá Vegagerðinni , falli undir samningssvið stefnanda samkvæmt kjarasamningi og að þeir hinir sömu hafi einungis heimild til þess að vera aðilar að aðildarfélögum innan Verkstjórasambands Íslands. Því sé með öllu óheimilt að skrá vaktstjóra hjá Vegagerðinni í SFR. Stefnandi byggir á því að undirrituð fundargerð milli fyrirsvarsmanna Vegagerðarinnar og SFR breyti engu um réttarstöðu stefnanda. Heldur stefnandi því fram að þar hafi Vegagerðin farið út fyrir stöðuumboð sitt þar sem stofnunin hafi þegar verið bundin af kjarasamningi og stofnanasamningi við Verkstjórasamband Íslands sem hafi gengið þvert á það sem lofað var í fundargerðinni. Kröfu sína um viðurkenningu á því að stefnandi fari með samningsaðild fyrir alla vaktstjóra hjá Vegagerðinni byggir hann á því að fyrirsvarsmenn stofnunarinnar geti ekki ákveðið að stéttarfélagsaðild starfsmanna sé með öðrum hætti en verið hafi. Um lagarök vísar stefnandi til 74. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 og 1. mgr. 7. gr. lag a nr. 94/1986 um heimild ríkisins til þess að semja einungis við eitt stéttarfélag. Enn fremur kveðst stefnandi byggja á kjarasamningi aðila. Um málskostnað vísar stefnandi til laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. 4 Málsástæður og lagarök stefnda Stef ndi tekur fram að stefnandi geri kjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins á grundvelli laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, enda séu ekki uppfyllt ákvæði laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna , til kjara samningsgerðar við ríkið, sbr. 5. gr. þeirra laga. Stefndi kveður stefnanda því ekki geta byggt mál sitt á ákvæðum laga nr. 94/1986 um einstaklingsbundin réttindi starfsmanna. Til stuðnings sýknukröfu sinni vísar stefndi til þess að ákvæði greinar 16.1 í kjarasamningi fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Verkstjórafélags Íslands fyrir hönd aðildarfélaga þess frá 30. júní 2004 fjalli um samningsrétt og stöðu verkstjóra. Í ákvæðum greina 16.1.1 til 16.1.7 sé nánar rakið að fjármálaráðherra viðurkenni Ve rkstjórasamband Íslands sem réttan samningsaðila um hagmunamál verkstjórastéttarinnar og taki til þeirra félagsmanna sem starfi sem verkstjórar hjá stofnunum ríkisins. Sé þar fjallað um verkstjóra en stefnandi hafi með engu móti sýnt fram á að vaktstjórar falli almennt þar undir eða að eðli starfa þeirra uppfylli grein 16.1 í kjarasamningnum. Í 7. tölulið 2. gr. stofnanasamnings Verkstjórasambands Íslands og Vegagerðarinnar frá 4. nóvember 2013 sé að finna starf vaktstjóra eins og það komi fyrir í skipuriti Vegagerðarinnar. Hins vegar sé á engan hátt unnt að túlka þann tölulið 2. gr. þannig að óheimil sé sú ráðstöfun að vaktstjórar hjá Vegagerðinni séu innan vébanda SFR og verði sú túlkun ekki leidd af ákvæðum 16. greinar kjarasamningsins eða lögum nr. 94/19 86. Hvorki sé um að ræða brot gegn ákvæðum kjarasamningsins né lögum og falli vaktstjórar almennt ekki undir skilgreiningu greinar 16.1. Þá sé á því byggt að nefnd grein lýsi aðeins samningsaðild en ekki því að starfsmenn geti verið í öðru stéttarfélagi. Ljóst sé að þeir vaktstjórar, sem starfa hjá stefnda eða Vegagerðinni og kjósa að greiða til stefnanda, sé það heimilt, enda sé Vegagerðin með gildan stofnanasamning við stefnanda þar sem tilgreind séu störf vaktstjóra og geri stefndi ekki ágreining við s tefnanda um þá túlkun. Hins vegar sé Vegagerðin einnig með gildan stofnanasamning við SFR frá 17. apríl 2007. Í viðauka við hann frá 24. október 2013 sé mælt fyrir um störf vaktstjóra hjá Vegagerðinni og hvernig þau skuli raðast við launaflokkun. Sé um að ræða skýran viðauka við stofnanasamning, sem uppfylli allar kröfur sem til slíks samnings verði gerðar, en framlögð fundargerð hafi þá þýðingu að skýra viðaukann. Málsástæður stefnanda um annað standist ekki. Til samræmis við ákvæði 74. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, ákvæði 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um félagafrelsi og ákvæði laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, hafi annars vegar Vegagerðin sem vinuveitandi og hins vegar starfandi vaktstjórar hjá Vegagerðinni val um það, í hvort stéttarfélagið, stefnanda eða SFR, þeir greiði, enda hafi stefndi ekki ákveðið að eiga í samningum 5 einungis við annað hvort þessara félaga. Geti stefnandi því ekki gert kröfu um það á grundvelli ákvæða í kjarasamningi sínum við fjármálaráðher ra eða stofnanasamningi sínum við stefnda að starfsmenn Vegagerðarinnar, sem starfa undir starfsheitinu vaktstjórar, skuli vera aðilar að stefnanda. Slíkar fullyrðingar brjóti gegn meginreglum félagafrelsisákvæða fyrrgreindra laga og sáttmála. Þá ítreki stefndi að ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 94/1986, sem stefnandi byggi mál sitt á, varði einstaklingsbundin réttindi, svo sem orðalag þess gefi til kynna, en sé ekki ákvæði, sem stefnandi geti byggt á sem samningsaðili á grundvelli laga nr. 80/1938. Geti s tefnandi heldur ekki byggt á öðrum ákvæðum laga nr. 94/1986 um samningsaðild, enda geri stefnandi ekki kjarasamning á grundvelli þeirra laga. Stefndi byggir einnig á því að í reynd sé eðli starfa vaktstjóra hjá Vegagerðinni þannig að þeir falli utan kjar asamnings stefnanda, sbr. ákvæði greinar 16.1 og samþykktir stefnanda. Leiði það einnig af breyttu hlutverki Vegagerðarinnar. Af ofangreindum ástæðum telur stefndi að fallast beri á sýknukröfu hans og mótmælir hann málsástæðum stefnanda að öðru leyti. Ve gagerðinni hafi verið heimilt að ákveða að vaktstjórar ættu aðild að SFR, eftir atvikum með vali viðkomandi starfsmanna eða með því að gera ráð fyrir því við auglýsingu starfa og nánari samningum um ráðningarkjör. Stefndi byggir kröfu sína um málskostnað á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeildur. Skýrslu r fyrir dómi gáfu þau Kristján Örn Jónsson, f ormaður Verkstjórasambands Íslands, Arnar Ellert Ragnarsson, vaktstjóri hjá Vegagerðinni, Bjarni Stefánsson, deildarstjóri umsjónardeildar Vegagerðarinnar á suðursvæði, og Ólöf Dagný Thorarensen, mannauðsstjóri h já Vegagerðinni. Verða skýrslur þeirra raktar eins og þurfa þykir. Stefnandi krefst viðurkenningar á því að stefndi Vegagerðin hafi brotið gegn ákvæði 16.1 í kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Verkstjórasambands Íslands f.h. aðildarfélaga þ ess frá 30. júní 2004 með síðari breytingum, sb r . 7. tölu lið 2. gr. stofnanaþáttar kjarasamningsins, með því að ákveða að vaktstjórar hjá Vegagerðinni séu aðilar að SFR , stéttarfélagi í almannaþjónustu . Við munnlegan málflutning breytti lögmaður stefnanda kröfugerð á þann veg að ofangreindur kröfuliður ætt i við ákvæði 16.1.1 í kjarasamningi aðila, án þess að stefndi mótmælti þeirri breytingu. 6 Í grein 16.1.1 í kjarasamningi málsaðila er kveðið á um að fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs viðurkenni Verkstjóras amband Íslands sem réttan samningsaðila um hagsmunamál verkstjórastéttarinnar og að samningur aðila taki til verkstjóra sem eru fullgildir félagar í aðildarfélögum Verkstjórasambands Íslands og starfa hjá stofnunum ríkisins. Þá e r í grein 16.1.2 í kjarasam ningnum kveðið á um að verkstjóra beri að skoða sem sérstaka trúnaðarmenn yfirmanns stofnunar gagnvart starfsmönnum sem þeir stjórni fyrir hönd hans. Í grein 11.1.1 í kjarasamningi aðila er auk þess kveðið á um að stofnanasamningar séu hluti af kjarasamningi aðila. Stofnanasamningur sé sérstakur samningur milli stofnunar og stéttarfélags um aðlögun tiltekinna þátta kjarasamningsins að þörfum stofnunar o g starfsmanna með hliðsjón af eðli starfsemi, skipulagi og/eða öðru því sem gefur stofnun sérstöðu. Samstarfsnefndir annist gerð og breytingar stofnanasamninga. Í grein 11.2.1 er kveðið á um að markmið stofnanasamnings séu að færa í hendur stofnunar og sté ttarfélags/starfsmanna útfærslu tiltekinna þátta kjarasamningsins. Jafnframt sé markmið stofnanasamnings að færa ákvörðun um launasetningu starfa nær starfsvettvangi þar sem hægt er að bregðast hraðar við breytingum sem eiga sér stað á störfum og skipulagi stofnana. Þá er kveðið á um það í grein 11.3 að í stofnanasamningi skuli semja um grunnröðun starfa. Verkstjórasamband Íslands og Vegagerðin gerðu hi nn 19. október 2011 samning um viðauka við stofnanasamning aðila frá 5. júní 2007. Í þeim viðauka er kve fyrir dómi kom fram að tilurð ákvæðisins væ r i að rekja til þess að á árinu 2009 hefði verið hrundið af stað tilraun ar verkefni hjá Vegagerðinni sem fól í sér að komið var á f ót þremur vaktstöðvum sem höfðu það verkefni með höndum að vakta vegi á öllu landinu , sérstaklega í te ngslum við vetrarþjónustu. Voru vaktstöðvarnar staðsettar í Hafnarfirði, á Ísafirði og á Reyðarfirði. Haustið 2011 var síðan tekin ákvörðun um að leggja n iður vaktstöðina á Reyðarfirði og að vaktstöðvarnar í Hafnarfirði og á Ísafirði væru komnar til að vera. Stefnandi, Verkstjórasamband Íslands , og Vegagerðin gerðu með sér nýjan stofnanasamning um forsendur og reglur um röðun starfa við stofnunina samkvæmt ákvæðum kjarasamnings Verkstjórasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, dags ettum 30. júní 2004 með síðari breytingum , og er sá stofnanasamningur dagsettur 4. nóvember 2013. Í stofnanasamningnum er kveðið á um tiltekna starfaflokka sem byggi á skipuriti Vegagerðarinnar , þ.m.t. störf vaktstjóra. SFR og Vegagerðin gerðu hinn 24. október 2013 með sama hætti með sér samning um viðauka við stofnanasamning aðila frá 17. apríl 2007 um grunnröðun starfs vaktstjóra hjá Vegagerðinni samkvæmt kjarasamnin gi SFR og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Sá kjarasamningur liggur ekki fyrir í málinu. 7 Í stefnu virðist öðrum þræði vera á því byggt að stefnandi hafi samið með þeim hætti við stefnda að vaktstjórar, sem starfa hjá Vegagerðinni, falli undir samningssvið stefnanda samkvæmt kjarasamningi aðila, og að þeim sé því einungis heimilt að vera aðilar að aðildarfélögum innan stefnanda. Í því ljósi telur stefnandi útilokað að þeir geti tilheyrt réttargæslustefnda, sem er stéttarfélag starfsmanna í þjónustu ríkisins sem ekki eigi aðild að öðru stéttarfélagi. Þessu mótmælir stefndi meðal annars á þeirri f orsendu að í raun heyri vaktstjórar ekki undir kjarasamning stefnanda við stefnda, enda séu þeir ekki verkstjórar. Jafnframt vísar stefndi í þessu sambandi til þess að vaktstjórar hafi frelsi til þess að ákveða í hvoru stéttarfélaginu þeir eru, enda hafi h ann gert samning við þau bæði. Í þessu sambandi telur dómurinn rétt að taka fram að aðild starfsmanna að stéttarfélögum er ekki ráðin til lykta milli samningsaðila í kjarasamningi. Almenna reglan er þvert á móti sú að starfsmenn hafa almennt rétt til þess að stofna til og ganga í stéttarfélög að eigin v ild til verndar hagsmunum sínum en eru þó háðir málefnalegum skilyrðum um inngöngu í slík félög. Um þennan rétt má vísa til 74. gr. stjórnarskrárinnar, sem og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu , sbr. lög nr . 62/1994, og 2. gr. samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 87 um félagafrelsi og verndun þess. Þá er starfsmanni enn fremur heimilt að standa utan stéttarfélags, sbr. 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki verður séð að til staðar séu forgangrétt arákvæði í kjarasamningum aðila máls þessa, enda hefur engum málsástæðum verið teflt fram á þeim grunni. Með því að gera stofnanasamning við Vegagerðina, þar sem þeim sem gegndu starfi vaktstjóra, var raðað í tiltekinn launaflokk í kjarasamningi stefnanda við fjármálaráðherra, var einstökum vak t stjórum samkvæmt framansögðu ekki meinað að ganga í réttargæslustefnda, teldu þeir hag sínum betur borgið með því. Vegagerðin er ríkisstofnun og með úrsögn úr stefnanda er skilyrði 3. gr. í samþykktum réttargæsluste fnda fullnægt. Grein 16.1.1 í kjarasamningi stefnanda við íslenska ríkið breytir engu um rétt þeirra, sem gegna störfum vaktstjóra hjá Vegagerðinni, til þess að ákveða að eigin vild í hvoru stéttarfélaginu þeir eru. Til álita kemur að skilja þennan málat ilbúnað stefnanda á þann veg að Vegagerðinni hafi verið óheimilt, í ljósi ákvæða kjara - og stofnanasamnings stefnanda við stefnda er lúta að samningsaðild stefnanda, að semja við réttargæslustefnda um laun og önnur starfskjör vaktstjóra. Eins og rakið hefu r verið hefur það verið gert með því að Vegagerðin gerði stofnanasamning við réttargæslustefnda 24. október 2013 um grunnröðun vaktstjóra samkvæmt kjarasamningi réttargæslustefnda við íslenska ríkið. Vegagerðin hafði áður gert stofnanasamning við stefnanda um sömu störf, eins og þegar hefur verið gerð grein fyrir, þar sem kjör vaktstjóra voru ákveðin samkvæmt kjarasamningi stefnanda við íslenska ríkið. 8 Við úrlausn á þessu atriði ber að taka fram að stéttarfélag er lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör félagsmanna sinna, enda hafi félagið í samþykktum sínum ákveðið að láta starfsemi sína taka til slíkra málefna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1936 , um stéttarfélög og vinnudeilur . Í lögum nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna , er í 4. gr. einnig kveðið á um að stéttarfélög starfsmanna ríkis og sveitarfélaga eða samtök slíkra félaga fari með fyrirsvar félagsmanna sinna um gerð kjarasamninga. Er megininntak réttar manna til aðildar að stéttarfélögum sá að þau fari með samningsfyrirsvar við kj arasamningsgerð, sbr. meðal annars dóm Félagsdóms frá 6. apríl 2006 í málinu nr. 1/2006. Samkvæmt því sem fram hefur komið fyrir dómi hefur vaktstjóri eftirlit með ástandi vega og tekur ákvarðanir um viðeigan di ráðstafanir þegar færð spillist með fyrirmæ lum til verktaka um aðgerðir. Vegagerðin hefur gengið út frá því að stefnandi fari með samningsfyrirsvar fyrir félagsmenn sína, sem gegna störfum vaktstjóra, þó tt þeir stjórni ekki öðrum starfsmönnum stofnunarinnar fyrir hennar hönd, sbr. grein 16.1.2 í kj arasamningi aðila. Jafnframt er upplýst að hluti vaktstjóra vilja ekki vera í stefna nda heldur í réttargæslustefnda en það félag fer eins og áður segir með samningsfyrirsvar fyrir einstaklinga í þjónustu ríkisins sem ekki eiga aðild að öðru stéttarfélagi. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið verður almennt að ganga út frá því að stefnandi fari með samningsfyrirsvar fyrir þá vaktstjóra , sem eiga aðild að aðildarfélögum stefnanda, en réttargæslustefndi fyrir þá félagsmenn sína sem gegna þessu starfi. Samkvæ mt framansögðu er ekki unnt að fallast á að stefnandi fari um ókomna tíð með samningsaðild fyrir alla vaktstjóra hjá Vegagerðinni. Í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938 kemur fram að einstakir meðlimir stéttarfélaga verði bundnir við löglega gerðar samþykktir og samninga félagsins og eftir atvikum stéttarsambands þess. Við úrsögn úr stéttarfélagi er viðkomandi félagsmaður áfram bundinn af kjarasamningi stéttarfélagsins meðan gildistími kjarasamningsins varir, enda gegni hann starfi sem samningurinn tekur til. Má um þetta atriði vísa til 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938, eins og ákvæðið hefur verið skýrt í d ómaframkvæmd Félagsdóms, sbr. meðal annars dóm frá 27. nóvember 1998 í málinu nr. 18/1998 og dóm frá 12. júlí 2004 í málinu nr. 2/2004. Af þessu leiðir að þei r vaktstjórar hjá Vegagerðin ni, sem áttu aðild að stefnanda en sögðu sig úr stéttarfélaginu og gengu í réttargæslustefnda, voru áfram bundnir af kjarasamningi stefnanda við íslenska ríkið og stofnanasamning i við Vegagerðina þar til gildistími kjarasamnings ins var liðinn. Ekki er efni til nánari umfjöllunar um þetta atriði, enda hefur málið ekki verið lagt fyrir Félagsdóm með tilliti til réttarstöðu einstakra vaktstjóra að þessu leyti. Stefnandi reisir kröfugerð sína jafnframt á því að Vegagerðin hafi, með samkomulagi við réttargæslustefnda um að vaktstjórar verði aðilar að því stéttarfélagi, haft óheimil afskipti af stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna og með því brotið gegn 9 grein 16.1.1 í kjar a samningi stefnanda við ríkissjóð, sbr. fyrrgreindan stofnanasam ning stefnanda við Vegagerðina. Meðal gagna í málinu er endurrit fundargerðar, dagsett réttar gæslustefnda og V egagerðarinnar en þar virðist meðal annars hafa verið útskýrt hvernig það hafi komið til að samið hafi verið við stefnanda. Í fundargerðinni er síðan vísað til þess að mikill meirihluti vaktstjóra vilji fara í réttargæslustefnda og yrði það virt. Þeir vaktstjórar sem kysu að vera áfram í stefnanda yrðu þar en þeir sem yrðu munu fara í SF . Fyrir dómi staðfesti Ólöf Dagný Thorarensen, mannauðsstjóri Vegagerðarinnar, tilvist framangreinds samkomulags við SFR og þá fyrirætlan Vegagerðarinnar að í auglýsingum um laus störf vaktstjór a yrði framvegis tekið fram að nýráðnir vaktstjórar yrðu aðilar að SFR. Enn fremur kom fram hjá vitninu að vaktstjórar á Ísafirði væru nú aðilar að SFR og vaktstjórar í Hafnarfirði væru með sama hætti aðilar að stefnanda. Svo sem rakið hefur verið liggur fyrir að stefnandi hefur gert stofnanasamning við Vegagerðina í samræmi við heimild í kjarasamningi stefnanda og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs um stofnanasamninga um að starf vaktstjóra skuli falla undir kjarasamninginn. Með sama hætti liggur fyrir að V egagagerðin gerði í kjölfarið stofnanasamning við réttargæslustefnda um að sama starf skyldi falla undir kjarasamning SFR og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Meðan svo háttar til, að til staðar eru tveir jafngildir kjarasamningar við tvö stéttarfélög um s ömu störf, er það álit dómsins að Vegagerðin sem atvinnurekandi og aðili að báðum samningum geti ekki samið svo um, þannig að gilt sé, að allir nýráðnir verkstjórar skuli eftirleiðis tilheyra öðru stéttarfélaginu og taka kjör samkvæmt kjarasamningi þess fé lags. Verður hvorki talið að slíkt fái samræmst tilvitnuðum ákvæðum stjórnarskrár eða mannaréttindasáttmála Evrópu né að það sé á forræði atvinnurekanda að hlutast til um eða ákveða stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna með þeim hætti sem fundargerðin frá 2 3. október 2013 ber vott um. Með samkomulaginu frá 23. október 2013 hefur Vegagerðin í raun tekið einhliða ákvörðun gagnvart stefnanda um að virða að vettugi gildandi stofnanasamning Verkstjórasambands Íslands og Vegagerðarinnar, sem gerður er á grunni kja rasamnings fjármálaráðherra f . h. ríkissjóðs og Verkstjórasambands Íslands, að því marki sem samningurinn lítur að framtíðarskipan starfa verkstjóra. Samkvæmt því telur dómurinn að fallast beri á fyrri lið kröfugerðar stefnanda með þeirri breytingu sem grei nir í dómsorði. Í síðari lið kröfugerðar sinnar krefst stefnandi viðurkennin gar á því að Verkstjórasamband Í slands fari með samningsaðild fyrir alla vaktstjóra hjá Vegagerðinni. Miðar kröfugerð þessi að því að að fá viðurkenningu á því að stefnandi 10 geri kjarasamning fyrir alla vaktstjóra um ókomna tíð. Dómurinn hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé unnt að fallast á forsendur stefnanda fyrir þessari kröfu. Þá eru tveir jafngildir stofnanasamnin g ar í gildi um störf vaktstjóra hjá Vegagerðinni, annars vegar við stefnanda og hins vegar við réttargæslustefnda. Af þessum ástæðum verður að sýkna stefnda af þessum kröfulið. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Uppkvaðning dómsins hefur dregist vegna anna dómsforseta. D ó m s o r ð: Viðurkennt er að Vegagerðin braut gegn grein 16.1.1 í kjarasamningi fjármálaráðherra f . h. ríkissjóðs og Verkstjórasambands Íslands f . h. aðildarfélaga þess frá 30. júní 2004 með síðari breytingum, sbr. 7. lið stofnanaþáttar kjarasamningsins, með því að ákveða að allir nýráðnir vaktstjórar skuli vera aðilar að SFR , stéttarfélag i í almannaþjónustu . Stefndi, íslenska ríkið vegna Vegagerðarinnar, skal vera sýkn af öðrum kröfum stefnanda. Málskostnaður fellur niður. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgaso n Ragnheiður Harðardóttir Inga Björg Hjaltadóttir Karl Ó. Karlsson