1 Ár 2011, föstudaginn 24. júní, er í Félagsdómi í málinu nr. 5/2011. Sjúkraliðafélag Íslands vegna Hafdís ar Maríu Kristinsdóttur gegn Grund, dvalar - og hjúkrunarheimili kveðinn upp svofelldur Ú R S K U R Ð U R Mál þetta var dómtekið 14. júní sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Þorgerður Erlendsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Valgeir Pálsson og Bergþóra Ingólfsdóttir. Stefnandi er Sjúkraliðafélag Íslands, Grensásvegi 16, Reykjavík, vegna Hafdísar Maríu Kristins dóttur, kt. 140179 - 4339, Unnarbraut 5, Seltjarnarnesi. Stefndi er Grund, dvalar - og hjúkrunarheimili, kt. 580169 - 1209, Hringbraut 50, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Í málinu gerir stefnandi þær dómkröfur að viðukennt verði að skýra beri grein 2.6.7 í kj arasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í hei sé átt við mánaðarlaun og aðrar fastar greiðslur svo sem fyrir yfirvinnu og vakta - og gæsluvaktaálag enda sé um að ræða fyrirfram ákveði nn vinnutíma samkvæmt reglubundnum vöktum eða reglubundinni vinnu starfsmanns. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda, þar með talinn kostnaður af greiðslu virðisaukaskatts af lögmannsþóknun. Dómkröfur stefnda Af hálfu stefnda er krafist sýk nu af öllum dómkröfum stefnanda, og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins, auk virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Málavextir Sjúkraliðafélag Íslands (hér eftir SLFÍ) er fagstéttarfélag sjúkraliða og er að ili að Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, BSRB. Kjarasamningur SLFÍ við Samtök 2 fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu er með gildistíma til 30. apríl 2008. Samningurinn hefur ekki verið endurnýjaður en samkvæmt venju er eftir honum farið þar til nýr samningur verður gerður. Stefndi starfrækir dvalar - og hjúkrunarheimili og er aðili að SFH. Hafdís María Kristinsdóttir er starfandi sjúkraliði hjá stefnda. Um launakjör hennar fer samkvæmt áðurnefndum kjarasamningi. Stefnandi kveðst höfða málið vegna hennar, me ð hennar samþykki. Nafn hennar hafi verið valið af handahófi. Markmiðið með málssókninni sé að fá fordæmisgefandi niðurstöðu um ágreiningsefni aðila. Ágreiningsefni máls þessa lýt ur að því hvernig skýra beri grein 2.6.7 í kjarasamningnum. Greinin er sv ohljóðandi: Starfsmaður sem vinnur á reglubundnum vöktum alla daga ársins, getur í stað greiðslna skv. gr. 2.3.2 fengið frí á óskertum föstum launum í 88 vinnuskyldustundir á ári miðað við fullt starf í heilt ár. Vinnu sem fellur á sérstaka frídaga og stó rhátíðardaga, sbr. framanritað, skal auk þess launa með álagi skv. gr. 1.6.1 sé þessi kostur valinn. Ávinnsla leyfisins miðast við almanaksárið . Starfsmaður sem óskar eftir að breyta vali sínu á milli leyfis og greiðslu, skal tilkynna það skriflega til vi ðkomandi stofnunar fyrir 1. desember næst á undan. Stefnandi kveður Hafdísi Maríu og fleiri starfsmenn hjá stefnda hafa nýtt sér rétt til að taka frí samkvæmt þessu ákvæði. Þegar frí hafi verið tekið hafi stefndi greitt starfsmönnun föst mánaðarlaun í dag vinnu á meðan. SLFÍ hafi fengið upplýsingar um þessa framkvæmd nýverið. Hafi það komið þannig til að starfsmaður, sem hafði verið í 11 daga samfelldu fríi á grundvelli ákvæðisins, hafi borið sig upp við félagið vegna umtalsverðrar tekjulækkunar sem starfsm aðurinn hafði orðið fyrir við frítökuna. Stefnandi kveðst hafa gert athugasemd við þennan uppgjörsmáta en án árangurs. Stefndi telur sig uppfylla samningsskyldur sínar með því að greiða föst laun eingöngu. Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi kveðu r ágreining málsins snúast um það hvaða laun beri að greiða í fríi, sem sé tekið á grundvelli greinar 2.6.7 í kjarasamningi málsaðila. Framkvæmdin hjá stefnda hafi verið sú að greiða eingöngu föst mánaðarlaun í dagvinnu. Byggir stefnandi á því að það sé óh sé eingöngu átt við föst mánaðarlaun í dagvinnu enda hefði það þá verið tekið fram í 3 ákvæðinu sjálfu. Til samanburðar bendi stefnandi á orðalag í greinum 2.4.5.1 og 2.4.5.2 í kjarasamningnum. starfsmaður hefði notið ef hann hefði ekki verið í fríi. Yfirvinnugreiðslur, vakta - og gæsluvaktaálag falli þar undir, enda sé um að ræða fyrirfram ákveðinn vinnutíma samkvæmt reglubundnum vöktum eða reglubundi nni vinnu starfsmanns. Þannig geti starfsmaðurinn tekið frí samkvæmt ákvæðinu án þess að verða fyrir tekjulækkun vegna þess. Til samanburðar sé vísað til orðalags í grein 12.2.6 í kjarasamningnum, sem byggi á sömu sjónarmiðum. Stefnandi vísar til meginregl na samninga - og vinnuréttar um túlkun kjarasamninga. Málskostnaðarkrafa stefnanda sé gerð með stoð í 130., sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991. Stefnandi eignist ekki frádráttarrétt vegna kostnaðar af virðisaukaskatti af aðkeyptri lögmannsþjónustu og beri að ta ka tillit til þess við ákvörðun málskostnaðar. Stefnandi kveður ágreiningsefni aðila lúta að túlkun á ákvæðum kjarasamnings og eiga undir Félagsdóm, sbr. 2. tl. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður stefnda og lagarök Stefndi mótmælir öllum málsá stæðum stefnanda. Á því er byggt af hálfu stefnda að það sé löng og athugasemdalaus venja að skýra umrætt ákvæði, svo og sambærilegt ákvæði í hliðstæðum kjarasamningum, þannig vaktaálags, gæsluálags eða annarra greiðslna. Umrætt kjarasamningsákvæði feli í sér að starfmaður sem vinni á reglubundnum vöktum alla daga ársins geti í stað greiðslna samkvæmt grein 2.3.2 í kjarasamningnum, fengið frí á óskertum launum í 88 vinnuskyldu stundir á ári miðað við fullt starf í heilt ár. Vinnu sem falli á sérstaka frídaga og stórhátíðardaga, sbr. framanritað, skuli auk þess launa með álagi samkvæmt gr ein 1.6.1, sé þessi kostur valinn. Helgidagafrí, eða svokallað vetrarfrí, leiði af reglu sem miðist við að vaktavinnufólk fái svipaða styttingu á vinnuskyldu ár hvert og dagvinnufólk. Með öðrum orðum sé tilgangurinn sá að vaktavinnustarfsmenn fái svipaða vinnuskyldustyttingu ár hvert, eins og dagvinnustarfsmenn fái vegna sérstakra frídaga, sem be ra upp á virka daga. Sé hér því um að ræða hlutlæga styttingu vinnuskyldu, til að jafna stöðu vaktavinnustarfsmanna gagnvart þeim sem einungis vinna dagvinnu. Þeir fái m.ö.o. jafn marga daga í helgidagafrí vegna sérstakra frídaga og féllu ella á virka daga og leiddu til helgidagafrísréttar fyrir dagvinnustarfsmenn. Séu því engin 4 rök til þess að þessir helgidagafrísdagar eigi að reiknast með vaktaálagi eða öðru álagi. Telja verði upplýst að upphaflega hafi sambærilegt ákvæði og það sem hér um ræði verið í k jarasamningum milli ríkisins og BSRB í áratugi, þannig að samið hafi verið um möguleika á 2 vikna helgidagafríi fyrir starfsmenn sem unnu á reglubundnum vöktum. Hafi helgidagafríið upphaflega verið miðað við 80 klukkustundir, en sá tímafjöldi muni hafa ver ið aukinn í 88 stundir þegar laugardagar töldust ekki lengur innan dagvinnumarka. Á hinn bóginn hafi aldrei tíðkast að greiða neins konar álag á umrædda daga, enda beri að líta á þá sem dag á móti degi gagnvart þeim sem ekki séu í vaktavinnu. Telja verði að framangreindur skilningur hafi verið almennur varðandi túlkun umræd ds ákvæðis en í því sambandi sé m.a. bent á að í samkomulagi sem gert var 2009 milli BSRB og fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, 5. tl., hafi verið kveðið á um að áunnið en ótekið frí sk greitt við starfslok, en þar sé hvorki kveðið á um að greiða skuli álagsgreiðslur í þessu sambandi né hafi svo verið talið í framkvæmd. Um þetta vísist til samkomulagsins. Þá komi framangreindur skilningur einnig fram í kynningarefni frá Starfsmennt varðandi helgidagafrí og greiðslureglur. Muni það vera sameiginlegur vettvangur launþega og atvinnurekenda að því er varðar skýringu og túlkun kjarasamninga að greiðslur í helgidagafríi, þ.e. þegar st arfsmaður fer í helgidagafrí, greiðist ekki til viðbótar. Þá sé ljóst að með orðunum föstum launum sé almennt að jafnaði einungis átt við föst mánaðarlaun, án álagsgreiðslna , þó svo að við tilteknar aðstæður, svo sem við útreikning veikindaréttar, hafi til viðbótar verið taldar aðrar greiðslur. Af hálfu stefnda sé ekki fallist á að greinar 2.4.5.1 og 2.4.5.2 hafi sérstaka þýðingu í þessu sambandi, en þar sé samið um tiltekin n frítökurétt vegna skerðingar á lágmarkshvíld og vegna útkalls. Þá sé ekki fallist á að þó svo að önnur viðmið hafi verið lögð til grundvallar í öðru samhengi, t.d. varðandi veikindarétt, þ.e. að til fastra launa við slíkar aðstæður geti verið miðað við f asta yfirvinnu að auki, og vakt aálag, sbr. gr. 12.2.6 , enda sé tekið sérstaklega fram í því ákvæði að auk mánaðarlauna eigi viðkomandi rétt á tilteknum öðrum föstum greiðslum. Ljóst sé að það ákvæði mæli sérstaklega fyrir um slíkan rétt, gagnstætt ákvæði 2 .6.7. Vísi stefndi einnig um þetta til framlagð r a vinnureglna Launaskrifstofu ríkisins frá árinu 1990 þar sem fram komi lýsing á því hvernig veikindaréttur var framkvæmdur samkvæmt vinnureglum frá 1990 en þá hafi verið litið svo á að vaktagreiðslur féllu e kki undir föst laun á lausnartímabili. 5 Stefndi vísar til almennra reglna samninga - og kröfuréttar, einkum á sviði vinnuréttar. Um málskostnað vísast til 130., sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm sb r. 2. tl. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Í grein 2.6.7 í kjarasamningi aðila segir að starfsmaður sem vinnur á reglubundnum vöktum alla daga ársins geti í stað greiðslna samkvæmt grein 2.3.2 fengið frí á óskertum föstum launum í 88 vinnuskyldustundir á ári miðað við fullt starf í heilt ár. Ágreiningur í málinu lýtur að túlkun á þessu ákvæði og einkum að því hvað Í tilvikum sem falla undir þetta ákvæði hefur framkvæmdin hjá stefnda verið sú að greiða eingöngu föst mán aðarlaun í dagvinnu. Stefnandi telur hins vegar að sú framkvæmd sé andstæð kjarasamningsákvæðinu og að greiða beri þau laun sem starfsmaður hefði notið ef hann hefði ekki verið í fríi, þ.e. greiða beri yfirvinnu, vaktaálag og gæsluvaktaálag enda sé um að r æða fyrirfram ákveðinn vinnutíma samkvæmt reglubundnum vöktum eða reglubundinni vinnu starfsmanns. Í málinu gerir stefnandi þær dómkröfur að viðukennt verði að skýra beri grein 2.6.7 í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í hei lbrig sé átt við mánaðarlaun og aðrar fastar greiðslur svo sem fyrir yfirvinnu og vakta - og gæsluvaktaálag enda sé um að ræða fyrirfram ákveðinn vinnutíma samkvæmt reglubundnum vöktum eða reglubundinni vinnu sta rfsmanns. Í stefnu kemur fram að stefnandi höfði málið vegna Hafdísar Maríu Kristinsdóttur sem starfar sem sjúkraliði hjá stefnda. Nafn hennar hafi verið valið af handahófi og markmiðið með málssókninni sé að fá fordæmisgefandi niðurstöðu um ágreiningsefni aðila. Þá segir að stefnandi hafi fengið upplýsingar um tilgreinda framkvæmd hjá stefnda er starfsmaður , sem hafði verið í 11 daga samfelldu fríi , bar sig upp við félagið vegna umtalsverðrar tekjulækkunar sem st arfsmaðurinn he f ð i orðið fyrir við frítökuna . Í stefnu er ekki fullyrt að umræddur starfsmaður hafi verið Hafdís María Kristinsdóttir. Þá er ekki skilgreint í stefnu í hverju brot stefnda á tilgreindu kjarasamningsákvæði felist eða hvernig það brot beinist að Hafdísi Maríu. Dómkrafa stefnanda lýtur að því að viðurkennt verði að skýra beri grein 2.6.7 í kjarasamningi aðila með tilteknum hætti að gefnum tilteknum forsendum sem koma fram í kröfugerðinni en hefur enga skírskotun til tiltekins brots á kjarasamningi. Krafan er óljós og verður ekki tekin ó breytt upp í dómsorð. Dómkrafa stefnanda 6 fullnægir því ekki ákvæði d. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um glögga og skýra kröfugerð. Málatilbúnaður stefnanda og kröfugerð beinist að því að fá svarað þeirri lögspurningu hvernig túlka beri tilgreint á kvæði kjarasamningsins en beinist ekki að því að leyst verði úr tilteknum réttarágreiningi, en eins og greinir í 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 verða dómstólar ekki krafðir álits um lögfræðileg efni. Með vísan til þess sem að framan er rakið er máli þess u vísað frá dómi án kröfu. Stefnandi greiði stefnda 300.000 krónur í málskostnað. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Máli þessu er vísað frá dómi án kröfu. Stefnandi, Sjúkraliðafélag Íslands vegna Hafdísar Maríu Kristinsdóttur, greiði stefnda, Grund, dvalar - og h júkrunarheimili, 300.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Þorgerður Erlendsdóttir Kristjana Jónsdóttir Bergþóra Ingólfsdóttir Valgeir Pálsson