1 Ár 2012, fimmtu daginn 12. júlí , var í Félagsdómi í málinu nr. 3/2012. Tollvarðafélag Íslands, f.h. Ingva Steins Jóhannssonar og Guðmundar Óskars Emilssonar gegn fjármálaráðherra f.h. fjármálaráðuneytisins og íslenska ríki nu kveðinn upp svofelldur Ú R S K U R Ð U R: Mál þetta var tekið til úrskurðar 31. maí sl. að loknum málflutningi um frávísunarkröfu stefnda. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Inga Björg Hjaltadótti r og Bergþóra Ingólfsdóttir. Stefnandi er Tollvarðafélag Íslands , Grettisgötu 89 , Reykjavík , fyrir hönd Ingva Steins Jóhannssonar og Guðmundar Óskars Emilssonar . Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli, Reykjavík , vegna Tollstjóra og sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli . Dómkröfur stefnanda Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: 1. Að viðurkennt verði með dómi að Guðmundur Óskar Emilsson hafi áunnið sér frítökurétt samkvæmt ákvæðum kafla 2.4 í kjarasamningi stefnanda og stefnda vegna starfa sinna hjá embætti s ýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og Tollstjóra allt frá 1. september 1997 og jafnframt að viðurkennt verði með dómi að Ingvi Steinn Jóhannsson hafi áunnið sér frítökurétt samkvæmt grein 2.4.5 í kjarasamningi stefnanda og ste fnda vegna starfa sinna hjá embætti s ýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og Tollstjóra allt frá 1. maí 2001. 2. Að viðurkennt verði með dómi að tilgreina beri umfang frítökuréttar Guðmundar Óskars Emilssonar á launaseðlum hans frá því að slíkur frítökuréttur stofnaðist fyrst samkvæmt 2 kjarasamningi aðila vegna starfa hans hjá embæt ti s ýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og Tollstjóra allt frá 1. september 1997 og jafnframt að viðurkennt verði með dómi að tilgreina beri umfang frítökuréttar Ingva Steins Jóhann ssonar á launaseðlum hans frá því að slíkur frítökuréttur stofnaðist fyrst samkvæmt kjarasamningi aðila vegna starfa hans hjá embætti s ýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og Tollstjóra allt frá 1. maí 2001. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefna nda málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk fjárhæðar sem samsvarar virðisaukaskatti. Í þessum þætti málsins gerir stefnandi þá kröfu að frávísunarkröfu stefnda verði hafnað og að málskostnaður í þessum þætti málsins verði ákvarðaður sérstaklega. Dómkröfur stefnda Dómkröfur stefnda eru þær aðallega að máli þessu verði ví sað frá dómi og að stefnda verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati réttarins. Til va ra er þess krafist að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og honum tildæmdur málskostnaður ú r hendi hans að mati réttarins. Til þrautavara er þess krafist að stefnukröfurnar verði lækkaðar og að málskostnaður verði látinn niður falla. Málavextir H elstu málsatvik eru þau að þeir Guðmundur Óskar Emilsson og Ingvi Steinn Jóhannsson , félagsmenn í stefnanda , eru tollverðir og hafa starfað um árabil sem slíkir með starfstöð á Keflavíkurflugvelli , Guðmundur Óskar frá því í maí 1987 og Ingvi Steinn frá því í maí 2001. Félagsmenn stefnanda störfuðu upphaflega hjá embætti s ýslumannsins á Keflavíkurflugvelli en flu ttu st yfir til Tollstjóra þegar honum var falin yfirstjórn starfa tollvarða á Keflavíkurflugvelli hi nn 1. janúar 2009. Um kjör félagsmanna f er samkvæmt kjarasamningi stefnanda og stefnda og er n úgildandi kjarasamningur frá 5. júlí 2011. Hvíldartíma - og frítökuréttarákvæði voru fyrst sett i nn í kjarasamning aðila með samkomulagi um framlengingu og breytingar á kjarasamningi, dagsettu 1. október 1997 , sem g ilti frá 1. september það ár . Umræddur kjarasamningur var leystur af hólmi með kjarasamningi , dagsettum 31. maí 2001 , sem síðan var framlengdur með samningum dags ettum 6. júní 2005 og 4. nóvember 2008. Síðastnefndi samningurinn var leystur af hólmi með ger ðardómi frá 26. ágúst 2010 sem er forveri núgildandi samnings. 3 Stefnandi segir hvíldar - og frítökuréttarákvæði í núgildandi kjarasamningi aðila vera þau , sem samið hafi verið um í kjarasamningi sem gerður hafi verið 1. október 1997, auk viðbóta sem samið hafi verið um í kjarasamningi aðila frá 2001. Umrædd ákvæð i sé að finna í grein 2.4 þar sem kveðið sé á um að tollverðir skuli á hverjum sólarhring fá 11 tíma samfellda hvíld. Komi til þess að vinnuveitandi óski eftir því að vikið sé frá þessum hvíldartím a , stofni st frítökuréttur samkvæmt grein 2.4.5 sem nemi 1½ klukkustund fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skerðist. Sömuleiðis sé umsamið að vinni tollvörður það lengi á undan frídegi eða helgi að hann fái ekki 11 tíma hvíld, miðað við venjubundið upphaf vinnudags, stofnist einnig frítökuréttur. Að lokum sé mæl t fyrir um að umfang uppsafnaðs frítökuréttar skuli koma fram á launaseðli og að frítökuréttur fyrnist ekki. Stefnandi lýsir því í stefnu að f élagsmenn segi stefnendur margoft hafa, frá gil distöku frítökuréttarákvæðisins, mætt til vinnu áður en fullri 11 klukkustunda hvíld var náð og þá að beiðni vinnuveitanda. Jafnframt hafi þeir komið til vinnu áður en þeim bar samkvæmt vaktskrá, þeir hafi unnið meira en 16 klukkustundir á sólarhring og unnið lengur en sem nemur 11 klukkustundum fyrir venjubundið upphaf næsta vinnudags eða frídags. M eð hliðsjón af ofangreindu hafi töluverður frítökuréttur stofnast til handa félagsmönnum stefnanda frá 1. september 1997. Stefndi , þ.e. Tollstjóri , s ýsluma ðurinn á Keflavíkurfl ugvelli og starfsmannaskrifstofa fjármálaráðune ytisins , hafi hins vegar ekki virt samninginn og hafi u mræddur frítökuréttur fyrst verið tilgreindur á launaseðlum félagsmanna stefnanda frá maí 2010, eftir ítrekaðar áskoranir stefnanda, en þá einungis frítökuréttur sem stofnast hafði frá og með 1. janúar 2009. Ásafnaður frítökuréttur fyrir það tímamark, þ.e tímabilið frá 1. september 1997 til 31. janúar 2008, hafi hins vegar ekki verið tilgreindur á launaseðlum félagsmanna stefnanda. Stefndi mótmælir þessu í greinargerð og segir að frítökurétt ur sá , sem t ilgreindur sé á launaseðlum starfsmanna frá því í maí 2010 , sé uppsafnaður frítökuréttur þeirra allt frá 12. desember 2005. Eigi starfsmenn stefnanda því ekki óskráðan frítökurétt frá síðarnefndu tímamarki. Lögmaður stefnanda ritaði stefnda bréf hinn 11. október 2010 fyrir hönd Ingva Steins Jóhannssonar og Guðmundar Óskars Emilssonar , félagsmanna stefnanda, þar sem farið var fram á að honum yrði sent yfirlit yfir þann frítökurétt , sem þeir Ingvi Steinn og Guðmundur Óskar ættu ótekinn og uppsafnaðan frá þv í þeir hófu störf sem tollverðir. Stefndi svaraði með bréfi, dagsettu 26. sama mánaðar , þar sem tilkynnt var að erindi stefnanda hefði verið framsent Tollstjóra til afgreiðslu . Með bréfi, dags ettu 8. nóvember 2010 , sendi Tollstjóri stefnanda afrit af bréfi , sem hann hafði sent lögreglustjóranum á Suðurnesjum sama dag með beiðni um upplýsingar um frítökurétt framangreindra manna. Stefnandi hafi ítrekað erindi sitt við Tollstjóra með bréfum lögmanns stefnanda, dags ettum 10. desember 2010, 18. janúar 2011 og 10. febrúar 2011. Tollstjóri sendi lögre glustjóranum á Suðurnesjum bréf , dagsett 20. desember 2010 , þar sem ítrekuð var beiðni um upplýsingar um frítökurétt umræddra starfsmanna. Með bréfi, 4 dagsettu 1. desember 2011, til stefnanda hafnaði Tollstjóri kröfu þeirra Ingva Steins og Guðmundar Óskars um uppsafnaðan frítökurétt frá fyrri árum. Var niðurstaðan sögð byggð á minnisblaði frá Kára Gunnlaugssyni yfirtollverði þess efnis að starfsmenn hefðu sjálfir óskað eftir því að vinna á umræddum tímum og þanni g brjóta hvíldarákvæði. Embættinu væri því ekki skylt að greiða frítökurétt samkvæmt almennum skilyrðum frítökuréttar í gr. 2.4.5 í kjarasamningi aðila. Þá er þess getið að krafan lúti að tímabili sem sé fyrir sameiningu tollumdæma þegar starfsmenn tollgæs lunnar í Leifsstöð heyrðu undir embætti tollstjórans á Suðurnesjum. Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi byggir málatilbúnað sinn á því að samkvæmt ákvæðum 9. gr. laga nr. 70/1996 , um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins , eigi starfsmenn rétt á launum fyrir störf sín , eftir atviku m samkvæmt ákvörðun Kjaradóms, k jaranefndar eða samkvæmt kjarasamningum. Beri stefnda því að greiða laun og önnur hlunnindi samkvæmt gildandi kjarasamningi. Þá styður stefnandi kröfur sínar við meginreglur samningaréttar um skuldbindingargildi samninga og efndir in natura. Vísar hann einnig til grundvallarreglna vinnumarkaðs - og vinnuréttar um skyldur vinnuveitenda við efndir kjarasamninga og almenna framkvæmd og túlkun kjarasamninga. Stefnandi byggir á því að um kjör félagsmanna stefnanda gildi kjarasamningur stefnanda og stefnda frá 5. júlí 2011 en áður hafi verið í gildi samningar frá 1. október 1997, 31. maí 2001, 6. júní 2005, 4. nóvember 2008 og gerðard ómur frá 26. ágúst 2010. F rítökuréttarákvæði í grein 2.4.5 í kjarasamningi aðila hafi í grundvallaratriðum verið óbreytt frá 1. október 1997, með gildistöku 1. september 1997 , þótt bætt hafi verið við frítökuréttinn 2001 og ákvæðið endurnýjað með ofangrein dum samningum. Í samkomulagi aðila frá 1. október 1997, sem tók gildi 1. september 1997, hafi verið kveðið á um 11 klukkustunda samfellda hvíld. Jafnframt hafi verið kveðið á um að ef tollverðir væru sérstaklega beðnir um að mæta til vinnu áður en þeirri hvíld væri náð , væri heimilt að fresta hvíldinni þannig að 1½ klukkustundar frítökuréttur safnaðist upp fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skertist. Þá hafi einnig verið kveðið á um að ynni tollvörður það lengi á undan frídegi eða helgi að ekki næðist 1 1 klukkustunda samfelld hvíld , miðað við venjubundið upphaf vinnudags , stofnaðist sams konar frítökuréttur. Að lokum hafi verið kveðið á um að frítökurétt skyldi tilgreina á launaseðli og að ónýttur frítökuréttur skyldi gerður upp við starfslok. Kjarasamn ingur aðila eins og honum hafi ver ið breytt með samkomulagi, dagsettu 31. maí 2001 með gildistíma frá 1. janúar 2007, kveði á um hvíldartíma í grein 2.4. Samningurinn mæli fyrir um rétt tollvarða til 11 kl ukkustunda samfel l d r ar hvíldar í grein 2.4.2 sem sé svohljóðandi: 5 venju - bundnu upphafi vinnudags starfsmanns, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. sam fellda hvíld. Verði því við komið, skal dagleg hvíld ná til tímabilsins frá kl. 23: 00 til 06:00. Óheimilt er að Jafnframt sé kveðið á um hvíldartíma starfsmanna í 53. gr. laga nr. 46/1980 , um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, eins og þeim hafi verið breytt með lögum nr. 68/2003. Komi til þess að vinnuveitandi óski eftir því að vikið sé frá þessum hvíldartíma stofnist frítökuréttur með eftirfarandi hætti: a) Grein 2.4.5.1 kveði á um að hafi stjórnandi metið það svo að brýn nauðsyn væri til að starf smaður mæt t i til vinnu áður en 11 kl ukkustunda lágmarkshvíld sé náð og óski eftir því við starfsmann að hann mæti undir þessum kringumstæðum, skap ist frítökuréttur 1 ½ kl ukkustundar (í dagvinnu) fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skerðist. b) Grein 2.4.5.2 mæli fyrir um að ef samfelld hvíld er rofin með útkalli einu sinni eða oftar, innan 24 stunda tímabils miðað við skipulagt/venjubundið upphaf vinnudags starfsmanns, skuli bæta það sem vantar upp á að 11 kl ukkustunda hvíld náist, miðað við lengsta hlé innan vinnulotu, með frítökurétti, 1 ½ kl ukkustund (dagvinnu) fyrir hverja klukkustund sem vanti upp á 11 kl ukkustunda hvíld. c) Grein 2.4.5.3 kveði á um að vinni starfsmaður meira en 16 klst. skapist frítökuréttur sem nemur 1½ kl ukku st und (dagvinna) fyrir hverja klukkustund sem unnin var umfram 16 kl ukkustundir. Samkvæmt grein 2.4.5.4 stofnast 1,8% viðbótarfrítökuréttur fyrir vinnustundir sem unnar séu umfram 24 kl ukkustunda samfelldan vinnutíma. d) Í grein 2.4.5.5 segi en n fremur að vinni s tarfsmaður samkvæmt ákvörðun yfirmanns það lengi á undan hvíldardegi að ekki náist 11 kl ukkustunda samfelld hvíld miðað við venjubundið upphaf vinnudags eða frídags, safnist upp frítökuréttur í 1½ kl ukkustund í dagvinnu fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skerðist. Grein 2.4. 5.6 í kjarasamningi aðila kveði síðan á um að tilgreina skuli frítökurétt á launaseðli og að hann skuli veittur í hálfum eð a heilum dögum. Sömuleiðis komi fram í grein 2.4.5.9 að frítökuréttur skuli gerður upp við starfslok og að han n fyrnist ekki. Sannað sé, að félagsmönnum stefnanda hafi margoft verið gert að haga vinnu sinni þannig að þeir hafi fengið styttri hvíldartíma en mælt sé fyrir um í of angreindum kjarasamningsákvæðum, h voru tveggja þannig að þeir hafi verið beðnir um að m æta til vinnu áður en 11 kl ukkustunda hvíldartíma hafi verið náð sem og að þeir hafi lokið vinnu innan við 11 kl ukkustundum fyrir upphaf næsta vinnudags. Þá sé sömuleiðis ljóst að félagsmenn stefnanda hafi unnið lengri vinnudaga en 16 tíma. Stefnandi telur framlögð gögn , m.a. vinnutímayfirlit Ingva S. Jóhannssonar , sanna þetta. Jafnframt liggi fyrir yfirlýsing yfirtollvarðar Kára Gun nlaugssonar í minnisblaði, dagsettu 27. október 2010, um að félagsmenn stefnanda hafi unnið umfram 16 tíma á sólarhring. Séu þ ví fullyrðingar stefnanda um vinnu umfram 16 tíma á sólarhring óumdeildar. 6 Með hliðsjón af framangreindu og skýru og ótvíræ ðu orðalagi kjarasamnings aðila telur stefnandi að umtalsverður frítökuréttur hafi stofnast til handa umræddum félagsmönnum hans veg na skerðingar á hvíldartíma þeirra. Þrátt fyrir það hafi frítökuréttur félagsmanna stefnanda ekki verið virtur af stefnda og umfang hans ekki tilgreint á launaseðli eins og skylt sé samkvæmt grein 2.4.5.6 í kjarasamningi aðila. Telur stefnandi að stefnda b eri að virða og efna umrædd samningsákvæði. Þar sem frítökuréttur samkvæmt kjarasamningi aðila fyrnist ekki , eigi félagsmenn stefnanda því inni frítökurétt frá þeim tíma er frítökuréttur stofnaðist fyrst þeim til handa vegna skerts hvíldartíma eftir gildi stöku frítökuréttarákvæða kjarasamnings aðila, hi nn 1. september 1997 og 31. maí 2001. Stefnandi hafnar alfarið mótbárum og málatilbúnaði stefnda , sem fram k omi í minnisblaði Kára Gunnlaugssonar yfirtol lvarðar, dagsettu 27. október 20 10, og í bréfi Tollst jóra, dagsettu vinna á umræddum tímum o . Samkvæmt grunnreglum vinnuréttar og 1. gr. laga nr. 55/1980 , um starfskjör launafólks séu samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en almennir kjarasamningar ákveða ógildir. Þegar af þessari ástæðu telur stefnandi ljóst að meint samþykki félagsmanna stefnanda , að vinna í kjarasamningsbundnum hvíldartíma, hafi ekki falið í sér afsal á rétti þeirra til frítöku. Slíkt sé beinlínis óheimilt s amkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði. Þá byggir stefnandi á því að fullyrðingar stefnda í þessa veru séu með öllu ósannaðar. Að lokum bendir stefnandi á að engan veginn sé hægt að draga þær ály ktanir af samþykki félagsma nn a stefnanda fyrir því að vinna í hvíldartíma sínum að þeir hafi samþykkt að falla frá kjarasamningsbundnum frítökurétti. Skipti engu í því sambandi þótt umræddir félagsmenn hafi haft stöðu yfirmanna eða séð um að manna umræddar vaktir, enda hafi þeir í störfum sínum sem slíkir aðeins verið að hlýða skýrum fyrirmælum yfirboðara sinna. Stefnandi byggir einnig á því að það sé stefnda, Tollstjóra o g s ýslumannsins á Keflavíkurflugvelli , að halda utan um og skrá umfang frítökuréttar félagsmanna stefnanda. Tel ur stefnandi það leiða af skyldu stefnda til að tilgreina frítökuréttinn í launaseðli sbr. ákvæði 2.4.5.6 í kjarasamningi aðila. Leiði það s ömuleiðis af þeirri lögfestu grundvallarreglu vinnuréttar að vinnuveitanda beri að greiða starfsmön num laun og önnur hlunnindi samkvæmt kjarasamningum, sbr. m.a. 9. gr. laga nr. 70/1996 , um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en í þessari reglu felist skylda til að sjá um launabókhald. Þá vísar stefnandi til réttarvenju í þessu sambandi. Að öllu þessu virtu telur stefnandi stefnda skylt að reikna út og skrá frítökurétt félagsmanna stefnanda og birta umfang hans á launaseðlum. Stefnandi telur það liggja fyrir í málinu að stefndi hafi skráð og haldið utan um tímaskráningar og uppsafnaðan fr ítökurétt í tímaskráningarkerfunum Vinnustund og Tímameistaranum, sbr. yfirlýsingar í minnisblaði Kára Gunnl augssonar yfirtollvarðar, dagsettu 27. október 2010. Stefnandi h afi hins vegar ekki fengið aðgang að þessum gögnum 7 og hafi því skorað á stefnda að l eggja fram umræddar skráningar á frítökurétti og vinnutímum, þ.m.t. upphaf og lok vinnudags, fyrir Ingva Stein Jóhannsson og Guðmund Óskar Emilsson, frá 1. september 1997 í tilviki Guðmundar Óskars en frá 1. maí 2001 í tilviki Ingva Steins, fram til þingfe stingar máls þessa. V iðurkenningarkröfur stefnanda byggja st á ofangreindum forsendum, m.a. fyrrnefndum ákvæðum kjarasamnings aðila, sem stefnandi kveður skýr og ótvíræð, og lögboðinni skyldu stefnda til að efna kjarasamning aðila fyrir sitt leyti. Í ljósi þess að stefnandi h afi ekki efnt umrædd samningsákvæði og þar með brotið gegn kjarasamningi aðila , sé stefnanda það nauðsynlegt að fá viðurkenningardóm fyrir kröfum sínum. Um heimild til þess að stefna máli þessu fyrir Félagsdóm vísar stefnandi til 26. gr. laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna , og 2. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, en stefnandi telur stefnda hafa brotið gegn kjarasamningi aðila með því að hafa ekki virt frítökurétt félagsmanna stefnanda og ekki tilgreint hann á launaseðli. Þá sé ágreiningur um skýringu á kjarasamningi aðila, n ánar t il tekið hvort félagsmenn stefnanda hafi afsalað sér frítökurétti samkvæmt kjarasamningi. Heimild stefnanda til að höfða mál fyrir hönd félagsmanna sinna byggir stefnandi á 4. mgr. 27. gr. laga nr. 94/1986 og 45. gr. laga nr. 80/1938. Málskostnaðarkröfu sí na styður stefnandi við 130. , sbr. 129. gr. , laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála , og 2. mgr. 65. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur. Stefnanda sé nauðsynlegt að fá tildæmda þóknun sem samsvari vir ðisaukaskatti þar sem hann hafi ekki fr ádráttarrétt vegna kostnaðar af virðisaukaskatti af aðkeypt ri lögmannsþjónustu, sbr. lög nr. 50/1988 , um virðisaukaskatt. Stefnandi vísar jafnframt til laga nr. 70/1996 , um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, einkum 9. gr. , og til 53. gr. laga nr. 4 6/1980 , um aðbúnað, hollust u hætti og öryggi á vinnustöðum. Þá vísar stefnandi til 1. gr. laga nr. 55/1980 , um starfskjör launafólks. Málsástæður og lagarök stefnda vegna frávísunarkröfu Stefndi byggir frávísunarkröfu sína í fyrsta lagi á því, að það sé óljóst og á reiki á hvaða lagagrundvelli stefnandi höfðar mál þetta fyrir Félagsdómi og sé af hans hálfu bæði vísað til laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna, og laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Valdsvið Félagsdóms samkv æmt lögum nr. 80/1938 taki til mála, sem sambönd verkalýðsfélaga og atvinnurekendafélaga á hinum almenna vinnumarkaði reki fyrir hönd meðlima sinna fyrir dóminum, sbr. 1. mgr. 45. gr. þeirra laga, og gildi um dómsvald Félagsdóms ákvæði 44. gr. laganna. Ekk i fái staðist að stefnandi , sem geri kjarasamninga á grundvelli laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna , geti borið mál þetta undir Félagsdóm með vísan til dómsvalds Félagsdóms samkvæmt 2. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur , og verði ekki á því byggt að sakarefnið geti heyrt undir dóminn með vísan til þeirra laga. 8 Þá sé vandséð og óljóst í hverju ágreiningur um skýringu á kjarasamningi eigi að felast sem heyrir undir dómsvald Félagsdóms samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 2 6. gr. laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Af hálfu stefnanda sjálfs sé í því efni eingöngu vísað til þess að ágreiningur sé um það , hvort þeir tveir starfsmenn , sem stefnukröfurnar taka til , hafi afsalað sér frítökurétti , sem lúti í eðli sínu fyrst og fremst að ágreiningi um sönnun atvika , án þess að á bak við þann ágreining þurfi að liggja ágreiningur um skilning á kjarasamningi. Verði heldur ekki séð að það sé ágreiningur með aðilum kjarasamningsins um það að tilgreina beri uppsafna ðan frít ökurétt á launaseðli þegar það eigi við. E kki verði annað séð en að þegar af framangreindum ástæðum og með vísan til 2. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 beri að vísa málinu frá dómi. Stefn di byggir í öðru lagi á því að dómkröfur stefnanda í máli þessu séu óljósar og ekki í samræmi við meginreglur réttarfars um skýran og glöggan málatilbúnað. Í dómkröfulið 1. í stefnu sé annars vegar vísað í kafla 2.4 í kjarasamningi aðila varðandi Guðmund Óskar en í grein 2.4.5 varðandi Ingva Stein. Annar kafli kjarasamningsins ber i yfirskriftina: 2. Vinnutími. Á kvæði greinar 2.4. hljóði þannig : 2.4 Hvíldartími. Ákvæði g r einarinnar skiptist síðan í undirliði 2.4.1 til 2.4 .6. Ákvæði greinar 2.4.5 hljóði svo: 2.4.5 Frítökuréttur. Sá undirliður sundurliði st síðan í liði 2.4.5.1 til 2.4.5.9. Ekki sé tiltekið í dómkröfum á hvaða grundv elli og samkvæmt hvaða undirlið eða undirlið um í kafla 2.4 eða samkvæmt hvaða undirlið í 2.4.5 stefnandi telur að þeir félagsmenn stefnanda , sem tilgreindi r eru í dómkröfum hans , hafi áunnið sér frítökurétt frá árinu 1997 eða 2001. Ekki sé heldur ljóst af stefnu og gögnum málsins hvenær eða á grundvelli hvers félagsmenn stefnanda , sem stefnukröfurnar taka til , eigi að hafa áunnið sér frítökurétt sem vantalin n sé, né hverju hann eigi að nema. Eins og k röfuliður 1 sé settur fram í stefnu þar sem stefnandi kref ji st viðurkenningar á því að þessir félagsmenn hans hafi áunnið sér frítökurétt frá tilteknum tíma , feli hann í sér kröfu um almenna viðurkenningu , sem sé bæði of víðtæk og ekki svo skýr sem skyldi og ekki fallin til þess að leysa úr þeim ágreiningi , sem upp i sé í málinu. Sömu annmarkar sé u á dómkröfum og reifun máls hvað varða r dómkröfulið 2. Stefnandi geri almennar kröfur um viðurkenningu á því að tilgre ina beri umfang frítökuréttar á launaseðlum allt frá árunum 1997 eða 2001 , án frekari tilgreiningar , sem ekki sé fallin til að leysa úr ágreiningi aðila. Ekki sé heldur ljóst hvernig stefnandi hugsi þessa kröfugerð. Ljóst sé og óumdeilt að hinir tilteknu félagsmenn stefnanda hafi með reglubundnum hætti fengið launaseðla í hendur í samræmi við ákvæði um launaseðla í 16. kafla kjarasam ningsins. Eins og kröfugerðin sé orðuð virðist stefnandi ætlast til þess að gefnir verði út launaseðlar langt aftur í tímann og til dómsuppsög u. Jafnframt skorti verulega á að stefnandi styðji kröfur sínar og málatilbúnað fullnægjandi sönnunargögnum og hafi stefnandi ekki einu sinni lagt fram launaseðla viðkomandi félagsmanna sinna. 9 Af hálfu stefnanda skorti verulega á að ágre iningsefni sé afmarkað á skýran og glöggan hátt og sé u kröfuliðir hans óskýrir. Leiði það einnig til þess að vísa beri málinu frá dómi , sbr. 1. mgr. 25. gr. og d - , e - og g - liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 . Málsástæður og lagarök stefn an da vegna fr ávísunarkröfu stefnda Stefnandi krefst þess að frávísunarkröfu stefnda verði hafnað með vísan til þess, að mál þetta snúist um vanefndir á kjarasamningi aðila. Þá hafi s tefndi ekki orðið við kröfu stefnanda um að afhenda gögn svo stefnandi g e ti áttað sig á því, hversu víðtækur frítökuréttur tilgreindra starfsmanna var og ge ti því afmarkað kröfu sína betur. Sé því mótmælt að framsetning kröfugerðar stefnanda sé of víðtæk. Þá varði það ekki frávísun málsins þótt vísað sé til laga nr. 80/1936, en da sé í stefnu vísað til laga nr. 94/1986 um heimild til málshöfðunar fyrir Félagsdómi. Að því er varðar orðalag í seinni hluta dómkröfugerðar, vísar stefnandi til þess að ekki sé með því óskað eftir að gefnir verði út nýir launaseðlar, heldur sé einungis um það að ræða að frítökuréttar verði getið á launaseðlum, sem gefnir verði út héðan í frá. Niðurstaða Stefnandi krefst þess í fyrsta lagi að viðurkennt verði að tilgreindir tveir félagsmenn í stefnanda hafi áunnið sér frítökurétt samkvæmt ákvæðum kjar asamnings aðila og í öðru lagi að viðurkennt verði að tilgreina beri umfang frítökuréttar þeirra á launaseðlum þeirra frá því að slíkur frítökuréttur stofnaðist fyrst samkvæmt kjarasamningnum vegna starfa þeirra hjá embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugve lli og Tollstjóra, allt frá nánar tilteknum dagsetningum. Um heimild til að stefna máli þessu fyrir Félagsdóm vísar stefnandi bæði til ákvæða 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, og 2. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarf élög og vinnudeildur. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 dæmir Félagsdómur í málum sem rísa milli samningsaðila um þau atriði, sem tilgreind eru í ákvæðinu og er óumdeilt að það ákvæði á h ér við. Þótt fallast beri á það með stefnda að stefnandi, sem gerir kjarasamninga á grundvelli laga nr. 94/1986 , geti ekki borið mál undir Félagsdóm með vísan til laga nr. 80/1938 þykir tilvísun stefnanda til þeirra laga ekki ein og sér varða frávísun málsins, enda vísar stefna ndi einnig réttilega til ákvæða fyrrnef ndra laga nr. 94/1986 . Stefndi byggir frávísunarkröfu sína í öðru lagi á því, að það sé vandséð og óljóst í hverju ágreiningur aðila um skýringu á kjarasamningi feli st sem heyri undir dómsvald Félagsdóms samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986. Af stefnu verður ráðið að ágreiningur aðila snúis t einkum um það, hvort félagsmenn stefnanda hafi samþykkt að vinna á umræddum tímum og þannig brotið hvíldarákvæði kjarasamningsins . Stefnandi mótmælir því í stefnu að ætlað samþykki félagsmanna stefnanda f yrir því að vinna í kjarasamningsbundnum hvíldartíma hafi falið í sér afsal á rétti þeirra til frítöku og sé samþykki þeirra að þessu leyti jafnframt ósannað. Þá byggir stefnandi á því að það sé skylda stefnda að halda utan um og 10 skrá umfang frítökuréttar félagsmanna og sé stefnda því skylt að reikna út og skrá frítökurétt á launaseðla. Stefndi hefur mótmælt því að með aðilum sé ágreiningur um að tilgreina beri uppsafnaðan frítökurétt á launaseðlum þegar það eigi við og telur sig jafnframt hafa gert það. Hi ns vegar hefur hann mótmælt því sem ósönnuðu að tilgreindir félagsmenn stefnanda, sem dómkröfur stefnanda taka til, eigi uppsafnaðan frítökurétt samkvæmt ákvæðum kjarasamninga sem ekki hafi komið fram á launaseðlum þeirra. Að öllu framangreindu virtu ver ður að líta svo á að mál þetta varði í raun að meginstefnu til ágreining um sönnun um starfskjör tiltekinna félagsmanna í stefnanda og uppgjör launatengdra réttinda þeirra en ekki ágreining aðila um túlkun á ákvæðum kjarasamnings. Eins og kröfur stefnanda eru sett ar fram í stefnu, sýnist því ekki einungis reyna á túlkun umrædds kjarasamnings, heldur koma hér til skoðunar önnur atriði, sem almennum dómstólum ber með réttu að dæma um. Samkvæmt ákvæðum 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna , er verkefni Félagsdóms að dæma í málum sem rísa út af ágreiningi um skilning á kjarasamningi eða gildi hans. Ákvæði laga um valdsvið Félagsdóms, sem er sérdómstóll, ber að túlka þröngt. Samkvæmt framansögðu og með vísan til ákvæða 2. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, ber því, þegar af þeirri ástæðu, að vísa máli þessu frá Félagsdómi. Stefnandi greiði stefnda 20 0.000 krónur í málskostnað. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Tollvarðafélag Íslands vegna Ingva Steins Jóhannssonar og Guðmundar Óskars Emilssonar , greiði stefnda, íslenska ríkinu , 20 0.000 krónur í málskostnað.