FÉLAGSDÓMUR Dómur föstudaginn 11. febrúar 20 2 2 . Mál nr. 11 / 2021 : BSRB, fyrir hönd Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu ( Gísli G. Hall lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins, f yrir hönd Isavia ohf. ( Álfheiður M. Sívertsen lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 18. janúar sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Sonja H. Berndsen og Valgeir Pálsson. Stefnandi er BSRB fyrir hönd Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu, Grettisgötu 89 í Reykjavík . Stefndi er Samtök atvinnulífsins , Borgartúni 35 í Reykjavík , fyrir hönd Isavia ohf. , Reykjavíkurflugvelli í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að greiða beri starfsmönnum, sem heyra undir kjarasam ning Sameykis við Samtök atvinnulífsins f yrir hönd Isavia ohf., yfirvinnulaun fyrir unnar stundir umfram 36 vinnustundir á viku, frá og með 1. janúar 2021, og að vinnuveitanda sé óheimilt að lengja 36 vinnustunda vinnuviku með einhliða ákveðnum neysluhléum án þess að yfirvinnulaun komi fyrir. 2 Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda . Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst sýkn u af kröfum stefnanda og málskostnað ar úr hendi stefnanda. Málavextir 4 Hinn 3. apríl 2019 var undirritaður kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsin s , VR og aðildarfélaga Alþýðusambandsins sem hefur verið kallaður Lífskjarasamningurinn. Í kynningu Samtaka atvinnulífsins vegna samningsins var meðal annars vísað til þess að eitt af markmiðum hans væri að st u ðla að styttri og sveigja nlegri vinnutíma sem tæki mið af mismunandi þörfum fólks og fyrirtækja. Þá var vísað til þess að starfsfólk ætti möguleika á að kjósa um styttri vinnuviku á hverjum vinnustað , sem og að starfsfólk og atvinnurekendur velji það fyrirkomulag sem henti best á hverjum vinnustað. 2 5 Stefnandi, Félag flugmálastarfsmanna ríkisins og Landssamband sjúkra - og slökkviliðsmanna áttu í viðræðum við stefnda um endurn ýjun kjarasamninga frá mars 2019. Hinn 21. janúar 2020 undirritaði Félag flugmálastarfsmanna ríkisins kjaras amning við stefnda þar sem gert var ráð fyrir framlengingu gildandi kjarasamning með tilteknum breytingum . Samhljóða kjarasamningur komst á milli máls aðila 3. apríl 2020 þar sem samið var um framlengingu gildandi kjarasamnings til 31. október 2022 með nánar tilgreindum breytingum. 6 Það liggur fyrir að aðilar komust ekki að samkomulag i um styttingu á vinnutíma starfsmanna. Af þ essum sökum var g erð svohljóðandi bókun við kjarasamninginn: FFR, Sameyki og LS O S) skal falið að komast að niðurstöðu um lokaútfærslu um styttingu vinnuvikunnar þar eð samkomulag liggur fyrir um að heimilt sé að stytta vinnuvikuna þannig að virk ur vinnutími verði að hámarki 36 vinnustundir á viku að jafnaði. Breyting á skipulagi vinnutíma á að öðru óbreyttu ekki að leiða til breytinga á launum eða launakostnaði vegna starfsmanna. Jafnframt er forsenda breytinganna að starfsemi Isavia raskist ekki og að þjónustan sé af sömu eða betri gæðum og áður. Gert er ráð fyrir því að niðurstöður um útfærsluna liggi fyrir eigi síðar en 1. október 2020 og að nýtt fyrirkomulag vinnutíma taki gildi 7 Í samræmi við þessa bókun var skip aður vinnuhópur sem hittist á fundum í þ ví skyni að útfæra s t yttingu vinnuvikunnar fyrir starfsmenn Isavia ohf. Þrátt fyrir að niðurstaða vinnuhópsins lægi ekki fyrir 1. október 2020 eða fyrir áramótin ákvað stefndi Isavia ohf. að stytta skyldi vinnutíma starfsmanna frá og með 1. janúar 2021. Stefnandi telur útfærslu stefnda ekki vera í samræmi við fyrrgreinda bókun þar sem vinnutími starfsmanna sé lengri en 36 stundir á viku . Þá beri í öllu falli að greiða starfsmönnum yfirvinnulaun vegna þess tíma sem um fram er og geti stefndi ekki ákveðið að neysluhlé teljist ekki hluti vinnutíma . Málsástæður og lagarök stefnanda 8 Stefnandi byggir á því að málið eigi undir Félagsdóm þar sem það snúist um skýringu á kjarasamningsákvæðum , sbr. 2. t ölulið 1. mgr. 44. gr. lag a nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 9 Stefnandi vísar til þess að aðila greini á um skýringu á fyrrgreindri bókun um vinnutímastyttingu sem sé hluti af kjarasamning i aðila . Fram komi í bókuninni að samkomulag liggi fyrir um að heimilt sé að stytta vinnuvikuna þannig að virkur vinnutími verði að hámarki 36 vinnustundir á viku að jafnaði. Byggt er á því að samkomulag ið hafi verið bindandi þótt aðilum hafi verið eftirlátið að útfæra fyrirkomulag vinnutíma nánar. 10 Stefnandi vísar til þess að í meginregl unni um stjórnunarrétt vinnuveitanda felist að hann eigi ákvörðunarvald um tilhögun og útfærslu á vinnutíma, innan þeirra marka sem kveðið sé á um í kjarasamningi. Í bókuninni komi fram að vinnuhópi, skipuðum fulltrúa frá hverri 3 samninganefnd, hafi verið falið að komast að niðurstöðu um þetta. Útfærslan eigi því ekki að vera ákveðin af vinnuveitandanum einhliða. Vinnuhópurinn hafi ekki komist að niðurstöðu og virðist stefndi Isavia ohf. því telja óþarft að efna það samkomulag um styttingu vinnuvikunnar se m greini í bókuninni. Það standist ekki að stefndi geti komið sér undan samkomulagi nu með því að vera ósammála öðrum í vinnuhópnum um niðurstöðu. Þar sem viðræður hafi ekki borið árangur beri félaginu hið minnsta, á grundvelli stjórnunarréttar síns , að ski puleggja vinnu starfsmanna þannig að samkomulagið um styttingu vinnuvikunnar sé efnt. 11 Tekið er fram að það hafi ekki staðið á fulltrúum stéttarfélaga í vinnuhópnum að semja um útfærslu á styttingu vinnutíma. Þá leysi það stefnda sem vinnuveitanda ekki und an samkomulaginu að halda því fram að forsendur félagsins fyrir styttingu vinnuvikunnar séu ekki fyrir hendi. Bókunin h afi enga þýðingu geti félagið komið sér undan þeim skyldum sem í henni felist með slíkum einhliða málatilbúnaði. 12 Stefnandi byggir á því a ð í bókuninni felist skuldbinding stefnda Isavia ohf., sbr. samræmi við það sem samið hafi verið um á íslenskum vinnumarkaði um svipað leyti. Samtök atvinnulífsins , sem fari með kjarasamningsumboðið fyrir stefnda Isavia ohf., hafi gert samninga um sama efni með öðrum almennum kjarasamningum. Hafi samtökunum verið fullkomlega ljóst hvað fælist í bókuninni og lýst hátíðlega grundvallarhugsuninni að baki vinnutímastyttingunn i. 13 Stefnandi vísar til þess að aðila í vinnuhópnum virðist einkum hafa greint á um hvernig farið skyldi með matartíma og neysluhlé. Nákvæm ákvæði um slíkt sé að finna í kjarasamning i aðila . Þau eigi rætur að rekja til eldri kjarasamning a stéttarfélaganna v ið fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, áður en starfsemi Flugmálastjórn ar var hlutafélag s vædd . Það komi skýrt fram í grein 3 í kjarasamningi aðila að 30 mínútna matartími teljist ekki til vinnutíma, en að tveir kaffitímar , 15 og 20 mínútur, teljist til vinnu tíma. 14 Líta beri til þess að í hinni umdeildu bókun komi fyrir Virkur vinnutími hafi í ýmsum skýrslum verið skilgreindur sem vinnutími án hléa eins og kaffitíma. Stefnandi geti samsinnt því að útfærsla á 36 stunda vinnuviku fe li í sér að skilgreindir kaffitímar falli niður, þar sem vinnutíminn skuli vera virkur í framangreindum skilningi. Vinnuveitandi geti aftur á móti ekki lengt vinnuvikuna með einhliða ákveðnum neysluhléum eins og hann hafi gert. Með því væri hann að ráðskas t með frítíma starfsfólks og lengja viðverutíma þess á vinnustað. Það geti hann ekki nema að því tilskildu að hann greiði yfirvinnulaun fyrir tímann sem um ræði . 15 Stefnandi bendir á að samkvæmt grein 2.6.9 í kjarasamningi aðila hafi starfsmenn í vaktavinnu ekki skilgreinda matar - og kaffitíma. Komi því ekki til greina að horfa sérstaklega til matar - og kaffitíma þegar vinnutímastytting starfsmanna í vaktavinnu sé útfærð. 4 16 Stefnandi leggur áherslu á að krafa hans eigi stoð í fyrrgreindri bókun þar sem samið hafi verið um styttingu vinnuviku nnar úr 40 í 36 kl ukkustundir . Samið hafi verið um að gera skyldi nýtt fyrirkomulag um vinnutíma sem skyldi taka gildi eigi síðar en 1. janúar 2021. Það hafi ekki orðið að veruleika. Engu að síður hafi s amkomulag um styttingu vinnuvikunnar í 36 kl ukkustundir öðlast gildi og eigi starfsmenn stefnda Isavia ohf. því rétt á greiðslu fyrir yfirvinnu umfram þann tíma frá síðustu áramótum. 17 Stefnandi vísar einnig til greinar 2.3.1 í kjarasamningnum þar sem segi að yfirvin na teljist sú vinna, sem fari fram utan tilskilins daglegs vinnutíma eða vaktar starfsmanns , svo og vinna sem innt sé af hendi umfram vikulega vinnutímaskyldu þótt á dagvinnutímabili sé. Greiða beri y firvinnu með yfirvinnukaupi , sbr. grein 1.4.1 í kjara sam ni n g n um. Málsástæður og lagarök stefnda 18 Stefndi byggir á því að krafa stefnanda um að vinnutími verði 36 klukku stundir óháð því hvort um virkar vinnustundir sé að ræða eða ekki, eigi hvorki stoð í lögum, kjarasamningi eða ráðningarsamningum. S é d ómkrafa stefnanda raunar ekki annað en krafa um launahækkun í formi yfirvinnugreiðslu sem eigi betur heima við samningaborðið en hjá Félagsdóm i . 19 Þegar gengið hafi verið frá kjarasamningi við Félag flugmálastarfsmanna ríkisins , sem hafi verið samhljóða kja rasamningi aðila , hafi enn verið tveir mánuðir þar til f jármála - og efnahagsráðherra f yrir hönd ríkissjóðs og Samband íslenskra sveitarfélaga sömdu við stefnanda um breytingar á kjarasamningi þeirra. Stefndi hafi ekki átt aðild að þessum kjarasamningi og h afi hann ekki verið fyrirmynd að bókun um vinnutímastyttingu sem varði starfsmenn stefnda Isavia ohf., enda samið með allt öðrum hætti og á grundvelli annarra forsendna. Kröfu stefnanda um að vinnutímastytting hjá stefnda Isavia ohf. verði framkvæmd á sama hátt og vinnutímastytting hjá starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga er harðlega mótmælt. 20 Stefndi vísar til þess að í bókun um vinnutímastyttingu með kjarasamningi aðila hafi verið gert ráð fyrir grundvallarbreytingu á talningu vinnustunda. Breytingin feli það í sér að virkar vinnustundir teljist eingöngu til vinnutíma. Neysluhlé sem áður hafi verið talin til vinnutíma séu það ekki lengur , enda þótt þau sé áfram framkvæmd eins og áður. Þetta sé kerfisbreyting og krefjist skoðunar á gildandi vinnufyrirkomulag i starfsmanna og ákvæðum kjarasamnings. 21 Stefndi tekur fram að í grein 2.4.1 í kjarasamningi aðila sé vísað til samnings aðila vinnumarkaðarins frá 23. janúar 1997 um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma. Þar sé svohljóðandi skilgreining á því hvað te lst til virks vinnutíma: Sá tími sem starfsmaður er við störf, er til taks fyrir vinnuveitandann og innir af hendi störf sín eða skyldur, telst vinnutími. Hér er átt við virkan vinnutíma og reiknast neysluhlé, launaður biðtími, ferðir til og frá vinnustað eða reglubundinni starfsstöð, vinnuhlé þar sem ekki er krafist vinnuframlags og sérstakir frídagar þ.a.l. ekki til vinnutíma. 5 22 Stefndi leggur áh e rslu á að samkvæmt skilgreiningunni skipti ekki máli hvort neysluhlé séu greidd eða ekki. Hlé frá vinnu geti verið greidd og hafi það ekki áhrif á það hvort vinnutíminn teljist virkur eða ekki. Það hafi heldur ekki áhrif hvort starfsmaður fari af vinnustaðnum eða ekki. 23 Hin umdeilda b ókun um vinnutímastyttingu starfsmanna stefnda hafi verið gerð þar sem ekki náð ist niðurstaða um þetta atriði við samningaborðið. Aðilum hafi því verið uppálagt að halda áfram viðræðum um vinnutímastyttinguna og stéttarfélögin átt að tilnefna aðila í vinnuhópinn svo mögulegt yrði að gera tillögur um breytingar sem næðu til kjarasamni ngsins sjálfs. Tiltekin skilyrði hafi verið tilgreind í b ókunin ni sem vinnuhópurinn hafi átt að vinna eftir. 24 Stefndi vísar til þess að fram yrðu lagðar til grundvallar vinnutíma. Áréttað er að v irkur vinnutí mi sé sá tími sem starfsmaður sé við störf og telj i st hlé frá vinnu ekki til slíks vinnutíma. Stefndi hafi tekið saman yfirlit yfir vinnuskipulag eftir mismunandi deildum fyrir vinnuhópinn þar sem fram komi þau hlé sem séu skipulögð á vöktum. Í ljósi s tarfsemi stefnda sé nokkuð ljóst með fyrirvara hvernig álagið mun i dreifast á daga og innan dags. Hafi því verið n auðsynlegt að kortleggja skipulag á vinnutím a starfsmanna með tilliti til virks vinnutíma. Að lokinni yfirferð á gildandi skipulagi vinnutíma hafi v innuhópnum borið að meta hvort breytinga væri þörf til að ná þeim markmiðum sem bókunin stefndi að. 25 Þá hafi t illögur vinnuhópsins því átt að miða að þv í a ð kostnaður stefnda af s tyttingunni yrði enginn , auk þess sem laun starfsmanna hafi ekki átt að breytast . Sníða hafi átt vinnutímastyttinguna þannig að starfseminni að ekki þyrfti að bæta við starfsfólki vegna hennar. Þá hafi útfærslan átt að tryggja að st raskist ekki og að þjónustan sé að sömu eða betri gæðum en áður Hafi s tytting vinnuvikunnar þannig ekki mátt leiða til þess að það yrði skortur á starfsfólki á háannatímum og þjónusta skert. 26 Í bókuninni hafi verið gert ráð fyrir að aðilar næðu samkomulagi innan tiltekins tíma . Aðilar hafi ekki gert ráð fyrir öðru en að samkomulag næðist um útfærslu . Hafi þv í ekki verið samið um tiltekna niðurstöðu ef ekki næðist samkomulag , en slíkt hefði þurft að koma fram með ský rum hætti í bókuninni . Lögð er áhersla á að ekki hafi verið samið um að viðvera starfsmanna myndi þá styttast um fjórar kl ukkustundir á viku eins og stefnandi virðist telja . Dæmi séu um að fram komi í kjarasamningum hvað taki við náist ekki samkomulag um s tyttingu vinnutíma, svo sem í almennum kjarasamningum verslunarmanna og iðnaðarmanna sem Samtök atvinnulífsins eigi aðild að. 27 Stefndi mótmælir því að hann eigi sök á því að vinnuhópurinn hafi ekki komist að niðurstöðu. Tekið er fram að þau atriði sem nefn d eru í bókuninni hafi ekki verið rædd af alvöru vegna afstöðu stefnanda. Þá hefði í trasta krafa stefnanda leitt til töluverðs kostnaðar hjá stefnda sem sé í andstöðu við markmið bókunarinnar , en tilraunum stefnda til að sýna fram á það hafi verið vísað á bug. 6 28 Stefndi leggur áherslu á að ekki felist í bókuninni að vinnutími starfsmanna verði sjálfkrafa 36 viðverustundir og vinnutími þannig styttur um fjórar klukkstundir á viku. Yrði fallist á kröfu stefnanda myndi viðvera starfsmanna á vinnustað minnka um 17,33 klukkustundir á mánuði án nokkur r ar breytingar á skipulagi vinnutíma eða hagræðingar sem ætt i sér rót í samkomulagi aðila. Sú leið myndi valda töluverðum kostnaði í starfsemi stefnda í formi yfirvinnu eða viðbótar mannskaps. Áætlaður kostnaður við kr öfu stefnanda yrði verulegur og er nánari grein gerð fyrir honum í greinargerð stefnda. 29 Stefndi bendir t il samanburðar á svar f jármála - og efnahagsráðherra við fyrirspurn á Alþingi 27. apríl 2021 um kostnað hjá ríki og sveitarfélögum vegna styttingar vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki . Þar komi fram að áætlaður kostnaður ríkissjóðs hafi verið um 4,2 milljarðar á ársgrundvelli , en leiði umsamin útfærsla til meiri kostnaðar séu forsendur í sjálfu sér brostnar. Í þessu tilviki hafi viðverustundum í vinnu v erið fækkað um fjórar á viku. Stefnandi hafi aftur á móti samþykkt bókun með kjarasamningi um að fundin yrði sameiginleg útfærsl a á vinnutímastyttingu sem myndi ekki auka launakostnað. 30 Vegna röksemda stefnanda um að starfsmenn í vaktavinnu hafi ekki skilgreinda matar - og kaffitíma og eigi því ekki að horfa til þeirra við útfærslu vinnutímastytting ar vísar stefndi til greinar 2.6.9 í kjarasamningi aðila . Þar komi fram að þar sem starfsmenn í vaktavinnu hafi ekki sérsta ka matar - og kaffitíma sé viðvera þeirra reiknuð 25 mínútum lengri en hún hefur raunverulega verið, en það leiði í flestum tilvikum til yfirvinnugreiðslu. Þó að samið hafi verið um að starfsmenn fái ekki sérstaklega tímasett neysluhlé gegn greiðslu komi þa ð ekki í veg fyrir að þeir fái hlé sem teljist ekki til virkra vinnustunda. Leggja verði r aunverulegt vinnuskipulag til grundvallar og liggi könnun á því fyrir. 31 Starfsmenn stefnd a Isavia ohf. hafi um áraraðir haft skipulögð hlé frá vinnu , hvort s em þeir s inni dagvinnu og vaktavinnu. Starfsmenn á Keflavíkurflugvelli fari til dæmis í hádegishlé óháð því hvort þeir vinni vaktavinnu eða dagvinnu. Þá komi fram í 3. mgr. greinar 2.4.2 í kjarasamningi að starfsmaður skuli að lágmarki f á 15 mínútna hlé eftir sex kl ukkustunda vinnu. Stefndi telur að h lé í þessu sambandi teljist ekki til virks vinnutíma. 32 Stefndi vísar til þess að þar sem ekki hafi náðst niðurst aða innan vinnuhópsins hafi stytting vinnutíma verið útfærð og framkvæmd á vinnustöðum Isavia ohf. frá 1. janúar 2021. Hafi v innutími starfsmanna í dagvinnu verið styttur um 65 mínútur á viku, það er úr 37:05 virkum vinnustundum á viku í 36 virkar vinnustundir. Á vinnustöðum stefnda h a fi áður verið felld niður hlé samkvæmt heimild í gr ein 3.1 í kjarasamningi o g vinnutími því þegar verið styttri sem því nam. 33 Stefndi vísar til þess að hann hafi reiknað lágmarkshlé hjá starfsmönnum sem vinni vaktavinnu þó að raunveruleg hlé frá vinnu hafi í einhverjum tilfellum verið lengri. Hafi verið horft til meðalhófs og sanngirni, þar með talið að eðlilegt samræmi væri milli virks vinnutíma starfsmanna sem sinni dagvinnu og vaktavinnu . Vinnutímastytting hafi verið 7 áætluð út frá þeim forsendum að starfsmenn tækju tiltekin lágmarkshlé á vakt og höfð yrði hl iðsjón af könnun á vinnuskipulagi deilda. Slík lágmarkshlé á vakt teljist ekki til virks vinnutíma. V ikulegur vinnutími starfsmanna hafi verið styttur miðað við þessar forsendur og viðvera starfsmanna á vöktum í fullu starfi styst um sex kl ukkustundir á má nuði. 34 Stefndi byggir á því að v innuvika starfsmanna sé í öllum tilvikum 36 virkar vinnustundir eftir þær breyting ar sem hafi verið gerðar 1. janúar 2021. Með framlengingu á kjarasamningi 3. apríl 2020 hafi ekki verið gerðar breytingar á 2. kafla sem lúti að vikulegum vinnutíma . Samkvæmt grein 2.1.1 sé v innuvika því ennþá 40 stundir . Þá er áréttað að starfsmenn fái enn greiddar aukalega 25 mínútur umfram hverja vakt vegna takmörkunar á neysluhléum . Niðurstaða 35 Mál þetta á undir Félagsdóm s amkvæmt 2. töluli ð 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur . 36 Kröfur stefnanda eru reistar á því að aðilar hafi samið með bindandi hætti um að stytta skyldi vinnutíma starfsmanna stefnda Isavia ohf. úr 40 vinnustundum í 36 stundir á viku frá og með 1. janúar 2021. Á þessum grunni er krafist viðurkenningar á því að stefnda beri að greiða félagsmönnum stefnanda yfirvinnulaun fyrir unnar vinnustundir umfram 36 á viku . Einnig er krafist viðurkenningar á því að stefnda sé ó heimilt að lengja 36 stunda vinnuviku með einhliða ákveðnum neysluhléum án þess að yfirvinnulaun séu greidd. 37 Fram kemur í grein 2.1.1 í kjarasamningi aðila að vinnuvika starfsmanna í fullu starfi skuli vera 40 stundir nema um skemmri vinnutíma sé sérstakle ga samið. Við gerð núgildandi kjarasamnings frá 3. apríl 2019 var ekki samið um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar. Aftur á móti var gerð bókun við kjarasamninginn og hefur verið gerð grein fyrir henni að framan. Samkvæmt bókuninni skyldi vinnuhópur skipað ur fulltrúum samninganefnda aðila komast að niðurstöðu um stytta vinnuvikuna þannig að virkur vinnutími verði að hámarki 36 vinnustundir á vik u Í bókuninni var einnig gerð grein fyrir tilteknum forsendum fyrir breytingunni, svo sem að starfsemi Isavia ohf. raskist ekki og að breyting á skipulagi leiði að öðru óbreyttu ekki til breytinga á launum eða launakostnaði vegna starfsmanna. G ert var ráð fyrir því að niðurstöður vinnuhópsins lægju fyrir eigi síðar en 1. október 2020 og að n ýtt fyrirkomulag vinnutíma tæki gildi 1 . janúar 2021 . 38 Eins og rakið hefur verið náðist ekki niðurstaða innan vinnuhópsins um útfærslu á styttingu vinnuv ikunnar hjá starfsmönnum stefnda Isavia ohf. Engu að síður gerði stefndi breytingar á vinnutíma starfsmanna frá 1. janúar 2021 og telur virkar vinnustundir starfsmanna nú ekki vera fleiri en 36 á viku . Skilja verður málatilbúnað stefnanda með þeim hætti að hann telji útfærslu stefnda ekki standast þar sem ekki séu virt ákvæði greinar 3.1.4 í kjarasamningi um að neysluhlé teljist vera hluti af vinnutíma og sé vinnuvikan því 8 í reynd lengri en samið hafi ve rið um. Af þessu verður ráðið að aðila greini einkum á um án nánari skýringa . 39 Hvað sem framangreindu líður þá verður ráðið af bókun inni að aðilar hafi verið sammála um að stytta skyldi vin nuviku þeirra félagsmanna stefnanda sem starfa hjá stefnda Isavia ohf. Þar sem ekki lá fyrir hvernig skyldi útfæra slíka styttingu var vinnuhópnum falið að ákveða útfærsluna að virtum þeim viðmiðum og forsendum sem greinir í bókuninni. Það var hins vegar ekki vikið að því hver réttarstaðan væri eða hvaða útfærsla skyldi gilda kæmist vinnuhópurinn ekki að niðurstöðu innan þeirra tímamarka sem greinir í bókuninni. 40 Að virtu efni og orðalagi bókunarinnar verður hún ekki skilin með þeim hætti að samkomulag haf i verið um að vinnuvika starfsmanna stefnda sk yldi sjálfkrafa verða 36 stundir frá og með 1. janúar 2021. Þar sem ekki náðist niðurstaða um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar samkvæmt bókuninni hefur stefndi einhliða breytt vikulegum vinnutíma starfsmanna með það að markmiði að virkur vinnutími verði 36 stundir eins og þar var vísað til . Stefndi kveðst hafa tekið mið af þeirri afmörkun á virkum vinnutíma sem fram kemur í samningi aðila vinnumarkaðarins frá 23. janúar 1997 um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma og vísað er til í grein 2.4.1 í kjarasamningi aðila. Er þar átt við þann tíma sem starfsmaður er við störf en hvers konar hlé frá vinnu falla utan þess tím a . Ákvæði greinar 2.1.1 í kjarasamningnum, þar sem fram kemur að vinnuvika starfsmanns í fu llu starfi sé 40 stundir nema að samið hafi verið um styttri vinnutíma, gildir þó áfram. Að teknu tilliti til þess sem hér hefur verið rakið fær kröfugerð stefnanda ekki þá stoð í kjarasamningi aðila að unnt sé að fallast á hana. 41 Samkvæmt framangreindu ve rður stefndi sýknaður af kröfu m stefnanda. Að virtum úrslitum málsins og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69 . gr. laga nr. 80/1938 , verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað eins og í dómsorði greinir. Við ákvörðun málskostnaðar er litið til þess að samhliða máli þessu eru rekin tvö önnur mál um sams konar sakarefni. Dómsorð: Stefndi, Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia ohf., er sýkn af kröfum stefnanda, BSRB fyrir hönd Sameykis stéttarfélags í alm annaþjónustu. Stefn an di greiði stefnda 25 0.000 krónur í málskostnað.