1 Ár 2015 , miðvikudaginn 14. október , er í Félagsdómi í málinu nr. 20/2015: Læknafélag Íslands (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn íslenska ríkinu (Guðrún Sesselja Arnardóttir hrl.) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 16. september 2015. Málið dæma Sigurður G. Gíslason, varaforseti dómsins, Kolbrún Benediktsdóttir , Guðni Á. Haraldsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Karl Ó. Karlsson. Stefnandi er : Læknafélag Íslands, kt. 450269 - 2639, Hlíðasmára 8, Kópavogi. Stefndi er : Íslenska ríkið, kt. 5402 69 - 6459, Arnarhvoli, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda: Dómkröfur stefnanda eru þær að viðurkennt verði að kandídat sem hefur fengið útgefið tímabundið starfsleyfi/lækningaleyfi frá embætti landlæknis skuli eiga rétt til launa að lágmarki samkvæmt launaflokki 200, sbr. ákvæði 3.2.1 í kjarasamningi fjármála - og efnahagsáðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að viðbættum virðisaukaskatti . Dómkröfur stefnda : Af hálfu stefnda eru gerðar þær dómkröfur að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins . Málavextir: S amkvæmt 14. gr. laga Læknafélags Íslands eig a allir þeir, sem lokið hafa kandídatsprófi í læknisfræði og eru búsettir og/eða starfsandi á félagssvæðinu, rétt til 2 inngöngu í aðildarfélag. Læknafélag Íslands er heildarsamtök þeirra lækna, s em eru félagar í aðildarfélögum Læknafélagsins eða eig a einstaklingsaðild að félaginu með samþykki stjórnar félagsins. Í lögum nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu eru tilgreindar heilbrigðisstofnanir sem reknar eru um landið af hálfu íslenska ríkisins. Sam kvæmt 2. g r. laganna f er ráðherra með yfirstjórn allra heilbrigðismála. F jármála - og efnahagsráðherra f er me ð samningsumboð við lækna og er því aðili að kjarasamningi við stefnanda af hálfu íslenska ríkisins. Nýjasti kjarasamningur fjármála - og efnahagsrá ðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og Læknafélags Íslands, að undanskildu Skurðlæknafélagi Íslands, var gerður þann 7. janúar 2015 . Gildistími samningsins er frá 1. júní 2014 til 30. apríl 2017. Samningurinn gildi r fyrir lækna, aðra en skurðlækna, sem sta rf a á heilbrigðisst ofnunum sem íslenska ríkið rek ur . Samkvæmt grein 1.2 í kjarasamningnum f ellur kandídat undir hugtakið læknir í samningnum nema annað sé tekið fram. Þeir sem lokið haf a sex ára námi og lokið prófi í læknisfræði telj a st kandídatar. Í gil dandi kjarasamningi sem og í eldri kjarasamningi haf a mánaðarlaun verið skilgreind í launaflokkum annars vegar og í þrepum hins vegar. S egir í grein 3.2.1 að kandídat, sem er sá eða sú sem ekki hafi fengið lækningaleyfi, raðist í launaflokk 100, læknir, s em er sá eða sú sem er með lækningaleyfi, raðist í launaflokk 200 - 205, læknir með sérfræðileyfi, sem er sá eða sú sem hafi lokið sérnámi og fengið sérfræðileyfi, raðist í launaflokk 300 - 307 og yfirlæknir, sem er læknir með sérfræðileyfi sem ráðinn er til s tjórnunar o.s.frv., raðist í launaflokka 400 - 407. Samhljóða ákvæði var í gre in 3.2.1 í eldri kjarasamningi. Þann 1. janúar 2013 geng u í gildi ný lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Áður voru í gildi ýmist lög eða reglugerðir um hverja löggilta heilbr igðisstétt, m.a. læknalög nr. 55/1988 um lækna. Í 4. gr. læknalaga var ákvæði þess efnis að ef nauðsyn krefði mætti ráðherra, eftir meðmælum landlæknis, fela læknakandídötum eða læknanemum sem lokið hefðu 4. árs námi, að gegna tilgreindum læknisstörfum um stundarsakir og hefði viðkomandi þá lækningaleyfi á meðan hann gegndi þeim störfum. Kveður s tefnandi að e ftir gildistöku laga nr. 34/2012 hafi embætti landlæknis, sem sér um útgáfu lækningaleyfa, bæði tímabundinna og ótakmarkaðra, ákveðið að allir læknan emar og kandídatar skyldu sækja um tímabundið lækningaleyfi á grundvelli 1. mgr. 11. gr. þeirra. Síðan fá i allir læknanemar og læknakandídatar tímabundið lækningaleyfi/starfsleyfi meðan á kandíd atsári standi . Kandíd atsár sé viðbótarmenntun sem allir þeir s em útskrifast úr læknanámi þurfi að ljúka til að fá almennt lækningaleyfi, sbr. 3. og 4. gr. reglugerðar um menntun, réttindi og skyldur 3 lækna og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi nr. 467/2015, áður reglugerð með sama heiti nr. 1222/201 2. Stefnandi kveður að um langa hríð hafi það verið svo að kandídatar með tímabundið lækningaleyfi í heilsugæslu hafi oftar en ekki fengið laun samkvæmt launaflokki 200. Fram hefur komið að k andídatsefni 2015 telji að þeir eigi allir rétt á launum samkvæm t launaflokki 200 þegar þeir byrja að starfa á kandídatsári hinn 1. júní 2015 . Kveður stefnandi kandídatsefnin hafa sett fram þær kröfur sínar við Landspítala (LSH) á fundi 26. febrúar 2015. Á fundinum hafi einnig verið rakið að í kjaraviðræðum stefnanda o g ríkisins í byrjun árs 2015 hefði stefnandi bent ríkinu á að skilgreininguna á kandídat væri vegna breyttrar framkvæmdar eðlilegt að endurskoða, ella væri framvegis eðlilegt að gera kröfu um að kandídatar fengju laun skv. launaflokki 200 því kandídatar væ ru allir með tímabundið lækningaleyfi. Samninganefnd ríkisins hafi ekki talið ástæðu til að breyta skilgreiningunni þrátt fyrir ábendinguna. Hafi þá verið áréttað að þess mætti vænta að kandídatar myndu framvegis almennt krefjast launa skv. launaflokki 200 , eins og raunin hafi orðið , sbr. áðurnefndan fund með fulltrúum LSH. Stefnandi tekur fram að e ftir fundinn með fulltrúum LSH hafi svo brugðið við að embætti landlæknis hafi breytt eyðublaði því sem er á heimasíðu embættisins um umsókn um tí mabundið læknin galeyfi og kalli það nú tímabundið starfsleyfi . Jafnframt hafi kandídatsefni 2015 fengið upplýsingar um það frá mörgum þeirra heilbrigðisstofnana sem hingað til hafi greitt kandídötum laun samkvæmt launaflokki 200 að kandídötum 2015 muni greitt samkvæmt la unaflokki 100. Í skýringum, sem kandídatsefnin hafi kallað eftir um þessa breyttu framkvæmd hjá sumum stofnunum, kom i fram að miðlægt væri búið að ákveða að kandídatar skyldu fá greitt skv. launaflokki 100. Stefnandi tekur fram að a fstaða heilbrigðisstofna na sem hingað til hafi borgað kandídötum samkvæmt launaflokki 200 hafi borist kandídatsefnunum 2015 . Í ljós hafi komið að stofnanir muni ýmist ætl a að greiða kandídötum 2015 samkvæmt launaflokki 100 eða 200. Málsástæður og lagarök stefnanda . Stefnandi te lur að samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamnings eigi kandíd atar sem hafi fengið tímabundið starfsleyfi/lækningaleyfi rétt til launa samkvæmt launaflokki 200 a.m.k. Stefnandi telur að um leið og kandíd atar hafi fengið tímabundið starfsleyfi/lækningaleyfi frá Landlæknisembættinu beri að greiða þeim laun samkvæmt launaflokki 200 í kjarasamningi enda fullnægi þeir skilyrðum kjarasamningsins um að teljast læknar með lækningaleyfi. 4 Kröfu sína kveðst stefnandi byggja á eftirfarandi ákvæðum kjarasamnings: - Í grein 1 nema annað sé tekið fram. - Í grein 3.2.1 segi að kandídat sem ekki hefur fengið lækningaleyfi skuli fá greidd laun samkvæmt launaflokki 100 en læknir með lækningaleyfi skuli fá laun samkvæm t launaflokki 200 - 205. Stefnandi kveður kjarasamninginn segja skýrt að kandíd at sé sá sem ekki hafi fengið lækningaleyfi. Flestir ef ekki allir kandídatar fá i nú tímabundið starfsleyfi/lækningaleyfi og telj i st því að mati stefnanda falla undir skilgreini ngu kjarasamningsins að vera læknir með lækningaleyfi. E nda geri skilgreiningin á lækni í kjarasamningi stefnanda enga kröfu um að lækningaleyfið sé ótakmarkað og ótímabundið. Stefnandi tekur fram að bæði kandí datar með starfsleyfi/lækningaleyfi og læknir með ótímabundið lækningaleyfi séu með lækningaleyfi með þeim rét tindum og skyldum sem því fylgi , þótt annað sé tímabundið en hitt ekki. Stefnandi telur engu skipta þótt embætti landlæknis hafi frá byrjun mars 2015 breytt heiti hins tímabundna leyfis úr tím abundið lækningaleyfi í tímabundið starfsleyfi. Tímabundið starfsleyfi sem læknakandíd at fái geti aldrei verið annað en tímabundið lækningaleyfi . Í tímabundnu starfsleyfi/lækningaleyfi fel i st að kandíd at hafi allar sömu heimildir og læknir með almennt lækn ingaleyfi og v ísi st t.d. í því sambandi til að kandídat með tímabundið starfsleyfi/lækningaleyfi hafi allar sömu heimildir og læknir til að ávísa lyfjum, svo dæmi sé tekið. Um þetta sé sérstaklega fjallað í 12. gr. reglugerðar um gerð lyfseðla og ávísun ly fja nr. 111/2001 með síðari breytingum. Í greininni sé raunar fjallað um heimildir læknanema með tímabundið lækningaleyfi. Stefnandi kveður forsöguna sýna einnig að ástæða undanþágunnar um tímabundið lækningaleyfi haf i verið sú að gera læknanemum og lækna kandídötum kleift að vinna tiltekin læknisstör f sem fullgildir læknar. Það sé því afstaða löggjafans að læknanemi og læknakandídat með tímabundið lækningaleyfi sé ígildi fullgilds læknis. Í 13. gr. áðurnefn drar reglugerðar nr. 111/2001 sé gert ráð fyrir að aðstoðarlæknar án lækningaleyfis megi skrifa lyfjaávísanir. Breytt framkvæmd embættis landlæknis á útgáfu tímabundinna lækningaleyfa til kandídata eftir g ildistöku laga nr. 34/2012 geri það reglugerðarákvæði þó tilefnislaust því t ímabundna lækningaleyfið tryggi læknakandídötum sömu heimildir og læknum til að ávísa lyfjum, sbr. áðurnefnda 12. gr. reglugerðarinnar. Þá tekur stefnandi fram að í kjarasamningi sé ekki gerður greinarmunur á öðru en kandídat og lækni með lækni ngaleyfi. Enginn greinarmunur sé gerð ur á lækni með 5 tímabundið eða ótímabundið læ kningaleyfi í samningnum enda sé tímabundið lækningaleyfi jafngilt ótímabundnu í vinnu. Hafi ætlunin verið sú að gera greinarmun þar á milli hefði það komið fram í kjarasamningi. Óskýrleiki í kjarasamningi geti e kki leitt til kjaraskerðingar. Ákvæði kjarasamnings er að mati stefnanda alveg skýrt. Hafi kandídat ekki fengið tímabundið starfsleyfi/lækningaleyfi beri honum laun samkvæmt launaflokki 100. Hafi kandídat sem útskrifaður hefur verið úr læknisfræði og feng ið leyfi Landlæknisembættisins til lækninga, hvort sem það leyfi er tímabundið eða almennt, beri honum byrjunarlaun samkvæmt launaflokki 200. Stefnandi kveður það liggja fyrir að margar heilbrigðisstofnanir hafi fram til þessa litið svo á, og þar með túlka ð kjarasamning málsaðila svo, að kandídatar með tímabundið starfsleyfi/lækningaleyfi eigi að fá laun sa mkvæmt launaflokki 200. Það hafi þær gert á grundvelli þess að kandídatarnir séu með tímabundið starfsleyfi/lækningaleyfi. Þegar kandídatsefni 2015 hafi gert almenna kröfu um launaflokk 200 þeim til handa á grundvelli þess að þeir falli í raun undir þann launaflokk vegna tímabundins lækningaleyfis bregði hins vegar svo við að miðlægt virðist reynt að hindra þá kröfu. Það hafi verið gert annars vegar með sk yndilegri og óútskýrðri breytingu embættis landlæknis á því hvað tímabundið lækningaleyfi sé kallað og hins vegar með því að heilbrig ðisstofnanir sem hingað til hafi greitt launaflok k 200 ákveði að breyta þeirri framkvæmd sinni. Þessi gangur málsins sé rak in n í málavaxtalýsingu og sýni að mati stefnanda að stefndi geri sér grein fyrir að krafa kandíd ata 2015 eigi fullan rétt á sér vegna orðalags skilgreininganna í grein 3.2.1. Þá telur stefnandi það skipta máli í þessu sambandi að í kjarasamningaviðræðum a ðila hafi sérstaklega verið á það bent af hálfu stefnanda að eðlilegt væri að breyta skilgreiningu á hugtakinu kandídat svo ekki kæmi upp sá ágreiningur sem nú er uppi. Fulltrúar í samninganefnd ríkisins hafi enga ástæðu talið til breytinga þótt útskýrt væ ri að óbreytt orðalag myndi leiða til þess framvegis að kandídatar myndu gera almenna kröfu um að raðast í launaflokk 200 þar sem þeir væru með tímabundið starfsleyfi/lækningaleyfi. Stefnda hafi verið í lófa lagið við gerð gildandi kjarasamnings að tryggja að sá ágreiningur sem nú er uppi yrði ekki að veruleika. Samninganefnd stefnda hafi kosið að gera það ekki. Stefnandi telur að í máli þessu sé um að ræða ágreining um skilning á kjarasamningi sbr. ákvæði 3. tl. 26. gr. laga nr. 94/1986 og að því falli ág reiningsefnið undir svið Félagsdóms. Stefnandi kveðst bygg ja kröfur sínar fyrst og fremst á kjarasamningi aðila frá 7. janúar 2015. Gildistími samningsins sé til 30. aprí l 2017 en auk þess er vísað til framkvæmdar samkvæmt eldri kjarasamningi frá 5. mars 2 006. Ennfremur sé byggt á 6 lögum nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu, lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012, reglugerð um heilbrigðisumdæmi nr. 1084/2014, reglugerð nr. 111/2001 um gerð lyfseðla og ávísun lyfja með síðari breytingum og reglugerð nr. 467 /2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi, sbr. eldri reglugerð nr. 1222/2012 með sama heiti. Stefnandi vísar til 3. tl. 26. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 um lögsögu F élagsdóms í máli þessu. Krafa stefnanda um málskostnað byggist á 130. gr. laga um meðferð einkamála, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938. Stefnandi kveðst ekki rek a virðisaukaskattskylda starfsemi, sbr. lög nr. 50/1988, og sé óskað eftir að tillit verði tekið til þess við ákvörðun málskostnaðar. Mál sástæður og lagarök stefnda: Stefndi kveður stefnanda byggja málatilbúnað sinn á þeirri túlkun að samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamnings milli aðila, eigi kandídatar sem hafi fengið tímabundið starfsleyfi/lækningal eyfi rétt til launa að lágmarki samkvæmt launaflokki 200, þar sem þeir uppfylli skilyrði kjarasamnings um að teljast læknar með lækningaleyfi. Vísi stefnandi til þess að í grein 1.2 í kjarasamningi aðila segi að rasamningnum nema annað sé tekið fram. Þá sé byggt á því af hálfu stefnanda að í grein 3.2.1 segi að kandídat sem ekki hafi fengið lækningaleyfi skuli fá greidd laun samkvæmt launaflokki 100, en læknir með lækningaleyfi skuli fá laun samkvæmt launaflokki 200 - 205. Stefndi kveður stefnanda halda því fram að þar sem flestir kandídatar fái tímabundið starfsleyfi/lækningaleyfi teljist þeir falla undir skilgreiningu kjarasamningsins að vera læknir með lækningaleyfi, enda sé ekki gerð sérstök krafa um það í kjara samningi aðila að lækningaleyfið sé ótakmarkað eða ótímabundið. Stefndi mótmælir þessum málatilbúnaði stefnanda alfarið. Stefndi kveður að s amkvæmt 4. gr. reglugerðar nr. 467/2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækn ingaleyfi og sérleyfi, nái kandídatsári ð yfir 12 mánaða tímabil. Kandí datsárið hef ji st að loknu 6 ára cand .med. námi í læknisfræði. Um sé a ð ræða klínískt nám sem fari fram á viðurkenndri heilbrigðisstofnun undir handleiðslu og á ábyrgð framkvæmdastjóra læ kninga viðkomandi stofnunar. Til þess að gera læknanemum kleift að starfa á heilbrigðisstofnunum í starfsnámi, fá i þeir útgefið tímabundið starfsleyfi. Hið tímabundna starfsleyfi sé veitt í samræm i við þau skilyrði sem fram komi í 4. gr. laga nr. 34/2012 u m heilbrigðisstarfsmenn, en rétt til að starfa sem heilbri gðisstarfsmaður hér á landi hafi sá einn sem fengið hafi til þess leyfi landlæk nis. Þá segi jafnframt í 1. mgr. 11. gr. laga nr. 34/2012 að læknanemi sem starfi á grundvelli tímabundins 7 starfsleyfis skuli starfa með lækni með ótakmarkað lækningaleyfi. Vísi st nánar um þetta til starfslýsingar læknakandídata á Landspítalanum, en í kafla sem ber i yfirskriftina segi að læknakandídat starfi deildarlækna og lækna með sérfræð ileyfi og er á ábyrgð yfirlæknis í þeirri sérgrein Að jafnaði séu það deildarlæknar sem h afi umsjón með starfi kandídata, sbr. starfslýsing u lækna með lækningaleyfi. Stefndi kveður krö fu stefnanda um að kandídatar njóti launa eins o g læknar með lækningaleyfi fela í sér að kandídatar fengju sömu laun og þeir sem haf i umsjón með starfi þeirra á kandídatsárinu. Slíkt brjóti augljóslega í bága við hefðir og almenn sjónarmið um launamun vegn a mismunandi umfangs og ábyrgðar í starfi . Stefndi kveður að s amkvæmt 2. gr . reglugerðar nr. 467/2015 hafi sá einn rétt til að kalla sig lækni og starfa sem slík ur hér á landi, sem fengið hafi útgefið almennt lækningaleyfi frá landlækni. Samkvæmt 3. gr. re glugerðarinnar megi einungis veita almennt lækningaleyfi þeim sem lokið haf i cand.med. prófi í læknisfræði og starfsnámi samkvæmt 4. gr. reglugerðarinnar . Að loknu kandídatsárinu geti kandídat því sótt um almennt læk ningaleyfi frá landlækni, sem sé skilyrð i fyrir því að v iðkomandi geti kallað sig lækni, starfað sem slíkur hér á landi, sbr. 2. gr. reglugerðarinnar og verið ráðinn til starfa og fengið launaflokkaröðun samkvæmt kjarasamningi sem læknir með lækningaleyfi. Sömu skilyrði fyrir almennu lækningaley fi og rétti til að kalla sig lækni hafi einnig verið að finna í eldri reglugerðum um menntun, réttindi og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi, sbr. reglugerðir nr. 305/1997 og 1222/2002, sem nú séu fallnar brott. Stefndi tekur fram að í l ögum nr. 34/2 012 sé landlækni , sem fyrr segi , veitt heimild í 1. mgr. 11. gr. til að veita læknanema/læknakandídat tímabundið starfsleyfi og skuli hann þá starfa á ábyrgð læknis með ótakmarkað starfsleyfi, svokallað almennt lækningaleyfi. Í 4. gr. eldri l aga nr. 55/1988, þ.e. svokallaðra læknalaga, hafi verið að finna heimild fyrir læknanema til að starfa án ábyrgðar almenns l æknis. Í núgildandi lögum sé sambærileg heimild ekki lengur fyrir hendi, en þó segi í 4. mgr. 11. gr. að handhafi tímabundins leyfis skv. 2. og 3. mgr. 11. gr. (heilbrigðisstarfsmenn með erlent nám eða próf) geti fengið undanþágu frá þessu skilyrði telji landlæknir sérstakar ástæður mæla með því . Þetta gildi hins vegar ekki um læknanema eða kandídata með íslenskt nám eða próf. Af því m egi m.a. draga þá ályktun að í þeim lögum og reglu gerðum sem nú gildi um menntun og starfssvið hei lbrigðisstéttarinnar sem hér sé fjallað um, þ.e. lækna, gildi ólíkar reglur um þá sem eru í starfsnámi og beri starfsheit ið kandídat og svo þá sem starfi undi r starfsheitinu læknir. Í fyrrgreindum reglugerðarákvæðum og l ögum um heilbrigðisstarfsmenn sé ljóst að sá sem hafi lokið cand.me d. prófi í læknisfræði og leggi stund á starfsnám, hafi ekki sömu stöðu og sá sem lokið hafi slíku starfsnámi og hafi að auki l ækningale yfi frá 8 landlækni. Beinlínis sé gert ráð fyrir því í lögum nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn og reglugerð nr. 467/2015 að staða þeirra og ábyrgð innan heilbrigðisstof nana sé ólík, eins og rakið hafi verið. Stefndi tekur fram að f yrstu læknalög hafi verið sett hér á landi árið 1911 með lögum nr. 38/1911. Árið 1932 hafi verið gerðar lagabreytingar á þá leið að sérstakt leyfi heilbrigðisstjórnarinnar hafi þurft til þess að mega stunda lækningar, kandídatsprófið eitt og sér hafi ekki dugað lengur. Á stæðan hafi verið sú að árangur í námi réttlætti ekki skilyrðislausa leyfisveitingu, aðrir þættir þyrftu að koma til. Hafi þetta verið áréttað enn frekar með breytingalögum nr. 51/1942, en þar hafi verið gert að skilyrði fyrir ótakmörkuðu lækningaleyfi að umsækjendur hefðu starfað sem svokallaðir aðstoðarlæknar í allt að 6 mánuði að námi loknu. Hafi þessi skilyrði um eiginlegt starfsnám kandídata áður en þeir fá i almennt og ótakmarkað lækningaleyfi haldist óbreytt að efni til allt til d agsins í dag, utan þe ss að nú sé krafist 12 mánaða starfsnáms. Af hálfu stefnda er f ullyrðingum í stefnu, um að skyndilegar breytingar á tímabundnum starfsleyfum kandídata hafi verið gerðar í kjö lfar nýs kjarasamnings aðila, mótmælt sem röngum. Þrátt fyrir að heiti eyðublaðs u m umsókn um það eitt og sér ekki þeim lögbundnu kröfum sem settar eru fram í lögum nr. 34/2012 um veitingu slíks leyfis, sbr. 1 1. gr. laganna, þar sem talað sé beinlínis um lagsbreyting á eyðublaðinu get i með engu móti falið í sér neina efnisbreytingu á inntaki hinna lögbundnu krafna, sbr. lög nr. 34/2012 og reglugerð nr. 467/2015, heldur hafi þetta orðalag verið talið í betra samræmi við skýr ákvæði laganna og reglugerðarinnar. Stefndi telur ljóst af framangreindu að í áratugi hafi verið gerður skýr greinarmunur á stöðu kandídata í starfsnámi og almennra lækna. Hið tímabundna starfsleyfi/lækningaleyfi sem kandídatar fá i útgefið hjá landlækni s é því eingöngu til komið svo þeim sé unnt að ljúka starfsnámi á svokölluðu kandídatsári, sem sé skilyrði fyrir því að geta hlotið almennt, ótímabundið lækningaleyfi. Stefndi tekur fram að kjarasamningur aðila hafi verið undirritaður þan n 7. janúar sl. Samn ingurinn sé afturvirkur og gildi frá 1. júní 2014 til 30. apríl 2017. Í þessum kjarasamningi, sem og fy rri samningum milli aðila, hafi verið mælt fyrir um röðun starfsheita í launaflokka í k afla 3.2. Af hálfu stefnanda sé vísað til greinar 1.2 í samningnu m, þar sem segi : og því haldið fram með vísan til þessa ákvæðis að starfsheitið læknir í kjarasamningnum taki einnig t il kandídata. Í grein 3.2.1 séu hins vegar talin up p þau starfs heiti sem undir samninginn heyri , þ.e. kandídat (sem ekki hefur fengið lækningaleyfi), læknir (með lækningaleyfi), læknir með sérfræðileyfi og 9 yfirlæknir. Þar sem starfsheitið kandídat sé þarna nefnt sérstaklega , sé að mati st efnda ljóst að hug takið læknir eig i ekki við um kandídat þegar fjallað sé um röðun í launaflokka og skilgreiningu starfa í kjarasamningi aðila. Af síðarnefnda ákvæð inu megi ráða að gerður sé sérstakur greinarmunur á kandídat og lækni þegar komi að launaflokkaröðun í kjarasa mningnum. Samningsaðilar hafi ekki gert efnisbreytingu á þessari grein kjarasamningsins við gerð nýs kjar asamnings í janúar 2015 og hafi greinin því verið óbreytt um árabil. Stefndi kveður þá málsástæðu stefnanda, að unnt sé að gagnálykta frá skilgreiningu nni í grein 3.2.1 í kjarasamningi, á þá leið að kandídatar með tímabundið starfsleyfi skuli teljast til lækna með læ kningaleyfi, gangi ekki upp. Tilgreint ákv æði í kjarasamningnum staðfesti að mati stefnda ein ungis að lækningaleyfi eða tímabundið starfsleyfi teljist ekki ráðni ngarforsenda kandídats . Ekki sé með nokkru móti unnt að fallast á það með stefnanda að kandídat geti færst á milli starfa/starfsheita við það eitt að fá tímabundið starfsleyfi. Kandídat ve rði ekki talinn læknir með lækningaleyfi með þeim rét tindum og skyldum sem því fylgi fyrr en hann hafi , í fyrsta lagi lokið sex ára cand.med. námi í læknisfræ ði, í öðru lagi lokið kandí datsárinu, í þriðja lagi fengið almennt lækningaleyfi frá landlækni og síðast en ekki síst fengið ráðningu í nýtt starf læknis með lækningaleyfi . Tímabundið starfsleyfi eða jafnvel almennt lækningaleyfi eitt og sér dugi ekki til að kandídat færist á milli starfa/starfsheita og þar með úr launaflokki 100 í launaflokk 200, því hann hækki ekki í launum fyrr en hann hafi verið ráðinn í starf læknis með formlega breyttum eða nýjum ráðningarsamningi. Þá sé því alfarið mótmælt að það sé afstaða löggjafans að læknanemi og læknakandídat með tímabundið lækningaleyfi sé . Ef svo væri hefði löggjafinn væntanlega ekki talið ástæðu til að gera sérstaklega grein fyrir því að læknakandí dat starfi alltaf á ábyrgð læknis með almennt lækningaleyfi. Stefndi telur því ljóst samkvæmt framansögðu að tímabundið star f sleyfi ka ndídata samkvæmt 1. mgr. 11. gr. laga nr. 34/2012 sé ekki jafngilt almennu lækningaleyfi í skilningi reglugerðar nr. 467/2015 eða grein 3.2.1 í kjarasamningi aðila. Grein 3.2.1 sé að mati stefnda mjög skýr um það hver launaflokkur kandídata með tímabundið starfsleyfi skuli vera og telur stefndi þá röðun vera í fullu samræmi við þær lögmæltu kröfur og skilyrði sem gerð séu til heilbrigðisstarfsmanna og rá ðningar þeirra til stofnana. Sé því ekki tekið undir þau sjónarmið stefnanda að kjarasamningurinn sé ósk ýr að þessu leyti, heldur sé grein 3.2.1 þvert á móti mjög skýr hvað þennan greinarmun varð i . Stefndi kveður stefnanda vísa til þess í stefnu að ákveðnar heilbrigðisstofnanir greiði kandídötum laun samkvæmt launaflokki 200 í stað launaflokks 100 eins og k jarasamningurinn mæli fyrir um að skuli gert. Stefnandi leggi fram máli sínu til 10 stuðnings, annars vegar launaseðil Bjarna Þorsteinssonar, dags. 1. maí 2015, vegna starfa hans hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands og hins vegar launaseðil Úlfs Thoroddsen, dag s. 1. júlí 2014, vegna starfa hans hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Af lau naseðlum þessum sjáist að Bjarna sé raðað í launaflokk 100 en Úlfi í launaflokk 200. Ef skoðaðir séu launaseðlar þessara sömu aðila á meðan þeir hafi báðir verið starfandi hj á Heilbrigðisstofnun Vesturlands megi sjá að Úlfur hafi , líkt og Bjarni, einnig fengið greidd laun samkvæmt launaflokki 100 á meðan hann hafi starfa ð þar. Af framlögðum gögnum megi vera ljóst að ekki hafi verið eining meðal heilbrigðisstofnana um launaflok karöðun kandídata, þrátt fyrir að jafnræðis sé gætt við launaflokkaröðun innan hverrar stofnunar. Stefndi tekur fram að þ að að ákveðnar heilbrigðisstofnanir hafi greitt kandí dötum samkvæmt hæ rri launaflokkaröðun en mælt sé fyrir um í kjarasamningi breyti h ins vegar ekki skýru kjarasamningsákvæði um launaröðun kandídata í launaflokk 100. Stefndi fellst ekki á það sem röksemd fyrir almennri röðun kandídata í launaflokk 200, að sumar heilbrigðisstofnanir hafi greitt kandídötum laun samkvæmt þeim launaflokki, þ rátt fyrir orðalag í grein 3.2.1. Rétt sé að geta þess að stefnda hafi ekki verið kunnugt um að einstaka stofnanir hafi ákveðið að yfirborga kandídata fyrir sitt vinnuframlag og geti slík framkvæmd, sem sé hvorki í samræmi við gildandi kjarasamning né hel dur skilning og túlkun stefnda á honum, ekki skapað almennan rétt eða breytt með nokkru móti gildu ák væði í kjarasamningi. Hafi slík framkvæmd ekkert með skilgreiningu starfsheita í kjaras amningi að gera, né heldur geti framkvæmdin leitt til þess að starfs heitið kandídat verði sem slíkt í raun óvirkt í nýgerðum kjarasamningi aðila. S tarfsheitið kandíd at sé óbreytt í kjarasamningnum frá því sem áður hafi verið og tilg reining launaflokks sú sama. Sé því samkvæmt framansögðu alveg ljóst að mati stefnda, að fra mkvæmd ei nstaka heilbrigðisstofnana geti ekki myndað venju sem vík i til hliðar áratugalangri lagaframkvæmd og skýru ákvæði kjarasamnings. Stefndi byggir samkvæmt framansögðu á því að grunnröðun kandídata í launaflokk samkvæmt grein 3.2.1 í kjarasamningi að ila geti aldrei orðið önnur en launaflokkur 100 að óbreyttum kjarasamningnum og þeim lögum og reglugerðarákvæðum sem við eig i og rakin hafi verið. Stefndi kveðst því kre f jast sýknu af öllum kröfum stefnanda og sé málatilbúnaði félagsins mótmælt í heild sin ni. Til stuðnings kröfum stefnda um málskostnað er vísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Forsendur og niðurstaða: Mál þetta á undir Félagsdóm skv. 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986. 11 Deila aðila málsins snýst um það hvort læ knakandídat, sem hefur fengið útgefið tímabundið lækningaleyfi/starfsleyfi frá embætti landlæknis, skuli eiga rétt til launa að lágmarki samkvæmt launaflokki 200 í kjarasamningi aðila frá 7. janúar 2015, eða hvort læknakandídatinn skuli taka laun samkvæmt launaflokki 100. samningnum, nema annað sé tekið fram. Í grei n 3.2.1 segir um röðun starfsheita í launaflokka að starf s heitið kandídat, sem er skilgreint sem kandídat sem ekki hefur fengið lækningaleyfi, skuli taka laun samkvæmt launaflokki 100. Þá segir að starfsheitið læknir, sem er skilgreint sem læknir með lækningaleyfi, skuli taka laun samkvæmt launaflokki 200 til 205. Þá er í ákv æ ðinu fjallað um röðun í launaflokka f yrir starf s heitið læknir með sérfræðileyfi, sem skuli taka laun samkvæmt launaflokki 300 til 307 , sem og starfsheitið yfirlæknir sem skuli taka laun samkvæmt launaflokki 400 til 407. Í framanlýstri röðun starfsheita í launaflokka er hvergi tekið fram að k andídatar skuli taka laun samkvæmt hærri launaflokki en 100 og er þeirra aðeins getið sérstaklega í tengslum við launaflokk 100. Í starfsheitum og skilgreiningum sem eiga við launaflokka hærri en 100 er ekki getið um kandídata. Þá er hvergi getið um kandíd ata sem hafi fengið útgefin hin tímabundnu leyfi, en aðeins getið um kandídat sem ekki hafi fengið lækningaleyfi. Verður ekki séð að gert sé sérstaklega ráð fyrir skilsmun á kandídötum eftir því hvort þeir hafa fengið útgefið hið tímabundna leyfi eða ekki. Í málinu hafa verið lagðar fram tillögur samninganefndar stefnanda frá 12. júní 2014 fyrir samningaviðræður við stefnda sem enduðu með gerð framangreinds kjarasamnings. Þar er lýst tillögu samninganefndar stefnanda um að starfsheitið kandídat taki laun s kv. launaflokki 100 og kandídat er þar skilgreindur sem kandídat sem hefur tímabundið lækningaleyfið. Ekki er getið um aðra kandídata í tillögunum. Þá eru þar settar fram tillögur um að læknir taki laun skv. launaflokkum 200 til 400 og sérfræðilæknar og yf irlæknar skv. hærri launaflokkum. Við aðalmeðferð gaf skýrslu Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna. Hún lýsti því að ekki hafi verið vilji til þess hjá viðsemjandanum að breyta ákvæði kjarasamningsins samkvæmt tillögu samninganefndar ste fnanda. Lýsti vitnið því að áður hafi kandídatar ekki haft tímabundið lækningaleyfi nema þeir sem hafi starfað úti á landi á heilsugæslustöðvum. Ekki hafi þeir haft slíkt leyfi inni á sjúkrahúsum. Þessu hafi verið breytt þegar lög nr. 34/2012 tóku gildi. E kki hafi verið á það við samningsgerðina að kandídatar væru með lækningaleyfi og myndu þ ví væntanlega skv. því krefjast þess að vera raðað í launaflokk 200. Ekki hafi því verið 12 svarað sérstaklega af hálfu stefnda við samningsgerðina. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir því af hálfu samninganefndar stefnanda að þeir kandídatar sem væru nýútsk rifaðir væru í launaflokki 100. Ekki hafi verið gerð krafa um það af hálfu stefnanda að kandídötum yrði raðað í launaflokk 200. Í 3. gr. laga nr. 34/2012 eru taldar upp löggiltar heilbrigðisstéttir. Þar eru læknar tilteknir í 12. lið, en kandídata ekki ge tið. Í 4. gr. laganna segir að rétt til að nota starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar skv. 3. gr. og starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi hafi sá einn sem fengið hafi til þess leyfi landlæknis. Í 11. gr. laganna segir um tímabundin starfsleyfi að landlæknir megi, ef nauðsyn krefur, veita þeim sem lokið hafa fjórða árs námi við lækænadeild Háskóla Íslands eða sambærilegu námi erl endis tímabundið starfsfleyfi til að sinna tilgreindum læknisstörfum. Í slíkum tilvikum skuli læknanemi starfa með læk ni með ótakmarkað starfsleyfi. Í reglugerð nr. 467/2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og s érfræðileyfi segir að hún gildi m.a. um læknakandídata sem sækja um almennt lækningaleyf i . Um almennt lækning aleyfi segir í 2. gr. reglugerðarinnar að r étt til að kalla sig lækni og starfa sem slíkur hér á landi hafi sá einn sem fengið hafi útgefið almennt lækningaleyfi frá landlækni. Í 3. gr. reglugerðarinnar, sem fjallar um skilyrði fyrir veitingu almenns lækni ngaleyfis, segir að leyfi skv. 2. gr. megi veita þeim sem lokið hafi sex ára námi (360 ETCS) sem lýkur með embættisprófi, cand. med. prófi í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands og starfsnámi skv. 4. gr. Í 4. gr. reglugerðarinnar er fjallað um starfs nám til almenns lækningaleyfis. Segir m.a. að það skuli vera 12 mánaða klínískt nám og skuli fara fram á viðurkenndri heilbrigðisstofnun eða viðurkenndri heilbrigðisstofnunar undir handleiðslu og samkvæmt marklýsingu fyrir starfsnám til starfsleyfis. Starf snámið fari fram á ábyrgð framkvæmdastjóra lækninga viðkomandi stofnunar. Þá kemur fram að tryggja skuli að læknakandídat öðlist fullnægjandi starfsþjálfun samkvæmt marklýsingu. Kemur jafnframt fram að ráðherra skipi nefnd og skuli formaður nefndarinnar st aðfesta á grundvelli vottorða frá framkvæmdastjórum læknkinga þeirra stofnana þar sem námið fór fram að læknakandídat hafi lokið starfsnámi á fullnægjandi hátt. Samkvæmt framansögðu er ljóst að þrátt fyrir að kandídatar kunni að sinna sambærilegum eða sam skonar störfum og læknar með almennt og ótakmarkað lækningaleyfi, að þá er starfið að því leyti eðlisólíkt að það er í rauninni nám og fer fram undir handleiðslu og á ábyrgð framkvæmdastjóra lækninga viðkomandi stofnunar eða deildar. Þá er ljóst að raunve rulegur munur er á starfsleyfi sem kandídat hefur fengið frá landlækni, sem er tímabundið, og almennu ótakmörkuðu lækningaleyfim, en fram 13 hefur komið að læknakandídat getur ekki sinnt starfsnáminu án þess að hafa fengið til þess umrætt tímabundið leyfi frá landlækni. Þá hefur komið fram að engir læknakandídatar starfa án umrædds tímabundins leyfis og myndi það leiða til þess að enginn lækna kandídat myndi taka laun samkvæmt launaflokki 100 ef kröfur stefndanda næðu fram að ganga, en það getur ekki hafa veri ð ætlun samningsaðila. Þrátt fyrir að í grein 1.2 í kjarasamningi aðila segi að kandídat falli undir hugtakið læknir í samningnum, nema annað sé tekið fram, þá þykir stefnandi ekki geta byggt kröfu sína á því þar sem í grein 3.2.1 er sérstaklega fjallað b æði um lækna og kandídata, en það verður ekki skilið á annan hátt en þann að þá falli kandídat ekki undir hugtakið læknir í skilningi ákvæðisins. Þá verður að telja ó líklegt að við samningsgerðina hafi vakað fyrir samningsaðilum að kandídat taki laun samk væmt sama launaflokki og læknir með almennt og ótakmarkað lækningaleyfi, en hann er einn þeirra sem sér um starfsnám kandídatsins og er honum til handleiðslu. Þá er jafnframt óhjákvæmilegt að geta þess að í kröfugerð samninganefndar stefnanda við gerð kja rasamnings voru ekki gerðar um það kröfur að kandídatar tækju laun samkvæmt hærri launaflokki en launaflokki 100. Stefnandi hefur m.a. vísað til þess að einhverjar heilbrigðisstofnanir hafi ákveðið að greiða og greitt kandídötum laun samkvæmt launaflokki 200. Það er þó mat dómsins að stefnandi geti ekki byggt kröfu sína á þessu enda getur þetta ekki breytt efni kjarasamningsins eða haft sérstök áhrif á túlkun hans, enda ekki í samræmi við þann eðlismun sem er á starfi læknis með almennt ótakmarkað lækninga leyfi annars vegar og starfi kandídats með tímabundið starfsleyfi/lækningaleyfi hins vegar. Engu getur heldur breytt í þessu efni að embætti landlæknis hafi breytt umsóknareyðublaði um hið tímabundna starfsleyfi, enda ræðst efni og inntak leyfisins af öðru m þáttum. Samkvæmt framansögðu verður stefndi sýknaður af öllu kröfum stefnanda í málinu. Samkvæmt 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938 er rétt að stefnandi greiði stefnda málskostnað og er hann hæfilega ákveðinn k r. 400.000. D ó m s o r ð: Stefndi, íslenska ríkið, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Læknafélags Íslands. Stefnandi greiði stefnda kr. 400.000 í málskostnað. Sigurður G. Gíslason Guðni Á. Haraldsson Kolbrún Benediktsdóttir Inga Björg Hjaltadóttir 14 Sé ratkvæði Karls Ó. Karlssonar Ég er ósammála áliti meirihluta dómenda í máli þessu. Aðilar máls þessa deila um það hvort læknakandídat, sem hefur fengið útgefið tímabundið lækningaleyfi/starfsleyfi frá embætti landlæknis, skuli eiga rétt til launa að lágmar ki samkvæmt launaflokki 200 í kjarasamningi aðila frá 7. janúar 2015, eða hvort læknakandídatinn skuli taka laun samkvæmt launaflokki 100. Ekki er um það deilt að með hugtökunum kandídat og læknakandídat í máli þessu er átt við læknanema sem lokið hefur 6 ára námi og cand med prófi í læknisfræði. samningnum, nema annað sé tekið fram. Í grein 3.2.1 segir um röðun starfsheita í launaflokka að starf s heitið kandídat, sem er sk ilgreint sem kandídat sem ekki hefur fengið lækningaleyfi, skuli taka laun samkvæmt launaflokki 100. Þá segir að starfsheitið læknir, sem er skilgreint sem læknir með lækningaleyfi, skuli taka laun samkvæmt launaflokki 200 til 205. Þá er í ákvæðinu fjallað um röðun í launaflokka fyrir starf s heitið læknir með sérfræðileyfi, sem skuli taka laun samkvæmt launaflokki 300 til 307, sem og starfsheitið yfirlæknir sem skuli taka laun samkvæmt launaflokki 400 til 407. Samkvæmt 4. gr. áður gildandi læknalaga nr. 53/ 1988, var landlækni heimilað ef nauðsyn krefði að fela læknakandídötum eða læknanemum, sem lokið höfðu 4. árs námi, að gegna tilgreindum læknisstörfum um stundarsakir og að viðkomandi hefði þá lækningaleyfi á meðan hann gegndi þeim störfum. Kveðið var á um það í 2. mgr. 4. gr. að í slíkum tilvikum skyldi læknanemi starfa með lækni, en þó var heimilt að víkja frá ákvæði 2. mgr. ef sérstakar ástæður mæltu með því, sbr. 3. mgr. sömu greinar. Ákvæði 4. gr. læknalaga gerði þannig ráð fyrir þeirri meginreglu að h andhafi slíks tímabundins lækningaleyfis skyldi starfa með lækni, nema fyrir lægi sérstök undanþága þar að lútandi frá landlækni. Þann 1. janúar 2013 tóku í gildi ákvæði laga nr. 34/2012, um heilbrigðisstarfsmenn, en lög þessi leystu m.a. af hólmi ákvæði læknalaga nr. 53/1988, með síðari breytingum. Í 3. gr. laga nr. 34/2012 eru taldar upp löggiltar heilbrigðisstéttir. Þar eru læknar tilteknir í 12. lið, en kandídata er ekki sérstaklega getið í lögunum. Í 4. gr. laganna segir að rétt til að nota starfsheit i löggiltrar heilbrigðisstéttar skv. 3. gr. og starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi hafi sá einn sem fengið hafi til þess leyfi landlæknis. Í 11. gr. laganna segir um tímabundin starfsleyfi að landlæknir megi, ef nauðsyn krefur, veita þeim sem lok ið hafa fjórða árs námi við læknadeild Háskóla Íslands eða sambærilegu námi erlendis tímabundið starfsleyfi til að sinna tilgreindum læknisstörfum. Í slíkum tilvikum skuli læknanemi starfa með lækni með ótakmarkað lækningaleyfi. Í umfjöllun um 11. gr. í gr einargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 34/2012, segir m.a: 15 landlækni verði heimilt að veita læknanemum sem lokið hafa fjórða árs námi í læknisfræði tímabundið starfsleyfi, ef nauðsyn krefur, til að sinna tilgreindum lækn isstörfum. Ákvæði um tímabundið starfsleyfi læknanema og læknakandídata er nú í 4. gr. læknalaga. Við nánari athugun þótti ekki fært að fella brott þessa heimild, en henni hefur verið beitt þegar læknanemar eða læknakandídatar hafa gegnt afleysingastörfum á heilsugæslustöðvum í dreifbýli og þurfa að geta gefið út lyfjaávísanir. Í slíkum tilvikum skal læknanemi starfa með lækni með ótakmarkað lækningaleyfi. Ekki er gert ráð fyrir heimild til að víkja frá skilyrði um að læknanemi starfi með lækni eins og nú e Það leiðir af ákvæðum reglugerðar nr. 467/2015, um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi , sem sett er á grundvelli ákvæða laga nr. 34/2012, að til þess að kandída t geti öðlast almennt lækningaleyfi þarf viðkomandi að hafa undirgengist 12 mánaða klínískt starfsnám samkvæmt nánari fyrirmælum reglugerðarinnar. Ekki verður séð að það sé skilyrði slíks starfsnáms að kandídat þurfi að hafa á að skipa tímabundnu starfsley fi/lækningaleyfi í skilningi 1. mgr. 11. gr. laga nr. 34/2012. Að framangreindu virtu er ljóst að með setningu laga nr. 34/2012 var sú efnisbreyting ein gerð að læknanemum eða læknakandídötum sem fá útgefið tímabundið starfsleyfi/lækningaleyfi frá landlæk ni er frá gildistöku laganna í öllum tilvikum skylt að starfa með lækni sem hefur á að skipa ótakmörkuðu lækningaleyfi. Undanþáguregla sem áður var til staðar í 3. mgr. 4. gr. læknalaga var þannig afnumin. Útgáfu tímabundins starfsleyfis/lækningaleyfis með þessum hætti til kandídats fylgja auknar skyldur, aukin réttindi og meiri ábyrgð, eins og ráða má m.a. af ákvæðum laga 34/2012, tilvitnuðum orðum frumvarpsins og ákvæðum reglugerðar nr. 101/2001, þó svo stöðu kandídats sem þannig er ástatt um verði ekki j afnað við stöðu læknis með ótakmarkað lækningaleyfi. Óumdeilt er að fyrir setningu laga nr. 34/2012, um heilbrigðisstarfsmenn, fengu þeir kandídatar sem störfuðu í héraði útgefið sérstakt tímabundið lækningaleyfi í samræmi við áður greind ákvæði læknalaga. Verður ekki annað ráðið af málatilbúnaði aðila og framlögðum gögnum en að þessum kandídötum hafi þá verið raðað í launaflokk 200 og að þeir hafi þá fengið greidd laun til samræmis óháð því hvort undanþáguregla 3. mgr. 4. gr. læknalaga hafi gilt um læknale yfið eður ei. Áður hefur verið vikið að skilgreiningum launaflokkaröðunar í gr. 3.2.1. í kjarasamningi aðila máls þessa, sem og gr. 1.2. Við aðalmeðferð kom fram í málflutningi lögmanns stefnanda að ákvæðin hafi verið efnislega óbreytt a.m.k. frá árinu 200 6. Engin andmæli komu fram við þeirri fullyrðingu af hálfu stefnda. Fallist er á það með stefnanda að ákvæði 3.2.1. í kjarasamningi aðila gerir ekki greinarmun á því hvort lækningaleyfi sé tímabundið eða ótímabundið. Ákvæðið gerði og gerir heldur ekki grei narmun á því hvort sá sem hlotið hefur lækningaleyfi starfi með 16 öðrum lækni, sbr. 2. mgr. 4. gr. áður gildandi læknalaga eða 2. málsl. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 34/2012, eða hvort viðkomandi starfi án annars læknis sbr. áður gildandi undanþágureglu 3. mgr. 4. gr. læknalaga. Hefði það verið ætlun aðila kjarasamningsins að allir kandídatar skyldu raðast í launaflokk 100 má ennfremur ætla að skilgreining ákvæðisins hefði verið orðuð með öðrum hætti, en telja verður að stefndi verði að bera hallan af því eins og atvikum er háttað. Við úrlausn málsins tel ég að ekki sé unnt að draga sérstakar ályktanir út frá kröfugerð samninganefndar stefnanda, sem er meðal málsgagna, og sett var fram við stefnda í aðdraganda kjarasamningsviðræðna á árinu 2014. Kröfugerðin, sem telur alls 41 bls., hefur að geyma víðtækar tillögur til breytinga á kjarasamningi aðila, sem ekki náðu allar fram að ganga, sbr. einnig framburð Sigurveigar Pétursdóttur formanns samninganefndar stefnanda fyrir dómi, þ.m.t. sú krafa stefnanda að gerð yrði uppstokkun á launaflokkaröðun þeirra félagsmanna sem stefnandi hefur kjarasamningsumboð fyrir gagnvart stefnda. Að sama skapi tel ég það ekki skipta máli við úrlausnina hvort tiltekinn launaflokkur í kjarasamningi kunni að verða óvirkur í framkvæmd, enda fjölmörg dæmi um slíkt í umhverfi kjarasamninga. Með hliðsjón af því sem rakið hefur verið tel ég að fallast beri á þá kröfu stefnanda að viðurkennt verði að kandídat sem hefur fengið útgefið tímabundið starfsleyfi/lækningaleyfi frá embætti landlæknis sku li eiga rétt til launa að lágmarki samkvæmt launaflokki 200, sbr. ákvæði 3.2.1. í kjarasamningi fjármála - og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar. Eftir þessum úrslitum tel ég að dæma beri stefnanda málskostnað úr hendi stefnda er teljist hæfilega ákvarðaður 400.000 kr. Karl Ó. Karlsson